Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



miðvikudagur, janúar 29, 2003

djö...leit inn á síðuna mína og sá að ekkert af því sem ég hafði skrifað fyrr í dag var komið inn...helv...blogg..jæja...þá er bara að reyna eina ferðina enn og láta því fylgja eitt gott kall
ÁFRAM ÍSLAND...það er svo gaman að horfa á leikina með afa þegar þeir eru spennandi og þá sérstaklega þegar við vinnum :)
góða nótt lömbin mín


[8:03 e.h.] [ ]

***

 

Eitt sem ég varð að bæta við....ein vinkona vinkonu minnar sem ég var að vinna með einu sinni (veit að þetta er flókið) en allavega...þessi stelpa kom til vinkonu minnar um daginn og sagði að hún hefði alltaf haldið að ég væri sona lessu-nagli (hún orðaði það ekki sona kanski...en) já semsagt alltaf haldið að ég væri harður nagli og léti fátt á mig fá....en svo les hún bloggið mitt alltaf af og til og var bara rosa hissa....Kolla er bara eiginlega "væmin"...hihih skrýtið með þetta...þetta er ekki fyrsta manneskjan sem heldur að ég sé rosa lokaður nagli og voða köld....gef ég frá mér einhverja töffara-strauma? ég hefði ekki haldið það en fer að hugsa mig um þegar meira að segja kærastan mín getur tekið undir það að hún hafi nú verið soldið hrædd við mig þegar hún kynntist mér fyrst.....hmmmmm....
held að þetta fólk hafi hitt Kollster en ekki Kolluna þegar það sá mig fyrst...því kollster er harður nagli með mjúkum kjarna inní sem heitir Kolla...eða eikkva soleis...er samt voða gott grey þegar allt kemur til alls og ekki láta blekkjast af töffara-dulunni minni :)
hihihi fannst þetta bara fyndið og varð að blogga um þetta


[5:46 e.h.] [ ]

***

 

mikið var...ákvað að hætta ruglinu og skella mér á bloggið í dag og segja eikkva skemmtilegt...mér til mikillar mæðu þá virkaði auðvita bloggið bara ekki neitt í dag og ég náði þarafleiðandi ekki að segja ykkur neitt skemmtilegt. En svona leikur lífið ekki alltaf við mann. Núna er ég komin á aflagrandann og er á leiðinni til afa til að horfa á leikinn ..ekki leiðinlegt það.
Svo er ég líka voða mikið þessa dagana að hugsa um að skella mér í IKEA og kaupa mér fataskáp og alskyns soleis sniðugt til að ég geti almennilega komið mér fyrir á nýja staðnum :)
Hverjum finnst ekki skemmtilegt að fara í IKEA...veit um eina vinkonu mína sem ég gæti næstum alltaf platað mér í þá búð. Það er bara svo gaman að koma þangað og þá sérstaklega ef maður er að fara að versla...man þegar ég fór með Diljá vinkonu og hún var að kaupa alskyns dót í nýju íbúðina sína...það var svo skemmtilegur fílingur í kringum þetta allt.
Jæja er að hugsa um að kíkja á mailið mitt og stökkva svo yfir til afa sæta og glápa á leikinn...hafið það gott lömbin mín og afsakið síðustu færslur...hef kanski ekki endilega verið upp á mitt besta en það fer batnandi....elska ykkur öll


[5:42 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 26, 2003

hæ fólk...skapið fer batnandi dag frá degi en er samt bara því miður ekki í blogg-stuði og mun því lítið blogga næstu daga...ekkert þunglyndi eða neitt til að hafa áhyggjur af ....er alveg í góðum gír...bara verð að sleppa bloggi í smá tíma og mun koma sterk inn aftur eftir smá tíma :) á meðan getið þið elskurnar mínar til dæmis dundað ykkur við að skrifa í gestabókina mína og svo framvegis..
bless á meðan fallega fólk
knús kollster


