::Skylduskoðun:: |
sunnudagur, nóvember 30, 2003 Draumar Dreymdi heilan helling nóttina sem leið....úff...búin að reyna að ná í Urðina mína í dag til að þýða þetta fyrir mig..veit að það sem mig dreymi boðar ekkert gott...erfiðleika...og alskyns vont...en vona bara að það sé frekar eitthvað sem er búið að vera í gangi heldur en að eitthvað sé að fara að gerast..dreymdi alskyns vitleysu..held reyndar að sumt af því hafi bara verið í undirmeðvitundinni minni en annað var sona óggislegt..líður ekki vel með þessa drauma og vona að eikkvað fallegra vitji mín í nótt :)Fór og verslaði pínku smá í kringunni í dag..svo kvetch..svo að hitta Evuna mína og Maggý kom þegar hún var búin að vinna...ótrúlega gott að sjá stelpurnar mínar...það er svo gott að eiga góða vini sem maður þarf bara eitt knús frá og þá er dagurinn góður....betri..bestur... Verða bestu jól í heimi.....Diljá mín heima um jólin..Ragnar komin heim...Eva og Maggý heima...Anna Karen komin líka....allir sem eru búnir að vera í útlandinu verða heima um jólin og svo að sjálfsögðu þið hin sem eruð hér heima líka :) Ef ríkidæmi væru mæld í góðum vinum þá væri ég ríkastastasta konan í öllum geiminum og heiminum og allt. minns farin að lúlla...attla að biðja David minn Grey að svæfa mig í kvöld gott lúll til ykkar [2:04 f.h.] [ ] ***
Test Tók test..sem ég geri ekki oft...sá þetta test hjá sætu sponsunni minni ....hér er niðurstaðan senst..Take the What animal best portrays your sexual appetite?? Quiz veit ekki alveg....tel mig nú kanski ekki endilega vera neitt mikið ljón í mér...en hver veit...var eins heiðarleg og mér er unnt þegar ég tók þetta test......sumar spurningarnar reyndar áttu ekkert sérlega við mig....en ....well. [2:01 f.h.] [ ] ***
laugardagur, nóvember 29, 2003 Gott eða slæmt ? Nei arg...var búin að skrifa svo mikið sniðugt og svo ýtti ég á einhvern takk eða rakst á takka og það hvarf allt.......arg....en well...byrja þá bara attur.Sko var að spá hvort forvitni sé af hinu góða eða slæma...held það sé soldið bara bland beggja...finnst dásamlegt þegar krakkar eru forvitnir því mið munum lítið læra og þroskast ef við værum ekki forvitin. Svo þegar líða tekur á árin þá er fólk misjafnlega forvitið...ég tel mig venjulega ekkert vera neitt öfga forvitin en það er sona misjafnt eftir dögum. Í dag er ég til dæmis alveg einstaklega mjög forvitin. Kom heim fyrir tíu mínútum og hitti Sambýliskonuna mína..hún segir mér að það hafi einhver spurt eftir mér áðan (soldið eins og í gamla daga þegar það voru engir gemmsar) en allavega..hún svaraði bara í dyrasímann og viðkomandi kynnti sig ekki svo ég veit ekki hver var að spyrja eftir mér. Finnst ég sko alveg vera glötuð að hafa ekki verið heima..en er samt ekkert fúl því ég fór þangað í morgun sem mér leið vel með að fara. Er búin að sitja á meðan ég var að kveikja á tölvunni og reyna að fatta hver þetta hafi getað verið með útilokunaraðferðinni "getur ekki verið þessi því hann/hún veit ekki hvar ég á heima....getur ekki verið þessi því hann/hún er ekki komin á fætur á þessum tíma...þessi á heima svo langt í burtu ..." og svo framvegis...svo ef þú sem varst svo yndisleg/ur að heimsækja mig ert að lesa þetta blogg þá endilega bjallaðu í mig eða bara skrifa það hér fyrir neðan í svokallað Feedback. Jamms...sumt er ég rosalega forvitin með og annað ekki..fer soldið eftir skapinu í mér. Dagurinn í dag var rosalega planaður en núna er einhvernvegin allt soldið að detta uppfyrir...sem er bara alltílæ...jú verð að viðurkenna að ég var pínu spæld...en ég sit allavega heima í hlýjunni og það er ekki slæmt. Vinna í kvöld og játs...læt þetta duga í bili [1:02 e.h.] [ ] ***
Kvetch er málið Dagur að kveldi komin enn eina ferðina...gaman að því...ein sýning búin þessa helgina og einungis tvær ettir..Vá..sýningin í kvöld var algjör snilld....snilld ...snilld ..snilld...gekk svo vel...Darrinn minn var að koma attur og lék af mestu snilld ever segi ég nú bara eins og gelgjurnar..enda er ég eilífðargelgja...hihi Rölti við á kósý á leið minni heim og rabbaði aðeins við Skjöldinn minn..ákváðum að kíkja í búðir á morgun..attla samt að byrja morguninn í kaffi hjá vinkonu minni og svo attlum við að rölta saman á fund. Er öll að koma til....meðvirknin lét lítið á sér kræla seinni part dags...er í skrýtnum gír þessa dagana. Sumir dagar eru æði og aðrir bara já...ömurlegir...en lífið er víst ekki alltaf dans á rósum og það er bara allt í lagi..það væri væntanlega ekkert gott til ef ekkert vont væri til. Djúpa konan.is.... Er að hugsa um að henda í mig smá bita af mat...má víst ekki gleyma því...fara svo í bólið og skrifa smá..kanski rabba aðeins við Gussa...fyrst hann er nú við :) hihihi Sendi góða nótt út í loftið og treysti því að það lendi hjá þér ..og þér...og ykkur hinum líka. p.s. sona ykkur að segja..þá er kollan næstum búin að ákveða allar jólagjafirnar í ár og meira að segja búnar að kaupa þær flestar...þvílík gleði að vera komin sona langt með þetta...*mont* *glott* knús og góða nótt attur [12:08 f.h.] [ ] ***
föstudagur, nóvember 28, 2003 Meðvirk ? Búin að vera soldið mikið meðvirk í dag...aðallega inn í mér en samt líka soldið utan á mér...búin að vera pínku dónaleg...eða kanski óalmennileg...og já....hmmm..skrýtið..ég sem tel mig nú venjulega ekki mjög meðvirka konu (afneitun ?)[3:16 e.h.] [ ] ***
Helgi framundan Búin að fá útborgað ..ótrúlega merkilegt hvað það gerir fyrir skapið manns eða kanski réttara sagt hvað maður leyfir því að stjórna sér..það er að segja hversu brosið verður breiðara eftir hvort debetkortið hafi innistæðu..eins og innistæðan á kortinu gefi innistæðu á gott skap líka. Búin að borga leiguna mína og soleis...sem mér finnst alltaf gott ...þoli ekki að skulda pening.Vaknaði snemma í morgun..rölti samfó Urðinni minni á kaffihús og fórum svo að vinna klukkan níu..ótrúlega gott að setjast niður áður en mætt er til vinnu og spjalla um annað en vinnunna..kemur manni í góðan gír fyrir daginn. Ekki verra þegar maður nær að borða eitthvað á morgnanna..held nebbla að það sé soldið satt sem sagt er að morgunmaturinn sé mikilvægasta máltíð dagsins. Minns er annars bara voða mikið að vinna alskyns í sjálfum sér þessa dagana...kanski jafnvel að gera of mikið af alskyns lagfæringum..en well..betra of mikið en of lítið ..erþaggi ? Helgin framundan er nokkurn veginn vel full.sýning á kvetcharanum fös lau og sun...geðveiki..hlakka til á mánudaginn :) veit ekki hversu mikið ég næ að blogga..en þið verðið þá bara duglegri að skrifa í feedback og gestabók sona til að bæta upp blogg-leysið mitt...erþaggibara ? hihihi knús kolls [11:10 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, nóvember 27, 2003 Gestabókasvör.... Halló fallega fólk..hér kemur svar við þeim sem skrifað hafa í gestabókina síðan ég svaraði soleis síðast..Diljáin mín í útlandinu....takk fyrir hrósið engillinn minn...hlakka svoooooooooooooo til að fá þig heim. Hexin...sem ég myndi nú reyndar ekki kjósa að kalla því nafni en well...ég þakka hrósið en ég er rosalega lélegur lygari og væri er í programmi þar sem ég á ekki að eiga helst nein leyndarmál um sjálfa mig ..svo ég segi þér satt þegar ég segi að ég er engin engill. Þakka samt innilegt og fallegt hrós :) knús kollster [2:53 e.h.] [ ] ***
Húlíó Íglesías Langar að segja ykkur frá dögunum sem ég áttaði mig á því að ég væri lesbía...væri kanski bara ekkert bi neitt eins og ég hélt fram til að byrja með.Fór á djammið eitt föstudagskvöld (að mig minnir..gæti hafa verið laugardagur) Var nýkomin út úr skápnum sem bæari og í geðveikum djamm-gír....fór með vinkonu minni á spotlight aldeilis með opin hug...endaði á dansgólfinu að kyssa strák og vinkona mín vissi ekki hvert hún ætlaði..Kollsterin loksins komin út úr skápnum og þá fyrst byrjar hún að kyssa stráka. Eftir spotlight var haldið á Kaffibarinn þar sem tók á móti okkur myndarlegur maður í hurðinni (dyravörðurinn) ..hann var svona líka voðalega almennilegur...sem endaði með því að ég varð eftir á kaffibarnum að kyssa dyravörðinn..hann talaði enga íslensku þar sem hann er frá útlandinu..sem gerði þetta ennþá meira spennandi í mínum huga því þá þyrfti ég ekki að díla við neina skuldbindingu..hann færi bara á endanum heim til sín. En nóg um það...fór ekki með honum heim enda er maður nú dama ..gaf honum hinsvegar símanúmerið mitt þegar hann spurði hvort hann mætti bjóða mér í mat einn daginn...það hélt ég nú. Daginn eftir hringir sjarmörinn og bíður mér heim til sín í mat...á Stúdentagörðum.... Ég mæti upp úr sex eða sjö..... Hann býður mér inn í herbergið sitt (bjó senst ásamt nokkrum öðrum erlendum háskólanemum í sona íbúð..með sameiginlegt eldhús)...í herberginu hans var skrifborð...rúm...náttborð og skápur... Hann fer fram að elda og ég sit eins og illa gerður hlutur á skrifborðinu hans...svo kemur hann inn með matinn rosalega stoltur og leggur á skrifborðið Hann; this is moma´s food...from my home u know Ég; (matvanda ég...shit..leist ekki á blikuna en sá fram á að þurfa að borða til að vera ekki alger dóni) how nice....bad that my stomack is hurting...but I´ll try to eat some. Ég borða smávegis og segist svo vera södd og þetta hafi verið rosalega gott...hann klárar af sínum disk og svo af mínum...gengur frá matnum og kemur aftur inn í herbergið...fer að sýna mér myndir af fjölskyldunni sinni og það eina sem ég sá voru hvað hann var með stóra og karlmannlega putta að sýna mér þessar myndir (ekki alveg að finnast það sjarmerandi) Svo er ég sest aftur við skrifborðið og andrúmsloftið var ekki þægilegt enda áhuginn hjá mér engin. Hann; hey..lets play some music ? Ég ; yes sure (guðslifandi fegin að eitthvað myndi fylla upp í þögnina) Hann fer að græjunum sínum (sem voru sko cd-walkman með sona litlum kassahátölurum sem pössuðu á náttborðið hans) og skellir Húlíó á...hækkar í botn og ég er að segja ykkur að það er ekki gott sound í sona græjum...svo gengur hann að mér alveg að fíla Húlíó ....réttir mér stóru hendina sína og segir LET´S DANCE !!!!!! Ég veit ekki hvert ég ætlaði..hvort mig langaði að gráta eða hlægja...en í staðinn sagði ég bara að ég væri svo södd og væri ekkert voða mikið fyrir að dansa...svo stuttu síðar sendi ég vinkonu minni sms og hún hringdi til að bjarga mér.... Jamm...hef ekki kysst strák síðan þetta var...nema kanski sona einn og einn í gríni... [9:13 f.h.] [ ] ***
