Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðföstudagur, maí 31, 2002

Jæja lellalitla vann þrautina í dag og var ekki lengi að því stelpan. Til hamingju með það lella litla
þá er alveg spurning um að gera nýja þraut.....hmm.....verðlaunin fyrir þessa þraut áttu að vera lessu-ferð í bústað þessa helgina með fjórum ofurskutlum (gef ekki upp hverjar þær eru en..) þar sem lella litla gefur sig ekki fram undir eigin nafni þá verður erfitt að afhenda henni verðlaunin sín... :)
kveðja kolla klessa


[2:53 e.h.] [ ]

***

 

bíddu bíddu .....allt í einu eru þrjúhundruð og eitthvað manns búnir að koma inn á síðuna mína...gæti það kanski verið af því að beta rokk súperbeib linkaði mig á sinni síðu (er ekki komin með tölvu-tungumálið á hreint en held að þetta sé rétt )
og svo rýkur líka beta sæta upp í könuninni en það er bara gott mál því hún er líka ekkert lítið sæt.
well well


[12:47 e.h.] [ ]

***

 

Úff....tíu mínútur í mat..er orðin annsi svöng..er alveg að hugsa um að fá mér eitthvað feitt og slísí í matinn í þetta skiptið. Jú jafnvel hamborgara eða eitthvað..skokka það bara af mér í sveitinni um helgina (right)
jamm svona fór um sjóferð þá...

Heyriði krúttu-rassarnir ykkar....af hverju er engin búin að vinna þraut númer 3 ...eruð þið að reyna að segja mér að þið hafið ekki vitað að Anastacia syngur lagið all outta love ??? svo kallið þið ykkur vini mína ...yeah right...

síðasti sjéns ...sjáum hvort eitthvað vit er í að hafa sona þraut.

þraut númer 4

Hittust á laun, léku í friði og ró.....

hvaða lag er þetta og hver syngur ?

svar berist í gestabók ....fyrstur kemur fyrstur fær eða eitthvað soleis.


[12:03 e.h.] [ ]

***

 

Er ekki alveg að átta mig á hlutunum. Kíkti á teljarann minn og þar segir að 267 manns hafi skoðað heimasíðuna mína sem er ekkert nema gaman en akkuru eru þá bara 5 manns búnir að taka þátt í könnuninni ?? finnst ykkur hún hallærisleg eða hvað er málið ?
Mig langar svo að sjá niðurstöðurnar....bíð spennt :)

Rólegur dagur í gær fimmtudag....fór að hitta vinkonu á kaffihúsi..fékk skrýtið símtal....fór svo heim til Diljáar snillings og gisti þar með nýja meðleigjandanum hennar Diljá sem er lítil kisa ....rosa sæt litla krúttið (ég er nú reyndar ekki beint mesta kisu-manneskja í heimi)
en hún var samt voða sæt og kúrði hjá okkur í nótt.
Svo er bara ÚTBORGUNARDAGUR í dag og svo ferð í bústaðinn með lessu-klessunum.


[8:10 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 30, 2002

Komið að því...
Flutt heim til múttu og pabba...er þar eins og er...búin að henda fötum upp í hillur og öllu dótinu mínu í bílskúrinn..seldi gítarinn minn í dag þannig að núna er ég ekki lengur almennileg lesbía :)
Er að hugsa um að skella mér aðeins í bæinn og sofa svo heima á vitastíg í næstum tómri íbúðinni,njóta þess eitt kvöld enn að vera sjálfstæða konan :)
Já var aldeilis dugleg í dag...náði að pakka restinni af dótinu og flytja allt saman..litli trukkabílstjórinn ég .
Jæja best að hanga ekki á netinu heima hjá ma og pa.


[9:22 e.h.] [ ]

***

 

jæja þá er ég að hugsa um að loka fyrstu könnunninni...og þar vann með einu atkvæði...aldrei nóg af bloggi svo ég tek bara mark á því og hætti ekki að vera pikkóð...
:) þakka ykkur...


[2:28 e.h.] [ ]

***

 

jæja.....


[2:03 e.h.] [ ]

***

 

jæja nú segir þetta dót að þetta hafi allt saman farið af stað á síðuna...við skulum vona að það standist :)
ef ykkur langar að skoða fleiri skemmtilegar blogg-síður þá eru hér nokkrar
Ragnar
Kriz
Urður
Inga
Dagný
sona ykkur til skemmtunar bara :)
kveðja kollster monster


[2:02 e.h.] [ ]

***

 

er að gera nýja könnun...þið voruð nú ekkert voða dugleg að taka þátt í hinni....


[12:09 e.h.] [ ]

***

 

Hvernig gengur date-pakkinn hjá lellunum ???
er það ekki einhvernvegin svona

1.hittast á skemmtistað
2.fara heim saman
3.sofa saman ( ekki alltaf )
4.hringjast á daginn eftir (jafnvel 2 dögum seinna)
5. fara í bíó
6.fara í bústað saman
7.eru alltaf að hringjast á
8.eru ALLTAF saman
9.fara að búa innan ákveðins tíma sem við skulum ekki nefna hér

correct me if I´m wrong...

hmm má ég nú sjá

ég er núna búin með fyrsta pakkan fyrir solitlu síðan...
búin með bíóið...
er á leiðinni í bústað um helgina...
hmmm.....þarf eitthvað að fara að huga að þessu öllu saman...kanski er ég bara komin í pakkan ...hvað segiru um það ?????

