::Skylduskoðun:: |
föstudagur, febrúar 28, 2003 Lessur og hommar landsins sameinist og skellið ykkur í leikhús..og það ekki seinna en á morgun. Annað kvöld verða Beyglurnar í Iðnó með sérstaka gay-sýningu á þessari einstaklega skemmtilegu sýningu. Miðinn kostar einungis 2000 krónur og hluti af því fer til í styrki til þriggja félaga....samtaka78 ...blakliðs Kmk (konur með konum) og fss(félag samkynhneigðra stúdenta. Hægt er að panta miða í síma 5629700 og endilega taka það fram að þú viljir styrkja samtökin og svo framvegis og þú færð miðann á einungis 2000 krónur. Ég mæli með að skella sér á þessa sýningu þar sem til dæmis ein af okkar fögrustu leikkonum leikur Lessuna Möggu snilldarvel. Já vildi nú bara aðallega koma þessu til skila og mæla með þessari sýningu. Af mér er allt sæmilegt að frétta bara....er að hlakka til að fara í vinnupartý á morgun og vera Blindfulla Bomban með Brjáluðu Brjóstin ...þemað er B senst eins og ég sagði frá hér um daginn. í kvöld er svo bara að vera Bombu-barþjónninn ...er búin að vera að fletta í gegnum nokkrar blogg--síður og það lítur út fyrir að voða voða margir séu í blogg-pásum eða hættir að blogga ..hmm..ekki gott þar sem blogg er skemmtilegt. jæja verð að hætta en mun láta vita hvernig partýið var og hvort blindfulla bomban var að standa undir nafni. [4:20 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, febrúar 26, 2003 Hmmm...skrýtnir dagar...vildi bara láta vita að ég væri á lífi og að ég er ekkert í blogg-gír þessa dagana svo að líklega munið þið sjá lítið af mér hér. Hafið það nú gott lömbin mín og ég sendi englana til ykkar allra [4:10 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, febrúar 23, 2003 komin á Lindargötuna til Komma og Dýrleifar...margar minningar hrannast upp í þessu húsi....góðar og fallegar minningar af efri hæðinni og auðvita fallegar minningar héðan líka...þegar maður var unglingur og gelgja...úff svo margt sem ég get þakkað eigendum þessa húss fyrir..reyndar fyrrverandi eigendum efri hæðarinnar en núverandi eigendum hér niðri. Held að ef ég hefði ekki eitt miklu af mínum tíma hér í þessu húsi hefði ég líklegast orðið einhver önnur en ég er. Man þegar ég sat með Dýrleifu þegar hún kom heim af djamminu og við spjölluðum um skotin mín og margt í þeim dúrnum...hún er svo mikið krútt...svo fór ég oft upp og kúrði hjá Dórunni minni yfir nóttina...knúsaði Steineyju prinsessu um morguninn og fékk far hjá þeim í vinnunni þegar þær fóru úr á morgnanna. Gaman að rifja upp svona góðar stundir og þakka englunum fyrir að eiga góða að í lífinu. Sumir eiga fáa en góða að...sumir eiga marga kunningja en næstum enga vini...sumir eiga engan að og það er sorglegt...svo að mér finnst að allir eigi að hugsa um náungann...æi bladibla.....kolla vera væmin... attlaði bara að tala um minningarnar af Lindargötunni ....manstu Diljá þegar við sátum hér yfir gríngellunum ???? váááá...góðar minningar eru verðmætari en peningar og hlutir... og nóg er af að taka svo ég er að hugsa um að hætta þessu pikki og hugsa um gamlar liðnar stundir...og brosa út í annað [10:44 e.h.] [ ] ***
ómægod....gestabókin mín er biluð og líklega gestabækur hjá öllum sem eru skráðir hjá bravenet.com....well það verður víst bara að hafa það...þið skrifið þá bara í kommentakerfið mitt í staðinn :) Fór á leiksýningu í gær sem heitir Jón og Hólmfríður...hló mig máttlausa og skemmti mér bara í alla staði konunglega. Fór svo á smá pæju-djamm eftir leikhúsið sem var ekki slæmt heldur... :) rosa stuð ..mikið spjallað og hlegið og skemmt sér bara.. Góð helgi myndi ég segja og bjart framundan. er hjá ma og pa og var að klára að borða...vildi bara kasta á ykkur kveðju fyrst ég var að kíkja á póstinn minn en nú attla ég að hætta og hleypa pabba í tölvuna attur. sæl að sinni [6:49 e.h.] [ ] ***
laugardagur, febrúar 22, 2003 Komin laugardagurinn langþráði..ég er í mat í vinnunni og er alveg soldið mikið að hlakka til að vera búin hér og geta farið heim að punta mig fyrir kvöldið..skella á mig kinnalit og svo framvegis. Daddarada...já er bara nokkuð hress...sýningin gekk fínt hjá okkur í gær og ja....veit ekki meir held ég bara... Er bara að nota tímann á meðan ég er í mat og skella mér smá í tölvuna. Skrýtið þegar maður er immit alveg í stuði til að blogga smá þá hefur maður síðan kanski bara ekkert að segja...hurru jú eitt sem ég mundi allt í einu...vildi alveg endilega muna að senda kveðju til Evu og Maggýar...þær eru svo duglegar að kvitta í gestabókina mína sem segir mér að þær lesi síðuna mína nokkuð reglulega...knús til ykkar beggja...þykir svo endalaust mikið vænt um ykkur...vildi bara óska þess að þið færuð nú bara að kíkja í heimsókn á klakann...eða bjóða mér í heimsókn til ykkar...híhíh grín. jæja attla að hætta þessu bulli og kíkja á póstinn minn áður en ég er búin í mat. knús kolla [1:43 e.h.] [ ] ***