Í dag ( miðvikudag...er komið kvöld svo hér fyrir ofan stendur fimmtudagur...) þegar mér varð hugsað til þess að breyta blogginu mínu...þá kom strax hugsunin um álit annara mjög sterkt í huga minn..."en þetta blogg er svo nett og fínt...allt í röð og reglu og fólk les það" "attli fólk hætti að lesa ef ég breyti til"....er ekki alveg þessi villta týpa sem meika mikið af breytingum á mínum hlutum. En ákvað að hætta ruglinu og allavega byrja á því að skoða alskyns týpur af sona blogg-útlitum...svo segi ég við Urðina mína í vinnunni að ég sé að spá í að breyta og hún tekur vel undir.... Kolla ; en ég er samt mjög sátt við þetta útlit sem er...ætti kanski bara að halda því (lúmskt að reyna að ná fram hennar áliti) Urður; Oj...þetta gula er að gera mig geðveika..mátt sko alveg fara að breyta (þá kom annað hljóð í kútinn á mér) Kolla; já er reyndar orðin mjög þreytt á því sjálf..meika bara ekki að breyta og svo verður það ekkert fínt Urður; nú þá geymum við bara þitt venjulega blogg og ef þú ert ekki sátt við það nýja sem þú velur þá bara færum við það aftur í gamla horfið Kolla; ok...ég er geim...prufum þetta svo fór ég í neikvæðni minni ..búin að ákveða inn í mér að ég fyndi ekkert...og skoðaði...ein....oj...leist ekki á neitt... skoðaði svo með urði og hún fletti í gegn...og þá fann ég þetta sem hér sést...setti upp svipinn sem sýnir að mér fannst þetta flott en varð samt að hafa með svipinn sem sýnir að þetta gæti líka alveg ekki verið málið..svona til vonar og vara ef henni fyndist þetta ekki jafnflott og mér fannst það. En þetta er senst útkoman og ég er bara mjög sátt við hana ..verð samt alveg að viðurkenna að þegar ég sé að fólk er að kommentar á hversu flott þetta sé þá finnst mér það ennþá flottara..sona er maður veikur og vitlaus :) Jæja..í rúmið með þig kona...búin að vera á skriljón í allan dag en samt með orku ennþá því ég er búin að gera hluti sem taka ekki frá mér orku... góða nótt fallega fólk og ég blogga meira seinna.... ást [12:23 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, nóvember 26, 2003 Halló...minns er duglega konan.... [4:05 e.h.] [ ] ***
Nýtt lessu-blogg...hihihi Takk Dagný Ásta og Takk Urður...minns komin með so fínt blogg ....kommentakerfið kemur vonandi inn fyrir morgundaginn...þangað til má skrifa í gestabókina fyrir þá sem langar að segja eikkva vimmig :)linkarnir og annað bætist svo við dag frá degi.. skrifa söguna um Húlíó síðar þar sem það er bilun að gera í los vinnos. ást kollster [2:58 e.h.] [ ] ***
Gaman gaman gaman gaman Minns...eða nei...sko Urðurin minns er aðeins að bæta og breyta blogginu mínu...óggisslega flott..er samt að reyna að ákveða hvort að myndin af mér þurfi að haldast...finnst þær alveg nógu sætar hér stelpurnar..en á meðan "við" vinnum í þessu þá verða engir linkar strax og allt það......bíður betri tímaást kollster....með nýju útliti [12:40 e.h.] [ ] ***
Julio Iglesias Var ég búin að segja ykkur söguna um Húlíó íglesías date-ið sem "vinkona mín" fór á ? alveg fyndnasta sagan.....??????????????[11:15 f.h.] [ ] ***
Gluggagægir Reyni að halda í þá venju mína að svara þeim sem skrifa í gestabókina...(feedbackið svara ég bara þar sko)Lilja kúlubúastelpa....Takk fyrir að skrifa..kalla þig góða að skrifa sona mikið..stelpan að taka sig á í pikkinu. Vona að þú og kúlan hafið það yndislegt...ótrúlega gaman að hitta á þig um daginn...þurfum að hittast meira litli engill. Sendi þér knús með englunum og hlakka til að sjá þig næst. Nana....Hvernig nenntiru að lesa ALLT bloggið...úff það hefur aldeilis tekið tíma..varstu komin heim fyrir miðnætti..hihi..elska þig líka alveg heilan helling og kíki til þín í sódavatn og djús á næstunni..ekki langt að fara. Hanna siss...elska þig líka mest í heimi elsku stelpan mín...mundu bara að þegar englarnir loka hurð..þá opna þeir glugga...líttu út um þennan glugga og vittu til...snjórinn lýsir upp lífið og setur bros á börnin sem smita okkur af því...þú ert svo heil manneskja og með svo fallegt hjarta. Þú átt svo gott skilið og þessvegna er þetta bara það besta fyrir þig...því eitthvað miklu betra kemur í staðinn. Elska þig litla siss stelpan mín !!!! Jamms...svona var nú það...finnst so gaman að fá skilaboð í gestabókina og feedbackið og sýni gleði mína með því að svara hverjum og einum sem skrifa..eða reyni það allavega. Dagurinn var annars ágætur...eða bara nokkuð góður...Fór að hitta Evuna mína eftir vinnu...fékk stórt knús frá stóru hjarta þar..og lítill engill með henni sem ekki skemmdi. Jafnvel þó ég hafi hitt hana stutt þá nægði það til að ég brosti út daginn. Fór svo í mat til Ingu vinkonu og fékk heimamat..mmm...ekki slæmt ..og ostaköku..og svo nammi..og kók...ekkert nema þægindi..og afslöppun..sátum bara á kjaftinu um allt og ekkert. Fattaði að hún er með sama lag og ég í uppáhaldi...og viljum báðar hafa það í jarð....já kanski ekki við hæfi hér. Endaði svo kvöldið á Ölstofunni í eina sígó með Ununni minni og það var gott...töluðum saman í smástund og það er ótrúlegt hvað við tengjum...svo gott að eiga góða vini..leiðist aldrei að segja þetta. Una ...takk fyrir þig ...þykir svo vænt um þig ! læt þetta duga í bili og attla í rúmið núna...búin með þennan dag og það bara í dag..svo tek ég næsta dag bara á morgun þegar hann byrjar...því það er víst bara einn dagur í einu ...erþaggi ? hihihi [12:05 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, nóvember 25, 2003 Miðvikudagur ...á morgun Jæja...dagurinn bara að verða búin hér í los vinnos...er sátt við það..langar að hætta vinnu í dag..komast út í vina-lífið...if jú nó vott æ mín...Hlakka til að hitta Evu og hitta Ingu..hey já talandi um Ingu..reyndar ekki sömu Ingu Inga María yndislega vinkona mín á ammæli í dag Til hamingju með daginn fallegi engill ..þúsund miljón kossar til þín þó þú lesir ekki blogg og sért ekkert mikið í það að fara í tölvur. Jamms...svo er gott plan á morgun (þarf samt ekkert alltaf að hafa plan)...en planið er nú samt að hitta tvær yndislegar stelpur úr leynifélaginu og svo að hitta litlu sponsíuna mína og svo fundur (smá hnútur) en góður dagur samt...Miðvikudagur-programm dagur lífsins :) hihihi Hvað er að gerast Barbara...ekkert búið að kommentera á síðustu færslur...ertu að gefa undan stelpurass? ekki alveg að standa þig sko...hahahahha knús á liðið [4:35 e.h.] [ ] ***
Partur af programmet Jæja...minns fór á skeljarnar í morgun og spjallaði stutt og fínt við englakrúttin. Það var gott....dagurinn er bara bærilegur...fer í mat til Ingu sætu í kvöld og hlakka til...fer svo líklegast líka að hitta Evu sætu ettir vinnu. Gott að eiga góða að þegar maður er ekki alveg upp á sitt besta...talaði við sponsuna mína áðan og hún hefur alltaf svo mikið rétt og gott að segja..það er alveg merkilegt...svona hlutir sem maður veit alveg en þarf bara að heyra einhvern annan segja þá..ótrúlegt hvað maður tekur stundum lítið mark á sjálfum sér.Að vera sterkur er ekki að flýja hvernig manni líður...ef manni líður illa þá má það alveg svo lengi sem mar leggst kanski ekki í bælið og grenjar í marga daga.. allavega...Barbara..snillingur..takk fyrir mig...best að bera þetta áfram..því það er víst partur af programminu..ekki sitja ein á góssinu :) knús í loftið [12:29 e.h.] [ ] ***
mánudagur, nóvember 24, 2003 Lengsti mánudagur vikunnar....... Er búin að upplifa allan tilfinningaskalann á einum degi held ég bara..þetta er gott ef ekki bara lengsti dagurinn í mínu lífi í langan tíma...búin að fara á sömu mínútu í algert frelsi og rosalega vanlíðan. Eitt fallegt sem ég heyrði sagt einu sinni er búið að sitja í mér í dag "þegar englarnir loka hurð...þá opna þeir glugga" og það er svo satt. Það gerðist ekkert hroðalegt í dag..engin gerði mér neitt nema gott líklega..en stundum geta góðu hlutirnir og það sem maður þarf að heyra líka verið vondir í hjartanu. Æi bla....er frjáls núna...en líður samt skrýtið...en líður manni ekki alltaf skrýtið þegar eitthvað er farið í burtu sem maður er vanur að hafa...? Svo gerðist líka merkilegur rosalega góður hlutur bara næstum um leið og hitt gerðist....nenni ekki að tala undir rós svo þetta verður bara að koma út eins og það gerist...þarf bara eitthvað að losa og kanski er netið ekki leiðin...en so be it....Er að finna hvað það er gott að stíga inn í óttann sinn og horfast í augu við að sumt ræður maður bara alls ekkert við...sumt er ekki hægt að laga. Finn núna að ég er þreytt..langar að leggjast í rúmið og klára þennan dag og byrjar góðan nýjan dag á morgun....byrja á því að brosa og sjá hvort Kollan nái ekki jafnvel bara að tala við englana sína áður en hún fer í vinnunna. Fór bara heim í kvöld eftir smá spjall við vinkonu mína....og er sátt við að hafa farið bara heim..sit í herberginu mínu núna og blogga...svo er það bókin góða ..rúmið mitt og Tígri. Attla bara að vera góð við Kolluna í kvöld og ekkert skamm og ekkert niðurrif... Barbara..þetta programm er eins gott og það er sárt oft....verður bara að segjast eins og er. Jamms...svona er þetta líf margslungið stundum...en væri gaman að lifa ef lífið væri bara leikur einn ? maður spyr sig.... [10:10 e.h.] [ ] ***