[7:44 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 24, 2003

Svart.is....þannig líður mér núna...æi ...arg shit...akkuru sit ég fyrir framan tölvuna þegar skapið í mér er svona slæmt. Vinkona mín hringdi áðan með slæmar fréttir af vini sínum ....myndaalbúmið mitt er ónýtt á síðunni minni og ég kann ekki á peninga....er ekki flutt og allt er vonlaust...skapið í mér er slæmt...nenni engu..nenni heldur ekkert að blogga en varð bara að losa smá...Las reyndar bad-mean-ton aðeins áðan og það fékk mig til að brosa enda hvað annað hægt þegar badminton-listin er annarsvegar...æi fokk en það var ekki nóg...attla bara að vera í vondu skapi í dag...þýðir ekki alltaf að vera rosa hress og brosandi.
en attla ekki að láta ykkur þurfa að hlusta á þetta rugl..eða lesa það...
whatteve.....bless


[2:22 e.h.] [ ]

***

 

Djö geta launamál farið í taugarnar á manni.....þoli ekki þegar fólk sem maður telur vera vini sína haldi að þeir geti boðið manni fáránlega lág laun bara af því að maður sé svo Næs týpa....arg...er að pirra mig geðveikt inn í mér út af smá launaveseni ...og ekki bætir úr skák að ég er ekki búin að fá greitt úr öðru verkefni sem ég átti að fá í síðasta síðasta lagi í dag...hvað er með fólk ? ef ég ætti fyrirtæki eða væri að borga fólki laun þá myndi ég alltaf standa við það sem ég segi því ég veit hvað það er pirrandi að fá ekki pening þegar maður býst við honum.
Æi sorry pirringin ...óþolandi hvað peningar geta gert mann leiðinlegan stundum ...eða aðallega það að eiga hann ekki til .
Er að hugsa um að fara bara að festa mig í einni vinnu sem er fyrirfram ákveðin laun og ekkert sona rugl og vesen....eða bara eikkva...
æi arg shit fokk....djöööööööööö


[2:08 e.h.] [ ]

***

 

Áður en ég blogga sona til ykkar allra þá eru hér fyrst alveg sér skilaboð til ávkveðinnar manneskju sem ég kýs að kalla Nagla
Elsku Naglinn minn....takk fyrir að skrifa bæði í gestabókina mína og svo líka í feedbackið mitt...bara að allir væru jafn duglegir og yndislegir og þú :) Hlakka til að geta hitt þig og náð góðu spjalli eins og síðast þegar við hittumst...og jafnvel bara peppa hvor aðra upp í að skella sér á djammið eins og síðast (þetta voru mín öfugmæli hihihi ) já skil þig með spítalaruglið...þeir vissu meira að segja hvernig heilin í mér leit út so I know what jú mín beibí...

En jæja...þið öll hin..lítið að frétta nema hvað að mér tókst að flytja næstum allt dótið mitt í gær og er núna að hangsa þangað til að ég fer að passa hjá steinolíunni ...hlakka til að knúsa Bríeti í klessu og heyra Elínu Þóru reyna að segja nafnið mitt.
Hef lítið sem ekkert að segja og er að hugsa um þarafleiðandi bara að hætta þessu rugli og skrifa meira þegar ég hef eikkva að segja.


[12:12 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 23, 2003

Fimmtudagur...flutningadagur :) er búin að skutla mestöllu dótinu mínu á Laufásveginn og þá er bara rúmmið ettir sem fer líklega ekki fyrr en um helgina því þá fær ég sendibíl til að skutlast með það :) víííí...ég er að flytja ...vei vei vei ...finnst það skemmtilegt líka að vera búin að þessu leiðinlega..(bera kassa og soleis) og eiga eftir að taka upp úr kössum og raða upp myndum á veggina og allt það..það er gaman. Er núna heima hjá múttu og er að fara til afa sæta á ettir að horfa á leikinn með honum...verður þokkalega skemmtilegri leikur en síðast..núna erum við að fara að keppa við heimamenn (Portúgala) og þeir eru annsi góðir held ég. Finnst gaman að vera sona mikið inn í HM núna..hef aldrei fylgst með þessu en finnst gaman núna að geta talað um leikina við fólk.

