Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



laugardagur, maí 29, 2004

Ég læt lemja þig...

Meira af unga fólkinu en samt ekki alveg jafn ungu og ég var að eltast við áðan...úff..hljómar ekki vel.
Litli bro sem er reyndar ekkert so lítill lengur á senst kærustu núna eins og sást á blogginu mínu um daginn. So er einhver skutla í Breiðholtinu sem hann hefur aldrei séð sem er mjög skotin í honum..búin að vera að senda honum sms og sona alskyns skemmtilegt...hingað til hefur hann ekkert svarað henni...en gerði það síðan í dag.
Hún svo hringdi í hann um sex leytið og hann segir henni að hann eigi kærustu og sé að fara með henni í bíó..hún sagði honum á sms-i að hann ætti að hringja í hana ef þetta gengi ekki hjá honum og Rannveigu (sem er sko núverandi kærastan hans..mjög sæt) hmmm..ef þetta væri nú bara sona einfalt "hringdu bara í mig ef þetta gengur ekki hjá ykkur.."
En þetta er ekki búið ennþá...Hjalti er senst að tala við Breiðholtstýpuna og síðan óvart skellist á af því að hann var með símann sinn í hleðslu...so hringir hún aftur og segir þessa líka gullnu setningu
"ef þú skellir á mig aftur þá læt ég berja þig!!!!"
skemmtilegar pikköp línur unga fólksins í dag..
sé mig í anda vera að tala við sæta stelpu og hóta henni að ég muni láta berja hana ef hún svari mér ekki aftur...immit...Puff lemur þig ef þú skellir á mig aftur !!! SMART
eins og einhver sniðugur sagði...þetta er ungt og leikur sér...


[6:43 e.h.] [ ]

***

 

Orðin kelling...

Held a mar sé bara orðin fullorðin þegar maður er farin að hlaupa á eftir krökkum í götunni sem finnst sniðugt að kríta á bíla ... eltu til að byrja með bílinn sem ég keyrði á inn götuna og ég sá prakkarasvipinn á þeim so ég fylgdist með þeim út um gluggann....sá so að þeir voru að fara að kríta á bílinn og hljóp þá æpandi út...mjög skerí...þeir hlupu eins og litlu fæturnir leyfðu þeim og voru mjög hræddir...ætti kanski að vorkenna þeim en þetta er samt ekkert sniðugt. Krítar geta skemmt lakkið á bílnum og þa máiggi..mar er að keyra so mikin kagga sjáðu til :)
Nú er mar senst orðin kelling held ég bara..
er í tölvunni hjá litla bro og pabbi og mamma fylgdust með hasarnum...náði nú samt að hlaupa á ettir þeim litlu greyjunum...
Kanski mar fari bara í göngutúr með Hjalta bro og finni þessa orma...hmmm....já held það bara..
kellingin kveður í bili


[6:25 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 28, 2004

Einlægi engillinn

Sit hér enn í höllinni með litla prinsessu í fanginu sem er að spjalla við afa sinn í símann á meðan ég blogga eins og vitleysingur...yndislegt hvað börn eru einlæg..segja bara það sem þau hugsa..sama hvað það er.
Eins og hún sagði mér um daginn að ég væri "alltaf að hætta og byrja" og að hún myndi eftir "kærustunni minni fyrrverandi...hún þarna stöðumælavörðurinn var so skemmtileg"...hihihi Heiða mín það varst víst þú...auðvelt að ruglast á gallanum ;) hihihih
börn eru það besta í heimi
við attlum að spjalla..so minna pikk..meira hlust.


[6:18 e.h.] [ ]

***

 

Ólína og heiti potturinn

Sit heima hjá litlu prinsessunni minni í höllinni þeirra...hún er að hafa til tannbursta og náttfatnað til að koma og gista hjá "stóru siss"...so attlum við að horfa á Ædol saman heima hjá Ljósi heimsins eins og Bríet kýs a kalla hana...
Gott kvöld og rólegheit frammundan....næs.
Hér er eins og margir hafa séð á skjá kenndum við tölustafinn 1 komin heitur pottur og fínerí..er samt ekki alveg að fíla allar litlu hlussurnar sem sveifa í kringum mann úti í garði...Fuglinn Ólína sér kanski bara um að halda þeim í burtu..kva veit mar.
jæja..er með pikk-una...ekki sniðugt að vera með sona pikk-veiki þegar maður hefur kanski endilega ekkert merkilegt að pikka um.


[5:50 e.h.] [ ]

***

 

Undir Rós ....

Er í smá sona pælingum í dag..aldrei þessu vant er mar að pæla soldið..
Sko..hmm..veit ekki alveg hvort ég ætti að vera að blogga umetta...en well..er alveg á miljón í hausnum á mér að reyna að finna leið til að tala soldið sona undir rós ..en það er ekkert að takast..reyni samt..
Sko ...langar í ákveðin hlut...eða athöfn...en nenni ekki umstanginu í kringum það...langar bara að auglýsa á netinu eftir félaga í þetta memmér...en það finnst mér heldur ekki mjög smart. (rosalega mikið undir rós...nokkuð viss um að þetta er prittí obvíus) jammms...þetta líður samt mjög líklega bara hjá finnst mér líklegt...eða ekki....eða...eða ekki...eða kemur og fer..mar veit ekki.
Það er so mikið af fallegu kvenfólki á Íslandi...sat á Vegamótum í dag og þar sátu so margar fallega stúlkur...so á mar náttla líka so fallega vinkonur...gott að sjá sona mikið af fegurð í lífinu..fær mann til að brosa. Dæmi um sona konur sem manni finnst alltaf gaman að rekast á þó mar þekki lítið..bara segja hæ og bless...eru til dæmis..
Bryndís Ásmunds...gyðja mikil, so er hún líka viðbjóðslega fyndin og skemmtileg.
Silja Hauksdóttir...búin að njóta þess að horfa á hana síðan ég sá hana fyrst...líka húmorskutla
Ragga Gísla...talandi um að vera drottning..þokkalega flottust
so eru þær náttla miklu miklu fleiri...og eiga það allar sameiginlegt að kíkja einstaka sinnum við á Ölstofu Kormáks & Skjaldar...sem er ekki slæmt fyrir mig..
so gæs and görls...ef þið viljið sjá það sem ég sé..þá er bara málið að vera soldið dugleg/ur að kíkja við á ölstofunni...
náttla líka fullt af sætum strákum...en minn smekkur á strákum fer ekkert á bloggið...er soldið spes.
kveð í bili og segi góða helgi fallega fólkið mitt og farið varlega inn um hamingjunnar "glugga" ..hiahahahah tekur hver til sín sem kýs.


[5:43 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 27, 2004

Shame

Búnað vera í alskyns pælingum inn í mér undanfarið en samt ekkert sem ég er að grafa neitt sérstaklega djúpt í ...er voðalega mikið bara að leyfa einhverjum öðrum en mér að ráða ferðinni en reyna samt að verða ekki kærulaus og löt. Finnst fínt að vera ekki að stökkva upp á tærnar þegar eitthvað fer vitlaust í mig. Tek bara rólegu týpuna á þetta allt saman..hihihi
Sit núna á Ráðhúskaffi og hafði hugsað mér að rölta yfir til litlu prinsessunnar minnar og sjá hvort henni langi að kíkja í bæinn með Kollu siss :)
Komin í flottasta bolinn minn og ekket smávegis stolt....verst að mér var lofað sól í fína bolnum en virðist attla bara að halda áfram að rigna...ekkert nema ský í loftinu..kanski helgin verði ekkert nema sól sól skín á mig...hver veit.
búnað vera með tvær setningar á heilanum mjög lengi sem stungu mig so í söngtexta um daginn....
Shame on you if you fool me once
Shame on me if you fool me twice
meikar soldið sens.....finnst mér allavega :)
jæja..best að hætta bullinu og rölta til krúttsins míns..ef hún er heima það er að segja.
knús á línuna...gíraffinn kveður í bili


[1:52 e.h.] [ ]

***

 

Blautur húsdýragarður

Fór með Urði minni og litlu englastelpunni Önnu Þrúði...ekki alls fyrir löngu í mígandi rigningu og ekkert nema gleði með í för....hér eru myndir !!!