Engin rækt í dag....góð byrjun Hihihi...Una þarf að vinna klukkan fimm svo að við förum bara í ræktina næsta fimmtudag...minns verður senst laus ettir vinnu..má panta tíma í síma....nei djók ætti kanski ekki að vera að setja símann minn hér...Allavega...er mikið að reyna að láta hausinn minn bara slaka á núna...hætta að pæla of mikið.Það er gott [3:39 e.h.] [ ] ***
Jólamánudagur Er búin að vera að hugsa um jólagjafir síðan ég vaknaði í morgun...Pascale krútt kom með símann minn til mín og fékk að gista svo hún þyrfti nú ekki að vera á rúntinum í alla nótt..hihihi..Allavega..mætti í vinnunna og hefur ekki annað komist að hjá mér en hvað ég eigi að gefa þessum og hinum í jólagjöf..búin að kaupa sumt..ákveða sumt og annað er ég alveg í vandræðum með...finnst þetta skemmtilegur tími..þegar ég er farin að skoða í glugga labbandi laugarveginn með það á bakvið eyrað að eitthvað sem ég gæti séð gæti henntað einhverjum yndislegum vini eða fjölskyldumeðlim. Jamms...annars er bók nú voðalega vinsæl gjöf hjá mér...það er að segja..mér finnst so gaman að gefa bækur og þá skemmir ekki að vera að vinna hér í bókabúðinni og geta skoðað allan ársins hring hvað myndi henta hverjum og einum. Annars..bara fínt að frétta...attla að skrifa smá mail. knús á línuna [12:32 e.h.] [ ] ***
Sæll....Fodas...Bla.... Þetta eru sko sona orð sem minns er búin að vera með á ákveðnum tímabilum á heilanum..tek samt sjaldnast eftir því sjálf fyrr en mér er bennt á þetta...fyndið þegar maður fer að fylgjast með fólki í sambandi við sona..dæmi...Ein með mér í vinnunni segir voðalega mikið....wooooow....Immit....og Fusion... æi finnst þetta bara skemmtilegt að fylgjast með hvaða orð fólk notar mikið ..nenni samt ekki að reyna að finna fleiri dæmi..þið vitið hvað ég meina..bla...hihihi Var að koma heim úr vinnunni og gleymdi símanum mínum í bílnum hjá Pascale vinkonu...svo er síminn hér læstur fyrir gemmsum og ég búin að prufa að senda henni sms úr tölvunni en hún getur náttla ekkert svarað..svo ég er í smá vandræðum þar sem ég er ekki með vekjaraklukku og þarf að vakna í fyrramálið og vekja sponsuna mína..ansans vesen eretta..en jæja...set þetta bara í hendurnar á ....nei djók..má ekki nota þetta sona..skamm stelpa !! Á morgun er ég svo að fara í fyrsta skipti í ræktina með Unu minni...verð líklegast algerlega búin á því eftir það..hihi...er ekki vön að vera neitt alltof mikið að hreyfa mig sona utan vinnu. jæja...verð að finna eitthvað út úr þessu vakna-máli góða nótt fallega fólk [12:23 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, nóvember 23, 2003 Heiðarleiki Sælt veri fólkið..........hef næstum bara ekkert að segja.....langar að æla úr mér öllu sem er að hrærast í hausnum á mér..en það er líklega alveg óþarfi :)Var að koma af frábærri leiksýningunni sem heitir Ævintýrið um augasteinn...rosalega fallegt barnaleikrit sem er verið að sýna í Tjarnarbíó. Fór á kvöldfund í gær og heyrði bæði í sponsunni minni og sponsíunni minni í dag. Er með jákvætt hugarfar núna ...margt sem minns þarft að gera...bara spurning um að gera það. búið [3:07 e.h.] [ ] ***
Fallin með 4,9...nei nei..segi nú bara sona..Sko var í egókasti á föstudaginn þegar ég skrifaði ...en þegar maður fer sona hátt upp..þá er leiðin líklegast bara niður á við...en well...æi er bara á smá skrýtnum stað í dag og var það reyndar líka soldið um helgina. Átti samt yndislegt kvöld með Evu og Maggý í gær...gleymdi mér í vellíðan þar sem er ekki slæmt. Er soldið mikið í leiðinlegum leik með sjálfri mér..nenni ekki að útskýra leikinn enda fáir sem myndu vilja leika hann þó að líklega margir geri það óafvitandi. Leikurinn gengur soldið út á það að vinna alltaf og líta best út en ekkert endilega að líða vel ...æi bla di bla...er samt ekkert á bömmer...er bara að sjá þetta og fara að gera eikkva í því...ég heppin að vera með verkfæri til að laga mína eigin líðan. Best að finna þessi verkfæri og hætta endalaust að tala um að gera hlutina. Barbara...veit þú ert dugleg að lesa blogg og soleis... viltu bjalla í mig þegar þú átt lausa stund..minns þarf að spjalla...er samt að vinna frá 5 upp í leikhúsi...en sýningin byrjar ekki fyrr en átta svo ég er með símann þangað til.. [11:43 f.h.] [ ] ***
föstudagur, nóvember 21, 2003 Egófílingur Minns er sko algerlega að fara í verslunarleiðangur um mánaðarmótin..attla að fylla skápinn minn af skyrtum...finnst þessi skyrta sem ég er í alveg vera að gera sig.is...hihihiEr að springa úr egói í dag..ekkert á slæman hátt samt...er líka alveg að hugsa hvað ég geti gert fyrir aðra..spurningu tíu svarað og spurningu níu líka..hihih..smá reminder fyrir mig og Ósk sætu.. Minns attlar að vera duglegur á lau og fara á fund...taka sponsíið sitt með og setjast svo á kaffihús..er ánægð með þessa helgi sem fer að koma..eða er komin eða eikkva. Er núna á miljón að taka upp blöð og vera dugleg að vinna...(þó ég sé smá að blogga núna)...hlusta á rottweiler...jeeee...rapparinn í mér alveg að fíla sig...þó ég sé ekkert endilega að gera út á það look í dag. Kveðja út í loftið og fullt fullt fullt af brosi.. finnst sko að allir ættu að taka Sponsu sér til fyrirmyndar þegar kemur að því að skrifa í feedback :) *hint* *hint* bla [2:30 e.h.] [ ] ***
Skyrtustuldur Halló fallega fólk á þessum fallega föstudegi....dagurinn byrjaði vel...stal skyrtunni sem Urður mín mætti í vinnuna í ...fannst þessi skyrta svo flott að ég setti upp hvolpasvipinn og náði að plata hana til að skipta við mig um föt..eða sko bara skyrtuna..ekki buxurnar...svo minns er rosa fínn í blárri skyrtu og með maskara...sona föstudagsfílingur í mér. Það hlakkar sko verulega í mér að vera ekki að fara að vinna eftir vinnu...er bara að fara að hitta Evu mína og svo vonandi Maggý líka þegar hún er búin að vinna..Partý annað kvöld og svo veit ég ekki meir .Diljá...náði ekki að fara aftur til að spjalla við þig..skrifa þér bara mail um helgina og segi þér allar þær fréttir sem þú þarft að heyra :) hihih [12:38 e.h.] [ ] ***
Englar...10 spor og knús út í loftið Vá...skrýtið að mæta til vinnu og engin Urður...soldið mikið tómlegt. Átti samt yndislegan dag...átti yndislegt og hlýtt spjall við eina samstarfssystur og það situr ennþá í mér..líður vel og er sátt við daginn. Fór so ettir vinnu og fékk mér að borða með Pascale krúttu..röltum svo niður í Tjarnarbíó til Evu minnar og knúsaði hana heilan helling...fyndið ...fórum að tala um lyktir af fólki..sko ilmvatnslyktir...ótrúlegt hvað maður tengir þetta saman..fólk og ilmvatnið sem það notar. Fer sko næstum bara í taugarnar á mér þegar ég finn til dæmis lykt sem góð vinkona mín notar og einhver er með það sem ég þekki ekki neitt. Svo getur þetta líka í örfá skipti verið pirrandi ...eins og ef einhver sem maður fílar ekki frá fortíðinni notar eitthvað ilmvatn og maður fer tilbaka í tímann bara við það að finna lyktina. Skrýtið..og skemmtilegt allt saman. Settumst svo aðeins niður á Brennslunni skutlurnar og heilsuðum upp á sætu stelpuna sem er að vinna þar....samt ekkert soleis..finnst hún bara sæt....er samt alveg 100% straight að ég held..bara gaman að skoða.Það er svo mikið af fallegum konum á þessu landi....reyndar eru allar fallegustu og klárustu lesbíurnar hérna heima í ákveðnum sona vinahóp.....æi veit ekki hvað ég er að bulla..fannst bara svo fyndið þegar ég fór á síðasta samtakaball og skoðaði mig um ..og komst að því að allar stelpurnar sem mér finnst eitthvað varið í eru í vinahópnum mínum og þarafleiðandi vinkonur mínar og mar reynir ekki við vini sína. En það er líka alveg í lagi þar sem minns er sáttur við að vera einn með Kollunni sinni :) hihihi Jæja...attla að leggjast upp í rúm með næstu bók sem ég er byrjuð á ...Stormur eftir Einar Kárason..er svo ánægð hvað ég er búin að vera dugleg að lesa...en kanski best að henda sér í 10...spor fyrst.. góða nótt fagra fólk og megi englarnir vaka yfir ykkur. [12:44 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, nóvember 20, 2003 Skemmtilegt.is Hihi...fattaði allt í einu þegar ég fór inn á bloggið mitt áðan að það er ekki góðs viti að hafa fyrirsögn á færslu Ojbara...ekki mjög lokkandi..enda skrifaði engin undir þá færslu eins og fólk er búið að vera ótrúlega duglegt að skrifa inn á feedbackið mitt að undanförnu. Svo ég skýrði þetta blogg skemmtilegt ...ekki af því að þetta sé svo skemmtilegur texti heldur bara til að vera á jákvæðu hliðinni...Munnurinn á mér er allur að koma til...er búin að eiga frábæran dag...reyndar soldið súrt að hafa Urði ekki í vinnunni í dag en það sýndi mér bara hversu heppin ég er að hún er að vinna memmér..eins og til dæmis það að sakna Diljá minnar og Ragnars sýnir mér hversu heppin ég er að eiga þau sem vini....en nóg um það. Veit ekki hvað mig langar að tala um...eða jú ég veit það..málið er bara með blogg að nú er ég orðin svo ótrúlega meðvituð um hverjir skoða bloggið mitt ..sem þýðir að ef mig langar að tala um eikkva sem liggur á mér þá reyni ég soldið að gera það undir rós svo að fólk skilji hvað ég er að fara en fatti ekki endilega ákkurat hvað ég er að tala um. Í þetta skipti er eiginlega ekki hægt að setja þetta undir rós...eða bla....Veit að ég er að gera alla rosalega forvitna en þetta er samt ekkert merkilegt. Er bara að komast á svo góðan stað inn í mér..er sátt við lífið og tilveruna og finnst allt svo yndislegt í kringum mig...svíf ekkert á bleiku skýi eða neitt þannig....ekkert að frelsast eða soleis. En samt að frelsast á vissan hátt...finn frelsi í því að geta verið sátt með sjálfri mér án þess að það sé allt byggt á því hvað öðrum finnst. Er að kynnast nýju fólki og finnst það æði...kynntist til dæmis manneskju í kvöld í gegnum tölvuna...eða á msn sko...og jú..hef alveg hitt þessa manneskju en ekkert þannig að ég hafi kynnst henni. Soldið fyndið þetta tölvudæmi..mun auðveldara að tjá sig þegar viðkomandi sér mann ekki. Svo er ég líka að kynnast fullt af fólki á fínu fundunum mínum sem mér er strax farið að þykja vænt um. Æi bla.....hihih....Hef svo mikla gleði inn í mér og er á þeirri skoðun núna að ef fólk er glatt og hamingjusamt þá eigi það að gera í því að gefa af sér...deila gleðinni með öðrum...ef allir myndu gera það þá yrðu soldið margir glaðir....og margir brosandi...gaman að segja fólki að manni finnist þetta eða hitt heillandi við það..og þá meina ég auðvita ekki að segja það bara til að vera góður...maður verður auðvita að meina það sem maður er að segja..og ef maður hefur ekkert fallegt að segja..þá bara þegja. Stundum þegar maður er pirraður út í einhvern og einhver er að fara í taugarnar á manni þá er ótrúlega gott að fara bara í væntumþyggjugírinn..bara segja við sjálfan sig...hey..best að prufa að þykja bara vænt um og henda pirringnum í smástund. Það virkar svo merkilega vel fyrir mig í dag...bara þykja vænt :) jæja...áður en ég drep ykkur úr væmni þá er best að kveðja.. knús fyrir háttin og góða nótt Madmomo...Er að hugsa um að gera smá af þessu "ekkert" sem við töluðum um um helgina...góða lukku við lærdóminn. [1:32 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, nóvember 19, 2003 Ojbarasta Fór til tannsa áðan ...dugleg ég...en shit...var sko alveg með þetta á hreinu..hugsanahátturinn ekkert annað en rólegheitin "þetta verður allt í lagi..þegar búið er að sprauta og deyfingin farin að virka er það versta yfirstaðið og þú verður fegin þegar þetta er búið" sæll...tannlæknirinn minn var ekkert smá harðhenntur...mér er illt í munnvikunum..illt í tönnunum og er öll aum og lítil. Svindl og ég sem attlaði aldeilis að harka þetta af mér.En nú er þetta búið og já ég er samt fegin að ég fór...engin tannpína neitt núna þegar ég borða næst. Planið í kvöld er svo bara að hanga með prinsessunni minni og reyna að fara snemma í háttin. Það tekur á að vera svona glaður..hihihi...er búin að vera svo glöð síðustu daga og það er auðvita alveg að minnka smá...er ekkert æpandi núna...tannsanum að kenna..en er samt ekkert leið...er bara sona róleg og jú brosandi hálfpartinn þar sem hálft andlitið á mér hlýðir engu fyrir deyfingu. kolls [12:21 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, nóvember 18, 2003 Skilaboðaskjóðan Alma....veit að neglur eru ekki skilyrði fyrir heimsókn...en bíll getur verið til að auðvelda málin..minns finnst guli bíllinn leiðó...fer samt að líta á ykkur sæturnar fljótlega þegar hægist um.Anna Karen....náði þér ekki á msn um daginn og ekki á djamminu þaráður...damn..næ í þig fljótt litla sæta stelpan mín Auður Rán...hmmm..litli prakkari að skrifa á frönsku :) en þú skrifaðir nú samt og það gladdi litla hjartað mitt..takk fyrir þig fallegi engill Ásta Júlía...halló krútta...gott að þú fórst ekki frá okkur ! Barbara sponsa....vá...gæti sagt svo margt við þig en það á ekkert við hér held ég...þakkir mínar eru endalausar til þín og já...Barbí..hihihihihi...sjáumst á fundi annað kvöld hetja Begga blóm...vá í hvert skipti sem ég geri skilaboðaskjóðu þá segi ég "verðum að fara að hittast" ...alltof langt síðan og segi það enn og aftur..verðum að fara að hittast ! Bjartmar...takk fyrir síðast...ótrúlega gaman að sjá þig í leikhúsinu í London beibí ..þú lítur svo vel út drengur.. knúúúúús Chandler....var að fletta í gegnum símann til að hafa þetta í stafrófsröð og þú ert undir C..Chandler..hihi..væri gaman að rekast á þig yndislegur Dagný Ásta....nú kæmi sér vel að vita síðuna sem þýðir ..þegar svarið er komið frá dularfullu konunni ..hahahah Diljá....Gabrielle veit hvað hún syngur...svo hlustaðu á lagið ...lagið þitt núna og trúðu því ...lifðu eftir laginu litla hetja ..elska þig Döggin...takk fyrir nóttina krútta...þú veist hvað ég meina :) alltaf gott að hitta þig í náttfatafíling sæta Erna Rán....rosalega var gott að sjá þig í vinnunni...hvernig lítur helgin út ? matur og hittast ? Eva María....takk fyrir að vera sú einlæga...yndislega..hlýja..stórkostlega manneskja og vinur sem þú ert ...peppari lífsins og yndi sem þú ert stelpa Gay-ri....erum við að tala um að Gæi hafi tekið mig í pool ? Gíraffinn hinn.....hæbbs sæta..hélt ég væri að tala við þig á msn um daginn...en svo var ekki ...var smá svekkt..hefði verið so gaman að hitta á þig Gríma....vá hvað ég hlakka til að fara í planið okkar...mmm.... Guðrún Friðriks....datt þetta allt uppfyrir..fannst þetta nú soldið léleg frammistaða hjá okkur báðum um daginn sko ; ) Gunnur...Er rósin nokkuð dáin elskan ? Hanna siss...shit hvað ég er búin að koma mér í stór vandræði..en höfum það samt bara okkar á milli sem ég sagði þér í dag ! hahahaha Hrafnhildur H....Þykir vænt um þig...mundu alltaf eftir því litla...p.s. rústa þér í pool fyrir jólin Inga Hrönn....held við höfum heyrt meira í hvor annari þegar þú varst í Noregi engil :) en reynum að bæta úr því fljótt..knús til konunnar Ingunn...varð að hafa þig með sona ef þú skyldir skoða þetta...langar að hitta þig áður en þú ferð litlan mín Kidda rokk....sjáumst hressar lessurnar á laugardaginn :) Kriz....Hlakka til að hitta þig á laugardaginn...svo fer alveg að verða komin tími á trúnó og kaffi hjá okkur Lilja kúlubúakona...hihihi..hvernig gengur lífið og tilveran með bumbus sæta ? Maggý mín.....Halló fallega kona...það er eitthvað við þig Maggý sem fær mig bara alltaf til að vera örugg með sjálfa mig alltaf þegar þú ert nálægt..einhver orka frá þér sem er svo þægileg...elska þig engill Moi....hef þig með þar sem þú ert greinilega dugleg að lesa bloggið mitt...takk fyrir allt hólið og endilega farðu að láta sjá þig og segja mér hver þú ert :) Naglinn....Hvenær fæ ég grill-boð í Hafnó ..mér er spurn ? eða pönnsuboð ....hmmmm...? Nana mín...halló krútta...ótrúlega fyndið að ég þarf ekki annað en að heyra í Heru og þá hugsa ég hlýtt til þín...eða Eivör...eða bara að sjá nafnið þitt á blaði...allavega..knús til þín mín sæta Oddný rokk....Þið Kári Daníel eruð aldeilis að blómstra..muna svo bara að koma með suma vakandi næst :) Ósk ....fyndið að skrifa Ósk því ég nota það aldrei þó það sé millinafnið mitt..hlakka til að sjá þig í kvöld..verðum að fara að massa þessi tíundu-skrif á kvöldin :) Pálína....til hamingju með daginn í gær og vonandi sé ég þig í kvöld til að geta knúsað þig ...ef ekki þá takk aftur fyrir heimboðið um daginn og eigðu góðan dag englakrútt Petra....hlakka til að sjá þig um jólin...sorry hvað ég er léleg að skrifa mail..mun bæta þér það upp ..lofa :) Ragnar asiufari....Vá hvað það er stutt þangað til að strákrassinn minn kemur heim...hér bíða allir mjög spenntir eftir þér...ást til þín fallegi strákurinn minn Sólin...minns er að passa hjá Steinu..bara sona svo þú héldir ekki eikkva annað ...bið að heilsa Maley Svanhvít....laugardagurinn er dagurinn ...sörvævör..horfðiru í gær nokkuð ? Unan mín....minns fékk sér skott í hárið langt á undan hinum sko ..var pínku svekkt í gær á los brennslos..en never mind...elska þig Urður...elska þig....þykir vænt um þig...finnst yndi að vinna með þér..finnst geggjað að þú sért flutt í næstu götu við mig...finnst fjölskyldan þín gimsteinasjóður...jæja..þarf að hætta þessu því ég er að fara að hitta þig núna...hihih sjáumst eftir tvær.. Æsa...Hæ Sæta ;) [6:18 e.h.] [ ] ***
Fram og tilbaka...og aftur fram Vááááá...síðustu dagar eru búnir að vera alveg merkilega viðburðaríkir þó ég sé búin að vera mamma í höllinni og allt það :)Ef þessu fer ekki að linna þá kanski sprettur Kollsterinn upp á egóinu og hendir Kollunni hógværu til hliðar í smá tíma...vil það samt ekkert ..nenni ekki að verða hrokagikkur sem labbar um bæinn með haglél í nefinu.....eða þú veist..sem rignir upp í nefið á ...eða eikkva. Ein góð góð vinkona mín spurði mig um daginn hvort hún mætti taka myndir af mér..sona svarthvítar....æi sona andlitsmyndir og ég var bara eitt stórt spurningamerki....hélt hún væri að djóka...æi finnst so gaman að vera til núna...er að springa úr brosi..er líklega með þessar hlunka-bólur bara af því að hætta ekki að brosa allan daginn...er samt eiginlega bara ekkert á neinum svakalegum bömmer...þessar bólur fara á endanum.. æi bla....er bara eikkva voa orðlaus..samt ekki ....hendist bara fram og tilbaka... Er núna að bíða eftir að litla prinsessan komi heim svo ég geti boðið henni út að borða og tekið svo dvd og trítað hana smá...elska þessa litlu prinsessu út af lífinu og langtum meira en það . Elska svo mikið .....elska svo marga...og finnst það æði. langar að gera sona elski lista..en hann yrði bara svo ótrúlega lítið fjölbreyttur....Urður..elska þig...svo myndi líklega bara standa fyrir aftan hvern og einn sem færi á listann...elska þig...hey kanski ég geri bara venjulega skilaboðaskjóðu...auðveldara því þá er ég ekki að gleyma neinum í elski týpunni... já geri það bara... [6:17 e.h.] [ ] ***