Helgin framundan er fín....föstudagur verð ég um kvöldið með prinsessurnar mínar (Bríet & Elín)...er að passa þær senst sem mér finnst ekki leiðinlegt þar sem þær eru gullin í lífin mínu. Veit fátt skemmtilegra en að heimsækja Bríeti og sjá þegar hún kemur hlaupandi á móti mér í dyrunum til að knúsa mig ...æpandi ...koooooolllllllaaaa :) verður hlýtt í hjartanu bara að hugsa til þess ....

svo er laugardagurinn og þá er ég að leika barpíu á Ölstofunni frá 18-miðnættis...svo líklega bara beina leið í háttinn þar sem ég er að vinna í leikhúsinu allan sunnudaginn og svo sýning á Kvetch um kvöldið.
Já ég held bara að þessi helgi lofi góðu....æi litli sæti Hjalti bró (ok er að verða stærri en ég reyndar en samt alltaf litli bro) var að koma inn í herbergi til mín og segja mér að hann attlaði að koma memmér til afa að horfa á leikinn með okkur :) gaman að eyða tíma með fjölskyldunni af og til.

Læt þetta allt saman duga í bili og óska ykkur öllum góðs dags og vona að englarnir hugsi vel um ykkur.
ást og umhyggja (hihih fannst svo fyndið þegar ég sá nuddstofu sem heitir þetta Umhyggja að ég varð að nota þetta)
Kollster


[4:06 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 22, 2003

Veit að ég er búin að skrifa helling í dag en ég varð bara að bæta þessu við eftir að ég tók eitt lítið test áðan.....og sjáum niðurstöðuna...

Red%20hot
Hvaða týpa ertu testið

brought to you by Quizilla

jæks....þokkalega ánægð með þetta..hélt ég yrði pottþétt eikkva sona tomboy...en nei aldeilis ekki....


[4:02 e.h.] [ ]

***

 

Jæja fyrst ég hef tíma er þá ekki tilvalið að skella inn skjóðunni góðu....já og ef einhver gleymist þá er það af því að ég er að nota símann til að gera þetta í stafrófsröð og er með gallaðan síma sem man ekki alveg öll nöfn...bara svo engin verði sár

Skilaboðaskjóðan
Alma & Anna Dögg....bara þið tvær er besta hugmyndin held ég bara !
Anna Karen...elsku englandsstelpan mín, á bara ekkert að koma heim, bara aldrei ?????
Ástin mín....eminem í kvöld ?
Auður engill....nú ertu búin að sjá gripinn :)
Begga blóm...hmm...konst ekki í ammælið mitt ??
Bjartmar...náði ekki að kveðja þig en fylgist með þér í mailunum sæti strákur
Bjögga...veit ekki hvort þú lest þetta en ef svo er...mundu bara að þú átt að þakka sjálfri þér fyrir að vera sú sem þú ert ..ekki einhverjum öðrum fyrir eikkva smá spjall við vini sína.
Dagný Ásta...jæja nú bráðum kem ég með disklingana, já ég veit...er alltaf að segja þetta.
Dj Dyke....veit þú vilt ekki kalla þig þetta en þetta er samt soldið kúl finnst mér :)
Darri...æi þú ert svo mikið gull..takk fyrir að kíkja í ammælið mitt ...stórt stórt knús til þín
Diljá ....er eitthvað komið í ljós með kjaftasögurnar ? (hihi nú verða allir rosa forvitnir)
Döggin...bara gott að heyra að þú hafir getað sofið...ég er líka alltaf með þér í anda :)
Dúa...eins með þig...veit ekki hvort þú lest þetta en langar samt að segja þér hvað mér þykir vænt um þig :) ást og kossar
Erlan....langt síðan ég hef blikkað þig ;)
Erna Petersen......er pallurinn hreinn og búið að pússa glerið ? hahahah
Erna Rán....líst vel á fríið þitt annan hvern miðvikudag...þá getum við tjillað í púl :)
Eva & Maggý.....takk fyrir mailin ..gaman að fylgjast með ykkur...fá sér blogg..koma svo
Fjalar & Jómbi....reyklaus og bara töff !!!!
Gay-ri....hvað segir pungurinn minn ?
Gríma....erum að spá í því sem við töluðum um á msn !!!
Guddagris...gleðilegt nýtt blogg ár og keep up the gúd vork görl
Gunnur...elsku verslunarstýra..er ánægð með framlag þitt til lessuheimsins...lessurnar finnurður í EYMUNDDSON!!!
Inga Hrönn.....líst vel á planið hennar Rachel !!!!!!! þú veist hvað ég meina
Kidda rokk......mar sér eða heyrir bara ekkert frá þér lengur....mig langar í skilaboð frá þér í gestabókina mína...eða að sjá nafnið þitt á símaskjánum mínum !!! sakna þín sæta
Kriz....svipað með þig...langar að sjá þig og þarf svo mikið að hitta þig og spjalla
Lilja mono...Hver er Hómer Simpson ???
Maggabest...finnst að þú og Bad eigið að byrja saman !!!!
Maja ....ertu búin að gefast upp á lessuruglinu eða ertu enn að fylgjast með ?
Massi....er vináttan okkar týnd og tröllum gefin ? :(
Naglinn...þú kanski bendir massanum á skilaboðin hér fyrir ofan...annars væri gaman líka að hitta þig mjög MJÖG fljótlega
Puff moma...láttu heyra í þér þegar þetta er búið sem þú ert í :)
Ragnar sæti strumpur....hvað er með kynvillingina á veðmál..? þetta er náttla bara úrkynjað allt saman
Sonja....sko, koma svo með bloggið, lítið um rassskellingar þangað til að þú byrjar að blogga stelpa
Steinolía....ertu enn að hugsa um eitthvað sniðugt að skrifa í gestabókina ?
Þóra Gerður....vá hvað húsið var sæt...en vá hvað það var líka lítið
Tóta Lee....Hvenær ertu næst í bænum ?
Urður.....bara mánuður ettir..sætasta kúlukonan mín :) knús knús knús knús
Æsa...þú ert komin yfir mig á teljaranum þínum...*öfund* en þú ert samt frábær

















[3:54 e.h.] [ ]

***

 

Vá hvað tíminn er fljótur að líða ..það er strax komin miðvikudagur og mér finnst ammælið mitt bara hafa verið í gær...svona er þetta.
Er stödd í foreldrahúsum eins og er (ég virðist greinilega sækja meira hingað þessa dagana) en allavega...er að fara í gegnum dótið mitt og kíkja á póstinn minn í leiðinni ..bæði tölvu og svo venjulega póstinn.
Var að pæla rosa mikið á leiðinni heim eftir pössun í gær ( var senst að passa fram á kvöld í gær) ...skrýtið þegar maður er einn að labba þá fer bara hugurinn á fullt og maður ræður ekkert við sig...sama gerist á kvöldin þegar maður ætlar að fara að sofa...eða allavega hjá mér. Svo var ég einhvernvegin ekkert að hugsa neitt sérstakt..heldur bara flakkaði úr einu í annað..varð til dæmis hugsað um hvað vinátta breytist oft þegar fólk eignast kærasta eða kærustu. Ekki endilega slæmt en samt oft einhvernvegin slitnar upp úr vinskapnum...ég finn alveg fyrir því að ég hitti vini mína ekki eins oft en ég held að það sé ekki endilega af því að ég á kærustu heldur af því að svo margir eru komnir með maka...svo er auðvita skólinn hjá mörgum og svo framvegis. Svo er líka eins og þegar fólk eignast maka þá hættir fólk að spyrja mann til dæmis....."séð einhverja sæta /sætann nýlega...." æi þið vitið....æi nei kanski ekki held ég sé bara að bulla...og bulla...
er kalt á puttunum og tóm í hausnum og þá kemur svona vitleysa upp úr mér....bladibla...langar að segja vinkonu minni að ég sakna hennar en ég vil samt ekki segja nafnið hennar hér....veit reyndar ekki hvort hún les þetta blogg lengur...en veit hún gerði það....er að reyna að finna eitthvað voða sniðugt sem bara hún fattar...en er hálf tóm....hmm.....ok ...er búin að finna nokkra hluti en kanski fatta aðrir vinir hennar líka að ég á við hana...en það er allt í lagi......þú varst sjö ár í bókmenntafræði....þér finnast dvergar skemmtilegir og átt maka sem byrjar á sama staf á þú sjálf.
Vona að þú hafir það gott og að ég fái að sjá þig bráðum .....







[1:39 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 20, 2003

Vei vei ....Urðurinn mín er búin að skrifa um ammælið mitt og Dagný Ásta krútt er búin að setja inn myndir sem hún tók á Ölstofunni :) myndir af mér og konunni...svo er Ernan á flestum myndum við hliðina á okkur..enda er hún alltaf kærastan mín á vængnum sama hvað gengur á og verður það alltaf :) elska þig Ernan mín :)
Jæja er að hugsa um að reyna að gera eikkva af viti og fara svo þegar klukkan er fimm yfir til afa sæta og horfa með honum á leikinn í sjónvarpinu ( ekki það að ég sé þessi týpa sem fylgist með leikjunum en afa finnst bara svo gaman að horfa á þetta og amma nennir ekki að horfa með honum svo ég fer yfir þegar leikirnir byrja og nýt þess bara að eyða tíma með afanum mínum )
Svo er planið held ég bara í kvöld að taka því rólega...hitta Diljá og spá fyrir henni ....glápa á vidjó og svo framvegis...svo á morgun verður gaman því þá get ég sótt símann minn úr viðgerð...er að verða geðveik á að vera ekki með símann minn...er nú samt með lánssíma en hann er samt ekki minn sími.
jæja er hætt að bulla og farin að þvo meiri þvott og skoða meira dót á netinu..nei ég meina...fara yfir bókhaldið mitt...híhí...hafið það gott



[3:09 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 19, 2003

Var að ljúka við dýrindismáltíð heima hjá múttunni...sona ammælis..þið vitið. Allavega...fór í dag að hitta Sólveigu og ákváðum að ég myndi flytja inn til hennar næstkomandi fimmtudag...þannig að næstu helgi verð ég komin með dótið mitt í kringum mig sem mér finnst ekki leiðinlegt.
Verð semsagt líklega hér í foreldrahúsum næstu daga að ákveða hvaða dót ég tek með mér og svo framvegis.... :) er glöð og finnst lífið skemmtilegt bara .. :)
Er samt farin að hugsa um að ég þurfi kanski að hafa aðeins reglulegri vinnutíma fyrst ég er að skella mér í leigu-týpuna aftur...ekki það að ég sé ekkert að vinna en það þarf kanski að vera meira reglulegt og svo framvegis.
Jæja hef lítið að segja núna nema bara allt gott og þakka ykkur sæta fólk fyrir að óska mér til hamingju með ammælið um daginn og til að segja ykkur að mér finnst vænt um ykkur öll...
verð að þjóta


[8:34 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 17, 2003

Jæja þessi dagur er runninn upp...ég á ammæli ...stelpan bara orðin 24 and still going strong :)
Er búin að fá fínar gjafir, falleg sms og nokkrar símhringinar ...meðal annars eina frá útlandinu , takk fyrir það sæti engill að hringja í mig alla leið frá Noregi.
Fékk rosa flottar buxur frá kærustunni minni sem ég attla að vera í í kvöld...svo pússl sem mig langaði rosa mikið í og svo diskinn með Pink sem mig langaði líka í svo að nú þarf ég ekkert meira í dag nema bara að hitta alla fallegu vini mína í kvöld og þá get ég dáið hamingjusöm...ekki það að mig langi að deyja heldur tek ég bara sona til orða þú veist ....æi þið skiljið...
Langar bara eiginlega soldið að fá mér smá í glas í kvöld og kanski geri ég það bara...já hurru svo fékk ég líka ammælisgjöf frá Ernunni minni áðan...rosa fínt steingeitar pússl og það var í tígra-gjafa-poka..þar fer kona sem þekkir kolluna sína :) híhíhí þar sem Kolla er forfallinn pússl-fíkill og elskar Tígra meira en margt annað í þessu lífi.


[4:11 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 16, 2003

Góðar góðar fréttir fyrir mig í dag....fór til doksa í morgun í þetta rútínu dót....lungnamyndatökur og allt það...
og fékk meiriháttar góðar fréttir....ég má HÆTTA á lyfjunum eftir mánuð...mánuður í viðbót og svo bara engin meiri lyf....vei vei vei vei vei ...er að springa úr gleði yfir þessu...hlakka svo mikið mikið til að vakna einn morgun í febrúar og geta farið í gegnum daginn án þess einu sinni að hugsa um að taka lyfin mín...get fjarlægt öll þessi pillubox af náttborðinu og fleygt þeim í ruslið....jibbí....ég á ammæli á morgun og allt er gott


[11:20 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 15, 2003

Halló fallega fólk allsstaðar í heiminum....ég er skoðuð af tveim gullfallegum ljóskum á 'Italíu...fallegri brúnku í Englandinu....Skutlu í Danmörku...shit hvað ég er vinsæl lelluklessa...gaman að þessu.
Gott að vita að þegar ég pikka þá munu fullt af fallegum konum skoða það sem ég er að skrifa...og auðvita fallegum mönnum líka heheheh....
jæja ...Ernan mín er að koma að sækja mig hér í kópavoginn ..langt síðan ég hef séð hana...
verð að hætta


[3:42 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 14, 2003

Það er sona....gera allt dagur í dag...fara í bankann...þvo þvottinn....tala við s24 út af skuldinni sem ég var soldið viljandi bara búin að gleyma og svo framvegis. Ekki beint skemmtilegt kanski en samt hlutir sem ég veit að ég verð rosa ánægð með að vera búin með þegar þessi dagur er liðin.
Fékk bílinn lánaðan hjá múttunni og við kærastan erum að þvælast um bæinn á jeppanum...töffarar. Erum núna heima hjá múttu og pabba til að ná í nokkra hluti hér svo ég ákvað að blogga aðeins í leiðinni svona til að kasta á ykkur kveðju elskurnar mínar :)
jæja verð að fara að stússast .....
kveðja
duglega kolla


[1:03 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 12, 2003

Er búin að vera að hringja út í fólk og biðja það um að líta við á Ölstofunni á föstudaginn næstkomandi svo að ef ég næ ekki í einhvern og sá hinn sami les þetta þá er það ekki af því að þér er ekki boðið heldur bara af því að ég hef ekki náð að hringja í alla....svo allir eru velkomnir sem langar að koma...

smá sértilkynning....
Urður Harðardóttir...þar sem mér er lífsins ómögulegt að ná í þig símleiðis eftir margar tilraunir þá er þér hérmeð boðið í ammælið mitt ásamt kúlubúa og Auðunni næsta föstudag klukkan átta á ölstofunni :)


[6:39 e.h.] [ ]

***

 

Veiiiii...er loksins búin að ákveða hvað ég attla að gera á ammælisdeginum mínum...attla að hóa saman vinina mína og biðja þá um að hitta mig á Ölstofunni á föstudagskvöldið...sona bara ekkert stress heldur bara þeir koma sem geta og engar gjafir eða neitt þannig. Verð bara á Ölstofunni og þeir sem vilja geta komið þangað og hitt mig...ykkur er að sjálfsögðu öllum boðið...
mun hringja í fólk en þeir sem ég veit nokkurnvegin að lesa bloggið er hérmeð boðið og mun ég vera á Ölstofunni frá klukkan átta og framettir.....samt ekki koma seinna en ellefu því fólk byrjar að flykkjast þangað inn um miðnætti og þá er ekkert gaman lengur :)
Fjalar og Jómbi væri gaman að sjá ykkur þanna.....:) og auðvita þið öll hin...
gaman gaman fyrir ammælisbarnið


[3:47 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 10, 2003

Afsakið mig en ég hef ekki nennt í rauninni að blogga síðustu daga því ég átti svo slæman dag síðastliðin miðvikudag og langaði bara ekkert að tala um það og þá sérstaklega ekki að láta pirringin í mér bitna á ykkur og láta líta út fyrir að ég sé bitur kona sem ég held bara ekki að ég sé.
En nú er komin nýr dagur og það ekki slæmur dagur..föstudagur og dagurinn eftir að frumsýning gekk þrusuvel í gær...er í hamingjukasti yfir sýningunni í gær..ekkert klikkaði og það var rosa fútt að sýna fyrir sona marga áhorfendur.
jæja verð að vinna núna en skrifa meira seinna elskurnar mínar...
p.s. allir gíraffar eru jafngóðir og þess vegna eru þeir gíraffar....+ manneskjan sem ég veit ekkert hver er og var að skrifa í gestabókina...takk fyrir falleg orð í minn garð...verð meyr þegar ég les svona fallegt í gestabókinni..
ég er sú sem ég er út af því að það er fallegt fólk allt í kringum mig og þá get ég ekki annað en brosað og verið ánægð með lífið eins og það er :)
góða helgi lömbin mín og farið varlega


[2:51 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 08, 2003

jæja..komin miðvikudagur og líður að helginni...reyndar soldið langir vinnudagar framundan í þessari viku en það er sossum allt í góðu þar sem mér finnst gaman í vinnunni minni og já öllum vinnununum mínum. Er með tvær sýningar af Kvetch fyrir helgina og er að vinna á Ölstofunni alla helgina :)
Er núna í eymundsson að tjilla í íslensku deildinni með Kriss sætu og fleira skutlum....svo er stefnan tekin á Borgarleikhúsið eftir vinnuna hér.
Langar reyndar bara helst heim svo ég get byrjað á nýja pússlinu mínu..
verð að afgreiða..bless í bili


[12:44 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 07, 2003

Jæja...komin úr skammarkróknum held ég bara...allt komið í rólegheit og góð mál.
vaknaði að verða hádegi í dag og ákvað að taka mér göngutúr í bæinn...leit við í eymó til að segja hæ við Diljá sætu en þá var hún bara í mat...ákvað þá að rölta hingað heim til mömmu og pabba...veit ekki hvað það er en eitthvað sæki ég hingað þessa dagana...sérstaklega þegar ég er ekkert búin að ákveða neitt sérstakt þá finnst mér fínt að koma hingað og slappa bara af. Það er einhver ró yfir þessu heimili og öryggi ...er það ekki alltaf þannig bara ...hjá foreldrum manns...að maður getur ekki búið þar en finnst voða gott að koma þangað.? ég held það allavega...
Veit ekki hvort ég var búin að segja ykkur en ég fór á milli jóla og nýárs að skoða íbúð hjá vinkonu minni því hún er með aukaherbergi til að leigja ef ég vildi....kom þangað inn og ákvað mjög fljótlega að þarna langaði mig að búa....leitaði að merki um að ég ætti að segja já og það kom þegar ég gekk inn í stofuna og sá ekki eina heldur TVÆR gíraffastyttur upp á bókahillunni hennar....
Margir gætu spurt sig.."og hvað með það þó það væru gíraffar í íbúðinni?" en jú...
Þannig er sko að ein góð vinkona mín hefur þann fallega vana að tengja dýr við vini sína og fyrir löngu síðan þegar ég var að kynnast henni þá sagði hún mér að hún væri búin að finna dýr á mig......ég var auðvita rosa glöð og spurði hvaða dýr það væri....þá sagði hún mér að ég væri gíraffi. Verð að viðurkenna að ég var nú ekkert sérlega sátt við það til að byrja með en svo sagði hún mér akkuru ég væri gíraffi og ég hef brosað yfir þessu síðan. Gíraffar eru nebbla ekki með eitt hjarta ...heldur fleiri ... :) svo ég er Gíraffi og mjög ánægð með það. Er senst líklega komin með stað til að búa á og flyt um miðjan janúar að ég held....


[2:15 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 06, 2003

jæja...ýmslegt búið að gerast síðan ég bloggaði færsluna hér á undan...félagi minn sagði mér af hverju hann væri ósáttur við mig og nú skil ég hann bara mjög vel...Kollan getur verið ónærgætinn asni stundum og viðurkennir það hérmeð opinberlega...gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því að ég væri að særa viðkomandi...kjánarassinn sem ég get verið...er rólegri inn í mér núna eftir að ég fékk að vita akkuru félaginn væri reiður en er samt ekkert voða sátt við sjálfa mig fyrir að hafa komið sona fram.
Jæja það verður ekki mikið gert í því ..er búin að biðjast afsökunar og skammast mín.....
attla bara að vera hér í skammarkróknum í bili...bið að heilsa ykkur


[7:01 e.h.] [ ]

***

 

Elsku yndislega fólkið mitt....hmm...skamm skamm Kolla..já ég veit..hef ekki verið mjög dugleg að blogga á nýju ári en það mun lagast...vonandi...mikið mikið að gera..
Er að frumsýna í Borgarleikhúsinu á fimmtudaginn og svo er ég næstum aldrei nálægt tölvu svo ég hef ágætis afsakanir...
Er ennþá hætt að reykja og líklega komnar um þrjár vikur í reykleysi núna...fór í ammæli á laugardaginn þar sem haldin var SA fundur þar sem helmingurinn af ammælinu var hættur að reykja...flestir reyndar hættu um áramótin en það er samt sama...maður þarf voðalega mikið að tala um þetta og fæstum finnst skemmtilegt að heyra mann ræða um hvað dagurinn var erfiður án þess að fá sígarettuna og hvort það er erfiðara á milli 16-17 eða 20-21 að vera rettu-laus...en allavega
mun vera duglegari að blogga á næstunni..hleyp í tölvuna í vinnunni og svo framvegis.
Allt fínt af mér að frétta annars...allt var svo yndislegt um jól og áramót...reyndar eitt sem gerði mig smá leiða...Bettan okkar allra ákvað að hætta að blogga (skil hana samt alveg og styð 100 prósent í því sem hún ákveður) en mun nú samt held ég finnast skrýtið að beta sé ekki bloggari lengur...
Svo jú sendi ég nokkra af englunum mínum til hennar Æsu sætu þar sem hún var svo leið um jólin og bað þá að vera með henni því ég gæti alveg séð um mig (það er að halda mér í góða skapinu)
er sona pínu skrýtin inn í mér í dag hinsvegar þar sem ég held að félagi minn sé ekkert sáttur við mig og ég hef ekki hugmynd um af hverju...stundum segist maður ekki vita hvað maður gerði en ég veit það held ég bara í alvöru ekki. Ég talaði við þennan félaga minn áðan og hann nennti eiginlega bara ekkert að tala við mig held ég ...sagðist ekki vera fúll en sneri bara baki...æi vona bara að ég hafi ekki sært hann...því þetta er félagi sem mér þykir rosalega vænt um og ef þú lest þetta þá veistu held ég alveg að ég er að tala um þig...hitti þig í gær og talaði við þig í dag....
jæja verð að vinna


[2:13 e.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K