[1:50 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 26, 2004

Englagíraffi !!!

Í dag eru smá ský á lofti...samt nær sólin alveg að skína pínku..sem er gott. Ég er búin að vera að vinnustússast í dag...náði reyndar í Hebu krútt fyrst heim til sín og keyrði með henni tvær ferðir með kassa aþþí að hún er flytja með kæró í nýtt húsnæði :)
So kom Prinsessuvinkona mín heim frá útlandinu í dag...ég missti bílinn sem ég er búin að vera með í láni..litlu sætu beygluna en fékk sko ekki amalegan pakka í staðinn...fékk nebbla sko bol sem er með mynd af gíraffa á (uppáhaldsdýrið mitt) og so stendur á honum "Engill" stórum stöfum....sko eini sona bolurinn í heiminum skal ég segja ykkur..alveg sér búin til handa mér...liggaligga....nei kolla stillt :)
En já...góður dagur..smá drama hér og pínku drama þar..en ekkert sem gerir ekki bara næsta dag meira spennandi að takast á við..alltaf að læra eikkva nýtt á hverjum degi..þar gott mottó.
Jebbsí pepsí..er núna heima hjá ma og pa...skutlaðist hingað til að pikka inn nokkur orð og so fer ég að sækja bola litla og keyra hann í ræktina sína..sækja so konuna hennar og keyra hana í vinnuna og sækja bola so í ræktina ...so fer ég líklegast bara sjálf að vinna. Nóg að gera hjá Fröken Jane í dag...(Jane er sko bílstjóranafn sem sett var á mig)
Er enn að bíða spennt eftir uniformi sem Jane fær frá maddömmum sínum fyrir að keyra þær...*hint* *hint*
Annars ekkert nýtt...allt bara í rólegheitum..
p.s. þargott að sakna..þá veit maður hvað maður á...


[4:20 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 25, 2004

Söknuður

Stundum sakna ég veikrar stelpu sem ég þekkti einu sinni mjööööööög vel. Það er gott að sakna...þá veit maður hvað maður átti...og verður glaður með sitt í dag.


[10:08 f.h.] [ ]

***

 

Betri helmingurinn ?

Já góðan og blessaðan daginn...
Klukkan er rétt skriðin tíu og mín er barasta komin á fætur....gisti heima hjá platónunni minni í nótt og vaknaði í morgun til að keyra hana í vinnuna...minns dugleg..nennti svo ekki heim aftur að sofa so ég bara skellti í þvottavél..vaskaði upp..fór í sturtu og brunaði heim til ma og pa til að blogga smá áður en ég skrepp niður í bæ.
Gærdagurinn fór í tjill...tjill með Lilju og litla prinsinum..tjill með Unu minni og so tjill með platónsku kærustunni það sem eftir lifði kvölds...mjög næs ;)
Settist niður á Vegamótum í sirka einn og hálfan tíma ....ekkert sossum merkilegt við það nema hvað að ég sat hálf í sólinni so annar handleggurinn minn er skaðbruninn en hinn bara áfram hvítur með nokkrum freknum...mjög smart !
Annars bara sæmilegt að frétta af mér held ég bara...smá lægð í gangi en ekkert slæmt samt...bara eitthvað sem fylgir því að vera til held ég ...
Missi beygluna á morgun en fæ sólina í staðinn...sjúkk...mikið búnað sakna litla ljóssins verð ég bara að segja.
æi shit....attlaði að hringja í urði mína og setti símann á öxlina aþþí að ég er að pikka...en meiddi mig því ég lagði símann á brennda helmingin...þetta er náttla ekki eðlilegt :)
jæja....Kynvillta-rauðhærða-hálfbrennda-konan kveður í bili.


[10:01 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 24, 2004

Skipti skapi eins og íslenskt veðurfar....

Fór soldið að pæla í deginum mínum eftir að ég kom af leynifundi í gær...farin að taka eftir því sérstaklega síðustu daga að ég læt alveg rosalega mikið stjórnast skapið í mér eftir öðru fólki og þá aðallega fólki sem er ekkert neitt að reyna að stjórna mér...
Ef þessi eða hinn segir eða gerir eitthvað sem ég so túlka algerlega eftir mínu eigin frumsamda táknmáli þá verð ég sona eða hinsegin. Í dag verður tekin smá æfing hjá mér í að vera meðvituð um hvaða skapi ég er í og reyna að breyta því ekki nema mér líði eins og ég vilji breyta því...eins og til dæmis í morgun vaknaði ég við að það voru kallar að bora á skriljón fyrir utan húsið mitt....so ég hefði getað vaknað mjööööög pirruð..en ákvað frekar að hugsa "hey...nú skemmist ekki dagurinn minn aþþí að ég fer snemma á fætur og get gert alskonar sniðugt" og so bara þakkaði ég strákunum sem eru duglegir að vinna í huganum :)
fór með fötin mín í hreinsun...dragtirnar sko ;)....og keyrði so heim til ma og pa þar sem ég sit núna...sólin skín úti og allt er ennþá nokkuð gott bara...
sjáum so hvernig stelpan stendur sig að láta ekki fólk eða símann sinn stjórna hvort þetta bros fari af henni :)
...þetta er í alvörunni alveg merkilegt memmig...þarf stundum bara að lesa eitt sms eða eitt blogg hjá einhverjum og þá er skapið breytt....veika stelpukindin sem ég er.
eigið góðan dag fólkið mitt og hitt fólkið auðvita líka


[12:25 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 23, 2004

Hlakka til að fara á fund í kvöld....Það er gott að elska.


[6:56 e.h.] [ ]

***

 

Traustur vinur getur gert.....

kraftaverk..
Sona eiga sunnudagar að vera
-Traustur vinur
-Laugavegurinn
-Beyglan
-Bland í poka og kókosbollur
-Coca cola
-Billy Joel
-fullt af hlátri
-gleði og meiri gleði

mæli með þessar uppskrift....Bílategundir og nammi eftir smekk hvers og eins..

ást og gleði

kolla á góðum degi


[6:52 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 21, 2004

Billy Joel

Búin að komast að því að hann Billy vinur minn er ágætur..búin að vera duglegur að syngja fyrir mig síðastliðna daga...ánægð með hann..finnst hann líka alltof oft vera að syngja bara beint til mín...jaaaa...eða bara fyrir mig. Skilji hver sem vilji...


[6:15 e.h.] [ ]

***

 

Koma so...

Ef ég ætti bíl...sem mig langar reyndar ekkert sérstaklega þá held ég að ég myndi vera soldið vel dugleg í að sinna þessum bíl mínum...ekkert hint til eins eða neins..bara sona pæling...eða hugleiðing kanski bara..
Komin föstudagur og heil vinnuhelgi framundan...veit ekki af hverju en ég hlakka bara soldið til að fara að vinna..auðvita finnst mér gaman í vinnunni minni en oft fær mar smá sona hnút í magan við að vita af heilli helgi í vinnu...en jamm allavega...er að fá fullt af nýju fólki um helgina og stærsta ástæðan fyrir gleði minni utan þess að ég elska vinnuna mína er að steingeitin í mér sér fram á fastar vaktir ef vel gengur hjá nýja fólkinu um helgina.
Búið að vera soldið mikið í lausu lofti sona síðastliðin mánuð með vaktir og þessi helgi gæti lagað það.....boring...tal um vinnuna... en það fylgir víst bara.
Fór í bíó í gær að sjá mynd sem heitir Butterfly affect...hún er rosalega góð..eða það fannst mér allavega...ánægð með þessa mynd.
Fór so heim me maggý minni aþþí að konan hennar er í útlandinu...og fékk að horfa á Finding Nemo áður en ég flaug í draumalandið..sofnaði með pínku bólgin augu því þessu mynd er so falleg að hún fær mig alltaf til að tárast.
Annars ekkert nýtt að frétta...allavega ekkert sem ég fer að setja á netið held ég...
þartil næst hafið það gott lömbin mín og munið að fallega fólkið.....gerir ýmislegt sem kanski ekki allir samþykkja...en það er samt fallegt.
Urður...elska þig
knús á liðið og hamingja í öll litlu hjörtun þanna úti :)


[5:58 e.h.] [ ]

***

 

Allir í útlöndum

Hver segir að blogg þurfi að vera fyndið ? búin að vera að lesa hin og þessi blogg...blogg eru jafn ólík og þau eru mörg...
Barbí..þú þarft ekkert að vera fyndin..fólk les bloggið þitt aþþí að því langar að sjá hvað þú hefur að segja og það þarf ekkert að vera fyndið !!!!! :)
en já..skil samt alveg þessar áhyggjur stundum í fólki að vera eikkva að tala um að bloggið sitt sé ekki nógu áhugavert..hef sjálf setið með þessar áhyggjur í fanginu margoft..."ér ömurlegur bloggari" "ég er alltaf að segja það sama" "ég er ekkert fyndin" og sona gæti ég talið endalaust....en hey...ég blogga sem ég...og ef sá sem fer inn á bloggið finnst ég skemmtileg ...þá finnst viðkomandi bloggið líklegast alltílæ..
bladibla..veit ekkert hvað ég er að segja..hihih
Veit að mér finnast so rosalega mörg og ólík blogg frábær...veit líka að mér finnst skemmtilegt að blogga sjálf...so ég mun halda því áfram og halda áfram að lesa aðra..
Urður mín er byrjuð að blogga attur...gleði :)
Ligg núna upp í rúmi hjá Maggý og Evu...Eva er á Ítalíu og Maggý er farin í vinnuna...fer að stökkva á fætur fljótlega...skella mér út í bílinn hennar Láru sem er á Spáni til að ná í Jódísi sem er heima hjá mér og keyra hana út á flugvöll til að hún komist til Danmerkur.
ble


[10:32 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 19, 2004

Ertu falleg/ur ?

Ef þetta er ekki það sniðugasta og fallegasta sem þú finnur á netinu í dag og það djúpasta þá veit ég ekki hvað er það !!!
ég mun ekki blogga meira í dag...vil bara að allir skoði þetta


[1:01 e.h.] [ ]

***

 

bladibla

Komin miðvikudagur...ér ennþá með kvef...ojbara...vinkona mín var að hringja frá Leifsstöð bara sona til að segja bæ áður en hún skellti sér til Spánar í hitann..gaman að því :)
So er minns að fara í tólfta í dag...klukkan sex..úff er smá kvíðin..þarf að tala fyrir framan fólk...en er með Sóley sætu memmér so þetta verður alltílæ.
Hef lítið að segja...er að fara í göngutúr að sækja lítla beyglu út í bæ :9 hihih
Það er allavega nóg að gera í dag hjá minni...Fara að sækja beygluna..hitta Bola klukkan eitt...kynning klukkan sex...fundur klukkan níu...tónleikar í kvöld og so passa Maggý mína ettir það. So kemur kanski Dísin í bæinn...það væri nú ekkert verra :)
jæja...ég bara bulla og röfla...bestað hætta þessu :)


[11:42 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 18, 2004

chau...smá ...tá

Nú er tími á að rölta niður í bæ...hitta Urði mína á los brennslos...búin að setja inn myndir og raða smá :)
Eigið góðan dag börnin mín stór og smá..og látið engan stíga á ykkar tá :)
bladibla skittir ekki máli
chau
kolls kveður í bili


[12:24 e.h.] [ ]

***

 

Þegar englarnir loka hurð.....
þá opna þeir glugga.
Sumir komast út og inn um sína glugga sama hversu lítill glugginn er ;)


[12:04 e.h.] [ ]

***

 

áfengis-ó-þol

Nú attlar minns að vera duglegur og setja inn fleiri myndir...myndir af englum og myndir af sjálfri mér og solis...er nebbla komin með nokkrar myndir sem ég setti á disk og attla núna að færa yfir í albúmið mitt :)
Ekkert nýtt að frétta...var að vinna í gærkvöldi með Diljá og við vorum í mjög skemmtilegum einkahúmor allt kvöldið þar sem það var ekkert að gera...mjög skemmtilegt.
Fabio hinn fagri kom svo í lok vaktar með mat handa dömunum og fylgdi okkur heim eins og honum einum er lagið...mar kann bara ekki að vera prinsessa en kanski immit þá komin tími á að læra það :)
So á morgun er djamm-dagur...heyrði útundan mér að Rokkslæðan væri að spila á Jóni Forseta ásamt dúkkulísunum..hver veit nema mar láti sjá sig..en að sjálfsögðu edrú.
Komst að því um daginn að ég er komin með óþol fyrir áfengi..sko ekki líkamlegt heldur andleg....soldið bara sona ó-þol..þoli ekki það sem þetta gerir fólki so ég ákvað bara að taka mér smá pásu frá þessu...og er mjög sátt við það.
Jæja..best að skella inn þessum myndum snöggvast og drífa sig so út.
knús á liðið
kolls


[11:49 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 17, 2004

Litli bro og kærastan...hmmmm...





[1:36 e.h.] [ ]

***

 

Bros ; ljós í andlitsglugganum sem sýnir að hjartað er heima !


[11:28 f.h.] [ ]

***

 

lifað í deginum...held ég

Lifa í deginum...
-í dag vaknaði ég með hausverk
-í dag er mánudagur
-í dag er vinnudagur
-í dag er kollan eikkva ekki nógu jákvæð

Lifa í deginum...
-í dag vaknaði ég (sem er gott)
-í dag er ný vika
-í dag er frí fram á kvöld
-í dag er kolla pollýanna..

nei bladibla...skittir ekki máli...
er í skrýtnu skapi...langar að slökkva á öllum þessum hávaða í hausnum á mér...hann skapar hausverk..hihihi...Barbí...áttu lausa stund ?

bladibla..veit ekkert hvað ég er að reyna að segja...kanski þá bara best að þegja...
eigið góðan dag börnin mín stór og smá...


[11:25 f.h.] [ ]

***

 

Nýtt á hverjum degi

Úff...fór á leynifund í gær og er ennþá eiginlega bara að átta mig á öllu sem ég fékk að heyra...var alveg magnaður fundur og minns bara í smá sjokki..búin að vera að fara á leynifundi í heilt ár og samt kom þetta allt saman mér rosalega á óvart.
Fór so á kaffihús ettir fund...og sat bara að hlusta..minns var bara orðlaus..ekki oft sem það gerist skal ég segja ykkur :)
Sofnaði svo um miðnætti og dreymdi endlausan hasar í alla nótt...veit ekki einu sinni hvort þetta kallist martraðir að vera í stöðugum ævintýrum í draumlandinu...berjast við vondu kallana..bjarga litlu börnunum og svo framvegis...soldið eins og að sofna og vakna í bíómynd...skrýtið. Nennti ekki að berjast við fleiri vondukalla þegar ég vaknaði í sjötta skiptið so ég fór bara á fætur. Og er komin heim til ma og pa núna..með smá hausverk...hálsbólgu...úff...nenniggi a fara í vorkenndu-mér-leikinn...hihihi
En já...planið í dag er bara að vera vel klædd...reyna að vinna soldið og vinna so líka í kvöld :)
p.s. attli mar segi oft smá ósatt jafnvel þegar sannleikurinn er alveg jafngóður en kanski ekki alveg jafn smart ?? bara að velta hlutunum fyrir mér...right !


[10:47 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 16, 2004

Done

Búin að skella inn restinni af myndunum af kvennakvöldinu ásamt fleiri myndum í ýmis önnur albúm...endilega skoðið ykkur um elskurnar mínar :)
Er heima hjá múttu og pabba núna...aðeins að hangsa í tölvunni og gera ekki neitt...
Horfði á júró með Rósinni og Bolanum í gær...í druslufötunum með hárið út í loftið heima í koti..mjög næs :)
Fór so heim til Platónsku kúrukærustunnar og hún og frænka hennar voru sirka bát tvo klukkutíma að gera sig reddí á djammið....nú skil ég af hverju skemmtistaðirnir hafa opið lengur ef stelpur taka sér allan þennan tíma í að gera sig tilbúnar.
Þessi helgi var rosalega fín..kíkti út með yndislegu fólki á föstudaginn..lennti í tveimur frekar fyndnum lesbíum á 22 seint um kvöldið...kýs að kalla þær KYN & ÞOKKI því þær virtust vera bestu vinkonur og báðar alveg að tryllast úr eigin kynþokka...sá samt lítið sem ekkert við þær sjálf..fannst þetta bara so fyndið..so kom strákur til mín sem spurði mig mjög einlægt hvort ég hefði nokkuð á móti því að hann reyndi við mig...
Ég sagði að ég hefði sossum ekkert á móti því en væri samt meira fyrir stelpurnar..hann gafst ekkert upp og á endanum stakk ég af þegar hann var orðin soldið pirraður á mér að vera ekki að dansa við hann og var farin að æsa sig aðeins of mikið.
Rölti heim með Dögginni minni og kúrði þar um nóttina...í gær kíkti ég út í klukkutíma á Öllarann og rölti so heim til Maggý minnar að passa hana í nótt..Fundurinn minn í kvöld og rólegheit...hver veit nema ég kíki í spilin mín seinnipart dags...eníveis..
bladibla...skittir ekki máli...nei sæl...hjihihihih
ble í bili


[1:54 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, maí 15, 2004

Blessuð börnin

nútíminn er merkilegur....nú fær mar allar fréttir í gegnum nútímaleiðir..
-í dag fékk ég sms um að Skjöldur eigandi upp á ölstofu hefði eignast lítin dreng
-í dag kíkti ég á bloggið hjá sponsunni minni kæru og þar er mynd af barni í móðurkviði og stendur að hún sé senst ólétt
-í dag fékk ég annað sms sem ....
æi fann ekket meir í bili....
en já..merkilegt nokk....skemmtilegur þessi nútími..
Skjöldur - til hamingju með prinsinn
Barbí - til hamingju með engiliinn í mallanum
Fannst þetta bara allt so merkilegt...ýmislegt merkilegt sem gerist á föstudögum skal ég segja ykkur...hún Latoya London datt úr Ædol...það var sko sorg á heimilinu skal ég segja ykkur...nú er ég komin í mótmæli og er hætt að horfa á þennan þátt...kanar eru kjánar og það sannaðist þegar þeir ráku hana út í kvöld...
en þangað til næst
adios
p.s. verð nú alveg að viðurkenna að það eru komin annsi mikil læti í stokkana hjá mér við allar þessar fréttir...éééé langar...


[12:32 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 14, 2004

Vondulagakeppnin nálgast...

trarallala....var að horfa á Popptíví...og viti menn..Evan mín var bara þar í viðtali og allt sko...sat með Hjalta litla bro og kærustunni hans að horfa á þetta inn í herbergi hjá Hjalta og varð allt í einu bara geðveikt montin...sagði við þau að þetta væri sko vinkona mín ...og allt solis..hihihih bara skemmtilegt :)
So var myndbandið sýnt og þvílíkt sem hún Eva mín er best íussu..hihih..sætust og besti dansarinn og besti söngvarinn og bara best...eða það finnst mér allavega :) hihih
Er immit að fara að passa hana Maggý mína um helgina...vera hjá henni meðan Eva er í útlandinu og solis..ekki hægt að skilja grey stelpuna ettir bara eina í kotinu :)
Jamms...núna er ekkert plan það sem eftir er dagsins nema ég var alveg hörð á því að ég attlaði að fara á fund klukkan sjö og hitta Barbí mína þar...en nei...það getur bara verið að ég komist ekki vegna þess að ég lofaði múttu og pabba að keyra Hjalta á tónleika og hann vill ekki vera mættur snemma upp í hafnarfjörð svo að ég þarf líklegast að keyra hann rétt rúmlega sjö....og þá er ég ekki komin attur í bæinn fyrr en vel rúmlega sjö og þá er fundurinn byrjaður..pfiff segi ég nú bara...
Restin af kvöldinu er óvissa...fínt að vera í óvissu...ástand sem ég þekki ekkert allt of vel og finnst fínt að prufa...þurfa ekki að vita nákvæmlega hvað ég er að fara að gera...allir möguleikar opnir bara held ég :)
Á morgun er so þetta blessaða júróvisjón..eða eins og ég kýs að kalla þetta....Vondulagakeppni með ljótufataívafi :) hihi
Jebbsí pepsí..best að dunda sér eikkva núna þar sem ég hef ekkert meira að segja í bili ..
ble á meðan yndin mín


[5:19 e.h.] [ ]

***

 

Eva í úbartinu

Sælt veri fólkið...
Var að hlusta á útvarpið áðan af einskærri tilviljun og viti menn..í útvarpinu var maður að tala um tónlist ..ég var ekkert að hlusta til að byrja með..so allt í einu segir hann eitthvað í þessa áttina " já og svo er komin söngkona með okkur sem heitir Eva María og hún er immit að syngja í þessu lagi" og ég varð ekkert nema eyrun...Evan mín er bara farin að heyrast í úbbartinu...ég sat í bílnum og fannst ömurlegast eiginlega að ég var ein..hefði viljað monta mig so geðveikt mikið..var að spá í að flauta á bílana í kringum mig og segja þeim að stilla á fm...hefði ekki lúkkað vel..en kva me það...Þetta var Eva mín að syngja í útvarpinu og núna er ég komin heim...klukkan er tólf mínútur í fimm og ekki hélt ég að sá dagur kæmi að ég sæti heima með kveikt á sjónarpinu...að bíða eftir frumflutning á Lovgúrú lagi á Popptívi....en sona kemur lífið manni sífellt á óvart...alltaf að komast að einhverju nýju um hana Kollu litlu.
Jæja verð að kveðja...er að setja mig í horfi-gírinn...
Eva ...þúrt snillingur..elska þig so mikið :9 minns geðveikt stolt !!!!
blogga meira á ettir þegar ér búnað sjá snilldina í sjónbartinu


[4:35 e.h.] [ ]

***

 

Komnar myndir

Kláraði að setja næstum allar myndirnar frá kvennakvöldinu í myndaalbúmið mitt í gær ...endilega kíkið á það hér til hliðar...
Skelli so restinni inn síðar í dag og nokkrum myndum frá síðustu dögum líka...so myndaalbúmið verður endurnýjað í dag :) gaman að því.
Er að fara að hitta Þórdísi vinkonu upp á Vegamótum núna klukkan eitt so mar ætti kanski bara að leggja íann...attla að fá mér eitthvað gott að borða í tilefni af því að ég er komin í fríhelgi....næs...
ble í bili fallega fólk


[12:54 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 12, 2004

talandi um að slá í gegn Barbí..það eru sko 75 búnir að skoða síðuna mína í dag...wow...hvað attli ég hafi oft farið inn á hana sjálf ????


[7:23 e.h.] [ ]

***

 

Þá er það ákveðið !

Myndirnar munu verða settar hér inn á morgun..það er að segja myndirnar frá kvennakvöldinu mikla í Kjallaranum...sem allir eru náttla búnir að heyra fréttir af :)
Spjallaði við Barbí mína áðan og fékk skemmtilegt verkefni..eða allavega verkefni..verður kanski ekkert sérlega skemmtilegt til að byrja með en veit að það mun enda vel ...og hjálpa mér að vera ekki sona pirruð út í elsku litlu Kollu mína..hihihi
Ekkert Pollý neitt samt..bara reality check.is...Pollý er ekki framtíðin..og Dýrin í hálsaskógi er ævintýri og þýðir víst lítið að lifa í solis...veit ekki hvernig það myndi enda :)
Takk fyrir spjallið Barbíin mín..þú gerir hlutina so einfalda...minns flækir bara meira og meira þangað til að allt er bara fast..pikkfast...!
Nú fer ég að skutla Hjalta bro til Hönnu siss og Kidda kæró....fer so að vinna sjálf klukkan átta og endilega kikkið á mig ..
Fór með Platónunni minni á kaffihús í gær...yndislegt.....bara segja það eins oft og ég vil.
Búin að vera með smá blogg-stíflu soldið lengi..orðin so meðvirk að ég er alltaf í áhyggjukasti yfir því hvort bloggið mitt sé nógu fyndið fyrir þennan...nógu programmerað fyrir hinn..og nógu djúpt fyrir þann þriðja...en so er bloggið mitt bara ég...og ég er ekki alltaf fyndin..hvað þá programmeruð...
enda er allt gott í hófi held ég bara...minns alltaf voa mikið í hófi..eða ekki..bladibla..tala bara í bulli alltíeinu..
Heimurinn er staður fyrir hetjur ...so ef þú býrð hér í þessum heimi...þá er ekki ólíkegt að þú sért bara hetja !!!!


[7:16 e.h.] [ ]

***

 

Bjalla í Barbí ...

Er að lifa í skrýtnum dögum...finnst eins og ég hafi sagt þetta áður samt...ekkert nýtt á ferðinni sossum...alltaf það sama að gerast..bara sitthvorar aðstæðurnar ef hægt er að orða það solis..búið að vera fínn dagur samt...heimsótti yndislega vinkonu mína sem býr í breiðholtinu...ágætis fólk þar víst..hihihi
Fór so í smástund á kaffihús og er núna heima með Hjalta bro...mjög næs...alltof mikið að gerast í hausnum á mér..attla að bjalla í Barbí snöggvast og hætta þessu væli inn í mér...
Skiliggi alveg akkuru ég er reið..held aðallega að ég sé reið út í sjálfa mig í dag...út af hverju veit ég ekki...er mar ekki alltaf sjálfum sér verstur...dunnnó...
gotta gó


[6:22 e.h.] [ ]

***

 

Ring ring

Það er komin einhver skemmtileg venja núna á morgnanna að ég er ávalt vakin af símanum mínum eða það er að segja af einhverjum sem er að hringja í mig og það gerist næstum alltaf fyrir ellefu....á samt ennþá eftir að fá símtalið sem "vekur" mig í daginn....
Langar samt að þakka Dísinni fyrir að hafa dregið mig á lappir í morgun því það er ekki slæmt að vera bara búin að fara í sturtu og vera bara reddí að takast á við daginn :)
Fór á kaffihús í gær með Dögginni minni...mjög næs...alltaf so gott að sitja og spjalla við platónsku kúrukærustuna...losa aðeins um smá hnúta með því að tala um þá og solis. Í dag er samt stefnan að hringja í sponsorinn sinn og deila með henni smá vandamáli sem er að hrjá minns þessa dagana. Bladibla...ekkert alvarlegt samt.
Fer á fund með Ölstofu-tíminu í hádeginu..so að hitta Öldu vinkonu eftir það...í kvöld er mar so að vinna á barnum...einhver verður að gefa þyrsta fólkinu að drekka... :)
Lárus...ef þú ert að lesa þetta þá nálgast klukkan óðum ellefu og þá er tími á að ????
Urður...viltu segja þessum frænda þínum að byrja að reykja aftur...er með fráhvarfseinkenni ....hjálp... elska þig samt mest í heimi.
Var ég búin að segja ykkur að ég er að fara að vera barnfóstra í sumar...eða sko er náttla barnfóstra í mér allan ársins hring...en sona meira bókstaflega...
Ernan mín er nebbla að fara á vinnumarkaðin og þar sem ég er í fríi á daginn þá fannst mér tilvalið að við Tómas Nökkvi gætum átt smá kvolití stundir saman í sólinni sem ekki attlar að láta sjá sig.
Get farið með hann í sund og alskonar sem minns finnst so skemmtilegt ;)
jæja...minns hefur ekket að segja....so best að þegja...
Ein setning sem hefur setið í mér...."Erfiðasta skref hverjar ferðar ...er það fyrsta..."
Urður ...þúrt best


[10:48 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 11, 2004

hálsmen-hnútur

Komin attur...sko þessi hnútur í maganum á mér er soldið eins og sona hálsmen sem að er komið í flækju....so reyni ég að leysa flækjuna sjálf...með því að dunda mér við að gera hitt og þetta...tala við þennan..laga þetta...gera hitt...en flækjan fer ekkert...þetta verður bara erfiðara og erfiðara og so verð ég bara pirruð og reið......í staðinn fyrir að láta þetta bara í hendurnar á einhverjum sem kann að leysa málin...í tilfellinu hjá hálsmeninu væri það einhver sem væri klár í að leysa flækjur...í hnútatilfellinu væru það englarnir mínir þarna uppi.....best að leyfa þeim að sjá umetta....æi bla....þetta var eitthvað flottara í hausnum á mér...en hvað er það ekki :)


[5:32 e.h.] [ ]

***

 

Pressan er öll hjá mér

nei sko...stelpan ekki ennþá búin að setja inn myndir frá kvennakvöldinu..skamm kolla skamm...en setti inn örfáar myndir sem ég stal frá Evu minni..þær eru nebbla teknar í kotinu mínu..langaði so að hafa þær hjá mér...þær eru í einhverju albúminu hér til hliðar...man ekki hvert ég setti þær..en þær eru alveg finnanlegar :) hihih
Er búin að vera að dunda mér við að laga gestabókina mína..hún er í smá rugli þessi elska.
Það var eitthvað rosalega sniðugt sem mér datt í hug að blogga þegar ég lá upp í rúmi í gærkvöldi..hefði kanski átt að hripa það hjá mér því það eina sem ég man núna er að þetta var eitthvað rosalega skemmtilegt og sniðugt...og djúpt jafnvel líka..hvað það var get ég engan vegin munað eins og er allavega.
mar fær so ótrúlega skemmtilegar blogg-hugmyndir þegar maður situr hvergi nálægt tölvu...kanski tölvan geri sona pressu á mann og það kemur bara ekkert sniðugt....kanski er þetta bara ótti hjá mér við það hvað öðrum finnst um bloggið mitt...held ég seti of mikin metnað í að reyna að vera sniðug eða djúp í staðinn fyrir að vera bara ég sjálf...sem ég held meira að segja á góðum degi að sé smá sniðug og jafnvel pínu djúp. En well....that´s life...
Hey held ég sé að muna eitthvað...hmm...man að ég hugsaði mikið um hnút í maganum á mér í gær ...er búin að vera með smá sona hnút...veit að ef ég hringi í Barbí mína þá sér hún hnútinn mun minni en ég sé hann...get sko ekki borðað því hann tekur so mikið pláss í maganum á mér...æi nei ..þetta er ekki að koma út eins og ég hafði hugsað mér..geymum þetta bara kolla mín..hihihi
Erna ædol (verð að hafa eikkva fyrir aftan aþþí að annars heldur Erna Rán að ég sé að skrifa til hennar...) ...takk fyrir falleg orð í gestabókinni minni :)
Vá það er so lítill textinn að mér finnst ég ekkert hafa skrifað en sé so að það er samt alveg heill hellingur...best að hætta núna og skrifa meira seinna....betra seinna en aldrei...betra á morgun frekar en hinn..betra núna heldur en á morgun..og so framvegis...
hey...tittillinn á blogginu hér fyrir ofan gæti alveg hljómað eins og fjölmiðlarnir séu allir á ettir mér...sá það bara núna..hihih
jæja..hætt..
ble í bili fallega fólk



[5:22 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 10, 2004

Góða skjóðan

Alma....verð með aurin á mér...gleymi þér ekki í þetta skiptið..enda skil ekki hvernig er hægt að gleyma sona sætri stelpu...skamm kolla
Anna Karen...þín var saknað á kvennakvöldinu :(
Auður engill....englar eru ósýnilegir...kanski þessvegna sem við hittumst sona sjaldan :) hihihi
Barbí mín...Farin að sakna þín sæta..heyri í þér en sé þig so sjaldan...sé þig á morgun klukkan 19:00... :)
Begga blóm...ef þú flettir í mogganum í dag þá sérðu aðra af stelpunum tveimur sem þú ert búin að vera að leita að !
Berglind bjútí...til hamingju með prufuna í bloggheimum :) verð nú að fara að hitta á þig...takk fyrir kveðjuna sem barst mér með ítalanum :)
Chandler...gaman að "rekast" á þig í gær ..hahahahah þúrt æði :) flott hár og allur pakkinn.
Dagný Ásta...ér bara að dunda mér alla daga við að laga þessa blessuðu gestabók..gaman..nú er ég sko tölvunörd !
Díana...Það er allt á mjög so góðri leið þessa dagana...allavega í sambandi við það sem þú veist....æi bla...þú veist...:) minns voa duleg og allt sko !
Diljá mín...Yndislegt að fá þig heim í höllina timmín..hlakka so til að hafa þig hér í allt sumar...ljúfa líf ...elska þig endalaust og alla leið tilbaka.
Döggin...elsku platónska kúrukæró...við erum æði..þau eru kjánar...kanski..eða ekkert kanski neitt í þetta skiptið..við erum æði.
Erna Rán...góðar myndirnar af þér á kvennakvöldinu..hver attli eigi þessa myndavél.hihihi
Erna Ædol...Takk fyrir síðast sæta ...átt alveg inni hjá mér nudd næst þegar þú kemur !
Fjalar...held jafnvel að það fari að koma tími á okkur að drífa sig út á lífið..svindla smá saman..systurnar í syndinni :)
Gíraffinn hinn...til hamingju með að vera komin í netheima sæta mín...hlakka til að lesa sögurnar þínar...snilldarpenni og snilldarstúlkan mín :)
Gríma...er ekki von á þér fljótlega skan ?
Guðrún Friðriks...jæja...hittast ? hihihi
Gunnur..leiðinlegt að missa af bless-partýinu þínu...sendi þér góða strauma inn í nýja lífið !
Hanna siss...takk fyrir að vera besta systir í heimi...elska þig so mikið
Hrafnhildur Heba...já attlaði að eyða einhverju fyrir þig...gott að ég er að skrifa þetta..man það núna...jamm og manstu...mér þykir vænt um þig !
Hulda leynivinkona...vá hvað þú stóðst þig vel í gær..hetja hetja hetja..gaman að sjá þig blómstra :)
Inga Hrönn...þakka dansinn á föstudaginn og kossinn :) hahaha..hittumst í rjóðrinu fljótlega elskan ;)
Ingunn...veit ekki hvort þú ert eitthvað að bloggast lengur..kasta samt á þig kveðju...þurfum so endilega að tjékka á þessum tjaldmálum.
Jódís...velkomin í netheima...það eru bara allir að tala um nýja pennann sem er so skemmtilegur bloggari...þú sko..jamm...alveg satt :)
Kidda rokk...Alveg á hreinu að ég mun mæla með að Homoz spili á gaypride..og eitt enn...þú ert æði !
Kriz...Ég hélt að Draumalandið væri uppáhaldslagið mitt með þér...en verð að bæta Ást á listann..ó mæ god hvað þú syngur það vel.
La Princess...Minns er saddur og sæll...er hægt að biðja um það betra :) takk fyrir þig
Lína...Ert so mikil pæja...gaman að fylgjast meðér...knús til þín sæta mín
Lilja...vá hvað þú átt fallegan prins í höndunum...yndislegt að fá að kikka á ykkur um daginn...fer að kíkja attur fljótlega...guð geymi ykkur bæði
Litla momsa...Takk fyrir dansinn..takk fyrir að bjarga mér frá bolanum..takk fyrir að vera mommsan mín...hlakka til að knúsa þig í kvöld og glápa á sörvævör saman ..elska þig !
Momo...vil ekki lengur skrifa madmomo..finnst þú bara vera momo..sæta momo..yndismomo..ekki mad...hihih..jamms..þinns verður að fara að setja kommentakerfi..so minns geti skrifað hjá þinns :) hihih
Maggý mín...*hikst* *hikst* æi hvað það var sárt að þinns gat ekki verið á föstudaginn..öfunda þig ekki engill...en við höldum bara sér kvöld fyrir þig einhvertímann fljótt...elska þig
Naglinn...Fórstu so bara án þess að kveðja litlan mín..eða kvaddiru kanski...æi ég var so stressuð að ég man minnst ...so best kanski bara að vera ekki að rífa sig :)
Nana chick...Þið stóðuð ykkur mejög vel...Ekkert nema snilld !
Oddný rokk...Takk fyrir að koma og með bókina...vá hvað ég var/er glöð...verðum endilega að fá okkur beyglu bráðum saman...ásamt litla prinsinum....bið að heilsa Kára litla :)
Ósk leynivinkona...endilega bjallaðu í mig við tækifæri..ér í fríi á daginn...eða ég í þig...sjáum hvað setur.
Pálí...vá hvað það var gott að sjá þig í gær..búnað vera alltof lengi í burtu..búnað sakna þín mikið
Puff moma...Færð að hitta hinn pabban allavega mjög fljótt..þurfum endilega að yfirfara þessi fjölskyldumál saman fljótlega..hihih so bíður sænginn þín
ávallt heit og mjúk :)
Ragnar sæti...hvað er að gerast..við sjáumst bara næstum aldrei...Ally bara bíður og bíður ettir okkur og grennist á meðan...hún hverfur á endanum þessi elska ..hihihih
Sigrún frænka...takk fyrir hjálpina á föstudaginnn...það er sko ein mjög sæt mynd af þér í miðasölunni :)
Skjöldur...ér rosalega búin að vera dugleg að safna...gleymdi í sjálfelskunni í mér í gær að segja þér hvað þú ert sætur...lítur ekkert smá vel út...:)
Svanhvít...Langt langt síðan við höfum tekið smá trúnó yfir vitabörger og sígó....komin tími á þa sko áður en þú siglir til eyjanna fögru..hihihih
Unan mín...eins gott að kalla þig ekki boli hér...því þá heldur fólk að þú hafir bitið mig í eyrað..sem var ekki málið :) takk fyrir vel heppnað kvöld..elska þig
Urður...ég tek ekki í mál að þú fröken fix þykist attla að hætta að blogga...var immit að tala við stelpu í gær sem veit ekkert hver þú ert en byrjar daginn í vinnunni sinni á að lesa bloggið þitt...mátiggi taka þetta frá okkur að lesa skrifin þín....ég fer á hnén...Urður....*biðj* *biðj*.....þú hlýtur að blogga attur...gellu ha...
The End







[2:33 e.h.] [ ]

***

 

Nýtt lúkk

Neibbs ér ekki komin með nýtt lúkk sjálf....bara varð að hafa þennan titil aþþí að blogger er komin með nýtt lúkk þegar mar er að fara að skrifa...rosa fínt og flott :)
Ekki ennþá komin með myndirnar frá Kvennakvöldinu inn á bloggið...kemur allt með kalda vatninu :) betra seint en aldrei segja þeir sem allt vita :) hihi
Kanski mar taki sér bara smá tíma á ettir og geri skilaboðaskjóðu...sona til að gera eikkva almennilegt :) hhihihi..so ég hætti að bulla bara þegar ég hef næstum ekket að segja..
jú held það bara...skilaboðaskjóða komming öp...


[2:28 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 09, 2004

Leynifélagið

Fyndið...é fór á fund um daginn og var allan tímann í smá kvíðakasti yfir því að það myndi kanski vera bennt á mig til að tala...samt innst inni var lítil Kolla sem vildi endilega að það væri bennt á sig..því henni langaði að segja so margt ettir að hún heyrði hitt fólkið tala..núna er ég á leiðinni á fund þar sem mæta yfirleitt bara sona temmilega margir og flestir fá að tala...og nú veit ég bara ekkert hvort mig langi að tala..en englarnir ráða því bara...ég er allavega ekki manneskja til að segja nei við leynifélagið aþþí að leynifélagið hefur ekki sagt nei vimmig hingað til :)
Barbí...vonast til að sjá þig á fundi í kvöld....


[7:32 e.h.] [ ]

***

 

Boli bítur

ég bloggaði helling um kvennakvöldið hér í gær....það virðist bara hafa horfið...kom so í tölvuna núna og ekkert nema bara bloggið hér fyrir neðan í gangi..skrýtið mál. En ég fæ sossum ekkert leið á því að pikka um kvennakvöldið...held samt að ég geymi það þartil eftir helgi...er nebbla að fara að búa til myndaalbúm eftir helgi og setja inn allt frá kvöldinu...þá getur sagan fylgt í kjölfarið..
Kollsterinn var bara ekkert á svæðinu..bara Kolla í hvítu..óggislega gaman...naut mín so vel með allt þetta yndislega fólk í kringum mig...eða yndislegur konur réttara sagt....var reyndar bitin í eyrað af einni skvísunni....en ég meina...sona eretta bara...sumir vilja bara bíta..hahahahah...Hefði haldið að maturinn sem var í boði hefði verið nóg handa henni en það virtist ekki vera :)
Elma...Arndís...Helga...Rosana...Homoz (besta bandið í bænum) og aðrir sem hjálpuðu okkur að gera þetta kvöld að því sem það var fá þakkir sendar með englunum á hverjum degi :)
Langar að gera skilaboðaskjóðu en attla líka að geyma þa smá...Egóið mitt er í soldið skrýtnu standi ettir helgina.....ekki slæmu samt...bara skrýtnu....Er að fatta so margt nýtt í mér....hver veit nema ég bara endi ....nei alltílæ....hættu nú alveg Kolla litla..
best að hætta á toppnum...hahaha
ble í bili


[6:53 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 07, 2004

Þá er komið að því

Sæl öll sömul...eða eins og ein sæt stelpa segir alltaf "Nei sæl" hihihihi...smá einkahúmor..
Átti yndislegt kvöld í gær með yndislegu fólki...fór að borða á Grillhúsinu með múttu..litla bro...Hönnu siss og kæróinum hennar....mjög fínt...skruppum so í oggulitla stund upp í kringlu..minns var sko að kaupa sér sólgleraugu....og so fór ég niður á Ölstofu með litlu siss og kæróinum....hitti so Dilluna mína líka sem var að koma heim frá Hollandinu....kom sona sörpræs og allt....geðveikt gaman :)
Fór samt ekkert alltof seint heim og vann aðeins í bókhaldinu mínu...dugnaður....so bólið og draumalandið...
Vaknaði í morgun og hey....þar bara komin föstudagur...kvennakvöldsdagur..allt að gerast.....verður víst lítið bloggað í dag.....bara greiðsla og allt í dömulátum í allan dag og allt kvöld...
nóg að gera...verð að hætta þessu babli...
ble í bili og sjáumst hressar í kvöld stúlkur..!!!!


[11:56 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 06, 2004

Breytingar...aaaaaaaaaa

Allt að gerast....var að losna tími í nöglum núna..so breytt plön...ég í neglur núna...Boli í neglur á ettir....þá er kvöldið laust...þarf eitthvað að finna út úr þessu...úff..steingeitin alveg í taugaáfalli yfir þessum breytingum öllum...en hef bara gott af því :9
lífið er engin tík....eða það finnst mér ekki......
lov
kolls


[12:16 e.h.] [ ]

***

 

Á morgun segir sá....

sem er að fara á Kvennakvöld í þjóðleikhúskjallaranum.
-Minns komin á fætur
-er heima hjá ma og pa
-í tölvunni hjá Hjalta bro
-að tala við Evu og La Princess á msn
-að hlusta á Tupac minn
-að reyna að blogga

Held ég lesi bara fleiri blogg enda af nógu að taka ...komnir so margir skemmtilegir pennar í hópinn...hún Urður mín er so mikill snilli....segir að "Daður er bensín sálarinnar" ...hún er so klár penni þessi stelpa....so er hún líka bara so mikið best í heimi...elska hana so mikið..heyriru þa litlan mín...elska þig endalaust.
Fór á æðislegan leynifund í gær....sá so margt á þessum fundi....alltaf gott að geta hlegið að sjálfum sér...gerði mikið af því í gær..

Planið fram að kvennakvöld er sona
í dag
-neglur
-litun og plokkun
á morgun
-fata sig upp
-hárgreiðsla
-förðun
-matur
-skemmtun
-dansað fram á rauðanótt

sjáumst lömbin mín
kollan kveður


[11:50 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 05, 2004

Going straight.....

ó mæ god....nú held ég bara að ég verði að tala við elskulegu Dagný mína ...tölvusnillinginn minn eina og sanna...því gestabókin mín er bara alveg í messi....fór inn á hana áðan og það er allt í táknum og rugli...skil ekkert hvað er í gangi...ég sem attlaði að fara að skoða gamlar færslur...iss piss....Dagný ..hjálp ..
En já...komin miðvikudagur...leynifundur í kvöld..panta inn í dag...kíkja á föt í dag...hitta Bolann minn í dag...
á morgun er so yndislegur dagur líka....get ekki alveg sagt út af hverju...hihih..þar sko leyndó ...sem minns einn af fáum veit af ..múhahahahaha en þetta kemur allt í ljós..
Talaði við Chandler-inn minn í gær...gott að heyra í honum stráknum..held barasta að ég gerist straight og hætti þessu bulli ..nái mér í góðann mann og þá yrði það líklegast bara Chandler....og lifi hamingjusöm það sem ettir er.... :)
En jamm....líðan í dag ...mmm.....ennþá bara status ko ...eða segir mar þa ekki annars ? hihi
Fjalar....ertu í fráhvörfum skan ? þú máttiggi hætta að blogga heldur sko....hurru já og so attlaði ég líka að tékka á make-over á föstudaginn....:) fyrir kvennoskvöldos..
Jebbsí pepsí....best að hætta þessu bulli og tékka á mailinu sínu og solis...so kemur Boli að sækja mig bráðum...so I gotta go....


[1:04 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 04, 2004

Í Kjallaranu...dúdúa...

vá hvað það var hrikalega gaman í gær....get ekki líst því eiginlega...
Fórum í greiðslu og förðun....ég og Unan mín...rosa spenntar....so kom matur ..sona líka yndislega ljúfur matur...Elma Lísa og Arndís voru alger snilld....Bandið Homoz spilaði so beint á eftir þeim fögru Kiddu rokk og Kristínu Eysteins.....vá..það var so margt æðislegt að ég bara get eiginlega ekki sagt frá því sona á stuttum tíma því þá verður þetta allt í belg og biðu...
En ég veit allavega að í gær þegar ég lagðist á rúmið mitt og var á leið í draumalandið...sona soldið mikið þreytt og var að spjalla við englana mína þá var ég eins auðmjúk og maður getur held ég bara orðið þegar maður er búin að vaka lengi..vera stressaður og tens....þakkaði endalaust fyrir mig og hvað ég á gott í þessum heimi..sofnaði með bros á vör uppfull af þakklæti og hamingju.
Elsku fallegu stelpur sem mættu þarna í gær ...takk fyrir að styðja okkur Unu með því að láta sjá ykkur...takk líka fyrir að segja okkur að þetta hafi verið vel heppnað og bara takk fyrir að vera til.
Þið hinar sem ekki komuð...takk fyrir samt ...því nú er bara málið að plata ykkur til að koma næst :)
knús á línuna
kolls....rosalega þakklát og auðmjúk


[6:10 e.h.] [ ]

***

 

Án mín...neibbs

Gleymdi náttla alveg að segja ykkur að ég fór senst til þjónustufulltrúans míns í dag og er búin að setja fjármálin mín í góðan gír...eða þau eru allavega komin í gír..voru meira bara sona á hold :) allt í góðu málum og allt að gerast...skynsemin alveg að trylla mig í hófi og allt bara....bladibla..skittir ekki máli.
Komminn var að hringja og biðja mig um að mæta fyrr...ekki nema von þegar þessi elska er búin að vera að vinna frá 17:00 að hann þurfi að fara pínku fyrr..hihihihahahah...smá einkahúmor..
sæll...það er þriðjudagur og fer að líða að föstudegi...kvennakvöld og mesta fjörið á Þjóðleikhúskjallaranum án alls efa næsta föstudag.
En já..líðan mín í dag er sona sirka bát......*leita* *hmmm* *finniggi* ...jú attli hún sé ekki bara í öllum mínum heiðarleika sirka bara ágæt....held það bara...er ekki ósátt...ekki stressuð...bara nokkuð góð...líður senst bara nokkuð vel...
Jebbs...er nú bara að blogga aþþí að ég er í tölvu og finnst endilega að ég verði að skrifa eitthvað so þið hin deyið ekki úr fráhvörfum...so þykist ég ekki vera egóisti...samt fæ ég alveg samviskubit þegar ég hef ekki bloggað lengi..eins og þið gætuð ekki lifað án þess..hihihihi
ér pínku fyndin stundum..á þa alveg til...fyndin allavega þessi ringlaði kjánahaus minn
ble í bili..attla á msn að spjalla


[6:10 e.h.] [ ]

***

 

Allt að gerast

Hey það eru rosalega margir byrjaðir að blogga á sona íslenskum bloggsíðum...með gestabók og kommentakerfi og allan pakkan...attla núna að taka mér smá tíma í að linka á þetta fallega fólk og jamm..endilega kíkið á þetta allt saman við tækifæri...minn farin að netnördast núna :)
ble í bili
p.s. þeir sem attla bara á ballið á föstudaginn langar mig að hvetja til að mæta snemma so þið missið ekki af Helgu Brögu og nýja bandinu sem mun mæta á svæðið..mjög spennandi allt saman :)
ást út í loftið
kolls


[5:08 e.h.] [ ]

***

 

Nýr linkur

Hér til hliðar er komin linkur á hana Tótu vinkonu...heitir Gíraffinn...so bíð ég bara spennt eftir leyfi frá ónefndum aðila á Egilstöðum til að mega linka á hana so allir geti skoðað snilldina :)
knús kolls


[11:51 f.h.] [ ]

***

 

Lost and .....found ?

Hef stuttan tíma en ákvað að blogga eftir langt spjall í gær við yndislega vinkonu sem ég á....alltaf gott að eiga góða að...
Þetta eru búið að vera mjög strembnir dagar...er sko alveg komin með hausverk af því að hugsa of mikið og pæla of mikið í öllu sem er að gerast í kringum mig og þá aðallega inn í hausnum á mér.
Var skynsöm í gær og sleppti því að kaupa mér sjúklega flott föt sem ég var sko búin að láta taka frá fyrir mig í búð á laugaveginum...kostuðu 35 þús og ég hugsaði "hey ég má alveg kaupa þetta...held nú bara kvennakvöld einu sinni" en hey....so er kanski bara málið að líta ekki endilega best út á þessu kvennakvöldi heldur bara skemmta sér vel og hafa gaman í æðislegum félagsskap...erþaggi annars ?
Jamms...hef ekkert bloggað mikið af því að mig langar so mikið að vera ég sjálf á blogginu og ég sjálf hef verið soldið mikið bara týnd upp á síðkastið...so ég nenniggi að blogga með grímurnar mínar allar...á þær alveg nokkrar sko....
So já....á meðan ég er ekki alveg búin að finna þessa stelpu "ég sjálf" þá reyni ég bara að vera eins heiðarleg og mér er unnt og tala um það sem er að fara í gegnum hausinn á mér sona rétt á meðan ég er að pikka.
Núna eru það peningar...ekki skemmtilegt....en kanski af því að ég er að fara að hitta þjónustufulltrúann minn að laga fjármálin...so já..best að rölta til þessarar elsku og finna út úr þessu öllu saman.
hafið það gott börnin mín stór og smá...
öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir...eða hvað ?
knús kolls


[11:39 f.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K