Þriðjudagar ágætir líka Halló fólk...jú þriðjudagar eru bara alltílæ líka..soldið sona inn á milli dagur..mánudagar í uppáhaldi..stressuð á miðvikudögum af því mér hefur ekki tekist að sigrast á óttanum mínum við smá mál sem ég díli við á miðvikudögum..þannig að þriðjudagur er sona mitt á milli góðs og ills...eða nei ekki góðs og ills...heldur bara rólegheita inn í mér og æsings..eða eikkva.Var svo glöð í gær ..svo endaði dagurinn á því að Döggin mín gisti með okkur Bríeti..við spjölluðum og kúrðum framettir kvöldi..mjög notó..og áður en ég fór að sofa þá sona að ganni mínu kíkti ég inná bloggið hjá Sponsunni minni og hún var nýbúin að blogga um Kvetch og alskyns skemmtilegt...minns sjúklega glaður að sjá að hún er stolt af mér og segir það á blogginu sínu (skamm Kolla..ekki monta sig) ...æi bla...er víst farin að segja orðið bla voða mikið þessa dagana..hef ekki tekið eftir því sjálf en það eru alveg nokkrir búnir að benda mér á þetta..bla...hihi Attla að ákveða eftir smá stund hvað mig langar að gera frá fimm til sex..því eftir sex attla ég heim að hitta Bríeti mína og vera með henni það sem eftir lifir kvölds...bara við tvær í kvolití tæm í kvöld :) ást út til ykkar allra og fullt af brosi áfram kollster [12:16 e.h.] [ ] ***
Lesa....glápa...kúrast.... Jamms...þessi dagur er búin að vera algjör snilld frá byrjun til enda...byrjaði vel og virðist attla að enda ljómandi. Vona að þið hin hafið líka átt góðan dag ..Hef lítið sem ekkert að segja núna nema bara að bros er gott fyrir sálina...þó mar sé með bólu á hökunni (pínku bitur tónn í þessu) en well...fann buxur sem ég labba ekki á...þurfti sko að fara í buxum af Stebba í vinnuna í dag..leit ekki vel út. En verð betri á morgun góða nótt fallega fólk [12:16 f.h.] [ ] ***
mánudagur, nóvember 17, 2003 Salut TOI "Moi" !!!!!!!!!!!! Je trouve que ma queriositee est unpeu mise en doute car je vais craquer...... donc je vais "vous" ecrire en francais pour voir si je recois une réponce en francais... qui etes "vous" Quesque "vous" faites comme travail en france? et quesque "vous" faites comme travail ici? juste une réponse serait pas mal :)P.S: je vous vouvois jusqu´a vous me dites qui vous etes mignone Ciao Kollster Jæja...Kollsterinn kemur sífellt á óvart...já nú gætu margir orðið forvitnir....en sjáum hversu mikið þið hin eruð til í að hafa fyrir því að lesa bloggið mitt !!!!!!! múhahahahahahaha...................... [10:58 e.h.] [ ] ***
Veðmál...vinna..og meiri bros !!!!! Vá...þetta er æðislegur mánudagur...er að springa úr gleði..langar að gefa fullt af gleðinni inn í mér út um allt...Tómas Nökkvi kom í heimsókn til okkar í dag (sonur Ernu) og líka Anna Þrúður (dóttir Urðar) ..litlu börnin gefa manni so endalaust mikla orku. Svo er ég búin að vera að fíflast í vinnustelpunum mínum í allan dag...ég og Urðurin mín ákváðum að vera rómó og fórum og keyptum rós handa Ástu og Gunni sem eru að vinna með okkur hér á bakvið. Það var ekki óvinsælt múv...jæja best að halda áfram að eiga góðan dag kolls ...endalaust brosandi [4:44 e.h.] [ ] ***
Kisur...bros og Prinsessa Komin mánudagur...veit ekki hvort ég hef nefnt það hér áður en mánudagar eru alveg næstum uppáhalds dagarnir mínir..veit að flestir eru ekki sammála mér með þetta..finnst bara eikkvað gott við það að byrja nýja viku...og svo er auðvita Sörvævör á mánudögum sem skemmir ekki fyrir. Mánudaga reyni ég líka yfirleitt að nota soldið bara fyrir kolluna sjálfa...sem er gott. Núna er minns mamma og finnst það æði...Litla prinsessan mín attlar að koma til Kollu sinnar ettir skóla og vera hjá mér í vinnunni þangað til að ég er búin..svo verður pizzuveisla og fínerí. Svo gleymdi ég líka að segja frá því að það eru tveir kettir í höllinni og ég er alveg að fíla annan þeirra rosalega vel...finnst hann algjört æði...hann heitir Lubbi og er sona lítill og rosalega loðin..sést næstum ekkert í andlitið á honum sko. Aldrei hélt ég að ég myndi fíla kött..en sona breytist fólk og þroskast...gott að vita að ég er að þroskast :) hihihjæja...vinna meira ..pikka minna og brosa mest [11:23 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, nóvember 16, 2003 Barbie....ojbara..hahahahah Halló fallega fólk...Var að sýna Kvetch í kvöld og sponsan mín kom að sjá ....fékk so sms frá henni eftir sýningu sem í stóð eitthvað á þessa leið...."fannst sýningin frábær....nema það sem ég tók persónulega...takk fyrir mig"....hahah ...ég fattaði ekkert um hvað hún var að tala fyrr en ég hringdi í hana og hún sagði mér það.. það er nebbla partur í sýningunni þar sem einn karakterinn er að gera grín að því að það átti að skýra hana Barbara...."oj ..barbara...geturu ýmindað þér í skólanum Barbie !!!" ....æi soldið sona þú verður að hafa séð sýninguna til að finnast þetta fyndið. So heitir senst sponsan mín Barbara... En henni fannst þetta ótrúlega fyndið og minns er ótrúlega glaður að hún skemmti sér vel. Var ég búin að segja ykkur að ég átti mest yndislegasta kvöld í heimi í gær....var bara að tjilla með Evu minni og Maggý minni að passa heima hjá bróður hennar Evu... tókum smá nudd-session..gláptum á dvd og svo má ekki gleyma því að amma barnsins sem þær voru að passa er engin önnur en Vigdís Finnboga...skoðaði íbúðina hennar...vá sú kona er sona kona sem öllum í heiminum finnst æðisleg. Hún er sona eðal alvöru mannleg yndisleg falleg og tignarleg kona. Held ég bara kona sem ég myndi nefna fyrst á nafn ef einhver myndi spyrja mig hver væri ...æi get ekki lýst þessu. En jæja..Pascale litla á ammæli í dag og var að líta við...best að knúsa hana soldið og fara so í háttin. Sjáumst og skjáumst síðar.. p.s. dagný ásta...mmm..ertiggi á msn ? hvað er að gerast...hihihi þarf að segja þér doldið..en sendi þér bara mail á morgun :) góða nótt sæta og góða nótt þið hin líka [11:28 e.h.] [ ] ***
Briet Olina og Kolla saman Hér sitjum við Bríet við tölvuna heima í höllinni og erum að blogga saman...Fórum í leikhúsið áðan og fundum nýtt nafn á Tjarnarbíó...því þegar við komum þangað þá var allt í klessu (ekki illa meint)....svo varð að aflýsa sýningunni því tækninn var eikkvað ekki að gera sig...svo okkur Bríeti fannst að leikhúsið ætti eiginlega bara að heita Tjarnarvandræði frekar en Tjarnarbíó því þanna er heldur ekkert bíó :)Kollan er að fara að vinna á ettir og Bríet verður með Tinnu á meðan að gera eitthvað skemmtilegt...svo á morgun attlar Bríet að stríða mér ..en hún er samt ekki búin að segja mér hvernig...kemur til mín niður í vinnu á morgun...svo ég verð vel undirbúin að vera strítt. Um kvöldið verður pizzukvöld og leigjum okkur dvd mynd... . . , - þetta er hann óli prik Kveðja Bólína og Kollster [4:04 e.h.] [ ] ***
Minns.... mamma Jæja...þá er komið að því ...loksins fæ ég að vera mamma..reyndar bara í nokkra daga ...en það er nú samt betra en ekkert. Því fylgir líka að ég fæ að vera mamma litlu prinsessunnar minnar ...Steina er senst að fara með kærastanum sínum til London ...Elín verður hjá Pabba sínum og Bríet Ólína verður hjá mér...eða sko ég verð hjá henni í höllinni...vá ég hlakka svo mikið til..bara að vera í rólegheitum og fara snemma í háttin með henni ....ljúft ljúft líf....kanski mar fái að hafa bílinn líka...aldrei að vita. Fer á fund núna klukkan ellefu og svo beint til Bríetar eftir það..búin að redda mér pössun fyrir kvöldið út af Kvetch...er með hana fram á miðvikudag. Mun nú samt láta heyra frá mér hér því að það er talva í höllinni og minns getur bloggað alltaf þegar prinsessan er farin í draumalandið.En þangað til næst..farið vel með ykkur....þetta er búið að vera soldið erfið helgi...samt góð...erfið tilfinningalega en góð vinalega séð ..eða eikkva. Held ég sé búin að komast að því loksins hvað ég þarf að gera..og jamm...það er bara á hreinu núna. attílæ....bless í bili [10:23 f.h.] [ ] ***
laugardagur, nóvember 15, 2003 Dagurinn Halló litlu börnin mín út um allt....Fyrst og fremst langar mig núna að vera þakklát..eða nei mig langar það ekkert bara...ég er það..og ekki bara að hugsa um það í þetta skiptið heldur kanski bara sýna það í verki..eins og ein ótrúlega klár og sæt kona sagði við mig um daginn...."trú án starfs er dauð" eða "trú án verka er dauð"...og nefndi skemmtilegt dæmi.. "við getum alveg ákveðið að kveikja ljósið í herberginu okkar þegar við komum heim en það kviknar ekkert á ljósinu fyrr en við ýtum á takkan" ....gaman að því...svo núna attlar minns að þakka smá. Langar að þakka öllum þeim sem lesa bloggið mitt fyrir að lesa bloggið mitt ! stutt ..einfalt og gott :) gæti alveg gert þakkarlista en þá sæti ég fyrir framan tölvuna í alla nótt og þar sem minns á það til að verða smá meðvirkur þá líklega myndi ég sitja allan morgundaginn líka því ég mætti auðvita ekki gleyma neinum því þá gæti einhver orðið sár eða reiður og það viljum við ekki :) hihihi Dagurinn var annars bara ljómandi fínn...já...langar að þakka fyrir að vinna á svona frábærum stað..veit bara ekki alveg hverjum ég get þakkað fyrir það....sá bara í dag hvað við höfum það gott í vinnunni..erum allar svo miklir félagar og eikkva. Eftir vinnu fór ég svo með gula vagninum í næstu vinnu og þaðan í smá boð til Pálínu sætu...eftir boðið skutlaði sæta sponsan mín mér upp á Ölstofu svo ég gæti kysst Ununa mína fyrir svefninn...Nana var reyndar líka að vinna sem var bónus...gat kysst margar englakonur góða nótt...og mín mun sofa vært... Það er bara svo mikið til af fallegu fólki..og þegar maður er góður við sjálfan sig þá sér maður þetta fallega fólk út um allt. Jæja...mín í háttin góða nótt fallega fólk [12:59 f.h.] [ ] ***
föstudagur, nóvember 14, 2003 Halló malló jæja..Kollan búin að læra fína lexíu í dag....ekki upphefja sjálfa sig á kostnað annara...eyddi út sögu sem var hér á undan þessari færslu ...Aldrei hefði mér dottið það í hug að þú læsir bloggið mitt Erna..en ég sagði heldur ekkert nafn...Þetta átti ekki að særa neinn og það sem Móra litla sagði í gær var heldur ekkert gert til að særa..hún er bara að segja það sem hún er að heyra. Manson er eitthvað sem ég að mínu áliti tel vera ekki bara dökkhært fólk ..nei alls ekki...attla ekki út í þetta hér á blogginu mínu ...vil ekki verða bloggari sem er að rífast við fólk út í bæ af því að ég missti eitthvað út úr mér um einhvern.Hef ekkert persónulega á móti þér og hafði ekki hugmynd um að þú læsir síðuna mína... Minns lærði lexíu og mun passa sig í framtíðinni...gangi þér vel í lífinu og ég óska þér alls hins besta...ég var bara að segja sögu frá litla töffaranum henni Móru. En nóg um afsakanir....ég gengst við mistökum mínum og þyki leitt ef ég meiddi einhvern..það var ekki ætlunin. Kveðja Kollsterinn [3:51 e.h.] [ ] ***
Friday for fun Eða eikkva bara...fer að vinna beint eftir vinnu og svo er mín að hugsa um að taka það bara rólega..það er reyndar eitthvað voa sniðugt að gerast á Torvaldsen en ég attla bara að sjá til...fer í smá boð til stelpu sem er með mér í leynifélaginu..hlakka til þess...farið að þykja svo rosalega vænt um þessar stelpur sem ég er að fara að hitta.Vá gleymdi alveg að tala soldið um dans-kvöldið okkar í gær...frekar magnað kvöld. Minns vissi senst ekki að það væri hægt að fara á Glaumbar á fimmtudögum og dansa sig sveitta...sem er alveg málið. Soldið sona misjafnlega ungt fólk þarna inni en ég meina...mar fer bara og er með sínum vinum og tekur með sér smá slatta af umburðarlyndi og helling af góða skapinu og þá er þetta alveg að gera sig. Það kom líka lagasyrpa frá því í gamla daga...alveg sko frá því að minns var lítill rappari í vesturbænum ..híhí.. knús á línuna [12:28 e.h.] [ ] ***
Fjor a fimmtudegi Þokkalega að fara að koma helgi...næstum bara komin helgi...þessi vika er búin að vera rosalega skrýtin..finnst soldið eins og það sé fimmtudagur í dag..sem er ekkert verra þegar ég fatta að það er föstudagur sko :)Minns var ekki duglegur í gær að blogga..gleymdi mér smá... Fór á staffafund eftir vinnu..fór svo að hitta litlu sponsí eftir það...þaðan beint í mat til mömmu og pabba..skoðum íbúðir á Habil.is því minns er að leita sér senst að íbúð til að kaupa...fann ekki neitt spennandi en þetta kemur allt saman..er orðin rosalega spennt að kaupa...jeij... Jamm eftir matinn fór ég svo í pool með Geira og Gæja...mjög fínt...ótrúlegt hvað maður er mikill kjáni á að hitta gömlu félagana..svo alltaf þegar ég fer að hitta þá man ég hversu gaman það er. Eftir nokkra góða leiki í pool henntist ég niður í hommahús (samtökin78) að hitta Ununa mína...við fórum síðan niður á Glaumbar (júbbs...immit) og dönsuðum þar til að verða eitt ásamt nokkrum öðrum fögrum fljóðum...mejög gaman... Skrifa meira seinna...nú eru það dönsku blöðin sem ganga fyrir.. kolls [8:57 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, nóvember 12, 2003 Nylidinn hahaha...sest fyrir framan tölvuna þegar ég kem heim búin að hugsa alla leiðina..."hvernig get ég bloggað um nýliðann minn án þess að vera að monta mig" svo hér kemur bloggið sæta Barbara...hihih..var að koma heim af kaffihúsi með fallega fólkinu...margt búið að gerast í litla hausnum mínum í kvöld..vá þetta programm er alveg að gera sig. Búin að ná að stoppa sjálfa mig í að vera í gremju..hringdi bara og baðst afsökunar á einhverju sem ég alveg datt inn í ..eins og maðurinn í séð og heyrt sem "lennti í framhjáhaldi..hahah"En allavega..fór senst á fund í kvöld og eins og svo oft áður var bent á mig...úff...eftir fund kom svo til mín ótrúlega krúttleg stelpa og ég er senst orðin Sponsa ..vei :) mont mont..hihi Langar samt ekkert að blogga meira um þetta...attla að kíkja í góðu bókina og undirbúa mig smá fyrir morgundaginn.. Þykir orðið vænt um svo óendanlega mikið af fólki...jafnvel fólki sem ég þekki lítið sem ekkert og farið að þykja ennþá vænna um fólkið sem ég þekki...þvílíkt frelsi að elska... Jæja...hef þetta ekki lengra.. kveðja Programm-Kollan [11:58 e.h.] [ ] ***
Kollsterinn Og Evan [12:08 e.h.] [ ] ***
Bara venjulegt blogg Miðvikudagur...sem þýðir fundur hjá mér í kvöld...vei..svo á morgun er matur hjá múttunni minni..alltof langt síðan ég hef knúsað familíuna mína á Aflagrandanum..hlakka til.Jamms...Kollan og Kollsterinn og allt saman hafa verið í skrýtnu skapi síðustu daga...svo fer að hitna allverulega í stelpunni þegar líður á þennan mánuð því það fer að styttast í jólin...minns verður soldið geðveikur þegar nálgast jól. Mikil vinna...mikið að spá í jólagjöfunum ..gera jólakort og svo framvegis. Hurru...fattaði eitt...gleymi alltaf að hafa samband við Fjalar og Jómba...svo ef að annar hvor ykkar kemur hér inn og sér þetta...eruð þið þá til í að hafa samband ske kynni að ég gleymi því eina ferðina enn..vantar soldið að ná á ykkur elskurnar :) Svo styttist í að Ragnarinnminn komi heim...vá ef ég er spennt að sjá hann hvernig attli Svönsunni líði þá..hihi Minns var obboslega duglegur og var bara heima hjá sér í gær..las lítið hefti og gerði verkefni...og fór bara að sofa um ellefu eða að verða hálf tólf. Vaknaði líka ekkert smá spræk rétt rúmlega sjö í morgun. Jæja...er bara að babbla svo ég læt þetta duga hafið það gott í dag gott fólk ykkar Kolls [8:31 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, nóvember 11, 2003 Mislynda konan me... Jamms...held ég hafi bara aldrei verið svona mislynd..ekki sona mikið...stekk úr einu í annað í hausnum á mér..held að Kolla og Kollsterinn virki bara alls ekkert of vel saman...held ég verði að hjálpa þeim að finna út hvar hvor þeirra hefur völdin...held nebbla þegar kemur að egóinu mínu þá þurfi ég að leifa Kollsternum að ráða..en þegar kemur að innilegu hlutunum þá þurfi Kollan alveg að hafa yfirhöndina..svo þegar þetta tvennt blandast saman þá verða rifrildi í hausnum á mér því allir vilja ráða :) minns soldið geðveikur ...veit...Eva sæta var að hringja og attla að hitta hana..bara slaka á og vera Kollan með henni..með góðu ívafi af Kollsternum því þegar ég er með Maggý og Evu þá er ég bara Kollaster..eða eikkva soleis.Bladibla...er góð núna...vil vera góð áfram..nenni ekki að pæla of mikið í hlutunum...er ekki hollt fyrir mig núna. Barbara...þú ert svo mikill snilli...lá í krampa þegar ég las nýjasta kommentið þitt. Jú þetta er sama manneskjan...eða þær búa allavega báðar í sama líkama...hitt er annað hvort þær séu sammála um allt sem þessi líkami eigi að gera og hvar hann eigi að vera :) Er núna að hlusta á Eminem eins og reiður lítill unglingur...er samt ekkert reið..finnst Eminem bara æði..myndi sko ekki neita honum.....já bla..don´t go there..hann er allavega bestur ..á eftir Tupac ... Diljá....takk fyrir mailin..gaman að fá mörg mail....náði ekki að svara þér í dag...svo ég svara líklega í kvöld þegar ég kem heim eða eftir vinnu á morgun áður en ég fer á fund. Njóttu njóttu njóttu og ég mun reyna að gera það sama. Hey allt í einu fór ég að spá ...attli það sé einhver strákur sem skoði bloggið mitt...öll komment og allt í gestabók eru stelpur nema auðvita Ragnarinn minn en hann er náttla yndislegasti strákur í heimi... bara spá... alltílæ...bæ bæ bæ [7:21 e.h.] [ ] ***
arg en samt gott vá...er að fara út úr líkamanum á mér..eða langar helst bara að stinga af úr þessum líkama...samt ekki...vá er ekkert að meika neitt sens...ekkert til að hafa áhyggjur af samt...Kollsterinn meikar allt á endanum...Kollsterinn er bara ekki vanur að geta ekki gert eitthvað í málinu um leið og það kemur upp..sé ykkur síðar dömur mínar...og auðvita herrar líka.. Chau [3:39 e.h.] [ ] ***
Hin eina sanna Sponsa !!!!!!!! Fyrir þá sem ekki vita þá er Kollsterinn allt önnur manneskja heldur en hún Kolla litla..þeir sem þekkja Kollu og hafa hitt Kollsterinn þekkja muninn...nú er Kollsterinn alveg að taka völdin þessa dagana...Kollan leggur sig bara á meðan og les bækur..hefur það ljómandi fínt svo engar áhyggjur að hafa af henni.Kollsterinn er hinsvegar ekkert smávegis að fíla þessa sponsu sem Kolla náði sér í ....verð bara að birta hér smá texta sem sponsan mín skrifaði í kommentakerfið mitt ske kynni að einhver ykkar skoði ekki kommentin... þetta var skrifað hér aðeins neðar og er held ég beint í áttina að ákveðinni manneskju... Sponsa skrifar; Veit ekki alveg hvað þið mynduð kalla það en ég myndi halda að moi væri Skápalessa lítil og hrædd en samt STOLKER !! fer ekki ofan af því.. en hún ætti að flíta sér að sýna sig svo hún missi þig ekki fangið á einhverri annari !! dadaradaDAMMM... ég veit nefnilega aðeins meira en sumir hahhaaa... BARB snillingur sem þessi sponsa er......svo skrifar þessi elska líka í gestabókina eftir þetta komment hér fyrir ofan..og það er svona Sponsa skrifar; hahaa..,. held ég hafi hrist upp í einhverjum þegar ég sagðist vita meira. Það var náttúrulega bara algjört RUGL og BULL var bara að reyna að koma felulessunni út í dagsbirtuna Annars er ég hætt að stríða fólki... NAUTS bara að djóka.......... hætt þessu bulli... peace.. Barbara...er alveg að fíla þig..svo að Kollsterinn er allavega mjög sáttur við val Kollunnar á sponsu.. Kollster kveður í bili og hlakkar til að sjá málningu í huga sínum allan morgundaginn í vinnunni...hahahahahha..mmmmmm [1:08 f.h.] [ ] ***
mánudagur, nóvember 10, 2003 hmmm...skamm skamm Hef ekki upplifað sona hluti eins og ég er að gera í dag...í mjög mjög langan tíma..ef ég á að segja alveg eins og er þá bara man ég ekki hvenær þetta gerðist síðast...en get samt eiginlega bara alls ekki talað um það hér..veit að það verða margir forvitnir...Diljá mín..lofa að segja þér þetta um leið og ég hitti þig næst á msn. Er í púkaskapi ..miklu púkaskapi..langar að gera alskonar hluti sem ég hélt að mig gæti bara ekkert langað að gera...jæja búin að gefa of mikið upp. Urður er líka alveg að fylgjast með mér og sjá hvort ég fari mér nokkuð að voða..gott að hafa hana til að vera siðgæðisvörðurinn minn í vinnunni.Bless í bili gott fólk Kollsterinn í miklum gír.....hmmm [2:10 e.h.] [ ] ***
Monday baby jebbs..komin mánudagur og klukkar rétt að verða átta...vinna níu til fimm...svo er sörvævör í kvöld ..og minns attlar ekki að missa af því eins og síðasta mánudag. Alveg á hreinu sko.Annars er ég bara nokkuð hress...þreif herbergið mitt hátt og lágt í gær...þvoði tvær vélar og var bara rosalega ánægð með mig. Fór svo í pool með stelpunum og fengum okkur pizzu eftir pool-ið...ótrúlega skemmtileg útileigustemning í bílnum hennar Unu...Dominos pizza og 2 lítrar af kók..borðuðum senst þar sko:) Í dag er planið líka bara að taka hlutunum rólega...er í "þetta reddast" góða íslenska gírnum og sjáum bara til hvort það virki ekki bara fínt. Kláraði bókina í gær sem ég var að lesa....Svo fögur bein....frábær bók...mæli með henni fyrir jólin...alveg hiklaust. Hafið það gott í dag og brosið inn í nýja viku kolls bolls [7:57 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, nóvember 09, 2003 Djamm....giftar konur...litil born og thynnka.is Vá hef eitthvað svo óendanlega mikið til að blogga um en vil ekki hafa færslurnar of langar og vil geyma eitthvað til betri tíma..Diljá engillinn minn...veit ég tala oft undir rós...geri það alltaf þegar mig langar til að tala um eitthvað en vil samt ekki hafa það á netinu...svo hitti ég þig á msn í hádegistímanum í vinnunni og þá færðu að vita allt sem þú vilt vita elskan mín...nenni bara svo sjaldan í þessari slow tölvu minni að gera annað en bara að blogga ... elska þig Mín fór senst á djammið í gær...eftir langa pásu frá drykkju og skemmtanalífi...segi reyndar ekki að ég hafi ekkert farið út að skemmta mér....en hef lítið sem ekkert sett áfengi í glösin mín hingað til..eða þangað til í gær...vá hvað þetta skemmtanalíf hefur ekkert breyst...lennti í alskonar fyndnum atriðum en fannst þetta á endanum alveg fínt...bara fyndið..og alveg eins gott að vera bara edrú því þynnkan daginn eftir er ekki neitt til að hrópa húrra fyrir. Mín farin að tala eins og gömul kelling...allavega.. fórum á Hverfisbarinn í gær og þar reyndu giftar konur við mig...var ekkert alveg að geta dottið inn í gírinn að hösstla soleis konur..svo fór ein ung að dansa æðislega mikið fyrir framan borðið mitt...ég var ekki með gleraugun ..svo kom hún nær og þá sá ég að ég PASSAÐI HANA ÞEGAR HÚN VAR LÍTIL...ojbara...úff..hún greinilega þekkti mig ekki..sá bara litla lessuklessu og fór að daðra..Kollsterinn var ekki lengi að láta sig hverfa..:) hihihi Jamms...svo í dag var minns duglegastur og skellti sér á AA fund..skelþunn..ótrúlega smart...á svo góða sponsu sem sparkar í rassinn minn þegar hann þarf á sparki að halda sem er nú reyndar oftar en ekki. :) Barbara..síðan þín er rosa fín :) duglega stelpa :) takk fyrir funda-kaffihúsa-bókabúðar-ferð í dag !!! Er með alskyns hugsanir í gangi núna sem mig langar ekki að deila með netinu eins og er (ekki gert til að gera þig forvitna elsku diljá) en er bara frjáls...eins og fuglinn og elska lífið skilyrðislaust..eða næstum allavega. hafið það gott litlu fiðrildin mín kollsterinn...búin að þrífa og á leiðinni í pool [8:17 e.h.] [ ] ***
Wooooooooow....hamingja Fátt veit ég skemmtilegra en að koma inn á bloggið mitt eins og núna á sunnudagskvöldi og ekki einn eða tveir búnir að skrifa í feedbackið mitt ...nei...heldur bara eins mikið og átta stykki...og svo færsla í gestabókina auk þess. Ekkert lítið sem ég hef gaman af því og í tilefni þessa mun ég hér gera litla og stutta skilaboðaskjóðu til þeirra sem skrifuðu þessi komment :)Byrja á Barböru...ekki bara af því að það hljómar vel heldur líka af því að hún á vinningin þar sem hún skrifar tvisvar í nýjustu færsluna og einu sinni í næstnýjustu færsluna...allavega. Barbara sponsan mín....Í fyrsta lagi..já konan var frekar mikið þunn í morgun..og er í alvörunni glöð að þú dróst mig á fund..var ekkert endilega upp á mitt besta en líður samt vel að hafa farið...hvar ég var í gærkvöldi tala ég nú ekkert venjulega um á blogginu enda veistu svarið við því núna :) Attlaði að skrifa fullt fullt á bloggið þitt en gat ekki farið úr tölvunni minni í kommentakerfið þitt og fann enga gestabók...svo þetta verður víst bara að duga í bili...krakkinn skemmtilegur og gaman að sjá þig blogga sona duglega...hey og eitt enn...akkuru gefur þú kallinum ekki litla sæta gjöf...hann fattar mun frekar að soleis eigi að vera ef þú sýnir honum það heldur en ef þú sætir með hugskeytaferðir í sófanum heima :) jú sí :) Maríanna...takk fyrir broskallinn...stundum þarf ekkert meira en broskall til að gleðja mann og þessi gladdi mig allavega :) Anna...þú ert dugleg að skrifa hjá mér og gott að heyra að þér finnst ég andlega þenkjandi...er nú líka soddan kjáni oft þó ég kunni ágætlega að koma fyrir á blogginu mínu :/ hihihi Svanhvít....jamm dugleg að vera búin að kommenta ...takk fyrir það..og já þessar minningar eru æði..fer alveg að koma að stalker sögunni fyrst að þetta smáræði hér fyrir neðan fékk sona mikla athygli.. :) Diljá...vá...já hvað það er gott að geta brosað yfir þessu öllu saman..þú ert manneskja sem sást í gegnum mig og þekkir nöfnin á þeim konum sem ég hef fallið fyrir ..held þú þekkir meira að segja nöfn sem ég áttaði mig ekki einu sinni sjálf á að ég væri skotin í :) elska þig Dagný....Van heitir maðurinn sem þú ert að vitna í ....mikið búið að hlægja að því líka..eða eins og Steina kallaði hann "svarti skólabíllinn...." Kanski bara skápalessa?!.......þú skrifaðir í gestabókina mína og fyrsta skrefið er alltaf að viðurkenna hlutinn fyrir sjálfum sér....svo er bara að taka næsta skref..ég er að segja þér að lífið verður bara svo allt allt annað ef maður getur verið maður sjálfur án þess að þurfa að hugsa um hvað aðrir eru að hugsa og setja sig inn í hausinn á öðrum...er ótrúlega glöð að þú skulir lesa bloggið mitt og sjá eitthvað sem fær þig til að brosa. Gangi þér vel að finna leiðina út...kanski mar geti beint þér á góðar leiðir ef þetta fer að verða eins og völundarhús...ekkert erfitt að finna mig :) knús til þín og gangi þér vel aftur jamms..það er aldeilis athyglin sem maður fær...fer bara hjá mér við þetta allt saman verð ég nú bara að segja...en jæja...orðið of langt...hætt í bili knús kolls [4:58 e.h.] [ ] ***
föstudagur, nóvember 07, 2003 Skapa-snillingurinn hahah.....verð bara að hlægja smá áður en ég blogga um þetta...ég og Svanhvít vinkona sátum heima hjá henni í gærkvöldi og einhvernvegin endaði samtalið okkar í því að við vorum farnar að tala um tímann sem ég var inni í skáp sem Klespía...lessuklessa...það var svo merkilegur tími þegar ég horfi tilbaka...æi erfitt að pikka um þetta..mun auðveldara að segja frá því hvernig ég sé þetta í dag þegar ég er face to face...attla samt að reyna.Kolla var senst langt langt inn í skápnum og ég hélt í alvörunni að engan myndi nokkurtímann gruna það að ég væri lesbía...mér fannst ég bara fela það svo ótrúlega vel... 1.sagði aldrei neinum að mér findist hin eða þessi stelpa sæt 2.talaði endalaust um alla strákana sem ég gæti hugsað mér að vera með 3.Þegar stelpurnar kysstust á fylliríum í djóki tók ég ALDREI þátt í því..fannst það sko ógeðslegt. 4.Var mjög dugleg við að segja að mér finndist ekkert að því að vera hommi eða lessa..væri það bara ekki sjálf.... og svo framvegis...í dag sé ég þetta soldið eins og fólk sá þetta þá.. 1. Þó ég segði engum að mér findist einhver stelpa sæt sem ég var skotin í þá bara eignaðist ég þá stelpu sem vinkonu og hún var alltaf "æðisleg...frábær...ótrúlega fyndin...notaði öll orð nema kanski sæt" og hún var alltaf nýjasta "besta vinkona mín"...gaf þeim blóm...fannst ég bara vera svo rosalega "góð vinkona" 2..jú ég talaði mjög mikið um stráka sem ég var "skotin í"...en ólíkt vinkonum mínum sem voru skotnar í strákum þá gat ég mjög auðveldlega gleymt þeim strák sem ég var "skotin í" alveg í margar vikur...talaði bara um hann þegar kynhneigð kom í umræðuna... 3.Þær vinkonur mínar sem kysstust í flippi á fylliríum voru ekkert lessur...svo ógeð mitt á því vakti eiginlega meiri athygli heldur en að taka bara þátt eins og hinar..(ég var bara ekkert eins og hinar stelpurnar...) 4.Ef ég hefði ekki verið lessa og ekki vitað það þá hefði ég líklega ekkert haft svona mikla þörf fyrir að tjá öllum sem heyra vildu hvað mér findist um samkynhneigð og að ég væri ekki lessa sjálf. Já ...gaman að þroskast og sjá hlutina í nýju ljósi....á meira að segja ótrúlega fyndna sögu ....sem ég kalla Kollster Stalker...en vil ekki alveg deila henni strax þó hún sé viðbjóðslega fyndin... jæja pælingin búin í dag..vonandi skilduð þið eitthvað í þessu rugli öllu... Kollster komin alla leiðina út [11:56 f.h.] [ ] ***
blablabla..konan talar Halló góða fólk..Átti ótrúlega merkilegan dag í gær...eða kanski ekki merkilegan ...eða jú...eða nei...ótrúlega lærdómsríkan má eiginlega segja...er nokkuð viss um það í dag að ég kann ekki að lifa lífinu ein..það er að segja sko...ekki kærustulaus heldur kann ekki að komast af ein með engri hjálp frá æðri mætti sem í mínu tilfelli eru englarnir...get ekki trúað því að allt sem gerist sé bara eintóm tilviljun og þegar maður biðji englana sína um að vera með sér þá sé það ekki tilviljun þegar dagurinn verði góður í kjölfarið...talaði aðeins við englana mína í gær og þeir voru góðir við mig..sá það kanski soldið seint en sá það samt. Er svo líka búin að vera á mjög skrýtnum stað eftir að upp kom mál um daginn þegar ég var að lesa alveg rosalega góða bók...rosalega sérstök bók..og þessi bók fékk mig til að hugsa til manneskju sem ég hef ekki hugsað til í mörg ár...þessi manneskja er farin og orðin einn af englum þessa heims ...æi..langar ekkert að tjá mig neitt um þetta....þannig...bara sona eikkva að losa...bladibla.. Bókin sem ég er að lesa heitir Svo fögur bein..eða senst þýðingin af lovely bones og þetta verður held ég bara jólagjöfin í ár fyrir alla sem koma að versla hjá mér...þessi bók er svo ótrúlega fögur...bara meiriháttar.. Nokkur skilaboð áður en ég hætti.. Svansan mín....vá takk fyrir gærkvöldið..þvílíkt tripp niður minningarstíginn..váááá..langt síðan ég hef fengið krampa í magann af hlátri og verið illt í kinnum á leiðinni heim. Anna...sá þig á kommentunum mínum..ánægð með þig að drífa þig í leynifélagið :) hihih...svo er bara að fá sér sponsu ..það er alveg málið að gera það sem fyrst...eða allavega fyrir mig bjargaði það lífi mínu...og er að gera það alltaf Naglinn minn....verðum að hittast í næstu viku eða á sunnudaginn bara Ragnar...hvenær nákvæmlega kemuru heim ? Urður...elska þig þið öll hin af því að ég nenni ekki að gera skilaboðaskjóðu núna...elska ykkur öll á sinnhvorn háttin og engan einn meira en hinn...elska ykkur bara mikið og mikið og meira....elska að vera til og elska að hafa verkfæri sem gefa mér möguleika á að sjá góðu hlutina í kringum mig. vá hvað mig langar að blogga margt núna...en attla að geyma eitthvað þar til síðar...nennir engin að lesa of langt blogg [10:58 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, nóvember 05, 2003 Ragnarinn minn Halló sætinn minn..hurru..ertu að koma heim eftir mánuð ? skiliggi...???..kanski hef ég bara ekki fylgst nógu vel með..sá á blogginu hennar Huldu minnar að þú ert að fara að verða granninn hennar...? hvað verður þá um okkur ? á bara að dissa kolluna sína...??? hihihi elska þig litli vitleysingur...væri gaman að heyra frá þér og vita hvað þú ert að fara að gera og hvort planið okkar sé dottið uppfyrir :) [11:08 f.h.] [ ] ***
Laugardagur i London Hæbbs...Laugardagur í London Kollsterinn og Diljá hin fagra vöknuðu um ellefu að mig minnir þó minnið mitt sé nú ekkert endilega alltaf upp á marga fiska...enda borðar konan ekki fisk...úff..ennþá að reita af mér ógeðsbröndurum eftir heiladauða í talningu..ekki gott. En já ..London..fórum á fætur og beint í bæinn..höfðum náttla gleymt að kaupa nokkra hluti á föstudeginum svo við URÐUM að fara aftur á Oxford street...hahah...kíktum í örfáar búðir og vorum komnar aftur heim um fimm að ég held...þá gerðum við okkur sætar..eða sætari þar sem við erum náttla sætar fyrir...og svo var haldið af stað að sjá Rómeó og Júlíu..vorum soldið seinar á því..hlaupandi á hælunum um götur London til að verða ekki of seinar...rétt náðum inn í leikhúsið tíu mínútum áður en sýningin hófst...þegar inn í leikhúsið var komið tók á móti okkur hópur íslendinga...eða tók kanski ekki á móti okkur en var þarna.. Hitti Bjartmarinn minn..Hannes..Atla...og sá þarna nokkrar fagrar konur (ekki mikið af þeim í Bretlandi eins og við vitum)...en gott að sjá falleg íslensk andlit í leikhúsinu (Védis Hervör og soleis)... Jamm það er ekki að spyrja að því með okkur fólkið hér heima..þar sem eitthvað íslenskt er að gerast þar erum við að styðja við bakið á okkar fólki...verður reyndar stundum alveg fyndið.. Eins og á leikritinu þá nota þau íslenskuna inn á milli og þegar þær setningar flugu sem voru á íslensku þá var maður duglegur að hlægja hátt til að sýna fólkinu sem sat við hliðina á manni að maður skyldi það sem þau voru að segja og að maður þekkti sko til...hahah...sona erum við sérstök..og yndisleg. Settumst síðan á leikhúsbarinn eftir sýningu og spjölluðum við íslendingana sem við þekktum..knúsuðum fólkið í sýningunni takk fyrir skemmtunina..og héldum svo út á djammið með Hannesi og Co. Opnunartímar á skemmtistöðum í London er ekki eitthvað sem hentar íslendingum..eða það get ég ekki ýmindað mér...allir staðir loka allt of snemma...og allir á sitthvorum tímanum. En náðum að setjast niður í tvo þrjá tíma og eiga góða stund...mjög ljúft...röltum svo að finna strætóin okkar og beinustu leið heim. Diljáin mín var svo þreytt eftir langan dag að hún steinsofnaði í vagninum og þegar ég leit aftur fyrir mig þá sá ég að helmingurinn af vagninum var sofandi...attli þetta fólk viti bara sirka hvenær það þurfi að vakna til að fara úr strætó. En já...dagurinn var æði og við henntumst í rúmið um leið og heim var komið... [10:59 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, nóvember 04, 2003 uff....puff....uff... á sko að standa úff...púff...úff...get bara ekki sett kommur inn í frontsetningarnar...jamms..úff púff..Kollsterinn enn í vinnunni annan daginn í röð að telja...dauði og djö....nei bannað að tala sona..yfirvinna..pollyanna...nenni samt alveg ekki að blogga restina af ferðasögunni fyrr en seint og síðarmeir...orkan búin....farin... bless á meðan börnin mín [10:09 e.h.] [ ] ***
mánudagur, nóvember 03, 2003 Kollster in London baby....Friday Friday for funKollsterinn og fallega fylgdardaman vöknuðu um tíu....klæddu sig í betri gallan og stefnan var tekin á Oxford street....ekkert að versla eða soleis..bara skoða í glugga og setjast á sæt kaffihús..RIGHT... Fórum út úr bus-inum og beinustu leið inn í Virgin megastore að mig minnir...hraðbanki..svo var verslað...geisladiskar...spólur...buxur...peysa..skór..jakki....og svo má lengi telja.. Kollsterinn var komin með verki í puttana af öllum pokunum þó ég sé náttla massi sko... vorum svo búnar að sjá auglýsingar út um allt af Show-i sem okkur langaði soldið að sjá....Jerry Springer the opera...ótrúlega djúp lög sem fylgdu þessari sýningu..eins og til dæmis..."Talk to the hend" og "Put on your clothes whore"....þetta var upplifelsi sem ég hefði ekki viljað sleppa...attla ekkert að tala um hvað við borguðum fyrir miðann...en nóg um það. Eftir sýninguna þar sem við sátum eins og verstu íslendingar með pokana í tonnatali undir sætunum og átum ís eftir hlé...soldið bíóstemningin.... Röltum að finna strætó eftir leikhúsið og það er alveg merkilegt hvað einkenndi þessa ferð...við leituðum út um allt að leið heim og fundum loksins strætó eftir langa leit. Soldið sona ....þegar maður er að leita þá finnur maður ekkert...en svo birtist allt saman þegar maður á síst á því von...æi soldið erfitt að útskýra..eða nei....þegar við leituðum út um allt að hraðbanka fundum við engan...en þegar við vorum búnar loksins að finna banka þá var banki á hverju horni...hihi.. Tókum svo vagninn heim og fórum í rúmið að lesa og hlusta á tónlistina sem við óvart keyptum í virgin megastore...frábær dagur...Planið var að versla ekki neitt..en Kollsterinn kom heim með buxur...skó...peysu..bol...og margt margt fleira... Framhald af laugardeginum síðar.. ást út í loftið Kollsterinn [12:49 e.h.] [ ] ***
Kollster in London (part 1) jæja..nú er komið að því....london-saga..Fimmtudagur Kollsterinn var keyrður upp á Reykjavíkurflugvöll af fallegu mömmunni sinni og hoppaði þar upp í rútu á leið til Keflavík-airport ....jeeee...var nú ekki meiri töffari en það að ég las heila bók í vélinni á leiðinni út í staðinn fyrir að daðra við flugfreyjurnar eins og sönnum töffara sæmir...en jæja...þær voru hvort sem er ekki minn tebolli eins og madmomo orðaði svo skemmtilega....wellwell... Lennti svo á Stansted og beið þar eftir mínum fríða förunaut..hún kom hoppandi glöð til mín og við lögðum af stað til London beibí...þarf varla að taka það fram að þessi setning var vinsælasta setning ferðarinnar..(hvar værum við án Friends...) Tókum lestina inn í miðbæ London og þaðan í aðra lest á Stoke Newington...húsráðandi var hinsvegar ekki heima þegar við mættum á svæðið svo við settumst inn á lítið sætt veitingahús og snæddum. Hann mætti svo þangað þar sem við skildum eftir miða handa honum (siggi sæti sem við gistum hjá sko) ...við röltum svo heim í villuna ...með Sigga bjó Maggi ...ótrúlega sætur strákur..alveg mín týpa ef strákar væru eitthvað fyrir mig það er að segja. Gerðum lítið þetta kvöldið..sátum á spjalli við Sigga og Magga ...eða Massig eins og við kjósum að kalla þá... fórum svo í rúmið og heimsóttum Óla Lokbrá þar sem annasamur dagur var í vændum... (framhald síðar....föstudagurinn inniheldur...hórur...kynskiptinga...lesbíur og meira spennandi...svo ekki hætta að lesa....) góða nótt börnin mín og ég þakka lesturinn [12:57 f.h.] [ ] ***
laugardagur, nóvember 01, 2003 London beibi...again and again... jaeja...kellingarnar komnar a netkaffi a hini einu sonnu oxord street....minns rosa anaegd ad fa komment fra sponsunni sinni...buin ad finna dotabudir ut um allt skan....va...for a Jerry Springer the opera i gaer en segi ykkur betur fra tvi tegar ferdasagan kemur eftir helgina....frekar fyndin dagur i gaer....nuna er plandi tekid ...aei....vil helst bara geyma tetta allt saman tar til a a manudaginn svo eg hafi eitthvad ad segja tegar eg kem heim.Get to allavega sagt ad konurnar her eru ekkert til ad hropa hurra yfir...tad er soldid eins og taer seu allar skakkar i framan...er buin ad skoda mikid i kringum mig og bara rekist a tvaer sem eru sona eftirminnilega saetar....baetum tad vonandi upp i kvold a gay-skemmtistadnum sem vid attlum ad kikka a....annars ef allar konurnar tar eru breskar ta verdur Kollsterinn bara saetust sem er ekkert verra .... hahah jaeja..kved ad sinni fra Londoninni.... Maggy og Eva...hef ekki fundid gay-bud ennta en mun halda afram ad lita i kringum mig..elska ykkur Barbara....droparnir komnir i toskuna.. jaeja...versla meira...pikka minna ast heim a klakann [1:18 e.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |