Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



föstudagur, nóvember 29, 2002

Held það fari að koma tími á skilaboðaskjóðuna...hef reyndar ekki tíma fyrir hana hér í vinnunni þar sem hún tekur smá tíma og umhugsun fyrir hvern og einn sem fær skilaboð en ég lofa að hún mun koma og það líklega um helgina...og sjáið ég segi líklega.
Takk allir fyrir fallegu skilaboðin í gestabókinni minni...þó ég viti nú ekkert hverjir allir eru...keiz...hel...og fleiri sem ég myndi skrifa í gestabókina hjá ef ég hefði netið heima fyrir...finnst það soldið sorglegt að vera ekki með netið heima því þá get ég ekki skoðað aðrar síður..en well...brjálað að gera hér í vinnunni og verð að hætta.
Líður vel í dag og hlakka til helgarinnar...ekki að sýna nema bara á sunnudaginn og er þá með fulla sýningu ...
jæja bless í bili börnin mín


[12:08 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Fór allt í einu æðslega mikið að spá í fólkinu sem ég vinn með og hvað það skiptir miklu máli á vinnustað að fólkið sem vinni með manni sé skemmtilegt.
Það vantar ekki á vinnustaðinn sem ég er stödd á núna...
Yfirmaðurinn (eða konan) er alveg einstök...með svartan húmor og kann að hrósa starfsfólkinu sínu án þess að vera nein linkind.
samstarfsfólkið er ekki af verri taginu...Tvær af mínum bestu vinkonum eru að vinna hér.. (önnur reyndar bara einstaka sinnum)
Diljá ...audda frábær eins og allir vita
Æsa...símasex-blogg-kona...einstaklega hress og skemmtó
'Asta Júlía ...ein af þessum sem er búin að vera hér jafnlengi og ég...og með stoppum eins og ég líka ..alveg yndisleg
Erna...nýr starfsmaður...þekki hana ekki mikið en það sem ég þekki get ég mælt með
Guðný...var vinkona litlu siss í gamla daga..krúttu-stelpa sem mar gleymir ekki
æi þetta er allt saman bara so skemmtileg blanda af fólki og svo gott að vera hér.
Þó mar sé náttla alger prinsessa þegar maður er hér þar sem ég er búin að vinna hér svo oft og mörgu sinnum í gegnum árin..mar lætur soldið eins og mar eigi staðinn en ég held að stelpugreyin þoli það alveg so lengi sem þær mega segja lessu-brandara um mig sem mér finnst heldur ekkert leiðinlegt.
vinnu-mórall er mikilvægari en há laun (ekki að ég myndi kvarta yfir að vera með betri laun)
jæja best að vinna í góðu vinnunni


[12:45 e.h.] [ ]

***

 

Fór eftir vinnu á þriðjudaginn að versla jólagjafir..Kollan að vera sniðug í ár og ekki vera á síðustu stundu..er nú samt í vandræðum með þessa fjóra sem ég á eftir...arg...eru allt sona týpur sem erfitt er að finna eikkva handa. Vil yfirleitt alltaf gefa englunum mínum eikkva sem þeir hafa talað um að langa í yfir árið eða þið vitið...þúst eitthvað sem ég veit að þeir verða ánægðir með .
Fór ekki að vinna í gær...var semsagt ekki vinnudagur í gær heldur meira sona vina-dagur og eins og kærastan mín orðaði það svo snilldarlega...híhí
Er hinsvegar að vinna núna og finnst það fínt.
Langar samt soldið bara að stinga af upp í sveit og fá að velja nokkra aðila með mér...hanga í heita pottinum og hafa það gott yfir góðum mat og góðum félagsskap.
Well well...helgi framundan og það verður vonandi fjör...smá partý á föstudaginn sem ég held að mér sé boðið í ...svo bara veidiggi með laugardaginn en síðan sýning á kvetchinum á sunnudaginn.
Jæja gott fólk...best að vinna eikkva núna og kanski blogga pínu meira þegar líður á daginn.
Hurru kreisigörl...hvað á það að þýða að bjóða manni að hitta sig en svara so bara ekkert í símann? skamm skamm


[9:23 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, nóvember 26, 2002

er enn að vinna og bíð spennt eftir að launa-kynvillingurinn hann Jón Þór (þessi elska) komi með launin mín..so ég geti farið í bæinn og keypt jólagjafir handa englunum mínum...verður víst að gefa þeim eikkva fallegt :)
langar ekki að kaupa allt í eymundsson eins og svo oft áður ...þannig að í ár fáið þið ekki eikkva héðan :)
langar líka að plata einhvern með mér í bæinn en það verður þá að vera einhver sem ég er búin að kaupa gjöf handa..
þarf líka að gera margt annað...var að fá mér sona skipulagnings-möppu og er ekkert smá ánægð með hana ...elska að skipuleggja mig..veit fátt skemmtilegra.
Heyrði í vinkonu minni áðan sem er alltaf að stinga af út á land þar sem það býr víst einhver rosa skutla þar sem hún er alltaf að heimsækja...sakna hennar soldið...hef lítið hitt hana í soldið langan tíma og finn fyrir söknuði í hjartanu mínu enda þessi stelpa einn af fallegustu englunum mínum þó ég eigi þá marga .. >&< (þetta er sko engill...lærði þetta af Ingu vinkonu)
hoppa úr einu í annað en það er allt í lagi..getur allavega engin sagt að ég bloggi ekkert ..híhí
jæja best að hætta þessu bulli og reyna að vinna fram að jólagjafakaupum


[3:33 e.h.] [ ]

***

 

Best að blogga...best að blogga...veit ekki af hverju ég skrifaði þetta en hélt ég væri að fara að segja eikkva voa sniðugt svo kom bara ekkert meir upp úr mér en þetta.
well well þriðjudagar eru alltaf betri en mánudagar svo dagurinn í dag er betri en sá í gær.
Mér líður fínt...var með soldið slæman hausverk í gær en er fín í dag...er að vinna eins og svo oft áður og finnst það líka bara fínt.
Er soldið tóm í blogg-hugmyndum þessa dagana...dettur alltaf eitthvað sniðugt í hug þegar ég er komin heim þar sem engin talva er....hugsa alltaf bara " æi ég blogga um þetta þegar ég fer að vinna á morgun" en viti menn....kollurinn minn geymdi ekki sniðugu hugmyndirnar mínar nema í of stutta stund...því ávallt man ég ekkert af þessu þegar ég sest fyrir framan skjáinn...hafiði lennt í þessu... ?
jæja best að vinna meira...blogga minna


[11:32 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, nóvember 25, 2002

hef lítin tíma til að blogga en attla nú samt að henda inn nokkrum orðum...elsku Æsa er búin að linka þig ..sorry sorry sorry að ég var ekki búin að því fyrr elsku sæta stelpa
Stelpurnar eru alltaf svo æstar að láta mig linka sig á síðuna mína...kolla hösstler alveg að gera sig :)
Er mætt til vinnu alveg hress og klukkan ekki nema níu að morgni...massi getur maður verið :)
Er í eymó pleimó...so endilega komið að heimsækja mig ef þið eigið leið um bæinn.
knús


[9:17 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, nóvember 23, 2002

Var að skoða mig aðeins um á netinu og sá að Magga dancer eins og ég kýs að kalla hana hafði hripað í gestabókina mína og í kommentasystemið líka...aðrir að taka hana til fyrirmyndar takk. Hugsa um þig í myndina sæta :)
Leit svo líka við hjá Bad og félögum á badmintonsíðunni...sá þá að þeir eru ekkert að linka kollsterinn svo ég bíð með að linka þá ennþá...svo drengir ef þið sjáið þetta þá er þetta sjöföld mönun á að linka mig á síðunni ykkar.
Sama gildir um þig Magga ...linka kolluna sína og þá færðu link tilbaka.
Annars er kollsterinn bara nokk hress í dag...smá lynnka í gangi þrátt fyrir 0 drykkju í gær..bara eikkva slen í gangi...var að "skjóta nokkur atriði í kynvillingamyndina í dag" soldið töff að labba með cameru á laugaveginum..alveg að fíla þetta.
well ...er í mat með kærustunni minni hjá settinu :)
mmm...húsið lyktar af mömmumat..namminamm
hafið það gott englarnir mínir og takk fyrir skrifin í gestabókina...knús knús


[5:51 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, nóvember 22, 2002

Já ýmislegt hef ég nú verið kölluð..og það misjafnlega skemmtilegum nöfnum en aldrei hetja eins eða neins svo ég vil þakka þér fyrir það að kalla mig blogg-hetju Æsa sæta !!!! svo vil ég líka endilega koma á framfæri nýrri síðu sem ég var að skoða í fyrsta skipti í gær og hún er hér ...er að fara að æla inn í mér af forvitni við hver sé að skrifa fyrir þessa síðu...hef smá grun um að það séu tvær rokkaðar stúlkur en er nú samt ekki viss.
Er nú samt nokkuð viss um að þetta sé einhver innan dulnafnagengisins...langar að vita og það helst í gær !!!!!!! Svo að elsku elsku Bad..viltu segja mér hver þú ert...mailið mitt er capt_kolla@hotmail.com
jamm allavega..komin með gleðina á ný og þurfti ekki mikið til ..attla aldeilis ekki að hætta að blogga enda hefði ég líklega ekki getað það hvort sem er.
verð að þjóta núna...er í húsi kynvillinganna hjá atvinnulesbíunni að hringja í aðra kynvillinga til að fá þá til að leika í kynvillingamynd.
nóg að gera


[4:19 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, nóvember 20, 2002

jæja gott fólk...kollan loksins að skrifa smá...er stödd í Breiðholtinu og skapið mitt sveiflast soldið fram og tilbaka.
Er að biðja englana um smá greiða og vona að þeir hlusti á mig.
Var að lesa yfir bloggið mitt um daginn og fannst það allt í einu ekkert sérlega skemmtilegt. Skoðaði líka önnur blogg og það er svo margt spennandi komið í blogg-heiminn...húsmóðir í símasexi....Hressasta dreifbýlistúttan ....kombakk rokklingsins og svona gæti ég haldið áfram..þegar ég byrjaði að blogga þá voru ekki sona margir í þessu og þá fannst mér ég æðislega sniðug...núna er ég að fá smávegis sona mér-finnst-ég-ekki-nógu-skemmtileg-einkenni.
Get samt ekki hætt að blogga bara einn tveir og sjö...þetta er svo ávanabindandi..
well þetta átti nú ekki að vera sona vorkennis-blogg en var bara smá hugsun sem ég varð að koma frá mér.
gotta go and speek to the angels beibs


[3:01 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, nóvember 18, 2002

var að hugsa um að sjá hvort þetta virkar...ef svo er þá er þetta lagið hennar Betubros (sumir kjósa að kalla hana Beturokk en ekki ég :)


[3:59 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, nóvember 16, 2002

úff...langur langur dagur sem þetta var...
Er loksins komin heim eftir endalaust langa bið á spítalanum góða. Fór semsagt upp á spítala í dag vegna mikla höfuðverkja ...var sagt að koma uppettir til að láta taka mynd sona in kase jú nó...var tekin mynd og blóðprufa auðvita (arg arg) ...tók stutta stund en biðin var hinsvegar annsi mikið löng og niðurstaðan sú að ég er með kinnholubólgu og smá ennisholubólgu líka..vita ekki meira fyrr en á mánudaginn en ekkert til að hafa áhyggjur af....lyfjaskammturinn stækkar bara um nokkrar töflur í 10 daga og það er nú ekkert stórmál.
Vann semsagt ekkert í dag en eyddi deginum með Snotrunni minni í kósýheitum á spítalanum..hittum meira að segja á annað lesbískt par sem var búið að bíða lengur en við ...og við vorum sko búnar að bíða lengiiiiiiiiiii.
Fórum upp á spítala klukkan að verða hálfþrjú og erum nýkomnar í mat til múttu og klukkan núna að ganga tíu...eða tuttugu mín yfir níu svo ég hafi þetta rétt. Er með miðnætursýningu í kvella og svo heim að lúlla...smá vinna á morgun og svo sýning annað kvöld. Rólegheit fyrri parts á morgun og það skal standast... :)
jæja verð að hætta þessu rugli og sinna konunni minni .
chau


[9:18 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, nóvember 15, 2002

Veiiiiii....flöskudagur og ég er í fríi í kvöld...vei vei vei...engin sýning og ekki nein vinna. Er reyndar að vinna á morgun en það er bara gaman...öfruvísi vinna og soleis sko.
Er í fínu skapi nema kanski pínu ósátt við suma hluti en mar er víst oft þannig. Getur aldrei verið ánægður með allt í lífinu.
Er að vinna í eymó núna með Rokklingnum sem stendur sig eins og hetja í nýju vinnunni sinni :)
Er að hugsa um að gera mest lítið í kvöld..nenni allavega ekki að djamma..bjalla kanski í Ernuna mína og sé hvort hún sé til í spila-para-kvöld eða eikkva álíka halló.
Jæja sælt veri fólkið og góða helgi börnin mín.


[3:58 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Komin fimmtudagur og nóg fyrir stafni...fékk símhringingu í morgun...vinnutilboð..líst vel á það ..vil samt ekki segja hvað það er alveg strax...er bara stutt og skemmtilegt..er í bíóbransanum :) víííí´...líst vel á .
Var að glugga í gestabókina mína og nei Elsku klaufastrumpur ..ég var ekki að tala um þig þegar ég minntist á þvera menn...var að tala um straight stráka aðallega. Og Æsa sæta..takk fyrir að kvitta í gestabókina mína...hefði kvittað í þína þegar ég skoðaði bloggið þitt þar sem þar er ekki komin gestabók :)
En allavega velkomin í blogg-heima og gangi þér vel skan .
Ég var að hjálpa vinkonu minni við að undirbúa saumaklúbb í gær og varð smá fegin að vera ekki í einum slíkum sjálf...held að ég sé bara sátt við gítar-lessu-partýa-grúbbuna mína :) mar þarf ekkert að baka fyrir þær...bara vera með snakk og áfengi :)


[12:30 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Sæl Sonja mín...gaman að sjá að þú ert búin að blogga meira inn á slátrið þitt (úú hljómar skringilega)..mailið mitt er capt_kolla@hotmail.com ...þannig að endilega skrifaðu mér mail ..
sjáumst stelpa


[10:41 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, nóvember 12, 2002

jæja....öll ferðasagan komin á bloggið og nú get ég snúið mér attur að því að blogga um mitt daglega líf og soleis.
Er að vinna núna aðeins í eymó ...Diljá vinkona er að byrja að vinna hér og ég er að kenna henni taktana...:)
er annars bara nokkuð glöð með lífið....
var að spá í einu...hvað er með stráka...? það er svo erfitt að rökræða við þá...þeir eru bara með eina stefnu og geta ekki litið til hliðar..séð mál frá öðru sjónarhorni en bara sínu eigin .. æi kanski ekki allir strákar...bara smá pirringur í mér.


[12:30 e.h.] [ ]

***

 

NO SHOES......NO TEETH....NO SERVICE
(ferðasaga sjötti og síðasti parturinn)

Vaknað var á mjög ókristilegum tíma eða um sexleytið og skellt sér í sturtu....pakkað ofaní töskur og hennst út í leigubíl. Brunuðum á flugvöllinn æst í að komast heim og segja fólkinu okkar fréttirnar. Vorum öll mjög skrýtin þennan dag og aumingjahúmorinn að gera sig. Flugum til Minnieapolis. Flugið til Reykjavíkur var hinsvegar ekki fyrr en sex tímum síðar svo við ákváðum að kíkja inn í bæinn og setjast niður á kynvillingapöbb sem okkur var bent á að fara á. Fundum hann á endanum og hann var ...já sona frekar mikið ógeðslegur...bara gamlar hommsur og lessu-mamma á barnum . Fyrirsögnin hér fyrir ofan var á kassanum hjá lessu-mömmunni og hún virtist nú ekkert vera að fara eftir þessu skilti sínu þar sem helmingur mannanna þarna inni virtist vera tannlaus og hinn helmingur lyktaði eins og þeir væru ekki í skóm.
Þannig að við stungum af þaðan og fórum í smá búðarráp. Var bent á að fara í Mall of America en ákváðum að gera það ekki þar sem við fundum út að þá myndum við bara gleyma okkur og missa af vélinni...fundum hinsvegar lítið og asnalegt moll sem við kjósum að kalla Small of America (eins og ég sagði áðan var aulahúmorinn sterkur þennan daginn)
Keyptum ekki neitt...nenntum ekki að leita að neinu þannig að við (drengirnir) tylltum okkar inn á restaurant til að reykja (þarna mátti reykja inni..soldil tilbreyting..leið eins og ég væri geðkt að svindla eftir veruna í San Fran).
Þaðan tókum við taxa á flugvöllinn aftur ......inn í íslensku vélina og þar sitjum við nú...matarlyktin nálgast svo ég læt þetta duga í bili enda batteríið á tölvunni að klárast líka.


[9:03 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, nóvember 11, 2002

Vissuð þið að það er hægt að brjóta rifbeinin í sér með of miklu hósti....!!!! Er ekkert að grínast með þetta...sæta stelpan mín má ekkert gera og ekkert hreyfa sig þar sem henni tókst að brjóta í sér rifbeinsfestingar með of miklu hósti !! sæll...þokkalegur massi stelpan...geðkt lessu-hóst ...hahahah
Er að hjúkra stelpuna og bryðja ofaní hana lyfin....þetta er amalegt...við tvær..
Berklasjúklingurinn og Rifbeinsbrotna-konan...báðar lessu-klessur...getiði toppað þetta ?


[10:20 e.h.] [ ]

***

 

Panic Attack
(framhald)

Eftir misheppnaða kynningu settumst við niður og hlustuðum á St.Louis flytja sína “við höfum allt og alla með okkur” kynningu...voða kokhraustir (besta fólk samt) og hressir.
Svo var atkvæðagreiðslan í beinu framhaldi af þessu....þá hlupu íslendingar út í sígarettu vissir um að þeir mundu snúa heim með skottið á milli lappana.
Þegar komið var inn í salinn aftur var einn af drengjunum frá hvorri nefnd beðin um að koma á vænginn í salnum til að fylgjast með talningunni svo allt færi rétt fram.
Okkar maður sneri tilbaka á borðið okkar og steinþagði...hinir horfðum á hann spurulum augum og allt í einu kom brosvipra á kinn unga drengsins og þá vissu þeir það......þeir unnu ...við unnum...tárin sprettu fram lúmskt þar sem úrslit voru ekki komin opinberlega og við máttum ekki sýna að við hefðum unnið....tárin fóru ekki framhjá fólkinu á borðinu okkar og það brosti til okkar...drengina langaði mest að faðma hvorn annan og hoppa upp á borðið ...dansandi og öskrandi ...biðin var erfið fram að tilkynningu um úrslitin.
En svo kom að því að daddaradada......Ísland 84 St.Louis 55 !!!!!!!!!!! og tveir sátu hjá.
Þá stóðum við upp og brostum okkar breiðasta...
Fólk kom hvaðanæva að okkur og sagði að kynningin hefði gert útslagið og þess vegna hefðu þeir ákveðið á endanum að kjósa okkur. Allir voru svo ánægðir með þessa kynningu okkar ...ekkert nema bara gleði gleði gleði....takk hér takk þar...bros hér...tár þar ( Kynningin okkar var semsagt rosalega góð en við sáum það bara ekki vegna ástandsins sem við vorum í sem er stress-kvíða-angistar-ástandið !!!!)
2004 kemur svo þetta fólk til íslands og fær að sjá fallega yndislega landið okkar ...veiiii.....
Spennufall hófst og haldið var í LGBT (lesbian,gay,bisexual,transgender) samtaka húsið þeirra. Þar hófust skemmtiatriði í sirka þrjá klukkutíma (aðeins of langt) og fríir drykkir ásamt pinnamat. Íslenska nefndin var orðin svöng og vildi borða áður en farið væri í drykkju og þessháttar.
Ritarinn keyrði okkur á fínan veitingastað þar sem hellingur af ráðstefnumönnum voru staddir og þar settumst við að snæðingi.
Komumst að ýmsu fróðlegu þar eins og til dæmis fyrir hvað klútarnir sem hommarnir hafa í rassvösunum tákna (litirnir tákna hvað þú vilt og hægri vinstri tákna hvort þú ert gefandi eða þiggjandi) en ég fer nú samt ekki að gefa upp hér fyrir hvað litirnir standa....við vitum meira að segja í dag hvaða klút maður hefur í vasanum ef maður vill FISTA eða vera FISTAÐUR !!!!!! bara rokk....
Eftir fínan mat fórum við í geðveikum gír inn í bíl...búin að kenna útlendingunum að segja KOMA SOOOOOO ...og ROKKA FEITT ...
Næsti áfangastaður var Twin Peaks ....klikkað útsýni ....þaðan fórum við svo á Golden Gate brúnna..keyrðum yfir hana og á leiðinni yfir brúnna var íslenska hressa liðið, einn á fætur öðrum að svindla sér inn í draumalandið...dottuðum hér og þar ..held meira að segja að Svalur hafi hitt á Óla Lokbrá og hangið með honum alla leið yfir brúnna.
Á leiðinni aftur á barina ákváðu allir íslendingarnir nema Valur (aldrei þessu vant) að fara bara aftur upp á hótel enda löng leið heim í vændum og það snemma morguns næsta dag.
Valur hegðaði sér vel þessa nóttina og kom einn heim...gormdýrin líklega ekki á ferli þetta kvöldið.
Draumalandið tók völdin


[1:19 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, nóvember 10, 2002

Panic Attack
(Ferðasaga fimmti partur)

Vaknað fyrir allar aldir eða um hálf sjö...úff púff . Gestur og Héðinn voru að sjálfsögðu fyrstir á fætur og vöktu Sval ásamt Val.
Í dag er stór dagur fyrir íslensku þáttakendurna þar sem við erum að fara að halda aðalkynninguna okkar í dag .
Eftir morgunmat fóru allir upp á herbergi til að undirbúa stóru kynninguna ...svo eru kosningarnar á eftir um tíuleytið...allir orðnir soldið stressaðir ..hnútur í möllum og svo framvegis ( er sko að skrifa þetta bara alltaf inn á milli svo ég tala í nútíð núna) erum upp á herbergi að hafa okkur til að get þarafleiðandi ekki pikkað meira fyrir bloggið í bili.
Jæja komin aftur...já hef nokkuð merkileg tíðindi en áður en ég segi þau þarf ég að rúlla yfir hvernig dagurinn var .
Um níu þennan morgun var handritið tilbúið og við allir tilbúnir að halda kynninguna þegar Montreal nefndin sem átti að halda kynningu líka (um næstu ráðstefnu) kemur til okkar í panikki til að segja okkur að skjávarpinn virki ekki....og við með power point show í kynningunni okkar...allir að svitna og engjast sundur og saman...stóri fundurinn byrjaður ...en svo skoðaði einn af kláru drengjunum frá Íslandi þessar græjur..sá hvað var að og lagaði það. Plús fyrir það til okkar og við voða grobbnir en samt ekki kokhraustir.
Fyrir þá sem ekkert vita um hvað ég og félagar mínir vorum að gera þarna úti koma hér inn smá aukapunktar.

Interpride ráðstefna (ráðstefnan sem þessi saga gerist á)
Interpride = heimsþing borga sem halda hinsegin hátíðir.
Nefndir sem taka þátt í Interpride (eins og til dæmis Hinsegin dagar í Reykjavík) geta svo sóst eftir að fá að halda þingið í sinni heimaborg og það var það sem við gerðum í fyrra á síðustu ráðstefnu.
St. Louis sóttist einnig eftir að halda þingið árið 2004 og þ.a.l. þurfti að fara fram kosning.

Ok áfram með smjörið....nú er semsagt allt klárt fyrir kynninguna ....duddurudu EÐA HVAÐ ????
Nei aldeilis ekki...dagskráin tafðist og tafðist and so on....þetta var alveg að verða fyndið bara....eða ekki.
Nefndir sem höfðu komið til okkar og sagt okkur að við hefðum atkvæðið þeirra voru að fara af hótelinu og fljúga heim ...enda klukkan orðin tvö og ekki komið að okkur ennþá...stressið var að drepa okkur. Við eiginlega horfðum á atkvæðin okkar takast á loft með angist í augum og sorg í hjarta ,þegar við horfðum á nefndarmenn yppta öxlum og yfirgefa svæðið.
Svo þegar loks kom að okkur að halda kynningu vorum við orðin svo frústreruð að raddir okkar titruðu í kynningunni ...
(ætla að hætta hér og skella seinni partinum af degi fimm inn á morgun...halda spennunni...svo er þessi dagur líka svo langur að engin nenni að lesa þetta allt í einu) .....duddurudu


[3:22 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, nóvember 09, 2002

Galið Gala ball
(ferðasaga fjórði partur)

Þennan morgun vöknuðu þrír meðlimir íslenska félagsins snemma og skelltu sér niður í morgunmat en sá fjórði vaknaði örlítið síðar enda búin að vera að “vinna” alla nóttina...
Gestur og Héðinn ákváðu að fara og fá sér Burger King morgunmat því þeir voru ennþá svekktir yfir morgunmat gærdagsins.
Eftir morgunmatinn hófust svo Workshoppurnar og hópurinn skipti sér niður...æi það er ekkert gaman að tala um þetta vinnudót þar sem maður verður að vera hér til að skilja hvað er í gangi svo ég sleppi þeim pörtum bara úr og fókusera meira á hina hlutina.
Svo að bladibladibla....svo kom hádegismatur þar sem Ísland var með smá kynningu á landinu okkar til að segja fólki að við búum ekki í snjóhúsum og allt það (við erum nefnilega að sækja um að fá að vera með svona ráðstefnu árið 2004 þannig að vinnan okkar felst mikið í því að kynna okkur og tala um ísland og allt það ...bladibladibla..mjög gaman samt)
Eftir hádegismatinn fóru drengirnir (við semsagt) og tóku neðanjarðarlestina til Castro sem er aðal kynvillinga-hverfið hér og versluðu fullt af regnboga-dóti eins og sönnum kynnvillingum sæmir. Vorum hinsvegar ekki lengi þar af því að við þurftum að ná tilbaka á hótelið um þrjú fyrir fundi.
Fundir stóðu til sirka sex og þá var farið upp á herbergi í sturtu því framundan var Gala Ballið ....
Á Gala Ballinu var að sjálfsögðu boðið upp á nóg af víni og mat....maturinn reyndar ekki mikið meiri spennandi en fyrri dagana okkar hér og þar sem við Íslendingar erum vanir því að GALA DINNER sé boð þar sem allir eru í sínu fínast pússi...maturinn að sjálfsögðu borin á borðin ásamt víninu...en ekki hlaðborð eins og í ómerkilegum morgunmat og bar út í horni...við vorum frekar mikið hissa á þessu svokallaða Gala eikkva...við til dæmis vorum frekar svekkt að hafa ekki tekið með kjóla og vorum bara í skyrtum ...en þeim þarna ameríkufólkinu fannst við Æðislega mikið mikið fín.
Allir að sýna sig og sjá aðra...skemmtiatriði ...dragdrottningar (þær kalla sig Dragapella queens og voru alveg meiriháttar skemmtilegar..gaman að sjá drottningar syngja sjálfar en ekki mæma eins og svo margar aðrar ).
Við skoðuðum þessa kynvillinga á ballinu og þar voru allir samankomnir...sáum alveg að það væri nokkuð ljóst að við stúlkurnar vorum þokkalega einu konurnar þarna sem ekki voru með ameríska rassinn og allt annað sem því fylgir enda var reynt við okkur alveg hægri vinstri, allan tímann á meðan Svalur hvarf inn í draumalandið án þess að hinir tækju eftir því en fannst á endanum upp á herbergi og fór á fætur til að geta litið út á lífið.
Gestur og Héðinn fóru extra snemma að sofa þetta kvöldið en Svalur og Valur fóru út með stráknum frá Svíþjóð á svokallaðan klámrúnt svokallað....en hinsvegar guggnaði Svalur á endanum á klámrúntinum og endaði á leðurklúbb þar sem ekkert kynlífsneitt var í gangi enda piltarnir frá íslandi mestu sómamenn og taka ekki þátt í svona ...ólíkt heima þá eru leðurklúbbarnir mixaðir sem þýðir að hommar & lessur mega fara það inn...bara svona smá aukaupplýsingar fyrir lessurnar sem vilja fara á leðurklúbb en hafa ekki tækifæri til þess heima .
Þessi dagur var svona einn af þessum rólegu dögum hérna úti og ekkert vont um það að segja þar sem við erum með stóru kynninguna okkar á morgun og þurfum að hvílast vel og líta vel út.
To be continued...


[8:42 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, nóvember 08, 2002

NOT TODAY....NOT TOMORROW...NOT EVER...get the fuck áta héééééééé´!!!!!
(ferðasaga partur þrjú)

Valur vaknaði fyrir allar aldir, en tók þá ákvörðun alveg með sjálfum sér að vekja ekki félaga sína heldur að henda sér niður í morgunmat...fara svo upp og vekja restina af liðinu. Þá var klukkan rúmlega átta og ekki allir glaðir með að vakna sona seint, en hentust í sturtu og beint þaðan niður í morgunmat, sem hefði nú ekki verið merkilegt að segja frá nema að þegar við settumst niður komu diskarnir á borðið og á þeim var eftirfarandi ; Tvær sætabrauðsbollur, smá eggjahræra, sneið af köku, tómatsósa og appelsínudjús ! ertu ekki að grínast með þetta ? Íslendingarnir voru ekki beint í skýjunum yfir þessum svokallaða morgunmat og fussuðu og sveiuðu af lífi og sál.
Eftir morgunmatinn var haldið á aðalfund ráðstefnunnar og mikið um að vera, það er hinsvegar ekki spennandi fyrir ykkur að lesa svo ég sleppi að tala um það hér.
Eftir stóra fundinn var hádegismatur sem var sossum ekki mikið meira spennandi en morgunmaturinn...smá kjöt á disk og hundasúru með brúnni sósu á.
Svo koma að aðalfundi þessar ferðar sem einungis Gestur og Héðinn máttu mæta á af íslenska liðinu, þar sem þeir eru svo sérstakir þessar elskur.
Á þeim fundi fór mjög margt skemmtilegt fram sem hinir fengu svo að heyra af en ég get ekki sett það í söguna þar sem ég þyrfti að drepa ykkur ef þið vissuð um þetta.
Eftirmiðdagurinn fór í alskyns vinnutengd efni...ekki gaman að tala um það þannig að ég held áfram og er komin á barinn....(alltaf gaman að því)..yndislegu Sóðabúlluna sem við strákarnir fundum hér rétt hjá hótelinu. Sóðabúlla.is viljum við kalla þennan stað og sóðamaðurinn mikli sem átti búlluna varð bálskotin í tveim af drengjunum okkar....vildi endilega fá mynd af sér með þeim og kallaði þá Björk 1 og Björk 2.
Þessi yndislegi sóðamaður lærði að segja " Ég elska þig" á okkar yndislega máli og notaði það hægri vinstri sem höstllínu kvöldsins.
Þarna á sóðabúllunni var líka glymskratti sem drengirnir völdu lög úr og sungu háum róm.
Næsti áfangastaður var Ráðhúsið sjálft (City Hall) í fylgd föngulegs negradrengs í afrískum þjóðbúning (ekkert eðlilega fallegur skal ég segja ykkur) ....þar tóku á móti okkur verðir , gegnumlýsingar og læti svo við gerðum nú örugglega ekkert af okkur..(úpps gleymdi að segja ykkur frá þegar við vorum að fara inn í flugvélina á leiðinni hingað var Héðinn stoppaður af lessu dauðans á flugvellinum sem þuklaði hann allan og kallaði það í alvörunni security check!!!)
en já við erum komin í ráðhúsið ...þegar þangað var komið var pinnamatur og frír bar í boði borgarstjórans...og þar sem þessi borg er erfið í reykingamálum héldu Héðinn, Svalur og Gestur af stað niður á fyrstu hæðina til að fara út að reykja og þurftu að sjálfsögðu að fara í gegnum öryggisvörðinn massíva fyrst...Héðinn fór fremstur og var með glas í hendi sem vörður.is bannaði honum að fara með út...Héðinn var ekki glaður með það svo hann sullaði víninu á fína ráðhúsgólfið (reyndar missti hann það óvart, var bara skemmtilegra að segja að hann hafi hellt því niður viljandi)
Þegar boðinu lauk í ráðhúsinu var haldið á hótelið aftur til að skipta úr fínu fötunum yfir í djammgallann.
Svalur fór með rútu á klúbba dauðans sem hann er nú aldeilis ekki þekktur fyrir að fara á heima. Gestur og Héðinn héldu hinsvegar á Sóðabúllu.is til að hitta uppáhaldsgæjann sinn...þar hittu þeir á fagra svarta kynvillta konu sem þeir kusu að kalla Whoopi Goldberg þar sem hún líktist henni óendanlega mikið. Ekki má gleyma að taka það fram að Gestur og Héðinn fengu að fara í VIP herbergið á sóðabúllunni að reykja...í boði eigandans sjálfs...það er sko merkilegur hlutur að fá að reykja innandyra í þessari borg hér...það má sko hvergi og þá meina ég hvergi reykja.
Whoopi kynnsti svo strákana fyrir efri hæðinni á sóðabúllunni, þar sem var pool borð..reyndar aðrar reglur en heima. Þrátt fyrir það tókst Gesti að vinna Whoopi og fór mjög glaður út að reykja með Héðni og Whoopi. Þarna stóðu drengirnir með Whoopi að reykja þegar framhjá labbar róni og biður um sígarettu..þá segir Whoopi svo snilldarlega við hann..." not today...not tomorrow...not ever....get the fuck outta here"
Strákarnir tveir fóru svo glaðir út enda búnir að læra að segja svalar enskar setningar og héldu enn eina ferðina á hótelið, kíktu við á litlum pöbb á leiðinni þangað og svo beint upp á herbergi að lúlla....þar endaði kvöldið hjá Gest og Héðni en aldeilis ekki hjá Sval og Val...duddurud
Valur kom heim með negra þetta kvöldið ( samt ekki sá sami og fyrsta kvöldið) og ákváðu félagar hans þá að kalla alla svertingja Gormdýr það sem eftir er af ferðinni enda tveir dagar eftir og aldrei að vita nema gormdýrin munu koma meira við sögu.
'Astæðan fyrir að við skýrum þá gormdýr er sú að þessi tiltekni maður var ekki bara hjá Val þessa nóttina heldur hoppaði á milli rúmma og prufaði ráðstefnugestina frá Íslandi.
Þar með endar þessi nótt og já ...meiri lestur á morgun fyrir þá sem eru að fylgjast með sem ég vona að séu sem flestir


[3:40 e.h.] [ ]

***

 

fyrir þá sem ekki kunna að skrifa í gestabók ...ekki illa meint en margir hafa talað um að þeir skrifi ekki í gestabókina af því að þeir kunni það ekki....þá farið þið bara hér inn og svo í reit sem heitir Post a message reitinn...skrifið svör við spurningunum og ýtið svo á takka neðst sem heitir....submit-no prewiev. Knús til ykkar og ég reyni að laga ferðasöguruglið sem fyrst


[3:15 e.h.] [ ]

***

 

eikkva klikk í gangi með síðuna mína..hún vill ekki taka part þrjú af ferðasögunni svo þið verðið að bíða róleg...
sorry


[1:29 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Verslunarmannadagur í San Fran
(ferðasaga partur tvö)

Héðinn og Gestur ákváðu að fara í smá verslunarleiðangur á öðrum degi ferðarinnar.
Þeir röltu um bæinn og leituðu að búðum...þeir fundu ekki mollið strax en fundu hinsvegar á leið sinni stripp búllur og litlar búðir sem seldu hass pípur og annað nytsamlegt.
Svo loks fundu þeir mollið sem var örlítið stærra en Kringlan..ekki nema átta hæðir.
Þeir fengu sér að borða á neðstu hæðinni og hittu þar á Miss America.is (hún var sko pottþétt ótrúlega góð í að borða tuttugu macdonalds á fimm mínútum..lýsingarnar af henni voru alveg merkilegar.
Svo var haldið áfram að skoða og stefnt á skóhæðina...þegar þeir komu þangað kom ung gullfalleg MANNESKJA að afgreiða þá og var svo ótrúlega falleg að engu munaði að Héðinn og Gestur skiptu um kynhneigð.
Slefandi löbbuðu drengirnir í næstu búðir eftir að hafa kvatt fallegu manneskjuna í skóbúðinni.
Þegar moll-ferðalaginu lauk ákváðu þeir að setjast niður og hvíla fæturnar eftir margar rúllustigaferðir...settust niður á torginu rétt fyrir utan mollið við hliðina á svartri Big Moma sem var að gera krossgátur í ró og friði þangað til að hún var trufluð af tveim ungum drengjum frá Íslandi...Gestur spyr hana hvort hún viti um internet kaffihús og hún æpir á hann tilbaka “hvað?” Gesti brá svo að hann ákvað að spyrja hana ekki meira og skammaðist sín fyrir að hafa truflað hana í krossgátunni sinni.
Þeir röltu áfram og fundu net-kaffihús ...henntust á netið en stoppuðu ekki lengi, þar sem hausverkur fór að kræla á sér vegna hass-stybbu þar inni.
Allir hittust svo á hótelinu og plönuðu kvöldið þar sem þessi dagur er nokkuð merkilegur hér í San Fran...Hallóvín og allir í búningum út um allt.
Gestur og Héðinn fóru að spjalla og komust að þeirri niðurstöðu að þeir gætu ekki látið sjá sig um götur San Fran nema að vera í búning svo að þeir fundu opna búð út á næsta götuhorni og keyptu sér hallærislegustu fötin sem þeir fundu og dressuðu sig upp fyrir Hallóvín.
Allir drengirnir lögðu af stað með leigubíl í Castro hverfið þar sem líklega 200-300 hundruð þúsund manns voru út um allar götur í búningum og ekkert nema gleði í borginni.
Okkur fannst æðislega mikið af fólki á Gay pride...en nei það var bara hneta miðað við þetta ....
Þetta var svo merkileg upplifun að ég get eiginlega ekki líst því bara svona í orðum.
Entumst nú samt ekki lengi á djamminu og vorum komin á hótelið um eitt kanski hálf tvö og hringdum þá í Stinna sæta stuð til Ísland og röbbuðum aðeins við hann fyrir svefninn.
Buðum svo góða nótt og röltum inn í draumalandið
Sagan heldur áfram á morgun


[12:36 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, nóvember 06, 2002

Borg kynvillinganna
(ferðasaga partur eitt)

Jæja...Ferðasagan byrjar aldrei þessu vant á staðnum sjálfum...þar sem nútímamennirnir Gestur...Héðinn...Svalur og Valur eru með tölvu í för.
Komið var til San Fran um níuleytið eftir að hafa millilent í Minnieapolis og dvalið þar í einn og hálfan tíma, þar sem Valur hitti konu á flugvellinum sem gaf honum ævisöguna sína..sagði honum meðal annars að mamma hennar hefði verið að deyja fyrir nokkrum dögum en Valur var ekki mikið að hlusta á þessa litlu konu og sagði félögum sínum að greyið konan hefði misst tengdaafa sinn..en nóg um það.
Hressu hommarnir (eða lessurnar eða eikkva...allavega mennirnir) lenntu semsagt í Borg kynvillingana um níuleytið.
Fengum skutl á hótelið og hentum dótinu okkar inn og svo beint í labb til að finna eitthvað ætt enda búin að ferðast fram og aftur um tímann og klukkan eitthvað allt annað en níu á íslenskum tíma.
Fundum á endanum amerískasta staðinn á svæðinu og pöntuðum okkur ameríska rétti dauðans. Gengilbeinugreyið var svo þreytt að hún meikaði varla að taka af okkur pöntun...Valur fann svo til með henni að hann fékk illt í hjartað en við hin bara ákváðum að tipsa hana ekki nema 5 prósent eftir að hún tilkynnti okkur að minnsta tips væri 10 % og það hæsta 20% á amerískum mælikvarða...við vorum öll nema Valur sammála um að hún ætti ekki að vera að aumingjast þetta heldur bara vinna vinnuna sína. Það kom hinsvegar upp úr krafsinu að Valur er ekki jafnmikill hommi og hann vill vera að láta þegar hann tilkynntu okkur að hann myndi nú alveg daðra við dömuna (gengilbeinugreyið) ....æi það er meira sona fyndið þegar mar hefur séð hana....úff púff...Héðinn og Gestur hefðu ekki litið við henni þó þeir væru að deyja úr gre....u. Það segir nú allt sem segja þarf.
Margir myndu giska á að þar hafi fyrsta kvöldið verið á enda ....Svalur,Gestur og Héðinn héldu heim á hótel eftir að hafa stoppað í augnablik á Karókí-kynvillingapöbb
(og það er ekkert eins og heima ...þar er míkrafónn og kona að spila á píanó undir en ekki sjónvarpstæki og texti..)allavega...nema hvað...Valur varð eftir á þeim barnum og hinir héldu heim í svefninn. Þarna gæti sagan endað en þar sem ég er nú ekki þekkt fyrir að skrifa sögur með óspennandi endir þá held ég áfram.
Hálftíma eftir að félagarnir þrír komu á hótelið kom sá fjórði og ekki einn í för...vil nú ekki fara í smáatriði en segjum bara sem svo að einn af okkur geti komið heim með naríur af negra sem minjagrip til að hengja upp í samtökunum 78. þar með endar dagur 1 af San Fran sögunni...
segið mér svo að þið séuð ekki spennt að lesa restina .

smá aukatips frá samferðafélögum...þar sem sögumaður er komin með Malibu í hönd og ekkert nema innsláttarvillur þá gleymdist í sögunni að taka fram að Valur var einstaklega aumingjagóður þennan daginn..gaf rónum tips fram og tilbaka...en tek þó fram að maðurinn sem hann náði með sér heim var engin aumingi
framhald á morgun.....


[12:03 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, nóvember 05, 2002

komin ný kosning.....enda komin tími til .....kíkið á það


[5:43 e.h.] [ ]

***

 

Kollan komin aftur í borg óttans ...eftir að hafa vakað í annsi mikið langan tíma og ætla mér að vaka lengur :) sofna svo á mínu græna í kvöld til að snúa sólarhringnum rétt.
Er búin að skrifa ferðasöguna og hún mun koma inn næstu daga..einn dagur í einu ....vona að þið bíðið spennt :)
hmmm....já er svo þreytt og ekki í sambandi að ég veit ekkert hvað ég á að skrifa nema bara gaman að sjá ykkur (þó ég sjái ykkur nú ekkert alveg þannig) aftur og hafið það gott elskurnar.
kolla san fran fari


[5:39 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, nóvember 01, 2002

Saell....shit hvad eg elska tessa borg...
Er semsagt komin til San Francisco og er tokkalega ad finna mig her i Gay borg lifsins...get sagt ykkur strax ad ferdasagan verdur meirihattar skemmtileg...tarf ekki einu sinni ad vera godur penni til ad skrifa skemmtilega sogu um tessa ferd.
Maettum hress i gaerkvoldi um niu leytid...Med i for voru Gestur...Hedinn...Svalur og Valur. Ekkert nema strakar i tessari ferd en segi ykkur betur fra tvi tegar eg kem heim..timi ekki ad eyda tessum halftima a net-kaffinu i ad skrifa ferdasoguna ju si...enda engir islenskir stafir og svo framvegis.
Er ad hugsa um ad fara mun oftar til utlanda tvi ta er komid fullt i gestabokina og vill serstaklega bjoda Irisi saetu velkomna i hopinn yfir ta engla sem skrifad hafa i gestabokina mina...gaman ad heyra fra ter stelpa..
Uff Heida...sakna tin svo mikid..atti erfitt med ad sofna an tin i gaer to svo ad flugid hafi verid langt og eg daudthreytt..
jaeja best ad versla meira og hanga uti i SOLINNI GOTT FOLK...EG ENDURTEK...SOLINNI


[12:42 f.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K