föstudagur, febrúar 21, 2003 Klukkan að verða tíu og mín er bara glaðvöknuð og mætt til vinnu...er líka í góðu skapi þar sem það er flöskudagur í dag og ekki langt í að komi laugardagur þar sem mér er boðið í tvö partý og er líka að fara í leikhús. Það er strax komin djamm-fiðringur í kollsterinn enda orðið sæmilega langt síðan kollster hefur skellt sér út á lífið. Er farin að hugsa í hverju ég eigi að vera á morgun...úff á engin djamm-föt þegar ég fer yfir fataskápinn í huganum...en ég finn eikkva út úr því...verð að finna eikkva út úr því. Er hér í eymó þar til þrjú í dag...fer þá upp í Borgarleikhús að vinna klukkan fjögur og er með sýningu þar í kvöld sem lýkur um tíuleytið...þá þarf að ganga frá og fara heim í háttinn þar sem ég er að vinna hér klukkan tíu í fyrramálið. Planið fyrir daginn í dag er senst bara að standa sig og líta vel út held ég bara....á föstudögum er alltaf pæju-þema í stelpubúðinni eymundsson og allir með gloss og soleis. Svo að í dag er Kollan pæju-konan. Var að passa prinsessurnar mínar í gær, gekk bara ljómandi og Ragnar sæti kíkti í heimsókn...fór svo heim til tjærustunnar minnar og kúrði þar í nótt...mjög ljúft. jæja best að skella kellu bókum á kellu borðið fyrir kelludaginn... [10:31 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, febrúar 20, 2003 Halló fólk...er ekki alveg að nenna að vera í vinnunni ..væri alveg bara til í að það væri laugardagur..ég væri búin í vinnunni klukkan fjögur (sem er núna sirka) og væri á leið í leikhús í kvöld og svo tryllt djamm eftir leikhúsið...en svo er víst ekki..svo ég býð bara róleg og sælleg. [4:17 e.h.] [ ] ***
Halló fólk...er ekki alveg að nenna að vera í vinnunni ..væri alveg bara til í að það væri laugardagur..ég væri búin í vinnunni klukkan fjögur (sem er núna sirka) og væri á leið í leikhús í kvöld og svo tryllt djamm eftir leikhúsið...en svo er víst ekki..svo ég býð bara róleg og sælleg. [4:17 e.h.] [ ] ***
Þá ætti að vera komin mynd af englinum henni Auði inn á friends albúmið mitt...er lengi búin að bíða þess að finna mynd af henni á tölvuformi..svo eru gullin mín líka komin..Bríet og Elín ...:) gaman gaman [3:41 e.h.] [ ] ***
Ég er að tryllast í vinnunni minni...langar í svo margar margar bækur..það er sko bókamarkaður í gangi hér í eymundsson og bækurnar eru á fáránlegu verði.. Það eru til dæmis fullt af góðum barnabókum á rosalega lágu verði og í gær freistaðist ég til að kaupa tvær slíkar..eina handa Bríeti Ólínu og eina handa Elínu Þóru. Hef ekki enn freistast það mikið í að kaupa bækur handa sjálfri mér en þetta er ekki auðvelt skal ég segja ykkur...úff..horfa á alla þessa titla ..og við erum að tala um að það er mjög mikið af góðum bókum á fáránlegu verði. Sjálfsagi Kolbrún..koma svo Annars er lítið að frétta...er að passa aftur eftir vinnu í dag og svo er vinnudagur á morgun og Kvetch líka...nóg að gera...en er reyndar í fríi frá bar-vinnu alla þessa helgina ...sem er ágætt þar sem ég er að vinna á barnum allar helgar í mars. Er að hugsa um að skella mér bara í leikhús á laugardaginn og hafa það gott. Eitt annað...við Ásta sem vinnur með mér vorum að ljósrita baksíðuna á Séð og heyrt því þar er að finna alla keppendur í Survivor nýjustu seríunni..ég er mjög spennt yfir þessu og fleiri með mér...erum búnar að strika yfir Ryan sem fór í síðasta þætti og munum svo halda áfram að krota út þá óheppnu sem detta út á næstunni. Svo líklega endar þetta með veðmáli um hver vinnur...spennandi [10:44 f.h.] [ ] ***
Eru þessir iðnaðarmenn um borgina ekki að grínast...ég vaknaði rétt um átta í morgun við það að helv...ameríska sendiráðið var á miljón að bora oní jörðina með einhverju tryllitæki...shit hvað maður verður slæmur í skapinu við að vakna við sona...þannig að ég fór á fætur..í sturtu og til vinnu þó ég ætti ekki að vera mætt fyrr en níu þá gat ég ekki hugsað mér að hlusta á þetta lengur. Nú er ég komin í vinnunna og getið hvað..? jú það er auðvita verið að borast eikkva hér líka...þetta er greinilega ekki minn dagur. [9:02 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, febrúar 19, 2003 Kollsterinn búin að vera voa dugleg að setja inn myndir í dag...skellti inn san fran myndum..myndum úr réttunum...og svo nokkrum auka fyrir utan þetta..sem ég setti bara inn í albúm sem voru á síðunni fyrir svo þið neyðist til að skoða albúmin aftur til að finna nýju myndirnar :) sniðug ég ...sofnaði óvart aðeins áðan með prinsessunum sem ég er að passa enda fátt betra en að liggja með hana Bríeti mína í fanginu að lesa bók ...og fá knúúúúús frá henni..henni finnst nebbla so gott að kreista mann þegar hún er að sofna.. jæja er þreytt og nenni ekki að pikka meira... góða nótt [11:29 e.h.] [ ] ***
Góða fólk...eikkva er góða skapið að segja til sín...er voða kúnna-glöð í dag og ánægð með lífið. Langar samt soldið að komast í frí á næstunni...væri eiginlega mest til í að skreppa bara til Ítalíu og heimsækja tvær gullfallegar þar...lesbíur þar að auki..híhí..púki í mér í dag. Nei sko..ein hénna memmér í vinnunni var að biðja mig um að nudda sig á eftir þegar ég hefði tíma...úúú Kollsterinn vinsæll í dag :) nei er nú bara að láta kjánalega núna en er nú samt nýklippt og ekki nema von að stelpurnar séu vitlausar í mig. Heyrði í Urðinni minni áðan og hún var bara nokkuð hress ... Já svona er þetta skemmtilegt allt saman...er að hugsa um að skella inn fleiri myndum í kvöld þegar ég fer að passa hjá steinkunni....svo að síðan mín verði skemmtilegri. [12:15 e.h.] [ ] ***
Mætt til vinnu eina ferðina enn ...og hef eikkva að segja held ég bara...get allavega byrjað á því að segja ykkur að ég er búin að bæta við myndum í safnið hér á síðunni eins og þið kanski sjáið...get líka sagt ykkur að ég fór í klippingu til Svönsunnar minnar í gær og hitti immit þar líka á hana Urði mína þar sem hún býr í húsinu hennar Svönsu..Urður hefur það bara ljómandi og skín eins og stjarna með bumuna út í loftið..Við ræddum um hvenær hann kæmi í heiminn (hann kúlubúinn sko) og við höldum að hann komi 24 eða í síðasta lagi 26 feb...hihih vonum allavega að hún þurfi ekki að bíða lengi framyfir það :) Jæja best að einbeita sér að því að vera í vinnunni sinni..heyri í ykkur síðar elskurnar [9:28 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, febrúar 18, 2003 Merkilegt nokk...Betan bara byrjuð að blogga attur :) gaman að því ...gott hjá henni....jú gó görl...velkomin attur í bloggheima :) Svo þegar ég er búin að vinna í dag attla ég að fara til Svönsu vinkonu og láta hana laga þetta á kollinum á mér sem á að kallast hár en er meira bara sona stór lubbi sem lítur meira út fyrir að vera hattur en hár. Vei svo 1.mars er partý ársins heima hjá einni hér í vinnunni..langt síðan mar hefur farið í sona vinnupartý...það verður gaman ..þemað er B ...allt sem byrjar á B og ég er að hugsa um að mæta sem Kolla Blindfulla Bomban ..hvernig líst ykkur á það ? [2:52 e.h.] [ ] ***
Komin þriðjudagur og ég er í betra skapi...mánudagar eru bara ekkert bestu dagar í heimi..það verður bara að viðurkennast. Fór niður á ölstofu í gær og skráði mig á næstum allar helgar í næsta mánuði..verð að vinna eins og gebbi semsagt fram að sumrinu þar sem ég er búin að ákveða inn í mér að vera dugleg að ferðast eins og síðasta sumar. jæja..hef lítið að segja..var að koma í vinnunna og er doldið mygluð. Skrifa kanski meira seinna í dag en þangað til hafið það gott..... p.s. Kriz...sakna þín...allt of langt síðan ég hef séð þig [10:09 f.h.] [ ] ***
mánudagur, febrúar 17, 2003 Ég gerði soldið um daginn sem ég hefði ekki átt að gera...ég settist niður í rólegheitum og fór að lesa færslurnar á blogginu mínu þegar ég var bara að byrja að blogga...held ég hefði ekkert átt að vera að gera það þar sem að núna þegar ég er að fara að blogga þá finnst mér ég aldrei vera að segja neitt skemmtilegt og fæ kvíðakast við að skrifa eins og núna til dæmis. Langar samt ekki að taka mér pásu frá blogginu og bíða eftir að ég verði sniðug og skemmtilegt aftur því að bloggið er jú bara ég og ég get ekki alltaf verið töffara-pæju-fyndna konan...en ég mun gera mitt besta samt sem áður. Döggin...hurru stelpa ..smá sér skilaboð til þín....er búin að opna bloggið þitt annsi oft þessa dagana og aldrei nein ný færsla..alltaf hitti ég bara Noruh jones þegar mig langar að hitta hulduna mína. já gott fólk..er núna í eymó og klukkan ekki einu sinni orðin níu ..morgunhaninn sem ég er..var að vinna á ölstofunni á laugardagskvöldið og ég get sagt ykkur það að ALLIR íslendingar voru heima hjá sér til klukkan ellefu að horfa á söngvakeppnina því að það var tómt á barnum. Svo klukkan ellefu...kanski hálftólf troðfylltist staðurinn og varð bilað að gera...æi ég hef ekkert skemmtilegt að segja...bless í bili englarnir mínir [8:59 f.h.] [ ] ***
laugardagur, febrúar 15, 2003 Eitt sem ég bara get ekki skilið... Akkuru er fólk að vera vont...akkuru fer fólk inn á blogg hjá einhverjum og skoðar allt sem viðkomandi skrifar í þeim tilgangi einum að skrifa eikkva ljótt um það sem viðkomandi bloggari er að skrifa ..???? skil þetta ekki..veit um tvær yndislegar manneskjur sem heita Beta rokk og Æsa ...þær eru báðar það sem kallast vinsælir bloggarar...reyndar er Beta hætt og Æsa fer líklega að hætta líka ef fólk hættir ekki að vera svona mikil kvikyndi...þetta er að gera mig geðveika..hef reyndar lítið lennt í þessu sjálf og þakka næstum fyrir að vera ekki eins mikið lesin og þær tvær. Vildi að ég gæti fundið þetta fólk sem er að særa aðra undir engu nafni og spyrja það hvort það eigi bara ekkert líf ...skil ekki hver nennir að lesa eitthvað sem honum finnst ekki skemmtilegt...fer þetta sama fólk í bíó á leiðinlegar myndir bara til að skrifa um það á kvikmyndasíðu hvað myndin var leiðinleg og fólkið asnalegt og ljótt. Æi ég er búin að vera að hugsa soldið mikið um þetta sérstaklega af því að Æsa er búin að fara í blogg-pásu og bráðum hættir hún kanski bara.. Elsku fólk sem er að skrifa sona ljótt...ekki lesa það sem ykkur finnst ekki skemmtilegt ...æi og kanski það sem ég vildi helst segja.. Beta..bloggið þitt var skemmtilegt og þú ert yndisleg manneskja , finnst þú líka yndisleg í raunheimum og er fegin að ég náði að kynnast þér utan bloggsins. Æsa...er rosa glöð að vera að vinna með þér því þá get ég sagt þér hvað þú ert frábær án þess að vera ein af 30 í kommentakerfinu...ekki láta þetta ljóta fólk særa þig [11:58 f.h.] [ ] ***
föstudagur, febrúar 14, 2003 Halló gott fólk... Er því miður með litlar sem engar fréttir af henni Urði minni þar sem ég hef lítið sem ekkert heyrt frá henni...en ég efa það ekki að hún hafi það ljómandi gott og muni láta ykkur vita sjálf á sínu bloggi þegar eitthvað fer að gerast í kúlubúa-landi. Knús til ykkar allra þar sem ég get lítið sem ekkert skrifað núna því ég er í vinnunni og þarf að fara fram að afgreiða...en ég mun reyna að skrifa meira eftir helgi þegar geðveikin er búin...Jú gó Sonja að laga síðuna þína sjálf...en ég sé enga mynd af þér samt sko.... jæja verð að þjóta.. takk fyrir kveðjuna Fjalar...þú ert nú ekki so slæmur sjálfur [2:36 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, febrúar 12, 2003 Nú er ég aldeilis búin að vera nörd í smá tíma..er búin að vera að bæta inn á síðuna smá...það sést nú reyndar ekki sona þegar maður lítur yfir en ef þú lesandi góður færir örina með músinni þinni yfir á til dæmis bloggarana hér til hliðar þá muntu sjá hjá hverjum og einum eitthvað bakvið nafnið..eins og þegar þú setur örina á Gestabókina mun koma upp orðin Skrifa hér!!!..og svo framvegis...endilega kíkið á þetta :) Kolla dugleg :) [12:10 e.h.] [ ] ***
Miðvikudagur...jamm..þessi vika líður bara sona í rólegheitum og ég er mjög sátt við það. Er sossum ekkert að hlakka til helgarinnar þar sem ég er að vinna frá föstudegi til sunnudags eins og vitleysingur. Byrjaði á því þegar ég kveikti á tölvuna að kíkja yfir bloggin sem ég skoða alltaf reglulega og mér til mikillar ánægju er hún Æsa byrjuð að blogga aftur og mér til enn meiri ánægju var líka búið að bæta skemmtilegri færslu inn á Badmeanton....jamm það er gaman að þessu öllu saman. Ég er reyndar soldið súr að Bad-mean og Ton hafa greinilega ekki lesið síðuna mína þar sem engin þeirra hefur skrifað í gestabókina mína og heldur ekki í feedbackið mitt. Enda eru þeir strákar og þar að auki hommar þannig að kanski vita þeir alveg hver ég er en nenna bara ekki að reyna við mig þar sem ég er ekki bara stelpa ..heldur líka lella. Æi blabla...er bara að rugla voa mikið í dag...er að hugsa um að tjékka á mailinu mínu og kanski jafnvel skrifa eitt eða tvö mail sjálf. p.s. Arinnminn...gleymdi þér ekki engill...málið er bara þannig að ég geri skilaboðaskjóðuna eftir ákveðnu kerfi og þar sem þú ert í útlandinu þá ertu ekki inn í þessu kerfi..en ég er búin að bæta þér inn núna og mun ALDREI klikka á þessu aftur sæti minn. [11:46 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, febrúar 11, 2003 Bara búin að blogga einu sinni í dag...ekki nógu vel að verki staðið..en það þýðir kanski bara að nóg annað hafi verið að gera...eða þá jafnvel að ekkert merkilegt hafi gerst til að blogga um..eða bara að ég hafi ekki nennt að blogga meira..well well hættum að spá í því. Er ennþá í 200 kópavoginum..ákváðum að gista eina nótt í viðbót í sveitinni langt frá lætinni í borginni. Tókum spólu...keyptum nammi og attlum að leggjast í lazy-boy og hafa það huggulegt. Svo á morgun er planið að vakna og taka EKKI NEINAR PILLUR ..ég endurtek...ekki neinar pillur. Hlakka til að vakna á morgun og eiga dag framundan þar sem engin pilla er á dagskránni..einn dagur í einu :) vííííí ...þó ég fái hausverk eða eikkva þá mun ég ekki taka pillu því á morgun er pillulaus dagur hjá kollunni. Jæja best að skella sér í vidjóglápið snöggvast....:) góða nótt yndin mín öll með tölu [10:35 e.h.] [ ] ***
Varð bara að stelast í tölvuna hér (er heima hjá mömmu og pabba hennar Heiðu) því rétt í þessu tók ég síðustu pillurnar mínar :) nú er liðið ár frá aðgerðinni og ég má hætta á lyfjunum...nú er bara framundan að þurfa ekki að vakna á morgnanna og muna eftir pillunum...geta farið út úr húsi án þess að muna alltaf eftir þessum blessuðu pillum. Svo er síðan mín líka svo fín eikkva að mér finnst eiginlega bara skemmtilegra að blogga á hana núna. Í dag er þvottadagur og þessvegna erum við heima hjá foreldrum hennar Heiðu..svo erum við að hugsa um að skella okkur niður á Players og taka eins og einn eða tvo leiki í pool á meðan vélin þvær fötin okkar. Veit ekki með meira plan í dag enn sem komið er en allt kemur til greina...jú annars..þarf að fara í Byko og kaupa fjöltengi og alskyns sona dót til að ég get fest upp hillurnar í herberginu mínu þar sem allir veggirnir þar eru úr gifsi.. Læt þetta duga í bili og leyfi ykkur bara að skoða ykkur um í staðinn hér á nýju fínu síðunni minni :) (kolla rosa rosa montin) [11:11 f.h.] [ ] ***
mánudagur, febrúar 10, 2003 váááááá...djö er síðan mín svöl...neibb ég er ekki svo klár að ég hafi getað gert þetta allt sona fínt..nibb..hún Dagný var að fikta í síðunni minni og það er ekki slæmt eins og þið sjáið...:) er að hugsa um að skoða þetta einu sinni enn og brosa soldið meira...finnst ég núna fyrst vera alvörunni tölvunörd :) geðkt geðkt geðkt [11:28 e.h.] [ ] ***
Skilaboðaskjóðan Anna Karen....Ég vil meira mail !!!! Ástín mín...Sakna þín Auður Rán...er að leita af mynd af þér...til að setja á síðuna mína Bjartmar...msn er til að spjalla við vini sína ! Bjögga....Gestabók og ekkert rugl...NÚNA !!! DagnýÁsta....takktakktakktakktakk Darri...það styttist í tveggja mánaða fyllirí ! Diljá..er grasið að grænka hinum......? Döggin...takk for sidst krútta Eva&Maggý...þið eruð englar..báðar tvær ! Erna Rán..ég er að fara að eignast litla frænku..eða lítin frænda :) Gríma Lestu síðuna mína ? ef svo er...gestabók :) Gunnur..mig vantar meira...vinna vinna vinna Héðinn..ég hélt það væri bara til einn Héðinn IngaHrönn...til hamingju með þig...og gleðina inn í þér KiddaRokk...til hamingju með þú veist hvað Kriz..kíki á þig í vikunni Lilja...Dagný skilar kanski bara kveðju til þín :) Massi...ef sent er sms þá er von á svari ? OddnýRokk...takk fyrir mailið ..gott að heyra frá þér PuffMoma...hvar er gítarinn? Ragnar..Það er bara til einn Héðinn og hann er ekki hommi skal ég segja þér Svansa...langt síðan mar hefur séð þig stelpa TótaLee..til hamingju með íbúðina Urður..segi það enn og aftur..vantar svo að ná í þig !!!!!!!!!!!!!! [4:00 e.h.] [ ] ***
jæja...vinnu-degi fer að ljúka og þá get ég farið með kærustunni í nýja pleisið mitt og skellt upp nýju hillunum mínum á veggina og spólu-rekkanum mínum líka :) svo í kvöld attlar Dagný að fikta memmér í blogginu mínu og gera það enn fínna en það er núna...við erum í smá lagfæringum á myndasíðunni svo að allar myndirnar sjást ekki í dag en það verður vonandi komið í lag á morgun þannig að allt verður fínt flokkað niður og svo framvegis. Talaði við vinkonu mína sem býr á Akranesi í gær...hún var að kaupa sér íbúð og gengur svo vel í lífinu..vildi bara óska henni til hamingju með þennan árangur og óska henni alls hins besta í lífinu sem framundan er :) Er núna að hugsa um að hætta þessu bulli og skella mér í símann og hringja í ólétta engilinn minn...annan þeirra... [3:33 e.h.] [ ] ***
Lítið að gera í dag...alltaf verra þegar það er lítið að gera því að þá líður dagurinn svo hægt ...var að tala við Dagnýju krútt á msn áðan og hún attlar að vera góðust og skella inn mynd af mér framan á bloggið mitt þar sem ég er ekki mjög tölvuklár kona sjálf sko :) Svo kíkti Bjarni frændi aðeins á mig hérna áðan og var að segja mér að ég yrði að fara að kíkja á Ágústu frænku (veit þið vitið ekkert hvaða fólk þetta er en held samt áfram) og ég ákvað að skella mér í frænku-heimsókn í vikunni enda Ágú líklega oft heima á daginn þar sem hún er ólétt og soleis...akkuru finnst mér eins og allir séu óléttir þessa dagana...? hmmm.... Mig er farið að langa soldið að eignast barn...komin með eggjahljóð inn í mér.. æi hef lítið að segja..skelli mér bara í skilaboðaskjóðuna á ettir......................... [12:01 e.h.] [ ] ***
Helgin búin og ég mætt til vinnu ....æi er smá fegin bara að þessi helgi sé búin...var að vinna mikið um helgina , þannig að nú er eiginlega komin helgi hjá mér ef það má orða það þannig. 'A föstudaginn var ég að barþjónast fyrir fullt af fullu fólki...svo á laugardaginn kíkti ég á Þorrablót með sætunni minni ...hámaði í mig hangiket og karteflur með uppstúf...á meðan Heiða fékk sér punga og soleis dóterí...þorrinn eru sko jólin hjá Heiðu ..hún elskar sona ónýtan mat. Allavega...á sunnudaginn eða í gær var ég síðan með Kvetch og salurinn var extra skemmtilegur í þetta skiptið þar sem heill hópur af kynvillingum var meðal áhorfenda...mikið hlegið og gott tempó :) Go FSS ...Darri spurði mig þegar ég sagði þeim að FSS væri í salnum hvort að það væri Félag Samkynhneigðra í Svíþjóð og fyrir ykkur sem ekki vita betur þá stendur FSS fyrir Félag Samkynhneigðra Stúdenta :) Í dag er svo planið að vera hér í eymó til klukkan fimm að vinna og skella sér svo heim til kæró þar sem hún er komin í fríviku...hafa það kósý í kvöld og sofa út á morgun held ég bara...nema að ég sé að vinna hér líka á morgun..veit það ekki ennþá. En jæja...nenni ekki að skrifa meira því ég lít alltaf yfir nokkur blogg þegar ég fer í tölvuna og vil ekki hanga í tölvunni mikið í vinnunni svo ég verð að kveðja... knús knús knús [10:16 f.h.] [ ] ***
laugardagur, febrúar 08, 2003 Komin laugardagur og ég er búin með kvótann minn í IKEA fyrir næsta árið held ég bara...kláraði í gær...keypti hillurnar sem mig vantaði og fór svo heim á Laufásveg að pússla þessu öllu saman...það er soldið fyndið hvað þetta á allt að vera rosa einfalt en samt tekst mér þetta aldrei einhvernvegin bara í fyrstu tilraun ...en þetta kom allt á endanum og núna er herbergið mitt rosa fínt...vantar reyndar bara stól til að sitja við skrifborðið en ég fæ það bara hjá ma og pa eða eikkva..attla ekki að fara enn eina ferðina í IKEA til að versla mér stól...enda einhvernvegin alltaf á að kaupa eikkva meira en ég kom til að kaupa....svo að ...jamm...nóg um það. Kíkti aðeins á ljósmyndasýningu hjá vinkonu hennar Ernu ásamt Ernu Rán og Ingó...það var frekar fyndið atriði...um leið og við löbbuðum inn þá hrúguðust allar stelpurnar þarna inni að Ernunni og óskuðu henni til hamingju með barnið og helltu á hana spurningum um óléttuna og framtíðina..í smá stund leið mér soldið eins og ég hefði farið í sona baby-shower en ekki ljósmyndasýningu...fannst þetta soldið sona steeling the thunder....ekki það að hún gat náttla ekkert að þessu gert greyið...well..myndirnar voru rosa flottar enda Esther vinkona Ernu klár ljósmyndari. Fór svo heim á Laufásveg aftur..hennti mér í sturtu og önnur föt ..svo Ölstofan upp úr ellefu..var að vinna þar í alla nótt og það var ágætt...soldið mikið af leiðinlegu fólki á djamminu þessa nóttina...fólk með kjaft og leiðindi...og svo einhvernvegin fannst mér bara allir kaupa sér einn drykk og vera með hann allt kvöldið...æi var held ég bara ekki í bar-stuði...en svona er það nú bara stundum. Vaknaði svo í morgun (kanski ekki alveg í morgun...en í dag) og skellti mér í strætó til ma og pa til að sækja kassa hér í bílskúrinn og fara með heim á Laufásveginn...er svo að hugsa um að plata múttuna til að skutla mér þangað...finn mér föt þar og fer svo í Hlíðarnar til sætunnar minnar því við erum að fara á Þorrablót í vinnunni hennar...mmmm...Þorramatur...get ekki beðið ..híhí Kanski verður pizza fyrr matvöndu unglingana.....hver veit.... Kvetch á morgun þannig að mest af sunnudeginum verður eytt í að vera upp í Borgarleikhúsinu....svo held ég bara að það verði rólegheit um kvöldið þar sem ég er síðan að vinna í Eymó á mánudaginn. Skýrslu lokið [5:31 e.h.] [ ] ***
föstudagur, febrúar 07, 2003 Glöggir lesendur mínir eins og hann Ragnar sæti klaufastrumpur...taka væntanlega eftir því þegar þeir skoða myndaalbúmið mitt að undir mynd af Ingibjörgu okkar Sólrúnu stendur Forsetinn á gay pride eða eikkva slíkt..geri mér fulla grein fyrir því að hún Inga vinkona er ekki forseti heldur borgarstjóri og ekki einu sinni ennþá það svo ég hef ákveðið að halda þessu eins og það er til að heiðra hana Ingu okkar :) fjölskyldan mín verður líka ánægð með það (eða hitt þó heldur þar sem þau eru öll mjög mjög harðir Dabba fans) en það skiptir litlu þar sem ég held að þau skoði síðuna mína ekki ....og ef þau gera það þá eru þau allavega ekkert að kvitta fyrir sig ( smá skot ef til dæmis Selma frænka er að lesa eða einhver annar í familínunni). Jæja..Kollan búin að vera rosa dugleg í erlendu deildinni í dag og einungis klukkutími í IKEA :) svo fer ég beina leið á Laufásvegin að setja saman allt fína dótið sem ég er búin að versla held ég bara..Er reyndar ekkert voða klár í soleis en hlýt að geta þetta á endanum. Hoppa úr einu í annað þar sem ég skrifa yfirleitt bara það sem hoppar upp í heilann í hvert skipti fyrir sig... Núna fór hausinn á mér að segja " mig langar til útlanda"...væri ekkert leiðinlegt að ná að safna pening og fara í heimsókn til Blondínanna minna á Ítalíu...eða Grímunnar í Danmörku....úff langar bara að komast til útlanda... jæja hætti bullinu í bili og bið ykkur vel að lifa... og bara eitt sona auka í dag.....allir þeir sem ekki hafa lesið Badmeanton geri það núna..mæli eindregið með þeirri síðu...og þá að fólk lesi hana frá byrjun og fram að deginum í dag. Lifið heil [4:25 e.h.] [ ] ***
Dagurinn líður hratt og örugglega hér í vinnunni og ekki langt í að ég get farið að pæjast í IKEA með pæjunni honum Ragnari :) vei vei vei.. Var að tala við Ingu vinkonu áðan á msn og hún er eikkva so glöð ...það er svo gaman að heyra í henni þegar henni líður sona vel...það einhvernvegin gerir mig líka glaða ...æi kolla að vera væmin núna...suss...suss..vertu töffari.. ok já....svo er það bara vinna í nótt...og já.....hey...niðurtalning hafin..... 6 DAGAR og giskið nú akkuru ég er að telja niður..hvað gerist eftir 6 daga ?????? vinningur í boði fyrir þann sem giskar á rétt...en tek það fram að Kreisigörl veit þetta og kærastan líklega líka svo þið megið ekki taka þátt.... knús out [3:10 e.h.] [ ] ***
Klukkan ekki orðin níu og ekki nóg með að ég sé komin á fætur heldur er ég líka bara mætt til vinnu :) duglega ég...er síðan að hlakka til að fara í IKEA með Ragnarinum mínum ettir vinnu...akkuru finnst mér eins og ég sé orðin fastagestur í IKEA...well...never mind. Er senst komin í vinnuna og finnst það líka bara fínt...þá nýtist dagurinn betur og soleis. Er síðan að vinna í nótt á Ölstofunni ...Þorrablót annað kvöld með konunni og svo vinna í Borgó á sunnudaginn...nóg að gera þessa helgina. Hmm...já eitt mikilvægt....Kúlubúakonan mín (sú sem á að eiga í febrúar en ekki hin) ...viltu hringja í mig þegar þú getur...ég er búin að reyna svo mikið mikið að ná í þig og það er svo margt sem mig langar að segja þér en þú svarar aldrei í símann og virðist bara aldrei vera við heima hjá þér...jæja allavega viltu senda mér sms þegar þú ert laus. Já svo er eitt í viðbót...talaði við vinkonu mína í Noregi um daginn og hún sagði mér fréttir....sem ég var rosalega ánægð að heyra nema að ég hefði bara kanski ekki vilja að hún hefði sagt mér það heldur kanski frekar manneskjurnar sem fréttirnar voru um. Skrýtið að frétta eitthvað um vini sína frá útlöndum áður en þeir segja manni það sjálfir.....hmmm.... jæja best að fara að vera dugleg að vinna ...bless í bili [9:08 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, febrúar 05, 2003 Kollan er sko búin að vera massa massa dugleg í kvöld...búin að skella inn nokkuð stórum slatta af myndum inn á albúmið mitt...reyndar eru þær ekki beint í röð eftir neinu en ég laga það síðar....það skemmtilega er að nú getið þið séð myndir frá því á gamlárskvöld ..úr ammælinu hennar kiddu og margt margt fleira...tjékkið á því hér til hægri undir Myndir :) duglega konan ég...jamm..er líka að hugsa um að láta þetta duga og setjast núna fyrir framan skjá einn og glápa það sem eftir er af kvöldinu...held það bara...elska skjá einn :) hafið það gott englarnir mínir og tjékkið á myndunum mínum :) [10:17 e.h.] [ ] ***
Svaf aðeins of lengi í dag en vaknaði reyndar við sms í morgun frá sætum vini mínum....sofnaði svo þegar ég var búin að svara honum og svaf til að verða hálf-tólf. Gerði eitt voða voða sniðugt í gær...skrapp um miðjan dag og borgaði virðisaukan og það daginn fyrir gjalddaga :) dugleg ég...fór svo að passa eftir vinnu og lagaði allt myndadótið hénna á síðunni minni..lennti í smá draugagang eins og ég var búin að segja ykkur...fékk svo Diljá mína í heimsókn. Var bara eins og í gamla daga...ég að passa ..vinkona í heimsókn..sitjum með snakk og nammi og glápum á sjónvarpið ...kósý :) Í dag attlaði ég líka að gera voða mikið..fara í IKEA og reyna að klára að versla inn í herbergið mitt....svo auðvita verður fyrsta nóttin á nýja staðnum í nótt...veit að það er seint en betra er seint en aldrei :) Jæja er að hugsa um að fá mér smá að borða og kanski hendi nokkrum línum í ykkur þegar ég er búin að því og heilastarfsemin farin að virka aðeins betur. knús [1:00 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, febrúar 04, 2003 Jæja...þá er Kollsterinn búin að vera massa massa dugleg að leika sér við að laga bloggsíðuna sína...sést kanski ekki sona þegar þú lítur yfir hana en ef þú ýtir á Myndir hér hægra megin á síðunni þá muntu sjá allar myndirnar mínar komnar inn attur :) duglega ég...þær eru reyndar ekkert sorteraðar niður en þær eru nú samt allar þarna og mun ég gera mitt besta til að skella inn nýjum myndum eins oft og ég get...svo það er bara um að gera að kíkja nógu reglulega á þetta....mun búa til albúm úr þessu seinna ...hef því miður hvorki þolinmæði né annað í að gera það núna...þar sem þessi talva sem ég er að pikka á var að öskra mjög mjög hátt á mig rétt áðan og ég er að hugsa um að slökkva á henni þegar ég er búin að blogga...og ég er ekkert að plata..hún bókstaflega öskraði á mig...og það ekki lágt....annað eins hljóð hef ég bara sjaldan heyrt...ískraði og vældi og svo allt í einu bara hætti það...svo er hér sona voa fín kaffivél sem fór að hella upp á óumbeðið kaffi á sama tíma og talvan var að öskra....tæki þessa heimilis voru senst að gera uppreisn í kvöld og það þegar ég er einungis að passa börnin á heimilinu...finnst að þau mættu nú alveg velja kvöld þegar ég er ekki hér..heldur eigendur tækjanna. Jæja..best að slökkva á þessu tóli áður en það byrjar að væla attur....góða nótt...og kíkjið á myndirnar :) [9:42 e.h.] [ ] ***
Þá er orðið víst komið á götuna og ég komin með grænt ljós á að mega blogga þetta....Erna Rán er ólétt :) bros bros bros og tár...allt nema takkaskórnir :) víííííííííí [5:26 e.h.] [ ] ***
'Uff...þetta verður erfitt blogg...þannig er mál með vexti að mér var sagt soldið áðan sem ég er rosalega mikið mikið glöð yfir en ég spurði líka manneskjuna sem sagði mér fréttirnar hvort ég mætti blogga um þetta og manneskjan sagði NEI !!! Svo ég get ekki sagt ykkur af hverju ég er í hamingjukasti þessa stundina :) brosi út að eyrum og finnst lífið æðislegt og tárast næstum af gleði yfir þessum tíðindum sem ég var að fá.....hmm...veit ekki hvernig ég get talað meira um þetta og haft það sona undir rós en allavega...þá er ég glöð og sendi alla englana mína til að kyssa manneskjuna á ennið sem sagði mér tíðindin :) Þykir nebbla svo ótrúlega mikið vænt um þessa manneskju...hey get sagt eitt.....Ef ákveðin rokklingur út í bæ er að lesa þetta þá er það rétt sem þú ert að hugsa.....jamm ...vei vei vei gaman gaman gaman...reyndi að hringja í þig áðan en það svaraði ekki ! [11:12 f.h.] [ ] ***
mánudagur, febrúar 03, 2003 Hmm.....hafið þið einhvertímann fengið laun útborguð og þurft að skila skattinum sjálf....en ekki gert það og fengið það í hausinn á næsta ári ? ég er nebbla búin að lenda í soleis og attla mér ekki að lenda í því attur...svo núna er að hefjast massa vinnutörn þar sem ég mun leggja inn á lokaðan reikning peningana mína og eiga fyrir skattinum þegar hann kemur í ágúst :) duglega stelpa...veit reyndar ekki hvernig mun ganga þar sem ég verð líklega að vinna alla daga og allar helgar til að ná að safna smá pening...en það er sossum ágætt að hafa eikkva að gera ..erþaggi ? Já peningar eru ekki það skemmtilegasta sem ég veit um..allavega ekki þegar maður á þá barasta ekki til... peningaáhyggjur eru líka alveg örugglega leiðinlegasta týpan af áhyggjum...það finnst mér allavega eins og er.. varð bara aðeins að deila þessu með ykkur... [1:16 e.h.] [ ] ***
Æi hvað ég er eikkva fegin að vera komin til vinnu á mánudagsmorgni....gerði ekki margt um helgina en hún var samt góð. Fór tvisvar í bíó..í ammæli hjá vinkonu minni og spilaði heilan helling af pool sem var mjög gaman. Er núna að vinna í eymó sökum veikinda hjá starfsfólki....fínt að vera í vinnunni á mánudegi..fólki finnst þetta svo oft leiðinlegur dagur en þegar maður er ekki að vinna fast á daginn þá er þetta bara fínt. Er búin að kaupa mér ótrúlega fínan skáp í herbergið mitt og er að hugsa um að skella mér á skrifborð í vikunni sona til að herbergið mitt verði voa voa fínt. Hef nú ekkert voða mikið að segja eins og er....mæli með 8 mile ..myndinni með Eminem ..alveg frábær mynd... :) [10:58 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, febrúar 02, 2003 gleymdi einu...hmm...Díana ? kolla gleyminn núna...er ekki alveg með það á hreinu hver þú ert...þekki allavega tvær Díönur...en allavega...engir rokkslæðutónleikar komnir á hreint á næstunni að ég best veit .... og já ...mailið mitt er capt_kolla@hotmail.com. knús til ykkar allra [1:36 e.h.] [ ] ***
Jæja sæta fólk....Íslendingarnir stóðu sig vel í dag...sjöunda sætið er nú betra en það áttunda ..erþaggi ? Ég er að fara í ammæli núna og svo eftir það er málið held ég bara að skella sér í pool með félögunum sínum...og kærustunni auðvita líka :) Er að hugsa um að pikka ekkert meira núna því ég hef lítið að segja eins og er en verð að reyna að skrifa meira á næstunni ... [1:35 e.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |