Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



þriðjudagur, desember 31, 2002

Nú er fílingurinn komin í mann..komin í fínnit fötin...fjölskyldan mætt í matarboð á aflagrandann....ég komin með woodys í aðra höndina og er að blogga með hinni...er hægt að hugsa sér það betra.
Flugeldarnir eru byrjaðir að láta í sér heyra og fólkið er komin í góðan fíling... :)
Sé fram á gott kvöld og gott ár framundan held ég bara...


[7:21 e.h.] [ ]

***

 

Halló yndislega fólk...ég hef ekki mikið bloggað síðustu daga eða bara alls ekki neitt...enda ekki komist í tæri við eina einustu tölvu...
Það hefur hinsvegar ýmislegt annað og gott ef ekki margt drifið á mína daga...Inga Hrönn er komin á klakann eins og einhver kanski tók eftir á samtakaballinu...og hef ég náð að knúsa hana annsi mikið mér til mikillar gleði og ánægju. Hef svo líka verið að gera hitt og þetta sem ég hef bara fyrir mig.
Vona að þið séuð bara hress og alveg að komast í nýársskapið...það er ég allavega og hef hugsað mér að eyða kvöldinu í faðmi fjölskyldunnar ...fara svo eftir sprengingar og læti heim til Ingu sætu og spila þar ásamt fríðum félagsskap stúlkna (en ekki hvað...)
Nenni ekki í bæinn á sona gamlárskvöldi...nenni ekki að bíða í röð ...lengi...til að borga mig inn...mikið...og vera svo inni ...í troðning ...til að borga fyrir bjórinn...með álagningu...svo spilakvöld hljómar vel fyrir mér :)
Gleðilegt ár englarnir mínir allir með tölu og takk fyrir árið sem er að líða...


[5:13 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, desember 28, 2002

jæja gott fólk...
komin í vinnuna og er ekki búin að vera nálægt tölvu upp á síðkastið svo ég hef ekkert getað bloggað...en mun vonandi ná að blogga eikkva á næstu dögum...
Fór á massadjamm á föstudaginn ..var boðið heim til Ernu skutlu (ekki Ernu Rán samt) og spilaði þar ótrúlega skemmtilegt spil ásamt Ernu og fleiri hressum lessum..og ekki lessum auðvita líka.
Fórum svo á rokkslæðutónleika þar sem fjörið var í hámarki og tempóið í lagi.
'Eg fór í keppni í drykkju við engil út í bæ og held að jafntefli hafi verið loka niðurstaðan það kvöldið...
jæja verð að gera eikkva af viti fyrst ég er komin til vinnu


[3:41 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, desember 26, 2002

Búin að lesa og hanga í tölvunni í allan dag..frekar ljúft...
Er núna að fara að skjótast yfir til Steinku og passa Elínu engill í klukkutíma....eins gott að þau standi við þennan klukkutíma því ég verð að vera komin í foreldrahús áður en lagt er af stað í Hafnarfjörðinn um hálf sex í jólaboð til afa...
Verð að fara núna en mun kanski ná að skrifa smá meira á morgun ...
verð á rokkslæðutónleikum í kvöld og mana ykkur öll til að mæta...staðurinn er Vídalín !!!!!! rokk í borg óttans


[3:16 e.h.] [ ]

***

 

Strax komin annar í jólum....Rokkslæðutónleikar í kvöld og fyrir það attla ég að fara með nýju fínu englaspilin mín og spá fyrir Diljá sætu...
Hlakka til kvöldsins en kvíði líka smá fyrir ...verður erfitt að sleppa reykingunum yfir glasi af bjór...
Sjáum bara hvernig fer....dreymdi í nótt að ég hefði stolist í sígarettu og vaknaði með ógeðsbragðið í munninum og stærsta samviskubit í heimi svo kanski bara fæ ég mér ekkert að reykja í kvöld.
Lofa engu samt...híhí
Hafið það gott í jólaboðum í kvöld fólkið mitt og megi englarnir geyma ykkur...


[12:17 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, desember 25, 2002

Komin heim úr veislunni og er á leiðinni til kærustunnar..verður gott að hitta hana og knúsa hana takk fyrir sætu sætu jólagjöfina (gjafirnar eiginlega ) mínar.....
Fékk sko frá henni eftirfarandi (verð bara að monta mig smá)
Englaspil (trúi sko á engla og finnst þetta þarafleiðandi æðislegt)
Tígra-sængurver (tígri er í miklu uppáhaldi hjá mér og þessvegna líka æði)
Svörtu plötuna (eini diskurinn á óskalistanum mínum)
Gervi-neglur (held að það hafi verið skot á mig að hætta að naga)
Buxur-spari (vantaði eiginlega bara soleis sko)
og síðast en alls ekki síst fékk ég það sem ég hafði óskað mér hundrað sinnum og það er mynd sem tekin var á Snæfellsnesi í sumar í einni af ferðunum okkar félaga....myndin var stækkuð og allir á myndina voru búnir að árita með nöfnum úr ferðasögunum...selurinn..bældi maðurinn ...vonda stjúpan og svo framvegis....og það með gull-penna...
er enn í hamingjukasti...takk ástin mín takk takk takk takk ...er á leiðinni til þín þegar litla siss er tilbúin að skutla mér


[10:01 e.h.] [ ]

***

 

Smá tilkynning í tilefni jólanna....
Ungur myndarlegur maður fór á hnén fyrir framan ákveðna fjölskyldu í gær og bað elstu dótturina á heimilinu að eiga sig !!!!!!!!!!!!! Og auðvita sagði hún já ....svo vonandi munu þau lifa hamingjusöm til æviloka. Mig langar hér að óska þeim til hamingju....þetta þarf hugrekki í .....ánægð með þetta...svona eiga jólin að vera...ekkert nema gleðin ein.


