Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðmánudagur, mars 31, 2003

Vá bara allt í einu komin mánudagur..ég búin að fara niður í skatt..borga smá þar...fara í klippingu og er komin niður í ráðhús til að vera á fundi hér um hádegi...en ákvað að skella mér á fína kaffihúsið hér áður en fundurinn hefst þar sem ég hef smá tíma og heilsa upp á ykkur elskurnar mínar.
Alltaf er ég að komast að því að fleiri og fleiri lesa bloggið mitt...finnst það nú ekkert leiðinlegt verð ég að viðurkenna...var til dæmis að komast að því um helgina að kona vinnuveitandans míns les bloggið mitt og ekki nóg með það heldur finnst henni það líka skemmtilegt :) takk fyrir það Ísold :)
Var semsagt að vinna alla helgina og vinna meira..hef lítið að segja eins og er en skrifa aftur seinna..sé að fólk er mætt á fundinn svo ég attla að skella mér líka.


[11:59 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, mars 27, 2003

Fimmtudagur ...vikan að verða búin...og vinnuhelgi framundan eins og allar helgar...Kollan soldið þreytt í dag..samt alveg hress.
Ekkert plan komið fyrir daginn í dag..jú hitta heiðu og hjálpa henni að flytja ...og svo horfa á Sellofan í kvöld...ok dagurinn er semsagt alveg planaður..ég var bara aðeins búin að gleyma smá :)
Á morgun er svo fundur upp í ráðhúsi fyrir fullt af kynvillingum held ég og ég var boðuð á hann enda löggiltur kynvillingur ...svo er Ölstofan annað kvöld....kvetch laugardag og ölstofan líka...og vonandi bara rólegheit á sunnudaginn.
jæja attla að fá mér eikkva að borða og hitta heiðu krútt :)
gotta go


[11:43 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, mars 26, 2003

jæja vinnudagurinn hálfnaður og kvöldið framundan...get ekki sagt að ég sé búin að brosa neitt yfir kvótann í dag...líður illa í andlitinu með allar þessar helv bólur sem ákváðu að hittast í andlitinu á mér immit í dag...djö..helv...andsk...
En að öðru...æi það kemst lítið annað í hausinn á mér núna enda ekki pláss fyrir bólunum....(bitra konan með bólurnar að tala)
Langar að kíkja á Guðstelpuna mína eftir vinnu ef ég næ í mömmuna...þá kanski geri ég það bara....vona bara að hún gráti ekki við að sjá mig....hihih
jæja verð að hætta

[2:27 e.h.] [ ]

***

 

'Eg veit eiginlega ekki hvað líkaminn á mér heldur að hann sé að gera mér.....vaknaði í morgun með ekki eina...ekki tvær ..heldur fjórar heldur stórar bólur á andlitinu...alltaf gaman að mæta til vinnu með kýli framan á sér og reyna svo að brosa framan í kúnnann. Svo er þetta bara nokkra daga að fara...arg...frekar pirrandi miðvikudagur. En jæja..fer heim í mjög svo hreinu íbúðina sem ég bý í á eftir og nýt þess hvað ég var dugleg að þrífa í gær.
Svo er planið að gera ekki neitt í kvöld...hanga jafnvel bara heima og horfa á friends..
Fór í leikhús í gær að sjá leikrit sem verður frumsýnt á morgun á stóra sviði þjóðleikhússins og heitir Rauða spjaldið....rosalega fínt leikrit..kemur á óvart og er alveg dúndur-vel leikið..Inga María var alveg frábær...Hilmir Snær alltaf góðir...og já þau voru öll bara alveg frábær.


[9:15 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, mars 25, 2003

Tími varla að blogga þar sem fallega guðdóttir mín er hér fyrir neðan og ég tími varla að færa hana mikið neðar því ég vil geta séð hana þegar ég opna síðuna mína :)
takk auðunn fyrir að maila mér þessari mynd af henni...allar myndirnar sem ég tók eru nebbla af henni sofandi :)
Annars er bara fínt að frétta...gisti í kópavoginum í nótt þar sem ég var að þvo þvott þar fram eftir kvöldi....svo er planið í dag eða á morgun..fer eftir tíma...að taka íbúðina í gegn...bara sona jólahreingerningu..veit reyndar ekkert hvenær Sólveig sæta kemur heim en vona samt að það sé á næstu dögum svo að allt verði rosa fínt þegar hún kemur heim.
Svo jamm...rólegheit í dag...og kanski þrif...er reyndar að fara á staffa-fund hjá eymó um fimmleytið svo að líklegast væri best að taka morgundaginn í að þrífa en ég sé bara til.
Knús á línuna og góðan daginn :)


[11:32 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, mars 24, 2003

sætust allra
litla prinsessan
[1:18 e.h.] [ ]

***

 

Enn er síðan mín ekki að vilja setja prinsessualbúmið mitt á réttan stað svo hér er það attur......hún er svo fögur þessi litla stúlka ...þið verðið að kíkja á þetta...búin að bæta við nokkrum myndum líka :)

PRINSESSAN


[10:54 f.h.] [ ]

***

 

Jæja helgin loksins búin og komin mánudagur...ég er nú samt ekki enn komin í frí...gerist allt saman á morgun en var nú samt að spá í að vera rosa dugleg og þvo allan þvottinn minn á morgun og svo að þrífa íbúðina sem ég bý í á miðvikudaginn því núna styttist í að sæta konan sem ég bý með komi heim og ég vil að allt sé rosa fínt...þá verður hún so glöð ... :)
var að reyna að setja mynd af guðstelpunni minni hér beint á bloggið en það tókst ekki....:(....well seinna kanski..
knús til ykkar allra..minns attlar að vera duglegur og vinna núna


[9:17 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, mars 21, 2003

Föstudagur...maður ætti náttla að vera hoppandi af gleði yfir því að það sé komin helgi....æi samt ekki...ég er að vinna alla helgina en ég verð hoppandi af gleði þegar kemur að mánudeginum..örugglega ekki margir sem eru sammála mér í því að mánudagar séu góðir dagar. Dagurinn í dag er líka góður dagur...fór að sjá Beyglurnar í gær og skemmti mér að sjálfsögðu vel...það er ein kona í þessu verki ..get sossum alveg sagt hver hún er því þær lesa ekkert bloggið mitt...hún heitir Þrúður og er svo fáránlega fögur..ekki skemmir að hún er góð leikkona líka...það er bara unun að horfa á hana á sviði...þær eru náttla allar rosa sætar...en það er bara eitthvað við hana Þrúði.
Semsagt hlakka til að sjá sýninguna aftur í kvöld


[9:02 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, mars 20, 2003

halló gott fólk...
Langar ekki að tala um þetta stríð...labbaði við niðri á torgi þar sem duglegir menn voru að hreinsa upp fallega rauða litin sem settur var mjög listamannslega sona hisst og hér á húsið...hmm...já attla ekki að ræða stjórnmál þar sem ég er ekkert voða klár í þeim bransanum. Langar frekar að tala um eikkva annað...sem ég veit reyndar sossum ekki hvað ætti að vera.
Jóda spurði í feedbackinu mínu hvort að kynvilla væri smitandi...hver veit..kanski er hún það...ef svo er þá er ég ekki alveg viss um hver hefur smitað mig á sínum tíma :) hihihi
Verð nú að segja að það er ekkert leiðinlegt að vera gay þegar svona rosalega mikið er til af svo rosalega fallegum konum á landinu okkar. Sjáum til dæmis hana Röggu Gísla...ekki lítið falleg kona það...og að ég tali nú ekki um hana Angelinu vinkonu mína..úff..púff..
Er senst að fara að sjá beyglurnar í kvöld með Naglanum mínum og konunni hennar...fer svo aftur á Beyglurnar á morgun og þá með Unu sætu...ég barasta veð í kvenfólki...kollsterinn alveg að gera sig :) hihihihi
annars er ég bara hress...þarf eiginlega að fara að hringja í ernuna mína og sjá hvað læknarnir segja okkur í dag.[6:34 e.h.] [ ]

***

 

halló góða fólk...
Er í pínku áhyggjukasti inn í mér þrátt fyrir mikla gleði og ánægju yfir öllu og öllum í kringum mig...þannig liggur nebbla í því að Ernan mín liggur enn inn á spítala með bumbuna sína og mig langar bara að hún læknist einn tveir og sjö....og verði bara allt í lagi með hana og hún geti bara komið sér heim og ég farið í heimsókn til hennar.
Annars eru næstu dagar nokkuð komnir í plan bara...fer á Beyglurnar í kvöld og svo aftur á morgun...hmm...já ég er skrýtin en svona er það bara.
Hurru...eitt sem ég fór að spá


[1:46 e.h.] [ ]

***

 

Góður dagur í dag....Sólveig sýningjarstjóri sem er sona já eiginlega sona stóra systir mín í leikhúsinu þar sem hún kenndi mér hvað þarf til að vera góður sýningarstjóri var að skrifa í gestabókina mína :)
Takk fyrir það Sólveig sæta :)
Svo líka bara er ég að vinna með skemmtilegum stelpum...geri lítið annað en að daðra hér í lessuson og þá skiptir engu hvort þær eru lellur eða ekki..það er bara svo mikið af sætum stelpum að vinna hérna með mér .
Jamm góður dagur í dag...er að hugsa um að skreppa upp í samtök í kvöld og fá mér kóksopa...fór á kaffihús í gær með englinum mínum og hitti reyndar af tilviljun naglann minn á kaffihúsinu... :) það er gott fólk allt í kringum mig og það gerir mig óstjórnlega glaða. 'Eg er glöð í dag...þetta er góður dagur...gott líf....gott mál...koma svooooooo


[9:44 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, mars 19, 2003

Komin miðvikudagur...það er eikkva stress í mér..veit ekki út af hverju..veit að ég hef ekkert að vera stressuð yfir en well...
er að vinna í eymó og verð að vinna hér fram að helginni ..þá tekur við Ölstofan og endar svo á Kvetch á sunnudagskvöldið.
Vinnudagar í vændum senst. Betarokk var að byrja að vinna í lessuson..hún verður að passa sig stelpan..að verða ekki bara lellla greyið. Ekkert nýtt að frétta nema kanski að besta vinkonan mín liggur ólétt inn á spítala og það er ekki gott..læknarnir vita ekki hvað er að henni en við skulum öll senda henni batnaðarstrauma...finnst erfitt að vita af henni þarna inni...æi sendi þér knús ernan mín.
Svo er Inga vinkona á landinu..gaman að hitta hana í gær...
annars er kollan bara voða slök þessa dagana...í smá lægð...en fín samt


[1:25 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, mars 17, 2003

Dagurinn í dag er soldið erfiðari en aðrir dagar...er í smá rugli inn í mér en attla nú samt bara að vera áfram í góðu skapi og gera grín að sjálfri mér. Fór á smá skemmtikvöld í gær sem endaði heima hjá mér....ég og nokkrir aðrir kynvillingar....smá tónlist og löggan leit í heimsókn. Frekar fyndið þar sem ég lék konuna á efri hæðinni og sagði löggunni að ég hefði hringt en væri búin að tala við unglingana fyrir neðan mig og segja þeim að slökkva á tónlistinni svo að allt væri bara komið í lag ...en þakkaði þeim auðvita fyrir að koma og hjálpa mér. hihihihihi
jæja í dag er rólegur dagur held ég bara..vera heima hjá sér og gera nákvæmlega ekki neitt bara held ég.
bless í bili börnin mín


[1:25 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, mars 14, 2003

Jæja...eruð þið öll búin að skoða litlu prinsessuna...Hí hí.. :) verðið samt að skoða albúmið aftur þegar ég er búin að setja inn restina af myndunum því þar eru líka myndir af mér við hliðina á litlunni :)
Líðan mín er fín og ég er á leið í pool þar sem dresskótið er þröngar buxur og ermalausir bolir...auðvita þröngir líka...
Svo er það Kvetchinn aftur í kvöld og svo Ölstofan...úff...fyndið...ég tók almenningin heim til ma og pa áðan og það kom kona inn í strætó sem er fastagestur á Ölstofunni ..skrýtið að hitta soleis fólk bara á venjulegum degi...edrú...eða sko þegar það er edrú...hún leit ekki eins illa út og hún gerir venjulega á Ölstofunni þegar hún kemur þangað...þessi kona er sko alveg án efa ein af leiðinlegustu fastakúnnunum...þoli ekki fólk sem er komið með illt auga á mann þegar það fær ekki afgreiðslu einn tveir og sjö....svo þegar maður loksins brosir sínu blíðasta og kemur til hennar og segir "get ég aðstoðað þig" þá verður hún grimm og segir ótrúlega hátt "já þó fyrr hefði verið....ég attla að fá eitt hvítvínsglas.....og svo bara.......(löng bið)...já kanski eina sona fullnægingu"...ég rétti henni drykkina sína og þá tekur það skemmtilega við...hún fattar að hún er ekki með veskið sitt (og þetta gerist í hvert einasta skipti sem hún kemur á barinn) þannig að hún fer og nær í veskið við borðið sitt og kemur aftur tíu mínútum síðar og verður brjáluð ef ég er ekki bara að bíða eftir henni....sona fólk er óþolandi...en jæja er hætt að vera bitri barþjóninn ...er í góðu skapi á leið í lessu-pool...
knús á liðið


[12:44 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, mars 13, 2003

Blogger er eitthvað að stríða okkur... vilja ekki leyfa okkur að publisha breyttu templ. á meðan þá er linkurinn á litlu prinsessuna hér

PRINSESSAN


[2:49 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...veit að ég lofaði því að næst þegar ég myndi blogga yrðu myndirnar komnar inn...en svo er ekki...þær koma inn í dag...lofa því..kanski ekki alveg allar ..en meirihluti þeirra mun koma inn í dag :)
Af mér er bara fínt að frétta...sátt við lífið og tilveruna og bara já...nóg að gera hjá kollsternum...er að vinna eins og eitt stykki geðsjúklingur...en það er líka bara fínt eins og er..
Dagarnir eru auðvita misjafnir eins og þeir eru margir en flestir eru bara nokkuð góðir...er bara farin að hlakka til sumarsins og sé bjart framundan.
Heyrði í vinkonu minni á msn í gær og hún sagði svo margt sem gladdi mitt litla hjarta....Elsku Eva..takk fyrir spjallið...ykkar Heimalingur.
Jamm það var nú barasta ekkert meira í bili nema kanski benda á að lessa.is...eða það er að segja bifvélavirkinn sem ég er með linkaða hér til hliðar við mig er búin að blogga...æi varð bara að deila þessu með ykkur..finnst hún svo skemmtilegur bloggari !!!!


[2:19 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, mars 11, 2003

Er búin að fylla myndavélina hennar Ernu vinkonu með myndum af prinsessunni hennar Urðar...vá ég gjörsamlega tapaði mér af gleði...þetta barn er svo fagurt að ég er að springa. Heyrist ekkert inn í mér nema klink klink....Næst þegar ég blogga munu fylgja myndir af prinsessunni :) vííííí
hafið það gott börnin mín (mig langar í barn)...jæja verð að láta mér duga að knúsa önnur börn þangað til að ég fæ mitt eigið..
knús knús


[11:59 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, mars 10, 2003

jamm...búið að vera nóg að gera hér í menningunni (finnst eikkva so skemmtilega menningarlegt að vera að vinna í kringum allar þessar bækur)
Veit ekkert um hvað ég á að tala því að fátt annað kemst að hjá mér núna annað en að vera Don Kollster eins og bossinn minn sagði (Don af því að ég er orðin guðmamma svona til að útskýra)
Jú svo er ég líka voða mikið að plana sumarið í hausnum á mér....veit að það er snemmt en well...er bara að gera mér glaðan dag í huganum...búin að ákveða allavega eina ferð í sumar og það er á Hveravelli eins og í fyrra. Helst með sömu ferðafélögum og í fyrra...það var svo massa skemmtileg ferð.
Svo langar mig að fara hringinn...já langar eiginlega bara að ferðast um landið...sleppa útlandinu og reyna að sjá meira af íslandinu.
Einhverjar góðar hugmyndir um fallega staði til að heimsækja hér í klakanum...verð auðvita að fara á Neskaupsstað ...get ekki verið þekkt fyrir að hafa aldrei farið þangað...


[12:32 e.h.] [ ]

***

 

sælt veri fólkið...komin mánudagur og í dag er það ekki slæmt þar sem ég fer að heimsækja litlu guðstelpuna mína í dag :) er mætt til vinnu og klukkan rétt að ganga níu :)
Svo eftir vinnu er stefnan tekin á fæðingardeildina...svo auðvita survivor í kvöld..hver sagði að mánudagar væru ekki góðir dagar ?
Annars var helgin bara fín...mikið unnið og mikið tjillað í gær eftir að hafa unnið vel og lengi á laugardaginn...tók þátt í míní-móti í pool og vann ..ekki leiðinlegt það .


[9:00 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, mars 09, 2003

Vá hvað ég er bara eitt stærsta bros í heimi í dag...fersk og hress...ég er orðin Guðmamma :) ó mæ god....Prinsessan ákvað loks að láta sjá sig í nótt eftir langa meðgöngu og kom í heiminn rétt rúmlega tvö í nótt ...hún er 17 merkur og 52 cm...ég get ekki beðið eftir að sjá hana...vá ég fæ sko í alvörunni bara tár í augun við að skrifa um þetta...:) ætlaði aldrei að geta sofnað í morgun þegar ég kom heim því ég vissi að ég myndi bráðum fá að sjá prinsessuna...engilinn...til hamingju elsku elsku Urður..
Og fleiri gleðifréttir...Oddný vinkona er komin heim og ég fékk að knúsa hana í gær þar sem hún kíkti inn á Ölstofu.
'Uff ...æi ég er svo meir eikkva núna...langar svo að sjá litlu englastelpuna hennar Urðar minnar...það er ekkert nema fegurð sem getur komið af henni Urði minni. Til hamingju Urður...til hamingju Auðunn...og til hamingju Dúa ..og svo auðvita allir hinir vinir og ættingjar þeirra skötuhjúa til hamingju :) æi gleði gleði gleði..er svo að hugsa um að vera bara í fríi í dag og ekki vinna neitt..kanski skella mér í pool með Gay-ra og guddu og co og bara hafa það gott ...
Hlakka svo til að hitta mæðgurnar á morgun að ég get augljóslega ekki talað um neitt annað svo ætli það sé ekki bara best að ég hætti þessu.
Hey Erna Rán... nú geturu séð hvernig þetta verður þegar það kemur að þér :) elska þig..elska þig urður...elska ykkur öll svo mikið mikið..hey fyndið um leið og ég skrifaði erna rán þá mætti hún á msn svo ég ætla að tala við hana..
bless í bili


[3:24 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, mars 08, 2003

Veiiiiii.komst í tölvu til að segja ykkur soldið merkilegt elsku vinir mínir....Urður vinkona er komin af stað og er upp á fæðingardeild...loksins loksins..guðbarnið mitt er að koma í heiminn ...vonandi bara eins fljótt og auðið er :)
Af mér er ekki margt að frétta..er að fara að vinna í borgó og svo fer ég beint á Ölstofuna eftir það. Fékk guddu krútt til að vera með mér upp í leikhúsi þar sem aukamanneskjan sem er venjulega með mér er frá í dag.
Jamm...vildi bara blogga um leið og ég gæti til að segja ykkur frá þessu með Urði...:)
nenni ekki að blogga meira en vildi bara segja ykkur þetta strax


[1:40 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, mars 05, 2003

Skilaboð til Jódu
Sælar skan...las gestabókina eftir að ég bloggaði hérna áðan og varð þarafleiðandi að blogga smá attur núna til að geta sagt nokkur orð við þig...
Í fyrsta lagi...lest þú líka bloggið mitt ? hélt það hefðu bara verið Æsa og Inga M sem voru hræddar við mig þegar þær hittu mig fyrst...??? jæja þú ert þá allavega ekki hrædd við mig núna...
Í öðru lagi...við skulum ekki tala meira um hénna..þúveist...þetta sem þú varst með á enninu...pís át með það :)
Í þriðja og síðasta en ekki sísta lagi ...takk fyrir að lesa bloggið mitt og takk fyrir síðast og takk fyrir að vera sona frábær eins og þú ert :)
knús Kollster Monster :)


[7:12 e.h.] [ ]

***

 

Komin heim til múttu og pabba og búin að borða ...búin að fara í heita og góða sturtu og góða skapið farið að sýna sig....er að hugsa um að rölta núna yfir til ömmu og afa og knúsa þau soldið. Er víst ekki að fara vestur með dagnýju og unu eftir allt saman...fór allt einhvernvegin forgörðum en við förum þá bara seinna...enda nóg fyrir stafni þessa helgina hvort sem er. Er að vinna á laugardaginn í leikhúsinu frá fjögur til miðnættis og fer á Ölstofuna á miðnætti og verð þar líklega fram undir morgun.
Föstudagurinn er ekki alveg planaður ennþá en ég er samt að vona að ég verði lítið að vinna og geti bara horft á vidjó og haft það rólegt....jafnvel kanski horft á Ally með Strumpinum mínum *blikk*...hey...attli urður sé búin að eiga...????? vona ekki...eða þúst...vona að hún sé ekki búin að eiga og ekki búin að láta vita af því...þó ég voni auðvita að hún eigi sem allra fyrst því það er mjög liklega ekki skemmtilegt að bíða eftir sona hlut langt framyfir settan tíma...sem var btw 24 feb.
Jæja er farin yfir til gamla settsins....sjáumst síðar englarnir mínir


[7:10 e.h.] [ ]

***

 

hmmm....er ekki alveg að nenna að vera í vinnunni...væri alveg til í að vera heima hjá mér að raða nýju friends-spólunum mínum upp í hillu og vera á leiðinni í sturtu til að hafa mig til fyrir heimsókn til ma og pa...og ömmu og afa auðvita líka :)
æi kollsterinn eikkva lítill í sér í dag...eða kanski ekki beint lítill en langar einhvernvegin svo margt sem ekki er í boði... svona eru sumir dagar verri en aðrir...en sumir dagar líka betri en aðrir og við bíðum þá bara spennt eftir þeim dögum


[3:24 e.h.] [ ]

***

 

Er að hugsa um að vera sniðug í kvöld og sleppa því að hanga heima...fara kanski bara í mat til mömmu og pabba og eftir matinn kanski líta í heimsókn til ömmu og afa...langt síðan ég hef séð familíuna mína...svo er planið að fara á morgun með dagnýju og unu út á land en ég veit ekki alveg hvað verður af því þar sem ég er stressuð með þetta....væri þá komin heim um fjögur á laugardaginn en ef það seinkar eikkva ...þá er ég í vondum málum þar sem ég er með sýningu á kvetch á laugardagskvöldið...er ekki alveg búin að ákveða mig..svo missi ég líka úr vinnu ef ég fer....ef ég fer ekki verð ég ekki stressuð og get líklega tekið að mér meiri vinnu þar sem Ingu Möggu vantaði að losna við laugardagsvakt....talandi um vinnunna...bæði Æsa sem flestir þekkja og svo önnur stelpa í vinnunni töluðu um í partýinu á laugardaginn að þær hefðu verið smeikar við mig þegar þær hittu mig fyrst...eða kanski ekki smeikar en ekkert fundist ég neitt sérlega vinaleg...hvað er þetta eiginlega...þarf ég að segja öllum sem ég hitti að lesa bloggið mitt svo þeir eða þær haldi ekki að ég sé harðbrjósta harðnagli eða eikkva ? ....æi finnst þetta samt soldið fyndið allt saman..


[11:00 f.h.] [ ]

***

 

jæja...komin miðvikudagur og vikan senn á enda...ég er ekkert í neitt brjálæðislega góðu skapi en heldur ekkert slæmu sossum. Hlakka til að heyra í vinkonu minni á ettir þar sem hún var að kaupa sér íbúð :) til hamingju með það engill :)
Fór í gær eftir vinnu og keypti mér nokkrar friends spólur þar sem ég er hætt að reykja og maður verður að verðlauna sig af og til fyrir það ...fór svo til vinkonu minnar í gær og gláptum á 12 þætti af friends þangað til við sofnuðum og svo gisti ég þar....
Planið í kvöld...horfa á restina af spólunum sem ég var að kaupa og klára að pússla pússlið mitt...jú ég á víst líf


[9:27 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, mars 02, 2003

Halló góða fólk...úff ..búið að vera mjög erfiður dagur...þunn eins og ég veit ekki hvað. Fór á mjög skemmtilegt djamm í gær en hef samt komist að þeirri niðurstöðu að ég attli ekki að drekka á næstunni eftir daginn sem ég er búin að eiga. Eins og hún móðir mín bennti mér á þá er ég búin að vera á sterkum lyfjum í heilt ár og líffærin mín (lifrin og soleis) þurfa tíma til að jafna sig áður en ég byrja að hella í þau áfengi :)
Annars er ég bara hress held ég...fer niður á ölstofu á ettir að vinna í einn og hálfan tíma fyrir Unu sætu ...svo er stefnan tekin beinustu leið heim í bólið held ég bara. Svo er æðislegur dagur á morgun því ég er að fara til Klaufastrumps ( sem er ekki hættur að blogga....ef þið lesið bloggið hans þá kvaddi hann um daginn með þeirri setningu að hann væri búin að blogga í ár..sem var auðvita ekki satt svo að við benntum honum á að nú væri hann skyldugur til að blogga út þetta ár sem hann talaði um)
Jamm hef lítið að segja núna....skelf af þynnku og langar helst bara að leggjast upp í rúm núna strax.
Takk fyrir gærkvöldið....Eymundsson-dætur :) skemmti mér konunglega B-rúlar :)


[7:02 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, mars 01, 2003

Þá er komið að því...massa djamm í kvöld og allir vonandi komnir í B-gírinn....Veit allavega að ég er komin í gír...er heima hjá Rokklingnum og við búnar að skreyta pleisið með ekkert nema B-um...Bleiku...Bláu...brons og fleira.
Er núna á leið í sturtu og gera mig fína...bíðum eftir pizzu og svo er bara að komast í stemninguna.
Var að vinna í nótt á Ölstofunni og ung snót kom til mín og sagði mér að hún læsi bloggið mitt á hverjum degi...finnst alltaf jafn-skrýtið en samt skemmtilegt þegar fólk sem ég hef aldrei séð áður kemur til mín og segist lesa bloggið mitt...verð hálffeimin og veit ekkert hvernig ég á að vera..veit bara að þetta sama fólk veit allt um mig en hefur aldrei hitt mig. Þetta er skrýtið en mjög skemmtilegt. Þakka bara Maríönnu fyrir að hafa heilsað upp á mig og kasta á hana kveðju í leiðinni þar sem hún hlýtur að vera að lesa þetta núna :)
En nú er komið að því....djammið að fara að hefjast og allir í stuði.
Svo er held ég bara stefnt á að skella sér á þjóðleikhúskjallarann á eftir og svo endað líklega á ölstofunni.
Sé ykkur á skrallinu í kvöld og vona að þið skemmtið ykkur öll vel englarnir mínir


[6:57 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K