Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



mánudagur, júní 30, 2003

Kollsterinn i kastalanum

Mánudagur...jamms...búin að vera pínku lengi að líða þessi dagur...er samt rosa heppin því að vinkona mín var að hringja og segja mér að hún sé að fara út úr bænum í sirka mánuð...var sona að tékka hvort ég vildi vera svo væn að passa húsið hennar í þennan tíma sem hún er í burtu.
Gaman að því...erum sko að tala um að húsið hennar er sirka rosalega margir fermetrar (hihihi) nýkomin rosa flott eldhúsinnrétting...þetta er sko sona eldhús sem fær mig til að langa að elda (sem er ekki algengt)
svo er þanna allt til alls bara..risastór garður og fínerí :)
svo að kollsterinn mun búa í höll þegar hún kemur heim frá Hveró :)
annars lítið annað að frétta af minni..bara nokkuð sátt við lífið...
p.s. er að fríka út á dömunni í mér þessa dagana...búin að fá mér neglur (kanski búin að tala soldið mikið um þetta) en samt...er alveg að fíla mig í þessu grúvi...langar bara að fara og kaupa mér nokkur pils og spóka mig með neglurnar ..hálsmen og spennur í hárinu..hihi
knús á línuna


[3:56 e.h.] [ ]

***

 

Helgin....

Jæja..helgin búin..frekar leiðinlegt en samt bara fínt þar sem þá styttist annsi mikið í Hveravelli og það er nú ekki leiðinlegt.
Föstudagurinn var fínn...var að vinna upp á Öl og svo bara heim að sofa um nóttina ...svaf í örfáa tíma og var svo sótt til þess að mæta í gæsun á vinkonu minni...fórum í hestaferð og alskyns ótrúlega skemmtilega hluti..nenni ekki að segja frá öllum deginum en finnst líklegt að Elísabet vinkona hennar muni blogga um þetta og ef ykkur langar að sjá hvernig laugardagurinn var hjá okkur þá kíkiði bara hingað..en allavega..enduðum á djamminu þar sem Kollsterinn tók fram fínu fötin..kjólin..neglurnar (þær voru reyndar þarna fyrir) ..greiðslan sett upp..make-up forever og góða skapið...fór á nýja staðinn fyrir ofan apótekið..mjög gaman...svo var stefnan bara tekin heim.
Sunnudagurinn var æðislegur.....var að tjilla allan daginn með krúttu-vinum mínum ....fórum á pizza hut..tókum svo fullt af spólum og gláptum á vidjó fram á nótt...ekta þynnku dagur nema að engin var þunnur :)
En nú er senst komin mánudagur og Hveravellir á föstudaginn...vííí...get hugsað um lítið annað..


[9:19 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júní 27, 2003

Gervineglur

Jæja...komin attur til vinnu..fékk frí eftir hádegi í gær og það var mjög ljúft...margt gerðist í gær ..sumu get ég sagt frá og öðru ekki..held því bara fyrir mig eins og er :) (gaman að gera alla forvitna..hihi)
Fékk mér senst gervineglur í gær..er engin smá pæja..hafði þær samt nógu stuttar til að ég væri fær um að pikka á tölvuna , fara á klósettið og annað sem ég geri sona dagsdaglega..Kollsterinn er senst komin í pæjugírinn fyrir helgina..svo gerir maður bara hlutina eða ekki..er síðan að fara í litun og plokkun í dag..pæja alla leið...Skjöldur vinur minn verður ánægður með Kolluna sína núna :)
Held ég nenni samt ekki að vera í kjól um helgina..læt þetta duga bara í bili..stelpurnar í vinnunni fengu sjokk að sjá mig með neglur.
Svo var gay-pride-stelpufundur í gær..mjög illa mætt en þær sem mættu skelltu sér bara í pool sem var ekki leiðinlegt nema kanski fyrir mig þar sem ég tapaði öllum leikjunum mínum held ég bara...líklega gervinöglunum að kenna :)
jæja..vinna vinna...svo er það bara litun og plokkun í dag og gæsa Kötu vinkonu á laugardaginn með hinum pæjunum...á sko eftir að falla inn í hópinn núna :)
hafið það gott englar