[4:50 e.h.] [ ]

***

 

Komst smá svona blogg-þörf í mig allt í einu...var að tala við vinkonu mína í símann áðan...spjölluðum saman heillengi áðan og um allt milli himins og jarðar...hef ekki heyrt í þessari vinkonu lengi enda erum við svona vinir sem þurfum ekkert alltaf að vera að tala saman til að vita að okkur þykir vænt um hvor aðra.
Æi varð bara aðeins að tjá mig um þetta....veit reyndar að hún les bloggið fljótlega svo hún sér þetta en það er líka bara fínt því mig langaði svo mikið að segja henni hvað mér þykir endalaust vænt um hana og hvað hún er góð sál. Það er bara eitthvað svo hreint og satt við þessa konu...hún er svona týpa sem engin gæti verið vondur við...brosir svo fallega og á svo fallegt hjarta að það einhvervegin sést bara utaná henni ..(enda er hún gíraffi).
Ef þú lest þetta þá veistu að ég er að tala um þig þar sem þú hringdir áðan og við spjölluðum heillengi svo það kemur engin annar til greina en þú.
Takk fyrir spjallið og takk fyrir að vera vinur minn....þakka englunum fyrir að eiga þig sem vin.
jólaknús


[4:31 e.h.] [ ]

***

 

Jóladagur
Var að koma mér á lappir...búin að liggja í rúminu að lesa í morgun. Er nú samt að hugsa um að fara á fætur núna enda mamma í eldhúsinu að gera tilbúið sona jóladags-snarl....kaldur hamborgarahryggur og alskyns afgangar..namm namm namm
Langar soldið að hitta alla vini mína bara helst í dag og knúsa þá takk fyrir mig ...en það bíður betri tíma.
Jólaboð hjá ömmu Kollu í kvöld..hangiket og soleis...svo aftur jólaboð á morgun...svo rólegheit eftir það held ég bara..getur reyndar verið að ég fari að vinna annað kvöld. En það veltur eiginlega bara á Rokkslæðunni því ef þær eru að spila þá fer ég ekki að vinna en ef þær eru ekki að spila þá fer ég að vinna á ölstofunni.
Svo líður að jólaballi samtakanna ..það er alltaf massa-fjör og ég attla þokkalega að mæta.
jæja krúttin mín ...verð að fara að borða snarl...namminammi


[1:17 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, desember 24, 2002

Halló aftur og aftur gleðileg jól...
Vorum að klára að opna pakkana og ég er í hamingjukasti...fékk svo fallegar gjafir að ég sit hér eins og lítið barn og horfi á rúmið mitt búin að dreifa pökkunum þannig að ég geti glaðst meira yfir þessum fallegu hlutum.
Fékk svo margt fallegt að ég tárast þegar ég hugsa um það...finnst til dæmis alveg meiriháttar gaman að fá myndir af fólki...því þegar ég flyt í mína eigin íbúð attla ég að hafa myndavegg og þær tvær sem ég fékk í jólagjöf fara most deffinettli upp á vegginn góða ...fékk mynd af skyttunum tveim Kriz & Kötu og svo mynd sem tekin var á snæbbanum í sumar...áritaða af öllum sem á myndinu eru :)
æi ég er svo glöð yfir þessu öllu...varð að deila því með ykkur...attla að fara að lesa Vigdísi Gríms og senda öllum vinum mínum og kærustunni faðmlag í huganum því sumir eru að borða á þessum tíma eða opna pakka svo ég vil ekki hringja og þakka fyrir mig alveg strax. Æi væri alveg til í að laumast út í sígó núna....en neibb...sleppum því


[8:33 e.h.] [ ]

***

 

Jóla-skjóðan

Alma....velkomin heim stelpa..vá hvað þú átt falleg börn !
Anna Dögg....gott að fá vængina heim og geta flogið attur ?
Anna Karen...attlaði að senda þér kort en er ekki með adressu á þig ?
Ástin mín....sakna þín, langt síðan við höfum sést !
Auður engill....milli jóla og nýárs ,hvernig hljómar það ?
Begga blóm....hvernig væri að við færum að hittast kanski ?
Bjartmar...takk fyrir kortið, ég lofa að reyna þetta með færri sjúkdóma !
Bryndís Ísfold....hvernig er ameríkan að tríta þig ?
Dagný Ásta...hvernig kom myndin út ?
Darri....langar að knúsa þig jóla-knúsið
Diljá calling......hefði átt að faðma þig í gær, en geri það núna í huganum , gleðileg jól engill !
Dagný lögga...veit ekki hvort þú lest þetta en samt hef ég þig hér því þú ert stóra lessu-systir mín :)
Dúa....langaði að segja að mér þykir endalaust vænt um þig en veit hinsvegar ekki hvort þú lest þetta...en kanski ef Urður er að lesa þá segir hún þér það bara frá mér !!!!
Döggin.....vona að allt sé í blóma í sveitinni og að þér líði vel kúrudýrið mitt
Erlan....gleðilega hátíð og farsælt komandi blogg-ár :)
Erna Petersen....nýr með-limur í skjóðunni...hahahaha (p.s.þarf að segja þér fyndna sögu,en get það ekki hér því þá geta vondir hlutir gerst)
Erna Rán....er ekki búin að káfa á pökkunum..lofa !
Eva & Maggý....ég er á leiðinni...alltaf á leiðinni...til að segja ykkur...lalalalal
Gay-ri...held þú lesir þetta ekkert en hef þig nú samt hér...
Gríma.......milli jóla og nýárs...ég og þú !
Haffa Bjöss...gleðileg jól stelpa :)
Héðinn...elsku félagi, hafðu það nú gott um jólin og fistaðu einhvern feitt með rauða jólaklútnum í rassvasanum
Höddi beib....til hamingju með jólakærastann.farðu vel með hann :)
Inga Hrönn...gaman gaman gaman að sjá þig og fá þig ...heim
Kata blaðamaður.......Þið eruð sooooooo sætar saman :) jólaknús til þín
Kidda rokk....knús knús knús knús knús
Kriz......visstu hvað mig langar í ammælisgjöf ? "Draumalandið"
Lilja mono....að vera þunnur á aðfangadag er sjoppulegt !
maggabest....hlekkjumst félagi
maja vinkona.....jólaknús til þín
massi....gleðileg jól stelpa (naglinn skilar þessu kanski bara til þín)
Naglinn....koddu memmér á jólaball !
Oddný rokk...erfitt að hafa þig í útlandinu en vona að þú hafir það gott um jólin
Puff moma....velkomin í blogg-heima..hlekkja þig um leið og ég get
Ragnar sæti...til hamingju með kæró..farðu vel með hann fyrir mig
Sonja....er enn að bíða eftir að vera rasskellt !
Svanhvít....langar í litað hár ettir jól
Tóta Lee....gleðilega hátíð elsku engla-gíraffi..þykir vænt um þig (langar að heyra þig syngja draumalandið næst þegar við hittumst)
Una hjúkka....hvernig ertu að fíla barinn?
Urður....gaman að sjá þig í gær og hlakka til að sjá þig næst...er peysa í pakkanum mínum ?
Jæja ..þá ætti þetta að vera komið í bili..vona að ég hafi ekki gleymt neinum og að allir séu sáttir við sín skilaboð..finnst svo líka að allir á listanum eigi að svara í feedbackinu hér fyrir neðan eða jafnvel bara að svara í gestabókina mína :) Þá yrði Kolla rosa rosa rosa glöð :)
Hafið það gott um jólin englarnir mínir allir með tölu


[1:12 e.h.] [ ]

***

 

Jæja..Kollan vöknuð og loks komin aðfangadagur :) víííííííí....mamman og pabbinn í vinnunni og koma um tólf, þá get ég kanski fengið lánaðan bílinn og fengið að keyra út þessa tvo pakka sem eftir eru :)
það er eitthvað svo gaman að vera til núna , allir svo glaðir ...Strumpavinur minn búin að ná sér í kærasta sem er sko ekkert slor...bara meiriháttar gæi...æi bara allir sem ég sá í gær að versla voru líka eikkva svo ligeglad...
Og ekki má gleyma því að ég fékk risastóran pakka og á núna stærsta pakkann undir trénu...ekki það að stærðin skipti máli..langaði bara að deila þessu með ykkur.
Bjartmar sæti kom líka hingað áðan með jólakort..gaman að sjá strákinn.
Svo er stefnt á jólaball samtakanna á milli jóla og nýárs og vonandi verður slæðan að spila á annan í jólum á Vídalín.
Um áramótin á svo að skella sér með klaufastrump og fleirum upp í Miðhúsaskóg þar sem hann á ammæli og er búin að leigja sumarbústað handa liðinu. Held það verði massa-fjör nebbla..hlakka mikið til
jæja nú er ég að hugsa um að fá mér eittvað í gogginn og hlusta á smá jólalög ....
skilaboðaskjóða síðar í dag


[11:38 f.h.] [ ]

***

 

Jæja gott fólk...klukkan orðin rúmlega eitt á Þorláksmessu....eða nei..eiginlega aðfaranótt Aðfangadags..í rauninni er komin aðfangadagur...vei vei vei ..gleðileg jól fallega fólk :)
Það komu svo margir vinir mínir að heimsækja mig í eymó í dag ....brosi hringin elsku englarnir mínir...takk fyrir að kíkja á mig...og fyrir ykkur hin sem ég náði ekki að knúsa gleðilega hátíð....þá knúsa ég ykkur hér með í huganum..bara svo þið vitið af því :)
var að hugsa um að gera sona jóla-skilaboðaskjóðu...en er svo þreytt og langar að fara að sofa..geri það kanski bara á morgun :)
góða nótt fallega fólk og gleðileg jól


[1:33 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, desember 23, 2002

Þorláksmessa :) Nú held ég barasta að jólaskapið sé komið í mig...er reyndar smá að vesenast í sambandi við hverju ég á að fara í í vinnuna...mar er ekki beint í gallabuxum á Þorlák. En ég finn vonandi út úr því fyrir klukkan þrjú :)
Er komin heim til ma og pa og hér ilmar allt af hangiketi sem mamman var að matreiða í gær , ekki slæmur ilmur það.
Fór á kaffihús í gær eftir vinnu og fékk mér einn lítin bjór....og enga sígó með...mjög ánægð með mig.
Hitti líka Möggu sætu sem lofaði að hlekkja mig næst þegar hún færi inn á síðuna sína. Fín stelpa það :)
jæja er að hugsa um að skella pökkunum í poka...skella sjálfri mér í sturtu...fá mér smá hangiket..og taka því rólega fram að vinnu.
verð í eymó frá 15-24 ef einhverjum langar rosalega mikið að skoða mig ...eða þið skiljið hvað ég meina :)
Gleðileg jól sæta fólk
p.s. gleymdi alveg jólasögunni í ár

Ég og Erna Rán vinkona vorum að vinna í Eymundsson í gær...ekki að það sé sossum í frásögur færandi nema að Björk dóttir Guðmunds kemur að versla við okkur einhverja borða og sona jóladóterí......við hliðina á henni er svo Erna að afgreiða einhvern saklausan túrista.....greyið strákurinn bara fraus...gat ekki afhent Ernu pening og komst ekki til lífsins fyrr en Björk var farin út og sagði þá skjálfandi (samt glaður) við Ernu " is it usual for u here to see Björk just shopping for x-mas ?"......
æi hann var svo sætur...þetta bara bjargaði jólunum hans að standa við hliðina á Björk þegar hún var að versla jólavörur :)
bara svona smá sönn saga til að ylja manni um hjartarætur


[10:52 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, desember 22, 2002

Vá ...bara dagurinn í dag...svo Þorláksmessa og svo eru komin jól.....víííí
Er að fara til vinnu fljótlega og verð að vinna til tíu í kvöld..mér finnst hinsvegar að allir vinirnir mínir og líka þó þið séuð það ekki að þið eigið öll að koma í eymundsson á morgun eftir klukkan þrjú...ég er nebbla að vinna á morgun frá 15 og til lokunar..held það verði massa-fjör.
Við verðum þrjár á pallinum í jólafötunum...komið og sjáið :) en munið bara að koma eftir klukkan þrjú svo ég geti kysst ykkur á kinnina :)
hey já og eitt enn...ég er ennþá hætt að reykja ef einhver er að velta því fyrir sér......ein vinkona mín bað mig nebbla að koma út í sígó um daginn...hún var alveg viss um að ég hefði ekki haldið þetta út :)
but i did


[11:26 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, desember 21, 2002

hva heill laugardagur liðin og ekkert blogg hjá mér...skamm skamm...well ekki er allur dagurinn á enda þar sem klukkan er aðeins hálf tólf og hér næ ég að blogga smávegis áður en ég fer í háttinn.
Fór að vinna í gær í eymó og svo beint frá eymó og í næstu vinnu á Ölstofunni...rosa fínt bara :) samt soldið mikið þreytt núna nýkomin heim...var að vinna í eymó senst í dag líka og er að fara að vinna þar á morgun líka :) Nóg að gera á stóru heimili eða eikkva soleis.
Var nú samt rosa fínt í vinnunni í dag...fékk fullt af skemmtilegum heimsóknum...tvær krúttustelpur komu og önnur með litlu englabörnin sín með....svo kíkti Jómbi...og Ernan mín ...og Gríma :) senst fullt af góðu og fallegu fólki.
En er núna að hugsa um að vera rosa sniðug og fara bara í háttinn ...vera úthvíld á morgun :)


[11:32 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, desember 20, 2002

Er heima hjá foreldrum hennar Heiðu....erum búnar að vera að duglegast við að skreyta diska sem við skrifuðum um daginn fyrir tvo vini mína...voða gaman að búa til sona framaná diskana...
Varð samt eikkva pirruð því mér tókst ekki að prenta myndir í réttum stærðum, held það hafi aðeins sagt til sín sígarettuleysið...er orðin soldið stíf á því þessa dagana...þarf ekki mikið til að ná mér upp sjáðu til .
En það lagast vonandi þegar meira en tíu dagar eru liðnir síðan ég hætti að reykja...
Hurru...vei Inga Hrönn er að koma heim í dag..ef hún er ekki barasta komin.. :) gleði gleði gleði
en ég fer nú samt að vinna klukkan fimm og er að vinna til tíu í kvöld.
Hef lítið sem ekkert að segja núna svo ég hætti í bili en þangað til næst ..hafið það gott börnin mín


[2:00 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, desember 19, 2002

Var aðeins að skoða mig um á netinu og tók eitt test í leiðinni....

Lara%2C%20%22tomb%20raider%22
Which Angelina Jolie Are You?

brought to you by Quizilla

...er nokkuð sátt við útkomuna


[11:26 f.h.] [ ]

***

 

Fer aftur að vinna klukkan tvö í dag...svo fram að því verður held ég bara rólegheit ...nenni ekki að asnast í bæinn og geta svo ekki tekið því rólega fyrr en eftir vinnu í kvöld sem er ekki fyrr en klukkan tíu.
Er svo að vinna líka alla helgina ...hurru...já ég verð að vinna á morgun frá 17-22 svo að ef Hulda mín attlar að kíkja á mig á morgun þá gerðu það eftir klukkan fimm sæta :)
Pælingin í dag er að redda göllunum fyrir Þorláksmessuna...jú við vinkonurnar í lessuson attlum að dressa okkur upp á þorlák og vera í jólabúningum að afgreiða..ekkert nema stemning og gott tempó þar :)


[11:18 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, desember 18, 2002

Fínn dagur í vinnunni...nóg að gera enda var ég eina á pallinum alveg frá fimm til tíu og fullt fullt að gera, svo að tímin flaug og ég er að komast í jólaskapið.
Ragnar...gott að heyra að þú kemst á jólastúss..ég er reyndar að vinna alveg til tíu næstu daga svo að jamm...
Anna Dögg....til hamingju með að vera búin að fá vængina heim..væri gaman að sjá ykkur tvær fljótlega..bið að heilsa konunni :)
þetta voru bara tvö sona örskilaboð...ekkert að skilja neinn útundan..vantaði bara að koma þessu til skila..þetta var ekkert skilaboðaskjóðan eða neitt þannig.
Humm...já hef lítið sem ekkert að segja núna nema kanski jú eitt....gaman að vera búin að fá Kriz og Ernu P í vinnu í lessuson..æi bara gefur lífinu lit að fá skemmtilegt fólk í búðina svo þessi sneið er til Ernu og Kriz...þið eruð ágætar :)
knús kolls


[11:12 e.h.] [ ]

***

 

Komin á fætur :) er að fara að koma mér í sturtu og svo líklega líta í bæinn áður en ég fer að vinna...fer ekki að vinna fyrr en eftir hádegi þar sem ég er að vinna til tíu í kvöld.
Þarf líka að redda smá hlutum áður en ég fer að vinna....:) daddarada...hef sossum ekki mikið að segja enda nýskriðin undan sænginni og ekki einu sinni búin að fá mér morgunmat..soldið úldin með hárið út í loftið.
Æi best ég skelli mér bara í sturtuna og hætti að bulla bara til þess að bulla


[11:21 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, desember 17, 2002

Vinnudegi lokið...fyrsti vinnudagur í soldið langan tíma og ég er bara eins og kellingarnar í vesturbænum (enda stödd í vesturbænum)..búin á því eftir langan vinnudag og að hugsa um að skella mér í heitt og gott bað. Langaði reyndar soldið mikið í sígarettu í dag ...æi stelpurnar voru að fara út í sígó og soleis. En ég stóðst freistinguna og drakk orkudrykki eins og ég ætti lífið að leysa..er með æði fyrir sona gulum powerade orkudrykk..namminamm
Já svona er þetta...held það verði gaman að vinna í eymó um jólin...stemningin er strax komin í fólkið :)
best að skella sér í heita baðið


[7:45 e.h.] [ ]

***

 

Kollan komin á ról og reddý að fara til tannsa...hlakka reyndar ekkert voða mikið til lengur ..langar eiginlega bara meira að fara beint í vinnunna ..en þá verð ég með tannpínu um jólin og það gengur ekki þar sem ég attla að borða öll jólin svo best að vera ekki með barnaskap og bíta á jaxlinn. Þetta er bara rúmur hálftími og svo búið. Get líka sagt honum voa stolt að ég sé hætt að reykja og verið voa montin :)
Jæja best að koma sér af stað til tannsa....svo er það vinnan...svo ef ykkur langar að hitta á mig (urður viltu kíkja í heimsókn til mín..alltof langt síðan ég hef séð þig) þá verð ég að vinna í eymundsson (lessuson) austurstrætinu í dag...
knús og kveðjur
tannálfurinn


[9:15 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, desember 16, 2002

hér kemur smá staðfesting á því að ég er búin að vera lokuð inni og hef lítið sem ekkert haft að gera ....(fyrir utan það að ég er frekar mikið sona skipulögð týpa) ....og senst til að útskýra þá prent ég alltaf út mailin mín og þarafleiðandi gestabókina mína líka til að eiga þetta allt saman í möppum.
ég var semsagt að skoða yfir gestabókina mína og ákvað að telja saman hverjir skrifuðu oftast í hana og hversu margir höfðu skrifað allt í allt....
hér kemur útkoman

Með langhæstu töluna og bar þarafleiðandi sigur í býtum í keppninni...Duglegasti Gestabókaskrifarinn ....
(talan fyrir framan nafnið gefur til kynna hversu oft viðkomandi skrifaði í gestabókina mína) (tímabil 22.05.02-15.12.02)

55.Dagný Ásta Magnúsdóttir....til hamingju með þetta krútta mín og takk fyrir áhugann á síðunni minni
44.Hulda Dögg (oft undir nafninu döggin og ýmislegt fleira).....takk fyrir öll fallegu skilaboðin og lesningu á síðunni
28.Diljá Ámundadóttir (a.k.a besti kisserinn)......já stelpa...bloggið þitt byrjaði í gestabókinni minni (hér ertu í 3ja sæti)
14.Urður Harðardóttir (a.k.a. svetly houdini) .....elska þig stelpa..mundu það alltaf !
9.Ragnar Sigrúnarson (a.k.a Lestarstjórinn).....þetta nafn mun bara alltaf fylgja þér..sorry beib
6.Anna Karen & Erlan deila þessu sæti.....Þakka ykkur báðum þáttökuna og til hamingju með sjötta sætið fyrir 6 færslur hvor
5.Arinn(a.k.a. Pabbinn) , Puff moma & Majabla....fimm...ekki slæmt það, ólíkt fólk hér í þessu sæti saman
4.Tóta Lee,Auður Rán,Anna Dögg & Fjalar.....hér eru 2stk kynvillingar og 2stk heilbrigðir einstaklingar...engir fordómar á þessari síðu
3.Erna Rán,Inga Hrönn,Lilja Huld,Auja,Þóra Gerður,Kata nagli,Guddagris & Helen.....8 manns sem skrifuðu 3sinnum..veiiiiii
2. Maja vinkona, Ásgeir Helgi,Svanhvít,Halla,Kidda rokk,Heiðan mín & Sonja....mikið um rokkara hér
1. jamm ætti ég að vera að lesa upp alla sem hafa skrifað einu sinni...jú erþaggi bara...hér kemur listinn
Kriz
Betarokk
Oddný rokk
Haffa Bjöss
Æsa
Maggabest
Gunnur
Valur
Jómbi
Hörður
Íris
Gríma
Kibba
Óskimon
Katrín.is
Garpur76
Nonni
Sigga
Biblíleshringurinn Páll
Bylgja hin fagra
aðdáandi
leynilegur aðdáandi
Silent Bob
Vinan
Óðinn Þór
Keiz
Hel
Leibbi

Þakka öllum sem hér komu fram á þessari færslu fyrir að vera svo yndislega elskuleg að skrifa í gestabókina góðu og þeir sem ekki sjá nafnið sitt hér fyrir ofan í einhverjum af þessum listum öllum en eruð samt að skoða síðuna mína....endilega verið svo væn að kvitta fyrir komu ykkar og ég mun skila þökkum til ykkar frá englunum.
knús og góða nótt kolla













































[11:52 e.h.] [ ]

***

 

Fyrsta löngun í sígarettu kom bara sona rétt í þessu...varði reyndar ekki lengi en kom nú samt ...mér brá soldið...en ég stóðst mátið (enda þótt ég hefði ákveðið að falla þá hefði ég sem betur fer ekki átt rettu og engan vegin hefði ég tímt að kaupa mér pakka þar sem ég er hætt) en allavega...langaði allt í einu í eins og bara eina...attlaði að sannfæra sjálfa mig um að mig myndi ekkert langa í aðra eftir að ég fengi mér eina...en sá svo að ég var ekki einu sinni að ná að sannfæra mig sjálfa svo ég hætti þessu rugli ..fór inn í eldhús og náði mér í muffins...borðaði hana eins og hún væri síðasta sígarettan á jörðinni. Og sé ekki eftir því :)
Nú er komið að kveldi og minns nennir ekki þessu hangsi lengur...er næstum spennt að fara til tannsa í fyrramálið ( þó mér sé nú ekki beint vel við tannlækna) en samt bara af því að ég er að fara að gera eikkva annað en að hanga heima og pússla...btw er búin með pússlið svo lítið annað hægt en að sitja við tölvuna..blogga og vera dugleg að skrifa vinum og kunningjum tölvupósta :)
kanski ég hoppi yfir í tölvumellurnar núna (stundum kalla ég mail mellu..finnst ég soldið fyndið stundum en það er líka bara ég)
over and át beibs


[9:55 e.h.] [ ]

***

 

Er orðin mjög óeðlilega spennt að mæta til vinnu á morgun..nenni ekki þessu hangsi lengur ...var að tala við yfirmanninn (eða yfirkonuna) í símann áðan ...vil senst koma því hér á framfæri að hún er alveg Frábær...numero uno....ótrúlega-yndislega-brjálæðislega skemmtileg og ekki vantar hvað stelpan er sæt ;) ... :)
En nóg um það...hlakka semsagt til að fara að vinna í eymundsson á morgun (einhver sniðugur kýs að kalla þetta Lessuson núna þar sem nokkrar lellur eru byrjaðar að vinna þar yfir jólin :) en well well..nóg af bullinu í mér...ætla að halda áfram í pússlinu..borða meira (er svöng á fimmtán mínútna fresti) og skella mér svo í vinnu á morgun með bros á vör :)
knús til ykkar allra börnin mín


[5:38 e.h.] [ ]

***

 

Fyrsti dagurinn í langan tíma sem ég kíki út...fór í kringluna (uppáhaldsstaðurinn minn eða hittó..) með Dagnýju vinkonu ...hitti þar nokkra sem ég þekkti...röltum í búðir...og sona fínerí...settumst að sjálfsögðu á reyklaust kaffihús sem var fínt.. Komst svo að því þegar ég var komin heim (eftir að nokkrir voru búnir að stara í "augað" á mér og spyrja hvort ekki væri allt í lagi) að ég er með risa sprungna æð í auganu og það er eldrautt..frekar ógeðslegt að sjá verð ég að segja...finn reyndar næstum ekkert fyrir því en það er nú samt frekar mikið ljótt.
Fer svo að hitta naglann minn á ettir og skutlast með henni í eymó að tékka á gjöf handa massanum að ég held.
Svo var Dagný að segja mér að hún hefði skrifað í gestabókina mína fyrir löngu síðan og ég virðist ekki finna þá færslu..hún hlýtur bara að hafa farið eikkva bókavillt því þetta er ekki hér held ég bara :)
well well..hún reyndi þó :)
jæja verð að hætta...held að augað sé að springa við að horfa á skjáinn


[3:19 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, desember 15, 2002

Jæja...búin að klára að pakka inn jólagjöfunum á meðan tjærastan lá í rúmminu alveg dauðþreytt eftir vinnunna þessi elska...so er hún að fara að vinna attur á morgun og hinn ..sona aukadaga :) duglega stelpa.
Er í einhverjum týpískum Kollu-gír...er voða ör og langar að gera svo mikið...verst að vera fastur inni og það er einhvernvegin sunnudagskvöld og kanski ekkert voðalega mikið sem hægt er að gera sossum..nema kanski tjékka á netinu og blogga smá sem ég geri að sjálfsögðu...er í smá pínku sona manískum gír held ég....langar að jólin komi helst á morgun og langar í öll 8 kílóin aftur...langar að fara í kaffi til Naglans míns og Ernunnar minnar..hitta Inguna mína...diljá mína og meira og meira og meira....þetta langar mig eiginlega allt saman að gera bara eiginlega ákkúrat NÚNA ....bara sona as we spík....jú nó..
en læt duga að bæta á pússlið mitt og halda kærustunni í burtu...verð alveg brjál nebbla ef einhver reynir að pússla mín pússl fyrir mig...og henni finnst gaman að testa mig soldið á því....well best að hætta bullinu og byrja pússlið...
life goes on beibís


[10:49 e.h.] [ ]

***

 

var að klára að pakka inn þeim jólagjöfum sem ég er búin að kaupa....langar helst bara að keyra þær út núna ... komin í jólafíling..mamma bjó til heitt í ofni í dag og svo er uppáhaldsmaturinn minn í kvöld...fyrir mér eru bara komin jól...stjanað við mann hægri vinstri...:)
Langar helst bara að fara í bæinn núna og kaupa þær þrjár gjafir sem ég á eftir :)
eða bara fara að vinna í eymó og láta eins og það sé komin þorláksmessa :) jóla jóla jóla...má víst prísa mig sæla að vera ekki í prófum eins og Ernan mín og margir fleiri...úff ekki alveg að öfunda soleis týpur sem eru í miðjum prófum núna...úff púff


[4:32 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, desember 14, 2002

Ég er sko ekki byrjuð að telja niður í jólin...ég tel niður í 20 des og ég hlakka til að fara að sofa í kvöld því á morgun eru einungis 5 dagar í að 20 des láti sjá sig.......

.....viljiði vita hvað gerist þá ????

Ingan mín kemur heim í jólafrí ....... >&<


[11:59 e.h.] [ ]

***

 

Þarf bara að koma smá skilaboðum á framfæri.....Æsa ; ég veit með vissu að þú lest síðuna mína af og til og þess vegna skrifa ég þér skilaboð hér þó svo að ég hafi líka skrifað í kommenta systemið þitt..
ÞÚ MÁTT EKKI HÆTTA AÐ BLOGGA !!!!!!


[9:36 e.h.] [ ]

***

 

Það er ákveðin manneskja sem er að vinna í einni af vinnunnunum sem ég vinn við (nefni engin nöfn til að móðga engan) sem er alveg að gera mig geðveika...ég hef reyndar ekki mætt til vinnu í nokkuð langan tíma núna en ég veit nú samt að hún er að gera annsi marga aðra geðveika á vinnustaðnum. Var að tala við einn félagann úr vinnunni núna áðan og við vorum að ræða um þessa manneskju. Verst er að verslunarstjórinn okkar (sem er reyndar alveg þokkalega skemmtileg og hress manneskja) held ég að sjái ekki hvað þessi ákveðni starfskraftur er erfiður.
Þessi manneskja gerir lítið úr starfsfólki fyrir framan kúnnann og svo framvegis...finnst þetta ekki hægt og þetta er farið að fara meira og meira í taugarnar á mér...ég er alltaf að heyra fleiri og fleiri sögur af henni og af því að hún talar erlend tungumál svo vel (eða eikkva álíka fáránlegt) þá á hún víst að vera frábær starfskraftur...arg shit arg...djö fer hún í taugarnar á mér...og það þarf nú soldið til þar sem ég myndi telja mig frekar rólega manneskju og er mjög sjaldan í nöp við fólk.
varð bara aðeins að losa þetta úr systeminu mínu....takk fyrir


[6:38 e.h.] [ ]

***

 

Er að fara út úr húsi í fyrsta skipti síðan veikindin byrjuðu...víííí...hlakka mikið til...er að fara í ammæli til systur hennar mömmu..skutlan er 40 ára í dag :) Lítur reyndar út fyrir að vera 30 en well sona eru sumir heppnir.
Attla mér að borða í þessu ammæli og koma maganum á mér á óvart....borða meira en eina brauðsneið :)
jæja nú held ég að nóg sé komið af veikindatali á þessari síðu og best að fara að snúa sér að einhverju öðru....
góður dagur í dag...held að jafnvel næsta vika gæti orðið vinnuvika í eymó....vei vei
knús kolls


[11:16 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, desember 13, 2002

Komið föstudagskvöld og ég er alveg orðin rosa mikið þreytt....ekki alveg að fíla að vera að fara í háttinn klukkan að verða ellefu á föstudegi...en svona er þetta bara. Sakna líka kærustunnar minnar þar sem ég hef ekki séð hana síðan hún fór í vinnunna í morgun.
Kanski mar púsli smá og fari so í háttinn...sona bara til að fara ekki að sofa fyrir miðnætti á föstudegi.
Var að horfa á djúpu-laugina...eða svissaði yfir bara til að sjá lessurnar frá því síðast...Karen og Ernu...frekar fyndið par...Karen sjö sinnum minni en Erna en hinsvegar 11 árum eldri...híhí ekkert illa meint Karen mín.
Er að hugsa um að púsla smá og fara svo í háttinn...nenni ekki að sitja fyrir framan tölvuna lengur..verður pínu óglatt af því.


[10:49 e.h.] [ ]

***

 

Búin að taka mjög stóra ákvörðun...er HÆTT AÐ REYKJA frá og með núna ...hef reyndar ekkert reykt síðan ég veiktist...en attla heldur ekki að reykja eftir að mér batnar.
Var að skoða mailið mitt og er búin að vera að skrifast á við tvær vinkonur mínar sem búa núna á Ítalíu...úff hvað ég sakna þeirra mikið...þessar tvær stelpur eru par...þær eru englar báðar tvær ...bara einhvernvegin svo réttar fyrir hvor aðra...nógu góðar fyrir hvor aðra...eru góðar við hvor aðra...báðar svo fallegar...bæði innan sem utan...æi ég fyllist fegurð í hjarta mitt að hugsa til þeirra. Erfitt að hafa þær ekki hér heima en samt gott að vita af þeim úti saman...að gera eitthvað nýtt...veit að þær fá heimþrá eitthvað og sakna vina sinna en held þær spjari sig nú samt..enda hörkulellur báðar tvær :) ef þið farið í myndaalbúmið mitt þá finnið þið mynd af þeim báðum þar...önnur heitir Maggý og hin Eva...held það séu jafnvel nokkrar myndir af okkur Evu síðan við vorum að vinna saman á gamla spotlight......æi varð bara að tala smá um þær ...af því að ég var að senda þeim mail og af því að ég finn fyrir svo mikilli ást til þeirra í hjartanu mínu að mig hlýnar...held að veikindin nenni ekki að eiga heima í mér þegar mér líður svona vel .....
fólk er ekki fífl....fólk er gott ...fólk er nauðsynlegt fyrir okkur öll....kolla er í bjartsýnis-pollyönnu-kast núna...en það er bara gott


[7:40 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...nú mega þessi veikindi alveg bara pilla sig...bara einn tveir og sjö...núna helst.
Well...hef hugsað mér að vera bara alveg í lagi eftir helgina sirca og þá ætti öll ógleði og soleis leiðindi að vera horfin. Þá líka stuð bara að skella sér til vinnu með vinkonunum...kriz að byrja að vinna í eymó eftir helgi ...eymó orðin lessu-staður lífsins...híhíhí
allavega...hef semsagt hugsað mér að vera komin á ról eftir helgi og klára jólainnkaup og annað slíkt. Er reyndar búin að versla mest af jólagjöfunum en er í smá veseni með eina manneskju...hitti hana ekkert of oft en vil samt gefa henni eitthvað mjög mjög sérstakt þar sem hún er einn af englunum mínum.
jæja best að gleypa pillur og borða ristað brauð.
hurru gleymdi að benda ykkur á að það er snilldarsaga inn á badmeanton síðunni sem ég var að lesa (er ekki með sona fínt link dót á makkanum en síðan er sona www.badmeanton.blogspot.com )
kveðja og knús
kollan


[2:08 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, desember 12, 2002

var að horfa á viðtalið við Æsu sætu í sjónvarpinu áðan ...stóð sig bara vel stelpan :) mamma skyldi ekki alveg hvernig þetta "blogg" gengi fyrir sig en veit hver Æsa er svo hún horfði á memmér...okkur fannst hún bara rosa fín. Bara leiðinlegt að fjölmiðlafólkið vildi bara ræða um símasexið en ekki bloggið hennar í víðarar samhengi og bara blogg yfirhöfuð.


[7:58 e.h.] [ ]

***

 

Var að koma heim af spítalanum so að ég er löglega afsökuð frá því að hafa ekkert bloggað undanfarið... var að æla inn í mér og já eiginlega bara að æla upp á hvern dag sona bókstaflega líka af því að vera föst inn í þessari einangrunardeild þanna á borgó...frekar leiðinlegt...en ég er komin heim og prísa mig sæla að geta nú ælt bara í klóið heima hjá múttu...mun skemmtilegri stemning :) híhí
Er annars bara öll að koma til og mun fara að svara í símann þegar líða tekur á.
Held ég sé búin að missa nokkur kíló sem þýðir bara að ég mun borða meira yfir jólin...ekki slæmt það , mar verður víst alltaf að sjá björtu hliðarnar á öllu sona rugli.
verð að hætta og leggja mig...pikk eyðir orku greinilega


[12:42 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, desember 09, 2002

Jæja ...stelpan komin á fætur og mamman á leiðinni heim úr vinnunni til að skutlast memmér í leiðinlega húsið..stóru ljótu bygginguna sem sprautar mann og lætur mann bíða endalaust þegar mar er komin inn í hana. Æi já mér er illa við spítala, hafði það sossum gott þegar ég var á spítalanum síðast en samt langar mig ekkert að leggjast inn attur. Er að fara að hitta lækninn minn til að tékka á þessum frekar leiðinlega hósta sem ég er búin að vera að halda öllum vakandi með síðustu daga.
Held að mamman mín hafi barasta ekkert sofið fyrir mér í nótt :(
En well well ef ég fer á spítalann þá fæ ég kanski að vita hvað þetta er og fæ þá vonandi eitthvað til að stilla hóstann með mér heim :)
Annars er ég bara nokk hress...kláraði síðustu sýninguna mína á Kvetch síðastliðið laugardagskvöld...svo er bara eymó framundan í desember og svo auðvita Ölstofan líka.
jæja mamman fer að koma svo best að hætta þessu rugli


[12:05 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, desember 08, 2002

Kollan ekki búin að blogga í marga marga marga daga...úff ekki gott ..skamm skamm. En það er ástæða fyrir því eins og öllu öðru. Ég er búin að liggja fyrir í veikindum síðustu daga og ekki mætt til vinnu og þarafleiðandi ekki getað komist í tölvu og soleis. Er núna í mat hjá ma og pa og mun líklega gista hér í veikindum mínum í nótt þar sem kærastan fer so snemma að vinna á morgun og minns langar ekki að hanga einn allan morgundaginn. Æi það er líka bara eikkva við það að vera hjá ma og pa þegar mar er veikur...þið skiljið hvað ég á við, ekki það að kærastan mín sé ekki það besta í heimi því hún er það.
Jæja best að hætta núna og blogga líklega meira á morgun þar sem ég er nálægt tölvu og mun vonandi ná að drattast eikkva fram úr rúminu.
kveðja
veika druslan


[7:11 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, desember 02, 2002

Skilaboðaskjóðan

Anna Karen....kemur englandstelpan mín heim um jólin?
Arinn minn....takk fyrir svarið, varð bara að tjá mig...erum bæði með fínan húmor
Ástin mín....nei kemuru inn immit þegar ég er að skrifa til þín..hæ !
Auður engill....takk fyrir síðast,gleymdi að segja þér að bæta á varalitinn :)
Begga blóm...long time no seen
Bjartmar...en englandsstrákurinn, kemur hann heim?
Bryndís Ísfold...búin að linka stelpuna !
Dagný Ásta...er alltaf á leiðinni...veit skamm skamm ég
Darri...stórir puttar gera ýmislegt..hahahahah
Diljá....jóla jóla..verðum að endurtaka þetta
Döggin...aldrei segja aldrei stelpa !
Elma Lísa...fallegt hjarta segir allt um þig !
Erna Rán...er enn í hamingjukasti yfir þessari jólagjöf
Eva & Maggý...skrifa ykkur við tækifæri..sakna sakna sakna ykkar soooooooooona mikið
Gay-ri....veit við áttum ekki mjög gott spjalla um daginn ..en hey...hver er jógúrtkuntan á þessu heimili ?
Gríma....jólin ? heim ?
Hörður sæti....fer þér bara betur að vera eins og þú ert núna beibí !
Inga Hrönn...búin að finna bestu náttfötin og er þokkalega geim (20 des er dagurinn sem ég brosi)
Kidda rokk....er djúpa laugin að gera sig ?
Kriz....ást
Lilja mono...er enn með þetta á símanum
Magga dancer...færð að vera með þar sem þú ert rokkari lífsins stelpa !
Naglinn...farin strax að hlakka til næsta bjórs með þér
Oddný rokk...kemur ekki heim um jól..ekki góðar fréttir fyrir mig :(
Puff moma...hresstu þig við stelpa..þú ein ert fær um það !
Ragnar sæti....ertu að standa við dagatalið?
Sonjarasskelltu mig ...og það strax !
Steinolía..ertu ekki enn búin að læra á gestabókina skutla?
Tóta Lee....þykir svo vænt um þig stelpa
Urður & kúlúbúi....elska ykkur bæði endalaust
Æsa...nú ert þú síðust á listanum en það er bara nafnið..þú ert samt æði



[10:43 e.h.] [ ]

***

 

Var víst búin að lofa skilaboðuskjóða og ég er nú ekki þekkt fyrir að standa ekki við orð mín so here we go darlings...

kemur eftir tvær...attla út í sígó




[10:04 e.h.] [ ]

***

 

Já það er alltaf fleira og fleira fólk sem ég þekki ekki einu sinni til sem skrifar í feedbackið mitt og svo líka í gestabókina. Hef alveg merkilega gaman af því að fá athygli sona út í bæ ef ég á að segja alveg eins og er.
Er núna stödd heima hjá mömmu kærustunnar þar sem þær voru að plata mig í að down-loada windows 98 inn á þessa tölvu hér...voru alveg í vandræðum því litlan hér á heimilinu (yngsta dóttirin) gat ekki skrifað ritgerðirnar sínar á tölvuna. Fór svo að skoða tölvuna og sá að hér er windows xp og var ekki að fatta af hverju þær vildu fá eitthvað annað...svo allt í einu fattaði ég klikkið hjá þeim...
Það vantar word í tölvuna en ekki windows...þessar elskur eru ekki beint mjög tölvuvæddar...en það er ég sossum ekki heldur svo kanski hef ég ekkert efni á að gera grín að þeim. Fannst þetta nú samt bara frekar fyndið.
Annars er ég búin að vera að skjóta með henni Hröbbu í allan dag og var að klára áður en ég kom hingað í 200 kópó.
Finnst ég vera komin í friðin í sveitina ef ég á að segja alveg eins og er.
læt þetta duga í bili og þakka ykkur fyrir að lesa elskurnar mínar


[2:16 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, desember 01, 2002

vaknaði annsi mikið glöð í morgun ...1des komin og ég fékk pakka ...kærastan var farin í vinnunna þegar ég vaknaði en þá beið mín pakki á borðinu fyrir framan rúmið :)
ég opnaði hann eins og lítið barn...og inní pakkanum var tígri ..klæddur í jólasokk....ég er svoooooooooona glöð..takk takk takk takk sæta kærastan mín fyrir sona fallegan pakka.
Fór að vinna á nýjum stað í gær sem kallast Ölstofa Kormáks og Skjaldar. Þessi bar er þar sem mannsbar var áður...beint á móti vegamótum. Mjög gaman...brjálað að gera allt kvöldið og alla nóttina en soleis er líka gaman að vinna.
Er núna að fara að hitta hann Ragnar á brennslunni og svo er það bara Kvetch í kvella...fín helgi.
Jólaföndur heima hjá Diljá í gær...nóg af svefni alla helgina og barasta fíneri.
jæja Ragnar er komin so best að ég hætti.
knúskolla


[4:41 e.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K