Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðföstudagur, maí 30, 2003

Vá...komin föstudagur...bara einn dagur að vinna ..svo komin fríhelgi....ljúft...er semsagt í erfiðleikum með að ákveða mig í hverju ég attla að fara í brúðkaupið á morgun..annaðhvort verður það pilsið sem ég var að kaupa eða þá kjóll sem Erna Rán lánaði mér...líklega verður það kjólinn og þá get ég bara verið í pilsinu út á lífinu í kvöld...jamm...þetta er flókið mál.
Er annars í litlu blogg-skapi þessa dagana svo þið verðið bara að þola það ef ég skrifa lítið eða bara alls ekki neitt...
knús á línuna


[10:52 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 28, 2003

Miðvikudagur..sem þýðir aðeins eitt..á morgun er frí frá vinnu...og hinn daginn er útborgun...svo það er annsi gott framundan...kollsterinn er í smá pollýönnu leik þessa dagana..sem er gott.
Hef lítið að segja samt..nema kanski bara að mér þykir vænt um ykkur og er alltaf að rabba við englana mína á kvöldin um hvað ég eigi góða vini og hvað fólkið í kringum mig sé gott....takk fyrir ykkur :)
Annars er planið bara ekki alveg komið á hreint fyrir kvöldið...fer allavega á fund og svo veit ég ekki meir. En þangað til síðar..hafið það gott og bless..
Fodddddddasssss


[3:23 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...komin tími á að hendast í háttinn held ég bara..tók góðan göngutúr vestur í bæ...sofnaði nebbla aðeins í dag og ákvað að skella mér út að labba til að þreyta mig smá..virkaði fínt og er að hugsa um að fara að sofa bara...sjá hvað englarnir færa mér í draumalandinu í nótt. Kíkti aðeins í gestabókina mína og fór bara hjá mér..takk fyrir skilaboðin Ísold..þú ert yndisleg...og takk fyrir að lesa bloggið mitt..þið hin auðvita líka sem lesið..takk fyrir það :) means a lot to me :)
jæja þá tekur draumalandið við....góða nótt englarnir þarna úti og hafið það gott..


[1:12 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 27, 2003

þriðjudagur..fór í gær að hitta Dagnýju og Unu til að ræða gay pride mál..erum komnar með fína hugmynd sem við munum leggja undir stelpurnar þegar það er komið í ljós hverjar attla að vera með og hverjar ekki :)
Þessi vika mun líklega fara aðallega í undirbúning fyrir gay pride og að hóa saman þeim stelpum sem attla að vera með ..ef þú ert lítil lessa að lesa þetta þá ertu að sjálfsögðu velkomin með...og ef þú veist ekki hvernig á að ná í okkur eða þekkir okkur ekki þá geturu alltaf sennt mér mail á capt_kolla@hotmail.com og ég mun hringja í þig ..
Svo er komið fullt af skemmtilegum plönum fyrir sumarið..Manchester í ágúst...EUROPRIDE....er líka jafnvel að hugsa um að skella mér með Dagnýju..Unu og þeim til Noregs í júní...þær eru að fara í skemmtiferð og farið er ekki dýrt..svo kollsterinn fór að hugsa í gær hvort hún ætti ekki bara að vera soldið flippuð og drífa sig með :)
svo eru það auðvita Hveravellir ...styttist óðum í að Maggý og Eva komi heim ...Víííííííí...
annars lítið að frétta...jú heyrðu ..mín vaknaði bara í morgun með kýli á auganu..eða rétt fyrir ofan augað..mikið búið að velta því fyrir sér hér í vinnunni hvort þetta sé bit eftir einhverja fluguna...eða bara hvort ég hafi verið kýld sona vel í gær...spurning ?
jæja attla að segja þetta gott og óska ykkur öllum góðan og fallegan dag :)
luv kolls


[10:12 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 26, 2003

Klukkan ekki nema hálf níu á mánudegi og kollsterinn komin á fætur..búin að fara í sturtu og alles...
Fór á barinn í gær með Unu og Hörpu...svo kom Gunna Vala vinkona með manninum sínum..var á pöbbarölti...ekkert smá gaman að hitta hana...alger snilld..sátum og kjöftuðum endalaust mikið..fórum á trúnó og allt saman. Það er svo mikil snilld þegar maður á svona vini sem bara eru alltaf vinir manns og það er alveg sama hversu oft maður hitti viðkomandi..það er alltaf sama vináttan í gangi ...æi þið skiljið...jamm allavega...Gunna kom og sat hjá okkur heillengi...rosa fjör..svo löbbuðum við þrjár (ég, Harpa og Una) samfó heim...fínn dagur í gær...
núna er það bara vinnan og svo líklegast að hitta Dagnýju í kvöld að plana gay pride :) víííí
out for now


[8:31 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 25, 2003

Sögur af barnum

Jæja..fastir liðir eins og venjulega...held ég hafi þetta part af því..skrifa alltaf sögur af barnum þegar ég er búin að vera að vinna á Ölstofunni alla helgina...
Þessi helgi var meiriháttar í vinnunni..var ekkert að springa af spenningi að vera að fara að vinna en svo rættist aldeilis úr helginni..
Föstudagurinn....ég Una og Ragnar vorum að vinna (kynvillingabar Kormáks & Skjaldar) ...
gerðist sossum ekki margt merkilegt en við vorum í geðveiku stuði...mikið af skemmtilegu fólki var á staðnum og mikið hlegið og fíflast..nokkur glös brotin og verum ekkert að nefna nein nöfn :)
Laugardagurinn....það er alveg merkilegt hvað það gerir fyrir egóið hjá manni að vera barþjónn...Kom maður á barinn sem við skulum bara kalla Peningamanninn...var algerlega uppáhaldskúnninn okkar Unu...daðraði stöðugt við okkur...hihi....vissi samt alveg að við værum rammvilltar..sagði okkur stöðugt hvað honum fyndist við sætastar...hrissti líklega fyrir hann sirka fimmtán kokkteila yfir kvöldið..svo var hann með innbygða myndavél á gemmsanum sínum og tók mynd af mér að hrissta kokkteil..maður lætur alltaf eins og maður sé ekkert að fíla sona athygli en ég attla ekki að reyna að ljúga því að ég hafi ekki verið að fíla þetta..
Svo tippsaði hann okkur geðveikt...bara frábært gæi.
Svo er það eitthvað með Unu og kúnnana sem vita ekki alveg hvað þeir eru að biðja um ..ein skemmtileg svoleis saga

(Kúnni kemur labbandi að barnum til Unu)
Kúnni ; Ég attla að fá Egils !
Una, (tístandi inn í sér)..jamm við erum með allt frá Egils..hvað má bjóða þér ?
Kúnni; ég attla bara að fá einn svona Egils ! (frekar pirraður)
Una; hvað frá Egils ?
Kúnni; já svona Egils !

hihihih..held hann hafi endað á því að fá sér einn Egils Gull..hihih
svo pantaði einn líka svona bara Einfaldan bjór !

Júróvisjón liðið mætti líka á svæðið..er þá ekki að tala um Birgittu og félaga heldur fólkið sem ég var með í júrópartýi fyrr um kvöldið...þau sátu við barinn og voru ekkert smá sæt....Arnhildur..Diljá..Sigrún og síðast en ekki síst hann Haukur sem ég var bara að kynnast í gær...frábær eðal náungi..ekki skemmdi að hann flautaði í hvert skipti sem ég hrissti kokkteil og blikkaði mig geðveikt (ekki þá sem daður heldur bara sem góður gæi..Arnhildur ..þú átt æðislegan mann og þú ert æðisleg sjálf líka)
shit vá hvað það var gaman í vinnunni um helgina...snilld ...
jamm...man nú ekki meira eins og er ...jú hihihihih eitt enn....það er nýtt glasabarn byrjað að vinna hjá okkur..hann er svo mikið krútt...hann er eins og byssukúla...æi þetta er ekkert fyndið nema maður segi frá þessu sona þúst face to face..
jæja hætt í bili ...er að fara að hoppa í sturtu og skella sér kanski bara upp á prik til litlu siss ..
sjáumst síðar góða fólk


[4:15 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, maí 24, 2003

Komin laugardagur....komin júró dagur....allir að fara í júró partý í kvöld....Attli mar verð ekki að horfa á þetta...jú mar verður að styðja stelpuna...koma svo Birgitta...
æi langar ekkert að tala um júróvisjón samt...fín keppni og skemmtilegt tempó í kringum hana hér heima en langar samt ekkert að tala um hana...
Var að vinna á Öllaranum í gærkvöldi....ekkert nema kynvillingar að vinna á barnum..kanski staðurinn ætti bara að heita...Kynvillingabar Kormáks & Skjaldar..hihih meira að segja annar þeirra stakk upp á því í gær :) skemmtilegt...
Var nú ekkert brjálað að gera í gær...bara sona temmilega fínt...verður líklegast frekar mikið að gera í kvöld..það er að segja þegar keppnin góða er búin..líklega tómt á meðan ég henni stendur.
Svo þarf maður líklega að fara að huga að gay pride...þið stelpur sem voruð með í fyrra verðið að sjálfsögðu með okkur Dagnýju aftur í ár og endilega þær sem ekki voru með í fyrra bætast í hópinn ....þetta er ekkert privat neitt...allar kynvilltar stelpur þarna úti eru velkomnar...ástæðan fyrir því að ég segi stelpur er ekki sá að ég sé að skilja strákana útundan...þeir eru bara með sín atriðið og við stelpurnar höfum haft atriðið í göngunni síðustu tvö ár og munum halda því áfram. Hafið bara samband við mig eða Dagnýju ef þið viljið slást í hópinn :)
jæja best að hoppa í sturtu..
knús


[3:52 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 23, 2003

Gleðidagur í dag..mikill...Hanna litla systir mín (Oft kölluð Drottningin eða jafnvel Hetjan) er að útskrifast sem stúdent í dag :) ég er stóra systirin sem er að springa úr stolti :) Til hamingju með daginn elsku engillinn minn..elska þig svo mikið að hjarta mitt hoppar af gleði við að vita af þér að standa þig eins og þér einni er lagið..best :)
Hlakka til að knúsa þig almennilega til hamingju í kvöld .....
Langar ekkert að blogga neitt annað en þetta í dag...þetta er dagurinn þinn elsku Hanna :)


[5:21 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 22, 2003

Kollan ekki búin að vera hin duglegasta í dag að blogga..verður bara að segjast eins og er...en bæti hér með úr því....(úff og á meðan er ég að hugsa að ég hef næstum ekkert að segja svo hvað er ég að bloggast...well well..)
er að reyna að gera nýja þraut..verð að finna erfitt lag...er búin að ákveða verðlaunin..
æi er tóm inn í mér eikkva..hugmyndasnauð..samt ekki misskilja..er mjög hress..
knús á línuna


[4:50 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 21, 2003

Rokkari dagsins í dag er án alls efa hún Kristín Eysteins..a.k.a. Kriz :) hún giskaði á rétt lag og réttan flytjanda..og það ekki bara í feedbackið heldur líka í gestabókina..ekki slæmt það...hún fær að sjálfsögðu verðlaunin sem eru ekki af verri endanum..fyrir utan það að hún kom með mér á frumsýningu í kvöld þá fær hún líka aðalverðlaunin sem eru eiginhandaáritun frá Siggu sjálfri...safngripur sem ég eignaðist á Stjórnar-árunum mínum sem unglingur...Mjög lekkert áritun sem er nú í eign Kristínar Eysteins :) come and get it beibí... :)
knús kolls..
fór senst á frumsýninguna á Plómum í kvöld..Frábært sýning sem ég mæli með af öllu hjarta...frábær leikkona..frábær sviðsmynd..frábært tónlist og auðvita frábær sýningarstjóri (puff moma keyrir þessa sýningu)...jamm semsagt frábært kvöld...
stökk heim til að tékka á hlutunum og er núna að fara að pilla mér niður á Öl að hitta Ununa mína og gera vaktaplan fyrir næsta mánuð...hver veit svo hvað nóttin býður upp á...
góða nótt börnin mín og megi englarnir geyma ykkur.


[10:38 e.h.] [ ]

***

 

Búin að bæta einum kynvilling inn á linkana mína :) velkomin í blogg-heima Nana :)
annars lítið að frétta...vaknaði aðeins of snemma í morgun við rosalega mikið suð í herberginu mínu....var immit að tala um það í vinnunni minni í gær hvað ég væri ekkert hrædd við flugur...en nei...var nú ekkert svo mikil hetja þegar ég vaknaði við stanslaust suð í morgun..leit upp og sá geitung vera að svífa yfir mér ...jamm..hann er senst farin núna..ég ákvað að skella mér bara í sturtu og sjá hvort þessi elska yrði ekki bara farin þegar ég kæmi aftur inn í herbergi og viti menn. Horfin bara...vonum líka að hann sé ekkert að fara að koma aftur.
Er senst komin á fætur og tilbúinn í daginn...eða ég held það allavega..
jæja sjáumst


[8:22 f.h.] [ ]

***

 

Jæja...nú kemur örlítið þyngri þraut þar sem fólk tók svona vel í fyrstu þrautina...

Úr hvaða lagi er þessi og hvað heitir hljómsveitin sem flytur þetta lag .....?

Ýmislegt er óvænt
og engin veit hvað verður...
þó við þykjumst vita betur

jamm lofaði ekki að þetta yrði auðvelt en veit nú samt sem áður um nokkrar manneskjur sem ættu að þekkja þetta snöggt...

good luck 2 u all beibs :)
kolls


[8:14 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 20, 2003

Það eru tveir sigurvegarar í keppni dagsins....Báðar að sjálfsögðu ramm-kynvilltar...Eva María...sem erfitt er að gefa verðlaun þar sem hún er stödd á Ítalíu þessi elska og svo hinsvegar hún Nana...Nana er hinsvegar hér heima og verðlaun...hmmm...næst þegar kollsterinn er að vinna á Ölstofunni þá fær nana sko í mínu boði :) ekki amalegt að taka þátt í keppni hjá mér ha....:)
verð að hugsa næsta lag og hafa þrautina eilítið þyngri..
knús kolls


[1:00 e.h.] [ ]

***

 

smá laga-keppni...

úr hvaða lagi er þessi texti..

I can´t stay on your morphine
´cause it´s making me itch...

þessi er nú ekki erfið ..?

svar óskast í gestabók :)
kolls


[10:52 f.h.] [ ]

***

 

Held í alvörunni að skapið mitt breytist álíka hratt og óskipulega eins og bara veðrið á íslandi..jamm..er senst bara nokkuð hress eins og er...sátt við lífið og tilveruna..sjáum svo hvað veðrið býður upp á á morgun..gaman að vita..spennandi..
jæja held ég sökkvi mér í David Grey sem ég er búin að hafa á fóninum síðan ég keypti mér hann...vá hvað hann er mikið æði..
jæja gotta gó beibs


[12:12 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 19, 2003

kvöldinu er bjargað..mun þrátt fyrir allt horfa á sörvævör heima hjá ragnari og svönsu..búin að fá heimboð og alles..lít nú samt líklega fyrst á litlu siss þar sem ég fékk svo fallegt heimboð frá henni áðan á sms-formi..


[3:59 e.h.] [ ]

***

 

Gleymdi að segja ykkur að ég fór að sjá Matrix í gær...fannst hún ekki nógu góð..kanski var ég bara búin að búast við of miklu..svo var líka Halle Berry eiginlega bara ekki neitt í myndinni..vorum aldeilis ekki sáttar við það.
Nýjustu fréttir eru þær að Ingan mín getur ekki horft með mér á Sörvævör í kvöld...það er ekki gott mál..ekkert hægt að horfa á þetta með hverjum sem er sko..
kanski mar hoppi yfir til svönsu og ragnars..þau eru inn í þess líka..sjáum til...er samt pínu svekkt að horfa ekki með ingunni minni


[2:48 e.h.] [ ]

***

 

Var að tala við Evu á msn..hún og Maggý eru að koma heim 10 júní....jeij...get eiginlega ekki beðið...þetta er án efa eikkvað sem fær mig til að brosa...hugsa til þess þegar ég get farið allar helgar og jafnvel virka daga og hangið með englunum mínum á Hveravöllum..þær sögðu að ég mætti vera eins mikið hjá þeim og mig langaði..er litla stelpan þeirra...vá hvað það verður gott að knúsa þær þegar þær koma heim...er soldið lítil í mér núna (úpps..æi what the fuck)...jamm svona er þetta allt saman..
nóg að gera í vinnunni...held ég verði jafnvel lengur en til fimm í dag ef ég nenni...en ekki samt svo lengi að ég missi af sörvævör..oj greyið erla að sjá úrslitin áður en þetta er búið..ég bilast ef ég veit þetta áður...svo verið svo yndisleg og væn að segja mér þau ekki ef þið vitið þau.


[1:03 e.h.] [ ]

***

 

Ekki minn mánudagur

Vaknaði í morgun....og þó svo að það sé bara hægt að fara öðru megin fram úr rúminu mínu þá tókst mér að fara röngu leiðina...skapið er að drepa mig í dag...alveg skítsama þó ég sé að tilfinningablogga...so fokk it all...er pirruð...svo hugsaði ég með mér..."best ég sofi þetta bara úr mér" fékk leyfi til að koma seinna í vinnunna..en nei...þá byrja verkafíflin fyrir framan húsið mitt að rífa niður helv...stillasana...svo að mín rauk á fætur..sturta og komin til vinnu.
Sörvævör í kvöld er það sem heldur mér gangandi í dag...nenni ekki að pikka meira því ég vil ekki vera leiðinlega konan..
Svona er lífið...stundum er það ekki endilega gott...maður ræður því víst lítið sjálfur.
hafið þið það nú samt gott lömbin mín og svo er það bara london una...london beibí..


[11:08 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 18, 2003

Sunnudagur...Kollsterinn komin á fætur og fer með rútunni í bæinn upp úr hádegi...búið að vera rosalega fín helgi...fullt af lömbum komu í heiminn og mikið slappað af...fórum út í smá göngutúr eftir blogg gærdagsins og ég sofnaði um leið og ég kom tilbaka. Núna er bara að fara að pakka og skella sér svo í bæinn. Veit ekki alveg hvort ég hlakka til að koma heim...jú hlakka til að hitta fólkið en er samt pínku kvíðin...hey kolla slök...ekkert sona...no emotions beibí...
jamm..helgin senst búin að vera eðal...svo er það london beibí næst...hef lítið meira að segja núna..best að skella dótinu sínu ofaní tösku og borða hádegismatinn sinn :)
hafið það gott englarnir mínir og Harpa Rut..takk fyrir kommentið.... :)
kveðja kollster kántrýgörl


[11:11 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, maí 17, 2003

Kollgörl bloggar

Jæja...hér erum við...og getum ekki annað enda lífið að leika við okkur..Búnar að fista nokkrar tussur...og eftir það komu lömbin litlu...ekkert nema gott um það að segja.
Sitjum nú hér við tölvuna og ákváðum að senda ykkur, fólkinu okkar, nokkrar línur svona í tilefni af því að við erum hér saman í sveitasælunni.
Merkilegur þessi nútími...hægt að fara út í fjárhús og taka á móti litlu lömbunum, grillsteikum, og svo beint inn í sturtu ..setjast fyrir framan skjáinn og segja ykkur frá afrekum dagsins..þetta hefði nú ekki verið hægt í gamla daga (svo segir allavega bóndinn.is)
En við erum hér og hvað....?????
jú, jú, við á næturvakt ..brjálað að gera...fullt af fisti framundan..búnar að hlusta á Stjórnina...David Grey..ásamt góðum slatta af ljúfu jarmi.
Görl er að spá í hjónaband sem fyrst...en húsbréfin ráða ferðinni.
Koll hinsvegar býr á götunni eins og er, en samgleðst með Görl-inni ef húsbréfin koma með tempóið.
Hvað er búið að gerast í sveitinni ???
-jú..fist..
-sofið..lítið..
-blóð..mikið
-sprautur...úff..fjokk mar
-skítur..mikill
-gleði...endalaus
-grill...silence of the lambs
-namminamm......
.is
jæja erum kanski ekki alveg nógu frjóar núna...en komum líklega inn aftur eftir að hafa fistað nokkrar tussur í viðbót.
Knúsar&kossar
Kollster&Kreisigörl..í beinni úr sveitinni


[11:27 e.h.] [ ]

***

 

fokkans..skrifaði heilan helling og það ekki leiðinlegt..svo eyddist það allt...eikkva um stjórnina og tempóið í sveitinni..nenni ekki að endurtaka það allt saman..mun blogga síðar í dag með kreisigörl..sveitablogg...
þangað til..
bleeeeeeeeeee


[5:31 e.h.] [ ]

***

 

Kollsterinn og Kreisigörl eru búnar að vera tapa sér í sveitinni...settumst við tölvuna og fórum að skoða gömul blogg..þar sem við eigum báðar bráðum eins árs ammæli í bloggheiminum...fór að lesa yfir og fannst ég bara nokkuð skemmtilegur bloggari..með skemmtilegar sögur...ákváðum að blogga saman á eftir ...kollster og kreisigörl munu semsagt á eftir blogga eina færslu saman sem fer inn á báðar síðurnar..mína og hennar...jamm..
úff..mikil sveitalykt af minni...en það er bara kúl...hárið út í loftið eftir húfuna og freknur út um allt...sjarmó..hihi...svo er tempóið alveg að gera sig...stjórnin á blasti..keypti mér safndiskinn áður en ég fór...."þú ert allt sem ég þrái og dreymi um....alalalalal...þó þeir eigi þig engin sér...því þú ert hér í huga mér...lalalal" stjórnin rokkar feitast...það er víst kúl að fíla siggu b.
jæja...best að hoppa í sturtu...svo koma kanski Hommsan og Klaufastrumpur hingað í kvöld..það væri ekki leiðinlegt....partý í sveitinni.
jeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeeee


[5:30 e.h.] [ ]

***

 

Lömbin

jæja...laugardagur komin...veðrið kanski ekkert endilega það besta...smá þoka og soleis. En það er líka alltílæ..er að fara núna út og gá hvort rollurnar séu ekki að fara að fæða litlu lömbin..þá getum við tekið á móti þeim..og gefið þeim að drekka og soleis. 'Eg er bara eins og lítið barn hénna..aldrei gert neitt sona áður og er að tapa mér úr spenningi...víííí...svaf ekkert smá vel í nótt..svo er planið að grilla í kvöld og hafa það kósý.
Þegar ég kom hingað í gær var Hulda vinkona að vinna á Brú...sjoppustelpan..hihihi...fékk að borða hjá henni og skrifaði heilan helling niður í dagbókina mína..er með sona sniðuga dagbók..get tilfinningabloggað þar í staðinn fyrir að gera það hér...
Langar bara helst að vera hér alla vikuna...en mar þarf víst að vinna ...jújú..attla þá bara að njóta þeirra daga sem ég hef hér...
Langar pínu að skrifa soldið...smá skilaboð..en það er kanski ekkert sniðugt...nei...kolla vera dugleg..hihihihih...sæl....
Sveitastelpan kveður í bili


[12:08 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 16, 2003

Sveitasælan
Vá ..komin í sveitina...hér er ekkert lítið fagurt...finnst allt í einu ekkert svo langt síðan ég var hér síðast...smá vonbrigði með eitt...pabbin á bænum er bara með trippi inni núna..þannig að minns fær ekki að fara á hestbak...en fæ að taka á móti lömbum..vííí..get ekki beðið...mætti hér um átta leytið...sólbrunninn eftir smá törn á vegamótum áður en lagt var í hann út úr bænum...jæja nenni ekki að hanga við tölvuna..líður allavega rosa vel að vera komin hingað..tígri er líka sáttur við að vera komin upp úr ferðatöskunni greyið....nú er það bara sælan það sem eftir er af helginni :)
hafði það gott um helgina og ég mun gera það sama hér í sælunni..
knús sveitastelpan


[10:05 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 15, 2003

Held mig langi ekkert að blogga í dag....sofnaði seint og svaf ekki nógu vel...vaknaði snemma í morgun og held ég hafi bara farið algerlega vitlausu megin framúr rúminu..finn að það er lítill pirrílíus í mér...sjáum til hvort það verði meira bloggast í dag..ef eikkva rosalega fyndið og skemmtilegt gerist hér í vinnunni þá kanski segi ég ykkur frá því..annars bara hafið það gott og svo er það sveitin hjá mér á morgun....jeij.


[8:46 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 14, 2003

Sælt verið fólkið...
Fór á fund í kvöld...merkilegur fundur..mjög margt sem hafði áhrif á mig á þessum fundi..skrýtið hvað það gerir oft mikið fyrir mann bara að sjá annað fólk tala og hlusta...og þá meina ég ekki vera kurteis að hlusta..heldur bara hlusta og hlusta frá hjartanu...hvergi annarsstaðar..
jamm allavega..er komin heim...fór að hitta Drottninguna (litlu siss) sem er að fara að útskrifast sem stúdent..kollsterinn ekkert lítið stolt af litlunni...er svo stolt af þér stelpa..er að springa úr stolti..jæja nenni ekki að pikka...vinkona mín var að koma inn á msn..attla að spjalla aðeins við hana..
sæl að sinni yndislega fólkið mitt :)


[11:52 e.h.] [ ]

***

 

er búin að vera með sama diskinn á núna síðustu þrjá daga..heima hjá mér..í vinnunni...í walkmaninum...finnst þessi diskur ekkert nema bara fegurð...þetta er sko nýji diskurinn með david gray...algjört himnaríki...er immit að hlusta á besta lagið á disknum núna..á soldið vel við mínar hugsanir þessa dagana..en attla ekki að segja ykkur hvaða lag það er því þá er ég að tilfinningablogga..og kollsterinn er hættur því..bara töffara-blogg héðan í frá...jeeeeeeee ..koma svooooooo...
hef lítið að segja í dag...nenni ekki að vinna..en nóg að gera svo mar verður víst að vera duglegur..svo er það bara sveitin á föstudaginn..shit hvað ég hlakka mikið til...er að tryllast úr spenningi.is


[4:05 e.h.] [ ]

***

 

Vá...minns á bloggammæli 19 maí...þá verð ég búin að blogga í heilt ár....vei vei ..má mar halda upp á blogg-ammæli ?


[11:17 f.h.] [ ]

***

 

wow...komin miðvikudagur og styttist í föstudaginn..er sko að springa úr spenningi að vera að fara í sveitina.....tala um lítið annað þessa dagana..hlakka til að segja ferðasöguna eftir helgi...en þangað til er lítið sem ekkert að frétta...kollsterinn bara í rólegheitum og er sona soldið að skoða hvað hann attlar (eða hún..bla) að gera í sumar..kemur svo margt til greina..verð að velja vel...


[9:04 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 13, 2003

Plómur
Kollsterinn fór eftir vinnu að tékka á smá verkefni sem hún er með í...eða þúst...það er sko leikrit að fara að byrja í Tjarnarbíó sem ég er eikkva að hjálpa þeim með að finna fólk í tæknivinnu þar sem ég sé ekki fram á að geta gert hana sjálf sökum anna (pro-konan)...allavega..fór og horfði á rennsli...og heyrði fallegasta söng sem ég hef heyrt í langan langan tíma..datt inn í annan heim og flaug á bleiku skýi (ljóðræna konan)...þannig var að rennslið var mjög hrátt og bara leikkonan var á staðnum...vantaði tónlistarkonuna og alla aðra sem að þessu standa..en hinsvegar var aðstoðarkonan á svæðinu og hún lék hljóðin sem eiga að vera í sýningunni..og þarsem tónlistarkonan er erlendis þá tók þessi unga mær að sér að syngja lag sem flutt er í sýningunni...ekkert undirspil...raulaði það bara...allt í einu sá ég ekki leikkonuna..heyrði bara söngin og féll í dáleiðslu..skrýtið hvað fallegur söngur getur gert fyrir sálina í manni (er ekki að tilfinningabloggast..í alvörunni) varð bara að deila þessu með ykkur...og titilinn á þessari færslu er senst nafnið á einleiknum...endilega skellið ykkur á þetta þegar sýningar hefjast sem verður eftir viku.
Jamm...lítið annað títt...bara tjillaður dagur..hitti vin í spjall...fór í pool..jafntefli..alltaf gott fyrir kollsterinn að enda á jafntefli þar sem kollsterinn á það til einstaka sinnum (ekki oft) að vera pínulítið tapsár.
jæja nenni ekki meira pikki..farin...


[10:12 e.h.] [ ]

***

 

Vá hvað bloggið mitt er að verða rosalega mikið fínt...alltaf að gera og græja..eða verð nú samt eiginlega að vera alveg heiðarleg og viðurkenna að ég gerði næstum ekkert af þessu sjálf..jú ég flokkaði niður...en dagný snilli lagaði þetta allt sona fínt saman fyrir mig...kollsterinn ekki alveg nógu tölvuvæddur verð ég að segja..
en þetta kemur allt saman...plan dagsins...geymi það bara fyrir mig..en segi ykkur skemmtilegar sögur á morgun ef einhverjar verða...alltaf eitthvað að gerast :) vííííííí
úff...veit hver var valin úr sörvævör í gær og þá nenni ég ekkert að horfa á það í kvöld...ekkert gaman að vita fyrirfram...skamm Inga !!!!!
takk dagný...og hulda...þrír dagar...sæll
og þið öll hin...sæl


[3:03 e.h.] [ ]

***

 

Verslunarferð lífsins

Vá....Kollsterinn missti sig algerlega í gær...tók mér frí frá vinnunni eftir hádegi...hringdi í stílistann minn hana Svönsu sætu..og skellti mér með henni og Oddlaugu litlu á laugaveginn..með eitt markmið....versla...skellti mér nebbla inn á reikninginn minn á netbankanum og sá allt í einu pening sem ég var ekkert búin að reikna með....ORLOF...vííí...ákvað að vera töffara-pæja og kanski kaupa mér eins og eitt stykki buxur eða svo ....
Fór í Vero Moda þar sem Selma ofur-skutla var að vinna...bað hana um að dressa mig upp..
Selma...og hvað má bjóða kollunni...buxur ? bol ? peysu ?
og áður en ég vissi af var kollsterinn búin að svara..
Kolls...nú bara allt saman !
svo hófst fjörið...kollan inn í mátunarklefa og stelpurnar henntu í mig fötum hægri vinstri...vá...fannst allt ótrúlega flott sem ég fór í ...
"verð að fá þetta"..."já og þetta er möst"...úff..."þessi bolur á bara að vera með þessum buxum"...."upp í hvað er ég komin ?"..."nú það er ekki neitt, fæ bara þennan bol líka"...og mín labbaði út með eins og átta stykki flíkur...það er að segja ef ég tel beltið með :) brosandi hringinn :)
hitti líka Urði inn í Vero Moda með vagninn sinn ...og held hún hafi flissað soldið mikið inn í sér yfir geðveiku vinkonu sinni í kaupæðinu ... hehe
svo er bara að vera massa töffara-pæju-píku-konan í vinnunni í dag :) jeeeeeeeeeee
er vöknuð fyrir allar aldir og ákvað bara að skella mér í bað...vera í gúddí fíling .....
eigið góðan dag lömbin mín ..bið að heilsa í bili


[8:29 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 12, 2003

Sögur af barnum

Var að fatta að það er alltaf eitthvað skemmtilegt og fyndið að gerast á barnum...ein saga frá því þessa helgina...sona smá dæmi um hvað fólk getur verið fyndið án þess að vita af því...

(við una erum að tjilla á barnum þegar kúnni kemur að barborðinu...una snýr sér að honum...)

Una; get ég aðstoðað ?
kúnni; já heyrðu, láttu mig fá einn sona orange breezer !
(una er að labba að kælinum þegar kúnninn kallar í hana)
kúnni; fyrirgefðu annars, hvaða tegundir áttu af breezer ?
una; ég á til appelsínu.....(er að fara að telja upp restina..þá grípur kúnninn frammí fyrir henni..)
kúnni; heyrðu JÁ láttu mig bara hafa einn svona appelsínu..það er fínt !

gaman að þessu...soldið sona ..u had 2 bí þer...en samt fyndið..

líka fyndin sá sem var rosa drukkin og attlaði bara að fá einn einfaldan gin í vodka...sæll !


[11:21 f.h.] [ ]

***

 

úff...ok pásan var kanski ekki löng..en síðustu daga hef ég fengið alveg óendanlega sterka þörf fyrir að blogga...veit að ég lofaði mér að blogga ekki þangað til seint og síðarmeir...en well..þið eruð líka búin að vera svo sæt að segja mér að hætta ekki...svo ég er að hugsa um að halda áfram..bloggið verður reyndar soldið með öðru sniði en ég er vön.....jamm...nenni ekki lengur að tala um tilfinningar...ekki það að ég attli að vera lokaðakonan.is..langar bara meira að tala um ferðalög og svo framvegis...nóg á stefnuskránni með það á næstunni..er að fara í sauðburð í hrútafjörðinn næstu helgi og lofa ég ferðasögu eftir þá helgina..svo er það auðvita Birmingham beibí með Unu hjúkku síðustu helgina í maí. Shit...úff...gott að vera búin að blogga smá...mánudagur...ekkert plan í dag...eða jú shit...auðvita ..survivor maður ...sæll..
bið að heilsa í bili og takk fyrir allar kveðjurnar bæði í kommentunum og í gestabókinni..þið eruð ágæt :)


[9:43 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 05, 2003

Elskulega fallega fólkið mitt....Kollsterinn er að fara að gera soldið sem ég veit að verður ekki auðvelt...er senst frá og með núna komin í blogg-pásu..hvenær ég kem aftur veit ég ekki en ég verð að gera þetta..ástæðurnar eru margar og kanski aðallega það að ég er orðin fíkill (djók) hihi er senst farin í meðferð við þessu núna..einn dagur í einu og allt það :)
En allavega...er hætt í bili og vona að þið skiljið...þetta er samt alls ekkert til að hafa áhyggjur af ..bara eitthvað sem ég þarf að gera :)
sendi ykkur öllum knús í huganum og vona að þið hafið það sem allra best.
bless í bili
kollsterinn kveður


[2:42 e.h.] [ ]

***

 

Veiiiiii.....kollan orðin aðalsöguhetjan í nýjustu bloggfærslunni hjá Rokklingnum .......sjáiði (og allir að kíkja hér)


[10:03 f.h.] [ ]

***

 

jæja...viljiðið heyra ógeðssöguna...finnst reyndar soldið mikið erfitt að segja hana sona í morgunsárið og þurfa að muna eftir henni það sem eftir er af deginum en svo hinsvegar þá hef ég eikkva fyndið til að skrifa um...so here we go..

Einn góður vinum minn er semsagt að vinna við að temja hesta og alskyns sona hestamannadóterí.......
Svo fer hann að segja mér söguna af Stóðhestinum sem hann var að hjálpa...??? oj.....vissuð þið að stóðhesturinn er látin ríða gervimeri....og þegar hann fær það þá fer brundurinn í plastpoka sem síðan er settur í frysti og geymdur til að selja ? merkilegt nokk...nema hvað....ekki nóg með að þeir séu látnir gera þetta heldur þarf stundum að aðstoða hestana til að láta þá koma...með því að rúnka þeim (veit að ég er ekki að tala eins og dama en get ekki sagt söguna án þess að nota þessi orð)....
Svo að eitt sinn þegar þessi vinur minn er að aðstoða hestinn við að koma með hvíta stöffið....þá kemur hesturinn of snemma og ekki ofaní fína plastpokann heldur bara beint framaní (og ég er ekki að grínast) andlitið á umræddum vini....
jamm frekar ógeðslegt...en samt mjög fyndið


[9:01 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 04, 2003

Á leiðinni...alltaf á leiðinni...hihi...sit heima og sætan er að klára að hafa sig til fyrir matarboðið hjá Hönnu systur...Drottningin (senst Hanna siss) er að elda handa okkur og er eiginlega að bíða eftir okkur...seinu konurnar við..hihi
búið að vera rosa fínn dagur...er með eina sögu handa ykkur sem ég fékk að heyra hjá Ragnari sæta áðan...frekar mikið ógeðsleg saga en verð samt að blogga hana..get það bara ekki núna þar sem ég er með sálar-ör eftir ógeðssöguna miklu..
segi ykkur hana síðar...en þangað til...hafið það gott :)


[7:19 e.h.] [ ]

***

 

Hugsandi

Hausinn á mér er held ég bara að fara að sjóða upp úr...er búin að vera að hugsa um rosalega margt upp á síðkastið...ekkert drama-neitt...bara sona hlutur sem erfitt er að útskýra hér án þess að segja nákvæmlega hvað það er sem ég er að hugsa um. Er búin að velta þessu upp í hausnum á mér fram og tilbaka og allt þar á milli...þetta er sona...æi langar sko rosa mikið að blogga um þetta en samt erfitt að koma þessu frá sér...
Sko...hmm...þannig er allir eru með sona karakter-einkenni..og eru áberandi í einu og minna í öðru...æi kolla þetta er ekkert að gera sig...finnst ég hljóma soldið eins og joey..
En er allavega búin að vera á miljón í hausnum á mér að ræða þetta allt saman við sjálfa mig fram og tilbaka..en virðist ekki geta komist að neinni niðurstöðu..veit allar staðreyndir málsins og get líka vel skilið af hverju þetta er sona...(vá hvað þetta hlýtur að líta út fyrir að vera mesta steypa í heimi) en þetta er samt eitthvað sem skiptir mig máli...þó það eigi kanski ekki endilega að vera að hanga í hausnum á mér endalaust...
Er að springa úr hamingju..ástfanginn upp fyrir haus...svo er þetta alltaf að trufla mig til hliðar í hausnum á mér...kemur kærustunni minni ekkert við og þetta eru ekki efasemdir eða neitt soleis ..alls ekki..veit nákvæmlega hvað ég vil og það er að vera þar sem ég er í dag....
erfitt að útskýra svo kanski best að þegja bara.
Hey vá....gleymi að segja ykkur það skemmtilegasta...ég á eins mánaða ammæli í dag...nei ég meina ..ég og prinsessan mín... :) hittumst nebbla..4.maí :)
jæja...sturta...var að klára að þrífa...monica komst í haminn..algerlega..núna er það sturta og svo á ölstofuna að hitta Skjölduna..
ble ble og sorry bullið


[4:51 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, maí 03, 2003

Morgunblogg

Var að vakna...vakna einhvernvegin alltaf brosandi þessa dagana..og attla að halda því áfram...hvernig er hægt annað en að brosa þegar prinsessa liggur við hliðina á manni..hún er svo fögur....jæja..ok..róa sig...
Jamm er komin í tölvuna...soldið háð ...en þýðir ekkert að hætta bara einn tveir og sjö...bara reyna að minnka niður í kanski þrjú blogg á dag...og svo tvö og svo framvegis..
er að fara að keyra sætuna í vinnunna....gotta go...
luv


[11:18 f.h.] [ ]

***

 

ok....þetta verður síðasta bloggið í kvöld..ég lofa..hihihi
Þið verðið að kíkja á nýjustu færsluna hjá Rokklingnum..(virkar allt í einu ekki að linka hjá mér en hún er hér til hliðar) ...ótrúlega skemmtileg saga sem hún er að segja frá..
Og fyrir þá sem ekki vita þá er það ekkert grín þetta með rokklingin í henni...hún Diljá megabeib var sko í alvörunni einu sinni Rokklingur..og einu sinni Rokklingur..ávalt Rokklingur...hihi
.......já...hef sko eiginlega ekkert að segja..finnst það frekar leiðinlegt þar sem ég er loksins komin með tölvu heim til mín og attlaði sko aldeilis að segja skemmtisögur og svo framvegis hér...en hef svo eiginlega bara nákvæmlega ekkert til að tala um...sit hér bara að syngja eins og kjáni...syng sko bara þegar ég er ein..er ekkert að pína aðra með því...enda fáir sem geta sagt að þeir hafi heyrt í mér syngja....nema kanski á einstaka blindafylliríi og það gerist nú ekki oft...held ég get talið á annari hendi alla þá sam hafa heyrt mig syngja enda hafa þeir ekkert verið að biðja mig um það aftur :)
jæja...attla að hætta núna enda prinsessan komin


[12:25 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 02, 2003

Monica er týnd
jæja..kollsterinn sestur fyrir framan "skjáinn sinn" ....með kók í annari og lyklaborðið í hinni ..hihi..þessi dagur er allur búin að vera rosalega rólegur...
Var alveg búin að plana daginn í huganum...fara heim eftir vinnu og vera geðveik monica..byrjaði um leið og ég kom heim að gera rosa fínt hér heima hjá mér...komst í geðveikan fimmta gír...datt svo alltíeinu niður í annan...og ákvað að fara með prinsessunni og fá mér að borða...var svo að koma heim og er alveg allt í einu komin í hlutlausa gírinn...settist fyrir framan tölvuna og attla held ég bara að vera hér í smástund...gleymdi símanum mínum í bílnum hjá prinsessunni...alveg friður fyrir öllu..ekki einu sinni hægt að hringja í heimasímann minn þar sem ég er á netinu...hihih...soldið eins og maður sé bara komin upp í sveit (jamm immit borgarbarnið..í tölvunni..tala á msn..rosa mikið sveit eikkva)
Er að hlusta á David Grey...er algerlega alltaf með þennan disk í spilaranum..alveg að fíla hann rosalega vel...svo þægilegur...sit hér ...pikka..raula með lögunum..og hugsa um hvað það er margt fallegt til í lífinu...vissi ekki að lífið hefði upp á svona mikið að bjóða...fuglarnir að syngja úti...grasið að gróa....bladibladibla...róleg kolla...slök bara..
Hey..verð að fá mér sona gel-mottu undir hendurnar á mér...koma mér vel fyrir hér hjá elskulega lyklaborðinu mínu :)
jæja er að hugsa um að svindla smá..er með pínu plott í gangi en get ekki sagt frá því þar sem ég veit hverjir lesa bloggið mitt og þá myndi ég klúðra því..svo ég attla að hætta að pikka hér áður en ég missi hugmyndina út úr mér..
ok bæ
[10:53 e.h.] [ ]

***

 

ó mæ god...er að blogga í herberginu mínu...vei tengingin virkaði...vá takk dagný snillingur..svo er ég með msn hénna og allt..víííí...er að springa úr hamingju..en verð samt að hætta þarsem litla siss er á leiðinni til mín :)
gotta gó...en sjáumst aftur og það oft býst ég við :)
knús


[7:32 e.h.] [ ]

***

 

fyrir þá sem eru að byrja að lesa bloggið mitt þessa dagana eins og litli púkinn sem skrifaði í gestabókina mína...bara sona punktar ...Agureyris.is var ferð sem ég fór í síðasta sumar ásamt naglanum mínum...og við segjum alltaf agureyris en ekki aKureyris...það er smá einkahúmor á bakvið þetta..sona tempó atriði. En já...senst...agureyris.is...bla...vildi bara koma þessu frá mér :) er að bíða eftir kæró að koma að sækja mig....sjáumst síðar..og góða helgi..mun nú líklega samt blogga eikkva heima ef fína snúran sem ég var að kaupa virkar :)
knús á línuna


[6:53 e.h.] [ ]

***

 

Greinilega verið að uppfæra blogg-síður á miljón...bloggið mitt ekki að virka núna..og komst ekki á nokkrar síður í dag vegna sama vandamáls..en það er sossum í lagi..ætti að geta lifað af að skoða sjálfa mig bara tvisvar í dag..eða það er að segja kíkja inn á bloggið mitt.
Jamm og jæja..hljóp út í símabúð áðan..og eina búð enn sem er leyndó...og keypti mér snúru í tölluna mína heima so ég gæti tengst netinu heima hjá mér..frekar mikið spennt yfir því skal ég segja ykkur.
Er núna að hlusta á madonnu..erum með smá húmor í gangi hér á bakvið í vinnunni...kolla spilar alltaf þema-lag dagsins sem fer eiginlega bara eftir skapinu í mér..Madonna er búin að vera í græjunum frekar mikið síðustu daga..er með fjóra diska hér með henni..reyndar ekki þann nýjasta en samt madonna..hún er nú ekkert ljót greyið.
Bladibla...er að plana agureyrisferð og hveravallaferð allan daginn í huganum..og auðvita helst líka rokk-ferð með rokkurum lífsins ef það er í boði.
lalala....erotica...lalala...;)


[3:37 e.h.] [ ]

***

 

Hafnafjörður er sveit
var að kíkja í gestabókina mína og bara brjálað að gera...sá færslu frá naglanum..bara verið að skjóta á kollsterinn..naglinn er senst fyrir ykkur sem ekki vitið flutt til unnustu sinnar í hafnarfirðinum..fyrir mér er það sveit og hver veit nema ég geri mér ferð í sveitina í sumar til að heimsækja naglann og prinsessuna hennar :)
jamm fínt að frétta héðan úr eymó..er að vinna til hálf sjö..finnst það allt í einu soldið langt...vinna til hálf sjö..er vön að geta labbað héðan út klukkan fimm...en sona eretta bara..
Er boðið í mat til Hönnu sætu systur á sunnudaginn...spot á laugardaginn að vinna og tjill með sætunni í kvöld held ég bara...
já já já....föstudagur..það er góður dagur...vá það er bara að koma helgi...já líka sýning á kvetch á morgun...nóg að gera hjá vinsælu konunni ..hihihi
chau


[2:19 e.h.] [ ]

***

 

jæja....veit...ekkert búin að blogga í dag...duglega ég...hihi..sumir myndu immit kallast duglegir ef þeir blogga..en ég er að reyna að venja mig af þessari fíkn..reyna að blogga í hófi...vera hóf-blogg-manneskja...
jæja..attla bara ekkert að vera að bulla neitt meira..
pascale..takk fyrir skilaboðin ..gaman að vita að þú lest bloggið..vissi það ekki
harpa....já gleymdi alveg rörinu..skamm kolla skamm :)
þið eruð öll æði..og prinsessa...sakna þín


[1:02 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 01, 2003

Sunnudagur lífsins

Þessi dagur er búin að vera eins og besti sunnudagur sem hægt er að hugsa sér...fór með litla engla og prinsessuna í ís-bíltúr...niður á tjörn í kópavogi..já það er tjörn í kópavogi...en allavega...bara rólegheit og afslöppun...sit svo núna fyrir framan tölvuna heima hjá steinu og er búin að skrifa svo langt bréf til vinkonu minnar að hún á aldrei eftir að nenna að lesa það allt...missti mig algerlega...fór á eiginlega bara pikk-trúnó lífsins...rosalega gott að losa sona um...attlaði að blogga rosalega mikið en ákvað svo að þetta væri bara ekkert fyrir alla að lesa...aðallega þar sem þetta var sona trúnó tal...þið hefðuð aldrei nennt að lesa alla þessa rommsu...þannig að ég henntist bara inn á mailið mitt..skellti rólegum geisladisk í spilarann og hvarf inn á annan heim..heim þar sem ég ein sé um að tala og tjá mig...frekar fyndið en samt rosalega gott.
Eftir að ég byrjaði að blogga þá hefur e-mail sambandið mitt eikkva slaknað...eins og mér finnst gaman að fá mail þá fær maður víst lítið að bréfum ef maður skrifar ekkert sjálfur.
Jómbi...takk fyrir kommentið..hlýnar um hjartað við sona falleg orð í minn garð..
Una ..luv ya 2
hulda...seitin ...alveg að nálgast í það..
bara sona koma þessu til skila þar sem ég var að kíkja á feedbackið og gestabókina og varð rosa glöð að sjá að nokkrir hefðu skrifað..
ótrúlegt hvað maður getur verið frekur...ég skrifaði skilaboðaskjóðu...ekki bara fyrir ykkur..heldur líka fyrir mig bara til að gera eikkva skemmtilegt ..svo fer maður bara í fýlu af því að fólk er ekki að svara..eins og það sé ekki nóg að það lesi skilaboðin sín og verði glatt..brosi jafnvel fyrir framan skjáinn...þarf maður alltaf að fá þessa viðurkenningu...þarf að læra eikkva af þessu held ég bara..
jæja er komin með pikk-ræpu..svo ég attla að hætta og skrifa bara meira mail
bæ í bili yndin mín


[10:15 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K