Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðmánudagur, september 30, 2002

jæja....komin mánudagur..eða er líða í áttina að þriðjudegi og plön fyrir mig breytast með hverri mínútunni....er víst að fara í bæinn á miðvikudaginn en ekki búast við að heyra frá mér þar sem ég verð að vinna í bænum á fimmtudeginum býst ég við og svo erum við að fara að skjóta á föstudaginn á Reykjanesi....
Af mér er allt sæmilegt að frétta...er að sakna þess að hitta vini mína og fá orkuna mína sem ég fæ með því að knúsast í vinunum og svo framleiðis...fín vinna samt og ekkert nema gott fólk að vinna með mér.
Er núna út í rútu (office bus...ohh..það er svo gaman að tala sona bíó mál...waddever)
jæja nenni ekki að tala meira með puttunum...er að nota þá í keyrslu allan daginn og verð að spara þessa dýrmætu fingur...í bænum eru þeir hinsvegar notaðir í ýmislegt annað heldur en bara keyrslu og pikk...blaaa....er byrjuð að bulla...er að vinna of mikið held ég ....en það er bara gaman.
jæja gotta go beibs


[9:37 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, september 29, 2002

Jæja....er komin á Höfn í Hornafirði að heimsækja hana Höffu...held að strákarnir sem ég vinn með haldi að ég sé mega-höstler og hafi verið að fara að heimsækja eitt af viðhöldunum mínum...voru með þvílíka svipi þegar þeir skutluðu mér hingað...en það er ekkert soleis.
Er líka svo skotin í kærustunni minni að ég er í hamingjukasti þessa dagana og reyndar líka soldið leið inn í mér þar sem ég sé nú ekkert of mikið af henni ...
En þetta verkefni er búið eftir nokkra daga og þá er alveg spurningin um að stinga af út úr bænum (ekki reyndar á þennan part af landinu) og hafa það bara gott með sætunni í nokkra daga og engar truflanir og ekkert vesen.
Hey já það skrifaði einhver í gestabókina mína undir nafninu vinan og já takk fyrir það komment en því miður kemst ég ekki í netið mikið núna en mun skoða síðuna seinna.


[12:53 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, september 25, 2002

hef sirka tvær mínútur til að skrifa nokkur orð...er orðin alger dreifari ...föst út á landi í smá djobbi og er farin að þekkja allt hér í kringum mig...gæti verið gæd um austurland næsta sumar ef ég hefði snefil af áhuga fyrir því sem ég hef ekki.
Held jafnvel að ein kindin hafi blikkað mig þegar ég keyrði á Höfn í morgun...voða þakklát fyrir það að ég hafi ekki keyrt á neina vinkonu hennar eða fjölskyldu á þessum leiðum mínum.
Allt hefur gengið voða vel nema kanski að þegar ég sótti eitt stykki leikkonu á Egilstaði í gær þá gleymdi ég veskinu mínu í kaupfélagi þar...ekki nema þrjá tíma í burtu héðan.
En hér í sveitinni eru allir vinir og yndislega konan sem sér um hótelið hér er að láta keyra veskið mitt með einum trukknum til okkar í kvöld..landflutningar eða eikkva soleis.
jæja verð að hætta ...vinna meira


[2:43 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, september 23, 2002

ennþá styttra stop núna...er að rjúka út úr bænum aftur strax í dag þegar ég er búin að fara út á flugvöll og sækja útlending....bara segja hæ við ykkur börnin mín...
Og já til að svara Þóru Gerði og fleirum ..þá er ég að vinna í verkefni fyrir Pegasus sem runner og er þarafleiðandi að vinna meðal annars á Höfn ...en erum mest búin að vera á Smyrlabjörgum...erum lítið á Höfninni sjálfri þessa dagana...Diljá ..hringi í þig í dag...vona að þú sért að koma í þetta beibí


[9:30 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, september 21, 2002

komin í borg óttans í stutt stopp...litla siss á ammæli í dag svo ég skaust heim á aflagranda til að smella á hana eins og einum á kinnina þessari elsku...
Hef lítið að segja ...er svo þreytt að ég æli bráðum inn í mér...búin að keyra á Höfn og svo aftur tilbaka í bæinn í morgun...soldið mikið fyrir borgarbarnið mig...en það tókst .
ferðasaga...hmm...held ég reyni kanski að koma henni inn í skömmtum...fer soldið eftir því hversu oft ég kem í bæinn ...(svona upp á að ég muni nóg til að geta gert úr því ferðasögu...)
Hvað er annars að koma fyrir ykkur...þið eruð bara alveg hætt að skrifa í gestabókina :) nema jú auðvita ótrúlega gaman að fá kveðju frá Önnu Karen & co í Englandinu :) stórt knús til ykkar...og auðvita til hinna líka


[12:18 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, september 19, 2002

Jæja...Búin að vera dugleg fyrir daginn í dag og fór í skattin í morgun til að sækja um virðisaukanúmer...akkuru eru allir að segja að þetta taki so langan tíma..
Ég kom þanna og fékk afgreiðslu um leið..fyllti út eikkva blað og svo mátti ég bara fara...númerið verður sennt heim til mín ! mjög fínt og auðvelt mál :)
Er núna hjá ma og pa að fara aðeins í gegnum dótið mitt..fjármálin og svo framvegis...er að skoða mynd sem ég er búin að hafa í töskunni minni í nokkra daga (mynd af hundi :)
lælælælælæ...er í góðu skapi en langar að gera eikkva skemmtilegt í dag...þannig að ef þú ert ekki að gera neitt þá endilega skelltu þér með mér í pool...eða í kringluna eða eikkva ;)
vertíbandi .....


[12:35 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, september 18, 2002

Reyni að verða ekki hooked á testum en varð að taka eitt sem við kom kynlífi..ekki það að ég sé einhver greddubolti..þvert á móti..fannst þetta bara forvitnilegt ..og hér er niðurstaðan...


cancerWhat's *Your* Sex Sign?
.....ekki slæmt ha ?


[1:05 e.h.] [ ]

***

 

Er með gleðitíðindi :) Er í hamingjukasti yfir að mega loksins deila með ykkur leyndarmáli sem mér var sagt fyrir solitlu síðan :)
Ein af mínum bestustu vinkonum í heiminum er ólétt :) vííííí Hún Svetly mín er senst að fara að koma með barn inn í þennan heim og það sem best fyrir mér er að ég hef þann heiður að fá að vera Guðmóðir þess :) er að springa úr stolti og gleði ...fór og heimsótti hana í vinnunna áðan og hún lítur svo vel út..blómstrar bara þessi yndislega kona :)
Hey .....englastelpa ef þú lest þetta í dag þá er bannað að skella bara á Kollsterinn ...skamm skamm...so er ég líka innistæðulaus so minns getur ekki hringt í þinns :(
Já meira góðar fréttir...var að fá staðfestingu í dag um að ég væri komin í þetta job sem ég var að tala um ...er að fara að vinna sem runner á setti í einhverri franskri mynd eða eikkað soleis. Byrja líklega á föstudaginn og mest af tímanum verðum við á Höfn (býr ekki Haffa þar ?) ...
ekkert meira í fréttum í bili...er bara rosalega glöð inn í mér ..og nóg til að hlakka til og vera glaður yfir (veit að ég er kanski fullmikil Pollyanna núna en það má )


[11:56 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, september 17, 2002

smá forvitni í mér svo hér er komin ný kosning ----------------->


[7:44 e.h.] [ ]

***

 

Kollsterinn verður semsagt líklega ekki að standa sig mjög vel í blogginu í vetur...því miður fyrir mig og veit ekki en vonandi því miður fyrir ykkur ...en reyndar hefur engin skrifað í gestabókina síðustu daga og teljarinn er búin að hægja annsi mikið á sér svo þetta er kanski bara alltílæ...
Er semsagt að fara líklega í verkefni út á landi næsta mánudag og verð í burtu í ellefu daga :) ekkert leyndó neitt við það enda bara vinna sem ég vona að ég fái..fæ að vita það í hádeginu á morgun :)
Hef ekkert merkilegt að segja núna..er að fara að hoppa í sturtu (af hverju finnst mér ég alltaf vera á leiðinni í sturtu þegar ég er að blogga?) allavega...svo er stefnt á heimsókin til tjaldverjunnar í kvöld ásamt fríðum förunauti og svo bara rólegheit það sem eftir lifir af kvöldinu :)
heyrumst


[7:20 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, september 16, 2002


Hetjusagan heldur áfram

jæja..hver var ég komin...laugardagsvkvöldið að nálgast...
Skelltum okkur í sturtu og gerðum okkur fín...keyrðum á ballið þar sem Harmonikkuhljómsveit Siglufjarðar var búin að koma sér fyrir á sviðinu...hiti komin í fólkið og allir að sjálfsögðu með eigin vín enda ekki selt áfengi ..
Sveitastemningin er svo skemmtileg...
Ég leit yfir dansgólfið og það var nú eikkva annað en í borg óttans...
Fólk á aldrinum 16 ára og upp í 60 ára að dansa..og allir að dansa við alla...annað sem ég tók eftir líka mér til mikillar furðu. Allir kunnu gömlu dansana ..nema ég auðvita.
ég sat bara og bætti í glasið mitt og kveikti í sígó til að koma í veg fyrir að mér yrði boðið upp...
Skellti mér nú samt tvisvar á gólfið og reyndi að gera tilraun til að dansa en það gekk ekki eins vel og ég hefði viljað.
Fólkið þarna var yndislegt og allir svo góðir vinir...þetta er eitthvað sem ég myndi vilja sjá í bænum..sjá hvernig borgarbúar í borg óttans myndu höndla þetta !!!!

Um þrjúleytið var borgarbarnið orðið þreytt og var fylgt heim af englastelpunni....lögðumst upp í rúm og búmm...sofnuðum á okkar græna.

já...sunnudagur..

Þynnka var ekki til staðar....vöknuðum frekar snemma og já...hmm...Eyþór litli æddi inn í herbergi til okkar þar sem hann var í feluleik og stutt á eftir honum mættu hinir gríslingarnir..gaman að því
morgunmatur og svo var haldið af stað heim á leið...tókum reyndar smá útúrdúr þar sem við tókum að okkur að skutla tveim af gríslingunum heim til sín (á Stykkishólm ..sirka fimm tíma keyrsla)...
var semsagt komin heim í borg óttans að verða tíu á sunnudagskvöldið..

já þetta var nú öll ferðasagan og hver veit nema ég hafi bara verið að segja já sona dönnuðu hliðina á henni en það sem mér finnst nú samt skemmtilegast er að ég dró kindur í dilka og þorði að labba um í almenningi (svo ég fái nú að tala smá sveitamál)
Nú er ég líka komin með þetta í mig og langar bara aftur í réttir næstu helgi og fæ kanski bara að skella mér með kreisigörl ..held það séu réttir hjá henni næstu helgi ..
en nú hætti ég blaðrinu og læt ykkur um restina

[4:49 e.h.] [ ]

***

 


Rúnki fór í réttirnar

Á föstudaginn þann þrettánda ákvað ung dama að skella sér norður á land þar sem hún hafði aldrei upplifað það áður.
Með í för voru Bangsastelpan & Bjarndýrið og svo auðvita aðal-ferðafélaginn minn sem eitt sinn hét hundur en kýs að kalla hana Englastelpuna núna :)
Lagt var af stað seinni part dags á föstudegi og keyrslan tók um það bil fimm tíma :) farið var á tveim bílum og voru stelpurnar að sjálfsögðu á undan sport-stráknum (bjarndýrið) á áfangastað.
Stoppustaðurinn voru semsagt Fljótin....(á enn eftir að sjá á landakorti hvar á landinu ég var stödd alla helgina)
Komum að bænum um kvöldið þar sem tekið var hlýlega á móti okkur...Sibba sæta (húsfreyjan) , Trausti vinur (maðurinn hennar) og svo fullt af alskyns fjölskyldufólki (þrjú börn voru á staðnum og koma þau við sögu seinna...)
Það var boðið upp á kvöldkaffi og á eftir því valin herbergi...þar sem ég & englastelpan náðum betri herberginu ...var dílað um að næst myndu
B & B fá betra herbergið....
Lagst var til hvílu enda stór dagur framundan fyrir borgarbarnið mig ...RÉTTIR
Laugardagur : Vaknað fyrir hádegi og skellt sér í morgunverð ...svo var keyrt út í réttirnar þar sem englastelpan dró mig upp í móa að æpa eikkva á kindagreyin sem var verið að reka í almenningin (staðurinn þar sem kindunum er safnað saman)
Ég verð nú alveg að viðurkenna að töffara-borgarbarnið var nú ekkert alveg á leiðinni að skella sér þarna inn á milli greyjanna...var pínu smá smeyk...en sá svo litla polla og pæjur að spígspora milli kindanna svo ég lét slag standa og skellti mér inn.

Þarna var margt um manninn og þvílíkir töffarar þessir bóndar...með kúrekahattana og hvaðeina...
Ég settist nú bara upp á einn af dilkunum (þar sem kindunum er raðað eftir bæjum..díses hvað ég er orðin sjóuð í sveitamálinu)
Svo var opnaður bjór og þá fór mér nú eikkva að lítast betur á þetta....Mönun komst í liðið og Bjarndýrið gerðist hetja og náði að fanga kind og draga hana inn í dilk...ég var nú ekkert alveg á því að herma það eftir honum en viti menn......
Einhvernvegin tókst mér það nú samt á endanum...og er það núna til á filmu...kanski mar skelli því hér inn þegar filman kemur úr framköllun...þetta er án efa mesta hetjumyndin af mér sem náðst hefur í langan tíma og geri ég nú samt hetjuhluti daglega.
Dagurinn leið þvílíkt hratt og þegar við fórum heim fattaði litla bangsastelpan að hún hafði gleymt myndavélinni sinni í réttunum , svo við englastelpan fórum að sækja hana....leituðum út um allt og fundum hana á endanum en samt einhvernvegin í allri þessari leit náðum við að tína bíllyklunum út í móa (ekki spyrja hvernig) og fórum að sjá fyrir okkur samtalið við bangsastelpuna þegar við kæmum heim á bæ.....
(englastelpan og borgarbarnið mæta móðar á bæinn eftir langa göngu)
bangsastelpan; "hva...akkuru eruð þið svona þreyttar og hvað tók sona langan tíma"
Borgarbarnið; " hmm...sko...góðar fréttir og slæmar fréttir ..hvor viltu fyrst?"
Bangsastelpa; " góðu bara...?"
Englastelpan; " við fundum myndavélina þína og hún er inn í bílnum þínum"
Bangsastelpan; " Frábært...hverjar eru slæmu fréttirnar ?"
Borgarbarnið; " sko bílinn er soldið langt í burtu og bíllyklarnir eru týndir "

En til allrar hamingju er borgarbarnið svo fundvíst að þetta samtal varð ekki að veruleika.
Svo var borðað og spenningur komin í liðið þar sem stefnt var á réttarball um kvöldið (fyrsta skipti á réttarball líka)

framhald eftir tvær...skelli mér í sturtu og set svo restina inn....

[4:22 e.h.] [ ]

***

 

jæja....viljiði ferðasögu ? ef svarið er nei ...þá bara ekki lesa því ég er að hugsa um að vera duglega stelpan og skella henni inn bara jafnvel núna strax...
Takk Erla fyrir hjálpina með feedbackið... :)
Er í hamingukasti yfir þessari ferð svo ég held að rétti tíminn til að segja ferðasöguna sé bara ákkurat núna :)


[4:06 e.h.] [ ]

***

 

halló fólk...er komin heim úr sveitinni...jú mikið rétt , ég var í réttum í Fljótunum...með hverjum..hmm...fáið að vita það seinna..kanski mar geri nýja kosningu um það og þeir sem vita mega ekki giska...held nebbla að nokkrir sem vissu þetta með réttirnar hafi kosið sko. Það er smá svindl.
Er núna í heimsókn hjá sætri húsmóður í Kópavoginum ... :) þú ert svo mikið krútt elsku fallega kona :)
Já attla ekki að skrifa mikið núna sérstaklega þar sem engin og já ENGIN hefur skrifað í gestabókina mína alla helgina...!!! hvað meiniði ?
jæja verð að hætta...


[2:41 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, september 13, 2002

Jæja komin á fætur og er að fara að hoppa í sturtu áður en lagt verður af stað þangað sem stefnan er tekin þessa helgina... :)
Skellti inn nýrri kosningu í gær og svo er líka komið sona komment system á bloggið mitt...þanna sem stendur feedback fyrir neðan allt sem ég blogga.
Jæja má ekki vera að því að spjalla ...verð að klára að hafa mig til ...gíra mig upp með allt sem til þarf í þessa ferð :)
sæl að sinni


[12:20 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, september 12, 2002

Dagný snillingur er búin að setja sona sniðugt dót inn á síðuna mína...þar sem stendur feedback fyrir neðan textann minn getið þið nú skellt inn athugasemdum um það sem ég er að skrifa :9 vei vei vei ..takk elsku Dagný.
Er heima að pússla....kollan róleg og dugleg...búin að þrífa baðherbergið..herbergið mitt og herbergi hjónanna :) duglega stelpa :)
Er að hugsa um að reyna að klára pússlið mitt ...hlusta á Tracy Chapman og fara svo jafnvel í háttin eftir það :9
hafið það gott....og Auður..takk sömuleiðis :)


[11:54 e.h.] [ ]

***

 

Híhíh...nú attla mín að gera ykkur hin mega forvitin....
Er að hugsa um að gerast djörf og stinga ykkur öll af um helgina...ekkert blogg mun vera þessa helgina og engin Kolla í bænum...er að fara að stinga af klukkan þrjú á morgun og kem aftur á sunnudaginn ...veit ekki hvenær en líklega seinni partinn þar sem þetta tekur slatti langan tíma að keyra.
Segi ekki meir í bili...jú get alveg reyndar talað um daginn í dag..
Fór í heimsókn til Ingu vinkonu og var þar fram á kvöld að spjalla og hafa það gott....alltaf gaman að kjafta við Inguna.
Fór svo heim og er stödd heima hjá mér núna og er að fara að taka aðeins til þar sem múttan og pabbin koma heim þegar ég er farin ..það er að segja á laugardaginn.
Hafið það gott um helgina börnin mín og ég kem kanski og ég tek það fram "kanski" með ferðasögu eftir helgina :)
sjáum til hvort það verði blogg-hæft....sérstaklega þar sem fjölskyldan er byrjuð að lesa bloggið mitt
dagný...takk fyrir að vilja hjálpa mér með komment dótið en ég kemst því miður ekki í það um helgina en ef þú ert laus í kvöld þá er ég heima á aflagranda ef þú vilt kíkja við og við fixum þetta á makkinum hans gamla :)
knús til ykkar allra
[9:16 e.h.] [ ]

***

 

Nú held ég með réttu að ég megi kallast hetja í einn dag.....Dagurinn minn byrjaði semsagt á rannsókn sem ég er að taka þátt í ....hún inniheldur alskyns dóterí og þar á meðal að fara í blóðprufu (úff)...eftir að rannsókn lauk fór ég í mánaðarlega tékkið mitt á spítalanum og þar var önnur sprauta ...semsagt TVÆR SPRAUTUR Í DAG ...hetjan ég...
So get ég meira að segja pikkað eftir allt þetta erfiða dót sem ég hef gert í dag. Shit hvað ég öfunda ekki fólk sem þarf að sprauta í sig lyfjum reglulega eða annað slíkt..það fólk er hetjur fyrir mér.
Er núna að fara í heimsókn til Ingu vinkonu ...drekka kók og spjalla :) smá verðlaun fyrir að hafa verið dugleg í dag .
Enn er ekkert plan komið fyrir kvöldið að ég held....
Dagný...myndi þiggja hjálp við sona komment dóterí...vil bara kanski skýra það eikkva annað en komment...til dæmis feedback !!!!!
jæja best að pilla sér af stað í heimsókn til Ingunnar minnar :)
Blessa sig[1:14 e.h.] [ ]

***

 

Var að lesa bloggið hennar Guddugris....og sá að ég er komin í grúví people hjá henni..var annsi mikið upp með mér við að sjá það...best ég linki hana nú inn á mína síðu líka þar sem hún er líka mjög skemmtileg lesning stelpan...eitt reyndar...ég held sko að hún hafi varla verið að versla við Teppaland (vona að þú sért að lesa þetta Gudda) þar sem Teppaland brann fyrir ekki svo löngu síðan og faðir minn kær er framkvæmdarstjóri og meðeigandi þess fyrirtækis...vona að það sé ekki búðin sem hún sé að tala um slæmu afgreiðsluna í ???
ef svo er þá er það líklega bara vegna þess að pabbinn er í útlandinu ...ef hann hefði verið þanna þá hefði hann þokkalega afgreitt þessa ungu stúlku...jæja best að fara að búa til nýjan link :)
knús


[12:43 f.h.] [ ]

***

 

Vá þessi sýning er svo skemmtileg..segi það ekki nógu oft...Fór með Ragnarinum mínum og skemmtum okkur konunglega...djö var gaman mar...
Fórum og fengum okkur einn öl eftir sýningu með Kriz sætu...voa nice...er nú samt bara dugleg og komin í foreldrahús með þá hugsun í höfðinu að fara jafnvel bara snemma að sofa :) gott ef ekki sko....
Er samt pínu smá eirðarlaus og langar eiginlega bara ekki neitt að fara að sofa...er nú samt að fara í tvær sprautur á morgun og ekki kanski vitlaust að vera smá úthvíld þar sem sprautur eru ekki beint í uppáhaldi hjá Kollsternum...oj oj oj ...held ég sofni bara við tilhugsunina eina saman að vera að fara í bíííííííb.......
Jamm þið segið nokkuð ...eina skrýtna við það að blogga er að mar fær aldrei neitt sona fídbakk... þegar mar er að pikka..mar þarf bara að röfla við sjálfan sig og soleis...já bladibla...held ég sé komin með svefngalsa og ætti bara að hætta þessu bulli endalaust.


[12:36 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, september 11, 2002

Er að fara í leikhúsið í kveld að sjá beyglurnar..hef heyrt að þetta sé massa gott stykki...hlakka mikið til ...híhíhí
Er búin að vera í tjilli í allan dag með Dill sætu ...erum búnar að vera að stússast alskyns og svo núna er litla siss pirruð út í stóru siss svo ég nenni ekki að blogga...attla að spjalla aðeins við litluna...
leiter...


[6:51 e.h.] [ ]

***

 

halló fólk :)
Komin á fætur og á leiðinni út úr húsi...er að fara að tjilla með Dillunni minni....Fór senst eins og sést hér fyrir neðan á kaffihús með Auði í gær og var komin ekkert of seint heim...kúrði svo aðeins framettir og er núna búin að asnast í sturtu...borða matinn minn...taka pillurnar og allt þetta morgun-dót sem gera þarf á hverjum degi.
var að skoða mailið mitt og sá þar mail frá gamalli vinkonu sem ég skrifaði um daginn og er búin að vera að bíða eftir svari frá...fer að hitta hana í vikunni vonandi :) gaman gaman gaman...þetta er stelpa sem ég er búin að þekkja mjög lengi og við höfum gengið í gegnum ýmislegt saman...hlakka soldið mikið til að hitta hana og rifja upp góða tíma :) alltaf gaman að því :)
Má ég nú sjá...það er miðvikudagur...spurning um að skella sér á beyglurnar í kvöld kanski bara...jú ekki vitlaus hugmynd.
svo á morgun verður hetju-dagur hjá mér ....
fer í rannsókn snemma um morguninn og svo í tékkið mitt hjá doksa eftir það ...sem þýðir tvær sprautur á morgun....úff....svimar bara við að
hugsa um það ....besta að hugsa bara ekki um það ....
gotta go[11:54 f.h.] [ ]

***

 

Kollan nýkomin heim af kaffihúsi og varð að blogga smá....Dagný ...líst vel á hugmyndina þína sem þú skrifaðir í gestabókina !!!
En senst ...kvöldið í kvöld var alger snilld...fór að hitta Auði vinkonu (ein af englunum mínum í lífinu)....settumst inn á kaffi victor sem var fínt...enda nokk sama hvar við erum..það er bara alltaf gaman að hitta hana.
Spjölluðum í nokkra tíma og þvílík snilld...það er bara ALLTAF og þá meina ég ALLTAF gaman að hitta hana...mér líður svo vel í kringum þig stelpa..(ef þú lest þetta sko) ...æi ...brosi bara hringinn ef ekki meir eftir að ég hitti þig.
Soldið skrýtið ....hvað vinátta getur verið merkilegur hlutur..eins og til dæmis ég og auður...við hittumst mjög mjög sjaldan en það er alltaf svo gaman þegar að við hittumst.
Þykir svo vænt um þessa konu...held reyndar að alltaf þegar við hittumst þá tali ég bara allan tímann en það einhvernvegin er samt soldið eins og það megi vera þannig.
Finnst ég frábær þegar ég er búin að vera með henni og finnst hún að sjálfsögðu enn meira frábær líka...æi þið skiljið hvað ég meina...
Ég held ég sé heppnasta kona í heimi þegar kemur að vinum mínum...þið eruð yndin mín í lífinu...veit ekki hvað ég gerði eða hvort ég væri bara nokkuð án ykkar...gott ef bara ekki...
verð að fara að sofa í hausinn á mér þar sem ein krús urðu tvær og svo framvegis ...góða nótt englar um allan heim og Auður Rán....takk fyrir kvöldið og takk fyrir að vera sú sem þú ert !!!!!!!!!


[12:42 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, september 10, 2002

Jæja...nú fer maður að hægja á sér hér á blogginu...var í fjölskylduboði áðan hjá ömmu og afa....og upp kom net-umræða þar sem stendur á gemmsanum mínum kollster , var spurt hvað það þýddi svo ég sagði þeim að það væri nafnið sem ég nota á blogginu mínu
Fjölskyldufólkið : hvað er blogg ???????????
og ég útskýrði það fyrir þeim ....dagbók á netinu...bladibla..
gaf Selmu systir mömmu upp slóðina á síðuna þannig að núna er familían komin með nafnið á blogginu mínu eða adressuna svo mar fer að hægja á sér og hættir að segja frá öllu sukkinu og stelpuruglinu á manni (híhíh smá djók) ...
gleymdi reyndar að segja Selmu frænku eitt.....svo að ef þú lest þetta þá taktu eftir kæra frænka...
Þegar maður skoðar blogg þá er bara ein regla og það er að fara hér hægra megin á síðunni ...smella á gestabókina og skrifa nokkur orð til að láta vita að maður hafi droppað við :)
annars bara fínt að frétta af mér...er hress og kát og í töffaragallanum...tilbúin að takast á við kaffihúsin í borg óttans í kveld.


[8:10 e.h.] [ ]

***

 

Nú eru Maggý og Eva farnar til Ítalíu og Anna Karen farin til Englands....Heyrði að Bjartmar væri á landinu en hef ekkert heyrt frá honum...svo er Oddný að fara að flytja og ég skal ná að hitta hana áður en hún fer af landinu....náði ekki að kveðja Maggý & Evu og ekki heldur Önnu Karen....sorry elskurnar mínar...kem bara og heimsæki ykkur sérstaklega til að knúsa ykkur bless...stoppa kanski við líka og sona :)
En í kvöld er komið plan hjá minni...jei finnst gaman þegar ég veit hvað ég ætla að gera úr deginum.
Fyrst á dagskrá er matarboð hjá ömmu og afa þar sem pabbi minn á ammæli í dag og líka sko foreldrarnir eiga brúðkaupsammæli...giftu sig á ammælisdeginum hans pabba....matur hjá ömmu og afa í tilefni þess alls.
Svo klukkan hálf tíu attla ég að fara og hitta hana Auðina mína (vá er að springa inn í mér úr gleði yfir því)...og við kanski skálum í eins og einni ölkönnu í tilefni af því að vera að hittast eftir svona langan tíma...má það ekki alveg ?
Jæja er að hugsa um að skoppa yfir til gamla settsins núna og láta þetta duga í bili...
elska ykkur öll


[5:56 e.h.] [ ]

***

 

Þriðjudagur og ógeðslegt veður....en það þýðir ekki að maður geti ekki verið glaður og brosað framan í heiminn.
Fór mjög seint að sofa í nótt...skil ekkert í mér að vera alltaf að fara sona seint að sofa...eitthvað sem heldur fyrir mér vöku greinilega..veit ekki alveg hvað það er en allavega...sofnaði seint og vaknaði svo í morgun klukkan held ég hálfellefu og svo aftur hálf tólf...fór þá að hitta Urði á Brennslunni í smá up-date eins og við gerum reglulega..var að vonast til að hitta Diljá líka en ég vaknaði svo seint (ömurlega vinkonan) að ég held hún hafi ekki nennt að bíða eftir mér mikið lengur í að koma og hitta sig....fyrirgefðu Diljá....langaði samt að hitta þig..og langar enn svo ef þú sérð þetta þá veist að mig langar að hitta þig !!! Elska þig endalaust og tilbaka elsku Diljá!!!
Fékk símhringingu í morgun frá konunni sem ég húsið sem ég bjó í á Vitastígnum og hún var að segja mér frá einhverri skuld sem er á orkuveitunni...og ég sem gerði allt upp áður en ég flutti út...nei þá er þetta eikkva ársuppgjör frá því að ég bjó þanna..eitthvað sem ég skil ekki alveg en parturinn sem ég skil er sá að ég skulda pening...og ég þessi hátekjukona...vei....helv...nenni ekki að spá í því....
Veit þá bara að ég er ekki að fara að kaupa mér föt eða annað á næstunni...og kanski finna mér meira að gera í vinnubransanum.
Jæja er að hugsa um að skrifa nokkur mail og slaka aðeins á....skrifa kanski meira seinna í dag þegar skapið er betra og soleis....brosi nú samt sem áður og það styttist óðum í að ég megi kjafta smá leyndarmáli í ykkur :)


[3:38 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, september 09, 2002

Komin heim og fyrsti frídagurinn minn alveg að gera sig....fór til kreisigörl í gær og það var rosa nice...leigðum vidjó og drukkum bjór og reyktum sígó....næs næs næs....gláptum á fínar myndir og náðum að spjalla og hafa það gott....jamm senst mjög fínt...vaknaði svo klukkan hálf ellefu við símann minn og var ekkert mjög sátt þar sem ég hafði planað að sofa út en allt í keyi þar sem ég get aftur sofið út á morgun og mun þá bara slökkva á símtækinu blessaða áður en ég leggst til hvílu í kvöld.
Ekkert plan komið fyrir kvöldið nema kanski að ná að kveðja Önnu Karen þar sem hún er að flýja land á morgun....er pínu svekkt að hafa ekki fengið að knúsa Maggý og Evu bless en ég heimsæki þær þá bara til Ítalíu. Ætla mér líka að ná að kveðja Oddnýju....hvað er málið...eru allir að flýja land ????
Jæja allavega...er bara heima og að fara að henda mér í sturtu...svo er stefnan líklega tekið á miðbæinn og eitthvað slíkt.
Hey ....tvær stelpur sem eru með blogg búnar að skrifa í gestabókina mína :) gaman að því .... blogg er svo skemmtilegt fyrirbæri...nú getur mar átt vini....sms vini.....msn vini....síma vini...og blogg vini.....nútíminn er meiriháttar.....
jamm...hef lítið að segja (segi ég þetta kanski soldið oft ?) er allavega voða róleg og tóm núna svo ég ætla ekki að bulla meira í bili...
hafið það gott börnin mín


[5:49 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, september 08, 2002

vá ....allt í einu er fólk bara farið að vera rosa duglegt að skrifa í gestabókina og þá verð ég víst að vera dugleg að blogga (ekki það að ég vilji það ekki....ekki misskilja) ég blogga sjaldnast eða aldrei af skyldurækni...bara af gleðinni einni saman sem það færir mér.

Er enn heima fyrir og ekki búin að ákveða hvað ég muni gera við þessa kvöldstund...veit bara að ég þarf ekki að vakna snemma í fyrramálið og lifi á því eins og er....vei vei vei
Jájá....eitthvað tóm samt í hausnum núna....held það sé bara svo margt sem ég er að hugsa að ef ég reyndi að koma því niður þá myndi það allt flækjast saman og ég liti út fyrir að vera bara rugludallur sem ég er auðvita ekki.
Er komin í töffara-gallan og langar að skella mér út....hafið þið ekki fengið þennan fíling...meikið ekki að vera heima því ykkur finnst þið eikkva svo töff....? ok kanski er ég bara pínu skrýtin en þegar ég dressa mig upp í töffara-gallan þá finnst mér alltaf leiðinlegra að sitja heima í honum í stað þess að leyfa öðrum að njóta...þið skiljið....???
æi blaaaaaaa


[9:22 e.h.] [ ]

***

 

Vei gaman gaman gaman...fullt af nýju komið í gestabókina mína :) nú brosi ég hringin og tilbaka...
Var að koma heim af kaffihúsi (kemur á óvart) ...fór að hitta fyrrverandi og vonandi verðandi meðleigjanda minn hann Ragnar sæta...svo kom Svanhvít líka og síðast en alls ekki síst kom líka Ernan mín..
Rosa fínt...sátum á Brennslunni að spjalla saman um hitt og þetta . Erna orðin húsmóðir í Grafarvoginum þessa vikuna þar sem hún er að passa fyrir pabba sinn með kærastanum sínum.
Er að hugsa um hvað ég eigi að gera í kvöld...Döggin er eikkva að beila á að hangsa heima hjá sér með mér í kvöld ...langar reyndar líka soldið að hitta Krizina mína svo kanski reyni ég að plata hana til að hitta mig þegar hún er búin að sýna í kvöld.
Annars er ég bara rosalega róleg eins og er.....er voða mikið með fullt af hugmyndum í hausnum þessa dagana sem ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við....langar að gera soldið margt eins og er en hef ekki allt sem þarf í það held ég...held ég þurfi einhvern með mér til að geta hoppað í allt þetta sem ég er búin að vera með í kollinum.
En nóg af blaðri í bili...fannst ég bara verða að blogga smá þar sem fallega fólkið mitt var svo sætt að skella inn fullt fullt í gestabókina mína :)
Hmm.....myndi helst vilja skella mér aftur á beyglurnar í kvöld en attla að geyma það aðeins til að ég njóti enn betur næst þegar ég fer...stefni á að sjá þessa sýningu helst tíu sinnum áður en hún hættir...það er markmið mitt fyrir þennan vetur ....hmm....kona sem stefnir hátt í lífinu ..það er ég .
Já og eitt enn
"Ég heiti Kolla og ég er lessa" (smá prívat húmor fyrir þá sem eru búnir að sjá Beyglurnar)


[6:37 e.h.] [ ]

***

 

Minns er súkkulaði-kossar :) víííííí


discover what candy you are @ stvlive.com
[2:07 e.h.] [
]

***

 


Skilaboðaskjóðan

Anna Karen.....verðum að hittast áður en þú ferð !
Arinn minn....dreymdi þig í nótt.....
Auður Rán....nú er ég hætt að bögga með gestabók....e-mail takk !!!!
Auja....ertu horfin ?
Begga blóm....gift og hætt að nota síma ?
Bjartmar....ertu farin ?
Dagný Ásta....þig langar senst á gay sýningu ...hmmm...?
Diljá.....geymdu fyrir þig sem svansa sagði þér !!!!
Döggin....mundu alltaf hvað mér þykir vænt um þig ! alltaf!
Elma Lísa.....Þú ert svo mikil hetja...til hamingju með dóminn í mogganum!
Erlan ..... ;)
Erna Rán...skrýtið að hitta þig sona lítið...söknuður nístir merg og bein!
Gay-ri.....djammaðir þú þig í drasl um helgina ?
Gríma....horfin líka ?
Harpa Lind...hringja skan....hringja
Hundurinn...takk for sidst...
Inga Hrönn....Langar í sér mail...utan helgarpóstsins!! veit ég er frekja en svona er það...
Kidda rokk....Þú ert fegurð stelpa....var ég búin að segja þér það kanski ?
Kriz....Þú ert hetja og ég er höstler...erþaggi ?
Lilja ......hvar er snittubrauðið mitt ?
Maja...ertu enn að lesa bloggið mitt sæta ?
Naglinn....styttist í flutning í borg óttans ... vei vei vei
Oddný.... :( þú ert að fara ...:(
Puff moma...gleymdi attur að geyma símann þinn...viltu bjalla í mig ?
Ragnar sæti....hvernig standa íbúðamál þar sem ég er lata konan ?
Reynir Lyngdal...takk fyrir skemmtunina á föstudaginn...þið eruð æði !
Svansa....hvar ertu til húsa núna ?
Tóta lee....hittumst endilega fljótlega í spjall krútta !
Urður...styttist í sögustund ??????

[1:41 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...komin sunnudagur og hvíld & rólegheit í fyrirrúmi. Var að klára að borða morgunmatinn og lesa moggann...var ekkert smá glöð þegar ég las gagnrýnina um Beyglurnar þar sem Sveinn Haralds (sem er nú ekki þekktur fyrir að vera jákvæðasti maðurinn) lýsir ánægju sinni á stykkinu og talar svo vel um þetta stykki að ég brosti allan hringinn. Enda á það við þar sem þetta leikrit er algjör snilld og allir verða að sjá það. Dagný....auðvita ertu velkomin með á sýninguna (gay-sýninguna) ef þú ert að tala um þá sýningu sem ég var að tala um við Erluna....veit bara ekkert alveg hvenær hún verður en mun láta vita hér á blogginu mínu þegar þar að kemur.
Veit ekki alveg hvað ég attla að gera af mér í dag....langar eiginlega bara að taka það rólega...fara í sturtu...kíkja kanski á kaffihús með einhverjum skemmtilegum og fara svo til litlu kreisistelpunnar minnar í kvöld og tjilla með henni.
Hvað er annars að frétta af ykkur hinum þarna úti ? akkuru eruð þið ekki að skrifa í gestabókina mína....hey kanski dugir að gefa ykkur smá skilaboðaskjóðu....kanski geri ég það bara núna fyrsta ég hef tíma :)[1:25 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, september 07, 2002

Halló kæra fólk
Jæja gærdagurinn gekk svo vel ...svo svo svo vel...var svo meiriháttar gaman....
Sat við hliðina á Bryndísi Ásmunds á sýningunni sem hló svo smitandi og dátt alla sýninguna að einhvernvegin mar gat ekki annað en verið glaður allan tímann....var líka bara svo mikið af fallegu og góðu fólki í salnum...að ég tali nú ekki um hvað leikkonurnar stóðu sig vel og annað fólk sem stendur að sýningunni.
Þetta var bara meiriháttar...það mikið meiriháttar að ég var bara komin heim um eitt leytið þar sem ég var bara búin að skemmta mér nóg um það leyti...hefði ekki meikað meira því ég held að þá hefði ég bara ekki sofnað af gleði...
Fór senst heim frekar snemma en er frekar svekkt þar sem ég gleymdi að taka með mér blómin sem ég fékk eftir sýningu. Jú ég fékk blóm vei vei vei :)
Jamm attla núna að skella mér út á vidjóleigu með litla bró og taka spólu fyrir kvöldið og kanski kaupa smá nammi líka.
Held ég haldi mig bara heima við í kvöld...er búin að vera slæm í maganum í dag...einhver óróleiki inn í mér en það lagast.
p.s. verð að bæta því við að Reynir sæti Lyngdal sagði mér í gær á frumsýningunni að hann hefði lesið bloggið mitt um daginn og fundist það skemmtilegt....ég var soldið mikið glöð ...er alltaf að heyra um fleira fólk sem les bloggið mitt og finnst það alltaf jafngaman....takk fyrir það þið öll sem lesið að nenna þessu.
Og svo minni ég á (Reynir þetta á við þig ef þú ert að lesa þetta) ....að þegar mar les blogg þá er svona smá regla sko.....skrifa í gestabók :)
það er það skemmtilegasta sem ég veit ...þegar fólk er búið að henda einhverju inn í gestabókina mína..þarf ekki að vera eikkva fyndið eða merkilegt...bara smá kveðja :)
jamm that´s all for today


[7:40 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, september 06, 2002

Ekker nýtt komið í gestabókina...samt smá blogg hjá kollunni....langaði bara að segja ykkur að ég er heima núna og er á leiðinni á kaffihús með minni elskulega systur...þaðan fer ég svo beint upp í leikhús og sýningin sjálf er í kvöld (það er að segja frumsýning á Beyglur með öllu) svo verður tjúttað langt fram á nótt með Rokkslæðunni og Gullfoss&Geysi....jeeee
þannig að líklega mun lítið eða bara ekkert meira blogg koma í dag eða kvöld....nenni varla að blogga þegar ég kem heim eftir nokkur glös í partýinu í kvöld.
Gotta go beibís...lovja all.....


[3:33 e.h.] [ ]

***

 

Var að koma heim af aefingu...búin að vera að vinna í allan allan dag....hef ekkert komist heim á milli eða neitt soleis í dag...
Góður dagur eins og ég hélt en hinsvegar ekki alveg jafn æst og ég var í gærkveldi...enda þreytan meira að segja til sín núna.
Er farin að hlakka sjúklega mikið til að vera á frumsýningunni á morgun...er svo stolt af stelpunum að ég er að springa inn í mér...
hef samt næstum ekkert að segja núna...er þreytt og meira þreytt...
góða nótt börnin mín...


[12:02 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, september 05, 2002

Jamm....stuð stuð stuð...var að koma heim af æfingu og gat ekki einu sinni tékkað á gestabókinni fyrst því þó það hefði ekkert nýtt verið komið inn þá hefði ég samt bloggað...er svo manísk inn í mér núna...er svo glöð og hamingjusöm með þennan dag...
Æfingin í dag var góð og rennslið í kvöld alveg meiriháttar...er að vinna með svo yndislegum konum..langar að segja þeim öllum miljón sinnum hvað mér finnst þær allar vera miklar hetjur og duglegar...
Get ekki farið að sofa .....langar bara að skrifa þeim öllum mail og segja þeim hvað mér finnst gaman að hafa komið inn í þetta verkefni...langar langar langar...en það er kanski soldið ýkt..jú soldið..."alveg róleg á væmnu týpunni kolla".
Slök.....hmmm....góður dagur allavega...mjög glöð...það er nú ekki slæmt...held að dagurinn á morgun verði líka mjög fínn..sé alveg fram á það...
Held ég þurfi ekkert að tjá mig meir þar sem klukkan er rúmlega miðnætti og ætti kanski að ná mér í svefn fyrir góðan dag á morgun...


[12:36 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, september 04, 2002

Varð að koma heim í smá pásu frá vinnunni...fer svo aftur að vinna eftir sirka hálftíma og verð líklega að vinna eikkva fram á nótt...er alveg að fíla mig í að hafa nóg að gera...kolla allrahanda...híhí
Er heima rétt til að skella ofaní mig smá mat svo ég svelti ekki og auðvita líka svo ég hafi smá orku til að vinna....það er ekki verra að hafa smá orku í svona törn...Keypti mér Eminem disk um daginn og er að hlusta á hann núna...það gefur orku líka..hann er með svo mikla orku þessi elska...jeeeeeeee
Af mér er sossum ekki mikið nýtt að frétta...er að vinna á fullu og geri lítið annað...er farin að hlakka mega-mikið til helgarinnar...djö verður gaman...á fös er frumsýningin og svo á laugardaginn kveðjupartý hjá Maggý og Evu ...úff...á eftir að sakna ykkar svo svo svo mikið....þær eru sko að flytja til Ítalíu litlu sætu lessurnar :)
jæja er spurning kanski núna um að hringja nokkur símtöl og redda alskyns dóti fyrir sýninguna og skella sér svo í betri gallan og aftur á æfingu ....híhíh finnst soldið gaman að þykjast vera æðslega upptekna vinsæla og ómissandi konan....[3:52 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, september 03, 2002

nú er vinnuvikan byrjuð hjá mér og rosa stuð...fór reyndar ekki að vinna í gær en í staðinn skrapp ég í nokkrar búðir og keypti mér meira pæju-dót...er alveg að fíla mig í pæju-týpunni...byrjaði í dag að vinna niðri í Iðnó og er bara í pásu núna og fer svo aftur að vinna á eftir...svona verður þetta alla vikuna og mér finnst það eiginlega bara fínt :)
Kíkti aðeins niður í samtök í gær og þar var stuð...mikið spjallað um stjörnuspeki og konur ......voa gaman...svo voru mættar þanna tvær nýjar lessur sem er alltaf gaman :) buðum þær að sjálfsögðu velkomnar og svo framvegis :)
Er glöð inn í mér ...já hef voða lítið að segja nema bara hæhæ...enda bara komnar tvær línur inn í gestabókina so ég tel mig ekki skylduga til að skrifa meira í bili....
sjáumst hress um helgina gott fólk....jeeeeeee


[6:21 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, september 02, 2002

klukkan er rétt rúmlega níu og ég er komin á fætur og meira að segja búin að fara í sturtu og gera mig fína fyrir vinnunna í dag :)
Er að fara að vinna klukkan tíu og veit ekki alveg hvað ég á að gera af mér þangað til svo ég ákvað að blogga bara smá :) ...kíkti reyndar ekki í gestabókina fyrst en það er allt í key.
Heheheheh...svo hef ég ekkert merkilegt til að blogga þannig að ég já...hmmm....er eiginlega bara alveg strand...held ég skoði bara önnur blogg frekar en að vera að blogga sjálf þegar ég hef samasem ekkert að segja....


[9:09 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, september 01, 2002

jæja....Erlan búin að henda inn í gestabókina mína svo ég verð víst að standa við mitt og blogga smávegis þá :)
Fínn dagur...fór í heimsókn til Ernunnar minnar í nýju íbúðina hjá henni og kærastanum :) ....fór svo að hitta Urðina mína á kaffihúsi og endaði svo heima hjá Diljáinni minni í kvöld. Er nú samt komin heim og klukkan ekki nema rétt að verða tíu ...er líka skítþreytt svo ég býst við að fara bara snemma í háttinn....Erla ...í sambandi við beyglurnar þá verður sér gay-sýning (bi-líka audda)...og myndi ráðleggja þér að fara á hana...held það verði mesta stuðsýningin...ég skal láta þig vita þegar hún verður...kanski jafnvel bara getum við farið saman...hver veit ...blikk blikk...híhí..kom smá daðurpúki upp í mér :)
Jæja er farin að bulla og vera með svefngalsa svo ég held ég láti þetta duga í bili...kíki kanski á nokkur blogg og fer svo í svefninn fyrir framan sjónvarpið frammi.


[10:00 e.h.] [ ]

***

 

Komin sunnudagur og kollan komin á fætur , er að hugsa um að hoppa í sturtu..klæða mig í ný föt og skella sér kanski bara í bæinn og fá sér eikkva gott að borða jafnvel :)
Fór að passa hjá steinolíu í gær til að verða ellefu og svo beint niður á gauk að vinna í miðasölunni þar með Oddnýju vinkonu...rosa fínt kvöld ...kriz kíkti við og fékk sér einn öl....svo þegar klukkan var að verða fjögur var ég búin að vinna og ákvað að fara bara í háttin enda ekki beint að nenna að fara að djamma sona seint. Vaknaði líka óþunn og fegin því að hafa farið bara í bólið.
Dagurinn í dag er ekki fullskipulagður ennþá og það sossum í lagi þar sem sunnudagur er dagur hvíldarinnar og kanski óþarfi að hafa full programm í gangi...byrja svo að vinna í nýju jobbi á morgun. Verð alla næstu viku í Iðnó að vinna í beyglur með öllu sem allir verða að sjá þegar þar að kemur ...algjört möst.
Jæja verð að hoppa í sturtu ...greiðslan er ekki alveg að gera sig eins og stendur....stendur sona soldið allt út í loftið bara...


[12:30 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K