(líklega skiljið þið ekkert hvað ég er að bulla en allavega ein manneskja skilur það og þú veist hver þú ert litla maníska kona sem elskar Rachel :)

englakveðjur....til ykkar allra


[11:38 f.h.] [ ]

***

 

Jæja blóðið búið og kollan hvít í framan eftir leiðinlega spítala-ferð...
svo lennti ég líka í því núna að ég sat frammi á biðstofu og einhver kall var inni hjá sprautu-konunum sem var með "þröngar æðar" ...þær voru heldur ekkert að tala neitt rosalega lágt...og ekki að loka hurðinni voða mikið.
Sprautu-kona1 ; jæja nú er komin hálf dolla...sjáðu þetta er allt að koma. Blóðið lekur bara soldið hægt hjá þér en þetta kemur allt saman
grey´kallin; já já ekkert mál...ég bíð þá bara (hvílík hetja!!!)
sprautu-kona2; Kolbrún gjössovel

svo lætur hún mig setjast við hliðina á manninum sem var með þröngu æðarnar ...og ég er sko vön að líta í hina áttina þegar ég er sprautuð en hefði betur sleppt því núna því hann sat við hliðina á mér maðurinn.....úff ekki skemmtilegt...svo á endanum lokaði ég bara augunum og þá fóru konurnar að tala við mig eins og ég væri sirca fimm ára...

sprautu-kona2; er þetta ekki skemmtilegt (hæðnistónn) ?
Kolla; nei ekki beint í uppáhaldi hjá mér
sprautu-kona1; hva finnst þér ekki gaman að koma til okkar...?

svo hlógu þær báðar æðislega mikið...já já voða fyndið ..gera grín að berkla-sjúklingnum...

en nóg um bitru konuna...
kom aftur í vinnunna eftir skemmtilega spítalaferð og fékk símtal...
vr-konan að hringja í mig og segja mér að ég gæti fengið bústað um helgina... GLEÐI GLEÐI GLEÐI[11:27 f.h.] [ ]

***

 

ojojojojojojoj......var að fatta að það er fimmtudagur til fjandans í dag þar sem ég á tíma hjá lækninum mínum klukkan 9:30 ...ekki það að doksinn minn er rosa fínn ...málið er að þegar viðtalið er búið þá þarf maður að fara niður í kjallara til konunnar sem stingur mann í handlegginn.....úff...er bara byrjuð að svitna strax...hvaða fífl var það sem sagði að maður færi að venjast þessu með tímanum og svo væri þetta ekkert vont lengur . Er ekki sammála því ...ég verð alltaf hvít í framan...

Blóðprufa hjá Kollunni
þetta fer einhvernvegin svona fram;

(geng inn í litlu biðstofuna og rétti konunni í afgreiðslunni blaðið sem doksi gaf mér)

Kolla ;gjörðu svo vel
Sprautu-ritari ; já hérna er númer...þú ferð bara inn þegar það er lesið upp

(sprautu-ritari réttir kollu númer sem á stendur 69 (hm veit ekki af hverju ég valdi þetta númer))
(kolla sest niður innan um gamla fólkið og reynir að finna áhugaverð tímarit en finnur bara læknablaðið)

Kolla ; hugs = ætli hún þurfi að taka mörg glös af blóði..ætli ég get keyrt á eftir...hmm...djö akkuru er ég ekki bara í vinnunni.
Sprautu-ritari; 69 GJÖSSOVEL

(kollu stendur upp og svimar..labbar í átt að litlu stofunni)

Sprautu-konan-sjálf ; sælar...jæja
Kolla ; heyrðu ekki er sjéns að hérna þú getir tekið úr hægri en ekki vinstri ?
sprautu-konan; ekkert mál..svo lengi sem ég fæ blóð hahahahahah

(kollu finnst hún ekki fyndin, verður doldið óróleg en reynir að vera töffari..er nú einu sinni lesbía)

Sprautu-konan; heyrðu elskan...er ekki allt í lagi ? finnst þér kanski ekkert sérlega gaman að heimsækja mig ?
Kolla; mmm..satt að segja er mér ekkert rosalega vel við sprautur en við skulum bara drífa þetta af
Sprautu-konan; já ég skal bara nota barna-nál á þig...þú finnur varla fyrir því

(sprautu-konan dælir nokkrum glösum úr lessu-klessunni , plástrar og þakkar fyrir sig)

the end

Já get því miður ekki sagt að þetta sé eitt af uppáhalds-hlutunum mínum en leið nú samt aðeins betur þegar ég spjallaði síðast við sprautu-konuna því að þá sagði hún mér að þetta væri mjög algengt að fólk yrði svona hvítt í framan eins og ég varð hjá henni ...og það væru mun fleiri strákar en stelpur sem eru sprautu-fobic......hver segir svo að við séum veikara kynið !!!!!

jæja gott fólk...heyrðu vá komið yfir 200 manns á síðuna en ég tek lítið mark á því þar sem einungis 12 eru búnir að taka þátt í könnunni minni ...kanski frekar þá að 12 manns séu búnir að skoða síðuna soldið oft bara :)

jæja verð kanski að vinna pínu ponns


[9:01 f.h.] [ ]

***

 

var að skoða bloggið hennar Urðar sætu og ekkert smá krúttleg síða !!!!!!


