::Skylduskoðun:: |
föstudagur, apríl 30, 2004 Kvennavöld minns er ekki nógu klár á tölvur.....er að senda út rosalega flott mail og mun halda því áfram á morgun..það er að segja í sambandi við kvennakvöldið...búnar að vera duglegar við Una mín að hengja upp plaköt í dag..það er sko komið heilmikið nýtt inn á þetta kvöld .. meðal annars munu skemmta Elma Lísa & Arndís Helga Braga & magadansmær Páll Óskar þeytir skífum og norðurlandameistarinn í kokkinum mun elda oní dömurnar...að ég tali nú ekki um fordrykkin í boði hússins...shit hvað það verður geðveikt gaman ef mér tekst að nördast þá kanski mun auglýsingin birtast hér :) Er núna alveg að hlakka til að fara upp í sveit á morgun...með litlu prinsessunni minni..og so auðvita drottningunni og syninum..og tengdafjölskyldunni eins og hún leggur sig :) hihihi Jæja...best að pilla sér....Jane þarf að fara að sækja Rósina og so Ununa sína...so sagði lítill sætur fugl mér að ég fengi kanski lasagna í matinn....er hægt að biðja um það betra...held bara ekki Það er pínku smá líka pirrilíus inn í mér...verð sona tjúnuð þegar eitthvað nálgast sona eins og kvennakvöldið...kemst ég alveg í gírinn og verð soldið óþolandi í kringum vini mína...öll sona eins og smábarn...en það gengur hjá.... ihihihi jæja...Jane go pikk upp madame..... ble á meðan fallega fólk [5:59 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, apríl 28, 2004 Voða mikið að passa mig að þetta verði stutt so auglýsingin hér fyrir neðan detti ekki of langt í burtu...hihi Bloggið hennar Urðar er blogg dagsins fyrir mér.... [12:39 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, apríl 27, 2004 Kvennakvöld í Þjóðleikhúskjallaranum !!!! Föstudaginn 7.maí Matur & Dansleikur 3500 Dansleikur 1000 Fram koma : Helga Braga Jónsdóttir, Magadansmær & fleiri óvæntir gestir... DJ kvöldsins verður engin annar en hinn rómaði : Páll Óskar Hjálmtýsson Forsala á miðum er hafin í síma 823-1699 & 849-4355 (panta verður miða í matinn fyrir 1.maí) Kolla & Una [10:25 f.h.] [ ] ***
Eru þetta skilaboð ? ef svo er þá allavega er ég að blogga meira til að sjá hvað er að gerast...bladibla...skittir ekki máli..attla að glápa á friends...og hlægja með headsettið..alleg eins og í seitinni...ást[12:18 f.h.] [ ] ***
Superwoman? Líður eins og ég sé í bloggfangelsi...það er að segja að einhver hafi bannað mér að blogga og ég sé að stelast....en samt ekki..hef ekkert að segja...langar samt að tala smá...veit ekki alveg akkuru ...eða jú ég veit það alveg.Það er so mikið erfitt oft að vera til...en hey...ef lífið væri dans á rósum hvað væri þá gaman..held ég hafi nefnt þetta áður en hverjum langar að dansa á rósum ? stingur mar sig þá ekki í iljunum á þyrnunum ? Æi allt er so mikið að gerast.....allt sem svíður þessa dagana nær samt einhvernvegin á sinn hátt að sína manni eitthvað gott...góð kona sagði...við erum ekki vond að reyna að verða góð...við erum veik að reyna að verða heil.....og hún hefur rétt fyrir sér. Engum langar að vera vondur og þegar manni finnst maður vera vondur þá er mar þa oft ekkert....allir gera mistök í lífinu...og ég hef alveg gert þau mörg...so akkuru ætti ég að dæma einhvern annan fyrir að gera mistök.....þegar einhver gerir mistök þá stundum lendir það illa á öðrum...en það gerist bara....það þarf stóra manneskju til að fyrirgefa en ég tel þurfa enn stærri manneskju til að biðjast fyrirgefningar...... jæja kolla..nóg á bloggið í bili.... Ligg í makindum heima hjá litlu mommsunum mínum..búið að búa um mig...setja friends í tölluna og fínerí ..attla að lúlla hér í nótt og hafa það gott...sendi so englana á fallega fólkið mitt til að sjá til þess að það hafi það gott líka... var að horfa á superman áðan og langar stundum að hafa hæfileikana hans og geta "bjargað" ...en hey...ég hef sens í dag til að vita að ég get það ekki ...en ég get bjargað mér og það er allavega gott :) so me 2 þe reskjú...kolla hjér æ komm.... ble í nóttina [12:13 f.h.] [ ] ***
mánudagur, apríl 26, 2004 Svala bloggfíkninni Hef í raun og veru ekkert að segja...so kanski best bara að þegja.[12:56 e.h.] [ ] ***
föstudagur, apríl 23, 2004 Lilja og litli prinsinn Elsku elsku Lilja....til hamingju með litla prinsinn þinn.....sendi alla mína engla til ykkar..og hlakka endalaust mikið til að fá að kíkja í heimsókn :) elska þig[12:35 e.h.] [ ] ***
Stundum fer í taugarnar á mér þegar fólk í búð segir "vinur" vimmig. [12:18 e.h.] [ ] ***
(þetta er "opin" setning Kolls...endar á þrípunkti... ) var að fá þetta á msn um setninguna hér fyrir neðan...og þarafleiðandi tókst mér ekki það sem ég hafði ætlað mér...so mar reynir bara attur ettir smá...eða á morgun....ekki í dag...kanski á ..... hihihih já gamanaissu.. [12:11 e.h.] [ ] ***
Einn daginn langar mig að vera prinsessa........einn daginn..... [12:04 e.h.] [ ] ***
Er grasið grænna ? Ég öfunda soldið fólk sem getur bloggað sona misjafnt...stundum skrifað mikið og stundum bara eina setningu...og þessi eina setning virðist alveg duga til að útskýra allt sem þarf eða þarf ekki að útskýra...þegar ég stekk inn í tölvuna og attla bara að segja hæ...þá virðist vera komin ritgerð á bloggið á no time...hihihverð að reyna einn daginn að skrifa bara eina setningu...það tekst á endanum...en er ekki grasið bara alltaf grænna hinumegin..á öðrum bloggsíðum landans...hihihi Mar er alltaf að leita að öðru grasi en sínu eigin....kanski er mitt gras bara rosalega grænt og ég veit það ekki einu sinni aþþí að augun mín hafa ekkert tékkað á grasinu sem liggur við fæturnar mína.....kanski mar fari að líta niður.....en upp samt í leiðinni..bla di bla...skittir ekki máli...hihihihihi Inga Hrönn...takk fyrir gærdaginn..takk fyrir tímann í rjóðrinu....og sólarlagið..bjútífúl..hihihi [11:56 f.h.] [ ] ***
Framkvæmdargleðin Barbí...júbbs attla sko að fylgja henni ettir og þarafleiðandi verður kanski ekki mikið bloggað á næstunni...gera meira...skrifa minna...fór á fund á sunnudag...og miðvikudag og hver veit nema mar fari jafnvel bara líka í dag...allt að gerast...hihi..Takk fyrir öll kommentin fallega fólk... Dögginmín..kva meinaru að þú sért ekki engill ?? júts þokkalega sem þú ert þa... !!! Það er so margt að gerast inn í mér þessa dagana og satt að segja get ég ekkert bloggað um það ....í fyrsta lagi þá langar mig bara ekkert sérstaklega að tala um það ...en aðallega er það bara þannig að ég get það ekki...af því að það er ekki hægt að skrifa neitt um hvernig mér líður aþþí að það breytist so mikið frá degi til dags og so líka bara er þetta allt so flókið að útskýra...hihi tilfinningar eru ekki staðreyndir....sagði fallega fólkið mitt... tilfinning dagsins er ; smá gremja staðreynd dagsins er; ég á góða vini nú er spurning hvort ég vilji tilfinninguna eða bara staðreyndina :) ble í bili [11:25 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, apríl 21, 2004 Vá....bara fullt af kommentum og allt að gerast...englarnir eru so duglegir að sýna mér alskonar hluti og kjáninn ég loka bara augunum og kvarta...er þa nú ...... Er búin að vera ekki so langt uppi síðustu daga...líðanin mín er skrýtin og ég nenniggi að gera það sem gera þarf til að fara upp...en hey...þegar maður er niðri þá er eina leiðin barasta uppávið... Vá....so talaði ég við sponsuna mína eftir að ég sá bara enga leið út ... Fyndið hvað maður hlustar á ákveðið fólk í lífinu og finnst það alltaf hafa rétt fyrir sér....eins og ég.. það eru alveg nokkrir sem ég veit fyrir víst að hafa vit fyrir mér í sumum málum....þetta fólk er hinsvegar ekkert endilega sammála....sem gerir hlutina erfiða fyrir mig....so á ég náttla að hlusta á sjálfa mig...guð...og já nei...ekki sjálfa mig eins og er því ég veit ekki hvað mér er fyrir bestu...það er alveg á hreinu .. búin að komast að því...en hlusta á englana..prógrammið mitt og þá sem elska mig eins og ég er... er að reyna að finna rétt svar því so margir lesa bloggið...en finn ekkert rétt svar.. er ringluð...meikar ekkert sens neitt sem ég er að segja...líður eins og ég sé á einhverju...en þessi víma er ekkert nein sæluvíma...blaaaaa...þarf að rölta...heim til Ingu minnar...fá að heyra slúðrið...og hún að heyra dramað inn í mér...eða eikkva solis.. bless í bili fallega fólk p.s. smá gestabókasvör því ýmislegt er búið að vera í gangi á los gestabokos... Prinsessurnar allar...le la og the....takk fyrir að skrifa í bókina mína....held ég viti alveg hver er hvað..eða nei ég veit hver er hvað og takk þið báðar fyrir að skrifa í gestabókina mína. Þykir vænt um ykkur og sendi ykkur knús með englunum. Kærastan/drottningin........halló sætan mín..þúrt fyndin...hihih...búið að vera yndislegt að tjilla með þér og Tómasi litla síðustu daga :) elska þig Jódís...takk fyrir þig...ér öll að koma til...eða mun gera það allavega :) þeinks for kering darlíng Stína fína....vá gaman að sjá þig hér :) velkomin :) gaman að kikka í hausinn þinn líka við og við :) hihihi [1:30 e.h.] [ ] ***
mánudagur, apríl 19, 2004 Helgin búin... Jæja...helgin búin..afmælisdagurinn liðin og allt að gerast....Get lítið sagt eins og staðan er í dag...skynsemi er ekki það skemmtilegasta sem neinn gerir held ég...en það er samt skynsamlegt að vera skynsamur...eða eikkva solis. Er að fara að sækja Ununa mína...búin að sækja Rósina hennar...so er vinnan tekin við..alvarleikin tekin við í allri sinni mynd..hihi...stór vinnuvika framundan...allir að skella sér á barinn :) Velkomin heim Barbí...:) Er að fara í smá verkefnisdag á morgun...eða nei stóran verkefnisdag...segi ekki meir en það... Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir..stór og smá...gay og ekki gay...jamms ... Jamms...kollsterinn er soldið undarlegur í dag...líður samt ekki illa...veit ekki alveg einu sinni hvernig ég á að skilgreina hvernig mér líður..so ég geymi það bara til betri tíma :) over and out...of here [7:03 e.h.] [ ] ***
laugardagur, apríl 17, 2004 Stofuskraut Jamm...sniðugt sem var skrifað hér í kommentakerfið á síðustu færslu...náði að losna við einn hnút í gær með því að leysa hann bara...hinn hnúturinn sem er töluvert fastari en samt ekkert stór...hann mun eins og er sóma sér vel sem stofuskraut heima hjá mér ..þar sem fólk sér hann ekki einu sinni því það heldur bara að hann sé sona skraut. Er komin upp í vinnu til múslunnar minnar...(Urðs) og erum alveg sko að fara að plana kvöldið..engin verður í barnapössun og allir að fara að dansa og hafa gaman...minns er að hugsa um að skella upp sparibindinu og allt sko...samt ekki alveg ákveðið ennþá í hverju hirðfí...nei ég meina kollan klæðist...Búið að kaupa búsið og fullt af góðu fólki að fara að slást í för með okkur.....hvernig orðaði snillingurinn minn etta....er að fara að djamma með Hirðfíflinu...prinsessunni...pabbanum...afríkubúanum...gifta strumpnum...söngkonunni...hamstrinum..kreizigörlinni..smiðinum og magadansmærinni...þetta verður gott stuð...ekki slæm blanda af fólki sko :) [12:02 e.h.] [ ] ***
föstudagur, apríl 16, 2004 Heiðarleiki hálfa leið Það er alveg klárt að ég er með smá hnút í maganum aþþí að ég er ekki að vera alveg heiðarleg gagnvart sjálfri mér...fór í gærkvöldi sona yfir síðustu daga og fann í sálinni minni að ég er alveg að gera mitt prógramm og vera heiðarleg..en komst að því að kanski þó mar segi alltaf satt og sé heiðarlegur þá líka geymir maður að tala um suma hluti til að fela þá ...og þá er mar ekki að vera alveg heiðarlegur...og þá fær manns þennan óþægilega sting í magan...hef hugsað mér að taka þennan sting með mér í labbitúr og skýra út fyrir maganum á mér að ég sé að fara að hættissu..so laga ég hlutina og þá vonandi bara hverfur stingurinn alveg af sjálfu sér..Takk fallega fólk fyrir að skrifa sona mikið við litla ævintýrið mitt...margir búnir að spyrja hvort litla ævintýrið eigi sér samlíkingu í nútímanum eða kanski bara í hausnum á mér....jú ég blogga oft undir rós um það sem ég er að hugsa...en leyfi mér líka að skreyta allt mjög mikið og vel...enda solis gera pennar :) hihihi var í allan dag að smíða með Bennanum mínum...óggislega gaman..so í kvöld eru það rólegheitin eins og þau leggja sig..ekkert ákveðið nema göngutúr núna upp á öllara til Unu minnar..smá kvennakvöldsplan....elskana Unu mína so mikið..hef ekkert séðana í allan dag og finn söknuð í sálinni..best að drífa sig af stað með Eminem í eyrunum og hamingju í hjartanu...(pínku sting í maganum...en hann fer...sjáðu til...hihihi) So rosalegt danskvöld á morgun..vííííí [8:16 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, apríl 15, 2004 Kvóti í mellum (maili) Ertiggi að grínast...sko ég var alveg búin að ákveða að brosa í dag og það mun ganga vel.....hihihi..er í kastinu...var að senda út mail á mail-listann minn inn á mínu elskulega hotmaili...nema hvað...attlaði að senda til 75 stúlkna....en nei..hotmail leyfir manni max að senda 50 mail á dag ?? hvað er það...er í hláturskasti með litla bro yfir því að ég megi ekki senda fleiri en 50 mail á dag..sona eins og mar má ekki taka út meira en eitthvað ákveðið í hraðbanka...er hotmail hrætt um að ég sé að stalka einhvern..sitji á hotmailinu mínu og sendi sætum stelpum yfir 50 mail á dag...skiliggi...er í kastinu..finstetta bara fyndið..enda búið að vera fyndin dagur.. og líka soldið skrýtin dagur...samt að mestu leyti yndislegur...er soldið að vringluð sona inn í mér en er samt að tryllast úr gleði yfir öllu...stundum verður maður alveg rosalega glaður og rosalega ringlaður á sama tíma..það má líka..hihihattla í smíðaleik með Benna mínum á morgun..so partý á laugardaginn og rólegheit á sunnudaginn..hey..á sunnudaginn á ég líka ammæli í leynifélaginu..þá er minns eins árs...vei vei vei jæja..best að laumast í mailið hjá einhverjum öðrum og senda út 25 mail í viðbót..oooo..érso villt...finnst ég ótrúlega óþekk núna.... múhahahah [5:11 e.h.] [ ] ***
Fimmtudagurinn minn Finnst eg ekket sma menningarlkeg a Raðhuskaffi að borða gulrotarköku ....drekka kok og blogga....verst að þessi talva vill ekki gera kommur yfir neina stafi hja mer so þetta verður sona næstum islenskt blogg...Ja sagan her fyrir neðan virtist vekja lukku...alltaf gaman að sona ævintyrum og hver veit eftir þessar vinsældir að þau verði fleiri i framtiðinni. Sit senst her a Raðhuskaffi að biða eftir Diönu og Unu....attlum að setjast niður i sma spjall...gaman að þvi. Akvað bara að mæta aðeins a undan þeim og blogga sma...kikja inn a msn og tekka postinn minn :) Satum immit her lika i gær ...það er að segja eg og Una og sendum ut fjolda-sms...til allra kvenna i simaskranni okkar...varðandi kvennakvöldið sem við erum að fara að halda i þjoðleikhuskjallaranum þann 7.mai....þannig að ef þu ert stelpa að lesa þetta og fekkst ekki sms þa ertu ekki buin að gefa mer numerið þitt og endilega taktu fra föstudaginn 7.mai...þvi þa verður aldeilis tjuttað :) hihihi Efst i huga mer þegar eg vaknaði i morgun var að plana fostudaginn...laugardaginn og sunnudaginn...en so var eg að fatta nuna að mar a bara að plana daginn sem mar vaknar i ...það er að segja daginn i dag. So eg er sona halfpartinn buin ad plana daginn...er allavega buin að akveða að reyna eftir fremsta megni að vera glöð...jakvæð og með opin huga i dag... Er ennþa i þakklætiskasti yfir þvi hvað þessi heimur er mikið æði....finnst so gaman að vera til... Ef einhver myndi rekast a mig nuna....samt ekki fast...þvi þa myndi eg detta....en ja.....og viðkomandi myndi sja inn i hjartað mitt spyrði hann liklegast i hverjum eg væri skotin......eg veit ekki svarið...eg er skotin i tilverunni nuna...uuuuu..æðislega djupt...hihihi Fattaði i gær þegar eg var að spjalla við fallegu konuna sem la i ruminu minu að mar þarf ekkert alltaf að vera með eitthvað i gangi i astarmalunum til að vera æðislega glaður.....(va hljomaði asnalega að segja fallega konu i ruminu og vera ekki að pæla i astarmalum...kanski aþþi að fallega konan var besta vinkona min).. en jamm...er skotin i so morgu.....alveg lika sma pinku kanski i þessu .......þanna...stelpudoti...never mænd..gott go lov [12:59 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, apríl 14, 2004 Hirðfíflið á hestinum Einu sinni voru kóngur og drottning í ríki sínu ....þau áttu einn son sem hét Anton Skúli...Litla fjölskyldan lifði góðu og fallegu lífi....þau voru alltaf góð við þjónustufólkið sitt og allir í höllinni tilheyrðu fjölskyldunni....besti vinur Antons var fyndna hirðfíflið sem hét Hans A. Hans A var stór partur af litlu fjölskyldunni og fór með þeim í öll ferðalög og var mikið með Antoni þegar foreldrarnir sinntu skyldum sínum. Einn sorglegan sunnudagsmorgun vaknaði drottningin og kyssti kónginn sinn á ennið eins og hún var vön. Kóngurinn þennan morgun var hinsvegar kaldur á enninu og henni brá....hún kallaði í lækninn og vakti kónginn sinn.....Eftir talsverða bið sagði læknirinn fjölskyldunni í höllinni að kóngurinn væri mikið veikur og ætti ekki langt eftir. Drottningin lagðist hjá honum í rúmið í margar vikur og vakti yfir honum í veikindunum.....So fór á endanum að kóngurinn kvaddi jarðlífið og sveif upp til englanna.... Drottningin syrgði kónginn sinn mikið ...og sonurinn sat í fanginu á hirðfíflinu og grét í marga daga....Hirðfíflið vakti yfir mæðgininum í erfiðleikunum og drottningin fór að spjalla við hirðfíflið um lífið og tilveruna...Henni kom á óvart hversu mikla sögu Hans A átti....hún hafði alltaf séð hann bara sem fyndna strákinn...en nú var hún farin að sjá aðra hlið á honum....brátt fóru þessar fallegu tilfinningar sem hún bar til hirðfíflsins að breytast í eitthvað sem henni brá við finna....henni fannst hann heillandi...fyndin...fallegur og yndislegur... Þau urðu nánari og nánari og Hans var sem faðir í augum Antons litla..... Þegar þau fóru síðan einn daginn saman í göngutúr um fallega skóginn sáu þau ástina í augum hvors annars....þau kysstust og héldust í hendur við árbakkan í marga klukkutíma...þegar þau voru að nálgast höllina ákvað hirðfíflið að hann gæti ekki lengur þagað yfir leyndarmáli sínu.....já hirðfíflið Hans A var ástfangin af drottningunni og hún af honum...eða hún hélt að hún væri hrifin af honum....þegar hún var í rauninni hrifin af Henni ......já Hans A var ekki strákur....heldur stelpa sem hafði sótt um starfið í höllinni sem strákur af því að vinnumöguleikarnir sem hirðfífl voru töluvert hærri fyrir stráka.. Drottningunni brá auðvita rosalega mikið en tilfinningarnar hennar breyttust ekki þrátt fyrir að hann væri hún.....henni fannst hún áfram fyndin...skemmtileg og yndisleg.....hún reyndi í marga daga og margar nætur að hætta að hugsa um hirðfíflið hana Hönsu......en allt kom fyrir ekki....hún gat ekki lokað hjartanu sínu. Hvað á drottning að gera í þessari stöðu ....?? Á hjartað að ráða eða það sem fólki finnst vera "eðlilegt" ??? bara smá sona ævintýri fyrir háttin ...... [12:24 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, apríl 13, 2004 Einstæð Lesbía Kína leyfir ættleiðingar fyrir samkynhneigða....en ekki fyrir einstæðaIndland leyfir ættleiðingar fyrir einstæðar mæður .....en ekki fyrir samkynhneigða hvað gerir þá samkynhneigð einstæð stelpa eins og ég ef hún vill ættleiða...??? bara sona að spá....þar alskyns togstreita í mér...vil samt minns tala um þa...þarf að finna leið til að tala undir rósinni minni so ég komi þessu rugli öllu frá mér...það skoða nebbla fleiri blogg heldur ég hélt....búin að komast að því í gegnum tíðina að það þýðir lítið að halda að engin fatti neitt sem ég skrifa.. en jæja...elska so mikið að ég attla að hætta þessu bulli og labba út um dyrnar í áttina að einni af þeim sem ég elska hvað mest.. Urður..sé þig ettir smá Nana..kem við hjá þér [12:19 e.h.] [ ] ***
Seint fyrnast fornar ástir þetta er einn af málsháttunum sem ég fékk þessa páskana...og eiginlega sá sem er í mestu uppáhaldi hjá mér aþþí að ég er so dugleg að laga til og solis :)Fékk reyndar líka annan sem var sona "Seint fyrnast fornar ástir" og fanns hann fínn líka...ekki misskilja mig ..ég borðaði ekki helling af páskaeggjum...fékk bara nokkur sona númer eitt...enda finnst mér það skemmtilegasta við páskaeggin að sjá hvað málshátturinn segir þetta árið. Er heima hjá ma og pa að kikka í tölvuna...er alveg að hugsa um að skoða aðeins yfir bloggin sem mér finnst gaman að lesa...alltof langt síðan ég hef gert þa... Líðan mín þessa dagana hefur verið soldið ruggandi...eða rokkandi...eða bara verið.. Líður ekki illa og heldur ekkert í hamingjukasti...en samt frekar vel heldur en illa...er að hlakka mikið til að vera í fríi næstu helgi og langar soldið að stinga af upp í sveit...en það er samt ekki beint í boði neitt...geri það bara næstu fríhelgi sem kemur á ettir þessari...enda partý næsta laugardag og minns að fara með Urðs sinni .... jæja..hætt bullinu enda nóg af því að gerast inn í hausnum á mér....ble í bili fallega fólk [12:08 e.h.] [ ] ***
mánudagur, apríl 12, 2004 ýmislegt lagt á sig Vá..þessi talva hér heima hjá ömmu og afa er soldið mikið sein....búin að gera nafn á þetta blogg og ég veitiggi einu sinni hvort það mun koma því það er allavega horfið núna á meðan ég er að pikka þetta. Það tók annsi langan tíma að koma netinu í gang...þurfti að fara út af msn því tölvan höndlaði ekki sona mikið í einu. þarso gott að þessi helgi er búin....komin smá pása frá vinnunni...so so so gott...borðaði yfir mig áðan og ligg núna á blístri og get mig varla hreyft...hafði það samt í mér að finna tölvuna..setja tenginguna í gang og koma mér inn á bloggið til að geta tjáð mig smá...já blogg verður fíkn á endanum..verð alveg veik inn í mér ef ég get ekki bloggað of lengi. Helgin var annars bara ljómandi...mikil vinna en líka mikil gleði... Gat sofið soldið framettir í dag...var reyndar með óvæntan næturgest á Keilugrandanum í nótt en það var ekkert slæmt :)Núna er alveg málið að reyna að slaka meira á og fá so far heim þegar mamma og pabbi ákveða að það sé komin tími til að yfirgefa svæðið...viliggi reka á ettir þeim því mér liggur ekket á ... Sörvævör er að byrja og ég er það rosalega södd og rosalega þreytt að ég er ekki einu sinni að reyna að enda þetta blogg til að hlaupa fram og byrja að horfa....og þá er illt í efni. Fíknin er farin að eiga mig alla...hihih ..nei djók...attla nú að kíkka fram á liðið sem lifir af í frumskóginum...eða eikkva solis.. Lá inn í herbergi áðan með Sigrúnu litlu frænku og skoðaði gamlar myndir....hlógum mikið...fann inn í mér að stundum saknar maður þess að Hjalti bróðir sé ekki lengur lítill með krullur og hægt að halda á honum og knúsann.... en jæja... ble í bili erum að fara .. [9:04 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, apríl 11, 2004 Gleðikona í háska nei ég meina Gleðilega páska fallega fólk.....úff...soldið stolin brandari ...var að fá þetta sms frá vinkonu minni og fannst það fyndið..hihih...þarf lítið til að gleðja einfalda konu eins og mig :)Gærkvöldið var soldið spes....var að vinna á Öllaranum og það var ekkert að gera fyrr en um eittleytið og þá varð allt vitlaust...mikið af aggresjón í loftinu og sona :) So matur núna hjá múttunni minni..hey já...ég fékk ekkert páskaegg og finnst það líka bara attilæ aþþí að ég fékk straujárn í staðinn..mamman mín sem er so best í heimi gammér straujárn í staðinn fyrir páskaegg...so núna get ég sko straujað skyrturnar mínar alleg sjálf :) takk mamman mín...elska mömmu mína so mikið..hún einhvernvegin veit bara alltaf hvað mig vantar...sama hvort það sé straujárn á páskunum eða blautur klútur á ennið þegar mar er lasin :) Jamms...hmm...þegar mar bloggar sona óreglulega þá verður bloggið soldið ólíkt því sem það var...þegar ég hinsvegar er með netið heima eins og var þá held ég mínu striki....erfitt að blogga þegar mar gerir það ekki nokkrum sinnum á dag því þá líður so langt á milli og ég er ekkert sérlega góð í að muna það sem gerst hefur ....minnið mitt er ekkert það besta.... Er að læra smá ítölsku í vinnunni...er með ítala að vinna hjá mér sem er so óheppin að heita Fabio....aþþí að hann er so engin Fabio í sér...hann er so mikið yndi..langar að hann sé kærasti allra vinkvenna minna af því að hann er so mikið æði.. hann er senst að kenna mér alskyns...verst að ég man aldrei neitt stundinni lengur...eina sem stendur eftir er bara Nolo so .. Jæja..best að borða...aþþí að það var verið að kalla.....og þá hlýðir mar [6:13 e.h.] [ ] ***
föstudagur, apríl 09, 2004 Skemmtigangan langa Jæja...komin föstudagurinn langi...og veðrið er geðveikt...minns byrjaði daginn á göngutúr og er í pínku stoppi heima hjá múttu..fékk mér smá hádegismat og er að blogga....so er haldið aftur í heilsugönguna...eða nei þetta er eiginlega ekkert heilsuganga...bara sona skemmtiganga...elska að labba í vesturbænum og sona niður að miðbæ..held ég sé meira að segja búin að ákveða hvaða leið ég attla að labba...en attla ekki að fara að tala um það hér því það yrði fremur leiðinlegt blogg.Horfði á mynd í gærkvöldi sem heitir 25th hour...rosalega var ég ánægð með þessa mynd...man ekki hver sagði mér að hún væri ekki góð en rosalega er ég fegin að ég tók ekki mark á því...mikið sem ég var sátt við þessa mynd...táraðist reyndar soldið en það er ekkert verra að hreinsa smá vatn úr líkamanum...tár eru holl .... Í dag er planið að fara á tónleika..so matur heima hjá mér með þremur lebbum...og sona líka fögrum...ekki slæmt að vera að fá sona sætar stelpur í mat til sín...eins gott að allt sé fínt heima hjá mér. So er bara vinnann sem tekur við...alvara lífsins...Ölstofan opnar á miðnætti og mun ég skenkja í glösin handa ykkur hinum sem langar út á lífið.... nú er tími á göngutúr hjá minni.... og ég kveð að sinni.. kolls [12:49 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, apríl 08, 2004 Link smá auka egóskot......úúúúúúúúúú hér kemur smá útskýring á einkahúmornum........SJURRU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!![11:30 e.h.] [ ] ***
Líður fyndið......og fyndin Breytt líðan dag frá degi hjá minns....get ekki alveg útskýrt hér hvernig mér líður núna...sko....úúúúúú.....finnst ég með þeim fyndustu í veröldinni í kvöld og í allan dag eiginlega líka...þannig er nebbla sko...æi erfitt að koma þessu frá sér sona nokkuð eðlilega og hégómalaust. Þannig er mál með vexti ......sko hæstu vextirnir eru nebbla á yfirdráttarheimildum og ég er með núna mjög mjög háa heimild á kortinu mínu og því hærri sem heimildin mín er þeim mun fyndari finnst mér ég vera...nei ok ég er hætt að bulla.Þannig er .....úúúúú...(smá einkahúmor með þetta úúú...verður eiginlega að heyra þegar mar segiretta) vá hvað engum á eftir að finnast etta blogg fyndið..jæja Sko þannig að ég byrji á byrjuninni...hef komist að því undanfarið að eitt af því sem stækkar hjartað mitt alveg gífurlega er þegar fólki finnst ég fyndin..þegar vinkonur mínar hlægja hátt og innilega að einhverju sem ég segi eða geri og finnst ég fyndin þá fæ ég sona kitl í magann...þarso gaman að gleðja fallegt og gott fólk og ég þekki ekkert nema fallegt og gott fólk. Las síðustu kommentin mín og töffarin í mér má ekki hlusta núna en ég felldi alveg nokkur tár..ekki mörg en þau voru nokkur. Takk fallega fólk fyrir að segja sona fallegt vimmig.....úff..mín væmin í dag....eða kvöld. Var vrosalega dugleg í dag og massaði meira að segja að setja upp ljós og tengja það og allt í dag...með neglurnar að massa trukkin í mér...alveg hress.... Yndislega vinkona mín spurði mig í dag heima hvort ég væri stundum einmanna að búa sona ein og það var so gott að heyra mig segja að svo væri ekki...ég er so allt annað en einmanna í dag....er so sátt við lífið...sátt við að vera til og mest af öllu so þakklát....þakklát fyrir að englarnir sjái sona vel um mig og sýni mér í gegnum fólkið mitt hvað ég er heppin kona... Fór út á lífið í gær og skemmti mér konunglega...Dansaði eins og mennirnir á Opus og lennti reyndar líka í smá reynslu sem mig langar aldrei attur að lenda ..vá það er eikkva sjúklega sætt dýr í sjónvarpinu hjá jay leno... og ég er so væmin í dag að ég horfði á Battjelor áðan og ég í alvörunni skil engan vegin hvernig maðurinn í þessum þætti getur sært sona margar konur og samt endað hamingjusamur...æi ég bara fann so til með konunni sem þurtti að fara heim til sín ....so eru þær allar ástfangar afonum...kanski er þetta biturð í mér aþþí að margar sætar yndislegar konur eru skotnar í honum og hann er bara að enda með einni ....kanski er ég öfundsjúk....held samt ekki því ég veit að ég gæti aldrei sent heim fullt af konum sem fyndist ég yndisleg og væru sjúklega skotnar í mér.....æi finnst bara erfitt að horfa á þennan þátt og mun andlegrar heilsu minnar vegna ekki gera meira af því.. jæja..attla að hætta núna og þakka fyrir mig attur.. attla líka að svara ykkur sem kommentuðuð í síðastu færslu....mér líður so fallega núna....eða sko inn í mér...þarso margt fallegt til og so gott að hafa augu í sálinni sem sér sona mikið fallegt....ef ég væri ein í heiminum þá myndi ég aldrei geta notið neins...því þið eruð það fallega í heiminum fólkið þanna úti.. Kveðja Kolla.....full af þakklæti og fallegum hlátri frá konum heimsins í eyrunum.... [11:28 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, apríl 07, 2004 Líður feitt Kannist þið ekki við að eiga sona slæma daga...það er að segja útlitslega séð...það finnst kanski ekkert endilega öðrum þið líta neitt illa út og maður hefur ekkert endilega bætt á sig síðan í gær eða fyrradag. Er nebbla soldið að upplifa sona dag í dag..líður rosalega bólgið eitthvað..og er ekki að sjá fyrir mér að ég verði í hamingjukastinu þegar ég ákveð klæðnan kvöldsins...finnst öll föt ekkert vera að passa á mig...borðaði so yfir mig af matnum hennar múttu áðan að mér líður eins og hann sitji allur bara eða liggi öllu heldur bara yfir buxnastrengnum mínum...so finn ég líka alveg pólurnar vera að koma upp á yfirborðið hvað og hverju....Attla að skjótast út í búð og versla einstaka nauðsynjar fyrir heimilið...kanski ég ætti að versla einhvern sniðugan slim-shake í leiðinni..úff asnalegt að tala sona þegar venjulega er ég kona sem er nokkuð sátt við mín kíló...en jæja...manni má alveg líða soldið sona ekkisæt stundum...og þannig líður mér í dag....sé fyrir mér að ef ég skellti upp bindi í kvöld þá myndi það liggja sona á maganum á mér eins og það gerir á afa sæta :) jæja...en well...attla að skella mér út á Hondu ákkurat hennar múttu og bruna í búðina...pikka so upp fallegu stelpuna mína á ettir og hver veit nema við endum á dansgólfinu á einum af skemmtilstöðum borgarinnar í kveld. Hafið það gott börnin mín og gangið hægt inn um gleðinnar dyr kolla......með ljótuna [8:17 e.h.] [ ] ***
Segjum satt Sælt veri fólkið...það er rosalega mikið fast í mér að ég sé svekkt þegar ég kem inn á bloggið mitt aþþí að það eru so fá komment...en eins og fallega ammælisbarnið sagði í gær vimmig að þá á maður að fagna því sem maður fær en ekki syrgja það sem maður fær ekki...hún var reyndar að tala um sig en ég get auðveldlega tekið þetta og notað...mikil viska :)Er heima hjá ma og pa að kikka á póstinn minn...er reyndar ekki búin að kikka á póstinn ennþá því ég skellti mér smá inn á msn og er að blogga núna :) og allt þetta með þessar líka löngu neglur...hihihi hitti immit voa sæta stelpu á laugardaginn síðasta og henni varð litið á hendurnar á mér...held henni hafi ekki fundist heillandi að sjá stelpuna með sona langar neglur....jú nó vodd æ mín...en ég meina..ég kann á þær.....það er ekki spurning um stærð...hihihihi Var brjálað að gera í vinnunni í gær og minns komin heim mjög seint...var síðan soldið ofvirk í nótt og gat ekki farið að sofa...so ég lagaði bara til heima hjá mér...tók mig so til þegar ég vaknaði og lakkaði smá og ryksugaði enda að fá so fallega konu í heimsókn í kvöld :) Jebbs...alskyns pælingar sem fara í gegnum kollinn minn þessa dagana...er í smá trítmenti inn í mér gagnvart ákveðnum hlut....sem ég er alveg á leiðinni að fara að taka mig á í....reyni að vera heiðarleg á hverjum degi og þá aðallega vimmig...búin að komast að því að það er mun auðveldara að vera heiðarleg við annað fólk...annað þegar það kemur að mér sjálfri. Þar Lasagna hjá múttu og minns ekki lengi að koma hingað þegar so er...mamma mín býr nebbla til besta solis í heiminum... Nei sko...er að tala við vinkonu mína á msn sem ég hélt að væri straight...so var hún bara að kyssa stelpu síðustu helgi...hvað er að gerast....er ölstofan að snúa fólki við ...hihihi Úff....veit núna líka hvaða stelpu hún var að kyssa og vitleysingurinn ég er pínku frústreruð ( hef ekki notað þetta orð áður...gaman að þvi) ....finnst leiðinlegt þegar ég veit að einhver er að segja mér ekki satt....ef einhver vill ekki að maður viti ekki eitthvað þá á viðkomandi að segja "kemur þér ekki við...." en ekki ..."neibbs..." og segja eitthvað sem ekki er satt... jamms...veit það verður gaman í kvöld...attla að dansa kvöldið út... ble í bili [6:06 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, apríl 06, 2004 Fullorðna fólkið Hún á ammælídaghún á ammælídag hún á ammæli ún Diljá hún á ammælí dag til hamingju með daginn fallegi engillinn minn....orðin 25 ára stelpan...já það eru allir að verða fullorðnir.. Urður komin með kríli Liljá á leiðinni með bumbubúa Erna Rán komin með kríli & GIFT allt að gerast í stóru fjölskyldunni...gaman að taka þátt íussu í dag vildi ég reyndar óska þess að ég væri í Hollandi og gæti faðmað Diljá mína og sungið fyrir hana ammælissönginn....en í staðinn söng ég hann hér ....elska þig endalaust og alla leið tilbaka [12:37 e.h.] [ ] ***
mánudagur, apríl 05, 2004 kemur Búnað taka eina stóra ákvörðun innra memmér......en best að vera ekkert að fleygja sona ákvörðun á netið in keis að ég klikki á henni attur..sem ég attla sko ekkert að gera..hihihiFór aðeins út um helgina og mikið sem Ölstofan var morandi í fallegum konum...Ölstofan er algerlega staðurinn til að vera á ... So er líka so frábært fólk að vinna þar :) Jæja...eníveis...búin að fara í bankann minn og ganga frá mínum málum þar.....ánægð með það. Attla að rölta yfir á brennsluna og setjast hjá Urði minni ... so er dagurinn í dag planaður með Unu minni að ganga frá Kvennakvöldsmálum..já stelpur það er senst að koma að því....Kvennakvöld verður haldið í næsta mánuði líklegast og það ekkert lítið....nánari tilkynningar síðar :) ble í bili .. alveg ótrúlegt hvað ég er stífluð í að blogga þegar ég er að reyna að vera rosalega einlæg og opin..þegar maður er sona mikið að reyna þá bara lokast fyrir eitthvað... kemur bara næst [1:46 e.h.] [ ] ***
Mánudagurinnminn jebbs...jæja..mín komin á fætur og bara nokkuð hress...sólin skín og ég er að fara í bankann á ettir að reyna að koma öllum mínum peningamálum á hreint. Í dag er senst dagurinn sem ég kem málunum á hreint. Átti fínan sunnudag í gær..fór í fermingu hjá Írisi frænku og langaði rosalega mikið í allar gjafirnar sem hún fékk..veit ekki hvað er að gerast inn í mér...er orðin sjúk í skartgripi...hihihiSkaust so í smá bíltúr ....litli bro komin so minns getur ekki bloggað meir í bili .. en jebb...bankinn kallar.. :) kossar og knús [12:45 e.h.] [ ] ***
laugardagur, apríl 03, 2004 Hópurinn stækkar og fríkkar Jæja..þá er komin rauðhærð kona í blogghópinn hér til hliðar...Berglind Bjútí velkomin í bloggheima....og já eitt sem ég gleymdi að ræða hér um daginn.....mér finnst endilega að ég þurfi að minna fólk á að kvitta fyrir komu sína...sama hvort það sé hér eða annarsstaðar...jamms...aðallega hér samt sem ég er að hugsa um :)hihih minns langar í fleiri komment og meira gestabókasvör......frekj...frekj... knús samt kolls [7:59 e.h.] [ ] ***
Skilafrestur Er að tala við Ara vin minn sem býr í Florida...msn er so sniðugt...en stundum verð ég alveg sjúklega skrýtin þegar ég er að tala viðann...sé grasið allt so grænt þanna hinumegin í Florida....fæ sona flugu í hausinn að stinga bara af til hans og hafa það gott...hann er bara að vinna og læra fallhlífastökk (soldið meira en bara) ....so ferðast hann á milli landa að vinna en er með samastað í Florida...mynd af honum brosandi brúnn og sætur..já ....en kanski er grasið samt ekkert grænna...jú hann hefur það gott í því sem hann er að gera....en ég hef það líka gott..er sátt við vinnuna mína..sátt við íbúðina mína..sátt við vini og fjölskyldu og rúmlega það. Sátt við að vera fín með neglur og sko alveg að geta pikkað mun betur en síðast :)Er núna komin heim til Maggý í fjölskyldufíling....er alveg að geta vanið mig á etta...en líka fínt að geta síðan skipt yfir í lausu týpuna..soldið eins og með börnin...fínt að geta skilað (kanski ekki alveg það sama en þið skiljið hvað ég meina) Erum að glápa á tv og so eru tónleikar í kvöld sem ég hlakka mikið til að fara á....fæ að heyra uppáhaldslagið mitt í heiminum... Veit ekki alveg með þennan þátt....vúppí góld....sko hún er fyndin en það er samt ekki hægt að gera heilan þátt bara með einni fyndni leikkonu nema viðkomandi heiti kanski bara Ellen. Jebbsí pepsí.... jæja...attla að dúlla mér smá í viðbót og sjá hvað setur.. love and lots ofit attla að sjá hvort ég hafi ekki tíma í að festa hana Berglindi sætu hér á linkana til hliðar...hún er nebbla komin með blogg skutlan sú arna...og Jú Berglind þú ert víst að fara að keppa á morgun...ég attla ekki að keppa ein...rauðu þrumurnar standa saman skan mín jæja ble ble fallega fólk [7:53 e.h.] [ ] ***
Kambur ????? Var að rápa aðeins á milli blogga og það kom mér soldið á óvart að ég er ekkert ein í heiminum...það er fullt af fólki þanna úti sem finnst þessir dagar ekkert endilega bestu dagar ævi sinnar..hihih...stundum er maður so upptekin af sjálfum sér að maður sér ekkert að aðrir hafa það ekkert endilega alltaf miklu betur en mar sjálfur. Dagurinn í dag er góður...vaknaði við hliðina á Maggý minni og hún er núna farin að vinna....minns er að stelast í tölvuna (reyndar ekkert að stelast því ég má það alleg) en jamm...áttum yndislegt kvöld í gær ...horfðum á ógeðslega leiðinlega mynd en gátum hlegið að því saman hversu leiðinleg hún var....fórum so í háttin...í morgun vaknaði ég og kíkti á símann minn eins og símafíklar gera gjarnan þegar þeir vakna og viti menn...tvö sms ...annað þeirra sona eitthvað sem ég reiknaði með en hitt algerlega kom á óvart... bladibla...er að fara í Bingó á ettir.....Bingó er senst ekki bara fyrir gamalt einmanna fólk....fullt af flottum vinningum í boði og ég hafði hugsað mér að vinna út að borða fyrir tvo eða jafnvel eitthvað annað..hihih Dögginmín....þú ert að koma memmér á tónleika í kvöld í Samtökunum...mun láta í mér heyra síðar í dag.. Urðsi..væri nú ekkert verra að hafa þig með.. þið tvær...ég hefði ekki getað valið betri manneskjur sjálf til að kynnast hvor annari...ef þið væruð í mínu liði væruð þið fullkomið par :) elska ykkur báðar so mikið og er so glöð að þið eruð að kynnast :) Jamms...þarsona...búin að skola á mér hausinn og spurning um að gera eikkva við þennan lubba sem er að myndast á hausnum mínum...veitiggi alveg hvaða stefna mun vera tekin á næstunni...er það kamburinn eða eitthvað nýtt til dæmis..? Veit bara að ég er með neglur og er ekki alveg jafn dugleg við að vera einlægi bloggarinn þegar neglurnar leyfa mér ekkert að pikka hvað sem er .. so sagði einhver vimmig um daginn að honum findist bloggið mitt so skemmtilegt af því að ég segði hvað ég væri að hugsa og síðan þá er ég búin að vera so upptekin af því að halda áfram að blogga soleis að mér dettur bara aldrei neitt í hug sem ég er að hugsa...hihihihi...lífið er flókið....en ég elska það samt hafið það gott í dag börnin mín og farið vel hvert með annað kollan kveður í bili [11:22 f.h.] [ ] ***
föstudagur, apríl 02, 2004 orðin soldið gömul vá...minns búin að vera duglega konan í dag..og smá pæjukona líka.....er að böglast með að blogga þarsem minns er komin með neglur og fínerí... alltaf erfitt að blogga sona fyrst þegar níu neglurnar eru komnar !!!! annað hvert orð sem ég skrifa þarf ég að stroka út...til að laga það aþþí að puttarnir ...eða nei gelneglurnar eru attaf að rekast í .....Er heima hjá Maggý minni...erum búnar að fara og ná okkur í idíótprúf mynd til að glápa á...sitthvorn popppokann og ís..jebbs...það verður sko þægindakvöld hjá okkur. Náði að sitja heima hjá mér í íbúðinni og raða myndum...ekki leiðinlegt..fór á leynifund líka í dag og það gekk sona líka ljómandi vel....ettir fundinn fór ég senst heim í íbúð og hafði það gott.....so kom maggý að sækja mig. Fórum út í vidjóleigu og lennti í frekar fyndnu atriði þar... Hitti í vidjóleigunni mann sem ég passaði fyrir þegar ég var lítil....dóttir hans var með honum og ég áttaði mig eftir smástund að stelpan sem var með honum að leigja mynd var sama litla stelpan sem ég passaði í gamla daga...úff hvað ég er orðin gömul..so tengist hann mér líka smá öfruvísi... jæja..er að passa líka núna..aðeins eldri skutlu...en passa samt...so best að standa sig og hætta að hanga í tölvunni ble í bili fallega fólk mín kveður í bili [11:25 e.h.] [ ] ***
Stefni á framför Jæja..stelpan komin attur og bloggaði síðast á sunnudaginn..þetta er náttla engan vegin að gera sig.Búin að vera á smá andlegu fylliríi en ekkert til að tala um samt. Er að fara í smá verkefni í kvöld í leynifélaginu og er alveg að gera mitt besta til að fá ekki hnút í magan og reyna bara að gleyma stressinu þangað til ég mæti í kvöld og mæta þá með alla mína engla í töskunni og leyfa þeim að sjá umetta... So er helgi framundan og minns attlar sko að tjilla í Hlíðunum með Maggý sinni á meðan Eva fer og gerir það gott í seitinni... Á morgun eru tónleikar var ég að heyra í samtökunum...Kidda rokk og Kristín Eysteins að spila...ekki slæmur dúett það .. held ég reyni jafnvel að draga Maggý mína memmér þangað... í kvöld ettir fund veit ég ekki hvað gerist...Maggý fær líklegast bara að ráða..ég er sátt á meðan ég er með góðan félagsskap og hún er það so sannarlega þessi engill. Sunnudagurinn fer minns í fermingu hjá litlu frænku sem er bara ekkert so lítil lengur...játs...so er Bingó í leynifélaginu á morgun sem verður geðveikt... mér voru að berast tíðindi inn á msn....Draumalandið (uppáhaldslagið mitt í heiminum) verður spilað á tónleikunum á morgun..ég mun mæta !!! sama hvað...ekkert fær mig stöðvað!!! það er allt að gerast á msn...erfitt að sjá þessa blikkandi bláu og reyna að blogga...verður ekkert voðalega einlægt bloggið þegar mar er alltaf að hoppa inn og út.. en jæja...líður fínt í dag...er að hugsa um ..nei attla "edrú" að lúlla í nótt...reyna að halda mig frá geðveikinni innan í mér og hlusta á fallegu raddirnar...(hljómar eins og geðveiki...ég veit) En eníveis...best að reyna að laga á sér hárið og skella sér í bæinn...úpps...varð litið niður á skjóðuna og þarf að laga smá þar... ble í bili fallega fólk [12:19 e.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |