Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðföstudagur, júní 18, 2004

Blogg-pása

Hef tekið þá ákvörðun að hvíla mig á blogginu í smá tíma..veit ekkert hversu lengi en veit að það er það sem ég þarf að gera....partur af því að vera ekki endilega í mínum vilja :)
Hafið það gott yndin mín öll þarna úti og við sjáumst vonandi sem flest á förnum vegi :)
Ekkert drama eða neitt solis...kem aftur í ennþá meira stuði til að tjá mig einn daginn...
knús og kossar út í loftið og fullt af ást
kveðja Kolla


[2:07 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 14, 2004

FOKKKKKKKKKKK.....

fokk it all....shit hvað ég verð ekki fær um að blogga á næstunni...var búin að skrifa inn alla vini mína og stutta en fallega lýsingu á þeim öllum...so ákvað tölvan að frjósa og núna er það allt dottið út..attla bara að vera mjög bitur yfir þessu og ekki að nenna að byrja upp á nýtt...enda tók þetta rúmlega klukkutíma.
bless


[8:06 e.h.] [ ]

***

 

Blogg-lægð

Alveg var ég viss um að hellingur af fólki myndi kommenta við síðasta blogg..nokkuð viss um að Diljá myndi hringja og vilja fá að vita hver er hvað á sveitaballi með stuðmönnum...en hafði ekki rétt fyrir mér..kemur fyrir besta fólk.
Búin að vera að taka smá blogg-rúnt og það er hægt að segja að það sé án efa blogg-lægð yfir landinu þessa dagana...held bara að bloggið mitt hafi hreyfst nokkuð hratt og mikið síðustu daga sona í samanburði við mörg önnur...ekki það að maður eigi að vera að bera sig saman..en well.
Langar að gera skilaboðaskjóðu en veit bara ekki hvort ég hef nógan tíma...en þá byrja ég bara og klára hana síðar..attli það sé ekki málið
Fallega fólkið bloggar...
knús út í loftið
kollsterinn


[6:00 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júní 13, 2004

Hver er hvað ??????? eða hvað er hvert?

Það er bara allt að verða vitlaust...ballið fór eins og það fór..mjög gaman...attla ekki að segja mikið um hvernig það fór..en
-einhver laumaði miða í hendina á einhverjum
-einhver tók með sér laumufarþega heim í sveit
-einhver fékk söng frá Röggu Gísla
-einhver drapst á sófanum við hliðina á mér meðan ég beið eftir Huldu meðan hún var á salerninu
-einhver gaf símanúmerið sitt
-einhver var alltaf að taka niðrumsig buxurnar og taka myndir af því
-einhver var töff og einhver ekki.

segi ekki meir , segi ekki meir.

punktur. Sjá nánar á Kreizigörl


[7:27 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, júní 12, 2004

Grúppía...that´s me

Það er ekkert leiðinlegt að vera barþjónn á Ölstofunni....allt fræga liðið kemur þangað...hihih ...ef ég væri grúppía þá væri ég í essinu mínu í dag..
Það er senst ball í Hreddanum í kvöld (Hreðavatnsskála) og við Hulda ákváðum að skella okkur...smá ævintýri í seitinni..
So kostar örugglega helling inn á sona böll..so minns ákvað að vera töffari og bjalla í hana sætu Röggu Gísla..það svaraði ekki so ég sendi henni sms eikkva á þessa leið
"sæl...Kolla hér á Ölstofunni..var að spá hvort það væri sjéns að fá tvo miða á ballið í kvöld þar sem ég er í sveitinni ? "
fékk ekkert svar so ég bjallaði bara í hann Egil vin minn og kunningja..hihih
Egill; Halló
Kolla; Sæll...Kolla hér á Ölstofunni
Egill; nei halló ljúfan !
Kolla; hvað er að frétta ?
Egill; jú bara ljómandi..er að fara að leggja í hann..er nebbla að spila í kvöld
Kolla; já ég er immit í sveitinni og langaði svo að skella mér á ballið með vinkonu minni.
Egill; ekki málið..set þig á gestalista + 1..sjáumst þar :)
Kolla; takk hundrað sinnum..heyrumst

þannig að við erum senst að fara á ball...so var ég að fá sms rétt í þessu frá hinni fögru

Ragga: hey baby...þú ert á gestalista +1 .hlakka til að sjá þig.

svo ef einhver annar er að fara á þetta ball og vill heita Kolla...þá kom along..hihihihi

veit að þetta hljómar mont...en fannst þetta bara so fyndið..litla grúppían ég...Jódís..vildi að þú værir að koma með..veit þér fyndist það ekki leiðinlegt :) hihihi

diljá...manstu...verðum alveg að taka vidjóleiguna með þetta bráðum


[11:08 e.h.] [ ]

***

 

Fyrsta ástin

Hér fann ég mynd af fyrstu stelpunni sem ég var skotin í ...þá var ég í níunda bekk og hún í áttunda bekk..við urðum rosalega góðar vinkonur ...hittumst lítið í dag en hún á rosalega sérstakan stað í hjartanu mínu :) Á þessum tíma var ég langt inn í skáp so hún vissi ekki þá að ég var skotin...en hún veit það líklegast í dag :) Þvílík fegurð...mikið er ég með góðan smekk..hihi
hér er sætan (þessi dökkhærða...sem heitir Ingibjörg..oftast kölluð Bimba :)[4:45 e.h.] [ ]

***

 

Maggý og Eva

Var að skrifa þakkir og get ekki farið að sofa án þess að þakka ykkur tveimur fyrir að vera mommsurnar mínar...takk fyrir mánudagskvöldin...Hveravelli...kyrðina sem ég finn nálægt ykkur..fótboltann...fyrir að hvetja mig í öllu sem ég tek mér fyrir hendur..fyrir að elska mig..fyrir að leyfa mér að elska ykkur..fyrir allt.
Ykkar Tígri


[1:29 f.h.] [ ]

***

 

Eða bara snarvitlaust....

og þá er ég ekki að tala um veðrið hér fyrir norðan...sem by the way yndislega fallega amman mín spurði um þegar hún hringdi áðan í mig....var að klára að blogga síðustu færslu þegar síminn hringir og ég þekkti ekki gemmsanúmerið...þá var það amman mín að hringja og langaði að spjalla....spjölluðum saman heillengi og langar að þakka henni fyrir að vera til.
Amma...veit þú lest ekki blogg og ferð líklega ekki í tölvu en kanski prenta ég þetta bara út fyrir þig og leyfi þér að lesa...takk fyrir traustið til litlu stelpunnar þinnar :) elska þig so mikið að hjartað mitt stækkar við að vita af þér að hringja í mig og langa til að spjalla.
Hún hringdi semst til að spjalla og það er eitthvað sem kom mér mjög skemmtilega á óvart sona á föstudagsnóttu ..klukkan að verða eitt...ég í sveitinni ..búin að eiga mjög svo skrýtin dag..við Hulda erum með þessa setningu alveg í þessari ferð..."allt að verða vitlaust"..jammm...æi varð bara að bæta þessu við..toppaði þennan dag algerlega...þvílík fegurð að amma mín yndislega skildi hringja í mig...elska að vera til....leyfa gleðinni að vera til með tárum og öllu saman.


[1:24 f.h.] [ ]

***

 

Allt að verða vitlaust

Jæja....vá hausinn minn er bara nokkuð tómur...eða bara galtómur en samt so rosalega fullur...
Engin hnútur í maganum í dag..honum var mjög svo ekki vinsamlega ýtt bókstaflega í burtu í dag...fór í nudd til manns í Grindavík og þar gerðust mjög merkilegir hlutir sem gerðu þennan dag í dag mjög svo merkilegan.
Er so hrikalega meyr að tárin eru búin að vera í maraþoni niður kinnarnar á mér í allan dag án þess að ég hafi neitt um það að segja..so kanski best að þegja.
Komin í seitina til Huldu minnar og erum búnar að hlægja eins og vitleysingar..syngja hástöfum alskyns tónlist..borða nokkrum sinnum..eða ég allavega og so gráta...Flóran í allri sinni fegurð.
Á meðan ég blogga renna fleiri tár...er so glöð en samt brosi ég ekki..hef ekki orku í það núna.
Langar að þakka fyrir so margt og segja so margt við so marga..
Jódís...Ég væri engu betri manneskja ef ekki þeim mun verri ef ég myndi neita þér um bestu manneskju í sínu fagi sem þú getur fundið (fyrir utan það að það er náttla ekki í mínum verkahring að ráða því) Óska þér til hamingju með nýju sp..... og mér til hamingju að deila með þér kraftaverkinu af leynifélaginu :)
Barbí...nojan er farin og ég vil ekki sjá hana attur..takk fyrir að vera þarna..aftur og aftur og aftur...kveðja litli freki krakkinn þinn í leynifélaginu.
Una...takk fyrir sms-ið í dag...attla að taka þig á orðinu og takk fyrir að taka mér alltaf eins og ég er.
(shit hvað þetta er erfitt..hihih sé valla á skjáinn ....en samt ekki vont erfitt..heldur gott erfitt)
Huldan mín...takk fyrir skilyrðislausu ástina þína...eins og segir í laginu góða...thank u for loving me...holding me...
Urður...takk fyrir að vera vinur sem ég brosi alltaf við að hugsa til góðu stundanna með...vidjó..húsdýragarðurinn með Önnu sem öskraði á litlu dýrin og hræddist þau stóru
(úff..góð lög sem hulda er að spila hér í bakgrunni....allt að verða vitlaust)
Lára...fyrir að fá að kynnast þér sona vel og fallega á sona stuttum tíma..fyrir traustið ..fyrir sms-in...fyrir þig
Diljá..fyrir að sjá alltaf hvernig mér líður sama hvernig ég fel það..fyrir að segja mér þegar ég er að vera kjáni..fyrir að sjá þegar mér finnst eitthvað sætt vimmig og engin á að sjá það (eins og matvendin...) fyrir að vera alltaf heiðarleg vimmig og segja það sem þú ert að hugsa.
úff...er núna í áhyggjukasti yfir að vera ekki að setja einhvern sem ekki á það skilið að gleymast so ég hugsa að ég láti þetta dugi og geri so bara almennilega þakkaskjóðu þegar ég kem í bæinn og er ekki sona rosalega útúr líkamanum mínum...englarnir senda þakkir á ykkur hin sem hafið gert so margt fallegt fyrir mig bara með því að vera kraftaverkin sem þið eruð..."ég fann ei hvað lífið var fagurt fyrr en ég elskaði þig ( þig eruð þið veraldlegu englarnir mínir)"

Yndislegur maður sagði vimmig í dag..."að elska skilyrðislaust er að elska án þess að vænta einhvers tilbaka ..ertu sammála því?"
ég svaraði auðvita já...því ég er sammála því..þá sagði hann
"af hverju elskar þú þig þá ekki skilyrðislaust?"
merkilegt nokk...af hverju attli við elskum okkur sjálf ekki skilyrðislaust...hmmmm..

[12:39 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júní 11, 2004

Elta gamla geit...

Jæja...komin á ról..búin að henda töskunni í skottið og er að fara að sækja Döggina mína ...seitin bíður :)
Hlakka mikið til...er soldið sona pínku rauð eftir Austurvellistjill í gær..en ekkert ósátt..var so yndislegur félagsskapur sem ég sat í á Austurvelli í gær. Alltaf gott að sitja með góðu fólki.
Held að ég sjái fram á mjög fallegt sumar..í fríi á daginn með Unu minni...og so skemmir ekki að Diljá mín er líka á landinu í allt sumar og mesmegnis í fríi á daginn líka :)
Nóg að gera fyrir fallega fólkið...sem er í fríi á daginn.
Bless börnin mín og farið varlega um helgina
guð veri með ykkur
Barbí & Dís....til hamingju með samstarfið...minns mun reyna ettir fremsta megni að hætta barnalátunum...


[11:54 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 10, 2004

Sól sól skín á mig

Í dag attla ég ekki að vinna neitt fyrr en ég mæti upp á Ölstofu í kvöld...eyddi nebbla gærdeginum með Unu minni að panta inn...versla inn...stússast fyrir ölstofuna og endaði so á að mæta galvösk á vakt klukkan átta.
Verður ekki solis í dag...var reyndar að byrja á þessu mánaðarlega..kanski þessvegna sem þráðurinn minn er búin að vera annsi stuttur síðustu daga..
Voru tvær sérstaklega að reyna að kippa í þráðinn minn í gær..tvær skutlur sem sátu við barinn hjá mér..so um klukkan tvö förum við að ganga frá og reyna að koma fólki út...en þessar sátu sem fastast á sæta rassinum sínum..önnur þeirra er reyndar mjög sæt...en nóg um það...þær spurðu voðalega fallega hvort þær mættu nota salernið áður en þær færu út og auðvita leyfði ég þeim þa...gat ekki látið þær pissa á sig...so voru þær búnar að vera aðeins of lengi inn á klóssti so ég lamdi nett í hurðina hjá þeim...nei nei sátu mínar ekki inn á klóssti að mála sig !!!! skil ekki sona fólk...bað þeir ekkert neitt alltof kurteist að koma sér út...enda búin að vera góða stelpan við þær í klukkutíma eftir lokun....æi skil stundum bara ekki fólk sem finnst gaman að hanga inn á bar þar sem búið er að kveikja öll ljós og starfsfólkið er að þrífa borð og stóla upp.
En kanski að tala um eikkva annað...það er búið að vera geðbilað veður hér í borg óttans...ein sæt skutla sagði í gær..."vá hvað mig langar til útlanda núna" akkuru attli okkur langi alltaf til útlanda í þau örfáu skipti sem við fáum sona gott veður hér heima..??? mar á bara að fara til útlanda þegar ömurlega veðrið byrjar hér..
jæja...ég er farin út á svalir í sólbað..best að nota sólina á meðan hún er :)


[12:41 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 08, 2004

Meira meyr

það eru so margir fallegir textar til...á held ég fullt af uppáhaldslögum og í þeim lögum á ég yfirleitt uppáhaldssetningar...eins og til dæmis...

-ég get verið meistari og kjáni í senn
-ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfri mér

hef talað um bæði þessi lög...hvaða lög attli þetta séu...dil verður líklegast fyrst að fatta :)

þegar ég hlusta á sona lög...þá verð ég so þakklát fyrir þetta líf sem ég á...verð so glöð í hjartanu að einhver semur sona falleg lög....að fólk elski sona fallega...verð bara fallegri inn í mér að heyra sona fegurð...langar að verða betri manneskja..[5:00 e.h.] [ ]

***

 

Guð er vonin

Lítil 8 ára prinsessa sagði við mig um daginn þegar ég spurði hana á hvað hún trúði..."ég held að Guð sé Vonin"
held barasta að þetta sé það fallegasta sem ég hef heyrt í langan langan tíma.


[4:50 e.h.] [ ]

***

 

íslenskar söngkonur

Sit enn eina ferðina í tölvunni hjá litla bro...búin að safna mér heilum helling af gullmolum...en so vill tölvan ekki brenna þá fyrir mig..slekkur bara á sér og ég er búin að gefast upp..setti lögin í möppu merkt kollu siss og so attla ég bara að grátbiðja litla bro um að sjá um þetta fyrir mig þegar hann kemur brúnn og sætur frá Portúgal :)
Er að fara á fótboltaleik á ettir...já mar er farin að mæta í sundlaugar borgarinnar og núna á fótboltaleik..so þykist ég gera hvorugt...þroski býst ég við.. :) attli ég endi ekki bara í bláa lóninu með þessu framhaldi.
Vá hvað söngkonan í Black eyed pies er sæt...hún er sko í sjónvarpinu..úff..alltaf sætar konur í sjónvarpinu þegar ér að blogga :)
Fer líklegast fljótt að líða að góðu skjóðunni..annaðhvort fyrir helgi eða mun seinna..því eftir helgina býst ég við að það gæti komið upp ferðasaga...
jamms...kjamms...blamms...langar á ball og daðra eins og vitleysingur..daðraranum í mér vantar útrás...attli ég taki það ekki bara út á kúnnum ölstofunnar..enda vinsælasti barinn í bænum...híhíhíhí
vá hvað ég er eikkva tóm í blogginu núna...bloggedí blogg..
er alveg að komast að því að íslenskir tónlistarmenn eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna..hera...ragnheiður..bryndís ás...anna katrín...eva maría...íslenskar tónlistarkonur kanski frekar :)
jamms...ble í bili
[4:41 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 07, 2004

Þeir deyja ungir sem guðirnir elska

fátt hægt að segja...bið englana að vaka yfir fjölskyldunni og vinum ....hvíldu í friði fallega sál.
Ungur drengur dó í mótorhjólaslysi....ungur góður drengur.


[4:38 e.h.] [ ]

***

 

Einhvernvegin enganvegin

Sumir dagar eru bara þannig að manni líður einhvernvegin enganvegin..soldið solis hjá mér í dag....líður enganvegin einhvernvegin...veit ekkert hvað ég er að tjá mig..
Vantar eitthvað í mig þessa dagana...eða nei ekki í mig..vantar smá atriði sem erfitt er að ná í bara einhversstaðar...erfitt að útskýra án þess að segja það beint út.
Fröken síminn.is hitti soldið í mark þegar hún sagðist hafa frétt að mig vantaði xxxxxxxxx....hihi..
en já...mar fær ekki allt sem mar vill bara alltaf þegar mar vill...
ég á samt platónska kærustu sem é attla að borða og tjilla með í kvöld..
endilega haldið áfram að segja mér sniðug lög til að ég geti brennt elskurnar :)
diljá..kissing u...snilld ..itchy palms kom so beint upp í hugann í framhaldi af hinu :)
knús


[3:56 e.h.] [ ]

***

 

Ást

Uppáhaldslagið mitt núna er sungið af Ragnheiði Gröndal....
"ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfri mér..."


[2:57 e.h.] [ ]

***

 

Úpps...

Litla prinsessan lögst niður í miðdegislúrinn sinn..Er heima í höllinni á Suðurgötu að passa Elínu litlu. Fórum í göngutúr saman...gefa öndunum brauð...smá heimsókn í bókabúðina að kaupa límmiða og erum núna komnar heim..litlan steinsofnuð eftir góðan göngutúr :)
Attlaði að kíkja aðeins inn á msn en tókst einhvernvegin að týna msn-inu..veit ekki hvernig..er ekker alltof tölvuvædd :)
Brosti endalaust áðan ..var með Elínu á háhest labbandi yfir Austurvöll og hún söng hástöfum.."í leikskóla er gaman..liggaligga lá..liggaliggalá..liggaliggalá..ljómandi verður gaman þá" sona lítil móment geta gert mann so glaðan í hjartanu..börnin eru án alls efa englar þessa heims.
Bríet var að fara í Vindáshlíð...man þegar ég fór þangað sem skjáta...veit ekkert hvað ég er að fara með þessu öllu saman.
Planið í dag er bara ennþá að gera ekki neitt helst...glápa á tv í kvöld..kanski hitta platónuna mína bara..best að bjalla á hana...
knús á restina


[2:53 e.h.] [ ]

***

 

Flækja & Flóki

Vá hvað það er gott að vera sona einstaka sinnum á bíl...ljúft að geta bara komið heim eftir vinnu..hennt sér aðeins í tölvuna aþþí að ég nenni ekki að fara að sofa alveg strax...og geta so á morgun bara verið heima allan daginn og ef ég skyldi neyðast til að fara eitthvað þá skýst ég bara á bílnum með hárið út í loftið.
Búin að keyra um með lögin sem ég var að brenna...ekkert smá ánægð með nútímann og tækniöldina miklu....soldið sein á því kanski en þaralltílæ.
Var að hugsa eitthvað þegar ég settist fyrir framan tölvuna..eitthvað so djúpt að ég man það ekki lengur :)
Fer alveg að líða að ævintýratíma held ég bara...hef so margt að segja en stundum best að þegja...eða bara tala undir blóm..eða rós...eða eikkva.
Mannfólkið er so merkilega fyndið...það er alltaf að flækja hlutina...af hverju segir enginn fullorðin bara til dæmis eins og börnin..."viltu koma út að leika?" ef mig langaði til dæmis að hitta vin minn og vissi ekkert hvað við ættum að gera..þá gæti ég bara hringt og sagt "viltu hittast?" og so bara kæmi restin í ljós...bara smá pæling..
ér nebbla sjálf alger snillingur númer eitt í að flækja hlutina..ef eitthvað er ekki nógu flókið þá er það heldur ekkert spennandi..og ef engin flækja er í gangi þá bara veskú bý ég hana barasta til..hihihi...ekkert undir rós hér ...þakka þér ...
bladibla..held ég sé komin með rugluna..ætti kanski bara að skrifa á morgun þegar ég er búin að skreppa í draumalandið í nokkra tíma :)
vona að þið hin séuð að leyfa englunum að sjá um draumana ykkar...Óli Lokbrá situr á öxlinni á mér..mjög óþolinmóður..so ég kveð í bili
p.s. hahaha....einu sinni var ég í partýi þar sem ein vinkona mín var memmér...Strákur mætir í partýið og líst greinilega vel á vinkonu mína..hann vindur sér að henni og segir "sæl...Flóki!" (kynna sig...kurteis maður) og hún svarar "sæll...Flækja!"
hann reyndi ekki meira við hana þetta kvöldið..hún gerði grín að nafninu hans..hún skildi hinsvegar ekkert akkuru hann tók brandaranum sínum sona illa...og hún veit ennþá ekki að hann heitir Flóki :)
bara smá galsi..varð að bæta þessu við...


[2:56 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, júní 05, 2004

Gullmolar

ég er búin að komast að því að ég er mikill tónlistarunnandi..hver er það sossum ekki..en ég finn bara hvað tónlist getur lagað í mér skapið...kanski meðvirkni..hver veit..leita samt mest í tónlist núna sem kemur mér til að brosa :)
langar að muna eftir öllum góðum lögum sem koma mér til að brosa..langar að muna hvað þau heita ..finna þau á netinu og skella þeim á disk...það er allavega planið hér heima hjá litla bro á næstunni..verst að immit þegar maður getur gert sona þá man maður ekki neitt...þarf bara helst að ganga með litla bók á mér og skrifa niður alltaf þegar ég man eftir góðu lagi :)
ekki ennþá farin að vinna..fer að líða að því..Ragnarinn minn hringir þegar það fer að vera eitthvað að gera :)
everybody hurts...verð að finna það og brenna...eitt sona soldið down lag..en finnst það samt so sjúklega fallegt...Dil..þúrt snillingur í lögum...endilega kommentaðu niður nokkur lög fyrir mig sem þú manst eftir..og þið hin líka endilega hendið inn ef þið munið eftir nokkrum gullmolum :)
elska að elska...ble í bili..


[9:28 e.h.] [ ]

***

 

Bolasöngur

Stundum velti ég því fyrir mér af hverju sumir fæðast með marga marga hæfileika..og fæðast ekki bara með hæfileika heldur líka hafa útlitið með sér...eins og til dæmis Bryndís Ásmunds...eða bara Pink...bara spöglera...so auðvita hafa aðrir annað og solis..átti ekkert að verða neitt biturt :) ég fæ þá bara að njóta frekar en að vera..það er að segja söngkona..veit ég hef ýmislegt fram að færa..bara ekki söng..
Var að horfa í hundraðasta skipti á upptökuna af Evunni minni á tónlist.is..ér so stolt af fólkinu mínu..
Una í dag í bekkpressu..Eva alltaf að syngja með lovgúru...allir að gera það gott...
knús ...kollan komin á Honduna ..ekki leiðinlegt..
er alveg að hugsa um að leggjast niður..fór sko heim til að leggja mig og hef ekki bloggað sona margar færslur á einum degi í langan tíma...bara af því að mig vantar svefninn..óþekktin yfirtekur mig..
ble ble


[6:57 e.h.] [ ]

***

 

Búðarbandið

Fór að sjá Bryndís Ás og co spila síðasta fimmtudag og var að sjá þau í hjartslætti núna taka Tinu Turner...verð að redda mér programmi yfir allt sumarið hvar og hvenær þau munu spila...þetta er eitthvað sem fær mann til að brosa hundrað prósent...held maður geti mætt í hvaða skapi sem er og farið út með verki í kinnum af hlátri og fullt hjarta af gleði...snillingar sem þau eru :)
minns glaður...syngjandi hástöfum ein heima hjá ma og pa "we don´t neeeed another HERO " ...nanananannanannnnna....gaman að vera einn í heiminum...úff..allt að gerast á msn..gotta go


[6:26 e.h.] [ ]

***

 

Bústin engill

Sit í kringlunni..var að bóka miðann minn út til London..ér að fara á Madonnu tónleika..en það sem er samt efst í huganum núna er að næstu helgi attlar minns út úr bænum...hef planað mikið...planið er að borða..sofa..lesa og knúsa platónsku kærustuna og fara jafnvel á hestbak..ljúfa líf, ljúfa líf.
Var að horfa á Bolann minn keppa í bekkpressu..boli.is..er að fara aftur upp í gym80 so mar sjái nú skutluna hirða bikarinn sinn :)
Chandler...halló sætastur..gaman að sjá að þú kíkir við :)
Penni....búin að linka þig engill :)
Solla...takk fyrir kvittið..leyfðu þér að ráða hvernig þér líður í dag :)
Ljós heimsins...takk attur fyrir plómin og litla bústna krúttið sem fylgdi með :)
pís át kiddós


[3:24 e.h.] [ ]

***

 

Skipt um skoðun

Vil ekki lengur hafa neitt með það að gera hvaða óvæntir atburðir gerast í mínu lífi...var í vinnunni í gær í rólegheitum þegar allt í einu er mætt lítið ljós í heimsókn timmín í vinnuna....ég knúsaði hana því þar so endalaust gaman að sjá hana í vinnunni minni...so var hún með rósabúnt handa mér og á því hékk lítill engill...vá hvað ég elska lífið...takk fyrir mig elsku prinsessa :)
Sona gera óvæntir atburðir lífið skemmtilegt og viti menn..ég hafði ekkert með það að gera... skemmtilegt...bara treysta og þá gerist allt gott ....
Lítill fugl sagði vimmig í gær að ég dýrkaði soldið mikið af fólki...nota so oft sterk orð þegar mér er vel við einhvern...
verð að þjóta...kjötmót...bóka miða á madonnu...
chau


[3:12 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júní 04, 2004

Traust

Stundum er so gott þegar fólk kemur manni á óvart...maður vill kanski ekki segja vini eða fjölskyldumeðlim frá einhverju...af því að maður er sko alveg búin að ákveða inn í sér hvernig viðkomandi muni bregðast við...soldið eins og þegar ég kom til dæmis út úr skápnum..viss um að allir myndu fríka út..so voru bara allir so yndislegir. Fólk kemur á óvart...en maður verður þá líka að geta treyst fólki fyrir hlutunum og ekki ákveða á undan viðbrögð hjá neinum...erfitt verkefni..en skemmtilegt líka..
ég er sko til dæmis alveg búin að komast að því að þegar ég segi Barbí minni til dæmis eitthvað..þá kemur aldrei það svar sem ég var búin að ákveða inn í mér...hefur reyndar ekki reynt mikið á það upp á síðkastið þar sem ég hef lítið...nei ég lýg því...ekkert hringt í hana..og auðvita búin að ákveða núna hvað hún mun segja...
góð pæling...best að skella sér í vinnuna..
Ljós heimsins...kollan situr hér......so stolt af þér :)


[7:32 e.h.] [ ]

***

 

Lífið er fullt af óvæntum atburðum...verst að maður fær ekki að ákveða þessa atburði smávegis sjálfur.


[6:35 e.h.] [ ]

***

 

Grafarvogslaugin

þetta er búið að vera eitt stykki viðburðarríkur dagur.is...jamms...konan fór í sund og allt að gerast.
Sit núna heima hjá ma og pa...er hér til að kveðja gamla settið áður en þau stinga af með litla bro til Portúgal...engin öfund hér takk.
Vaknaði fyrir hádegi..eða um hádegi...sirka...Unan mín kom og sótti mig...fórum í bíltúr um allan bæ..versla inn fyrir barinn...redda hinu og þessu..díla og víla..borðuðum og enduðum so í sundi í Grafarvogi þar sem laugardalslaugin var lokuð.
Eftir sund vorum við báðar með skriljón missed calls á símunum okkar...allt í rugli..Kommi litli nebbla komst ekki að opna ölstofuna so við þurftum að hendast á brókinni frá grafarvoginum til að opna fyrir Láka litla á Öllaranum...ok kanski ekki alveg á brókinni..hljómaði bara fyndið.
Planið í kvöld...vinna vinna vinna..
Fór í gær á bestu tónleika sem ég hef setið á í langan langan tíma...Bryndís Ásmunds og co voru nebbla að spila á Hressó í gær. Þvílík grenjandi snilld...so skemmir ekki að konan er fáránlega fögur ...Puff ...Urður og Gríma..góður félagsskapur..sungum misshátt með bandinu og allir með bros á vör...litum líka örstutt við á Jóni Forseta..leiðinlega slæm mæting þar so við röltum bara aftur yfir á Hressó þar sem stuðið var enn í fullu gangi...eftir þar so Ölstofan so mar svíki nú ekki lit of mikið...og so heim á leið...
Hver veit so hvað helgin kemur með spennandi handa manni...hlakka til að fara á fund á sunnudaginn..aðeins of langt síðan ég hef hlustað á yndislega fólkið mitt í leynifélaginu...
Ég er annars eitt stykki forvitin kona...so miss sími.is...skelltu þér á ölstofuna í kvöld og kynntu þig ...solis gerir mar...það er að segja ef þú ert ekki einhver vinkona mín sem er að stríða mér...ef so er ..þá ekki koma og kynna þig..vil ekki vita hver er að stríða mér..
ble í bili og góða helgi litlu gullin mín


[6:28 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 03, 2004

Miss Sími.is

Ég er búin að vera að fá nafnlaus sms frá síminn.is...veit ekki hvort þetta er einhver að stríða mér en sú hin sama segist lesa bloggið mitt..so þetta er skrifað til þín.
"ég veit ekki hver þú ert og veit þarafleiðandi ekki hvort þetta sé djók eða ekki..endilega sendu mér nafnið þitt eða sendu úr eigin síma og þá mun ég svara"
sit senst í vinnunni í eymó núna í smá kaffi..varð bara að blogga smá..en núna er komin tími á sígó...verð að ná þeirri elsku líka :)
planið í kvöld er hressó og jón forseti...sætar konur út um allt....hihihi


[7:09 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 01, 2004

Speki

Sá sem vill, getur yfirleitt ekki og sá sem getur, vill yfirleitt ekki.
Eða eikkvað solis..sá þetta á gardínum ..í glugga...sniðugt


[12:31 e.h.] [ ]

***

 

Latibær á Goldfinger

Sælt veri fólkið....vá...þessi helgi var eins og hann Benni minn myndi segja alveg Mögnuð !!!
Var að vinna á Korn tónleikum bæði sunnudag og mánudag...
Eftir tónleikana á sunnudaginn var haldið heim í sturtu og svo var haldið á Ölstofuna.
Glanni glæpur....Siggi sæti og Halla Hrekjusvín hittust á Ölstofunni eftir að hafa unnið í marga tíma við að selja ógeðsboli á Korn dauðarokktónleikum. Ölið rann mjög ljúft niður eftir langan dag hjá vinunum....nokkur skot flugu...hittumst svo á Ölstofunni Sollu stirðu og Nenna níska..Félagarnir allir saman röltu síðan upp á 22 þar sem Halla hrekjusvín splæsti á liðið miðum inn...Þar var dansað...mejöööööög sæt stelpa að vinna á barnum þar...
Dansað já....svo hringir eigandi Goldfinger í Glanna glæp þar sem þeir eru góðir félagar...Glanni hóar saman liðið sitt og allir inn í leigubíl á leiðinni í Kópavoginn.
Þar var so setið fram til morguns í góðum félagsskap við ungar listdanskonur.
Vantar ekki eitthvað í þessa sögu ef þetta er um Latabæ...jú heyrðu aðalleikarann...Íþróttaálfurinn lét sig náttla ekki vanta og mætti síðar um nóttina upp á Goldfinger...þarna sátum við senst öll saman....Halla hrekkjusvín...Solla stirða..Nenni níski...Glanni glæpur..íþróttaálfurinn og Siggi sæti...og viti menn ...allt þetta fólk er ég og þeir sem voru memmér á djamminu...og giskið nú !!!!
góða skemmtun :)
heyrst hafa sögur um að Solla stirða gæti jafnvel spilað í mínu liði...og gott ef að glanni glæpur er ekki bara lessuklessa....segi ekki meir...
eigið góðan dag börnin mín


[12:14 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K