[8:08 f.h.] [ ]

***

 

jæja komin fimmtudagur og ekki langt í þessa yndislegu HELGI ....mmmmm...
Er að bíða eftir svari frá VR í sambandi við að fá kanski bústað ..yrði náttúrulega bara ljúft að komast aðeins út úr bænum, grilla og hafa það gott.
Monika var mega-dugleg í gær og náði að massa það að pakka öllu draslinu sínu í kassa.....fór svo út í leigu að starfi loknu og leigði mér friends og fannst ég alveg eiga það skilið eftir að hafa verið svona dugleg allan daginn.
Svo bankaði sæt stelpa upp á með ís og kók (skrýtin blanda en góð) ...þannig að ég bauð henni inn að horfa á friends með mér og hún gerði það enda hefði líklega ekki getað boðið henni upp á betra videó þar sem henni finnst Rachel fallegustust. :)
get ekki neitað að mér finnist Rachel sæt en ég get því miður ekki verið sammála því að eiginmaðurinn hennar sé sætastur (það er að segja in real life (Brad Pitt)) ætti kanski að gera könnunn um hvor fólki finnist Brad Pitt ómótstæðilegur.... hmmm...
jæja sæta fólk hef ekkert skemmtilegt að segja eins og er en skrifa nú líklega samt alveg meira í dag.
over and out


[8:08 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 29, 2002

Úff ...held jafnvel að þetta hafi virkað núna og ég sem gerði fýlukall...
well get þá tekið gleði mína aftur...er heima í foreldrahúsum að stelast til að blogga smá....var að koma frá sorpu..mission í dag var semsagt að henda í burtu unglingakössunum sem geymdir hafa verið annsi lengi. Rauði krossinn verður örugglega rosa glaður að fá gömlu rappara-töffara-fötin mín og ruslið étur fegið ógeðs-úrklippu-bækur með myndum af svokölluðum sætum mönnum eins og kevin costner (oj djö var maður glataður unglingur)
Anyways....hmmm er semsagt búin að taka gleði mína á ný þar sem bloggið er komið í lag......


[7:00 e.h.] [ ]

***

 

:(


[6:57 e.h.] [ ]

***

 

error error error error


[1:45 e.h.] [ ]

***

 

hmmm...ekkert að ganga ennþá ?


[12:34 e.h.] [ ]

***

 

Hvaða hvaða...ekkert að gerast hérna... er búin að blogga í morgun en virðist ekki vera að koma inn á síðuna ? hmmm...kollan ekki nógu mikið tölvunörd til að laga þetta ...sjáum hvort eitthvað gerist eftir að ég skrifa þetta.
Erna: sakna þín strax
Kristín: blogga blogga blogga!!!!!! bíð spennt....
Inga Hrönn: fer á fund í kvöld í sambandi við ferðina !
Maggý og Eva : byrjuð að sakna ykkar þó þið séuð ekki farnar !
Dagný: takk fyrir alla tölvuhjálpina
þið hin ef þið skoðið þetta...: skrifa í gestabókina !!!


[10:37 f.h.] [ ]

***

 

Tók test sem ég sá á bloggsíðunni hennar Dagnýjar vinkonu og hér koma niðurstöðurnar.......Which of Andrew's Friends are You?


Eretta ekki líkt mér ??? right!!!!


[9:33 f.h.] [ ]

***

 

úff búin að bíða í allan morgun eftir að bloggerinn komst í lag...það var eitthvað óvirkt í systeminu.
Fór í bíó í gær á forsýningu á mynd sem heitir About a boy...(Hugh Grant mynd)
Bauð dömu með mér í bíó (fékk frímiða í vinnunni) ....og lét hana að sjálfsögðu versla nammið...
myndin var sona formúla sem maður gat séð atriðin fyrir sér alltaf fram í tíman eða soleis.
Fórum svo eftir bíó og röltum niður í bæ....Hlölli...friends og bjór...þvílíkir kallar (lessur dauðans)

Svo er Ernan mín bara farin ú burtu frá mér...líst ekkert á það...en maður fer nú og heimsækir hana nokkrum sinnum í sumar og svo kemur skvísan sjálfsagt í bæinn af og til. Veit ekki hvað það er en mig langar bara að vera alltaf að fara út úr bænum núna.
Er einmitt að bíða eftir svari í sambandi við sumarbústaðaferð um helgina. Nenni ekki að vera í bænum og nenni ekki að vinna þessa helgina...langar að slappa af í sveitasælunni.[9:31 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 28, 2002

Endilega tékkið á könnunninni minni


[3:52 e.h.] [ ]

***

 

jæja held að ég sé búin að koma könnunn inn á síðuna en á eftir að laga hana smá sko ...best að skoða þetta aðeins betur og vera mega-tölvu-nörd...
chau


[3:43 e.h.] [ ]

***

 

best að fara að pilla sér heim....sjá hvort mamman gefi kollunni ekki far...já vá mamman verður í bíóinu í kvöld...og kollan með date :) thíhíhíhí (prakkari að koma upp í minni)


[3:39 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...gerðist djörf og bauð skutlu með mér í bíó í kvöld...(fékk boðsmiða í vinnunni) um að gera að vera hallærisleg...ætla líka þokkalega að láta dömuna splæsa í sjoppunni í staðinn fyrir að bjóða henni í bíó...og hver veit nema að það verði kökuboð eftir bíó...
spennandi.


[2:42 e.h.] [ ]

***

 

Komin sigurvegari á keppninni ....það er að segja þraut númer 2 .....og sigurvegarinn er
*trommusóló* Dagný Ásta og fær í verðlaun frían heimsóknartíma á bloggerinn minn hvenær sem hún vill og hvar sem hún er stödd í heiminum.
Bíddu þarf ég þá að hugsa nýtt lag... ? jú ætli það ekki

Þraut númer 3

ok þetta ætti ekki að reynast neitt rosalega erfitt....eða það finnst mér allavega ekki :)

I´m outta love.......

og spurningin er hver syngur þetta ...???[2:00 e.h.] [ ]

***

 

Nú fer ég bara að ofmetnast...80 búnir að skoða síðuna mína (eða jafnvel 5 manns búin að skoða hana 16 sinnum) allavega búið að lesa bullið sem ég er að skrifa....hey já vildi líka taka það fram að þið þurfið ekki að segja hvað lagið heitir en allavega koma með næstu línu á eftir í laginu.


[12:36 e.h.] [ ]

***

 

Er alveg mikið mikið að hugsa um þetta sumar sem er framundan....er ekki bara málið að njóta veðursins og reyna að fara eins oft og maður getur út á land...kynnast landinu okkar aðeins betur eða eitthvað álíka væmið.
Hey er ég alveg að gleyma laga -keppninni....diljá vann síðust ...þá var lagið Traustur vinur og kanski soldið auðvelt en maður byrjar jú alltaf á þessu auðvelda og svo mun þetta þyngjast...

þraut númer 2

segðu mér hvaða lag þetta er eða kláraðu næstu línur á eftir eða vertu snilli og gerðu bæði ...

Ég veit um konu sem kemur á óvart.

may the best man/woman win :)[11:16 f.h.] [ ]

***

 

Var að lesa blogger hjá Urði sætu ....hún er eitthvað að tala um að ég sé með málæði í puttunum eða eitthvað álíka en ég kannast ekki við það...tjái mig kanski óþarflega mikið en það er líklega betra heldur en að ég tali út í eitt...geri það reyndar líka...en well.. that´s why u all love me right :) hhihihi
Tjékkið á Urði


[9:46 f.h.] [ ]

***

 

daginn....úff soldið að vera myglaða konan í dag...vaknaði við símann minn
mamma ; "er lögð af stað"
ég ; (reyna að vera æðislega fersk í röddinni) já þá kem ég bara út á horn núna ....
hún sækir mig sko alltaf á hverfisgötuna ..hornið á hverfisgötu og vitastíg.
En þetta er nú samt sem áður góður dagur því ég komst að því fyrir tilviljun að konan sem ég var að tala um held ég í gær.....það er að segja stelpan sem fær mig til að tísta á laugaveginum er svo bara ekkert alveg straight....heldur bara þokkalega bi ..... ekki leiðinleg sú uppgötvun !!!!!!
Svo var Kollan dugleg í gær og fór í fínan göngutúr um götur borgarinnar í gær ásamt góðum félaga....rosa fínt veður og ennþá betri félagsskapurinn.
Bauð dömunni í bíó og krafst þess að sjálfsögðu að hún myndi þá sjá um að kaupa nammið.... ;)
jæja kanski maður byrji að vinna ...


[8:07 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 27, 2002

hey vá síðast þegar ég kíkti voru sirca 60 manns búnir að skoða bloggerinn minn .....ALL IS GOOD eins og rokkararnir segja þegar gott er í þeim hljóðið .. :)


[2:51 e.h.] [ ]

***

 

final countdown af helginni...

Sunnudagur í sólinni

Jæja komin sunnudagur ...það er að segja í sögunni minni af helginni :)
Kollan vaknar óþunn og í hamingjukasti yfir að vera ekki með höfuðverk dauðans...
Sólin skín á borgarbúa og fuglarnir syngja dirrindí ...ekkert nema gleði í loftinu.
Kíki í bæinn með einni lessunni og við röltum um og hittum til að mynda tvær slæður á austurvöllum...sætar þessar rokk-stelpur ;)
Töltum svo heim á vitastíginn og sitjum þar að spjalli fram á kvöld... ég tek úr vél og er myndarlega konan þó allt sé frekar mikið í rusli hjá Moniku þessa dagana...
Seinna um kvöldið kemur aðalslæðan í heimsókn og ekkert nema gott um það að segja.....gaman að sjá þig stelpa ef þú lest þetta.
Svo var lagts í rúmið en andvöku-nótt framundan.
Veit ekki alveg hvað kom yfir mig...gat bara ekki sofnað..varð allt í einu skíthrædd og lítið ( ekki líkt mér ) og þegar klukkan fór að ganga þrjú gat ég ekki meir og fékk að kúra hjá góðri vinkonu ( já bara vinkonu ) þá nóttina... hvað gerði maður ef maður ætti ekki vini sína...vinir eru það fallegasta sem maður finnur í þessum heimi.

Mánudagur til mæðu

læt daginn í dag fylgja hér þar sem ekki mikið er sossum að frétta af þessum degi...bilað að gera í vinnunni en hef samt alltaf mínútur aflögu til að svala pikk-þörfum geðsjúklingsins :)
Heyrði í einum af jarðneskju englunum mínum í gær sem vill svo til að býr í útlandinu þessa stundina...gott að heyra í henni..það er bara eitthvað við hana sem gefur manni kraft og fær mann soldið til að horfa á lífið með opnum augum. Held hún viti alveg að ég meina hana .. :) en hún getur sossum alveg verið soldið græn á eigin kosti þannig að jú Inga mín ég er að tala um þig.
læt þetta duga í bili....svo þið fáið ekki ógeð...[2:50 e.h.] [ ]

***

 

Jamms meira framhald af helginni ógurlegu...

Lúbarinn á laugardegi

Vaknaði á laugardeginum klukkan sirca hádegi við það að Diljá snillingur hringdi og minnti mig á að það væri nú kosningadagur og um að gera að skella sér í bæinn að kjósa...(sem ég hefði líklega ekki fattað vegna þunnylda af eigin sjálfsdáðum) ...Diljá meira að segja kom og sótti mig og keyrði mig á kjörstað......væri sko ekkert vitlaust að bjóða ekki bara öryrkjum ...ellilífeyrisþegum og því fólki einungis far á kjörstað eins og gert er ..heldur ætti líka að vera fylgd fyrir þunna því mér finnst ekki ólíklegt að margir sleppi því að kjósa bara vegna þynnkunnar...að þurfa að fara inn á mannmargan stað og í mínu tilfelli gamla skólann minn þegar maður er í þessu ástandi er ekki það skemmtilegasta í heimi.

Krossað var við R að sjálfsögðu og svo haldið af stað....í IKEA jamm :) alveg staðurinn til að vera þegar maður er þunnur...langaði helst að leggjast upp í öll rúm sem ég sá þar og taka mér bólfestu í eitthvað af þessum herbergjum...en lifði þetta af bara á gleðinni við að horfa á Diljá vinkonu glóa við það að velja dót í nýju íbúðina sína :) (íbúðina sem er bara snilld og einhver kjáni asnaðist til að kalla " fína partýíbúð" en við hlustum nú ekki á það)

Jamm svo fór maður nú bara beint heim eftir IKEA og lagðist í sófann..fór í boxers og bol...og sæng að sjálfsögðu...ekkert nema þunnyldi á vitastígnum.
Heyrði svo í Evu-skutlu-konu....og ákváðum að kíkja út á lífið það kvöldið.
Svo fer meðleigjandinn minn á fætur þegar líða tekur á kvöldið og fær taugaáfall yfir því að ég skuli ekki vera að horfa á Eurovision heldur skjá einn ... !!!!! Verður alveg trylltur að ég geti hugsað mér að sitja ein undir sæng heima hjá mér þegar JÚRÓVISJÓN er í sjónvarpinu...hann hélt víst að ég hefði erft einhver gen frá honum litla júró hommanum en svo er nú bara því miður ekki.
Allavega...svo kemur að kosningavöku og þá stillti ég á sjónvarpið aftur og fylgdist í fyrstu með tölunum en þegar ljóst var orðið að við ættum þetta þá hætti ég að horfa og Eva kom yfir...ég ennþá í boxers og undir sæng.
Skellti mér í sturtu og hafði mig til fyrir kvöldið...eða nóttina framundan.
Settumst við stofuborðið á spjallið og áður en við vissum af var klukkan allt í einu orðin hálf þrjú og okkur fannst að það væri líklega tími á okkur að pilla okkur út ... Erna sæta kom yfir og við röltum af stað niður í bæ.

Á laugaveginum voru stúdentshúfur út um allt og röð á alla staði bæjarins....Kollan varð allt í einu fimm ára þegar hún sá Betu rokk framundan þar sem Kollu finnst hún alveg óendanlega falleg kona...það er bara eitthvað við hana sem fær mig til að pikka í vinkonur mínar eins og ég sé 13 og tísta..."sjáðu hver er þanna...sæta stelpan"

Enduðum á spotlight þar sem það var eini staðurinn sem við fundum með enga röð...dönsuðum við nokkur lög en vorum aðallega að vera mestu pæjurnar á svæðinu...svo var bara haldið heim á leið og edrú konan (það er að segja ég) skutlaði Evu á bílnum hennar í Grafarvoginn og fór svo heim að sofa...
[1:41 e.h.] [ ]

***

 

tók semsagt test sem segir víst til um mann eitthvað um hvernig týpa maður er í rúminu og veit ekki alveg hvort þetta á við....segir eiginlega að ég sofi hjá hverjum sem er og er kanínur ekki greddu-dýr dauðans ????
veit ekki ..hmmmmm....


[12:32 e.h.] [ ]

***

 
Take the Desert Creatures Test!


[12:31 e.h.] [ ]

***

 

Jæja....framhaldið..

Föstudagskvöld hjá Fyllibyttu

Jú við Arinn minn settumst niður og fengum okkur Corona með lime í eins og hamingjusamt par eftir að börnin voru farin á sinn stað.
Svo komu nokkrir vinir Ara og fengu sér í glas með okkur...
ekki leið á löngu þar til lesbía og systir hennar bættust í hópinn og svo áður en haldið var út á trallið kom að sjálfsögðu uppáhalds-konan mín hún Erna til okkar og við stelpurnar ákváðum að skella okkur á 22...þar var frekar fátt um að vera þannig að haldið var á spotlight.
Þar missti einhver vitleysingurinn vitið og öskraði á annan eiganda staðarins þangað til að vinkona hennar greinilega bjargaði málunum og dró hana til hliðar. Meira fréttnæmt gerðist ekki þar.
En kvöldið var ekki búið því svo var haldið á Hverfisbarinn og dansað þar þangað til okkur var sagt að búið væri að loka og við yrðum að fara.
Við smygluðum bjórunum inná okkur og löbbuðum yfir á Celtic cross og kláruðum bjórana þar .
Svo var haldið aftur á 22 sem var fínt....allir voru orðnir annsi ölvaðir og dyke-drama-dauðans sem ekki er alveg málið að segja frá hér átti sér stað...við skulum bara segja að einhver kyssti einhvern sem hann eða hún átti akki að kyssa og allt fór í háaloft.
En svo endaði ég allavega heima hjá mér og Arinn minn kom stuttu seinna og var einmitt að fara beint í flug þannig að ég kvaddi hann og sofnaði sirca 2 mín síðar.

Meira um helgina síðar.......


[11:04 f.h.] [ ]

***

 

Er ekki alveg að geta byrjað á að segja frá helginni.... kanski maður byrji bara á föstudegi og skelli restinni inn seinna í dag eða á morgun.

Fagur Fjölskyldu Föstudagur

Jú sólin skein á lofti en Kollan vaknaði upp við krampa í maganum líklega af þessu mánaðarlega en kanski líka þar sem ég má ekki taka verkjapillur var verkurinn ekkert að fara svo ég tók mér leyfi frá vinnunni þann daginn og lá í bælinu í þónokkuð marga tíma.
Svo hringir Mamma litlu prinsessanna minna og er í stökustu vandræðum þar sem hún á að mæta til vinnu klukkan fjögur og barnfóstran fagra klikkaði á síðustu stundu ...er að tékka hvort Kollan geti jafnvel reddað sér...sem ég og auðvita gerði...
Þannig að ég fer til prinsessanna minna og sæki þær...við förum á spotlight... (er ekki um að gera að gera þetta að lesbíum á meðan þær eru ungar ) og opna staðinn þar sem engin annar var til að gera það heldur og spókuðum okkur þar í soldin tíma...
Ari (verðandi barnsfaðir minn) var með okkur og við æfðum okkur í að vera fjölskylda...með litlu stelpurnar með okkur.
Svo fórum við með þær heim á vitastíginn í lessu og homma húsið og áður en við vitum af lítum við á okkur og þá blasi við annsi skemmtileg mynd.
Bríet (perlan mín í lífinu) situr í stofunni að horfa á skrípó...
Ari (verðandi barnsfaðirinn) er úti að grilla í góða veðrinu
Kolla (verðandi mamma (ekki samt strax..er ekki ólétt)) er að svæfa litluna hana Elínu í vagninum og hengja upp þvottinn í leiðinni.
Sjáið þetta fyrir ykkur...þetta var svo fallegt....hver segir svo að gay fólk ætti ekki eiga börn !!!!???!!!! come on :)
Allavega...svo koma foreldrarnir að sækja börnin sem var heldur ekki svo slæmt því það góða við að vera með annara manna börn er að geta skilað þeim líka ... þannig að þá var komið kvöld og djammið framunda....
framhald síðar ... :)


[10:01 f.h.] [ ]

***

 

Date með herra HH ( þetta er sorglegt en því miður annsi mikið satt)

Stelpa fer á date með strák og við skulum bara kalla hana bombuna og hann Herra HH :)

Allt saman byrjar þetta með því að HH býður bombunni að skella sér með sér í bíó (tek það fram að ég held að honum HH litla finnist hann rosa sjarmör )
Jú bomban segir jú takk við boðinu og þau ákveða að vera í sambandi.
Dagurinn rennur upp og HH hringir í stelpuna og segir henni að hann muni sækja hana um níu leytið sem er ekkert nema gott og blessað...en bomban kíkir yfir til vinkonu sinnar og hringir þarafleiðandi í Herra HH og spyr hvort hann vilji bara ekki sækja sig þangað.
Jú herramaðurinn mikli heldur það nú en ......svo hringir hann aftur og spyr hvort hún vilji ekki bara hitta sig í miðasölunni hjá bíó-inu þar sem hún sé nú ekki mjög langt frá ..
Og hún játar því og ákveður að hitta hann bara í bíóinu .
Þau hittast og allt gengur eins og í sögu þar sem auðvita herra-maðurinn kaupir miðana en ekki er allt sem sýnist.
Þau fara í sjoppuna og þetta fer einhvern-vegin svona fram .
Herra HH ; langar þig ekki í eitthvað nammi ?
Bomban; ha , jú endilega..kanski bara popp og kók.
Herra HH; já heyrðu ég borgaði miðana ...ert þú ekki til í að borga nammið ?
Bomban; ha ....(soldið mikið hissa en) jú ætli það ekki..hvað viltu ?
Herra HH, bara risapopp og stóra kók eða nei heyrðu sódavatn í flösku ( sem er nota bene dýrara en stór kók)
Bomban ; ( ekki alveg viss um hvort hún eigi að stinga af eða borga og brosa ...brosir bara eins og henni einni er lagið.
Sagan er hinsvegar engan vegin búin því svo byrjar myndin.....allt gengur fínt þar til maðurinn sem fékk sér risa-popp er búin með nammið sitt og spyr date-ið sitt hvort hann megi ekki fá smá hjá henni.... !?!?!?!?!?!?!?!?!?!
Svo er myndin búin að þá hefði maður haldið að hryllingurinn væri á enda en NEI...Bomban labbar út með Herra HH og hann stingur upp á því að þau skelli sér á ákveðið kaffihús í bænum sem við skulum bara kalla kaupfélagið... hann splæsir á hana litlum bjór ( þvílíkur herramaður..úffff) og fær sér einn sjálfur...ekki löngu síðar er hann búin með bjórinn sinn og greyið bomban varla hálfnuð með sinn þegar hann segir...eitthvað í þessa áttina...
Herra HH Jæja eigum við að koma.. ??
svo fer hann í afgreiðsluna á kaffihúsinu og kaupir tvær kökusneiðar ( til hvers veit engin) og fær þær á disk ásamt smá rjóma...
þau labba út og hann með kökusneiðar á disk.
Bomban ; jæja heyrðu ertu ekki til í að keyra mig heim ...nenni ekki að labba
Herra HH, jú auðvita ...bíllinn er hér ...
svo labba þau saman í átt að bílnum en strák-greyið ( eða kanski fíflið) finnur ekki bílinn eða mundi ekki hvar hann hefði lagt honum fyrr en eftir smá íhugun.
Jú þið haldið að þetta hljóti að vera nóg að þola handa greyið stelpunni en nei...svo koma þau loks að bílnum og hana líklega farið að langa í rúmið sitt þegar hann fattar að hann fór heim til sín sama dag ekki á bílnum og skyldi bíllyklana eftir heima hjá sér...
Þannig að þarna stendur Herra Hallærislegur Helvítis með tvær kökusneiðar á disk og enga bíllykla...
Þá fær Bomban nóg og kveður hann og þakkar fyrir annars hroðalegt kvöld.
Endir...

Halló...
1.maður sækir konu sem maður býður í bíó ef maður á bíl.
2.Maður biður hana ekki að borga fyrir nammið og ef svo er þá er maður hógvær og fær sér ekki það dýrasta á matseðlinum.
3.Hvað er málið...er öll rómantík farin úr date -pakkanum ?
4.Maður ætti nú að geta leyft fallegri konu sem situr með manni á kaffihúsi að klára bjórinn sinn ... !
5. Hvað er málið með kökusneiðarnar...hvað ætlaði hann að gera með þær ? tæla hana niðrað gróttu að borða köku...en rómantískt...oj gæti ælt....
6.Jú þetta er sönn saga...og elsku Bomba ..samhryggist þér...
7.Svona getur þetta typpa-fólk verið ( jú kanski fordómar í mér en svona er þetta bara)


[9:21 f.h.] [ ]

***

 

Jæja Inga vinkona orðin tölvu-nörd eins og kollan ..jú jú ..vildi bara sona óska henni til hamingju með árangurinn...ekki einungis komin með blogg heldur líka loksins loksins búin að koma sér inn á msn sem er búið að taka annsi langan tíma.
Þú stendur þig eins og hetja stelpa...keep on rockin !!!!!


[9:02 f.h.] [ ]

***

 

Jæja komin aftur....jú og tími til komin þar sem ég sé að 38 stykki eru komin á teljarann minn ..en býst reyndar við að inni í því megi telja þónokkur skipti sem Ingan mín hefur líklega kíkt nokkrum sinnum inn til að tékka hvort tölvunördinn væri ekki að standa sig og skrifa inn á blogger...svo lofaði ég henni líka maili en hef bara verið frá vinnu (og þarafleiðandi tölvu) í nokkra daga vegna 1.veikinda og 2.asnaskaps.
En nóg um það ..ég er komin aftur og hef nóg að segja ykkur frá...helgin öll liðin og fullt af skemmtilegum sögum sem ég mun svona henda inn þegar ég hef tíma ( tala eins og ég sé voða vinsæl og hafi engan tíma ...sure :)
Lestarstjórinn er líka komin með blogger endilega smellið ykkur inn á hann ...bless í bili englarnir mínir ..


[8:38 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 23, 2002

VEI VEI VEI VEI ...komin þessi blessaði teljari ... snilld.is :)
og alveg ég + 1 búin að fara inn á bloggerinn í dag sem gera sirca 2 :)


[12:46 e.h.] [ ]

***

 

síðasti sjéns... :)


[11:58 f.h.] [ ]

***

 

þolinmæði þrautin vinnur.....


[11:54 f.h.] [ ]

***

 

Nei ekkert að gerast ennþá....ég er óþolinmóð....KOMA SVO.....


[11:43 f.h.] [ ]

***

 

Jæja nú ætti að fara að koma teljari hér inn þar sem nördið er mikið að nördast í dag... :)
Sjáum hvernig fer......
og spennann eykst.......


[11:35 f.h.] [ ]

***

 

TÖLVUNÖRDARSNILLINGURDAUÐANS sem ég er (fékk smá aðstoð frá blogg-félaga) Nú er þetta eins og ég vil hafa það og hvað annað er hægt að biðja um í lífinu en að hlutirnir séu eins og maður vill hafa þá :)


[10:42 f.h.] [ ]

***

 

Nei virðist ekki hafa virkað...sona til að útskýra þá er ég að reyna að losna við fullt nafn sem kemur alltaf aftaná allt sem ég skrifa ...finnst ekkert gaman að sjá allt nafnið mitt þarna niðri...eins mikill egóisti og ég er þá finnst mér þetta samt ekki viðeigandi :)


[10:38 f.h.] [ ]

***

 

smá lagfæringar í gangi....sjáum hvort þær virki...


[10:35 f.h.] [ ]

***

 

Er að vinna í því að fá Ingu vinkonu í að búa sér til blogg-síðu þar sem ég tel hana vera einn þann besta penna sem ég hef kynnst bara ever og ekki er hún verri vinkona :) stattu þig stelpa og þá geturu orðið tölvu-nörd eins og kollan ...


[10:14 f.h.] [ ]

***

 

Fann snilldarsíðu fyrir þá sem eru mikið fyrir texta í lögum eins og ég :) Klikkaðu hér og sjáðu snilldina :)


[8:45 f.h.] [ ]

***

 

Hmm...fimmtudagur í dag og föstudagur á morgun... hlakka til að vera búin í vinnunni á morgun..útigrill í garðinum og gítarleikur eftir matinn...á reyndar eftir að plata Maggý eða Guðrúnu til að koma með gítarinn sinn á föstudag og taka lagið. Á reyndar eftir að bjóða fólki að kíkja yfir...kanski eftir að kaupa grillmatinn líka og vínið..bíddu hvað er ég búin að gera ..jú taka ákvörðun um að hafa grill og gítar.
Gott hjá mér .. :)


[8:35 f.h.] [ ]

***

 

Komin fimmtudagur og einungis einn dagur í helgina...eða soleis.
Jú það kom ekki vitlaus hugmynd í gestabókina í sambandi við að hafa laga-texta-keppni á síðunni minni en þar sem ég er búin að gefa svo rosalega fáum upp slóðina á síðunni held ég að það sé ekki til mikils.. :) get nú samt skotið inn af og til einum og einum texta til að þú fáir að keppa diljá mín :)
Get byrjað núna....og byrjum á auðveldu... sá sem er fyrstur að svara vinnur og í verðlaun er grillmatur heima hjá mér á föstudagskvöldið..
Here we go (þetta var til að starta keppnina..bara taka fram að þó þarna hafi komið enska þá var þetta ekki söng-texti)

Engin veit fyrr en reynir.......... ??????

úr hvaða sívinsæla lagi er þetta... ???[8:18 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 22, 2002

ok shit...þetta virkaði...jújú ég orðin tölvunörd...barþjónn (spotlight) ..skrifstofudama....rokkslæðu-grúppía...og ýmislegt fleira...hmmm..hef margt á minni könnu :) chau


[3:39 e.h.] [ ]

***

 

Langaði bara að minna ykkur á að kíkja á gestabókinajamm...held þetta virki sona...ef þetta virkar þá get ég farið heim og hugsað á leiðinni að þann 22 maí varð ég tölvunörd :)


[3:37 e.h.] [ ]

***

 

Hmmm...var að fá ábendingu um að evróvisión væri næstu helgi og hvort maður væri ekki skyldugur til að djamma þá helgina..um leið og ég heyrði þetta hugsaði ég með mér að ég nennti nú varla að horfa á þetta en væri samt alveg til í smá djamm þar sem maður hefur ekki gert mikið af því að djamma heldur verið meira í að vinna .
Svo er ég í vinnunni að hlusta á snilldardisk sem Eva mega-lesbía gerði handa mér í gær...þú ert snillingur Eva !!!
Langar helst til að standa upp með head-settið mitt í vinnunni og fá kellingarnar á skrifstofunni til að taka smá sveiflu :)

já stuð á stelpunni í dag...nenni ekki að það sé miðvikudagur..lessu-fundur framundan á morgun í samtökunum og spennandi að sjá hversu margar þeirra mæta í þetta skiptið.[2:42 e.h.] [ ]

***

 

Sko mig...það tókst á endanum og núna getið þið skellt inn commentum þarna uppi einhversstaðar :)
Kveðja Computer-Kolla


[11:56 f.h.] [ ]

***

 

Er að reyna að tölvunördast meira þannig að það komi sona fínerí-is gestabók hérna inn...er ekki að ganga neitt of vel...er með Dagnýju á msn-inu mínu að labba með mér í gegnum þetta...Kolla er mega-nörd í dag ...


[11:50 f.h.] [ ]

***

 

brostu framan í heiminn og heimurinn brosir við þér :)
bjartsýnin að drepa kolluna í dag...langar að faðma heiminn og segja öllum fallegu vinunum mínum hvað mér þykir vænt um þá...(oj væmið væmið) en allavega þið sem lesið þetta....takk fyrir ykkur og takk fyrir mig.


[9:58 f.h.] [ ]

***

 

Steingeit (22.des - 19.jan)
Ekki gleyma að þú ert fær um að taka við hlýju og ást á sama hátt og þú gefur af þér því þú þarfnast um þessar mundir sérstaklega alúðar og aðhalds miðað við stjörnu steingeitar hér. Hægðu á þér ef þú mögulega getur og njóttu þess eins að vera. Hér kemur einnig fram að þú býrð yfir geysilegri keppnishörku sem kemur þér vissulega á áfangastað.
Semsagt stjörnuspáin mín fyrir daginn í dag...byrja oft á því að kíkja á hana áður en ég starta daginn og þetta er nú ekki leiðinlegt :)


[8:27 f.h.] [ ]

***

 

Jæja...komin mið vika og styttist í fríhelgina :) ekki mikið gerst síðan síðast...var að vinna í gær til klukkan 21 og skellti mér þá á Brennsluna með honum Ara mínum og fengum okkur að borða. Svo var gærkvöldið rólegheitakvöld...hangið heima og horft á videó. Ég og hommarnir þrír semsagt í góðum fíling yfir spólu og kók .
Má reyna að gera eitthvað skemmtilegt í kvöld...ekki alveg að nenna að skrifa hérna inn ef ég hef ekkert skemmtilegt frá að segja...
vaknaði snemma í morgun og massaði niður þvottinum sem hékk úti (hmm..spennandi)
Er að hugsa um að láta þetta duga ...oj ógeðs rigning úti ..hvar er sólin sem ætlaði að vera hérna í smá tíma ? getur einhver sagt mér það ?


[8:18 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 21, 2002

Jæja best að henda sér úr skrifstofu-dömunni yfir í lessu-barþjóninn...er semsagt að fara yfir á spott að taka eina stutta vakt þar í dag.þannig að until later...eigið góðan dag.


[3:50 e.h.] [ ]

***

 

Jæja er að sjá hvort ég geti breytt tímanum á þessari síðu... þannig að þetta er sona smá tékk..
over and out


[1:26 e.h.] [ ]

***

 

Halló aftur ...
Smá leti á þessum bæ..er ekki að nenna að vinna og finnst svo ég mikill töffari að vera komin með blogg-síðu þannig að ég ákvað að bæta smá meira inn á hana.
Veit reyndar ekki hvenær ég mana mig upp í að gefa einhverjum upp adressuna á síðunni eða slóðann(kann ekki sona net-mál) þannig að kanski er ég bara að tala við sjálfa mig eins og er .
Helgin var semsagt frekar mögnuð...fullt af lesbíum létu sjá sig í fyrsta skipti á spottanum þar sem rokkari allra tíma var að spila ...snillingurinn hún Andrea Jóns.
Við Eva á barnum vorum í mega-stuði og ekki lítið ánægðar með kvöldið ásamt Maggý mega-gellu...dönsuðum eins og vitleysingar á barnum og ég gerði mér grein fyrir því þegar líða fór á kvöldið að í hvert skipti sem ég beygði mig niður í kælana í vinnunni sást í strengin á naríunum mínum í buxunum sem ég var í en held það hafi bara verið í anda kvöldsins...
Enda kom ein skutlan til mín að versla píku-bjór eins og hún kallaði það og dró kortið sitt upp úr naríunum sínum þannig að þetta var kvöld til að muna eftir..
Þarf að endurtaka þetta fljótlega...go Andrea Jóns.. :)


[1:02 e.h.] [ ]

***

 

Jæja ....Kollan byrjuð að blogga og orðin tölvu-nörd þó hún kunni ekkert á tölvur.
Sælt veri fólkið.. hef sossum ekki mikið að segja enn sem komið er en mun reyna að vera dugleg við að pikka hér inn þegar puttarnir kalla á pikk.
Búið að vera bilun þessi helgi...ekkert nema vinna og meiri vinna og fjör á spotlight á gay-kvöldi sem er soldið kaldhæðið þar sem spotlight á að heita eini gay staðurinn á Íslandi í dag.
jæja best að láta þetta duga í bili.
kveðja kollster


[12:52 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K