Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



sunnudagur, október 31, 2004

Breytingar

Plan helgarinnar breyttist allsnögglega og alls ekki á verri veginn...
Steinolía hringdi frá útlandinu og bað mig um að vera heima hjá sér í kvöld með prinsessurnar báðar ...vera með þær hér í nótt og fara með þá litlu í leikskólann á morgun...litla prinsessan var hjá ömmu sinni um helgina og Bríet átti að fara til pabba síns í kvöld en plönin breyttust so ég verð hér í höllinni með þær báðar í kvöld...þannig að Hulda mín..kemst því miður ekki á fundinn en hlakka til að sjá þig sem allra allra fyrst.
Búið að vera yndislegt að hafa Bríeti hjá mér um helgina...gæti alveg hugsað mér að hafa hana alltaf hjá mér sona helgi í mánuði eða svo.
Lá með hana upp í sófa í gær að glápa á sjónvarpið..frekar södd eftir að hafa eldað handa okkur prinsessunum mexikanskar pönnsur...varð smá lítil í mér með hana í fanginu..sakna Lilju minnar..finnst ósanngjarnt hvað hún er langt í burtu frá mér..so var hún á djamminu að senda mér sms og allar kellingarnar á Pan að reyna við hana..verst að ég var ekki þarna...hefði verið gaman að sjá þær missa sig yfir fegurðinni henni konunni minni..verra að vera heima og geta ekki kysst hana og svekkt þessar stelpur þarna úti. en svona er þetta..styttist í að við getum hætt þessum kveðjustundum.
Jæja..skrifa kanski í kvöld þegar prinsessurnar litlu eru komnar í háttin...Elín fer að koma heim so best að hætta þessu pikki og sinna englunum.
Knús á línuna...og þeir sem eru með elskunni sinni...njótið...til hamingju með ástina.


[4:48 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, október 30, 2004

Helgarfrí

Jæja..komin laugardagur og alveg að verða búin þessi mánuður...sem er gott því þá fær fólk launin sín og þá er komin nóvember...sem þýðir að það verða bara nokkrir dagar þangað til ég fer til Liljunnar minnar og sem þýðir líka að ég get sagt í nóvember að konan mín flytji heim í næsta mánuði :) bara gott mál semsagt.
Gærdagurinn var mjög vel planaður...fór og sótti Bríeti um þrjú leytið að mig minnir..við fórum svo saman í smá stúss...skutla múttunni hennar í Hafnarfjörðinn...sækja Oddlaugu og skutla henni til mömmu sinnar...so fórum við heim að skila af okkur dótinu okkar...og þaðan til Láru vinkonu ...Lára kom svo með okkur heim til Rós og Unu þar sem horft var á Ædol..aþþí að Kolla kjáni er nefnilega ekki með stöð 2. Eftir Ædolið fóru Rós og Lára í bíó en við Bríet fórum heim í Kollu-kot. Sóttum einn fallegan útlending á leið okkar heim (Fabio) og horfðum á friends framettir nóttu með popp og kók...mjög mjög mjög næs...
So vöknuðum við Bríet klukkan tíu í morgun og vorum sko engan vegin að nenna að fara á fætur neitt...en píndum okkur nú samt í það so að Bríet myndi ekki skrópa í ballettinn...erum sko búnar að ákveða að sofa út í fyrramálið..alveg á hreinu.
Hver veit nema maður skelli sér í bíó í kvöld með litlunni ...
knús á línuna...attla að bjalla í fallegustu konuna núna.


[10:59 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, október 29, 2004

ósmart

Jæja...sest fyrir framan tölvuna...komin með Eminem í græjurnar...merkilegt nokk en hann fær mig oft til að skrifa eitthvað skemmtilegt þó svo að hann sé kanski ekki beint með fallegustu textaskrifin..það er bara eitthvað við tónlistina hans sem ég fíla rosalega vel.
Sat með Svönsu á Vegamótum áðan...labbaði ekki einn af draugum fortíðarinnar..strákur sem ég var smá með einu sinni..frekar fyndið..að rekast sona á MANN sem ég var að dúlla mér með. Virðast allir (tek það fram að allir þýðir bara allir þrír eða svo...ekki margir sko) vera að poppa upp í kringum mig núna...Krissi Vegóþjónn kom upp á ölstofu í gær og so E.... áðan á vegamótum.
Fór að rifja upp allt þetta straight-tímabil mitt þar sem ég var meiri lesbía í rauninni að sjá heldur en ég er í dag.
Man þegar ég vann á Spotlight ...verslaði fötin mín í Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar...sendi vinkonum mínum blóm í skólastofuna þeirra...en ég var sko STRAIGHT !!
er búin að halda gömlu myndunum af mér upp í skáp eftir að ég fann ástina í lífi mínu so hún þurfi ekki að sjá þessi tímabil sem talað er um hér á undan en hey..allir eiga sína drauga og fallega konan mín hefur nú ekkert alltaf verið sona smart á því eins og hún er í dag...einu sinni voru allir ósmart.

Er alveg að hlakka til að sækja bara litlu prinsessuna mína á eftir og leyfa henni að ráða algjörlega hvernig við notum þessa helgi..vona að hún vilji bara vera sem mest heima í rólegheitum..mútta farin út og minns á kagganum ...fór og sótti fleiri friends spólur áðan og nú vantar mig að ég held bara fjórar spólur í safnið góða.

Urður...ef þú lest þetta þá er ég búin að vera að dreyma alskyns leiðindi upp á síðkastið og langar svo að sjá hvað þú hefur um þetta að segja...kanski bjallar bara á mig við tækifæri ástarengillinn minn !!!!

jæja...hætt að bulla og er að hugsa um að skjótast heima í kotið áður en ég fer að sækja Bríeti ...setja spólurnar á sinn stað og sona...nei..engin Monica hér sko.

góða helgi lömbin mín og knús á kinnarnar


[3:12 e.h.] [ ]

***

 

Þunnt blogg

Já sælt veri fólkið..
Helgin framundan...og ég sæki prinsessuna litlu í dag og hún verður í Kollu-koti alla helgina...vá hvað við eigum eftir að eiga góðan tíma saman við stöllurnar.
Lítið nýtt að frétta....
Barbí...jamm mjög ódýrt...legg þetta smotterí inn á kallinn í dag býst ég við :)
Söfnunin...jamm ...innleggsreikningur...Lilja Torfadóttir..nei ...get ekki gert solis.
En þakka mjög svo innilega fyrir góðar undirtektir..gott að vita ef mig skyldi vanta eikkva hvað fólk er tilbúið að leggja fram sjáðu til :)
Er að hugsa um að skella mér út í kaggann ( er á múttubíl um helgina) og fara að sækja hana Svönsu litlu sem hefur ekki séð himininn í annsi marga daga..búin að vera rúmföst alltof lengi þessi elska.
Voðalega er þetta eikkva þunnt blogg hjá þér kolla mín...jæja..lítið við því að gera..
skrifa meira krassandi næst...
p.s. verð að grobba mig af því að ég á næstum allar friends seríurnar núna..eða ekki grobba..er bara so hrikalega ánægð með þetta :) skín af mér gleðin


[1:15 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, október 27, 2004

Borga fyrir píningu og sprautur

Var að koma frá tannsa...er aum í kjaftinum og þarf að borga fyrir það góðar tíu þúsund krónur...í hvert skipti sem ég fer til hans....úff...so smá önnur skoðun í dag á ekki neitt alltof þægilegum stað...best að taka allt sona leiðinda á einum degi bara...vera búin með það.
So á morgun verður matardagur hjá okkur Puff ...hún er búin að vera nefnilega so dugleg að borða ekkert í tvo daga..so á morgun verður etið lömbin mín...og það vel.
Öllarinn í kvöld og morgun..so helgarfrí framundan..ekki leiðinlegt.
Finnst að ísland ætti að safna pening fyrir Lilju og börnin heim fyrr....sona eins og frænkan þanna með fiðluna...sem allir borguðu glaðir með í...bara hugmynd sko :)
Annars bara nokkuð hress...gat hlegið soldið að sjálfri mér þegar ég vaknaði í morgun til að fara til tannsa....var nefnilega smá dramadrottning í gær...en ég er kona...þetta má víst einstaka sinnum hjá okkur kellingunum :) hihih
over and out...


[11:29 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, október 26, 2004

Pirr

Sælt veri fólkið...
fékk ótrúlega gott mail áðan frá strák sem ég þekki ekki mikið en er mjög þakklát fyrir að hafi skrifað mér mail..ég auðvita svaraði honum um hæl og útskýrði mína hlið á málinu sem hann var að senda mér mail um og sendi honum ..
svo var ég að fá mail núna sem sagði mér að hann hafi ekki fengið mailið frá mér..er að reyna að mana mig upp í að senda honum aftur mail...en nenni ekki að pikka og pikka ef hann svo fær ekki mailið.
en já...bara fínt að frétta..Ragnar minn kom í mat til mín í gær og smá sörvævör gláp..yndislegt og kósý hjá okkur.
Er að tala við yndislegu kærustuna mína á msn...hún er æði..
þoli ekki að þurfa að vera sona langt í burtu frá henni sona mikið.
Horfði á Cold Mountain í gær með Puff...geggjað góð mynd...ekki alveg sátt við sumt í henni samt
Vá þetta blogg er frekar sundurtætt...kanski af því að ég er frekar upptekin að tala við gimsteininn...blogga bara meira seinna.
Er líka eikkva pirruð út í bloggið mitt og smá pirringur í mér þessa dagana gagnvart ýmsu....en það er líka ok...ég er víst mannleg og má alveg vera pínku pirruð.
en er líka þakklát og glöð og hamingjusöm


[1:06 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, október 23, 2004

Engin aras

Var að renna í gegnum kommentin á síðunni minni og sá nokkur sem mér brá pínku við....en það er líka auðvita þannig að það er ekki alltaf hægt að reikna með því að fólk taki öllu vel sem ég segi ....en vildi bara taka það fram með samkynhneigðu færslurnar...eða það er að segja færslurnar um spurningar um lesbíur og solis er algjörlega bara eitthvað sem er að koma frá mér ..ég er ekki að tala fyrir hönd allra lesbía á íslandi eða annarsstaðar...og jú auðvita er eðlilegt að fólk spyrji spurninga og þessvegna er ég að svara þeim hér...þetta er ekki árás á straight fólk enda væri það fáránlegt því ef það væri svo þá væri ég að ráðast á annsi marga sem ég elska í lífi mínu..mamma er straight...pabbi..bróðir minn..systir mín...fullt af vinkonum mínum...og öll fjölskyldan mín að undanskilinni mér sjálfri..og gæti talið áfram lengi..so ég er ekki að ráðast á einn né neinn...
en er bara að segja fyndnar sögur...jú straight fólk fær líka einhvern sem segir..heyrðu ég á frænda sem er á lausu...en það er bara fyndið hjá okkur því ef einhver er að reyna að setja mig á date (þegar ég var að lausu) þá virðist oft viðkomandi halda að það sé bara alveg nóg að þessi stelpa sé bara lesbía....æi nenniggi að útskýra þetta neitt meira....var allavega ekki að ráðast á neinn og vildi bara taka það fram.
Afmæli hjá Hjalta bro hér heima hjá múttu og hún var að segja gjörið svo vel svo ég er rokin í heita réttinn.....áður en hann klárast...hihi
ást og kossar
kolls...pínku pirr...en glöð samt..


[3:18 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, október 22, 2004

Þrír mánuðir :)

Komin föstudagur...vinnuhelgi framundan og ég hlakka bara til..hef ekki verið að vinna mikið þennan mánuðin og hlakka bara til að fíflast með Heiðu krúttu á barnum í kvöld...
Búin að vera sona að skoða mig um á netinu í dag...mjög fróðlegt..las til dæmis öll kommentin á dóplistanum fræga og attla bara ekkert að kommenta neitt um það sjálf..var bara að skoða það sem mest er talað um í dag..sem betur fer þá veit ég ekkert um þennan heim og hef bara engan sérstakan áhuga á að vita neitt..kanski ekki mjög hugrökk ung stúlka að vilja loka sona hluti úti en ég tel mig bara skynsama :)
En jamm..helgin framundan og bara gleði..lítið komið af ógleði allavega síðustu daga..er að verða búin með lyfjaskammtinn og eitt aðalatriði sem ég gleymdi í samkynhneigðu færslunni minni áðan að nefna...nefnilega það að ég á soldið merkilegan afmælisdag í dag ásamt unnustu minni..
við eigum þriggja mánaða sambandsafmæli í dag....og vil ég nota tækifærið og óska okkur sjálfum til hamingju með það..án efa bestu þrír mánuðir í mínu lífi...
ást til þín mín fallega besta og eina kona :)
elska þig Lilja


[1:29 e.h.] [ ]

***

 

Ég á frænda sem er straight...

Sælt veri fólkið.
Tók smá hitaumræðu hér í gær...smá spjall um spurningar sem maður fær soldið oft frá fólki sem ekki veit betur...og vill bara vera næs og spyrja...
Eitt sem ég gleymdi reyndar alveg að nefna sem mér finnst alltaf jafn fyndið að lenda í ...sérstaklega þegar ég er var nýkomin út og ekki í sambandi og sona..
Maður hittir einhvern sem maður hefur ekki hitt lengi..köllum bara viðkomandi A (getur verið hver sem er..vinur ..kunningji..ættingi..)

A ; blessuð Kolla...hvað er að frétta ? komin með kærasta ? so langt síðan maður hefur séð þig...
Kolla; nei held ég eignist nú seint kærasta sko..en samt rosalega gott að frétta ..bara að vinna á fullu og búin að kaupa mér íbúð.
A; vá..til hamingju með íbúðina..hvað segiru ..ekkert að slá þér upp...?
Kolla; jú það kemur alveg fyrir ..en er meira fyrir stelpurnar þú skilur :)
A; já ok...frábært...komin út..til hamingju með það....
(smá vandræðaleg þögn en allt í einu lýsist A upp í framan og segir þessa líka mjög vinsælu setningu)
A; heyrðu ég á immit frænku sem er lesbía..verð endilega að kynna þig fyrir henni :)
Kolla; já immit (með gervibros dauðans sem segir .."ekki þú líka")

Það er nefnilega alveg merkilegt hvað margir halda að við samkynhneigðir séum annaðhvort fá eða þá að fólk heldur að fólk nái saman bara ef báðir aðilar séu gay..
soldið eins og ég verði bara skotin í öllum stelpum sem eru lesbíur...meikar ekki mikið sens...stundum svara ég sona skemmtilegum kommentum með því að segja.."heyrðu ég á immit líka frábæran frænda sem er straight eins og þú...þið mynduð pottþétt ná saman"
Þannig að já..það er aldeilis ekki nóg að báðir aðilar séu af sama kyni og vilji sama kynið...ekki frekar en straight strákur fellur ekki fyrir öllum straight stelpum..

bara smá sona tjáning....fyrst ég er komin út í þessu mál hvort sem er...búin að hlægja að alskyns sona atriðum soldið mikið oft og líklegast hef ég alveg sett þetta á bloggið mitt áður en það er alltílæ ..má alveg minna á sona skemmtilega hluti.

ást og knúsar
kolls


[11:59 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, október 21, 2004

Spurningar um samkynhneigð

Ég fékk tvær spurningar frá annars yndislegum vinkonum mínum þegar ég var að vinna á barnum á þriðjudagskvöldið....
fyrsta spurningin var eitthvað í þá áttina hvort ég væri hrein mey ef ég svæfi bara hjá stelpum...
önnur spurningin og mjög mjög algeng spurning sem samkynhneigðir fá í dag var Hver er kallinn og konan í sambandinu þínu ???

Sona til að svara þessum tveim spurningum og þá meina ég ekki fyrir alla aðra þar sem ég tala bara fyrir mig ...en ég vil nú samt segja mitt svar hér so ef einhverjum hefur langað til að spyrja fær hann svarið sitt hér og nú...og so byggjast líka fordómar á fáfræði og hér attla ég að fræða ykkur smá og þá vonandi bólar minna á fordómum (sem ég hef reyndar blessunarlega sloppið nokkuð vel við) ´

Nei þó ég sofi ekki hjá mönnum þá tel ég mig langt frá því að vera hrein mey...ef hinsvegar skilgreining þín eða annara um hvað það sé að stunda kynlíf sé bara tippi í píku..þá er svarið já...ég er hrein mey...en ég sé þetta ekki svoleiðis...ég stunda kynlíf og mun ekki fara nánar út í mín kynlífsmál hér en ég tel mig senst ekki hreina mey.

hin spurningin er talsvert meira mál fyrir mér...
að vera lesbía er að vera kona sem fellur fyrir sama kyni og hún sjálf er ...sem þýðir að ég verð hrifin af konum...í dag er ég í sambandi og auðvita með konu en ekki manni...
svo í mínu sambandi eru tvær konur og þarafleiðandi er engin kall í mínu sambandi og hvorug okkar er kall því ef önnur okkar væri kallinn þá myndi hin líklegast ekki hafa mikið áhuga því við föllum ekki fyrir mönnum.
Jamm ég veit að fólk meinar er önnur ykkar meira sona "kallinn" í sambandinu...en hvað er að vera kallinn í sambandinu..?? er kallinn sá sem skilur setuna eftir uppi..? hvorug okkar gerir það
er konan sú sem lagar til á heimilinu ...? við gerum það báðar...
það er so misjafnt hvernig fólk hefur þetta....og mér finnst bara asnalegt að flokka þetta niður í kvenna og kalla hlutverk í sambandi...í góðu sambandi sama hvort það er straight eða gay þá skiptast hlutirnir bara niður eftir því hverjum finnst gott að gera hvað...
og kallinn getur oft gert hluti sem margir myndu telja konunnar hlutverk..

jamm...svarið mitt er semsagt...það er engin kall í mínu sambandi...þar sem ég er lesbía og fell fyrir konum eru tvær konur í mínu sambandi ..ég og konan mín.

þetta blogg gæti orðið mjög mjög langt ef ég myndi telja upp nokkrar spurningar sem ég er annsi oft spurð og so svara þeim almennilega..en hef ekki tíma til þess núna..því miður...

en þangað til næst..
ást og hamingja...


[1:22 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, október 20, 2004

ogleði...draumar og seð og heyrt

Síðasta blogg ritaf af mínum mjög so fallega einkaritara í miðjum veikindum mínum ...tannveikindum var ekkert nema tærasta snilld...enda konan ekkert nema snillingur...og vil ég hér með þakka henni þessa fallegu og hlýju bloggfærslu í boði míns eigins bloggs.
Er búið að vera aldeilis nóg að gera síðan mar lennti á klakanum á köldum laugardegi....ekki búin að stoppa síðan heim var komið...tannsi....verkjalyf..pensilín og skutl hingað og þangað.
Búin að vera að fá fremur hvimleið ógleðisköst og ónefndar ferðir á sal.....jamm nóg um það.
Er komin heim til múttu..er að hugsa um að borða hér og reyna so að halda kyrru fyrir í sófanum heima hjá mér á keilugrandanum í kvöld..var reyndar búin að plana vidjókvöld með Ragnari sæta og Svönsu slösuðu en samt sexy Theu...en held ég hafi best af því að vera bara heima og ekki leggja á nokkurn mann þetta endalausa vesen á kroppnum mínum nema kanski Guðrúnu litlu sem býr heima hjá mér núna.. hihih
talandi um það....ég er senst búin að sofa við hliðina á konunni minni í sextán daga og nýkomin heim....so vaknaði Puff greyið upp við mig í ljúfum draum um hana Lilju mína eina góða nótt á keilugrandanum...hihih....var að dreyma að Liljan mín lægi sofandi við hliðina á mér..horfði á hana og varð bara að taka utan um hana og kyssa hana vel á kinnarnar ....Puff litla vaknaði við að vera kysst í bak og fyrir á andlitið...brá frekar mikið og fannst þetta fremur krípí..soldið eins og að vakna við það að stóra systir manns sé að kelast í manni...hún hrinti mér bara burt og ég vaknaði morgunin eftir með bros á vör að hafa dreymt fallegu konuna mína :) alveg ekkert vitandi að ég hafi verið að kyssa Puff litla töffarann minn....hlógum mikið að þessu í gær.. hihih
So á morgun verð ég vonandi betri í maganum og munninnum og get borðað góðan mat með Maggý minni og Evu...hey já..sá bara áðan séð og heyrt...og viti menn..er ekki bara yndislega Eva mín út um allt í séð og heyrt..og maður er bara ekkert látin vita eða sennt eintak heim í hús til mín..hvað á það að þýða...so segja menn að ég sé fræg lessa á íslandi..held nú bara að Eva sé að toppa mig....en gleymum samt ekki að ég er búin að vera í séð og heyrt og það oftar en einu sinni... hihihi

jæja..er að hugsa um að sjá hvað mamma er að dunda sér í eldhúsinu...bið að heilsa ykkur í bili og hafið það gott..

p.s. Fjalar..til hamingju með ástina elskan mín .. gaman gaman


[5:38 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, október 19, 2004

ég heiti ekki Kolla...

Kolla heitir heldur ekki Kolla, Heldur Kolbrún Ósk Skaftadóttir. Skafti með T-i ekki P-i!!! Á ensku er það Darkbrown Wish Bruinhandledoughter. Ég veit samt ekki hvort Bruin er rétt skrifað. Enda er ég bara ritarinn hennar Kollu sem hef verið við og við, af og til hér í íhlaupastörfum fyrir hressu lessuna. Að mínu mati er Kolla Aðallessan í bænum og trúi ég því í hjartanu mínu. Sirry í Fólk með Sirrý reyndi að fá hana í viðtal til sín um daginn. Bara koma því að sko.

Kolla er með svo mikla tannpínu að hún getur ekki ritað hérna á fréttasnepilinn sinn, þess vegna er ég hérna. Eða nei, ekki alveg satt. Kolla er með tannpínu en er samt með svo stórt hjarta að hún fór útí hríðina til að vera góð við annan sjúkling. Hinn sjúklingurinn heitir Svanhvít og mikið slösuð. Hún er í gifsi og verður rúmliggjandi í 6 vikur. Skar allan sköflunginn í tætlur á föstudaginn og í leiðinni fóru 3 sinar. Greyið Svanvhít. En hún er svo mikill rokkari að hún harkar svona af sér. Heil sé svanhvíti!

Kollu með stóra hjartað langar samt svo líka að vera góð við annan sjúkling. Hann heitir Uni. En KOlla getur ekki fært honum veitingar og sígaréttur því hann er í Danmörku. En Uni ef þú einbeitir þér nógu mikið finnur þú alveg straumana frá Íslandi frá Kollu.

Og Lilja! þú þarft nú varla að einbeita þér til að finna ástina sem hún Kolla sendir þér yfir hafið!!!


[2:02 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, október 18, 2004

Ber harminn i hljoði

ótrúlegt hvað maður getur breytt hugsanagangi sínum þegar maður fær til dæmis tannpínu...þetta mun hljóma soldið skringilega en veit samt að mörg ykkar kannist við að hafa einhvertímann hugsað sona..

Maður er með tannpínu og hugsar til dæmis "vá hvað ég hlakka til að geta borðað báðu megin ..hvað maturinn verður miklu miklu betri" eða "af hverju kunni ég ekki að meta það í gær þegar ég var ekki með tannpínu og gat tuggið hvað sem er"

eða maður er fótbrotinn...."af hverju hljóp ég ekki og hoppaði eins og mig lysti áður en þetta gerðist"

það er alveg merkilegt hvað maður sér lífið öðrum augum alltaf þegar vandamálin herja á mann eða maður slasast..

þegar ég sat í flugvélinni með tannpínu dauðans komst fátt annað að hjá mér heldur en það hversu mikið ég vildi óska þess að vera ekki með þessa tannpínu
-hversu heppin maðurinn í næstu sætaröð var að geta bara drukkið og borðað matinn sinn og ekkert þurft að finna fyrir sársauka á meðan...
-hversu heppin stelpan fyrir frama mig var að geta bara sofið sínum væra svefn
vá hvað ég átti bágt og vorkenndi mér...en lét það ekki sjást..bar harm minn í hljóði eins og sönnum töffara sæmir...

jamm mar getur verið kjáni...og meistari í senn...jæja..attla að tjilla með Láru litlu áður en ég fer að vinna...veit að hún mun geta hlegið að vorkunnarsögum úr vélinni....alltaf gaman að hanga með fólki sem finnst ég fyndin...

ást og pælingar út í loftið

kolla án verkja


[4:48 e.h.] [ ]

***

 

smá viðbót

Maja mágkona hennar Lil..takk fyrir að kvitta fyrir komu þína í gestabókina mína :)
Fór senst niður í bæ að hitta Urði mína í hádeginu...rölti so að kíkja á Dil mína upp á Hressó þar sem hún er að vinna núna ...ekki sem þjónn samt..er að vinna við Airwaves hátíðina og stöðin þeirra er niður á hressó senst...rölti so að kíkja á hann Fabio minn..so yndislegt veður að maður varð bara að taka sér góðan göngutúr um bæinn....immit...ræt..
Komin aftur heim til múttu núna ...er að vonast til að yndislega fallega kærastan mín geti komið við á netkaffi á heimleið úr vinnunni sinni so ég nái að spjalla smá við hana á msn...myndi alveg gleyma kuldanum hér heima við það...nei sko..kemur Lilja á msn...Lilja vinkona..sem átti ammæli á laugardaginn..attla að spjalla við hana litla engilinn...
heyri í ykkur síðar..eða læt heyra frá mér það er að segja..
er upp á öllara í kvöld ef einhverjum langar að kikka við..
ble ble


[2:37 e.h.] [ ]

***

 

Tannpínupúkinn

Jæja...þá er stúlkan komin heim á klakann og það ekki áfallalaust...
Vaknaði með þessa líka gríðarlegu tannpínu á laugardagsmorgun..fór í flug klukkan eitt og var að sálast úr verkjum allt flugið..mútta sótti mig á völlinn og gaf mér verkjalyf...en ekkert dugði til..so ég hringdi í sponsuna mína sem so heppilega vill til að er með tannlækninum mínum so ég talaði við þau skötuhjú og fékk tíma hjá honum á sunnudagsmorgun...heppin ég....
Fór út að borða með Unu og Skyldi á laugardagskvöldið og var fremur boring félagsskapur þar sem ég gat ekkert tuggið sökum tannpínu og gat ekki einu sinni fengið mér rauðvínsglas þeim til samlætis af því að ég var komin á pensilín og mátti ekki drekka...en sat með þeim og við áttum yndislega kvöldstund saman þrátt fyrir verki og það eina sem ég hafi látið oní mig voru aðallega verkjalyf til að reyna að þrauka kvöldið..
Fór svo heim og sótti Puff mína á heimleiðinni...svaf mest lítið þessa nótt en fékk fínasta hausnudd frá puff so nóttin var ekki alslæm...
Vaknaði um morguninn og brunaði til tannsa..var deyfð...með sprautu..og var alveg sama þrátt fyrir mikla mikla sprautufobiu...vildi bara verkinn burt..
fékk so lyfseðil upp á sterkari lyf og er enn að bryðja þau á fjögra tíma fresti..
Vinna í kvöld og á morgun....komin snjór og kuldi og frost og rok og ojbara..
sakna konunnar minnar..það er mjög asnalegt að leggjast í rúmið á kvöldin og fara bara að sofa...ekkert að horfa á fallegu konuna mína og ekkert að knúsast...mjög kjánalegt...veit fyrir víst að ég vil alltaf eiga þessa konu og ef ég fengi að ráða myndi ég vakna alla morgna með hana liggjandi hjá mér og sofna öll kvöld við hliðina á henni..
jæja verð að þjóta..skrifa aftur á eftir...attla að hitta Urði mína á los brennslos..
ble í bili
kolls


[1:22 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, október 15, 2004

Tar i hjartanu

thad er ekki onytt ad eiga kærustu sem er klippari..mar kemur heim a klakann a morgun bara nyklippt og litud..og augabrunir litadar lika...fær klippingu eftir lokun a finni stofum bæjarins her i kongsins koben...hihih
Sidasta kvoldid mitt i koben og farin ad sakna Lilju og englanna hennar nu thegar...
Verdur gott ad kura i kotinu med Puffsterinn mer vid hlid..ekkert nema snilld ad hun skuli bida min heima thessi elska ;)
Held eg hafi nu bara stadid mig nokkud vel ad blogga fra utlandinu thratt fyrir takmarkad utsyni a skjainn af voldum bola sem eg er annsi hrædd um ad hafi latid sja sig her sokum hreyfingaleysis míns og audvita loftslagsbreytinga..matarædi kanski orlitid spilad inn i...thad verdur sko massad ræktina thegar heim er komid og Unan min alveg med mer i gymmid a degi hverjum..eda kanski sona allavega sirka annan hvern dag..so bara Nings rettur 65 dag hvern ef mig minnir rett...so grillhusid og annad slikt lostæti a sunnudogum i sælu og sukki :)
Flyg heim a morgun klukkan eitt hedan og lendi heima a stadartima klukkan 14:10 ad eg held..mutta kemur og pikkar mig upp..spurning hvort hun sjai dottur sina sona algerlega dokkhærda og stuttklippta...ekki thad ad hun hefur sossum sed mig stuttklippta adur thessi elska..
Grima kom i stutta heimsokn til Koben i dag og fekk ser kaffi med okkur Una..gaman ad sja hana yndid...med date-id sitt med ser til koben en tvi midur fekk eg ekki thann heidur ad hitta thann heppna mann.
Næst thegar eg blogga verd eg mætt i borg ottans og liklegast komnir islenskir stafir..og islenskur humor..
Einhver falleg kona sagdi mer i gær ad eg væri ekki toffari og hun hafdi thad eftir vinkonu minni sem eg mun hennar vegna ekki nefna a nafn sem gekk med okkur i gay pride...iss...ekki toffari minn rass segi eg nu bara ...
ef thu flettir upp ordinu toffari i ordabok muntu sja thar mynd af mer a bak vid barinn a Olstofunni ...pfiff segi eg nu bara eins og Mari min...ihihih
jæja englarnir minir..sjaumst a morgun...
kved med tarin i hjartanu og sorg i augunum..
bless yndislega danmork..
kolls


[7:19 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, október 13, 2004

svor og annad

Hallo fallega fallega folk..
dugleg ad kommenta...hihih..anægd med ykkur sko :)
Urdsss....va hvad eg er ordin spennt ad heyra allt sem er ad fretta af ther dullan min einasta...hlakka so til ad taka gott kvolití tæm kvold med ther og litlu prinsessunni thinni..
Fjalar...alltaf so gott og hlytt i hjartanu minu ad sja ad thu fylgist memmer..hofum thad so yndislegt her vid astfangna parid i danaveldinu..thu ert ædi..tokum einn bjor saman thegar eg kem heim..mar hefur nu heyrt ymislegt af ther an thess ad thad standi a blogginu tinu sko..*blikk* *blikk*
Katrin...djo ad vita ekki af ther ..hefdum getad hisst i smastund..erum bunar ad hittast allt of litid sidastlidin ar sko...thykir so vænt um tig engill.
Hulda..ertu nokkud hætt med mer..buin ad vera so lengi burt fra ther litla dulla med fallega harid !!! hahahha...kem a fund a sunnudaginn næsta so geymdu plass fyrir mig vid hlidina a ther !!!
Jebbs..thetta voru senst svor til duglega folksins sem kommentadi a sidustu færslu hja mer sko...*hint*
Sit senst a netkaffi med konunni...erum so nutimavæddar ...fengum myndir ur partyinu i dag...va hvad thetta var skemmtilegt djamm a laugardaginn...
Hef ekkert serlega mikid ad segja..lifid er gott..sakna folksins mins audvita sma..tho eg se i himnariki her med konunni minni..er sko engan vegin ad gera litid ur thvi ad vera her..myndi hvergi annarsstadar vilja vera en vid hlid konunnar minnar alla daga og tha hvar sem er i heiminum...
Var ad horfa a Lilju i gær thegar vid lagum upp i sofa ad glapa a tv...so skrytin en undursamleg tilfinning ad horfa a thessa konu...thegar eg horfi a hana finnst mer eins og eg hafi aldrei nokkurtimann verid med neinum odrum en henni..allt annad verdur bara so oraunverulegt ...horfdi lika frekar mikid a hana a dansgolfinu a laugardaginn og eg er ad springa ur ast..hun er so glæsileg..ber sig so vel..fallegasta konan allstadar sem hun mætir..
Thegar eg stelst til ad kikja a hana herna vid hlidina a mer...i flispeysunni ..threytt i augunum enda buin ad vera lasin i vikunni tha bara bradnar hjartad mitt..er so glod ad fa ad vera konan hennar...langar alltaf ad vera sona thakklat og lida sona...engin ord fa thessu list....
over and out...minns gæti vel bloggad margar bladsidur um hvad fer i gegnum hugann minn thegar eg horfi a Liljuna mina..blomid mitt..ljosid mitt..perluna mina...ef hun sæi mig horfa a sig nuna tha myndi eg liklegast heyra..."hvad?" hihihi elska allt sem hun gerir og segir..
jæja..kollsterinn alveg ad missa kulid...eda jafnvel bara ad odlast kulid i fyrsta sinn a ævinni...
ast ut i loftid og knus a ykkur oll
megid thid finna astina i sinni fegurstu mynd..
kollsterinn...med kulid


[2:17 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, október 11, 2004

Helgin

Jæja...helgin buin :( fostudagurinn var bara tekin rolega enda folk ad safna orku fyrir laugardagskvoldid :)...forum adeins med Thordi a Oscar ad drekka einn tvo bjora ..a thessum stutta tima sem vid vorum thar gat eg varla sennt konuna mina ad versla bjor a barnum thar sem allar konurnar inn a stadnum vorum med augun a henni og notudu tækifærin sin vel thegar hun skellti ser a barinn eda a salernid..hihih..jebbs..konan min er so vinsæl..oheppnar tær ad eg fer med henni heim i enda kvolds en ekki tær ..hihih
so roltum vid yfir a Heaven med Thordi sæta og thar var stutfullt so vid akvadum ad taka bara leigubil og skunda okkur heim a leid...
A laugardaginn voknudum vid rett upp ur hadegi..mjog næs ad sofa sona ut enda konan buin ad vera so dugleg ad vinna alla vikuna og atti alveg inni ad sofa ut..
Forum i bæinn ad hitta Olmu vinkonu og fengum okkur ad borda...versludum i Netto fyrir veisluna um kvoldid og so heim aftur i leigubil..nema hvad thegar vid vorum ad labba ad leigubilnum labbadi stelpa ad bilnum lika...so vid akvadum eins og sonnum domum sæmir ad bjoda henni bilin..en hun vildi bara deila honum med okkur so vid forum bara samfo heim....
Thrifum hollina hatt og lagt og rodudum nidur stolum..so for folkid ad mæta upp ur atta..Rebekka var fyrst a svædid...so komu Ola og Jon og so kom restin af fallega folkinu..kynntist yndislega folkinu hennar Lilju vel thetta kvold og thvilikt sem her byr mikid af godum islendingum og audvita lika Donum...tho hun væri reyndar bara ein donsk i hopnum en yndisleg kona...hun reyndi ad tala donsku vid mig og eg reyndi alveg mitt besta til ad skilja og tala vid hana...so brugdum vid okkur bara i enskuna thegar leid a kvoldid...
Stefnan var so tekin i bæinn og allir ordnir vel hifadir ..en ekkert of samt..
Masken..skotbakkar...drukkid ...spjallad...og so bara beina leid a Pan !!!
thar var dansad alla nottina...fæstir foru einir heim thetta kvold og mun eg ekki opinbera neitt um thad her...hihih
audvita var kærastan min glæsilegasta konan a svædinu i bleika bolnum sinum og ad ogleymdum bondunum a bolnum.....jebbs..konan min er su alglæsilegasta i danaveldi og tho vida væri leitad..
Sunnudagur i sælu...Lil reyndar pinu slopp ...Uni yndi kikti vid ..og so bara sjonvarp...afgangsveitingar (og tha er eg ekki ad meina vin) meira bara sona snakk og idyfa...so bara nudd og knus og kur....mmmmmm..
komin manudagur og Lil mætt i vinnuna og eg mætt a netkaffi ad tekka stoduna a lifi minu fjarhagslega..
so er bara thessi vika ettir og tha er madur komin attur a klakann..mutta min attlar a sækja mig a vollinn a laugardaginn...sem minnir mig a ad eg tharf ad senda henni hvenær flugid mitt lendir..

verd ad hætta...tharf ad rolta heim ad taka a moti prinsessunni thegar hun kemur heim ur skolanum..

knus og skriljon fadmlog ut i loftid og heill hellingur af ast

ykkar alltaf
kolla


[1:03 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, október 08, 2004

Sma vidbot....i thogninni

gleymdi ad nefna thad ad hun Dilja vinkona er unadsleg vinkona og gleymum ekki ad hun var sigurvegari onefndrar keppni a Hverfisgotunni arid 2001...gleymum tvi ekki lombin min.
over and out
in DK
thar sem astin lifir og vid Dilja tolum donsku eins og ekkert se edlilegra..
venlige hilsen
kolls


[1:49 e.h.] [ ]

***

 

tala saman .....i thogninni

Vei..komin fostudagur...Dilja yndi pyndi kom til okkar i gaer og var hja okkur i nott...er nuna med henni her a netkaffi nidur i downtown denmark...rigning uti og vid stukkum her inn ad tjekka a netlifinu..bunar ad skoda i nokkrar budir eins og godum islenskum domum sæmir og erum ad hugsa um ad fa okkur kaffibolla og sigo adur en dilja tharf ad fljuga heim til islands..
Minnns er buin ad vera i sma bolu-dogum nuna og frekar osatt vid thessar elskur sem eru ekkert ad lata sig hverfa fyrir partyid sem er heima hja Lil a morgun..frekar surt..en jæja...never mænd.
er ad spjalla vid dilja a msn...nutimakonur sem geta sko thagad saman en samt verid ad tala saman..merkilegt nokk ha.. :)
taladi vid ernu ran og evu mina adan...gott ad heyra i englunum sinum a islandinu.
thegar eg horfi a skjainn tha se eg bungu vid hlidina a nefinu a mer sem eg held jafnvel ad geti verid eitt stykki pola...ju ju er thaggi bara..en eg brosi bara i gegnum tarin og læt thetta i fridi...for now.
nei sko...Dilja vinkona var ad segja mer ad eg væri fyndari en kærastan min..samt er hun sko mjog mjog mjog fyndin !!!! en eg fyndnari !!!!
er mjog sammala dilja ad thad er rosalegur kostur ad vera fyndin ...ef madur er skotin i einhverjum tha skemmir sko ekki thegar vidkomandi er fyndin.
egoid mitt farid ad tala a blogginu...kollsterinn i essinu sinu :)
ast og hamingja ut i loftid ...erum i hlaturskasti yfir tvi ad vera ad tala saman a msn en samt situr hun her vid hlid mer..merkilegur nutiminn...
sko margt vatn runnid til sjavar sidan tolvurnar komu her fyrst...
eda eitthvad solis gafulegt.
hey..fekk har i matnum minum adan..langadi bara ad deila tvi med ykkur..kanski thetta hafi verid punghar...thar sem thetta var gay stadur og bara hommar ad vinna tharna...hihi
djok
ble i bili og skemmtid ykkur varlega..eins og gafada yndislegar systir min sagdi a blogginu sinu.
áfengisnautn er sjálfsmord i dropatali !!!
munum thad bornin god
go helgi


[1:38 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, október 07, 2004

Nog ad gerast a storu heimili

komin a netkaffi eina ferdina enn..alveg had tvi ad fylgjast med klakanum og heimabankanum minum i leidinni..eda ofugt... :)
Sit her med litlu prinsessunni ...hun er ad skoda diddle siduna..frekar frosin med augun a skjanum...litlan var nefnilega slopp i maganum i morgun og fekk ad vera heima med kollu sinni :)
Ekki buid ad vera rolegir dagar beint i litlu fjolskyldunni thar sem litli prinsinn var ad syna okkur nyjustu danssporin a stofugolfinu i gaer en i hamaganginum datt hann og rak hofudid i horn a golfinu og fekk gat a hausinn litla greyid...litla fjolskyldan brunadi upp a spitala thar sem vid bidum i tæplega tvo tima og so beinustu leid heim thar sem englarnir rotudust enda klukkan ordin margt.
So i kvold faum vid heimsokn fra fallegu vinkonunni henni Dilja minni...frekar spennt ad hitta hana ...enda yndisleg manneskja i alla stadi :)
Jebbsi...thurfum so bradum ad fara ad rolta okkur heim vid Elisabet til ad hitta hann Una....attlum nebbla ad kikja adeins i bæinn ad sinna sma erindi fyrir konuna mina sem hun veit ekki af ...thori ekki ad segja thad her thar sem hun gæti mogulega kikt vid a netkaffi....hihih....en jamm...
Vid prinsessann sottum litla prinsinn a leikskolann i gær og eins og stjupa sin tha talar litla prinsessann frekar mikid....en i stadinn fyrir ad fylgjast med stoppistodinni i strætonum i gær var hun senst ad tala...og tala...og eg ahugasom ad hlusta..so allt i einu vorum vid komnar adeins of langt...stukkum ur stræto og fengum okkur godan gongutur heim....jamm mar a ad lenda i ævintyrum i utlandinu :)
verdum med Una i dag so vid stollurnar getum talad og talad og Uni fær ad fylgjast med hvert ferdinni er heitid :)
kved ad sinni ...
knus og ast ut i loftid..
goda stjupan


[11:11 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, október 06, 2004

Hvimleitt

Sona rett adur en eg kved thetta netkaffihus i dag tha kemur Rebekka til okkar i dag (vinkona hennar Lilju) ..so kemur Dilja min a morgun (minns frekar spennt ad hitta hana, ekki skrýtið þar sem hún er svo sæt og skemmtileg sko!) og so vonandi nær Lara ad kikja med okkur i kaffi adur en hun fer heim...
wow...hitti Laru immit a strikinu i gær...frekar oliklegt ad hitta a hana a thessum mannmergdarstad...hitti reyndar lika frænda minn og til mikillar olukku mundi eg hvorki hvad hann ne konan hans heita...so eg stod eins og asni ad spjalla vid tau og gat ekki einu sinni kynnt kærustuna thar sem eg mundi ekki nofnin a theim..mjog hvimleitt ad lenda i sona adstodu.
var nu ekki meira i bili nema kanski minna ykkur heima a ad eg elska ykkur og sendi ykkur hamingjuknus og fadmlog yfir hafid.
Puff...ar vi having fun in the house ???????


[11:59 f.h.] [ ]

***

 

Fjolskyldulifid i Køben

Verd stutt a netkaffi i thetta skiptid...steingeitin adallega ad kikja a fjarmalin eftir ad tapa ser pinkulitid i einni bud i gaer...hihi..vard nu samt ad blogga sma til ykkar heima og leyfa ykkur ad fylgjast med thar sem eg kikti a bloggid og fallega folkid buid ad vera duglegt ad kommenta :)
Gaerdagurinn var yndi...forum i baeinn um leid og vid voknudum sem var reyndar ekkert serlega snemma....skil ekkert i okkur ad vera alltaf ad fara ad sofa sona seint..hihi..einhver annar timi til ad sofa her i danaveldinu *blink* *blink*
Krakkarnir voru hja pabba sinum i gaer og koma heim i dag til ad vera hja okkur Lil...
Fer heim a ettir ad taka a moti Elisabetu thegar hun kemur heim ur skolanum og svo forum vid støllurnar ad sækja Alex litla i leikskolann...fjølskyldulifid er unadur..
Er alveg ad geta vanist thessu skal eg sko segja ykkur :)
Forum lika a kaffihus i gaer og hittum flesta islendingana sem eg kannast vid her i danaveldinu og eru i køben...Jona Bjork og Kristin eru herna i stuttu stoppi..forum ad hitta tær i gær asamt Thordi,Bjogga,Olu og Kidda klipp..mjog næs timi ..
Ymislegt kom upp i umraeduan eins og til dæmis af hverju thad væri eins algengt og thad er ad stelpur heima sem eru bunar ad vera saman verdi sidan bestu vinir...no komment thar...ekki allir alveg a sama mali thar ..hihi
en ja..kommentin..
Tota giraffi...vid erum natturulega bestu giraffarnir en thetta voru ekkert sma falleg dyr...va...verdur ad koma hingad einn daginn og hitta tha...badu bara ad heilsa ther i thetta skiptid.
Maggy og Eva...gott ad sja komment fra mommsunum sinum...er komin med gemmsa her uti sona ef ykkur langar ad senda sms...Puff og Una eru med numerid.
Hulda...freknur..jamm ekki alltaf verid satt vid tær en well..tær allavega gera mig brunni en eg er so madur se jakvædur :) so freknur eru bara kul..fara ther mjog mjog vel...og harid thitt er ædi lika.


[11:49 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, október 04, 2004

Freknur

Minns bara komin med dokkt har....ekki sma dokkt..heldur bara alveg dokkbrunt..ekki svart astin min...se alveg ad thad er ekki svart :) hihih
frekar kul a tvi sko... :)
I gaer sat eg heima hja Lil med Elisabetu og hun var ad teikna mynd af fjolskyldunni sinni fyrir heimalaerdom i skolanum....sa ad hun var ad teikna mommu sina..med sigo..pinku fyndid..so la eg bara i sofanum ad lesa spennubok...tegar eg finn allt i einu litil saet augu ad horfa a mig ur litla stolnum...skodadi mig alveg og allt i einu byrjadi hun ad pikka mjog hratt a myndina....sa svo tegar eg skodadi fjolskyldumyndina ad hun var buin ad teikna Kollu...med freknurnar allar saman..frekar saett..minn fekk alveg gledihroll nidur allt bakid sitt sko...
Hun ser mig sem part af fjolskyldunni sinni....vaemid...en mer er alveg sama..lifid mitt er vaemid nuna og thetta ord passar ekki..lifid mitt er fallegt nuna og eg elska ad vera til :)
so er party her a laugardaginn....hitta allt lidid ..frekar spennt..mun koma sterkt inn med dokka harid og nyvaxadar augabrunir (*blikk* til tin Pali)
ast og hamingja...er ad hugsa um ad skoda bankabokina mina a netinu og sja hversu margar gjafir eg get keypt i vikunni :) hihi


[2:58 e.h.] [ ]

***

 

Danaveldi....luuuuuuvin it

Jaeja..tha er stulkan bara komin i land astarinnar...eda landid thar sem astin byr..og bornin hennar tvo :)
Kom her a fostudaginn og viti menn...strax a laugardaginn foru kraftaverkin ad gerast...minns sa Giraffa..Tota...eg sa alvoru Giraffa...vard bara stjorf litla kollan...bornin foru sko med mig i dyragardinn frekar en vid Lilja med tau.
Elisabet var frekar spennt ad leyfa mer ad sja giraffana sko :)
So attum vid bara unadslega helgi med krokkunum i rolegheitum...hitti lika Olu vinkonu hennar Lilju..vid Ola hofum bara hisst tvisvar adur
-sidast thegar eg stoppadi stutt her i Dk hittumst vid i tvaer minutur..
-og svo onefnt kvold fyrir fimm arum a gamla spotlight thar sem okkur hittist svo vel a ...eda hun hitti allavega mjog vel a mig hihihihihih (sma einkahumor i gangi)
Fann eina jolagjof adan og er alveg ad hugsa um ad gera bara jolagjafainnkaupin her tha daga sem Lil er ad vinna..frekar snidugt..kem heim med engin fot en nog af gjofum..hihih
Va hvad thad er mikid frelsi ad vera simalaus....en fekk samt sms i Lil sima um leid og eg kom til landsins...fra Puff...thar sem hun er med simann minn..tha hafdi senst Sirry su yndislega kona med thattinn goda Folk a skja einum hringt i simann minn og viljad fa mig til sin naesta midvikudag...er alveg midur min ad vera her og missa af thvi ad vera i thessum thaetti ..hihih ..sma kaldhaedni..finnst samt Sirry eitthvad so ekta manneskja..bara ekki alveg min typa af thaetti..ekkert illa meint sko :)
Saei mig ekki alveg i anda vera i vidtali thar...en veit ad Dil hefdi ordid anaegd...thar sem hun er sannfaerd um ad Kolla sin se sko fraeg lesbia a Islandi..:)
jaeja...svara sma posti og kanski blogga pinu meir a ettir med engum islenskum stofum...


ps. Mikið afskaplega er Diljá vinkona mín rosalega sæt og skemmtilega stúlka! Bara get ekki sagt það nógu oft!!


[2:07 e.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K