Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



þriðjudagur, ágúst 31, 2004

Reykjavík-Keflavík-Stanstead-London

Þrjár litlar lesbíur vöknuðu allt annað en myglaðar á þriðjudagsmorgni á Vesturgötunni...Vitandi það að leiðin lá til London var mikill spenningur í loftinu og ákváðu vinkonurnar tvær sem ég kýs að kalla Madonnu og Pink að losa aðeins um og skella sér í ræktina áður en ferðast væri til Keflavíkur....Penelope svaf eins og steinn á meðan hinar skelltu sér í ræktina...það var hlaupið í 40 mín og svo út í góða rettu beint á eftir...Leigubíllinn var svo elskulegur að koma og sækja stöllurnar og skutla þeim aftur á Vesturgötuna...Penelope skaust í kringluna í smá dútl. Vinkonurnar þrjár gerðu sig svo tilbúnar að fara og Tom Cruise kom og sótti þær til að skutla þeim á völlinn. Ferðin gekk fínt og mikil gleði í loftinu enda Madonna komin með mega-fiðring í magann að sjá goðið sitt...;)
Madonna og Penelope sátu afturí og Pink frammí með Tom ...
Þegar komið var upp á flugvöll tékkuðu skutlurnar sig inn og skelltu sér í fríhöfnina..verslað eitthvað smá og svo niður að ná að reykja smá áður en kallað var í flug.
Flugið gekk rosalega vel...Madonna sá til þess að engin fengi að leggja sig í fluginu með skemmtiatriðum..Hittum hálfan dansflokkinn í vélinni og mikið rætt um hversu langt ferðalag þetta væri...Danspíurnar voru nokkuð vissar um að þetta væru þrír tímar en stjörnurnar voru vissar um að það væru 2 þar sem við værum nú einu sinni að ferðast með Iceland EXPRESS ....já já...gaman gaman..
Lennt í Stanstead eftir tvo tíma og fjörtíu mínútur...rúta tekin til London downtown þar sem skvísurnar komu úr rútunni og röltu á lestarstöðina þar sem móðir Penelope tók á móti okkur ásamt kærastanum sínum á sportbílnum sem ekki var hægt að opna hurðina á sökum þrepsins við lestarstöðina sem var svo hátt...stelpurnar komust ekki þrjár inn í bílinn til að fá far á gististað svo það var ákveðið að taka lest aftur og lengra inn í London....þegar komið var á þá lestarstöð tók vinkona mömmu hennar Penelope á móti okkur í bílnum sínum þar sem hún sat vitlausu megin og keyrði okkur heim til sín....Madonna og Pink sváfu á gólfinu á mjög svo krúttlegri dýnu með lak sem sæng og Penelope prinsessa svaf í rúminu hjá vinkonunni...sumir töluðu íslensku til að útlenska vinkona myndi ekki skilja neitt sem yrði sagt en þessir sömu aðilar gleymdu sér aðeins því þarna var líka íslensk vinkona sem langaði ekkert að heyra það sem þeim fór á milli..skilji hver sem skilja vill.
Stjörnurnar sofnuðu á sínu græna .....
framhald fljótlega...ferðin rétt að byrja


[11:26 f.h.] [ ]

***

 

Ferðasagan á leiðinni

Hef ákveðið að breyta út af vananum með ferðasöguna í þetta skiptið..búin að reyna að finna dulnefni á fólkið í ferðinni en ekki gengið neitt alltof vel..svo ég attla bara að pikka og sjá hvernig fer .. það sem kemur næst í blogginu verður semsagt fyrsti parturinn í ferðasögunni frá London beibí....endilega fylgist með..því þar er allt að gerast... :) vona að lesningin skemmti ykkur og þið verðið sátt :9
ást út í loftið ..
kollster


[11:23 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 30, 2004

Get ekki gert kommur her....

Það er allt að gerast í hausnum á mér þessa stundina..komin í næturham gírinn og kemst ekki úr honum...þarf að gera soldið margt í þessu tæki sem fólk vill kalla tölvu en ég vill endilega kalla bjargvættinn minn núna...þarf að skrifa mail...og svara mailum og blogga...og og og...er að forgangsraða og attla að skrifa nokkur mail fyrst...so blogga...so skrifa ferðasöguna og gera það í sama stíl og þegar ég gerði ferðasögurnar hér í þá gömlu góðu (samt einhvernvegin strax búin að klúðra planinu þar sem ég er að blogga núna) kanski bara að gera það til að friða samviskuna gagnvart tryggum lesendum þessarar annars ágætu bloggsíðu ...so er Lilja vinkona komin með síðu á barnaland..þarf að skella henni inn við tækifæri og Sigrún pæjufrænka komin með blogg..er að segja ykkur það...allt að gerast...so er ég með stórar fréttir sem ekki munu bloggast næstum strax...en meira um það síðar...farin í hotmailið...sem bíður mín mjög svo hot og opið í öðrum glugga á þessari fínu tölvu....er heima hjá ma og pa....eitthvað huggulegt og öruggt við að sitja hér að kvöldi til og gömlu farin í rúmið og heyri nettan róm af alls ekki rólegu tónlistinni hjá hjalta bro...gott mál.
langar ekkert í rúmið þar sem þar bíður mín bara sæng og koddi....myndi sofa án sængur og kodda ef ég fengi eins og til dæmis eitt stykki ljóshærðan púka í rúmið mitt ákkurat núna..en nóg um það...attla að halda áfram í gírnum sem ég er í og reyna að henda mér í forganginn...sem er að senda púkanum sem býr inn í fallegustu konunni minni eitt stykki mail.
Góða nótt börnin mín og hver veit nema ofvirkan konan í vesturbænum skelli ferðasögunni inn síðar í nótt..ef ekki..þá bara á morgun....segir sá ????
ble ble


[11:14 e.h.] [ ]

***

 

Svör við spurningum á kommentakerfinu eru í kommentakerfinu sjálfu...senst búin að svara ykkur elskurnar mínar sem skrifuðuð hér undir síðustu færslu :)


[11:12 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 23, 2004

Ekki minn dagur í dag.....alveg EKKI....peningamálin ekki að gera sig...var að byrja á þessu mánaðarlega rétt fyrir ferðalagið og ýmsir aðrir hlutir ekki að ganga upp...en mar kann bara betur að meta góðu dagana þegar sona dagar láta sjá sig..
ble ....


[2:02 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 22, 2004

Menning ???

Veit ekki alveg hvort það getur talist menning þegar fólk labbar á milli bara til þess að eyða mánaðarkaupinu sínu bara af því að það var so flott flugeldasýning....æi finnst þessi dagur sem er nýliðin bara frekar fyndin...meika ekki sona mannmergð...hætti að geta andað almennilega þegar sona mikið af fólki er út um allan bæ...er frekar sósjal týpa í mér en meika þetta ekki..þá vil ég bara frekar vera heima með góðu fólki og loka mig inni...
En var samt mjög fegin að vera að vinna í gær...var bara á barnum með Unu minni og fólkið komst ekki nær mér en ég leyfði...það er að segja hinumegin við barinn....mjög gott mál.
Var geðbilun að gera...náði að reykja held ég sirka eina sígarettu og gott að ég fór að pissa áður en kvöldið byrjaði því ég fór ekki frá barnum fyrr en við lokuðum um sjö í morgun...þvílíkur neysludagur á íslandinu góða...er sona margt fólk úti á einum laugardegi..ef ölstofan var full og non-stop að gera alla nóttina....þá hljóta aðrir staðir að hafa verið svipaðir...jiiiii..ég er so einföld sál...finnst þetta alveg merkilegt bara....
Og það sem fólk setur oní sig...ein týpa á barnum til dæmis pantaði alltaf tvöfaldan martini bianco hristan á ís..og fyrr en varði voru báðar martini flöskurnar búnar...ég verð bara hneyksluð..á fólk bara skítnóg af pening...sona flaska kostar nú ekki mikið í ríkinu en þegar mar kaupir hana í glösum á barnum þá kostar þetta alveg sitt....en jæja..spái sossum ekki mikið í því á meðan ég er að afgreiða...úpps...fékk sona nett hugsi kast "attli fólk hugsi núna...shit eru barþjónar að spá hvað maður eyðir miklu??" nei ég er ekkert að skipta mér af kúnnum sona í daglegu lífi eða að spá í því..
Náði að vera smá brussa líka í gær....náði til dæmis að brjóta heilt glas oní kælinum þar sem klakinn er geymdur...ekki vinsæl kollan fyrir það...en sona gerist víst bara stundum..og hver tekur sossum eftir því þó hann fái smá glerbrot í drykkinn sinn ..fólk var so fullt í gær hvort sem er...djók....hihihihi...
Er frekar tóm og heilalaus í dag....búin að vinna aðeins yfir mig og attla að borða múttumat núna og skella mér í heimsókn til Gísla frænda...so eru ekki nema bara tveir dagar í London...og þrír dagar í ástina mína...
Vá hvað ég óska öllum að fá yfir ævina að upplifa það sem ég er að upplifa í dag....að finna ástina í lífi sínu og sjá það sona skýrt...finna sona mikla fegurð í hjartanu yfir lífinu..
ég kveð að sinni og verið öll sæl.....soldið fegin að þessi helgi er senn á enda..


[5:38 e.h.] [ ]

***

 

Komment

Vá....ekki leiðinlegt að koma í tölvu til að kíkja á bloggið sitt og bara komment við allar færslur...frekar mikið skemmtilegt...er að hugsa um að svara þessu bara flestu hér...skemmtilegra heldur en að þurfa að fara í hvert og eitt til að svara.
Sniðugu vinkonurnar í Danaveldinu búnar að vera að plotta eikkva rosalegt ....Kæró að reyna að gera mig forvitna...segist vera me eikkva surprise þegar ég kem til London...iss piss...ér ekkert forvitin *krossafingurnarbakviðbakglott* immit...sure a é sé ekkert forvitin..sæll hvað mig langar að vita hvað hún er að gera.
Erla....þinns fær að lúlla vi hliðina á kroppnum mínum...ekki allir sem fá þa sko...en ég hef nú litlar áhyggjur af því að þú farir að leita á konuna mína....kona í sambandi með tvö börn...ha ??? hihihihi tek geitungadansinn fyrir þig eftir nokkra drykki í London beibí ...alveg á hreinu..gæti þurft alveg nokkra nokkra drykki en þú ert pottþétt góð í að koma þeim oní mig...vasst nú að fylla konuna mína bara síðast í gær..hihihihihihih
Lil....takk fyrir öll kommentin litla þykist-ekki-vera-penni konan mín...þúrt að drepa konuna þína úr forvitni...og hurru..jón spæjó á íslandi hefur líka sín sambönd og þú munt ekki fá að fletta upp neinum nöfnum um komur til Danaveldis á næstu mánuðum elskan mín...ég þekki tölvunörda sem redda því að nafnið mitt komi hvergi fram fyrir almennu auga.hihih
Þarft heldur ekki að hafa áhyggjur af því að konan þín verði þreytt í London...attla að vinna hér eins og gebbi (geðsjúklingur) þangað til ég kem út...en ég hef ALLTAF orku fyrir þig ástin mín *blikk* *blikk* *blikk* híhíhí
Rebekka...finnst nú eiginlega skítt að hafa þig ekki með í þessu öllu saman...og ef þú lest ekki blogg þá bara segja stelpurnar þér að þú hafir verið með :) takk fyrir ástarkveðjurnar í símann áðan...hihih...gott að elska hana Lil mína..eigum það allar sameiginlegt...ég þú og Erla..og fullt af öðru fólki náttla líka...þó ég elski hana reyndar mest sko...hihi
jæja..attla að blogga eina færslu í viðbót um menningarnóttina og svo verð ég að stinga af...lesa mail og sona...
over and out lömbin mín stór og smá


[5:28 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, ágúst 21, 2004

stress

Mikið rosalega er ég fegin að vera að vinna á menningarnótt...myndi ekki vita hvað ég ætti að gera ammér í þessum mannfjölda..myndi líklegast fá svimakast og enda heima hjá mér sofandi í sófanum af stressi yfir því hvað ég ætti að gera um kvöldið..
Er senst að vinna á Ölstofunni og hérumbil allt mitt starfsfólk líka...stuð...ekkert nema gaman..


[3:43 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 20, 2004

-Langar

Það er einhver óstöðvandi gleðipúki í mér...
-langar að gera so margt á meðan ég er að bíða eftir að hitta ástina mína.
-langar að keyra upp í sveit með Huldu vinkonu og tjilla í Hrútafirðinum.
-langar að keyra upp í bústað með Dil og hlusta á róleg lög..borða yfir mig og syngja Dil í svefn.
-langar að fara í pottinn heima hjá steinu með Urði og Önnu Þrúði og láta eins og fífl
-langar að fara á edrú-djamm að taka myndir af fólki og labba milli staða.
-langar að fara í pool með Geira félaga og vera gaur með honum.
-langar að gera alskonar hluti sem ég man hvað voru skemmtilegir..hihih..langar að ná í þessar minningar og upplifa þetta allt bara helst strax í dag.
en læt mér duga að vinna eins og geðsjúklingur...og auðvita hitta Leynifélagsenglana í kvöld yfir málningu og spjalli um hárkollur og annað skemmtilegt sem verður sko ekki ónýtt...
allt er gott í dag....allt er gott í hjarta mínu....
og ég er með pikk-þörf...mjög mikla...eins og í gamla daga bara...mjög gott.


[3:12 e.h.] [ ]

***

 

Gestabók

Smá aukablogg....
Sigrún frænka...já sælar..var að komast að því að þú lest bloggið mitt..þýðir ekkert að heimsækja mig hér daglega og skrifa ekki neitt...skamm skamm litla frænkan mín :)
hihi
Hér er frekar rólegt um að vera...ég og Urður gerðum smá sniðugt í pásunni okkar áðan...elska að gera sniðuga hluti með Urði...lifum okkur alltaf so inn í allt sem við gerum...get ekki alveg ennþá skrifað hér hvað við vorum að gera því þá klúðra ég því að gera konuna mína forvitna og það má ekki gerast..hihih...*púkaglott*
Erum að hlusta á hann Billy minn Joel hér á bakvið...snillingur maðurinn.
Langar allt í einu bara að hitta Bríeti mína..sakna þess að sjá hana reglulega..er að hugsa um að bjalla bara í hana..náði nebbla ekki í hana á afmælisdaginn hennar..
sjáumst sæta fólk


[3:09 e.h.] [ ]

***

 

Skemmtiatriði Vesturgötunnar

Minns lagði af stað til vinnu í morgun...með stóra íþróttatösku á öxlinni...og í fínu skyrtunni sinni..alveg með allt á hreinu..hárið í kamb og alles klar.
Nei var ég ekki að labba vesturgötuna í rólegheitum þegar lítil ekki so sæt geitungafluga ákveður að skella sér memmér í göngutúrinn...tók ekkert eftir henni til að byrja með..heyrði bara eitthvað suð...so leit ég á töskuna mína og var ekki þessi elska bara á töskunni..so ég sveiflaði töskunni í jörðina í von um að gæskan myndi láta sig hverfa og hélt áfram mína leið..nei nei..röndótta kvikyndið hélt áfram að labba memmér...sagði kærustunni í gær að geitungar væru ekkert að stinga mig og hélt nú bara að þær hefðu heyrt það og ákveðið að bögga mig á göngu minni..fékk smá panik-attack (ég er sko vön að láta þær bara eiga sig og rölta áfram) nei aldeilis ekki..kastaði af mér töskunni..sló til hennar í kjánaskap mínum og hljóp í hringi....allt í einu mér ekki til so mikillar ánægju heyri ég glaðgleðan hlátur hinumegin við götuna..þar stóð stúlka og drengur út að reykja og skemmtu sér vel yfir óförum mínum....geitungurinn hélt sinnar leiðar og ég vinkaði fólkinu hinumegin og sagði þeim að ég vildi bara fá þau til að brosa. Þau þökkuðu vel fyrir sig ..enda frekar fyndið líklega að sjá þetta...konan á fullu næstum hlaupin út á götu og engan geitung að sjá þaðan sem þau stóðu.
Þetta var skemmtisaga dagsins...hver veit nema þær verði fleiri.
p.s. var ekki stungin


[2:35 e.h.] [ ]

***

 

Bretland

Best að blogga eina netta færslu sona áður en ég stimpla mig inn í vinnunni...var að koma í Eymó...finnst meira að segja alltílæ að vera að vinna í þessari líka bongó blíðu..tímin líður hratt þegar mar er að vinna..so málningarpartý hjá Pálí í kvöld þar sem ég vonast til að sjá líka Huldu..Láru og Barbí...og svo menningarnótt á morgun og bara örfáir dagar í London beibí.
Meiri merkilegar fréttir...Ma og Pa eru alvarlega að hugleiða það að flytja til Bretlands...merkilegt nokk. Finnst það soldið óraunverulegt ennþá að eftir sirka ár geti ég ekki stokkið yfir á Aflagrandann og borðað lasagna a la mamma þegar mig langar til...get ekki stokkið yfir og knússt múttuna mína og pabban minn og strítt smá Hjalta bro...mjög skrýtin tilfinning. Er samt ekkert að átta mig á þessu ennþá.
Jamms...eníveis...London beibí....stutt stutt....
Skemmtilegt að sjá sona gisk-keppni á kommentakerfinu...;)
Var að vinna í gær á Öllaranum....og þar var fundur hjá verslunarstjórum pennans...skemmtilegt að fá að afgreiða yfirmennina á staðnum þar sem ég er yfirmaður sjálf...spes.
jæja....verð að hætta þessu masi og skella mér í spennuna hér í austurstrætinu..
þar til næst..
ble ble


[11:50 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, ágúst 18, 2004

Bestu fréttirnar

Mín var senst bara að koma heim frá Danaveldinu...yndislegasta ferð sem ég hef farið þó stutt hafi verið...algjör snilld. Nú er bara harkan sex..vinna eins og mér einni er lagið þangað til London kallar í flug...sem er bara næsta þriðjudag...
Er búin að finna konuna sem mig langar að eyða það sem eftir er ævinnar með...alveg á tæru...attla aldrei að sleppa henni...Lilja...heyriru þa...þú sleppur ekki engillinn minn :) hihih
fullt að gerast á blogginu...so ég attla a svara þessum kommentum...
Dídí Jackson....takk fyrir sæta mín...við skemmtum okkur konunglega..steingeitína ekkert stressuð og engin sími og ekki neitt bara...allt að gerast á þessum bæ..hlakka til að hitta þig á eftir..attla að massa þetta ground zero lið þangað til..segi þér sögur á eftir beibí :)
Alkakrútt...takk fyrir sæta mín, þekki hvernig þú skrifar krútta..so ég var voða glöð að sjá að þú samgleðst..skiptir mig miklu máli..hlakka til að segja þér ferðasöguna og vera fyndin ..hihih..hlakka til að heyra þig hlægja memmér..hihi
Skrímsla..ég svaraði þínum spurningum á blogginu þínu áðan :) en jamms..er senst komin heim en mun vera dugleg að heimsækja danina mína á næstu mánuðum...:) knús til þín engill...
Hulda...þokkalega kaffihús...alveg ferðasagan...
Pálí..er laus á föstudaginn um kvöldið...er sko game í partý til þín..knús knús knús
Maggý og Eva...skamm skamm..hvað verður nú um óvænta drykkin þegar Lil skoðar bloggos ?
eníveis...minns í hamingjukasti..fékk bestu fréttir heims í dag...veit samt ekki hvort ég megi blogga þær ennþá svo ég geymi það til betri tíma...brosi hringinn og er so ótrúlega glöð að vera til og sona heppin kona.
ble í bili..farin að skoða nettilboð ...


[5:15 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Kollster i Danaveldi

jaeja...stelpan maett i danaveldi..buid ad vera algjort himnariki a jord...himnariki i Danaveldi. Atti ad vera surprise koman min her en kaerastan er soddan Jon spaejo ad henni var farid ad gruna thetta soldid mikid. Sit her a netkaffi med Lilju ad boka flugid heim..ekki neitt serlega glod ad vera ad fara en well. Uni fallegi kom ad saekja mig a vollinn i gaer og forum beint upp a stofu til Lilju...Unu for inn og sagdist vera med pakka til hennar og hun yrdi ad loka augunum...hun gerdi thad en var med thetta lika glott a andlitinu..hun vissi alveg hvad var i vaendum thessi elska..en thad var lika kanski bara agaett thvi hun var fyrirfram buin ad taka ser fri fra vinnunni i dag ef ske kynni ad eg vaeri ad koma.
Í gaer var grenjandi rigning en eitthvad mjog fallegt vid thad samt...einhver falleg tilfinning vid ad labba med konunni sem madur elskar i grenjandi rigningu og vera bara einhvernvegin alveg sama tho thad rigndi eins og hellt vaeri ur fotu.
Barbi...tinns faer sko sukkuladi..ekki malid !!!
Jamms..gott ad vera til...for a fund a sunnudagskvoldid og brosti bara hringinn..geri soldid mikid af thvi nuna ad brosa hringinn..hlakka so til ad geta verid med astinni minni alltaf tegar okkur langar til..alveg sama hvar i heiminum thad verdur (Dyrlei...*blikk* *blikk*) buin ad hitta nokkra vini hennar Lilju her i Danaveldi og thau eru oll thvilik yndi...ein sem eg er buin ad hitta nokkrum sinnum og thad er so fallegt i augunum hennar...so er hun med so mikin sannfaeringarkraft og utgeislun thessi elska..alveg ad vinna a fullu i thvi a flytja Kollu litlu hingad...
en jaeja..ut i solina med saetunni minni....knus knus og meira knus heim til englanna.
Oli & Signy...thakka kvedjurnar..einn daginn naer mar kanski ad skjotast an thess ad Jon spaejo komist ad thvi fyrirfram ;)
ast ut i loftid og yfir hafid


[12:57 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 15, 2004

Arinnminn

Elsku Arinn minn...vona að þú lesir bloggið mitt þegar þú kemur í bæinn....er búin að senda þér mail með númerinu mínu so þú þekkir númerið mitt skan...endilega hringdu í mig í kvöld eða á morgun..verðum að hittast á meðan þú ert á klakanum elskulegur :) Því miður get ég ekki boðið þér gistingu eins mikið og mig langar til þess þar sem Gísli bróðir hennar múttu er í íbúðinni minni og ég er búsett heima hjá Unu vinkonu þessa daga á meðan íbúðin er í láni. En hringdu á mig elskan og ákveðum góðan tíma til að hittast :)
knús kolla
Af mér er fínt að frétta...soldið þreytt eftir langa helgi og mikin söknuð....Hlakka til að vera búin að vinna í nótt og fara heim í litlan svefnsófan til Unu minnar og sofa eins lengi og ég mögulega get....fór til Ingu vinkonu áðan og rústaði henni ekki bara einu sinni heldur tvisvar í Hóru..sem er snilldarspil sem Inga kenndi mér...hef nota bene aldrei unnið hana í þessu spili so þið getið ýmindað ykkur hversu sátt ég var og hversu ósátt hún var ..hihih
Rétt rúm vika þar til ég fæ að sjá ástina mína attur....þar so gaman að vera ástfangin...lælælæ....
Attla ekki að hafa þetta mikið lengra núna þar sem ég þarf að mæta á fund ...og það líka bara ettir smástund..hihih


[7:00 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 13, 2004

Bóndabrún

Vaknaði klukkan tíu í morgun viss um að sólin væri eins hátt á lofti og hún var í gær...og viti menn...konan var sannspá eftir allt saman.
Svaf með litla eiginmanninum honum Una í nótt...mjög ljúft að hafa einhvern að kúra hjá sona þegar maður er að sakna kæró og solis.
Fór beinustu leið út í sólina til að fá smá meiri bóndabrúnku..hitti kunningjakonu á leið minni um bæinn sem hrópaði upp ..."vá hvað þú ert orðin brún" ekki leiðinlegt að byrja daginn á sona kommenti....
En þrátt fyrir sól og blíðviðri alla daga og hamingju allt í kringum mig þá er hugur minn bara fastur í Danaveldi þar sem gimsteinninn er staddur...sona er það bara....vil líka bara alltaf hafa hug minn þar þó ég sé stödd hér...og hér er alveg gott að vera...gott að sakna...en alveg mjög gott-vont samt.
So er Madonna á planinu...verð nú alveg að viðurkenna og vona að Una gangi ekki frá mér ...að þessir tónleikar komast ekki að í hausnum á mér af spenningi við að hitta fallega kærustuna mína....*roðn*
jæja...segjum þetta nóg í bili...stelpan á leið aftur út í sólina..ná sér í meiri bolafar..hahaha
ást og kossar
kollsterinn


[12:31 e.h.] [ ]

***

 

Tóm

Pink var algjört æði og er algjört æði....
Fór að sjá Búðabandið með Una sæta í gær...hittum líka Hulduna mína og Skjöld minn og Dísina mína...gaman að vera í góðum félagsskap ...
Er smá tóm....vantar so að vera bara núna í Danmörku...nenniggi a blogga..brosi bara framan í heiminn og trúi að hann brosi tilbaka mjög fljótlega :)
ást út í loftið


[10:55 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 09, 2004

Pink á morgun

Jæja....búin að eyða tára-kvótanum í bili ....Maggý og Eva fengu barn í pössun til sín í gær sem grét mestallan tímann....ég heppin að þær séu sona þolinmóðar....enda var gráturinn af hinu góða þar sem ég var ekki í ástarsorg...meira bara ástargleði ..hihih
Í dag brosi ég bara hringinn...hlakka til að sjá ástina mína aftur og er í hamingjukasti yfir því að Unan mín sé komin heim og við að fara í ræktina á eftir....so sefur mar bara með lýsingaskinnuna..og mætir eins og Ross til London..með sjálflýsandi tennur og auðvita geðveikan massa eftir ræktina.
So er Pink á morgun..allt að gerast...sæll hvað ég hlakka til....váááááá
best að skella Pink á fóninn og æfa sig fyrir tónleikana..eins gott að mar fari ekki með mikin pening með sér so ég kaupi ekki allt sem er með mynd af henni á.... skatturinn sá nú alveg til þess að ég myndi ekki gera neina slíka vitleysu á næstunni.
Það var so sætur strákur út á Lækjartorgi áðan...var sona Down-syndrome....ég var með opna bílrúðu að tala í símann og hann hljóp að bílnum og öskraði "halló" alveg framan í mig....með bros á vör...minns bara klökknaði..held nebbla að hann hafi verið smá skotin í mér að tala í símann..hihi
Börn eru ljós lífsins....
So er það fundur annað kvöld...hitta yndislegu sponsuna mína...matur hjá Lilju vinkonu fimmtudag og vinnuhelgi...tíminn verður ekki lengi að líða með þessu framhaldi..sem betur fer..
Pantaði so miða til Danaveldis í september þar sem það kostar einungis 18 krónur...og mar ætti að geta reddað sér gistingu hjá fallega fólkinu ;)
Kollsterinn lét so sjá sig á götum borgarinnar áðan algerlega ógreidd....mjög smart að vera sona ógreidd þegar ástin mín er færasta hárgreiðslukona landsins...mjög smart...en var bara so spennt að hitta Urði mína í kaffi að ég gleymdi mér og hljóp út.
Steinka kemur heim í nótt so ég verð ekki meira hér í höllinni í bili...en ég er komin með netið heima hjá mér þökk sé Gísla frænda so ég leyfi ykkur að fylgjast með lömbin mín.
nú kveð ég í bili...attla að pikka smá meira annarsstaðar....og so sjáumst við bara hress..
mjög mikilvægt að vera hress.
bless bless


[3:13 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 08, 2004

Ástin mín

Lilja....Takk fyrir tímann okkar saman...mun lifa á honum þangað til við sjáumst næst eftir 16 daga....elsku fallega ástin mín sem ég elska so mikið....mér er alveg sama hver les þetta..mér er alveg sama hvað öllum finnst.....ÉG ELSKA ÞIG...og langar ekki að leyna því fyrir neinum...hlakka so mikið til að kyssa þig aftur og fá að hafa þig í fanginu. Kysstu Elísabetu og Alex frá mér og segðu þeim að Kolla hlakki til að sjá þau aftur..biddu Elísabetu að knúsa fallegu mömmu sína frá mér og segðu Alexi að Kolla muni ekkert vera að kyssa neitt á næstunni...hann verður fegin að heyra það litli engillinn.

Grát...grát...grát...veit ekki hvort lyklaborðið endi á floti hér í höllinni...var að koma af flugvellinum að kveðja ástina mína...ég hún og mamma hennar stóðum þarna með tárin í augunum...töffarinn í mér er farin í dag....það er líka bara töff að gráta.
Sakna hennar so mikið....attla bara að leyfa mér að vera væmin í dag.
Kom so hér heim í höllina og leit inn á bloggið mitt....sá kommentin frá Barbí...Diljá og Huldu...fallegu fallegu fallegu stelpurnar mínar....takk takk takk fyrir að vera til fyrir mig.
Shit hvað tárin eru endalaus...get ekki hætt að gráta en líður samt so vel í hjartanu...veit ekki hverjum ég á að þakka...jú englunum...
Búin að komast líka að því eftir símtal við Diljá mína og Huldu að ég er so heppin kona....segi það aldrei ógrátandi að ég á so gott fólk að....það er ómetanlegt að geta deilt sona hamingju með vinum og vandamönnum. Mér líður so vel í hjartanu en samt er ég so tóm inn í mér.
Attla að leggjast í sófann hér niðri og bíða ettir að vera sótt af mommsunum mínum sem attla að dekra mi í kvöld...ómetanlegt enn og aftur....ómetanlegt.



[3:39 e.h.] [ ]

***

 

Söknuður

Jæja...komin sunnudagur....til sælu veit ég ekki alveg.
Þarf að kveðja fröken fallegust á eftir...skrifa þetta ekki með þurr augu.....
En það er gott að sakna og sjá hvað maður elskar mikið....so segir allavega klár kona.
Gangan í gær var....jamm mjög fjölmenn...segi ekki meir.
Bærinn iðandi af kynvilltu fallegu fólki og yndislega fólkinu sem styður við bakið á okkur hinsegin fólkinu.
eníveis...bloggið verður ekki langt í dag...þarf að kveðja


[11:24 f.h.] [ ]

***

 

Ástin ræður

fallegust er í útvarpinu..á Bylgjunni....er so skotin.



[10:55 f.h.] [ ]

***

 

Hinsegin

Gríma....þokkalega sem ég attla að horfa á þig taka pinnahælana á gæjann....
Ísak...það var nú lítið mál elsku kallinn minn ;) takk fyrir hlýjar móttökur alltaf þegar ég kem í heimsókn :)
kollan var senst að koma í höllina og með þessa líka stórglæsilegu ómótstæðilegu konu með sér....svo bloggið verður ekki langt í þetta skiptið....
Kveðjustund á morgun...ekki alveg að hlakka til...en best að hugsa ekki um það núna...fara bara og njóta þess að kyssa frúna.
góða nótt fallega fólk og til hamingju með að vera hinsegin...
bleble


[3:27 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, ágúst 06, 2004

Fimmtudagur til fyllibyttna....

Sæll....Kollan mætt í höllina og prísa mig sæla að hafa komist heilu og höldnu heim eftir þetta kvöld.
Dagurinn var reyndar æðislegur....snilld og ekkert annað...vaknaði náttla á mjög svo kristilegum tíma enda konan guðrækin eins og aðrir góðir kynvillingar. Fór á kránna og fékk mér..nei ..fór á Ölstofuna og tók á móti vörum..brunaði so til fallegu konunar og litlu englana hennar...keyrðum í vinnuna til fallegu mömmunar sem á so stórt hjarta.....fengum bílinn hennar lánaðan og keyrðum upp á Keflavíkurflugvöll til að ná í yndislegu hommsuna frá Danaveldinu og keyra "honum" í bæinn. Fór so í smá rúnt um allan bæ...ekkert nema gaman.....kíkti við hjá ten.....í smá spjall...sótti so fallegu stelpuna og englana til að mæta með þau í lelluboltann og horfa á.....so var keyrt á Subway....veit ekki hvort töffarinn í mér höndli að tala um þetta....en við vorum öll í flíspeysum frá 66 gráður norður.....vísitölufjölskyldan mikla...skemmtileg sjón og ekkert nema gleði. Eftir subway keyrði ég so fallegasta fólkið heim til fallegustu mömmunar....og brunaði af stað til vinnu....hefði líklegast ekki brunað eins hratt ef ég hefði vitað hvað biði mín þar.
Vinnann gekk sinn vanagang sona vel framettir kvöldi....fallegust kom í heimsókn og brosið mitt sem er búið að vera fast á mér í rúmlega tvær vikur stækkaði enn meir.
So þegar við vorum að sona fínlega henda fólki út þá bara varð ein byttan reið og vildi ekkert fara...attlaði sko að fá meiri bjór sem mér leist ekkert á þar sem hann hellti niður þeim sem hann keypti....tók þá ekki þessi myndarmaður sig til og sló til mín...nei ekki til mín heldur bara beint í andlitið á mér...Kollan varð ekkert sérlega glöð...það er ekki auðvelt að taka brosið mitt burtu þessa dagana en honum tókst það þessum..pottþétt afbrýðissamur aþþí að ég á so sæta kærustu...eníveis...varð mjög reið..eftir nokkur skipti að reyna að vaða í mig þá kom löggan og fjarlægði manninn. Við gengum frá og ég er komin með brosið mitt aftur.......soldið skjálfandi inn í mér ennþá...en það jafnar sig.
Englarnir eru góðir...færa mér góða hluti í lífinu...so þegar sona gerist...þá þakkar maður bara fyrir að mennirnir allt í kringum vonda manninn pössuðu sko aldeilis upp á Kolluna sína. Já konan sem afgreiðir ölið er soldið vinsæl :)
Föstudagur framundan og mín í háttin til að geta verið spræk í gleðinni á morgun.
ást út í loftið ....til ykkar allra og koss í Heiðarger........
;)


[3:43 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, ágúst 05, 2004

íslenskt veðurfar

Jæja...stelpan komin fyrir framan tölvuna og klukkan að ganga fimm um nótt...á miðvikudegi...eða fimmtudegi kanski frekar þar sem það er fimmtudagur á morgun. Er með pikk-þörf dauðans...langaði ekkert að nota þetta dauðans orð en fann ekkert sem var nógu lísandi fyrir þessa pikkþörf mína nema kanski þetta orð "dauðans". Veit ekki af hverju en ég hef minnkað alveg helling að nota þetta ógeðsorð...finnst það bara svo langt frá því að vera eitthvað sem maður ætti að vera að nota í setningum. Nema kanski þegar talað er um sölumenn dauðans.
Eníveis....vá hvað hugur minn er búin að reika þvílíkar ófarnar slóðir í dag.....og farnar slóðir líka.
Held ég gæti jafnvel spælt egg á höfðinu á mér eftir þennan dag...átti rosalega langt símtal við konu út í bæ sem er mér eins kær og ég er smeyk við hana...það var gott-vont...
átti síðan alllangt samtal við hana litlu mig nokkuð oft í dag...er svo mikið að vanda mig að hugsa hlutina ekki of mikið og bara njóta þess að vera til...en sem ekki bara steingeit heldur líka meðvirk kona þá er það ekkert endilega það auðveldasta sem maður gerir. But jú liv jú lörn.
Langar að segja heilan helling en ef ég byrja þá líklegast myndi engin hafa þolinmæði né tíma til að lesa þetta til enda.
Langar svo margt í lífinu þessa dagana..og aldrei þessu vant þá er það ekki tengt því að bjarga einum eða neinum nema kanski að smávegis bjarga sjálfri mér úr hausnum á kollu litlu.
Ég skipti skapi eins og íslenskt veðurfar....en næ samt einhvernvegin að vera glöð þrátt fyrir að hnúturinn í maganum láti kræla á sér af og til yfir daginn...er smá smeyk við að njóta....kanski er ég líka smá viðkvæm fyrir vegna vinnuálags.....veitiggi.
En jámm...er kanski núna að sleppa úr hausnum á mér með því að blogga þetta út...eða kanski bara enn meira að velta mér upp úr öllu...veitiggi alveg.
Eitt veit ég þó og veit vel.......Kollan er skotin og gott ef ekki bara áxxxxx
xxxx......jamm...there....I said it...
góða nótt fagra fólk.....attla að koma pikkþörfinni frá mér síðar......
ást ást ást og meiri ást.....ást kemur stundum jafnvel í staðinn fyrir svefn...



[4:42 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, ágúst 03, 2004

merkt x til þín

Ef....þú lest þetta bréf...og veist hver ég er...viltu þá lofa mér....já að segja engum frá...ást minni og þrá ..þú veist að ég treysti þér....saman gætum við kanski fundið stund og stað..og lesið í augum það....sem við komum ei orðum að...
góður texti..því miður ekki minn eigin...en eins og lesið úr mínu eigin hjarta samt.
íslensk dægurlög eru það besta...
knús út í loftið..kollan er að fara í fjölskylduboð með mæðgunum....hihihi
Pálina...til hamingju með afmælið í dag...er so stolt af þér og mun fagna með þér í kvöld :)
knús


[5:52 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 02, 2004

Do tell

Þegar maður bara finnur að eitthvað er rétt....þá hlýtur það bara að vera rétt....finnur bara frið í hjartanu og allt virkar so eðlilegt...erþaggi ?
Urður...vantar so að ná í þig og fá að hitta þig...síminn þinn er leiilegur vimmig !!
Öllarinn var í rólegri kantinum í gær....fékk fallega gesti sem lífguðu alveg upp á kvöldið :)
So er Gísli frændi að koma og gista í litlu höllinni á Keilugrandanum næstu nætur...hitti múttu..ömmu..afa og Selmu systur hennar múttu áðan heima til að gera allt reddí fyrir kallinn. Fékk smá yfirheyrslur um ástand mála í mínu lífi og sagði þeim allt af létta...mar á að deila með familíunni..þvílíkt sem mér leið vel ..þau voru líka eikkva so tjilluð. Ótrúlegt hvað maður getur alltaf reiknað með því versta en so reynist allt bara vitleysa..mar á að treysta fólkinu sínu fyrir sér því þau vilja manni so vel...hætta þessum áhyggjum við viðbrögð endalaust.
jamms...attla að skreppa ....nota tímann með hann er.
ást út í loftið



[5:23 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 01, 2004

Læra að elska

Mig dreymdi Búðabandið í nótt....dreymdi að ég var að róta fyrir þau...hmm...er ég orðin grúppía ???? Jæja..búin að gefa litlu kisunum og er að hugsa um að skella mér í smá bíltúr til fallegu mæðgnanna......hihi
Stundum er sagt að maður eigi að elska fólk bara eins og það er þrátt fyrir að það sé veikt og sona....attli það sé hægt að læra að elska ketti þó manni finnist þeir bara ekkert skemmtilegir...attli það hjálpi að hugsa þá bara veika??? hihihihi
Kollan kveður í bili
þangað til næst lömbin mín...



[1:12 e.h.] [ ]

***

 

Stundum verður mönnum á !!!!!

Var að vinna í gær og til mín kom þessi líka undurfagri engill......sagði mér skælbrosandi eins og hún er yfirleitt að hún hefði átt afmæli í gær...það er að segja föstudag. Kolla litla var ekkert allt of ánægð að fatta að hún hefði gleymt að hringja í fallega litla engilinn á afmælisdaginn....
Elsku Auður Rán....til hamingju hamingju hamingju hamingju...með afmælið á föstudaginn.
Takk fyrir að fá að vera vinur þinn þessi ár sem við höfum þekkst...þú hefur sett so mikla birtu í mitt líf með tilvist þinni. Stórt knús til þín og hittumst í kaffi sem fyrst...hef fullt af fréttum handa þér.

Annars var vitlaust að gera á Öllaranum í gær...soldið misjafnt liðið.....fólk var í miklu stuði...þurfti að rífast við eina konu um hvort ég seldi bjór sem hún smyglaði inn...hún reyndi mikið að sannfæra mig um að hún hefði sko keypt þennan bjór af mér...ég var nokkuð viss um ekki þar sem ég sel ekki bjórinn sem hún var með. Svo reyndi annar lítill fullur kall bara að afgreiða sig sjálfur..teygði sig yfir barinn og attlaði bara að dæla smá ábót í glasið sitt...Hann fékk sko að heyra það frá Kollsternum.
En þetta endaði allt í sóma og ég er að tryllast úr gleði í dag....fékk mjög svo góðar fréttir í dag sem ég get ekki alveg deilt með ykkur eins og er...attla bara að halda áfram að tryllast úr gleði inn í mér...
bless í bili fallega fólk


[1:06 e.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K