[12:07 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 26, 2003

Blogg-smogg

Jæja...bloggið mitt komið í lag og loks hægt að lesa það..það var eikkva klúður með íslensku stafina mína sem Dagný snillingur lagaði fyrir mig..veit ekki alveg hvar þetta blogg mitt væri í dag ef Dagný væri ekki blogg-bjargvætturinn-minn..líklega væri ég bara löngu búin að gefast upp og hætt að blogga :)
En mér tekst það nú yfirleitt ekki þegar ég attla mér að hætta þessu...er greinilega orðin háð bloggi og attla mér ekki að taka tólf spora kerfið á það..bara halda þessu áfram og vera æðslega glöð með það :)
Nú er komið líka nýtt útlit þegar maður er að blogga..komin sona title og fínheit..kanski ætti ég að láta þetta blogg heita eikkva..það er að segja þessa færslu...já geri það bara..fann ekkert sniðugra heldur en það sem stendur hér fyrir ofan.
Sjáumst síðar sætu sólir (allt sagt smámælt)


[12:01 e.h.] [ ]

***

 

úff..komið eikkva nýtt system greinilega á bloggið..skildi ekkert hvað þetta var sem kom upp..en við reynum þetta bara. Nýjustu fréttir af mér eru þær að ég er í slúðurblaði íslands.is...beið mjööööööööög spennt eftir að blaðið kæmi hér í hús í gær. Hihihi..jamm gaman að þessu..
Fór á fund í gærkvöldi..skellti mér svo á borgina með fundarfólkinu..og þaðan beinustu leið heim til mín..spjallaði aðeins við lítin engil á msn og svo beið mín draumalandið sem ég skreið inn í fyrir miðnætti...ekkert stjórnleysi á þessum bæ takk fyrir :)
jæja hef sossum ekki mikið eða merkilegt að segja..hætti að vinna tólf í dag þannig að ég mun líklega ekki blogga mikið eftir klukkan tólf í dag...en þangað til næst hafið það sem allra best börnin min og farið vel með ykkur :)
knús kollsterinn


[10:58 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júní 25, 2003

Kollan var duglega konan í gær..rosa stolt af mér...fór eftir vinnu upp á Ölstofu að redda helginni ...svo að passa í tvo tíma fyrir Komma..rölti mér síðan upp á Vegamót að hitta gamlar skólavinkonur..þetta var sko sona gæsafundur..erum að fara að gæsa Katrínu vinkonu..vildi ekki segja það á blogginu ef ske kynni að hún læsi það en hún fer víst svo lítið á netið að ég get alveg talað um það. Erum senst að fara að gæsa hana næstkomandi laugardag...förum með hana á hestbak..í árumynd og borðum saman..fjör fjör..
Jamm en allavega...þá fór ég að hitta þær...kvaddi þær síðan um tíu...labbaði heim til mín..skoðaði tölvupóstinn minn og fór að SOFA .....
knús


[9:36 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 24, 2003

halló attur....er að passa í klukkutíma og svo er það fundurinn með skutlunum úr skólanum....hef ekki hitt þessar stelpur í annsi langan tíma...verður rosa fínt. Attla mér nú samt að vera dugleg og ekki fara seint í bólið þar sem ég hafði hugsað mér að mæta átta í vinnunna á morgun ..undirbúa daginn í vinnunni ..fínt að vinna í klukkutíma á morgnanna þegar engin kúnni er í búðinni og engin mættur ...engin að trufla mann..ekki einu sinni síminn :)
svo er komið eitt nýtt plan...veit að þetta mun koma ykkur soldið á óvart..en ég er að fara að fá mér gel-neglur...hehe...jamm ..reyna að hætta að naga þetta helvíti..og þar sem stelpa sem ég þekki gerir sona fínerí þá er ég bara að hugsa um að skella mér til hennar og fá mér sona nagladót...jamms...en samt ekkert eitthvað rosa langt þannig að ég geti ekki losað buxurnar þegar ég fer á salernið..bara stuttar..eins stuttar og hægt er að fá held ég bara. Get fengið mér sona fyrst að Dagný lögga er meira að segja komin með gervi-neglur..svo una ...núna ég...allar aðal-lessur bæjarins komnar með voa fínar neglur. Við erum búnar að hlæja mikið að þessu..þar sem við köllum yfirleitt konur með langar neglur "lessur á lausu" ..hihi
jamm...lítið annað títt...kollsterinn að fara að fá sér neglur og hitta gamlar vinkonur úr skólanum...kelling :)


[7:12 e.h.] [ ]

***

 

tíu dagar þangað til ég fer til Hveravalla...get ekki beðið...langar bara að leggjast í dvala þangað til....hlakka til þegar ég mæti til sætu stelpnanna á Hveravöllum og get knúsað þær á hverjum degi... :) Kollsterinn var duglega konan í gær og hjálpaði litlu siss að laga til í foreldrahúsum...
Plan dagsins er að skella sér heim til sín eftir vinnu og kanski reyna að gera soldið fínt þar líka..svo er fundur í kvöld með gömlum skólafélögum..gaman gaman :)
svo fundur annað kvöld og fundur fimmtudagskvöld...svo vinna föstudag og vinna laugardag...ekki alveg að nenna þessum endalausu plönum..langar soldið í nokkra daga þar sem er bara EKKERT PLAN...kollan eikkva pirrilíus í dag...well well...það lagast eins og allt annað :)
knús


[11:06 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 23, 2003

halló fallega fólk..
Kollsterinn búin að vera Monica í dag...ég og litla siss búnar að vera á haus að laga til heima hjá múttu og pabba..svo á múttan mín líka ammæli í dag..verst að hún er í útlandinu þannig að ég verð bara að knúsa hana á morgun þegar hún kemur heim.
Hafði líka hugsað mér að hafa daginn sona...taka til..hanga með litlu siss og fara snemma í háttinn þar sem ég hef ekki verið að gera mikið af því að fara snemma í bólið upp á síðkastið.
góða nótt fallega fólk...er ekki í pikkstuði svo ég spjalla við ykkur síðar.
knús kolls


[9:31 e.h.] [ ]

***

 

Jæja....takk Urður fyrir fallegu orðin þín...elska þig meir en allar perlur hafsins :) blikk blikk..
Þegar fólk hættir að blogga þá venjulega tekur maður linkinn út svo að annað fólk sé ekki að hendast á milli síðna sem eru bara hættar að blogga...þið skiljið hvað ég á við...það er aldrei neitt persónulegt þegar ég tek út linka hjá mér..tek þá aldrei út nema bara að fólk sé hætt að blogga...svo auðvita ef viðkomandi byrjar að blogga aftur þá skelli ég honum eða henni að sjálfsögðu inn aftur og er búin að gera það núna litla.... :)
eigið góðan dag og gott kvöld..það attla ég allavega að gera...
takk fyrir ykkur öll enn og aftur...kollan er þakkláta konan og það er ykkur að þakka....(djúpa konan í dag)
jamms...hef lítið merkilegt að segja núna...ragnarinn minn er að koma og ná í mig til að sýna mér íbúð sem honum langar að kaupa og svo verður bara brunað heim til að gera fínt heima hjá múttu og pabba áður en þau koma heim.
knús á línuna


[4:42 e.h.] [ ]

***

 

Ekki sniðugt að sofa lítið....sofnaði allt of seint í nótt...vann báða dagana um helgina á Öllaranum og var ekkert allt of dugleg við að fara heim að sofa og sofa út....finnst í dag eins og ég hafi verið á stanslausu fylliríi alla helgina og ekki látið renna af mér fyrr en í dag...
jamm...svona er þetta...vinnandi konan orðin bitur og ekki nema 24 ára gömul..


[12:44 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, júní 21, 2003

Þessi dagur er búin að vera fínn ...og verður nú líklegast bara fínn áfram..er að fara á eftir í veisluna til Ernu ...með stóra pakkan með mér :) vííí...svo er það öllarinn í kvöld...sérstakt kvöld á Öllaranum þar sem allt staffið er kynvillt í kvöld fyrir utan eitt glasabarnið og telst hún þá líklega undantekningin á reglunni eða eikkva soleis :)
Fór aðeins á kaffihús áðan og hitti Ragnar og Pascale ...fór svo á rúntinn og var í einhverju væmniskasti..hlustaði á róleg lög ...ég get sko verið algjör sökker fyrir rólegum lögum og þá er ég ekki að tala um Celine Dion..neineinei...á rosalega mörg uppáhalds róleg lög...og textinn segir yfirleitt mest fyrir mig um hvort ég fíla lögin eða ekki...dett algerlega inn í lögin og finnst fólkið vera að syngja fyrir mig eða um mig...einhver lennt í þessu ? hihihihi....jamm vorum senst bara að rúnta og syngja hástöfum..ekki oft sem ég læt heyra í mér enda örugglega verið að gera út af við vinkonu mína sem var að keyra bílinn :)
jamm...er bara í góðum gír og fíling...ennþá mikið að hlakka til 4.júlí...Hveravellir hjér æ komm....
annars lítið að frétta bara...er að reyna að plana sumarið...komið plan um að fara upp á akranes að heimsækja Tótu vinkonu...fara til Hveravalla og svo auðvita bústaðaferðir...veit bara ekki alveg hvernig ég attla að koma þessu öllu fyrir þar sem ég er að vinna soldið margar helgar á Ölstofunni í sumar..en þetta reddast. Steingeitin hlýtur að geta búið til eitthvað plan fyrir þetta allt saman .
var að hugsa um að skella mér í að búa til skilaboðaskjóðu en það er eiginlega ekki hægt núna....svo ég segi bara við ykkur öll...
takk fyrir að vera til og takk fyrir að leyfa mér að þekkja ykkur....knús knús knús knús


[4:54 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júní 20, 2003

Er búin að vera að skoða soldið í gegnum diskana mína og raða þeim...efst í bunkanum eru alltaf sömu diskarnir....diskar sem vinkonur mínar hafa sungið inn á ....ótrúlegt hvað ég á mikið af ótrúlega hæfileikaríkum vinum...spring úr stolti...er það bara ég eða finnst öllum þeirra vinir syngja best og teikna best og gera allt best...
Á alveg þónokkrar vinkonur sem syngja eins og englar..svo fer það bara í taugarnar á mér að þær skuli ekki vera að gera neitt við þessa rödd sína (þær taki þetta til sín sem vilja..til dæmis gíraffin á akranesi ; )
er núna búin að vera að hlusta á disk sem vinkona mín lánaði mér...ótrúlega fallegt...ótrúleg rödd...
Hlakka geðveikt til að kaupa mér íbúð og geta haft diskana mína upp á hillu..myndirnar sem vinirnir hafa teiknað upp á vegg ..barnamyndirnar sem Bríet og önnur lítil kríli hafa gefið mér í gegnum árin og svo alskyns hlutir sem ég hef fengið og þykir vænt um ...verð að vera umkringd sona dóti til að líða vel ef ég kaupi mér íbúð....ef upp kæmi að íbúðinni mín myndi brenna þá myndi ég fyrst bjarga sona hlutum...aðra hluti er alveg hægt að re-pleisa...æi veit ekki hvaða væmniskasti ég er í ...varð bara aðeins að tjá mig um þetta...Kolla persónulegi bloggerinn (sona eins og persónulegi trúbadorinn í fóstbræðrum..hihihi)


[7:06 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...duglega kollan komin heim til sín eftir vinnu...vann sko alveg frá korter í átta og til fimm...vííí...svo er það helgin...útskrift hjá Ernunni minni á morgun (er að springa úr stolti yfir þér stelpa....svona á að fara að lífinu...klára skólann...verða ólétt áður en skólinn er búin....útskrift...tveir mánuðir í barnið...nýflutt á nýja staðinn og búin að trúlofast prinsinum sínum.) ættum öll að taka þig til fyrirmyndar litli engill :) elska þig soooooooooooooooooooooooona mikið !!!!!!!
Er að hugsa um að fara að skrifa "verkefnið mitt" núna og hætta þessu tölvurugli...er að hlusta á ótrúlega góðan disk...með englana hjá mér og hef það bara ljómandi gott...er að fara að elda með sætu siss á ettir...mm....nammi namm...
knús á ykkur öll....


[6:28 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...svo var þetta ekkert stór sending....það er að segja til mín...komu bara nokkur vesæl blöð til mín en hinsvegar var sendilinn að mæta í hús með skriljón kassa af Harry Potter nýjustu bókinni...skil ekki alveg þetta æði..fólk er búið að liggja á línunni hingað í allan dag út af þessari bók. Hér verður opnað að miðnætti í kvöld til að selja þessa bók. Af hverju vill fólk endilega lesa bókina SAMA dag og hún kemur í búðina..skil þetta bara engan vegin enda finnst mér Harry Potter bara alls ekkert spes skemmtilegar bækur..en það er nú bara mín skoðun.
Jamm..ekki sossum mikið að frétta..vorum með rosalega fínan gay-pride stelpufund í gær og fín mæting meira að segja.....allt komið á fullt í undirbúning og allir rosa duglegir að taka þátt.´
Ég er aðallega að tryllast úr spenningi yfir að vera að fara til Hveravalla....fyrst ég er ekki á leiðinni úr landi á næstunni þá allavega get ég huggað mig við að fara út á land. Hveravellir eru líka æðislegur staður...ekkert símasamband...yndislegar vinkonur mínar eru að vinna þar og ég síðan ein með sjálfri mér....mmmm...er mikið mikið að hlakka til.
jæja þangað til næst...eða þarnæst þar sem ég hef kanski ekki verið neitt of virk í blogginu
less í bili


[3:28 e.h.] [ ]

***

 

Svona á vinnudagurinn að vera...mætti í dag klukkan kortér í átta (hef reyndar ekki hugsað mér að venja mig á það) ...gerði endursendingar og allt tilbúið fyrir keyrslu dagsins...svo komu blöðin og allt einhvernvegin gekk ekkert smávegis vel...og í þessum töluðu orðum eða pikkuðu...er að koma risastór sending svo ég held ég hætti í bili..
knús knús


[2:38 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júní 18, 2003

jæja allir..... ROSALEGA GÓÐAR FRÉTTIR!!!!!!!
Kollsterinn varð partur af Elítu landsins á mánudagskvöldið...skellti mér á Grímuna (íslensku leiklistarverðlaunin) og leikritið mitt..(Kvetch) það er að segja leikritið sem ég var að vinna í allan síðasta vetur var tilnefnt til sjö verðlauna...mikil spenna var í loftinu og þessi hátið heppnaðist ekkert smávegis vel. Ólafur Darri fékk grímuna fyrir besta karlleikara í aukahlutverki (enda að mínu mati besti leikari landsins ..sama hvað hann tekur sér fyrir hendur þá gerir hann allt rosalega vel) , Edda Heiðrún vann til verðlauna fyrir bestu leikkonu í aðalhlutverki ...Stefán Jóns fyrir bestu leikstjórn á árinu og svo rúsínan í pylsuendanum....Kvetch vann Grímuna fyrir Bestu leiksýningu á árinu...engin smá gleði..nafnið mitt kom fram í sjónvarpinu og allt (varð bara að monta mig þar sem ég er búin að vera að springa úr gleði yfir þessu núna )
Kvetch vann senst fern verðlaun og allir rosalega kátir með það :)
til hamingju þið yndislega fólk sem ég var að vinna með...finnst það engin smá heiður að hafa unnið með þessu fólki...og svo tökum við að sjálfsögðu sýninguna upp í haust....þannig að þið sem ekki sáuð þessa snilld í vetur skellið ykkur bara næsta haust.
Jæja nú er mín að fara út að borða á Argentínu þannig að bless í bili og hafið það gott :) Lífið er gott


[7:23 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 16, 2003

Skrýtið...er komin með einhverja rosalega óseðjandi þörf fyrir að stinga af...stinga af til útlanda...stinga af upp í sveit..langar stöðugt að fara einhvert..eitthvað..bara hvert sem er...get ekki beðið eftir að komast til Hveravalla og heimsækja Maggý & Evu...fara upp á Akranes og heimsækja Tótuna mína....bara fara....fara...fara...fara...er ekki róleg inn í mér þessa dagana í sambandið við þetta. En þetta hlýtur að lagast...jafna sig...ég hlýt að róast..
jamm þetta er senst pæling dagsins í dag..gaman að þessu...fodas


[12:04 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júní 15, 2003

Þessi dagur er búin að vera rosa fínn...fór í pool með fullt af litlum lellum og tveim sætum hommsum..mjög fínt...vann fullt af leikjum og kollsternum finnst það ekkert leiðinilegt....svo er planið að skella sér í bíó í kvöld með öllu liðinu sem var í pool. Jamms...letilíf.is ...
Svo er rosalega góður dagur á morgun þar sem ég er að fara á Grímuna með Diljá vinkonu...ekki slæmt date það skal ég segja ykkur :)
Jamm...senst gaman að þessu...fínn dagur..fínt veður og fínt fólk allt í kringum mig.


[7:54 e.h.] [ ]

***

 

Jæja...Sunnudagur til sælu....helgin að verða búin...fjandans ólukka með það...en helgin var ljúf..mjög fín...fórum út á skrallið í gær..Kollsterinn í pilsi í tilefni af því að Maggý og Eva voru með okkur á skrallinu...vorum með gítarpartý...rosalega gaman ..fullt af skemmtilegu fólki..mikið sungið og mikið drukkið hjá sumum. Verð samt endilega að koma því á framfæri að Kollsterinn fór bara edrú á djammið í gær...nennti ekki að vakna þunn í dag ..rosa dugleg. Var úti til að verða sex í morgun og það er frekar ólíkt mér...Fórum á nasa að dansa..leiðinleg tónlist þar..röltum svo yfir á cozy sem aldrei klikkar og enduðum á spottanum..já ég veit..ólíkt mér líka en gerðum það nú samt...jamm...og ekki meira um það að blogga.
Var að vakna fyrir hálftíma síðan og búin að fara í sturtu..held jafnvel að aldrei þessu vant sé stefnan tekin á cozy að fá sér að borða..rosalega góður matur þar .
sjáumst síðar englarnir mínir


[4:03 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, júní 14, 2003

Komin laugardagur...gærdagurinn ekkert nema bara tjill...horfði á vidjó með litlu sætu siss...kíkti út í klukkutíma á kynvillingakaffihúsið og svo aftur heim og beint í bólið...mjög ljúft. Planið í kvöld gengur hinsvegar út á allt annað en að hanga heima...gítar..fullt af lessum..tónlist..sungið..dansað og ekkert nema bara gaman....víííí..er alveg farin að hlakka þokkalega til.


[5:43 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júní 13, 2003

Er búin að ákveða að segja ekki söguna sem gerðist í gær...getur nebbla ekki sett hvað sem er á netið...við óttann að hinn og þessi lesi það sem eigi ekkert að sjá það...svo að Hanna mín...ég mun ekki segja söguna hér :) nó vorrís :)
Gærkvöldið var rosalega fínt...Kósý..Ölstofan og fullt af góðu fólki.
knús


[11:51 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 12, 2003

hahaha...er í frekar fyndinni aðstöðu sem ég get ekki alveg sagt ykkur frá að svo stöddu..en deili líklega með ykkur skemmtilegri sögu á morgun..hihihi...svo er planið í kvöld að borða til að byrja með ..er að grilla með Hönnu siss (a.k.a. the queen)
og svo að kíkja út á kósý (gay-kaffihúsið sem er við hliðina á subway..æðislegur staður..allt heita fólkið hangir þar :)....jamm fer líklega þangað og vonandi næ að draga Maggý og Evu með mér..kanski líka Önnu Karen og fleiri...svo er stefnan bara tekin á að hafa það gott og brosa :)
jamm...best að borða...svo maður hverfi nú ekki (frekar ólíklegt..hihihihih)
over and out...kollster


[7:12 e.h.] [ ]

***

 

Góða blogg-pásan....mín gat ekki haldið sig lengi í burtu..fyndið...hef ekki haft neina löngun til að blogga upp á síðkastið svo immit þegar ég læt ykkur vita af því þá langar mig að blogga..skemmtilegt.
Well...Maggý og Evu komu til mín í vinnunna í gær og ég sprakk úr hamingju...það var svo ótrúlega gaman að sjá þær..líta ekkert smá vel út..maður þarf kanski bara að flytja til útlanda í eitt ár og koma heim eins og þær..brúnar og grannar og sætar. (voru reyndar grannar og sætar fyrir en...)...jamm var æðislegt að fá að knúsa mömmurnar mínar og attlum að skella okkur út saman um helgina og ég mun líklega draga Önnu Karen með okkur..gítarpartý eins og í gamla daga...vííí..er eins og lítið barn inn í mér að tryllast úr tilhlökkun.
Svo í gærkvöldi fór ég á fund klukkan níu og kíkti niður á kósý...dró nokkrar hressar lessur þaðan með mér í pool upp á hverfisgötu..rústaði þeim öllum að sjálfsögðu (kanski soldið ýkt..hihihi)..var allavega mjög gaman og ég náði að hemja skapið þó svo ég hafi kanski ekki endilega verið að vinna neitt voðalega mikið. Skiptir víst ekki öllu máli að vinna heldur bara að hafa gaman (en ég hef mest gaman þegar ég vinn svo....jæja allavega)
er í vinnunni og attla að halda áfram að vera dugleg...skellið ykkur út í sólina og verið brún eins og freknurnar mínar..
bið að heilsa ykkur í bili



[1:19 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júní 11, 2003

er held ég bara komin í enn eina blogg-pásuna..veit ekkert hvað hún verður löng en hef allavega lítið sem ekkert að segja hér á netinu..langar ekki að tala um það sem er að gerast í mínu lífi...sjaldnast lognmolla hjá kollsternum...og þessir dagar eru engin undantekning frá því....
hafið það gott englabörnin mín þarna úti og ég hugsa til ykkar og brosi hringinn..takk fyrir ykkur og takk fyrir mig ...
er samt ekkert al-farin héðan...svo ykkur er velkomin að skrifa inn á kommentin..eða í gestabókina..ég skoða alltaf síðuna við og við..
knús á línuna


[1:02 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 10, 2003

Búið að vera mikið að gerast síðustu daga..lítil tími gefist í að blogga..enda hefði bloggið líklega ekki verið mjög skemmtilegt ef ég hefði kjánast til að pikka eitthvað....en jamm..hef lítið að segja ..er skrýtin þessa dagana...ekkert sem lagast ekki með tímanum og kalda vatninu...eða eikkva soleis. Er samt í gleðinni í dag þar sem Maggý og Eva eru að koma heim (kanski eru þær bara komnar) ...héldum gay pride stelpufund í gær og mætingin var frekar slæm..náðum samt að spjalla og komast að fínum hlutum...jamm...þangað til næst..hafið það ljómandi :) sólin skín á borgarbúa og fuglarnir syngja dirrindí..nema kanski ekki í minni götu þar sem ég vakna á morgnanna við helv...verkamennina sem keppa um hver er með mestu lætin og byrja á því á slaginu átta.


[4:58 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 09, 2003

Jeij.....Anna Karen er komin til landsins í nokkra daga heimsókn...vá hvað hún lítur vel út...orðin svaka pæju-píku-kona :) svo koma Maggý og Eva heim á morgun....vá það er svo gaman að hitta vini sem maður hefur ekki séð lengi..


[4:38 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 03, 2003

Nei sko..halló góða fólk...
Veit að ég er ekki búin að vera duglegasti bloggarinn í bænum...hef lítið haft að segja..eða nei...hef reyndar bara haft of mikið persónulegt að segja og þarafleiðandi stíflast ég þegar ég skelli mér hér inn af því að ég er svo rosalega mikið að ritskoða allt sem ég segi..fara varlega í að hella mér inn í alskyns hluti hér.
Er nú bara nokkuð hress þessa dagana..næ að vera jákvæð og glöð yfir því sem ég á í lífinu..hey..ætti kanski að gera smá sona lista..
Hlutir sem ég er ánægð með..

Vinnan mín...allar vinnurnar mínar gefa mér helling..vinnan hér í eymó er eitthvað sem ég kann vel..fólkið yndislegt. Vinnan mín á barnum er líka æði..Unan mín með mér þar og Ragnar..svo er auðvita leikhúsið sem er komið í pásu..þar finn ég listakonuna í mér.hihi
Vinirnir mínir.... Allir yndislegu vinir mínir..ég væri ekki sú sem ég er ef þeirra nyti ekki við. Þeir gefa mér hvað mest í lífinu..á svo mikið af englum allt í kringum mig að ég næstum tárast við tilhugsunina..Svo eru þeir allir svo sérstakir ..hver á sinn hátt..engin betri eða verri en annar og þarafleiðandi vil ég ekki vera að nefna nein nöfn til að gera ekki upp á milli. Elska ykkur öll og þið vitið hver þið eruð.
Anna Þrúður...Litla Guðdóttir mín er líka eitthvað sem ég get endalaust glaðst yfir..þegar ég held á henni þá gleymi ég öllu öðru ..þegar hún hlær þá finnst mér ég vera orðin fimm ára aftur og brosi eins og vitleysingur..mamma hennar er svo hér í flokknum fyrir ofan.
Fjölskyldan mín...Er að tengja rosalega vel við Hönnu siss þessa dagana..finnst rosalega mikið vænt um það..er líka bara að átta mig á því að fjölskyldan er ekki eitthvað sem maður á að taka sem sjálfsögðum hlut..hef gert of mikið af því í gegnum tíðina.
Bríet & Elín Þóra...hitti þær nú ekki oft en verð alltaf glöð þegar það gerist...litlu stelpurnar mínar sem ég er búin að passa frá því að þær fæddust
Pússlin mín..Hihi..kanski kjánalegt en það er rosalega gott að sitja heima..hlusta á góða músík og pússla..það veitir mér rosalega ró í sálina svo ég verð að hafa það hér með á listanum
svo síðast en langt í frá síst
Al-Anon...Samtök sem ég gekk í fyrir stuttu síðan..er að stunda fundi og þetta er algerlega nýtt líf...er rosalega þakklát fyrir að hafa fengið að finna mig þar ef já...æi bla...erfitt að útskýra...en það er allavega eitt af því sem gerir mig hvað glaðast í dag.

svo er auðvita fullt af litlum og stórum hlutum sem koma upp dag frá degi eins og brúðkaupið hjá Elmu og Reyni sem geta glatt mann..maður þarf bara að vera með augun opin.
jamm ..pollýönnu leikurinn er að virka fín fyrir mig.
takk fyrir það og eigið góðan dag..

kveðja
Jákvæða konan :)


[12:39 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 02, 2003

jæja..vinnudagurinn búin..verð að segja að ég er nú eiginlega bara soldið fegin..var eitthvað erfið í vinnunni í dag..mikið að gera og soleis. En núna er ég voða slök..komin heim ...kók í annari og sígó mjög fljótlega í hinni. Spurning hvort maður kíki bara upp í samtök í kvöld..langt síðan maður hefur látið sjá sig þar.
hef sossum ekki margt að segja...er enn að hugsa um þetta brúðkaup sem ég fór í á laugardaginn...held það endist mér annsi lengi...
jamm....það var nú bara allt og sumt.
knús


[6:53 e.h.] [ ]

***

 

Hellú.....ekki alveg besta leiðin til að vakna á mánudagsmorgni....Vaknaði á slaginu átta við eitt stykki góðan loftbor..hvað er málið með mig og borin ? skil þetta ekki alveg...veit að Una og Harpa skilja þetta og jafnvel fleiri sem hafa séð mig tala um hinn fræga Bor :)
Er senst síðan að fara að vinna..er alveg að hugsa um að fara út eins rauð og ég er í framan og missa mig aðeins á þessa blessuðu verkamenn...
plan dagsins ekkert ákveðið..væri ekkert verra ef sólin myndi ákveða að vera með okkur í dag ..finnst ég ekki alveg nógu mikið rauð ennþá...veit að ég get alveg brunnið meira..kommon..er nú einu sinni rauðhærð...
jæja best að hætta bullinu og hendast í vinnunna :)
eigið góðan dag og megi englarnir vera með ykkur öllum


[8:41 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júní 01, 2003

hæ aftur...er svo glöð í dag...þegar ég brosi hinsvegar þá koma hvítar hrukkur í andlitið þar sem kollsterinn gleymdi að bera á sig sólarvörnina sem hún keypti fyrir helgina..best að bera á sig núna áður en mar skellir sér í grillveislu....bless á meðan yndislega fólk...takk fyrir að vera þarna úti :) elska ykkur öll


[6:31 e.h.] [ ]

***

 

Komin Sunnudagur...í Gær..laugardaginn 31.maí gerðist soldið mikið mikið fallegt...Elma Lísa og Reynir Lyngdal giftu sig....Kollsterinn fór í giftinguna og vitið það að þetta er bara einn af fallegustu dögum lífs míns...þvílík hamingja sem ríkti...Elma Lísa var svo fögur í bleika kjólnum sínum..brosið á Reyni þegar hann sá hana og ástin framan í þeim báðum allt kvöldið gætu breitt rigningu í sól...vá...þetta brúðkaup opnaði augun mín...engin á að vera í neinu sambandi eða neinu af því sortinni nema sá hinn sami hafi það sem Elma & Reynir hafa....takk fyrir mig elsku Elma og Reynir....takk fyrir fegurðina ...
minns er farin út að kíkja á stelpurnar í róðrinum...bless á meðan englarnir mínir


[2:44 e.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K