Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðlaugardagur, janúar 31, 2004

Út fyrir endimörk alheimsins...

Mín vöknuð og klukkan rétt um hádegi...duglega stelpan :)
það er staffafundur upp á ölstofu í dag...held að Unan mín attli að sækja mig fyrir fundinn og við að fara í smá sér-bíltúr fyrir mig...leyndó peyndó..hihihi
Svaf mjög vel í nótt...og svaf líka rosalega vel þarsíðustu nótt...þetta eru góðir dagar...og ég finn bara að dagurinn í dag verður að öllum líkindum góður líka :)
Vinna so attur upp á öl í kvöld...held að liðið þarna upp á öl haldi örugglega bara að ég sé geðveik..geri ekkert nema að brosa framan í þetta fólk sama hversu leiðinlegt það verður..tek það líka algjörlega á tauginni með almennilegheitum ..mjög fyndið að sjá fólk æsa sig yfir einhverju...og bráðna so bara þegar maður er ekkert nema vinabrosið tilbaka :)
Jamms...Kollan var samt soldið sona Ragnar í sér í gær...braut alveg heilt glas yfir bjórdælunni og síðan í lok vaktar tókst mér að missa glas ofaní klakana og það molnaði þar í þúsund bita...soldið líkt þér Ragnarinn minn.
Það kom líka fullt af sætu og skemmtilegu fólki á barinn í gær..þar má meðal annars nefna...Ragnar...Svanhvíti...Huldu Dögg...Auði Rán engil og fleiri..
Barbaran mín...Urður hjálpaði mér að breyta mínu engill...ég skal senda hana á þig :) hún kemur líka á leynifundinn annað kvöld :)


[12:44 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 30, 2004

Er soldið að tapa kúlinu sona síðasta sólarhring...en það er líka kanski bara ágætt mál..þarf ekkert alltaf að vera töffari.is.. :)
Er sátt við lífið í dag...nokkuð hress bara...sona ...wow...urður vinkona var að lenda í smá máli..verð að hætta....
ást út í loftið


[2:04 e.h.] [ ]

***

 

Fyndin er alltaf betra en ekki

Búin að velta því mikið upp í hausnum á mér upp á síðkastið af hverju allir segja ...eða ok..ekki allir..voða mikið ég að heyra eitthvað sem "allir" segja eitthvað öðruvísi..en eníveis..já af hverju ég er sona týpa sem er aldrei fyndin viljandi...komst að þeirri niðurstöðu áðan eftir langt símtal við vinkonu mína að það er kanski ekkert verra að vera fyndin óviljandi...kanski ekkert verra að það sé verið að hlægja að manni frekar en með manni....hún hló allavega næstum allt símtalið og ég veit að henni finnst ég ekkert asnaleg...bara kjáni og fyndin...algerlega óviljandi fyndin en fyndin samt...þá er nú betra að vera fyndin óviljandi heldur en bara alls ekkert fyndin.
jamm..ég ætti kanski bara að koma mér í háttin og hætta að bíða eftir að verða fyndin viljandi...bladibla
svefgalsakonan


[12:51 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 29, 2004

Una....ðslegur dagur hjá minni

vá...mætti í vinnunna og það bara mjög fersk..var með urðinni minni að hjálpa henni í dag...var so sótt í vinnuna af ædol fegurðinni og sætu sætu konunni hennar..
fór til evu og maggýar ...var þar í góðu yfirlæti ..matur og fínerí...það er bara eitthvað so gott að vera hjá þeim...sona heimafílingur..gæti vel búið þarna..en þá yrði ég líklegast latasta konan í bænum því ég myndi bara vilja vera heima alltaf ..
átti skemmtileg sms-samskipti líka sona yfir kvöldið......held ég hafi reyndar sent eitt sms á vitlausan stað...en ekkert hroðalegt samt sko ...hafið þið ekki lennt í því..að vera að hugsa um einhvern og senda honum eitthvað sem einhver annar átti að fá ? það er stundum alltíæi en stundum alveg hroðalegt..eníveis..
komin til litlu gimsteinanna og þær eru farnar að lúlla..bara sitja hjá þeim á meðan múttan leikur og skreppur út í smá spjall.
Attla að sörfa smá (segir maður það annars ekki ?) á netinu og hringja eitt símtal...er eikkva smá lalíla núna...eníveis
gay á meðan
kolls


[11:20 e.h.] [ ]

***

 

Ædol 2003

þetta er sko sú sem ég hefði viljað sjá vinna ædolið...en það skittir engu..hún var..er og verður samt áfram Ædol 2003 í mínum augum... og ædol komandi ára að sjálfsögðu líka..
þúrt hetja Evan mín[9:37 e.h.] [ ]

***

 

Myndarblogg :)

Diljá vinkona sagði mér um daginn að hún yrði stundum bara næstum pirruð út í mig ef ég er bara búin að blogga einu sinni yfir daginn...fleiri hafa haft þetta eftir henni...hihihi...gaman að heyra að fólki finnist gaman að lesa...so blogga ég líka meira þegar ég veit að það er sona pressa á manni að tjá sig :) hihih..hún var nú meira samt sona að grínast...
reyni að taka mig á núna og blogga eins oft og ég var vön...enda skemmtilegra að blogga núna þegar ég get sýnt myndir úr albúminu mínu og solis...geðveikt sniðugt ...


[1:01 e.h.] [ ]

***

 

Dúlega konan

stelpan dugleg...búin að vera að búa til sona linka og færa til og allt saman bara sjálf og aaaaaalein.
Planið í dag er að vinna til fimm og fara so að hitta stelpurnar mínar...jeij ..jamms..attla að vera með Evu & Maggý í dag...get ekki beðið..
Gærdagurinn leið hratt og fínt...fór á leynifund og það var gott...fór heim og setti fleiri myndir inn á albúmið mitt...líka gott..
kjaftaði við gíraffann minn á msn...mjög gott...
fór að sofa...rosalega gott
vaknaði í morgun og var eiginlega bara þakklát sjálfri mér fyrir að hafa ekki farið endalaust seint að sofa..so gott að finna á morgnanna þó maður sé skítþreyttur að maður hafi samt fengið temmilegan svefn...er til dæmis núna bara spræk...og attla að halda áfram að vinna vinnuna mína :)
eigið góðan dag yndislega fólkið mitt


[9:14 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 28, 2004

Myndaalbúmið komið

í lag....sjá hér til vinstri... vei vei vei vei


[1:02 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 27, 2004

Breytingar

Jú kollan er rosalega sátt við allar breytingar sem eru að ganga í garð eftir sirka mánuð...
Kaupa íbúð og fá hana afhenta 1.mars
-langar samt að flytja inn núna eða helst í gær
-verð pirruð á að geta ekki byrjað að versla inn í búið
-verð þreytt alltíeinu á að vera bara með herbergi en ekki íbúð

Byrja í nýrri vinnu og hætta þeirri gömlu
-ótrúlega gaman að vera ekki að vinna á daginn...en vil að það byrji strax
-langar að vera komin á launin sem ég er að fara á
-meika ekki að kenna einhverjum...langar bara að hún kunni þetta :)

já sona er litla barnið í manni frekt....langar bara að hlutirnir gerist núna og helst ekki seinna en það ...en þetta kemur allt með kalda vatninu og þolinmæði og jákvæðni held ég barasta :)
það er nú ekki eins og það sé eitt ár í þetta..hihihi

jæja...brosi bara út í loftið og voni að það gleðji englana í kringum mig


[12:10 e.h.] [ ]

***

 

Soldið freyttur

Jæja..friðjudagur og minns er soldið freyttur :)
ó mæ god ...gleymdi alveg að segja ykkur að Finding Nemo er bara besta mynd sem ég hef séð í langan langan tíma...eða var ég kanski búin að tala um hana...never mænd :)
Fór til Ingu vinkonu í gærkvöldi og kíkti líka við hjá Unu minni upp á Ölstofu...
Engir pappírar sem þarf að ná í í dag...fjúkket..nenni ekki meir í bili held ég...
Urður er ekki memmér í vinnunni í dag af því að hún er að svíkja lit og verður upp í MM á laugavegi skilst mér í allan dag...finnst það bara ekkert sérlega sniðugt :) sakna þín stelpurass..koddu attur..
En ég get víst lítið sagt sem er að fara að stinga af héðan for good....hihi
vá hvað ég hef ekkert að segja...bíð bara eftir að eitthvað birtist í hugsunum mínum og hendi því þá á lyklaborðið...hljómar kanski ekki beint spennandi að fá að sjá inn í hausinn minn núna..þessi elska er nebbla soldið syfjaður ennþá.
kolls kveður....freyttur ennþá


[8:54 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 26, 2004

Pappírs-kolla

Jæja..búin að fá greiðslumatið og þá kemur í ljós að allt sem ég er búin að sækja fyrir félagsþjónustuna er jú gott en gilt en þær gleymdu alveg að segja mér að ég þyrfti að fara upp í hagstofu...en sem betur fer er Una bjútí að koma að sækja mig og við förum smá rúnt og so er það elskulegu konurnar á félagsþjónustunni...fyndið..fólk er so oft að tala um að konur á sona stöðum séu so bitrar og soleis. En sú sem ég talaði við var ekkert nema brosið og almennilegheitin :) gaman að því :)
nú tekur við smá pappírsbíltúr en það er ekkert slæmt því ekki er leiðinlegt að láta fallegustu konu bæjarins keyra sig út um allt :) hihihi
pappírsást út í loftið
kollsterinn


[2:52 e.h.] [ ]

***

 

Monday...ekki eins góð byrjun

Vaknaði í morgun eftir fínan svefn heima hjá Nönu vinkonu..rölti heim..skellti mér í betri gallan og í vinnos...þurfti að gera upp þar sem bossinn gat það ekki..rölti svo upp í vinnuaðstöðuna mína og hélt ég myndi tryllast..Monika fauk upp í mér og mig langaði bara að öskra geðveikt. Allt borðið mitt var fullt af bókum..drasli..nótum og alskyns...eftir helgina. Vá hvað það pirrar mig mikið þegar fólk getur bara ekki gengið frá hlutunum eins og maður skyldi þá eftir..þoli ekki þegar fólk ber ekki virðingu fyrir vinnuaðstöðum annara...róaði mig síðan niður..bennti verslunarstýrunni pennt á þetta og lagaði so til og fór að vinna. Ágætt að byrja samt morguninn á gremjukasti og finna að maður getur alveg séð pirringinn sjálfur og stoppað sig áður en maður lætur hlutina bitna á fólki í kringum mann.
Annars er fínt að frétta....nema kanski að landsliðið okkar stóð sig ekki beint með prýði í gær....veit ekki hvað þetta er með þá...eru klappstýrurnar á þessum leikjum sem þeir spila sona rosalegar að eftir hálflleik eru þeir bara stjarfir..okkar menn standa sig virðist alltaf rosalega vel fyrir hálfleik og svo eftir hálfleikinn þá er eins og allur vindur sé úr þeim. Gummi beibí hinsvegar stóð sig eins og hetja :) ...jamm ég veit ekki...er nú ekki mikil boltastelpa í mér og tek þetta ekki inn á mig en finnst þetta samt leiðinlegt og skil ekkert í þessu.
Afi sæti er hinsvegar örugglega ekki sáttur núna...:)
jábbs...kollan bara sátt...pínku þreytt en það lagast...hitta Dilunna mína í hádeginu :) víííí gaman gaman gaman
ást út í loftið með vængjum
kolls


[12:45 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 25, 2004

Ágætis byrjun

Var að koma heim ...fór á leynifélagsfund í morgun..mjög fríkað..vaknaði snemma og ákvað að lúlla aðeins lengur..dreymdi so á meðan ég svaf að ég væri að verða of sein á fund og hljóp en fæturnar voru so þungar...vaknaði so og var ekkert að verða of sein..ákvað að leggja snemma af stað og tók meira að segja leigubíl til að vera safe...hihihi
eftir fund skellti ég mér á kaffihús með sætu konunum í leynifélaginu...og er núna komin heim.
Verð oft pirruð þegar ég vakna sona á fund um morgun..það er helgi og minns vill fá að lúllla...hugsa þá..."ok..skelli mér á fund og so bara beint heim að sofa eftir fundinn" so þegar ég kem heim þá langar mig ekkert að fara að sofa..er bara vöknuð og rosalega þakklát og fegin að hafa ekki sofið framettir og eytt deginum í ekki neitt. Maður er bara sona rétt fyrstu tíu til fimmtán mínúturnar á morgnanna..en samt gleymir maður því næst þegar maður vaknar að þetta gengur yfir...bladibla
var að tjilla í töllunni í gær á meðan prinsessurnar sváfu og átti æðisleg spjall við stelpu sem ég í rauninni kynntist á msn..skrýtið að geta kynnst fólki sona á msn...soldið takmarkað auðvita en finnst ég samt alveg vita nóg um hana til að geta sagt að þetta er góð og heil manneskja...og heillandi...hef reyndar séð hana sem skemmir ekkert fyrir því hún er rosalega sæt ...en gaman líka að fá að kynnast henni því hún er ekki bara sæt heldur líka frábær :)
spjallaði við hana heillengi og hugsaði so eftirá...vá..hefði getað verið að tala í símann og þá hefði mér fundist fáránlegt að tala sona lengi við manneskju sem ég hef næstum aldrei hitt...en af því að þetta var msn þá einhvernvegin var það ekki pæling sem komst að :)
nútímakonan í gír bara..msn og allt að gerast :)
attla að horfa á leikinn á ettir heima hjá Evu & Maggý...nice..hlakka mikið til...sakna þeirra jafnvel þó ég hafi alveg hitt þær í þessari viku...gaman :)
Davíð Grái er að syngja fyrir mig núna...elska þessa rödd hans...úff....
er að hugsa um að slaka á og hafa það gott...rölta so til Maggý og Evu á ettir...
ást út í loftið
kolls


[3:04 e.h.] [ ]

***

 

Ædolstelpurnar mínar

er búin að vera að hlusta mikið á ædol inn á tónlist.is...á þar þrjár uppáhaldsdívur...
-Eva María (snillingur...myndavélin..röddin...lúkkið...allt í hennar höndum..snilld)
-Anna Katrín (krútt lífsins..sérstök rödd...eitthvað annað en írafár og allt í þá áttina)
-Erna ( skil ekki í bubba og félögum..var að horfa á hana og hún var ekkert nema hjartað..þvílík fegurð sem kemur frá þessari konu)
bara smá input..varð að deila þessu með ykkur


[1:34 f.h.] [ ]

***

 

Laugardagsnótt

vá...mikið að gerast inn í mér...er í vellíðan..skrýtið..og þessi vellíðan er einhvernvegin so róleg..væmið..ég veit...en sona er það bara.
Var að setjast fyrir framan tölvuna ..stödd í höllinni hjá litlu prinsessunum mínum sem eru farnar í rúmið. Átti yndislegan dag með litlu gimsteinunum tveimur...byrjuðum á morgunmat með múttunni þeirra..fórum so í smá dekurgöngutúr í bókabúðina hennar kollu...:)
so komu tvær gullfallegar konur að sækja okkur prinsessurnar þrjár...fórum með fallegu konunum í kringluna og smáralind að redda skólabókum og tískufötum....versluðum í matinn og fallegu konurnar skutluðu okkur heim með innkaupapokana. Stuttu síðar mætti enn einn gimsteinninn á svæðið ásamt fögru mömmu sinni...elduðum mat oní okkur og börnin þrjú (farið að verða flókið ?)....borðuðum og horfðum á ameríska ædol ...mamman var síðan að fara núna og stelpurnar mínar komnar í draumalandið...
Hausinn á mér er að springa úr tilhlökkun yfir íbúðamálum..verð bara að koma því frá mér...já senst búin að því...next....
Attla að skella mér að hlusta á ömmu mína í leynifélaginu í fyrramálið...er núna að hlusta á gullfallegt englalag á síðunni hjá mömmu minni í leynifélaginu...gaman að geta heyrt lagið þitt núna :)
So þegar lagið klárast attla ég að kikka inn á tónlist.is og sjá sætu vinkonu mína syngja í ædol..fæ sko ekkert nóg af því að sjá þetta..finnst so gaman að sitja hér með stolt brosið mitt ...híhíhí
Heyrði í maggý minni í gær og hlakka so mikið til að sjá þær sæturnar á morgun....:) knús knús knús
Var að vinna sem glasaskutla í gærnótt...alveg fín tilbreyting...so var so sæt stelpa að vinna á barnum sem kleip mig í rassinn..ekki slæmt.
Held ég sé smá komin frammúr mér í huganum...farin að íhuga ættleiðingar og slíkt..íbúð...tjékk...ný vinna...tjékk...barn...vantar tjékk..hihihi
jamms..þetta var sona gleðihugleiðingar dagsins í dag..
hef miklu meira af þessu en læt þetta duga...more is less(a)
tónlist.is...og so leggjast hjá prinsessunni og lúlla smá áður en hjónin láta sjá sig


[12:45 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 23, 2004

þetta á ég til...

-ísskáp (amma og afi að redda litlunni sinni)
-risastórt rúm (nýbúin að fjárfesta í rosalega fínu rúmi)
-fataskáp (sem ég þarf líklegast að reyna að selja þar sem það fylgir innréttingunni risa skápur
-litlar hillur ( get líklegast notað þær til að byrja með en er samt ekki nógu ánægð með litinn á þeim)
-tölvuborð (tölvu-skrifborð...hef það frammi í stofu líklegast )
-tvo stóla sem ég get haft í stofunni

jamm þetta er sona sirka það sem ég á af húsgögnum og slíku....ekki mikið ..ég veit..en jæja..þetta kemur allt með kalda vatninu

kveðja
kolla íbúðarkona


[11:55 f.h.] [ ]

***

 

Pappírspési

þessi dagur er búin að vera rosalega fínn...verð samt alveg að viðurkenna að þetta pappírsstúss er soldið sona lýjandi..þessi pappír þanna..þessi pappír þanna..fara með þá báða eikkva annað....bladibla...en vel þess virði því að minns er að fara að fá sinn eigins stað til að búa á ...minns eigins.
En so á ég líka so mikið af fallegu fólki í kringum mig...eða sko ég á það ekki...en það eru so margir í kringum mig sem ég elska so mikið og hey...þeir elska mig líka...þvílík gleði og þvílíkt sem englarnir hljóta að vera vinir mínir...tel það enga tilviljun að þetta fólk sé með mér í lífinu...eitthvað rosalega gott hlýt ég að hafa gert í fyrra lífi..en jæja..
unan mín attlar memmér í bíltúr á morgun til að fara með pappíra...mamman mín og pabbi eru búin að vera ómetanleg hjálp við þessu íbúðakaup...so eru allir so boðnir og búnir að vera til staðar...
allir reddý í flutninga þegar þar að kemur og allt...ér so heppin kona..og hamingjusöm.
Nú tekur við smá vinnutörn..kollan verður að vera dugleg að vinna fyrst mar er að fara að borga af íbúð...ölstofan þessa helgina ...eða á morgun..so attla ég að eyða laugardeginum með tveim litlum gimsteinum ...ekki leiðinlegt..
So meira að segja heyrði ég því fleygt að myndaalbúmið mitt væri að komast í lag...sem er ekki slæmt því ég er komin með so mikið af myndum sem mig langar so að setja á bloggið..jibbí..
en núna er ég þreytt..fór í mat til afa og ömmu með Unu vinkonu memmér..horfðum á boltann (ekki gott að tapa þessum leik strákar ) ...afi og una voru alveg að fíla sig yfir boltanum :) gaman...já og hey..græddi ískáp hjá ömms og afs í íbúðina..heppin..
jæja..læt þetta duga..skrifa kanski á morgun..lofa engu..hihi
ást ást og meiri ást
kolls


[12:33 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 21, 2004

Done.....next

jæja..búin að skrifa undir...fékk meira að segja að eiga pennann sem ég skrifaði undir með...var eins og kjáni þegar ég spurði hann hvort ég mætti nokkuð eiga pennann...mér hefði verið sagt af sætri konu sem ég vinn með að það stýrðri góðri lukku að eiga pennann sem maður skrifar undir stór skjöl með...nú kammó fasteignasalinn fann rosalega fínan penna..ég skrifaði undir með þessum rosalega fína penna og so mátti ég bara taka hann memmér heim...pennann sko...hihihi
nú er stefnan tekin á fund og pálí sæta kemur memmér...ekki slæmt date það :) hihihi
er í hamingjukasti og stefni á að vera það barasta út daginn...meira veit ég ekki ...enda líklegast best að halda sig við einn dag í einu ..
ást og meira hamingja
kolls


[7:06 e.h.] [ ]

***

 

biðin ógurlega

er að tryllast úr spenning yfir þessu íbúðarmáli..sit upp á skrifstofu hjá múttu og hún er með menn inn á fundi hjá sér....ég er sona pínku þessi stressaða týpa og er í kasti yfir því að við gætum orðið of sein til fasteignasalans...því hann lokar klukkan sex og klukkan er sko alveg hálf....og ég veit sko alveg hvernig það er þegar sona menn eru á fundi hjá múttu..endurskoðandi og fleira...tekur sko alveg sinn tíma...hjááálp...fer sem betur fer á leynifund í kvöld og næ mér í smá ró þar...hlakka mikið til að setjast niður og hlusta á annað fólk tala...þarf að þegja sjálf í smástund..hef alveg gott af því..
er með hnút í maganum eins og þegar maður er veikur..veit ekki alveg af hverju...kanski af því að ég er so mikil steingeit og það eru so miklar breytingar að fara í gang...minns alveg á limminu :)
svo er það bara beint í háttin eftir fund held ég..búin um tíu..eða rúmlega..og so Óli Lokbrá...eða reynum það allavega.
jæja..mútta...koma so...má sko alveg fara að láta sjá sig..


[5:26 e.h.] [ ]

***

 

1.mars 2004

jebbs þetta er sko afhendingardagurinn minn....bara sona láta vita..
takk fyrir kveðjurnar öllsömul
kveðja kolls


[5:22 e.h.] [ ]

***

 

Smá svör

Dagný...kemst ekki í mailið mitt strax...en já endilega skipta út og bara um leið og þú nennir ...er að verða geðveik á þessu kommentaleysi...þarf ekki einu sinni að eiga þetta gamla :)
Diljá mín....rosalega er gott að sjá að þú ert að koma heim..
Þið hin....ég fékk já í dag...eða bara áðan...
stelpan samþykkti tilboðið og ég fer að skrifa undir samning beint eftir vinnu í dag...minns er að fara að eignast íbúð...er ekki alveg búin að átta mig á þessu ennþá...bjóst ekkert frekar við að hún segði já ...en vá..minns glaður..reyndi að hringja í sponsurassinn minn en hún svarar mér bara ekkert...vona samt að ég nái á þig áður en þú lest þetta..langar að segja þér þetta sjálf :)
ást og mikil mikil hamingja
kolls...stoltur íbúðareigandi


[12:42 e.h.] [ ]

***

 

Íbúðareigandi ????

Munaði engu að ég svæfi yfir mig í morgun...en það gerðist nú samt ekki sem betur fer...hélt nú fyrst að ég myndi ekkert sofa af spenningi við að fá að vita í dag hvort að stelpan sem á íbúðina samþykki tilboðið okkar...nú so sofnaði ég lika sona vært að ég næstum svaf yfir mig.
Hugur minn og hjarta eru í dag í Hollandi og verða þar líklega næstu daga....þar býr mjög góð vinkona mín og hennar er sárt saknað hér heima ... er að vona að hún nái að skjótast aðeins heim til að knúsa okkur og vera knúsuð...elska þig stelpan mín ...alveg endalaust og alla leið tilbaka..
kolls


[8:59 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 20, 2004

Friðjudagur....

hihih..í dag er ég smá fyndin...eða unu finnst ég allavega fyndin...stundum fæ ég nebbla sona aumingjaköst og læt eins og kjáni..og hey..það er líka bara skemmtilegt ...eða það finnst mér allavega.
Vá...bauð í íbúð á morgun og fæ svar á morgun...konan er mjög jákvæð so það er risastórt mjög spennt fiðrildi í maganum á mér í dag...svei mér þá ef það eru ekki líka nokkur önnur fiðrildi í maganum tengt alskyns öfruvísi málum.
So er líka þó minns sé frosalega jákvæð og elskuleg þessa dagana til sko lítil frekja inn í mér...held henni langi eikkva að tjá sig smá..
Eva & Maggý....eruð þið horfnar niðrí íbúð...? fær mar bara ekkert að sjá ykkur meir...veit ég er komin með ykkur á hendina og tígra í rúmið...en minns langar í meir....já sona er að rétta mér lilla putta....nú vil ég bara allar fjórar hendurnar ...ertu kanski hætt að lesa bloggið.. ???
Una...þú lest aldrei bloggið enda ekki með tölvu..so þér er fyrirgefið..hihih elska þig
Nana...nudd er gott
jæja..bladibla...attla að hætta áður en þetta verður risalöng skilaboðaskjóða..jú eitt í viðbót..
Barbí-in mín...mikið rosalega var gott að sjá þig í dag ....og knúsið þitt algerlega að gera sig..þykir óendanlega vænt um þig besta sponsan í heiminum.
kolls


[4:42 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 19, 2004

Wake me up inside....

Þetta eru so góðir dagar að ég næstum ekki trúi því ...eða jú ég trúi því bara alveg...því minns er farin að þekkja hjartað sitt ágætlega og finna að núna til dæmis er ég bara glöð...auðvita er fullt af hlutum að gerast sem eru ekkert allir fullkomnlega það sem ég vil og finnst og allt það...en hey..það þarf heldur ekkert allt alltaf að vera eftir mínu höfði. Settist niður í dag með einum mjög svo sérstökum engli sem ég kynntist í leynifélaginu góða og jamm...þarf ekki að segja meira en að þetta félag er að gera sig og að hafa samband við félaga er að gera sig líka...
so náttla á ég bestu sponsuna í heiminum og eftir heillangt spjall við hana og nokkur tár mín megin sem sáust sem betur fer ekki þar sem ég var með hana í símanum þá sá ég sjálfa mig soldið öðruvísi heldur en ég hef verið að gera...
Barbí mín....takk fyrir spjallið um daginn..segi þér meira bara one on one...finnst þetta ekki eiga heima hér sem mig langar að segja þér ....þú ert í mínum huga til dæmis miklu meira ædol heldur en Kalli Bjarni og ég meina þetta ekki illa til hans.
Díana....takk fyrir spjallið í dag...mikið sem þú ert yndisfögur manneskja...takk fyrir þig
hey ..svo er ég búin að koma auga á ótrúlega fagra konu...æi bla...samt engin þráhyggja í gangi..sá stelpu í ammælinu mínu sem ég vissi ekki að væri í mínu liði...fannst eiginlega pínku svekkjandi að halda að hún væri straight...en so kom í ljós í gær að hún er bara lella...
er að sjá so mikið af fallegum fiskum í þessum yndislega sjó okkar ....á ballinu á laugardaginn voru ekkert nema fallegar konur út um allt :)
Gaman að geta bara skoðað sig um ...lesið matseðilinn en ekki þurft að smakka allt sem á honum er ...eða hvað þá að þurfa alltaf að panta sama réttin af því að maður þorir ekki að prufa eitthvað sem maður þekkir ekki :)
þetta er allt að koma


[5:50 e.h.] [ ]

***

 

Sigga og risabíllinn

Í dag er ég í fríi....veit ekki hversu vel þessi frídagur byrjaði...attlaði mér að lúra til sirka ellefu ....en nei...um tíuleytið vakna ég við að Ameríska sendiráðið hefur sennt til sín risabíl til að moka snjóinn í burtu sem er sossem gott að blessað nema að þessi stóri bíll er aðallega að rispa götuna hér fyrir utan með látunum í sér....soldið eins og risaneglur að strjúka risastóra krítartöflu...ekki þægilegt...en kollan ákvað bara að vera ekki neitt of pirruð og öskraði út um gluggan ".....
nei auðvita ekki...ég hinsvegar skellti siggu beinteins á fóninn minn og hækkaði hana yfir lætinn og náði að lúra smá í viðbót...ekki slæmt að láta siggu bjarga deginum :)
nú er stefnan tekin á svarta kaffi að hitta einn engil þar ...so tekur bara mánudagurinn við ...og hver veit hvað býður mín.
knús út í loftið
kollster


[11:40 f.h.] [ ]

***

 

Þakkir

var að koma heim og kemst ekki af þeirri hugsun hversu þakklát ég er...
takk þið sem senduð mér sms á afmælisdaginn...
takk þið sem komuð og skemmtuð ykkur með mér á afmælisdaginn minn
takk þið sem komust ekki með mér en voruð með mér í huganum
takk þið sem gefið mér so mikið með því einu að vera til
takk englarnir sem vaka greinilega yfir mér alla daga
takk mamma og pabbi fyrir að vera fallega fólkið sem þið eruð
takk fyrir að sýna mér að fólk hefur so mikið fallegt til....ef ég hefði ekki fólkið í kringum mig þá væri heimurinn grár og asnalegur...að sjá fólk með öll fallegu karakter einkennin sín og hversu ólíkir allir vinir mínir eru en jafn yndislegir allir samt í leiðinni ...það er so fallegt að sjá þegar maður er farin að þekkja fólk vel og geta skilið það bara þegar það setur upp svip eða eitthvað í þá áttina. Hver segir svo að fólk sé fífl... ???
takk kolla fyrir að vera til líka...á það til að gleyma kollu litlu í þakkarlistanum :)
hihihi
góða nótt englarnir mínir þarna úti
Barbí...takk fyrir að skrifa í gestabókina..ég mun vinna í kommentamálum mjög fljótlega...en nú er það Óli Lokbrá..eini maðurinn sem ég hef áhuga á eins og er .. hihihi
Una...takk fyrir kvöldið ..ef þú bara vissir hversu mikið ég elska þig...hversu mikið hjarta mitt tekur kipp bara þegar þú brosir....
get haldið endalaust áfram...fann armbandið mitt áðan og bætti í það gjöfinni frá Maggý & Evu ...takk fyrir að vera til
Diljá...takk fyrir að senda mér ammælis sms frá Hollandinu...mikið sem ég saknaði þín en þú varst með mér í hjartanu ástin mín
jæja...svefninn kallar og kallar annsi hátt í þetta skiptið
kollan kveður þakklát


[1:33 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 18, 2004

Afmælisdagur 2

Vá...þetta er búið að vera bestu afmælisdagar ævi minnar...og marga hef ég átt þá góða...Stærsta og flottasta afmælisgjöfin mín frá englunum var sú að fá að sjá hversu gott fólk ég á allt í kringum mig...fjölskyldu og vini :) vá...
Tárast þegar ég hugsa um síðustu tvo daga og langar að knúsa so marga....
það var so gott að finna hvað ég var róleg með þetta allt saman...var bara í hamingjukasti yfir því hversu margir létu sjá sig og hversu gaman var að fara í óvissuferð...vá so endaði nú ekki fjörið þar.
Í gær var ég búin að hóa saman nokkra á Tapas-barinn ..eða ég og Eva sko þar sem hún átti líka ammæli í janúar...þegar við vorum öll búin að borða og ég vildi fara yfir á 22 til að taka á móti fólki þá komu þjónarnir með kökur sem Unan okkar var búin að baka hörðum höndum allan daginn....minns fékk gulrótarköku (uppáhalds kakan mín sko) og Eva fékk marenstertu..
jiiiiiii...þetta var so gott...so fékk ég E & M í armbandið mitt frá Maggý og Evu....so fékk ég teiknaða mynd af sjálfri mér..
sko ég er ekki mikil pakka-kona ...alveg satt ...og það fallegasta sem ég veit eru sona heimagerðar gjafir...og fékk nokkrar soleis...táraðist so mikið inn í mér í gær..jiiiii....amma og afi gáfu mér myndir af sjálfri mér...bara sona frá því að ég fæddist og fram að deginum í dag...Erna Rán gaf mér geggjað bindi..og hálsmen og mynd af litla prinsinum og Allir gáfu mér þá yndislegustu gjöf að skemmta sér með mér á afmælisdaginn minn...
Þetta var so gaman...eftir 22 fór ég so á Samtakaballið á Þjóðleikhúskjallaranum...hitti so marga sem ég hef ekki skemmt mér með so rosalega lengi og líka marga sem ég er alltaf með...so falleg blanda af fólki...úff...
geri líklega bara sona ammælisskilaboðaskjóðu næst..


[4:26 e.h.] [ ]

***

 

Forvitni og Gestabók

Sponsa...Diljá og Ingunn&Anna....þið sem eruð í útlandinu fáið mail á eftir....en sponsa fær símhringingu....
Vissi líka að margir yrðu forvitnir með óvissuferðina og því munu þeir fá mail sem óska þess :)
Ingunn&Anna....gaman að sjá ykkur í gestabókinni minni...mikið sem ég er búin að sakna ykkar ..úff..farið nú að koma heim stelpurnar mínar :)
Diljá....þú varst með í gær í hjartanu mínu...þín var sárt saknað.
Barbara...þín var líka saknað...en þegar ég sá allar stelpurnar þínar í ammælinu mínu þá óneitanlega varst þú með líka þó þú hafir ekki verið stödd á staðnum í eigin persónu :)


[4:12 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, janúar 17, 2004

Gott að vera til

já.....þessi dagur er sko alveg að gera sig....fór ekkert alltof snemma frammúr rúmminu...mamman mín kom og sótti mig...fórum í heimsókn til ömmu og afa og þau gáfu mér yndislega ammælisgjöf...voru búin að raða myndum af mér alveg frá því að mamma var ólétt í myndaalbúm...og í tímaröð...þvílíkt fallegt..ég er so glöð...elska fólkið mitt so mikið...finnst svona gjafir líka það besta sem ég fæ...fékk eina sona sérstaka gjöf í nótt frá Unu minni sem ég kýs að kalla Sandra...hihihi...og svo þetta..og svo fæ ég að borða með fallegu englunum mínum í kvöld og hitta fleiri fallega engla á 22 eftir matinn. Mikið sem ég er að elska að vera til núna.
gestabókasvör...

Kemur það ekki við.....veit ekki hver þú ert en dettur í hug að þú gætir verið í leynifélagi af einhverju tagi.
Dagný....takk kærlega fyrir sönginn og takk fyrir sætu síðuna sem þú bjóst til...minns of latur til að linka..en þinns má linka fyrir mig ef þú vilt...sjáumst í kvöld sæta
Sponsa....verð að vera smá eigingjörn í dag og segja að ég er smá dauf að sjá ekki sponsuna mína á ammælisdaginn minn...en hinsvegar get ég líka þakkað fyrir að eiga sona yndislegan sponsor eins og þú ert og það líka á ammælisdaginn minn.
Krumma...ég þakka...vona að þú hafir það gott litli engill


[6:25 e.h.] [ ]

***

 

Óvissuferð í óðveðrinu....

Ég á ammæli í dag...var að vakna ..er þunn ...og er bara í hamingjukasti yfir þessu öllu saman.
Í gær átti sér stað mjög sérstök ferðasaga...alveg spurning um hvort hún eigi heima á bloggi...eða á netinu yfirhöfuð...
sé til hvort ég segi hana seinna í vikunni eða um helgina....þarf að hugsa þetta aðeins....og eins og er þá dugir mér líka alveg að hafa bara fengið að upplifa gærdaginn.
Get samt talað um fullt annað sem gerðist í gær heldur en þennan stærsta part óvissuferðarinnar...
Hittumst heima hjá Unu minni..ég ...Una og Harpa....og horfðum á Ædol...
Held ég hafi bara orðið hrifin af Önnu Katrínu...(veit að þú ert ekki sammála Barbara...en ég er víst með minn rass og þú með þinn..eins og þú sagðir so snilldarlega einu sinni....mín skoðun..minn rass..en eníveis)
Jamm ég hélt með Önnu Katrínu...jú röddin hennar hefur verið að bresta en mér er bara alveg sama....Kalli er frábær og átti alveg skilið að vinna en mig langar að sjá fólk eins og Önnu Katrínu í þennan tónlistarbransa hér heima...því hún er með sjarma á við allar stjörnur himins....bros sem lýsir upp ekki bara herbergi heldur heila íbúð....og rödd sem englarnir dansa við...jú röddin hefur verið að veikjast og bresta eitthvað en það er eins og Sigga meðvirka segir ..."eitthvað sem má laga"...en ég vil ekki vera svekkt að hún hafi ekki unnið...held hún meiki það bara samt.
So sendi ég Evu vinkonu sms og sagði henni að ég væri að falla kylliflöt fyrir Önnu....og getiði hvað eva gerir....
rétt eftir klukkan tólf hringir Evan mín í mig...segir "til hamingju með ammælið...bíddu aðeins" stuttu seinna kemur önnur rödd í símann sem segir..
"hæ þetta er Anna Katrín....til hamingju með afmælið og eigðu góðan dag "
já immit...hélt ég myndi bara fara út úr líkamanum ...varð rauðari en hárið á mér....sæll....þetta er nú bara eikkva sona sem hægt er að deila með ykkur hér...það sem hinsvegar kemur á eftir þessu eða sirka sex kokteilum síðar er meira sona privat.......

show ble í bili


[2:18 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 16, 2004

Ammælisgjöf....víííííí

Hey visstu hvað ?
minns fékk ammlisgjöf áðan ..sona fyrirfram sko..
Yndislegu bestu starfstúlkurnar sem ég vinn með komu með bleikan pakka til mín áðan....og inn í honum var umslag..gloss og tígra-límmiðar...í umslaginu var so gjafakort í nudd.. Gleði gleði gleði..
Kanski asnalegt að segja það núna en vá hvað ég á eftir að sakna að vinna með yndislegu stelpunum mínum hér í eymó..
Takk þúsund miljón sinnum fyrir mig....og so aftur í endursendingar..
ble í bili


[4:06 e.h.] [ ]

***

 

Fyndin eða bara hlægileg...?

þetta er alveg spurning....nú skrifar í gestabókina mína heldri kona..hihihih..hahaha..og segir að ég sé so fyndin...jú er ég fyndin ? held nebbla að ég sé í augum vina minna meira sona hlægileg...ekki á slæman máta samt sko...ekki misskilja mig...ég er ekkert að bömmerast eða neitt soleis.
Hinsvegar hef ég soldið spáð í þessu...því mig hefur alltaf langað að vera sona fyndna týpan sem hefur alltaf eitthvað sniðugt að segja...svo þegar ég reyni þá kemur það alltaf frekar asnalega út ..en samt fæ ég fólk til að hlæja..sama hvort það sé með mér eða bara að mér..
æi...bla...bara smá pæling..
vinkona mín sagði mér um daginn að oftast væri ég sona fyndin þegar ég væri ekki að reyna að vera það..og að það væri sko ekkert slæmt...ég væri bara líka sæt fyndin...en ég ætti það sko alveg líka til að vera sniðug-fyndin.
flókið líf..
hey amma mín hún Kolla á ammæli í dag...og so ég Kolla á morgun
Þessi gamla...takk sömuleiðis fyrir síðast...skemmtileg kvöldstund :)


[10:46 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 15, 2004

Nýir tímar ....það er stefnan

jæja..nú er kollan að fara að taka sig á...eða gera mitt besta til að taka mig á allavega..stefni ekki á fullkomnun (eins og mér einni er lagið) en stefni á framför...því þegar ég stefni stöðugt á fullkomnun þá er ég svekkt sama hver niðurstaðan er ...því engin er jú víst fullkomin. Er búin að vera að fatta að ég geri meiri kröfur á sjálfa mig heldur en heilbrigt telst....myndi aldrei aldrei setja sona stórar og óyfirstígandi kröfur á neinn sem mér þykir vænt um ..svo ég fór að hugsa...þykir mér ekki vænt um Kollu litlu..??
Hljómar kanski soldið klisjukennt en það verður þá bara að hafa það...minns er ekki fullkomin...hihihi
Á morgun attla ég svo að eyða kvöldinu mínu með Ununni minni og hlakka til því ég hef so lítið náð að hitta hana almennilega.
Í hádeginu í dag fór ég í mat með Englinum mínum (einum af þeim) Auði Rán...það er ótrúlegt hvað fólk getur gefið manni mikið bara með því að vera til...eins og til dæmis hún Auður...fríkar bara :)
Laugardaginn kom svo í ljós að það er Gay-pride styrktarball á Þjóðleikhúskjallarum og ég að djamma á 22 og fagna ammælinu mínu...of seint núna að boða fólk á ballið í staðinn fyrir 22...en það er líka allt í góðu..maður getur ekki fengið allt sem mar vill...djamma bara með þeim sem verða memmér og vona að hinir skemmti sér vel á ballinu og syngi afmælissöngin fyrir mig í hljóði :) hihihi
Kollan er bara nokkuð jákvæð í dag og í dag er planið einfalt (höfum það einfalt) ...planið í dag er að sjá það góða sem ég geri...ekki það slæma :)
ble í bili og góða lukku til ykkar þarna úti sem ekki líður vel....


[1:59 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 14, 2004

Íbúðapappírsreddingadóterí

Jæja Döggin mín...þá er Kollan komin í sama pakka og þú ert nýbúin með :) er að skoða og skoða...skrifa ..fylla út...finna gögn og svo framvegis og hver veit nema ég og þú eigum eikkva meira sameiginlegt eftir kanski tvo til þrjá mánuði..minns orðin stoltur íbúðareigandi eins og þinns.... :)
Jebbs..er senst að standa í íbúðastöffi og finns það samt bara mjög gaman...því afraksturinn verður vonandi á endanum staður sem ég get kallað minn..raðað dótinu mínu á rétta staði og svo framvegis.
Í kvöld er leynikvöld....fullt programm frá hálf átta til hálf ellefu býst ég við :) so er spurning um að reyna að koma sér í háttin fyrir miðnætti.
Styttist í að kellingin verði hálfþrítug (var sko að þræta við eina sem er komin yfir þrítugt um að maður segði hálf-fimmtug...finnst það sjálfri mjög rétt því helmingurinn af 50 er 25 og þarafleiðandi tel ég mig vera að verða hálf-fimmtug) en það virkar víst ekki þannig heldur er ég núna að verða hálf-þrítug og þegar ég er 45 er ég hálf-fimmtug...finnst þetta asnalegt...meikar ekki senst :)
en sona er maður mikill kjáni..mér finnst þetta og mér finnst hitt...stundum eru hlutirnir bara ekki eins og mér einni finnst þeir eiga að vera.
ble...farin að skoða meira íbúðir


[7:09 e.h.] [ ]

***

 

Ædol

er búin að vera að sona flakka á milli blogga og það lítur út fyrir að ædol sé vinsælt umræðuefni og þá sérstaklega á síðum sona yngri kynslóðarinnar ....svo ég ákvað að leggja orð í þessa umræðu alla....
Persónulega finnst mér þau þrjú sem standa eftir öll frábær...
Anna Katrín...meiriháttar rödd...æðislegur karakter á sviði...falleg kona...heillandi og getur pottþétt orðið stjarna sem er ekki eins og allar þessar týpísku Britney-Christina-Anastacia söngkonur...jú röddin hennar hefur verið að brotna hér og þar en hún er samt ekki fölsk...eitt er þegar rödd brotnar eins og gerir hjá henni og allt annað að vera falskur. Finnst hún þurfi að taka sig á fyrir lokinn en verð mjög sátt ef hún vinnur.
Kalli....Stjarna þáttarins og hæfileikaríkur strákur...kom mér mikið á óvart í síðasta þætti þegar maður heyrði að ekki bara gat hann sungið heldur var hann að radda...góður skemmtikraftur..heillandi strákur...og já....ef hann vinnur þá held ég að allir verði voðalega glaðir...geri ekki upp á milli hans og Önnu en í keppninni sjálfri hefur hann nú staðið sig betur og á líklegast meira skilið að vinna ef byggt er á frammistöðu í keppninni.
Jón Sigurðsson...mér finnst eins æðislegt að hann skuli ennþá vera þarna eins og mér finnst það ótrúlegt held ég bara....hann sannar fyrir manni að maður þarf ekki bara að vera sætur með góða rödd heldur að vera með sjarma og fallegan persónuleika..hann er snillingur því fólk er örugglega ekki að kjósa hann fyrir fallegustu söngröddina heldur af því að hann virðist bara vera þessi stórkostlega góði og skemmtilegi maður..hann er hógvær...hann er brosmildur og já...augnakonfekt litla krúttið...úff..jæja kolla..komið fínt.
Jamm...er allavega mjög sátt við að þessi þrjú sitji eftir og bíð spennt eftir þættinum á föstudaginn
Barbara...veit að þú lest þessa grein sem dyggur aðdáandi Kalla...vildi bara segja sorry að ég hringdi ekki eftir vinnu í gær eins og ég ætlaði mér..heyri í þér í dag og sé þig í kvöld
Kolls


[8:44 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 13, 2004

Þrjár spólur í glugganum

jú mikið rétt að englarnir opni glugga þegar þeir loka hurð....einni hurð var lokað hjá mér í gær..og ég var smá vonlaus inn í mér út af því....eikkva smá blue...
so sona fimm mínútum síðar hringir í mig kona og segir
Kona ; "sæl Kolbrún ? ég er að hringja frá Bónusvideó"
Kolla ; "jamm" (eina hugsunin sem komst að hjá mér var "djöfull...hvaða skuld er þetta..ég hef engu gleymt að skila")
Kona ; Við vorum með leik í gangi hér um jólin sem þú manst kanski eftir að hafa skrifað þig í ....
Kolla ; rámar eitthvað í það....(vá hey..engin skuld)
Kona ; þú varst að vinna þrjár spólur frá Skífunni sem þú mátt sækja hingað á morgun
Kolla ; (frekar mikið hissa og glöð auðvita) vá ok takk fyrir kærlega....

jamm sona getur maður átt von á því versta og fengið góða hluti....þarna er ég viss um að englarnir voru að sýna mér að stundum má maður ekki alltaf vera viss um það versta..

knús kolla ...verðandi pollyanna


[2:12 e.h.] [ ]

***

 

Mánudagur til mæðu...done...

hihi...jamm gærdagurinn var samt ekki bara mæða...lærði heilmikið á einum degi og komst að ýmsu um litlu Kollu sem ég er að kynnast betur og betur í dag...þökk sé annsi mörgum og mörgu...
Er núna að fara á skriljón í íbúðamál þar sem vinnumálin eru loks komin á hreint...verð hér í eymó út febrúar og svo tekur Öllarinn við :) héldum staffafund sem gekk ljómandi vel í gær..
Verð nú samt að viðurkenna að það býr alveg hræðsla í mér...annars væri ég nú varla talin mannleg...breytingar eru jákvæðar á flestan máta..en stundum eru þær líka soldið scary..
Er að fara að skoða íbúðir eftir vinnu...sá eina á mbl.is...sem mig langaði bara að kaupa og það strax...ekkert eftir skoðun eða neitt...gluggarnir geggjaðir ..hún er í mávahlíðinni...
en hún er undir súð..ósamþykkt og húsið er gamalt...so kostar hún alltof mikið miðað við hvað hún er lítil..þar fauk það.
Er að fara að skoða í vesturbænum í dag...er algjör miðbæjarrotta en attla ekki að búa í miðbænum bara af því að það er inn og fólki finnst það kúl...
Sjálf er ég alin upp í vesturbænum og líður best þar...ef so fólk vill ekki koma í heimsókn og fara þessi aukaspor...well þá vill ég ekkert fá það fólk í heimsókn :) hihihi ein að þykjast vera æðislega hörð...
So er það ammælið...sendi út sms í gær um hvar það verður og þeir sem ekki fengu sms en langar að koma bara kommenta hér fyrir neðan..því sumir eru með ný númer og aðrir hafa bara ekki gefið mér númerið sitt....so endilega ef þig langar að koma og já...kanski þekkir mig örlítið allavega...þá bara kommenta hér fyrir neðan eða í gestabókina fínu :)
þangað til ....next time


[2:07 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 12, 2004

Afmæli...

búin að ákveða mig hvernig þetta verður á afmælisdaginn minn...mun fara út að borða með nánustu vinkonum og vinum...þeir koma bara með sem vilja það er að segja..eða bla.....en eníveis...síðan eftir matinn þá mun ég vera á 22 upp á laugavegi og komi þeir þangað sem vilja fagna með mér...
Það er semsagt 22 Laugavegi í kringum tíu-ellefu (ekki búðina samt)
auglýsi það frekar síðar sæta fólk :)


[5:04 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 11, 2004

Sunnudagur til sælu

Jebbs...það held ég nú...Diljá mín fór ekkert til Hollandsinds í dag eins og planið var...fluginu var aflýst og minns fær að hitta Dilluna sína í dag og knúsa hana ....jibbí .... so eftir smá kaffihúsa-trúnó ferð með Diljá fer ég líklegast aftur að hjálpa Maggý & Evu að mála og klára heima hjá þeim...það var so kósý að vera að mála með þeim í gær...afslappandi að dunda sér við soleis.
Mamma hringdi áðan og ég er að fara að skoða íbúð á Keilugranda annað kvöld...vúhú...mamma mín er so góð..skoðar fasteignablaðið fyrir mig af því að ég er búin að vera so upptekin í þessu skipta um vinnu dæmi og hef engan tíma haft til að spá í íbúðamálum. So treysti ég múttunni líka hundrað prósent til að dæma hvaða íbúðir við viljum skoða..
eníhá...er soldið mygluð ennþá...var að vinna soldið lengi í nótt...soldið ennþá að vakna í mér augun sko.
Get ekki lýst því hversu mikið ég hlakka til að fá íbúð...þurfa ekki að vera með allt dótið mitt í einu litlu herbergi...geta farið að setja hluti á rétta staði og eiga minn eigin stað til að koma heim á eftir vinnu og svo framvegis.
Er að hlusta á Davíð Gráa og hann klikkar aldrei ...tók smá pásu frá honum á tímabili en get aftur núna hlustað á hann og notið þess í botn.
Þegar ég hlusta á hann finnst mér ég vera í rútu á leiðinni upp í sveit....bara rólegheit og allt í góðu..hihi..erfitt að útskýra..
jæja sýnist ég ekki hafa mikið að segja svo ég hætti kanski bara..
knús kolls


[2:29 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, janúar 10, 2004

Nýr linkur...

er búin að bæta Ingunni og Önnu inn á bloggið mitt..það er að segja búin að setja linka á heimasíðuna þeirra..þar getið þið fylgst með þeim stöllum :)
knús


[4:03 e.h.] [ ]

***

 

Var að vakna

Sælt veri fólkið og velkomin á fætur þeir sem sváfu eins lengi og ég....var eiginlega bara rosalega ljúft að sofa sona...
Var að vinna upp á Ölstofu í nótt og það var rosalega gaman í vinnunni..ég og Una vorum að vinna saman sona eins og í gamla daga...vorum algerlega upp á okkar besta í fíflagangi og öðru :)
Var svo að vakna og attla að henda mér í sturtu ...fara í málningargallan og trítla yfir í drápuhlíðina að hjálpa Maggý & Evu að mála íbúðina sína...allir fá so pizzu fyrir aðstoðina :)
Er bara nokkuð hress held ég...Farin að hlakka til að taka við nýju vinnunni minni...verð sáttari og sáttari við þetta á hverjum degi held ég bara.
Fékk so sms frá vinkonu minni sem er á ferðalagi um heiminn í morgun ...veit ekki einu sinni hvar í heiminum hún er stödd núna...
Ingunn&Anna....koma heim ..farin að sakna ykkar alltof mikið
p.s. kom ótrúlega fögur kona á barinn til okkar í nótt...svo þetta var sko alveg eins og í gamla daga...ég ..Una...fíflagangur...fallegar konur á barnum og fullt af daðri.
ble í bili


[3:55 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 09, 2004

Nú kemur það

jæja...mikið var segi ég nú bara...get loksins tekið þá ákvörðun að blogga um það sem er búið að vera að gerast hjá mér...
ég fékk semsagt mjög spennandi vinnutilboð í síðustu viku...svo í þessari viku tók ég þessu boði og sagði upp í Eymundsson í dag...eða eiginlega samt í gær...eníveis.
Er semst að fara að skipta um vinnuumhverfi ...vinnutíma og vinnufélaga...
Auðvita mun ég sakna yndislegu englanna minna hér í eymó en ekki langt að heimsækja skutlurnar á daginn þegar ég er í fríi frá nýju vinnunni.
Er senst að fara að reka bar með Unu vinkonu....Ölstofan mun senst vera rekin af Kollu og Unu...auðvita ásamt strákunum okkar (Komma og Skyldi) ..
farin að hlakka mikið til að taka við þessu starfi..vinn minn uppsagnarfrest líklega hér...svo þetta er ekkert að gerast alveg strax...en ákvörðunin sem er búin að vera að gera hausinn á mér geðveikan er loksins orðin að veruleika... hihih
Núna er Monikan í mér alveg í essinu sínu að skipuleggja allt hér í vinnunni svo það verði auðvelt að kenna nýjum inn á allt sem ég geri hér...gaman gaman..skipuleggi ..dærædæ
Ammælið nálgast og hef næstum ekkert einu sinni náð að hugsa um það af því að ég er búin að vera so spennt inn í mér fyrir þessu öllu saman..
á mánudaginn mun ég svo vonandi ekki deyja úr stressi út af því að ég er að fara að taka smá verkefni í Grindavík...ef ég blogga ekki á þriðjudaginn þá er ég á spítala með næringu í æð...oj nei...úff..get þetta sko alveg hihihihi...er bara að bulla rosalega mikið.
en já..konan er komin með nýja vinnu sem hefst líklega eftir sirka þrjá mánuði og attlar að gera sitt besta og sjá hvað setur.
Annað er nú ekki merkilegt sossum að frétta...
Urður...þvílíkt sem ég mun sakna þess að sjá þig ekki á hverjum morgni og borða með þér hádegismat..úff
þið hinar eymóskutlur...mun líka sakna ykkar endalaust mikið en við Una kíkjum á ykkur í hverri viku býst ég nú við..
fattaði að til þess að ég fái sona komment og soleis þá þarf ég víst að halda mér við og vera dugleg að blogga..so ég mun taka mig á í næstu viku.
Naglinn minn...gaman að sjá þig í gestabókinni...alltaf gott að heyra frá þér og vita að allt gengur vel..hlakka til að borða með þér pönnsos..


[3:24 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 08, 2004

Allt að gerast

hihi...er að springa mig langar so að tala um allt sem ég er að hugsa..langar að segja so margt...en þarf að bíða..hef líka gott af því kanski bara..
Maður hefur gott af ýmsu..og ýmislegt gerir manni gott..en maður velur það ekkert alltaf. Nú jæja...bladibla..voðalega leiðinlegt að blogga þegar ég hef so margt að segja en get ekki sagt neitt af því eins og er...þá er það eina sem ég skrifa bara eitthvað í þessa átt sem hér er fyrir ofan...alltaf að tala um að ég geti ekki talað um eitthvað...og það getur líklega alveg auðveldlega orðið frekar þreytandi að lesa blogg um blogg sem ekki má skrifast ennþá...eða eikkva soleis.
Flókið líf


[12:56 e.h.] [ ]

***

 

Breytingar

Jæja...vá...þetta líf mitt er að breytast svo mikið að ég bara hef ekki treyst mér til að blogga því það er so margt að gerast inn í mér...Góðar breytingar sona flestar allavega...Í gær sagði ég já við ákvörðun sem tók mig smá tíma að taka en trúi því samt að ég sé að gera rétt...get ekki alveg strax sagt hér hvað það er ..en allavega er að fara í gegn á þessu ári mjög stór breyting hjá mér og mínu lífi :)
so í gær eftir leynifund var mér treyst fyrir litlu verkefni sem er samt mjög stórt fyrir mig persónulega og ég mun reyna að lesa það af hendi eins vel og ég get næstkomandi mánudag og það í Grindavík :)
jebbs...þegar maður treystir englunum sínum þá fyrst fara góðir hlutir að gerast...fór til spákonu um daginn og hún sagði mér að ástin í lífi mínu væri á næsta leyti...jafnvel bara í febrúar eða mars..sé núna að hún hefur eitthvað misskilið spilin því eitt er víst að engan tíma hef ég fyrir neitt soleis.
Vá hvað mig langar að æla öllu út sem búið er að vera að gerast....þarf að hitta Barbí mína ....hringi í hana á eftir til að losa mig við allt sem er inn í hausnum og já...
bla ..
bráðum á mar líka soldið stórt ammæli..
en jæja..dönsku blöðin komin..best að skella sér í þa..


[9:08 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 07, 2004

Sælt veri fólkið

úff...pínku stór dagur í dag skal ég segja ykkur...vaknaði í morgun og var búin að taka ákvörðun inn í mér. Er farin að verða sáttari og sáttari við þetta allt saman sem ég er að hugsa um núna. Fattaði líka í gær að ég var búin að hugsa um þetta allt saman aðeins of mikið og sofnaði með hausverk og eitthvað veikluleg...er samt ekki veik í dag af því að í flestum tilfellum hjá mér þá fylgir líkaminn sálinni og þá er eins gott að hafa sálina í lagi. Fundur eftir vinnu hjá mér...ekki leynifundur...heldur bara vinnufundur..so eftir vinnufund þá er leynihjartafundur sem ég hlakka til að fara á ...eftir leynihjartarfund er so stefnt á að skella sér á Lord of the rings með Ununni minni ...og vonandi koma Maggý og Eva líka með :)
Helgin er vinna á Öllaranum og hjálpa Maggý&Evu að flytja inn í íbúðina sína...
ákváðum í gær að við attlum að halda upp á ammælið okkar (ég og eva sko) laugardaginn 24 ...ekki 17 eins og planið var...so að þeir sem eru að vinna 24 verða að fá frí sko...allir að taka daginn frá :)
úff...verkur í maganum...ekki af því að þessi dagur er stór..meira bara af því að ég er kona ..hihihi
knús á liðið


[9:10 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 06, 2004

stutt stopp

minns bara rosalega lítið að blogga...og meira að segja núna er ég að hendast bara inn og út strax aftur...
eiginlega bara þarf að fara bara núna..
bara sona segja hæ...
og bara sona til fróðleiks þá kemur orðið bara annsi oft fyrir...það héldénú...
ble


[7:47 e.h.] [ ]

***

 

Ákvörðun lífsins

Attla að byrja á því að skrifa til þeirra sem eru nýbúnir að kvitta í gestabókina sko..hihi gaman gaman..
Dagný Ásta...gleðilegt ár sömuleiðis og takk fyrir allt gamalt og gott
Gunnur...hihi finnst þetta kúl bros sem þinns er ..jeee...sona *verslunarstjórastríðnispúkaglottbros*
Begga blóm...halló sæta..gaman að sjá þig hér..vissi ekki að þú læsir ennþá :) jólakortið þitt frá mér er að vita af þér þanna úti :) knús

Jamm...þetta eru soldið mikið skrýtnir dagar inn í hausnum á mér...erfitt að útskýra því það er erfitt að segja nokkuð án þess að segja allt í rauninni...ýmislegt sem ég þarf að taka ákvörðun um og eiginlega byggist þetta allt bara á einni ákvörðun ...en hún hefur áhrif á allt í mínu lífi og hvernig ég lifi því....hef þessvegna lítið verið að blogga..búin að vera soldið mikið bara inn í hausnum á mér...
Er líka núna í vinnunni og ætti kanski bara að vinna meira..
og var verið að biðja mig um að leysa af í sígó...so best að vera góða stelpan og gera þa....
ble í bili gott fólk


[9:20 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 05, 2004

Stress í liðinu

úff þessi vinnudagur var mjög sérstakur..tveir kúnnar sem voru alveg ekki með skapið í besta lagi..mjög reiðir og allt..ég lennti í öðrum þeirra og Heba í hinum...umburðarlyndið kemur sér vel þegar maður nær að temja sér það..ég er enn að æfa mig..ekki alveg komin með þetta upp á hundrað ennþá...en jæja..kemur.
Eva...takk fyrir myndirnar...sendi mér þær heim í hotmailið so ég gæti sett þær upp á skjáinn hjá mér hér heima..en það kom bara ein..þarf eikkva að senda þær attur :) óggislega gaman að fá sona myndir sko :) minns dlaður
Var senst að koma heim..vaknaði eikkva smá öfugt (minns öfug hvort sem er...en jæja..) hljóp niður í vinnu og var alveg frekar sein..samt komin á réttum tíma...með hárið út í loftið og fínerí...
Er að fiktast aðeins í tölvuna og attla so að fá mér kaffi með Ununni minni..kvöldið kemur í ljós bara..
ble í bili
Krumma...ég veit að þú meinar það að þú ætlir að hætta að blogga...en stundum sýnir reynslan að maður dettur aftur í gamla farið (blogga sko) þekki af fenginni reynslu það að attla mér að hætta einhverju (eins og að blogga til dæmis) og svo allt í einu er ég bara byrjuð aftur.....alveg fimm sinnum..hahahah
knús kolls


[5:31 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 04, 2004

Bara eitt enn..ég lofa...

Jeij..fann englapróf...minns er sona engill :)

Friendly
<<>>???Hvernig engill ertu ?<<>>( Anime Pics )

brought to you by Quizilla

jæja er að hugsa um að henda mér loksins í rúmið og hætta þessu tölvuhangsi...
Gleymdi að segja frá því að ég kíkti við í ammæli hjá Kiddu nokkri kenndri við rokk í kvöld...mikið af fólki ...enda er konan yndisleg og þarafleiðandi dregur að sér fólk. Kidda mín...ef þú lest þetta..til hamingju með daginn..
Hey...það er komið vel yfir miðnætti so Evan mín eina á ammli í dag :)
Eva ammælisbarn...Til hamingju með afmælið...það er so fá orð sem hægt er að nota til að lýsa þér...engin orð jafnast á við þína innri og hvað þá ytri fegurð...elska þig so mikið að stundum gæti hjartað mitt bara sprungið af ást....eigðu besta dag í heimi og njóttu þess að vera yndið sem þú ert :)

jæja..minns farin í rúmið..
góða nótt elskurnar


[2:37 f.h.] [ ]

***

 

Test dauðans...

ji það er stórhættulegt að detta inn á sona test-síður...er alveg að missa mig í þessu öllu núna..en vil samt ekki henda öllum niðurstöðunum hér því þá verður þetta so þreytt sko :)
Attlaði sko að setjast niður hérna og skrifa eitthvað rosalega mikið djúpt og frá hjartanu..en datt svo í þetta...og er bara föst..enda kemur þetta dót sem er í hjartanu bara þegar það á að koma...
knús á liðið...
fór smá út áðan og ég held ég sé bara gömul sál...eða orðin það allavega..meika ekki hávaðan lengur..reykin..sona troðna staði..æi hihihi ..þetta lagast ..mín að verða 25 og er að hugsa um að halda bara upp á afmæli í safnaðarheimili þar sem friðurinn ríkir..hihih ..nei segi það nú ekki alveg samt
jæja..aftur í testinn...


[2:25 f.h.] [ ]

***

 

Allir eru alltaf að taka sona test á netinu og Dagný er so sniðug að hún er bara með sér blogg-síðu fyrir öll próf sem hún tekur...so þetta er ekkert að taka upp pláss á venjulega blogginu hennar...ég reyndar komst bara að því áðan að hún er komin í gang með blogg attur..hihi
varð að taka þetta próf..hvernig bros ertu...og sona bros er ég víst..

Loving
You're the loving smile,the one that is entirely
devoted to others,especially that one
person.You really can't get them out of your
head,but then,you don't really want to.


Hvernig bros ertu ?
brought to you by Quizilla


[2:20 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, janúar 03, 2004

Sigga syngur "hann"

Sit hér heima frekar mikið sjúskuð...með Siggu að syngja fyrir mig og þarf ekkert að vera fersk af því að hún sér mig ekkert og syngur alveg jafnvel þó ég sé með hárið út í loftið og hálfpartinn ennþá stýrur í augunum. Hef soldið spáð þegar ég er að hlusta á diskinn hennar hversu skrýtið það er að heyra hana alltaf í ástarlögum að syngja til manna...soldið eins og ef maður heyrði Bo syngja til manna...veitiggi..af hverju syngur hún ekki bara "hún"...æi kemur mér ekki við...hún er með fallega rödd sama hvort það er "hún" eða "hann" sem fylgir textanum.
Fékk sko Siggu og Margréti Eir í jólagjöf og skiptist á að hlusta á þær...finnst sko Margrét Eir alveg án efa ein af kynþokkafyllstu söngkonunum okkar...hún hefur einhvern geðveikan sjarma..ekki ósvipað henni Bryndísi okkar Ásmunds.
Eníveis...gærdagurinn..
Var í fríi frá vinnunni..svokallað janúarfrí..fáum sko tvo daga í janúar sem launaða frídaga sökum álags í desember...algjör snilld..og tók senst einn þeirra í gær.
Fór í neglur....so á smá fund hjá skemmtinefnd leynifélagsins..og fór sko ekki sátt út því þeir ákváðu að halda árshátíð leynifélagsins þann 17.janúar...sem er sko ammælisdagurinn minn. Endar líklega með því að ég held upp á ammlið mitt 16 jan...því so er líka samtakaball 17.jan....So líka benti góð manneskja mér á að það væri líka bara betra að halda það föstudaginn sextánda...þá á ég ammæli eftir miðnætti og get so verið ammælisbarn á samtakaballinu..fengið alveg fullt af athygli tvo daga í röð :) hihihi
Æi bla...já ég var að tala um gærdaginn..hvert var ég komin...já fundur...eftir fundinn fór ég heim til Unu vinkonu og við horfðum ásamt Hörpu á Ædol...vorum í kasti yfir hvað dómararnir heyrðu enga falska tóna..vorum farnar held ég að hallast að því að sjónvarpið hennar Unu væri að framleiða þessa fölsku tóna.
Eftir Ædol var farið á smá pöbba-rölt með Petru og Simone (hressa ítalanum...vá segi frá honum síðar..það er alveg heilt blog) pöbbaröltið endaði á Vegamótum..so fór ég heim þegar Una yndi fór á Glaumbar...
Vaknaði so rúmlega níu...nei ok...rétt fyrir tíu og fór á fund með Pálínu sætu. eftir fund...kaffihús með skvísunum..og já úff...hef aldrei séð stelpur á fundi og horft á þær lesbískum augum en smá undantekning í morgun..never mind..Barbara..nei attla ekki að gera neitt í því skan.
jæja..orðið fínt..
fundur í fyrramálos...minns þangað líka...
Kidda rokk ammæli í kvöld...jeeee..so lord of the rings ....
ble ble


[6:45 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 01, 2004

Spádómur

jebbs..kollsterinn fór til spákona áðan..gott að byrja árið á að leyfa konu sem ég þekki ekki neitt að segja mér hversu frábært þetta ár verður hjá mér...fannst margt sem hún sagði rosalega ólíklegt en það sýnir bara hversu mikið ég þekki mig sjálfa hihihihi..
Hún sagði margt sem meikaði sens en so sagði hún líka eitthvað sem mér fannst rosalega mikið ólíklegt..en hún var alveg viss um að hún væri með þetta á hreinu..sagðist bóka það að sumir hlutir myndu gerast hjá mér...attla samt að halda því bara fyrir mig...allavega ekki að vera að blasta þeim á netinu.
Er alla leiðina heim búin að vera bara brosandi...fannst þetta skemmtilegt...er ekkert að fara að lifa eftir öllu sem hún sagði enda er ég jarðbundin..en samt gaman að prufa að fara í sona..hlakka líka til að sjá um mitt árið hversu mikið af þessu er eitthvað sem gæti gerst...spennandi bara.
Jæja..hér eru gestir í mat hjá Sólu minni og ég attla að fara fram og borða...mmm..steik..fullkomin dagur..spá..steik..rúmið mitt.
góða nótt og yndislegt kvöld fallega fólk
kolls


[8:20 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K