Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



laugardagur, ágúst 31, 2002

Fór á djammið í gær...mjög misjafnlega skemmtilegt kvöld en samt jú þegar ég hugsa til þess bara aðallega gaman....Fór á Maxims að heimsækja vinkonu mína sem vinnur þar á barnum (tek það fram að í dag er maxims ekki strippbúlla heldur bara venjulegur bar)...
Fór svo á Vídalín þar sem Gullfoss & Geysir voru af sinni alkunni snilld að halda fólkinu heitu í húsinu..djö er gaman að fara þar sem þeir eru að spila...tónlistin er bara geðveik og stemningin alltaf einhvernvegin rétt....svo næstu helgi verða þeir að spila á balli í Iðnó og ekki skemmir að Rokkslæðan verður líka að spila á þessu balli. Þokkalega skemmtun ársins....jeeeeeee
Endaði á því að fara ekkert allt of seint heim í gær þar sem ég varð einhvernvegin soldið þreytt í lok kvölds..hitti fullt af skemmtilegu fólki á Vídalín....jú þetta var bara gott kvöld held ég.
Svo í kvöld fer ég að vinna með vinkonu minni í miðasölunni á gauknum..jú mar kemur víða við eins og sagt er.
Er í engu sérstöku bloggstuði núna en þar sem komið var nýtt í gestabókina varð ég eiginlega að standa við mitt og blogga smá.
til leiter beibís


[3:08 e.h.] [ ]

***

 

Jæja.......nú er komin ný kosning þar sem ég attla að sjá hversu margir lesa bloggið mitt sem þekkja mig og þá meina ég þekkja mig....hmm...þetta verður forvitnilegt....hehe.....kjósið hér !!!!!!!!!!!!!!


[12:01 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 30, 2002

Kollsterinn staddur heima hjá megaskutlunni og hún er að hafa sig til svo hún geti skellt sér á djammið með pæjunni...ræt...segist vera að fara út til að passa kollsterinn...ræt ræt ræt...
Held þetta verði meiri sona fílingur eins og í gamla daga þar sem kollsterinn daðrar eins og hún á lífið að leysa og Huldan ýtir undir það...eða eikkva....blaaa
sit hér með drykk í hönd ...rosa fínt glas og kollsterinn komin í djammgallan :)
bleee..er að horfa á þátt á skjá einum sem held ég að heiti ibiza eikkva...ohh hvað þetta fólk á spennandi líf eða þannig...blaaa.
er bara að blaðra og rugla..held ég þurfi eikkva að fara að vinna í Huldu núna þar sem ég skal koma henni í mega-djamm gír og skella henni með mér út á lífið.
Gotta gó mæ darlíngs.....eitt auka...er komin með nýja hugmynd...nú mun ég blogga eins mikið og þið skrifið í gestabókina og þá gildir ekki að skrifa sama manneskjan oft...þannig að næst þegar ég kíki í gestabókina þá ef það hefur ekkert nýtt komið mun ég EKKERT blogga en hinsvegar ef það hefur eikkva nýtt komið frá einhverjum nýjum þá blogga ég smá og segjum að margir hafi bloggað mun ég blaðra meira fyrir vikið.
knús til ykkar og sjáum hvort þetta virki á ykkur elskurna.
kollsterinn er komin í glasið
sæl að sinni


[9:50 e.h.] [ ]

***

 

Dagur Verslunarinnar miklu

Já dagurinn í dag gekk aðallega út á það að ég fór um allan bæ með Ernunni minni og leyfði henni að velja allt sem ég átti að versla á sjálfa mig til að geta talist pæja...djö var það gaman...endaði með að kaupa mér tvenna skó (gæti ekki verið meiri stelpa..hehe)
Buxur...tvo brjóstahaldara (veitir ekki af fyrir stóru brjóstin mín)...naríur...og svo fór ég auðvita í mjólkurbúðina líka því mér fannst það bara þurfa ef ske kynni að ég kæmist í stuð í kvöld eftir að ég er komin í múnderinguna og búin að fara til Ernu sætu að láta plokka og lita ( er sko að tapa mér yfir gleði að vera orðin sona mikið femm....híhí)
Veit ekki alveg planið í kvöld en það kemur bara í ljós.
Fór upp í samtök í gær og ótrúlega gaman að hitta Evu og Maggý attur...verst bara að þær þurfi að vera að fara svona fljótt attur....já og ef þið lesið bloggið mitt einn daginn þá vil ég að þið vitið hversu mikið ég á ettir að sakna ykkar kjánarnir ykkar.....:(
En allavega...er að hugsa um að skella mér í sturtu og borða mömmumat ....og svo til Ernunnar minnar...
Látið heyra í ykkur í kvöld ef þið eruð í stuði....já Þóra...takk fyrir að skrifa í gestabókina og þið hin sem lesið bloggið mitt og hafið aldrei skrifað....only two words for jú gæs.....koma svooooooooooooooooo


[5:48 e.h.] [ ]

***

 

Er í símanum heima hjá ma og pa og sit fyrir framan tölvuna líka...þar sem ég er búin að vera að bíða eftir að helv..liðið upp á Borgarspítala átti sig og gefi mér samband við rétta fólkið. Hvað er málið...á að pirra mann út í hið óendanlega sona á föstudegi...Er loks búin að fá samband við réttan ritara til að panta tíma hjá lækninum mínum en þá er talvan hennar ekki í lagi og enn bíð ég....
Langar ekki að vera Bibban á Brávallagötu sem kvartar í bloggið sitt....en ég bara gat ekki setið á mér. Arg...ég er að verða uppiskroppa með lyfin mín og þeim er bara alveg sama.....vilja greinilega bara að ég læknist ekkert af berklunum...jæja kolla komið gott hjá þér í bili...nú er ég hætt að rugla...
bladibla


[9:08 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, ágúst 29, 2002

Þessi dagur var betri en margir aðrir í þessari viku :) Fór með músu litlu á leikskólann í dag og hitti á ferð minni tilbaka Guðbjörgu kunningja minn...hún bauð mér smá verkefni í næstu viku sem ég glöð tók að mér...verð semsagt að vinna í næstu viku í beyglur með öllu í Iðnó við alskyns aðstoðarstörf á æfingum....gaman gaman...fór á rennsli í dag og þetta var alveg meiriháttar..vill ekki segja meira til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá sýninguna sem verða vonandi sem flestir.
Svo fór ég að skila litlunni og hitti líka Döggina mína...góður dagur og fer bara batnandi þar sem ég er núna komin heim og er að hugsa um að leggja mig...svo fara upp í samtök að hitta Maggý og Evu sem eru komnar heim (jibbí) og hitta líka Unu fyrrverandi meðleigjanda minn og krútt....svo hitta Krizina mína í einn bjór....mmmm....eins og ég segi...góður dagur :)
knús í bili


[5:40 e.h.] [ ]

***

 

Komin nýr dagur...fimmtudagur í dag...klukkan er ekki meira en rétt rúmlega hálf átta...kollan komin á fætur og á leið í barnfóstrustarfið...en það er munur á þessum degi og öðrum dögum vikunnar...jú...það er sól úti...hvað er að gerast ?
Verður kanski bara sól í dag...? Get ég kanski bara farið á Austurvöll og þóst vera í sumarfríi og sólað mig ?
Vei vei vei vei vei vei
Værri reyndar ekkert verra ef það væri föstudagur því þá væri ég að fá útborgað og það er ekkert leiðinlegt sko ... :)
jæja besta að rölta sér yfir til litlunnar og fara að skella sér í aðlögun á leikskólanum .
Eigið góðan dag í sólinni elskurnar


[7:44 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, ágúst 28, 2002

Aldrei þessu vant er Kollsterinn komin heim til sín í foreldrahús og klukkan ekki nema rétt rúmlega tíu ....er soldið ánægð með mig að hafa meikað það að labba mér af stað heim klukkan tíu...skrýtið að labba leiðina heim og einhvernvegin allt opið ennþá..er vön því að sjoppur og vidjóleigur séu lokaðar þegar ég er að rölta mér heim, það er að segja í þau skipti sem ég gisti ekki hjá vinkonum mínum sem gerist soldið oft ...aðallega þó eftir að ég flutti tímabundið í foreldrahús.
Jamm...margt sem hleypur í gegnum huga manns þegar maður er einn á röltinu heim til sín...fór til dæmis að hugsa um áðan matarboðið sem ég fór í í kvöld...fór semsagt í mat til systur hennar múttu. Rosa fínt...lasagne a la selma...(fyrir þá sem ekki vita þá er lasagne uppáhaldsmaturinn minn)....svo voru amman og afinn líka þarna ...eftir-mat-umræður voru aðallega Linda Pé, þar sem systir mömmu vinnur á DV og Lindan var auðvita framaná Dv þessa helgina sem leið. Fyndið...hún var að segja okkur að þetta væri söluhæsta blaðið hjá Dv í langan langan tíma...Lindan alveg að gera sig greinilega með harmsöguna sína....Íslendingar eru alveg merkilegir með það að þeim finnst svo gaman að lesa um fólk sem hefur lennt í einhversskonar leiðindum í lífinu....harmsögur eru alveg hit-seller...hvað er þetta eiginilega í okkur sem sækir í að lesa sögu um konu sem fékk krabbamein og svo framvegis ?
Svo fór ég reyndar í framhaldi af þessu að hugsa um fallegar konur....fjölskyldan var semsagt sammála í þessu boði um að Lindan væri svo rosalega falleg....ég hinsvegar gat ekki verið alveg sammála...finnst Linda ekkert ljót en finnst hún heldur ekkert eikkva rosalega merkilega falleg. Bara einhvernvegin svona voðalega venjuleg íslens kona.
Hef alltof oft lennt í því að vera ósammála fólki um hvaða konur eru fallegar ...er til dæmis aldrei sammála fyrrverandi og verðandi meðleigjanda mínum í þessum málum.
Kanski er ég bara ekki að sjá sömu hluti og aðrir...eða bara að allir hafa sinn smekk...finnst ég samt svo oft lenda í því að vera ósammála fólki í þessum málum.
Ein af fallegustu konum íslands finnst mér til dæmis ekki vera Linda Pé eða einhver módel....sé miklu frekar fegurð í konum eins og til dæmis Bryndísi Ásmunds....veit ekki hvort þið vitið hver hún er en allavega....sona konur sem eru með einhvern sérstakan sjarma og útgeislun...og verða bara fallegri og fallegri með hverjum deginum...(kolla í miklum pælingum í kvöld)
Sjáið til dæmis hana Betu rokk....hún er sona kona sem er með svo rosalega fallegt bros...þegar maður hittir hana þá verður maður bara einhvernvegin glaður inni í sér. Gæti haldið áfram að tala um þetta allt saman alveg endalaust en langar ekki að þreyta ykkur elskurnar sona rétt fyrir háttin.
Best að kíkja á skjá einn og reyna svo jafnvel að skella sér snemma í bólið.
Góða nótt og megi englarnir vaka yfir ykkur börnin mín


[10:39 e.h.] [ ]

***

 

Vinnudagur búin og dagurinn minn komin....það er að segja þegar ég get farið að gera eikkva sem mig langar til að gera :)
Er staðsett í foreldrahúsum eins og stendur að háma í mig muffins sem mamma var svo myndarleg að baka og svo er stefnan tekin úr húsi að ég held. Engin ákveðin staður komin upp ennþá en finnst ekki ólíklegt að ég muni vera stödd miðsvæðis í borg óttans :)
Langar reyndar soldið að reyna að hitta á Urði vinkonu í kvöld en ég sé bara hvernig stendur á hjá henni þessa dagana...hún er so dugleg að vinna þessi elska.
húff...veit ekkert hvað ég á að segja meira so ég ætti kanski bara að láta þetta duga í dag og skella mér út í fríska loftið áður en ég skelli mér inn á leigulistann og reyni að finna íbúð handa okkur gay-parinu...mér og ragnarinum mínum (get sko ekki linkað á hann þar sem ég er í hallæristölvu en hann er hér til hliðar) ...

best að smóka sig


[5:15 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, ágúst 27, 2002

mjög skrýtin dagur í dag.....þurfti að gera einn rosalega leiðinlegan hlut í dag en langar ekki að tala um hann hér...er samt sátt við sjálfa mig og er það ekki það sem skiptir máli að endalokum. Gerðust reyndar líka mjög skemmtilegir hlutir í dag , var að rölta heim á leið þegar ég rakst á gamla vinkonu sem ég hef ekki hitt í mörg mörg ár líklega...stelpa sem mér þykir alltaf rosalega vænt um og gleymi ekki stundunum okkar saman sem unglingar...einhvernvegin slitnaði samt upp úr vináttunni en aldrei neitt í illu..fólk bara fer sínar leiðir. Fannst samt svo gaman að hitta á hana og þegar við vorum í pakkanum "hvað ert þú búin að vera að gera ?" sem mar tekur með fólki sem maður hefur ekki hitt lengi þá sagði hún mér að hún vissi nú annsi margt um mig þar sem hún læsi bloggið mitt reglulega....hmm...finnst það náttla alveg meiriháttar að heyra það en finnst það líka alltaf jafnskrýtið þar sem ég er alltaf viss um að það sé alltaf sama fólkið sem les þetta ( kanski af því að allir gestir skrifa ekki í gestabók !!!!!!) ....jamm allavega...Maja ef þú lest þetta þá vildi ég segja þér að það var gaman að rekast á þig í dag og væri gaman að hitta þig á kaffihúsi við tækifæri þar sem ég er núna komin með númerið þitt og soleis.

Jú fínn dagur sona að einhverju leyti...er að hugsa um að hætta þessu blaðri núna og skrifa meira seinna...má búast við aktívari kollster á næstunni þar sem ég verð voða mikið í foreldrahúsum næstu daga og jafnvel vikur...

till next tæm....


[7:11 e.h.] [ ]

***

 

Skilaboðaskjóða

Anna Karen......Föstudagur-snilld
Arinnminn.....Sakna þín
Auður Rán....takk takk takk :)
Auja....skrifa kollsternum mail takk !!!
Begga Blóm.....línudans er trikkí bisness!
Betabros....trúi á þig...ánægð meðetta !!!!
Bjartmar....kolla vonda stelpa :(
Dagný Ásta....kolla ná í disk :)
Diljá...allt verður gott á endanum..ég er hér alla leið !!!
Döggin....hvað elda geðsjúklingar ? (bara að spá af því ég er svo matvönd) híhíhí
Erna Rán...unaður að hafa þig í bænum !
Gay-ri..horfa á vidjó...djamma...hmm..?????
Gríma...kveður mar ekki vini sína þegar mar fer ?
Gulla sæta...þú lest þetta ekkert en samt hæ sæta :)
Inga Hrönn...eins gott að þú reyndir ekki við Ágúst hehe
Kidda rokk....Má mar ekki sleppa ykkur í tvær sek..þá er allt farið í rugl ?
Kriz....njóttu dagsins í dag...þú átt það skilið !
Lilja mono....hætt í ruglinu bara, dugleg stelpa !
Naglinn.....koddu í bæ !
Oddný rokk...Rokkslæðan þarnæstu helgi..ég og þú beibí !
Puff moma...long tæm nó sín !
Ragnar....ég hlakka svo til !
Svansa....ert þú ekkert á heimleið ?
Tóta Lee...skrýtið að sjá þig ekki sona lengi og ekkert símtal og ekki neitt ?
Urður...ég er SVO glöð ástin mín ....svo glöð að þú trúir því ekki !

jæja fínt í bili..vona að ég sé ekki að gleyma neinum....enda ef ég er að gleyma einhverjum þá er það líklega einhver sem ég held að skoði ekki síðuna þar sem viðkomandi hefur líklega ekki skrifað í gestabók eða eikkva soleis

gotta gó darlíngs




[10:43 f.h.] [ ]

***

 

Jæja...Kollan komin í smá pásu frá mömmuhlutverkinu en fer og sækir stelpuna attur um hádegi...klukkan er sko núna rétt rúmlega tíu að morgni til og hvað betra en að blogga smá þar sem mjög fáir eru komnir á fætur og hinir í vinnunni. Ekki mikið nýtt að frétta...er búin að vera að passa alla daga og er satt að segja alveg þokkalega að hlakka til að geta bara sofið út einn dag kanski .... og daginn þar á eftir and so on....

Nú fer að styttast í mánaðarmót og í dag er það tilhlökkunarhlutur vikunnar hjá mér...ekki beint persónulegt og hlýtt en svona er lífið bara stundum...veit að peningar eru bara peningar...en stundum þarf mar þá líka sjáðu til.
Langar að stinga af upp í sveit og taka nokkra vini mína með mér...helst alla en það væri samt soldið erfitt...
finnst ég ekki búin að vera nógu dugleg að sinna vinunum mínum ....
langar að tala við þá alla og það helst í dag...ég veit ....skilaboðaskj....




[10:24 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 25, 2002

Þokkalega sem ég attlaði á feitt djamm í gær....þokkalegt Kollu&Ernu-djamm...fengum okkur sitthvorn bjórinn og svo vorum við svo eikkva ekki að nenna að fara að hafa okkur til að við ákváðum að fara frekar út í vidjóleigu og taka spólu og kaupa nammi..er þetta hægt ? við erum ungar dömur í blóma lífsins og erum strax komnar í einhvern vera-heima-á-laugardagskvöldi-að-horfa-á-vidjó pakka...iss piss gengur ekki...verð að djamma næstu helgi...þetta er ekki að gera sig.....kriz ...langar að djamma með kriz...langt síðan það hefur gerst...kriz viltu koma að djamma memmér næstu helgi..? ef þú sérð þetta viltu þá skrifa svarið í gestabókina mína....fór að hugsa um daginn að kanski værir þú bara hætt að lesa bloggið mitt....og þú sem fékkst mig til að byrja að blogga....?


[7:57 e.h.] [ ]

***

 


Leikarar og Lesbíur

Jæja loks komið að því....blogga mun ég nú ferðasögu síðustu helgar og daganna þar á undan.

Fjörið byrjaði þegar Kormákur Geirharðs (verð að hafa sona semí-fræg nöfn með í sögunni sko) ....hringdi í mig og bauð mér að koma með í smá ferðalag þar sem verið væri að skjóta Njálssögu og honum vantaði barnfóstru af því að dóttir hans væri með í för. Hann og konan hans voru semsagt bæði að vinna í þessu verkefni og vantaði au pair með í för. Ég játaði því að sjálfsögðu og ákvað að þetta yrði nú bara ævintýri , sérstaklega þar sem vinkona mín hún Kidda var að vinna í þessu líka og ekkert nema fjör framundan.
Á fyrsta degi var ég nú aðallega bara að sjá um stelpukrílið (er alveg sjö ára svo kanski ekki erfitt) ....var lítið á settinu og meira bara í húsinu að leika við krakkan. Næsta dag færðist hinsvegar fjör í leikinn þar sem ég mætti á sett með stelpuna og það var frekar fámennt á setti svo ég var mestallan daginn í því að vera runner á setti (þýðing=hlaupatík á tökustað)
Allt gekk eins og í sögu og allir náðu vel saman enda ekkert nema yndislegt fólk í þessari pródúsjón :)
Ég fór svo heim annað kvöldið til að geta unnið í bænum á föstudagsmorgun þannig að þar lauk verkefni mínum að ég hélt.
En nei...sem betur fer ekki...Kidda vildi endilega fá mig til að vera áfram runner á setti þannig að ég brunaði á tökustað eftir vinnu á föstudeginum og ákvað að eyða helginni í þetta spennandi verkefni og fá að kynnast alvöru leikurunum og alvöru listamönnum hehehehe....
Á föstudagskvöldinu var brunað á nýjan stað á landinu....stefnan var tekin á Búrfell (þjóðveldisbæinn) ...við keyrðum um nóttina um malarvegi hálendisins....rosa spennandi..sumir týndust í smá stund og aðrir ekki...híhí
Gist var á Hólaskógum þá nóttina þar sem Siggi nokkur var að sjá um svæðið...man ekki hvað hann heitir meira en hann var víst í Sálinni í gamla daga (smá fróðleiksmoli sona inn í sögunni)

Næsta morgun (laugardagur) var vaknað eldsnemma og haldið á nýja tökustaðinn ....sólin skein á leikarana og lesbíurnar (gleymdi að segja ykkur að í þessu verkefni var næstum ekkert nema bara leikarar og lesbíur...mjög skemmtileg blanda.
Gulla sæta var fengin til að vera aðstoðarkokkur á setti og endaði sem aðalkokkur og stóð sig eins og hetja.
Dagurinn gekk rosa vel og tökur líka....næstum allir á setti fengu að prýða sínu fagrasta og skella sér í búninga þar sem engir statistar voru með í för....meira að segja ég fékk að fara í búning og leika ambátt....kollan orðin sjónvarpsstjarna.
Sunnudagur var svo sá auðveldasti og allir í góðum gír vitandi að þetta væri síðasti tökudagur og allir á leið heim það kvöldið.
Já man nú ekki kanski alveg alla söguna sona as we pikk...en þetta er megnið af henni....gleymdi að nefna að framkvæmdarstjóri á setti slasaði sig á laugardagskvöldinu í kvöldvökunni þar sem Hilmir Snær fór á kostum í blús-söng...
Svo þegar Kiddan (framkvæmdarstjórinn) var alveg að drepast á sunnudeginum , þá lagði ég af stað með hana í bæinn til að keyra hana á spítala og láta kíkja á hana....en smá klikk hjá stelpunum þar sem við föttuðum þegar við komum í bæinn að við vorum með lyklana að bíl á setti í vasanum og varð ég því að fara aðra ferð austur daginn eftir til að ná í bíl á sett...en það er önnur saga sem mér finnst ekki neitt sérlega skemmtileg.

Já þetta var nú allt undrið elskurnar mínar....ef þið viljið vita eikkva um fræga fólkið þá hef ég bara þetta að segja " þetta fólk er bara eins og við hin...þegar maður kynnist því þá er þetta bara fínt fólk " er það annars ekki eikkva sona sem fólk segir þegar það hittir frægt fólk og er að segja frá því ???? hihihihihih

Á þriðjudeginum var svo haldið rapp (wrap eins og diljá útskýrði í gestabókinni minni) partý á Vídalín og allir búnir að ná að pústa smá og gaman að hittast aftur...leit yfir hópinn og þakkaði fyrir að fá að vera með í þessu verkefni ..hver veit nema þetta sé eikkva sem manni langi að halda áfram að gera í nánustu framtíð.

Jæja læt þetta duga í bili og ber ykkur kveðju mína kæra fólk
p.s.langaði líka að þakka þeim sem ég þekki ekki og hafa skrifað í gestabókina mína fyrir að lesa bloggið mitt....gleður mitt hjarta að sjá ykkur hér :)
pís át


[7:31 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 23, 2002

sit með ungabarn í fanginu að pikka með annarri hendi , svo háð bloggi er ég orðin, held ég þurfi að fara í meðferð ....já Kolla heiti ég og ég er blogg-fíkill. jamm segi nú ekki mikið í þetta skiptið enda barnið að reyna að komast í lyklaborðið og það yrði eikkva skrautlegt...verð í fríi um helgina með íbúð í láni og mun reyna að blogga smá þegar ég kemst heim inn á milli þar sem talvan er biluð þar sem ég er til húsa um helgina.
gots to go


[2:46 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, ágúst 22, 2002

Er í heimsókn hjá vinkonu minni sem er að passa íbúð í hlíðunum....rosa krúttleg íbúð...og með netið ...ekki slæmt.
Ákvað að notfæra mér netaðstöðu hér þar sem vinkonan er að vera duglega konan og vaska upp áður en fólkið kemur heim á morgun.
Hef því miður enn ekki haft tíma né tölvuaðstöðu til að blogga ferðasöguna...en lofa að hún kemur í síðasta lagi eftir helgi. Líklega samt bara um helgina þegar ég fer heim í foreldrahús í fyrsta skipti í soldin tíma.
gotta go


[9:54 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, ágúst 20, 2002

Komin heim í foreldrahús en þó einungis í nokkrar mínútur þar sem ég er á leið í rapp-partý (ekki sona jó jó rapp heldur kallast það rapp-partý þegar sokallaðri pródúsjón líkur á upptökum og allir djamma feitt feitt ) jú kollan orðin rosa pró í þessu öllu saman..búin að læra fullt af nýjum kúl orðum....rönnerinn ég sona líka á fulllu í pródúsjón og að aðstoða framkvæmdarstjóra á setti og svo framvegis ...jeeeeee
gotta go ....partý partý....
ferðasagan bíður spennt eftir að verða sögð get ég sagt ykkur..vona bara að gullfiskaminnið segi ekki til sín þegar ég loks kemst í það að blogga almennilega .
Verið sæl öllsömul


[7:51 e.h.] [ ]

***

 

Já sona er lífið í dag...rigning og þreyta...endalaus þreyta...er búin að sofa núna að meðaltali þrjá tíma á sólarhring og langar að fara að komast í almennilegt sumarfrí þar sem ég vakna ekki á morgnanna klukkan sjö til að vera mætt að passa hálf átta eins og fjórtán ára stelpa í vist að sumri til.
Elsku svetly og þið öllu hin ...ferðasagan kemur á næstu dögum þar sem ég hef alltaf so lítin tíma á netinu núna...barnið grætur..verð að fara


[10:50 f.h.] [ ]

***

 

þetta skrifaði ég í gær en komst því miður ekki inn á netið til að skella þessu á bloggið...en hér kemur þetta nú samt :)

Blogg-tími...var sko meira að segja að hugsa um að vera ekkert að blogga á næstu dögum þarsem ekkert stuð var í puttalingunum í pikk-týpunni. Svo las ég gestabókina mína og fékk andann yfir mig aftur..fyndið hvað lítil falleg orð geta haft mikil áhrif á mann í öllu sem mar gerir.
Nenni reyndar ekki að blogga ferðasöguna alveg strax þar sem hún gæti orðið frekar löng og ég hef ekki langan tíma þar sem ég er stödd heima hjá tveim litlum prinsessum núna og sú stærri er að fylgjast með músinni fyrir mig á meðan ég pikka í tölvuna í smá stund.
Langaði bara að segja ykkur öllum að ég saknaði ykkar...er reyndar alveg aðframkomin af þreytu þar sem ég kom í bæinn í gærkvöld og var á fartinu um kvöldið ...fór svo og gisti hjá vinkonu minni og vaknaði fyrir allar aldir í morgun til að keyra hana út á flugvöll...var næstum sofnuð á leiðinni í bæinn undir stýri og sat ein í bílnum öskrandi ömurlegu lögin í útvarpinu til að halda mér vakandi. Fór svo beinustu leið hingað til að fara með litlu músina í aðlögun á leikskólanum.
Var að klára að gefa þeim að borða og bíð spennt eftir að Ernan mín hringi í mig og segi mér að koma að hitta sig í bænum :) vei vei vei
Lofa ykkur ferðasögu á morgun eða hinn...hey besta að kíkja á kosningarnar og tékka hvað ykkur finnst skemmtilegast í blogginu mínu :)
gleði gleði og eintóm hamingja send út í loftið með ást frá mér :)


[10:47 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 19, 2002

jæja...komin heim úr flakki um landið með fræga fólkinu og öllum hinum ...hehe...ég telst til allra hinna en nú styttist í frægðina þar sem þið eigið líklega eftir að sjá mig spóka mig í ambáttarfötum í Njálssögu þættinum sem verður sýndur já ..hmm..veit reyndar ekkert hvenær,en verð að hætta ...ferðasaga kemur á næstu dögum...mikið að gera hjá kollunni núna.
Auður Rán.....sæta...brosti hringinn þegar ég las gestabókina mína í heimkomunni í nótt :)
vei ....tilhlökkun dagsins í dag er að hitta hana ernu mína og svo auðvita að knúsa kærustuna í dag :)
ble í bili


[8:54 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 16, 2002

hérna er svo linkur á myndirnar sem voru teknar á GayPride


[12:50 e.h.] [ ]

***

 

Kollan komin í borg óttans og mun dvelja hér einungis fáa sirka átta tíma...klukkan er núna að nálgast níu að morgni til og mun ég keyra aftur út úr bænum um fimm leytið í dag. Verð síðan út úr bænum fram á sunnudagskvöld í smá erindagjörðum. Ferðasagan mun semsagt verða lengri en ég bjóst við sem er sossum ekkert leiðinlegt held ég :)
Nóg búið að gerast nú þegar og ég efa ekki að það verði eikkva ennþá skemmtilegra á tökustað næstu daga.
Engin búin að skrifa í gestabókina mína á meðan ég var í burtu .... :( snökt snökt snökt
Endilega segið mér eikkva skemmtilegt sem ég get so lesið þegar ég kem attur...
bless í bili og hafið það gott um helgina englarnir mínir


[7:46 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, ágúst 13, 2002

Þokkalega búin að finna miljón myndasíður af gay pride en fann líka bestu síðuna of all times því þar eru næstum bara myndir af mér frá göngunni...get því miður ekki linkað á hana því ég er í makka og get ekki linkað í þessari tölvu ...helv....jæja..getið reyndar séð myndirnar ef þið farið inn í gestabókina og ýtið á website á nýjustu færslunni frá Dagnýju í gestabókinni.
Nú er kollan stungin af og leggur af stað í sveitina í fyrramálið..hafið það gott lömbin mín og munið að kyssa barnið í hjartanu ykkar góða nótt á kvöldin áður en þið leggið af stað í draumalandið.


[10:15 e.h.] [ ]

***

 






Þessi mynd er soldið spes...tekin senst áður en gangan lagði af stað niður laugaveginn og allir í geðveikum fíling..var bara að spá í einu...hvað er Anna Karen að gera með hendina sína þar sem hún er staðsett....eikkva er ég allavega ekki að taka eftir þessu...er bara að vera töffari og hún nær að svindla hendinni á sér undir búbburnar á mér..hmmmm...skamm skamm óþekka stelpa...hehe


[7:37 e.h.] [ ]

***

 

bloggedí blogg......er að fá massa fráhvarfseinkenni af blogginu góða. Finnst ég ömurleg..hleyp inn og blogga einhver leiðindi í hvert skipti sem ég blogga..úff kollan ekki að fara í þennan fasa núna .
Soldið skrýtið í loftinu undanfarið...alltof margir í kringum mann sem eru leiðir...er ekki alveg að fíla það. En er þá ekki bara málið að vera vinur vina sinna og vera hress og brosa ? hjálpar varla mikið að sökkva niður í þunglyndi með þunga fólkinu..frekar að vera á brosinu og vona að það smiti útfrá sér :)
Vona að ferðasaga vikunnar verði skemmtileg..get sagt ykkur sögur af setti eftir þessa tvo daga sem ég er að fara út á landið :) víííííí
Er enn í smá vímu eftir gay pride þrátt fyrir fýlu út í fjölmiðla .... sæta fólkið mitt so duglegt að skrifa í gestabókina mína ...verð alltaf eikkva so glöð inn í mér þegar ég sé að sona margir hafi skrifað í gestabókina mína :)
Úff tilhlökkun dagsins í dag er án efa ferð mín í fyrramálið :)
Þegar ég hugsa út í það þá er nóg að hlakka til ...þó gay pride-ið sé búið þá er samt nóg framundan...sveitaferð á morgun..
sækja Ernunu mína á föstudaginn ....Sæta stelpan kemur so í bæinn á laugardaginn (sko önnur sæt stelpa..híhí) so líklega djamm á menningarnótt....var immit að tala við vinkonu mína í dag sem hefur ekki djammað alltof lengi enda söngstjarna og mikið búið að vera að gera (híhí smá grín)
Úff nóg til að hlakka til ...gaman gaman


[7:05 e.h.] [ ]

***

 

jæja...smá pása hjá kolluni...nýjustu fréttir eru þær að ég fer klukkan sex í fyrramálið út á land til að vera barnfóstra á setti hjá fræga fólkinu..hihihih ....finnst ég fyndin núna.
Er að leita uppi myndir af gay pride til að skoða sjálfa mig að dansa ..hahaha...búin að finna nokkrar en ekki nógu margar. Er líka í fýlu út í fjölmiðla fyrir að taka miljón myndir af öllum atriðum í göngunni nema okkar stelpnanna...við vorum langflottastar þó ég segi sjálf frá.
Allavega Kollan er bara nokkuð glöð..reyndar pínu svekkt þar sem ég missti af nokkrum þúsundköllum í litlu einföldu verkefni þar sem ég var búin að lofa mér í annað þá daga sem þetta var í boði en svona er lífið...mar fær víst ekki allt sem mar vill.
Annars bara hress...langar að blogga daginn út og daginn inn en kemst næstum aldrei í það...sá að hundrað og eikkva hefðu farið inn á bloggið mitt í dag...held ég hafi lesið teljarann eikkva vitlaust..hef ekkert bloggað og varla gaman að skoða síðu sem valla hreyfist þessa dagana.
blaaaaaaa


[1:06 e.h.] [ ]

***

 

mjög stutt....er á fullu og hef enga tíma í að blogga...en varð að setja inn smá...hvað er málið með alla fjölmiðla ...ekki ein einasta mynd af okkur stelpunum...allt bara hommar í dragi ????? skiliggi


[11:20 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 12, 2002

Litla skjóðan...

verð að koma smá skilaboðum á framfæri en ekki samt nema til nokkra einstaklinga...so engin má vera fúll...

Diljá.....þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af ...lof jú
Dagný Ásta...takk fyrir að taka myndir, hlakka til að sjá þær
Kriz...sakna þín...hlakka til að sjá þig næst
Urður....gaman að sjá þig í gær..ekkert nema ást
Döggin....sama til þín...
Dj Dyke...takk fyrir samvinnuna
Rokkslæðan....umbi glaður eftir laugardaginn..rosa glaður

jamm nú fer ég róleg í rúmið þar sem ég varð að losa þetta frá mér


[12:37 f.h.] [ ]

***

 

Helgin búin og vika framundan...reyndar margt spennandi að fara að gerast í vikunni...fékk til dæmis að vita í fyrradag að ég er að fara út á land á miðvikudaginn og verð þar í tvo daga ....vei vei vei geðveikt gaman. Fer í ferð með Kormáki og Dýrleifu til að passa gríslingana á meðan þau eru að vinna í pródúsjón....en það sem er skemmtilegast er að kidda er í þessari pródúsjón þannig að ég slæ tvær flugur í einu höggi....fer út á land sem mér finnst æði gaman og fæ að hitta kiddu sætu :)
Helgin var meiriháttar....eiginlega alveg í áttina að því að vera fullkomin.
Fékk egó-kikk lífsins í göngunni og á torginu og svo auðvita djammið um kvöldið...kollsterinn var reyndar voa rólegur..hefði þess vegna alveg getað hugsað mér að hangsa heima yfir vidjói ..var nógu ánægð bara með gönguna og daginn.
Fór nú samt af skyldurækni minni á Nasa (verst að hafa misst af Dagnýju að spila :(
en fór senst um klukkan tólf...ásamt önnu karen...maggý...gullu...evu....þórdísi og ragnari...
Staðurinn var stappfullur af alskyns fólki og soldið fyndið að sjá þanna fullt af gay fólki..ekki sona kanski venjulega nasa stemningin.
Voa gaman...drakk reyndar bara einn bjór og var róleg á því ...svo var haldið heim á leið þegar Palli hætti að spila klukkan 4 og voa voa fínt.
Lítil sem engin þynnka í dag....hangið heima...sofnað um 4 og sofið til átta...út að borða um tíu leytið og ekkert nema rólegheit og unaður.....yndislegur dagur.
Svona á góð helgi að vera....fjör og fútt á laugardegi og afslöppun lífsins á sunnudegi (ekki verra ef mar er í góðum félagsskap ;)


[12:34 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, ágúst 10, 2002

ROKK OG RÓL...SHIT HVAÐ ÞETTA VAR GAMAN...ER ENN Í VÍMU...ATHYGLISSÝKISVÍMU...VERÐ AÐ SKRIFA BARA STÓRA STAFI.... VÁ HVAÐ VIÐ VORUÐ MIKIÐ ÆÐI....LÍÐUR SKO EINS OG ÉG SÉ AÐ SPRINGA INN Í MÉR ÚR STOLTI...OG SÁUÐ ÞIÐ ROKKSLÆÐUNA...VÁÁÁÁÁÁÁ....SÉ YKKUR ÖLL MEÐ TÖLU Á NASA Í KVÖLD !!!!!!!!!
stolt út um allt .....íha


[8:51 e.h.] [ ]

***

 

Sturtan búin og komin í gírinn...maginn að ganga upp og niður og í hringi...shæt...smá stress innan í mér...hlakka til þegar gangan er komin niður á torg og hlakka eiginlega mest til að sjá Slæðuna á sviði..verður gaman að sjá hvaða lög þær taka í ár eftir Survivor hittarann í fyrra...vei vei vei ...góður dagur ...gott veður...allt er gott í dag (nema kanski stressið í mallanum)
Vildi jafnvel stundum óska þess að ég væri ekki í atriði í göngunni því þá gæti ég horft á restina af göngunni...en eins og einhver sagði ..mar getur ekki fengið allt sem mar vill....
gotta go ....STOLT ÚT UM ALLT !!!!!!!!!


[11:34 f.h.] [ ]

***

 

Jæja ...nú er stressið byrjað að segja til sín..komin heim og er að hafa allt til fyrir dagin og að sjálsögðu kvöldið líka...úfffffff....
Allir að koma á Gay pride gönguna í dag....vei vei vei vei gaman gaman


[10:06 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 09, 2002

jæja....kollan komin á fætur fyrir allar aldir að sjálfsögðu...horfði á Ísland í bítið þar sem sæturnar (Rokkslæðan) var að spila...tóku meira að segja uppáhaldslagið mitt :) vei vei vei...er núna með lilluna heima að dunda okkur við að borða cheerios og dansa við lala...:)
Skapið mitt er í góðum gír...töffarinn nálgast jafnvel fyrir helgina...er að hugsa um að vera í töffaragallanum á morgun, eða sko það er að segja annað kvöld. Gangan er so á morgun og komið smá stress í Kolluna fyrir það....er að dansa...hmm...ólíkt mér held ég bara ...
En gaman samt...fór á dansæfingu í gær og leit svo aðeins upp í hús ...þar voru fullt af stelpum og voða fínt...fór svo heim að horfa á Hjartslátt þar sem ég átti mína 15 sek frægð..vei vei ...
jæja barnið kallar á Kolluna so I gotta go darlíngs...


[10:45 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, ágúst 08, 2002

Blogg-barnapían með geðsveiflurnar komin aftur....er heima hjá litlu prinsessunni sem ég verð með allavega þessa og næstu viku á meðan mamman er í útlöndum og pabbinn í vinnunni. Er alveg að fíla mig í mömmu-hlutverkinu en kanski líka vegna þess að ég get svo bara skilað af mér þegar pabbinn kemur heim úr vinnunni :)
Komin í sumarsólskinsskapið en attla ekki að segja ykkur hvers vegna...vil bara geyma það algerlega fyrir mig allavega sona eins og er.
Fór á dansæfingu í gær og hjartsláttur mætti á svæðið með myndavélar og fínerí...við stelpurnar verðum senst í sjónvarpinu í kvöld :) bara fyndið...tek það fram að þetta var bara æfing fyrir ykkur sem munuð horfa á þetta og þetta verður massamikluflottara á laugardaginn sem minnir mig á það að það fer að styttast annsi mikið mikið í þennan elskulega laugardag.
Vona að sem flest ykkar sjái sér fært að mæta .....gangan byrjar að ég held klukkan þrjú á hlemmi og endar svo á Ingólftorgi þar sem tjúttað verður með Stuðmönnum ...Rokkslæðunni og Rottweiler hundum ásamt fleiri rokkurum. Shit hvað þetta verður gaman...svo förum við (allavega það fólk sem ég þekki) á Nasa þar sem Dj Dyke mun þeyta skífum og Páll Óskar og Áki Pain.
Úff fæ fiðring í magann og fiðrildi og alles fyrir þetta pride dót....elska fiðrildi í mallanum :)
Þið verðið að afsaka ef ég mun ekki blogga mikið á næstunni þar sem ég er annsi upptekin í að leika mömmu og lesbíu í gay pride...eða leika og ekki leika....blaaaaa...þið vitið hvað ég meina.

p.s. langaði líka að henda því hér inn að ég fór á kaffihús í gær og hitti þar unga stúlku sem ég kannast lítillega við..hún sagði mér að hún hefði ráfað inn á bloggið mitt frá síðunni hennar betu og fundist bloggið mitt skemmtilegt :) alltaf gaman að heyra sona komment ...ef þú ert að lesa bloggið mitt M sem ég hitti í gær...þá endilega skrifaðu í gestabókina mína... :) mjög mikilvægt atriðið.
kossar og knús til ykkar allra og engill á hvern og einn.
væmna konan kveður


[11:34 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, ágúst 07, 2002

halló fólk og sorry hvað ég er lítið búin að vera að blogga...ástæður margar...aðallega þó það að ég er komin í sumarfrí og er ekki í tölvu allan daginn lengur.
Var að fá soldið mikið slæmar fréttir áðan og þið hin væntanlega flest búin að heyra þær...það er kviknað í lagernum hjá Teppalandi og hætta á að það kvikni í búðinni líka...sem er sossum ekki eikkva sem ég myndi vera döpur yfir (ekki illa meint) nema kanski þar sem pabbinn minn sæti er eigandi búðarinnar (eða einn af þeim) og er búin að reka þessa búð frá því að ég man eftir mér....kollan ekki kanski sú glaðasta í dag.
Var að koma heim frá brunastaðnum og sjónin var ekki fögur....arg arg arg.....
já hef voða lítið að segja eins og er nema kanski bara að senda engla á staðinn og vona að pabbanum líði ekki eins og illa og mér sýndist honum líða.
úff...ekki gaman að blogga þegar líðan mín er eins og hún er núna.
takkk samt fyrir falleg orð í gestabókina mína elsku fólk.....guddagrís ...fínt bloggið þitt líka ;)


[5:24 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, ágúst 06, 2002

bloggaði síðustu setningar sem þið sjáið hér fyrir neðan og leit svo í gestabókina og ákvað þá að blogga smá meir þar sem það sem stóð þar náði að gleðja litla hjartað mitt.....Kidda ...takk fyrir skilaboðin..jú sakna þín líka og finnst við alltaf vera að hittast en samt einhvernvegin aldrei....(sama með kriz)....hlakka til að þegar þið komist í frí.
Anna karen ...takk sömó fyrir helgina...hóran..pæjan..töffarinn og allir hinir karakterarnir virka so vel hjá okkur ..vei
og diljá...við spjölluðum áðan so þú veist núna allt til að svala forvitni þinni.


[6:33 e.h.] [ ]

***

 

úff.....vondur dagur...vondur....
nenni ekki að pikka neitt því það verður yfirleitt frekar sona þið vitið leiðinlegt þegar skapið í manni er leiðinlegt....helv...geðsveiflurnar að fara með mann.
eigið samt góðan dag yndin mín einu


[6:30 e.h.] [ ]

***

 

úff......bjartsýni er orð dagsins...segi ekki meir ...enda engin tími til......
brosa kolla brosa.....njóta lífsins........


[4:50 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 05, 2002

>Skilaboðaskjóðan fína<

Anna Karen....gaman gaman hjá þér ...samgleðst :)
Arinn minn....láttu heyra frá þér strákur !
Auður engill....hmmm...einu sinni enn og hætti aldrei...gestabók!!!!
Auja....þunn?
Betarokk...stuð í eyjum skutlos?
Begga blóm...línudansinn er vandmeðfarin !!!
Bjartmar...ertu heima eða ?
Diljáin mín...Danmörk beibí jeeee
Döggin...eru lömbin að haga sér ?
Ernan mín...sakna þín..ástin mín..dag eftir dag...lalalal
Gríma ....krútt krútt músímú
Kidda rokk...umbi glaður eftir gigg helgarinnar...umbi brosa :)
Kriz.....er mamma áhyggjufull af barninu sínu ?
Naglinn....kjaftasögur..hvað er það ?
Oddný ......slæðan rokkar og þú ert æði
Puff....hugsaðu um það sem við vorum að tala um !!!
Ragnar sæti...hvað ef við hefðum komið klukkutíma fyrr ??????
Tótalee....ég er töffarinn ..þú ert krúttið !
Urður...date-story-evening-tomorrow

jæja held þetta sé komið í bili..góða skemmtun englarnir mínir allir og nú er ég að hugsa um að skella mér inn í draumalandið og vonast eftir að dreyma eikkva spennandi kanski tígrisdýr eða bara ljón eða eikkva.....hmmm
z
z
z


[11:30 e.h.] [ ]

***

 

Sælar elskurnar....
Dagurinn var fremur rólegur og sossum ekkert slæmt að segja um það....smá pínu spæling inn í mér þar sem ákveðin vinkona mín hringdi ekki...hún reyndar sagðist ekkert ætla að gera það en ég var sona smá pínku pons að vona að það myndi ske...en what the hell...hún hringir þá bara á morgun :)
Er komin heim til ma og pa og klukkan ekki orðin miðnætti..komin í náttfötin og er að hugsa um að fara bara snemma í háttinn..jafnvel grípa í góða bók þar sem það er orðið allt of langt síðan það gerðist síðast.
Er rólega konan....töffarinn er enn sofandi eftir föstudagskvöldið...algerlega eftir sig eftir djammið...enda tók hann annsi vel á því og gerði það með stíl held ég bara.
Held það fari nú bara alveg að koma að skilaboðaskjóðu...jafnvel...hmm...núna bara...


[11:20 e.h.] [ ]

***

 

Sunnudagur í verslunarmannahelgi.....vaknað um klukkan tvö og skellt sér á fætur...
Fór á verkstæðið að vinna og vorum þar til að verða um kvöldmatarleytið...fór svo heim í sturtu og svo var planið að skella sér kanski bara á BSG tónleika með lebbunum en það breyttist svo.
Endaði bara í vidjóglápi út í bæ með hressum stelpum sem var aldeilis fínt.....gláptum á vídjó til að verða tvö og fórum þá bara í háttinn.....var fegin þegar ég vaknaði í morgun og engin þynnka og engin þreyta til staðar...
Er í foreldrahúsum núna og er að hugsa um að hringja í vinnuveitandann minn þar sem ég get líklega ekki mætt í vinnunna á morgun fyrr en klukkan tvö (og það er síðasti dagurinn minn í þeirri vinnunni...víííííííí)
Jamm sona er lífið....hmmm (verður litið á símann minn) ...engin hringt í mig í allan dag....skrýtið....hmm...attli síminn minn sér bilaður....híhí
jæja best að reyna að gera eikkva af viti....kíkti á teljarann minn áðan og hann var bara komin upp í 7 eða eikkva...allir hættir að skoða síðuna mína eða er þetta bara verslunarmannahelgin ???
gotta go


[5:28 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 04, 2002

Lítið verið bloggað þessa helgina enda mikið annað að gerast sem ég vil sona endilega ekkert vera að skella á netið...tíhíhí
Annars bara fínt að frétta af Kollunni...pæjan skellti sér á djamm í gærkvöld og var að hugsa um að fara á BSG tónleika í kvöld en ákvað fremur að vera heima og horfa á vídjó enda tvö kvöld af djammi yfirdrifið nóg fyrir mig held ég bara.
Var að vinna á verkstæðinu í allan dag og þetta lítur svo vel út að ég brosi hringin af stolti til stelpnanna alla sem eru búnar að vera svooooooo duglegar að gera þetta allt að veruleika.
Oddný sæta kom memmér á tónleika á föstudaginn ásamt fleiri skutlum og skemmtuninn var gífurleg...í gær var farið aftur og ekki var það nú leiðinlegra.
úr tilfinningalífinu er sossum ekkert merkilegt að frétta þannig lagað...held ég sé með geðsveiflur á soldið háu stigi en er í góðum gír eins og er sem er mjög gott miðað við að ég á enn eftir að skella mér undir sturtuna og skola af mér djammið frá því í gær þar sem ég vaknaði í dag og fór beint á verkstæðið...
hurru eitt enn...hvað er með fólk að skrifa ekki í gestabók..er alltaf að heyra um fleira og fleira fólk sem les síðuna mína (sem er audda bara æðislegt og ég verð alltaf jafnhissa) en elsku fallega fólk...viljiði láta mig vita að þið skoðið síðuna mína með því að skrifa í gestabókina..þó ykkur finnist hún ekki skemmtileg...bara segja þá ömurleg síða eða eikkva..þið skiljið...
jæja sturtan kallar ....


[7:51 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, ágúst 03, 2002

Jæja ...pæja...kollan komin í pæjugírinn....er að fara á djamm djamm í kvöld sem pæjan. Töffarinn meikaði það feitt í gær..var meira að segja tileinkað lag á slæðutónleikum....var að sjálfsögðu með hóru með sér eins og þau kvöld sem hann lætur sjá sig á djamminu. Rokkaði senst soldið feitt í hustler-bolnum sínum.
Týndi reyndar kortinu hennar Kollu sem er sossum ágætt því annars hefði hann líklega eytt meira á það...eða þið skiljið...
þynnkan tekur völdin í dag og get þarafleiðandi ekki pikkað meira.


[7:19 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 02, 2002

Stelpan ekki búin að vera dugleg að blogga í dag...en reyndar heldur ekkert búin að vera dugleg að vinna. Búin að vera meira dugleg í að tala við sætu msn - vinkonur mínar og hugsa um í hverju ég attla að vera í kvöld og annað kvöld. Eiginlega búin að setja það niður núna...töffarinn fær líklega að ráða í kvöld og so pæjan á morgun. Úff föstudagur lífsins í mér núna...nenni ekki að vinna..langar að hlaupa út ..heim til mín...sofna og vakna so kanski um níu...fara í sturtu og vera reddí fyrir kvöldið.
Eða nei...hurru er að fara að versla eftir vinnu...það er tilhlökkun dagsins í dag


[2:28 e.h.] [ ]

***

 

Kollan var duglega konan í morgun...vaknaði eldsnemma ..fór í sturtu ...þvílíkt spennt enda að fara í klippingu klukkan ellefu (vei vei vei)
Ekkert gel og ekkert vax í hárið þennan morguninn og þarafleiðandi frekar fyndið að sjá á mér kollinn.
Gærdagurinn var mjög fínn...fór á dansæfingu...labbaði niður laugaveginn með vinkonu minni ..vorum frekar ánægðar með okkur að vera að koma af dansæfingu...svo var bankað úr glugga á laugaveginum og Katla var þar á ferð..bauð okkur að kíkja inn til sín og viti menn...bara tacos og niceheit...bjór og fínerí.
Hún á æðislega...meiriháttar sjúklega sæta íbúð á laugaveginum....með hengirúmmi og alles. Lagði mig í smástund í hengirúminu...drakk bjór og svo röltum við ásamt Kötlu upp í samtök þar sem allt var stappað af fólki.
Kolla duglega styrkti að sjálfsögðu hinsegin daga og keypti sér rosa fínan svartan bol með bleikum stöfum sem á stendur Stolt út um allt...hinsegin dagar eikkva... kolla dulleg...
Jæja gotta go ....work is calling...hahah


[8:50 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, ágúst 01, 2002

Verð aðeins að tjá mig um gærdaginn minn...Fór nebbla á dansæfingu með lebbunum fyrir gay pride atriðið okkar...vá það var so gaman..hefði aldrei getað ýmindað mér hvað það er gaman að læra sona dans. Gerir hlutina auðvita enn betri að þetta er eins auðveldur dans og hægt var að gera við þessi lög sem við erum með en djö lúkkuðum við kúl..hlakka so til að sjá þetta þegar við erum búnar að æfa nokkrum sinnum. Geðveikt gaman....kylie og fleiri lög..alveg að gera sig. Nú getur mar farið að tjútta um helgina og meikað það alveg feitt á dansgólfinu með nýjasta kælí dansinn...jeeeeeee
Ekki það að ég var nú ekkert að ná þessu öllu sona alveg um leið en æfingin skapar meistarann eins og einhver sagði hér forðum


[5:06 e.h.] [ ]

***

 

Jæja....hálfnaður þessi vinnudagur og stelpan sem er að taka við af mér stendur sig næstum of vel...þá heldur fólk kanski að starfið mitt sé bara auðvelt og ég sé bara ekkert ómissandi (sem ég er auðvita mjög mikið)
En jamm...lítið nýtt títt...híhí
Dansæfing fyrir lebburnar í kvöld ...gay pride ...úff...farið að hlakka mikið mikið til :)
Var aðeins að lesa tilveruna í gær og kíkti inn á gestabókina þeirra og fólk þar er ekkert lítið pirrað...er kvartandi yfir öllu sem þeir setja inn á síðuna...akkuru er þetta fólk þá að fara inn á tilveruna og af hverju velur það ekki bara að skoða það sem þeim finnst spennandi ?
skil ekki alveg sona bibbur (á brávallagötunni þúst)
jæja...vinna meira..bulla minna...ekkert gaman að því


[3:16 e.h.] [ ]

***

 

Góður dagur...mjög góður dagur...komið hádegi og ég hef ekki unnið handtak í vinnunni í dag...þannig er nebbla að það er stelpa hér til að taka við af mér..hún byrjar í dag og ég er sona að kenna henni allt sem ég geri (sem er hellingur að sjálfsögðu)...svo er alltaf best að kenna fólki með því að láta það bara gera hlutina sjálft. So ég sit voða mikið bara við hliðina á henni og segi já og nei...rosa fínt..
Fór reyndar til læknis í morgun til að fara í rútínu ógeðs sprautu-dóterístékkið mitt.
Beið á biðstofunni í hálftíma og þá kom í ljós að læknirinn minn er í sumarfríi og ég fór fýluferð..en nenni nú aldeilis ekki að pirra mig á því.
Fer bara í mat núna og kem aftur eftir hádegið til að sitja og segja..."jamm ákkurat...fínt hjá þér ..." "jamm ýtir svo bara á f11 og þá bókaru nótuna ...bladibla"


[11:58 f.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K