Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðþriðjudagur, nóvember 30, 2004

síðasti

Jæja...þriðjudagur..
-síðasti vinnudagurinn á Ölstofunni í kvöld
-síðasti frídagurinn með Unu að hanga eins og okkur einum er lagið
-síðasti þriðjudagurinn áður en Lilja kemur heim

jamm deginum í dag verður eytt með Unu minni að tjilla...fara á kaffihús og svo framvegis...hangsa...so er hún víst búin að fá mig til að mæta með sér í kickbox áður en ég fer að vinna...sem ég hef náttúrulega ekkert nema bara gott af.
Morgundagurinn verður so vinna í Pennanum..fyrsti official vinnudagurinn þar...so beint eftir vinnu verður farið heim og undirbúið heimkomu prinsessunnar :) ýmislegt sem þarf að gera skal ég sko segja ykkur.

Jæja...farin í bankann að redda smá málum og so að hitta Unu mína...eigið góðan þriðjudag börnin mín....og endilega skoðið áramótavikuna þegar hún kemur út..hef heyrt af skemmtilegu fólki sem verður í viðtali þar..hihih

ást og kossar

kolls


[1:21 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, nóvember 29, 2004

Tólið

Það er alveg merkilegt hvað grasið er alltaf grænna hinumegin en svo þegar maður kíkir vel og vandlega þá er það ekkert grænna neitt :)
Alveg var ég viss um að það myndi sko gera gæfumuninn að hafa netið heima hjá mér..sá alla kostina við þetta....gæti sennt kærustunni mail heiman frá mér (hún er að flytja til landsins í þessari viku)...so auðvita gæti ég hangið á msn (er aldrei heima hjá mér til þess) en so kostar þetta auðvita helling og mér finnst ég alveg skyldug til að skrifa allavega nokkrar línur á bloggið daglega so ég sé örugglega að nota þetta net sem ég er að borga fyrir :) en er samt ekkert ósátt við að vera með þetta, hefði kanski bara átt að nota peningana í eitthvað pínku gáfulegra...en jæja..þýðir lítið að þræta þar sem samningurinn gildir í heilt ár og það er bindandi :)
Annars bara sæmilegt að frétta...komin mánudagur og vinna í kvöld...held það verði nú alveg í rólegri kantinum og það er líka bara ágætt eftir harða helgi.
So kemur konan á fimmtudaginn og þá verður aldeilis ekki sleppt henni úr mínum höndum í smá tíma sko...vá hvað ég hlakka til að sjá hana þessa fallegu fallegu prinsessu.
Fékk martraðir í nótt...ekki alveg sátt við þetta...samt er ég alveg komin með númer hjá manni sem ég get farið til út af þessum martröðum mínum en hef bara ekki hringt í hann ennþá. Númerið hans er á ískápnum mínum ...en trú án starfs er dauð eins og einhver klár sagði..sama gildir þarna..get alveg treyst því að hann geti hjálpað mér en þarf víst líka að taka upp tólið og hringja til að þetta hætti.
gotta go..hringja í prinsessuna og klára bókina sem ég er að lesa.
ást og knús
kolls


[6:29 e.h.] [ ]

***

 

Helgin búin :)

Sælt veri fallega fólkið :)

Jæja..helgin loks búin og að koma mánudagur..hann er meira að segja næstum komin þar sem klukkan er vel rúmlega miðnætti þegar ég hripa þetta niður á tölvutakkana :)
Helgin var frekar víruð á Ölstofunni...held það hljóti að hafa verið fullt tungl því fólkið hagaði sér mjög misjafnlega vel verð ég að segja...langar samt ekkert að tala um það..er bara soldið fegin að þetta var formlega síðasta vinnuhelgin mín í næturbröltinu og komandi vika lofar so góðu þar sem kærastan er að koma heim.
Fór að hitta Bjartmar minn í dag og áttum yndislegan dag..borðuðum Búlluburger...og spjölluðum heillengi inn á kaffihúsi...svo fór ég að hitta Pálí mína á Brennslunni og sátum þar saman og fórum svo samferða á fund klukkan átta. Vá hvað ég hafði gott af því að fá smá andlegt spark í rassinn og skella mér á fund...mjög svo gott af því...stundum hugsa ég memmér "nei sunnudaga á ég að vera heima hjá mér og gera ekki neitt...guð vildi að maður væri í fríi á sunnudögum" það er alveg merkilegt hvað maður getur sannfært sjálfan sig um til að koma í veg fyrir að maður geri eitthvað uppbyggilegt fyrir sig...merkilegt verð ég að segja.
Fór senst á fund og talaði og alles...nokkuð sátt..hlakka til að hringja í Barbí á morgun þegar maðurinn hennar er búin með mig og segja henni frá stöðu mála.
En jæja..svefninn kallar og draumalandið..so ég kveð í bili og óska ykkur yndislegrar viku framundan.
p.s. Ragnar..takk fyrir gíraffan sæti minn :)


[2:09 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, nóvember 26, 2004

Heimsóknatími í Kollu-koti

Jæja pæja...hihi

Vá hvað heimilið mitt er búið að vera fullt af ást í dag...fyrst kom tengdó í einn kaffi að sækja tollinn sinn ;) so kom Maggý mín sem ég hef ekki séð alltof lengi og síðast en alls ekki síst kom Nana vinkona í heimsókn sem ég er líka ekki búin að sjá alltof alltof lengi og ég var bara að kveðja hana rétt í þessu og þá að sjálfsögðu sest framan við skjáinn að pikka smá...er svo að hugsa um að setjast í lazy boy-inn minn og halda áfram með bókina sem ég er að lesa núna.
Minns skellti í kaffi handa dömununum og alles...var í áhyggjukasti að horfa á þær sötra á kaffinu og sjá hvort þær væru með sona "ojhvaðþettaervontkaffienbestaðdrekkaþaðsamt-svip" en ég gat ekki séð að svo væri.
So er það vinna í kvöld..er að fá nýjan starfsmann í vinnu sem ég vann með á spotlight í gamla daga...verður stuð á barnum með Þurý skvísu memmér í læri :)
Við Nana komumst að því saman áðan að við erum miklu líkari en við gerum okkur oftast grein fyrir...sem er líka gott því þá getum við rætt málin og verið sona líka sjúklega sammála þegar kemur að ýmsum málum sem ég vil síst ræða hér :)
jæja...lesa meira og pikka minna.
So að fara í heimsókn til Lilju yndi pyndi á morgun og knúsa hana og litla gulldrenginn hennar :)
ást kolla


[5:24 e.h.] [ ]

***

 

Í dag

Í dag

-fékk ég e-mail frá vinkonu minni sem ég elska endalaust mikið..og e-mailið innihélt alskonar fallegt um mig :) ég er glöð yfir því

-fékk ég þrjú komment á færsluna sem ég skrifaði í gær....falleg komment...tvö frá einhverjum sem ég veit ekki hver er ..og eitt frá vinkonu sem ég elska fullt fullt...glöð og þakklát fyrir það.

-fékk ég símtal frá Kötlu þar sem hún bennti mér á mann sem ég ætti að leita til út af draumunum mínum...þar gæti ég fengið ýmis svör ...ótrúlega ánægð með það.

-heyrði ég í Liljunni minni þegar ég kom heim til mín...alltaf glöð að heyra hennar fallegu rödd.

-attla ég að vinna með bros á vör og vera glöð í vinnunni.

-kemur tengdó í kaffi...er so glöð hvað tengdóin mín er mér góð.

-attla ég að sjá hvernig dagurinn fer og gera hann upp við sjálfa mig í kvöld áður en ég hleyp inn í draumalandið.

Kollan kveður[1:38 e.h.] [ ]

***

 

Hitt og þetta

Takk fyrir kommentin fallega fólk :)
Komin föstudagur og fyrsti dagurinn í prufu minni að plana daginn í huganum að morgni dags ...sjáum so hvað gengur eftir hjá mér...
Afmæli Ölstofunnar er þessa helgina og þarafleiðandi endalaus tilboð á barnum og í kvöld milli 20-22 verður gefinst bjór og skot í boði Ölstofunnar :)
Fólk sat alltof lengi inni hjá okkur í gær..alltof alltof lengi verð ég bara að segja..en maður er víst að vinna við þetta svo það er bara að setja upp sparibrosið og vera kurteisa týpan þó allar frumur líkamans segi mér að henda þessu fólki út á rasshárunum :) hihihi

Jebbsí..pepsí...er heima að bíða eftir tengdó í kaffi til mín..búin að sjá til þess að hér sé allt á sínum stað..betra að allt líti vel út þegar englatengdó kemur í kaffi :)

Hef voðalega lítið við að bæta frá því í gær...nema kanski langar mig að þakka ykkur dyggum lesendum fyrir að lesa og kommenta hjá mér á bloggið mitt..er rosalega glöð alltaf að sjá að þið séuð að lesa...vinsældakeppni eða ekki...gefur mér samt gleði að sjá að ég er vel lesin :) Hihihi...

Barbí..takk fyrir spjallið...las kaflann og þurfti alveg að pína mig til þess...og so er bara að sjá hvernig dagurinn fer.


[1:24 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Einlæg tilraun

Halló gott fólk og fallegt.

Jamm langar að gera eina sona fullkomnlega heiðarlega færslu..ekki það að færslurnar mínar hingað til hafa ekki verið heiðarlegar..kanski meira sona heiðarlegar með undantekningum að því leytinu til að ég segi kanski ekki alltaf allt sem er mér efst í huga og sleppi því óþægilega..því ef ég fer að tala um það sem mér líður ekki vel með þá gæti einhver farið að hafa áhyggjur af mér og svo framvegis..þannig að efst í huga mér þegar ég blogga er yfirleitt efst í huga mér að sjá til þess að allir viti að mér líður vel og kanski jafnvel líka að reyna að afla sjálfri mér vinsæld með því að reyna að vera smá fyndin og skemmtileg...og jú er það sossum ekki það sem við gerum so mörg...og kanski ekkert alltof ómerkilegt af manni að reyna að vera skemmtilegur...en núna er ég bara í sona skapi þar sem mig langar að vera einlæg...
Ég er til dæmis sona týpa sem langar helst að vera mother theresa the second...en hefur ekki tekist það alveg...er alltaf að reyna so mikið að vera so góð...so er ég alveg góð manneskja..veit ég er það. En ég á líka fullt af eiginleikum (vil ekki nota orðin kostir og gallar so ég segi bara eiginleikar) sem hinum og þessum þarf ekkert endilega að líka við..erfitt að viðurkenna það en það getur ekki alltaf öllum fundist ég frábær eða indæl eða skemmtilegt..ég veit fyrir víst að mér finnst ekki allt fólk skemmtilegt og fyndið...erfiðara að hugsa til þess að einhver annar gæti hugsað sona líka og það kanski um mig.
En það er samt bara þannig...
þetta er ekki þunglyndisblogg..bara sona raunveruleikablogg held ég...er sátt þó ég sé á smá niðurtúr...fór að hitta eina yndislega konu í dag og hún segir mér alltaf hvar ég er í heiminum stödd inn í mér þegar mig langar kanski bara ekkert að heyra neitt um það.....finnst ég ekkert eiga að vera að eiga neitt erfitt inn í mér þegar ég á bestu konu í heimi..yndislegustu stjúpbörn heims og bestu vini og fjölskyldu sem ég gæti óskað mér.
En ég er víst bara samt stundum pínu döpur...gerist ekkert daglega....en þetta er bara so langt inn í mér að mig langar ekkert að takast á við þetta...nenni því bara engan vegin.
Kom heim áðan og átti að lesa kafla í bók...eða það var mér ráðlagt..byrjaði á að horfa á einn friends þátt en píndi mig so til að slökkva á sjónvarpinu og lesa það sem ég þarf að lesa...las kaflann og fannst hann ekkert eiga við mig...spjalla um það við sponsu á morgun..hihih
En já...veit ekkert hvað ég er að reyna að segja nema kanski bara viðurkenna fyrir öðrum en sjálfum mér að ég er ekkert alltaf glöð og fyndin...og kanski reyna að hætta þessari vinsældakeppni sem ég er sífellt í við sjálfa mig á blogginu.
jamm..það var nú ekki merkilegra en það (gera lítið úr mér...well)
þetta er ekkert sem ég þarf að ræða við neinn..bara eitthvað sem ég þurfti að koma frá mér...bara eitthvað sem ég get tekist á við fyrst ég er búin að opna þessa litlu öskju inn í mér...so bara ást og hamingja framávið ...

þakkir og knús og ást til ykkar

af allri minni einlægni..

kolla


[6:06 e.h.] [ ]

***

 

Sorg í Kollu-koti

Elskulegi þjónninn minn til fimm ára ef ég man rétt er að gefa upp öndina...venjulega endast sona englar eins og hann í mesta lagi tvö ár eftir að hafa verið með mér allt sem ég fer...en þessi engill hefur verið sprellifandi og dyggur í fimm ár held ég barasta...núna er hann algjörlega að syngja sitt síðasta...komin móða fyrir augun hans og rákir á gluggann.....en hann gafst ekki upp án smá baráttu..það er að segja..ég reyndi að hnoða í hann lífinu í öll skiptin sem hann dó í kvöld...held hinsvegar að hann vilji bara fá að fara í friði þar sem hann er búin að reynast vel og komin til ára sinna...so ég held að ég verði ( og ég segi þetta ekki ógrátandi ) að leifa honum að hvíla í friði næst þegar hann slekkur á sér...sorglegt en satt.

Símar hafa jú bara sinn líftíma eins og hvað annað...engin mun geta fyllt í hans skó...en þeir munu eflaust reyna það margir...ég er ekki þekkt fyrir að tala lítið í síma og þessi hefur leyft mér að mala í sér endalaust marga marga tíma..

jamms...síminn minn er að deyja...gott ef hann er ekki bara dáin hér og nú...megi hann hvíla í friði og hitta fallega Nokia konu þarna hinumegin....reyni líklegast að fá lánaðan einhvern unglingin þangað til ég treysti mér til að ráða mér nýjan þjón...
en þangað til þá bara blífar heimasíminn minn sem fæstir eru reyndar komnir með..finnst pínku erfitt að gefa upp heimanúmerið mitt á netinu..en fullu nafni mínu er hægt að fletta upp í símaskrá.is og þar er það skýrt og skorinort skrifað :)

ást og kossar út í loftið og vika þangað til ég verð heil á ný...

kollsterinn...í sorginni


[2:53 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Bókin búin

Vöknuð og næstum komin á ról...eða sit meira sona á náttfötunum fyrir framan tölvuna að bíða eftir minni heittelskuðu á msn ...so er að skella sér í bæinn þegar ég nenni að fara úr náttfötunum...
Vinnugeðveikin byrjar með kvöldinu í kvöld en ég er samt hálffegin..því ég fór ekki að sofa í gær fyrr en um tvö..lagðist upp í rúm með bókina sem ég var að lesa og ég segi var því ég er búin með hana...tíminn er ekkert alltof fljótur að líða þegar maður situr heima með bók og góða músík..hinsvegar þegar ég er að vinna á barnum og kem dauðþreytt heim og rotast á rúminu mínu þá einhvernvegin líða dagarnir hraðar.

Það er soldið þreytandi að vera löngu hætt að vera gelgja og unglingur en samt að vera að fá unglingabólur...þetta er orðið soldið pirrandi að mínu mati sko..vaknaði í gær með eina alveg Esju á kinninni...skil þetta ekki alveg og fólk segir að ég geti ekki sótt um fræga bólulyfið því þetta sé so lítið og bara hugsað fyrir fólk sem er allt út í bólum...en hey..það er ekkert skemmtilegt að vera alltaf með eina eða tvær bólur í framan...þó þær séu ekki margar þá samt eru þær þarna !!!...ég er ekki sátt við þetta...en jæja..what can a girl do ??

knús og meira knús

kolls


[10:22 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Dagdraumar

Sit fyrir framan tölvuna inn í fallega herberginu mínu...í dag er búið að vera sona.."takk fyrir daginn og allt sem honum fylgir" - dagur...
Talaði við fallega fallegu prinsessuna mína í símann áðan og er orðin frekar mikið spennt að´hún sé að flytja heim..lá immit í dag í sófanum mínum að lesa bók og hlusta á Ragnheiði og varð nett svekkt að geta ekki leyft Lilju að hlusta á diskinn..alveg merkilegt hvað það missir marks að vera spenntur yfir lögum..eða bara alskonar hlutum þegar kærastan er sona órafjarri og ekki hægt að segja henni frá bara deginum..en ekki misskilja..er mjög þakklát bara að eiga kærustu sem ég elska og hún elskar mig..er bara að reyna að lýsa því hvað ég hlakka til þegar hún er flutt heim og ég get sett disk í tækið og leyft henni að heyra lögin sem gripu mig um leið og ég hlustaði á þau..hún kanski fílar þau alls ekki en samt finnst mér þetta so yndislegt...að geta verið sona spenntur yfir sona litlum hlutum.
Er að lesa bók núna sem heitir Furðulegt háttalag hunds um nótt...er að verða búin með hana því hún greip mig alveg og ég er ekki búin að gera annað en að lesa með stuttu hléi til að horfa á Will og Grace og tala við Lil.
Bókin er skrifuð af einhverfum strák og er um hann sjálfan...so skemmtilega skrifuð....so mikið frá hjartanu og bara beint út. Hann útskýrir allt sem gæti vafist fyrir manni og skrifar hana eins og bók sem hann gæti lesið...æi erfitt að útskýra ..maður verður eiginlega bara að lesa hana til að sjá fegurðina í henni..viðurkenni alveg að stundum verð ég alveg óþolinmóð og vil endilega að eitthvað merkilegt gerist en so eftir tvær línur af að lesa um hvernig hann útskýrir að hann skilji ekki þegar fólk geri svipi til að lýsa hvernig því líður þá verð ég aftur róleg og hugsa bara..."vá hvað ég get verið gamaldags..vil bara láta mata mig á einhverri sögu með byrjun ..miðju og enda og spennandi atriðum þess á milli"...þessi bók er alveg sú besta sem ég hef komist í soldin tíma. Kanski bara frá því að ég las Svo fögur bein og missti mig algjörlega yfir henni..veit ekki alveg hvað ég seldi mörg eintök í Eymó síðustu jól af henni..hihi

En já...finnst ég tala um lítið annað en bækur síðustu færslur...sem er sossum ágætist tilbreyting frá því að tala um að ég hafi ekkert til að tala um..hihi
Ragnheiður er algjörlega að heilla mig upp úr skónum með þessum disk sem var að koma út..það er eins og að hún hafi ekkert fyrir því að syngja sona eins og engill..

Ef ég mætti velja einhvern hæfileika til að fá sona kanski í 26 ára afmælisgjöf þá væri það að geta spilað á gítar eins og ekkert væri mér eðlilegra og til að vera ekki frek þá kanski fá bara smá rödd líka...ekkert endilega að syngja eins og engill en samt geta haldið lagi....þá myndi ég geta spilað jólalög fyrir Elísabetu og Alex hér heima og sungið með þeim jólasveinar einn og átta...svo þegar þau væru farin að sofa gæti ég sungið Ást með Ragnheiði Gröndal fyrir Liljuna mína eða Be mine með David Grey...jebbs þetta er í dagdraumum mínum í dag...ég ætti kanski að blogga alltaf sona dagdraum á dag fram að því að lil kemur heim..hihi
eða bara fara að sofa og hafa Ragnheiði syngjandi yfir mér á leið í draumalandið...


[11:52 e.h.] [ ]

***

 

Þakkir til Elsu

Mikið rosalega er þetta búið að vera fallegur dagur...alveg veruleg andstæða við þunga daginn minn þarna um helgina...en allavega..fór að vinna í morgun og svo í bankann að sjá um smá mál áður en ástin mín kemur heim.
Inga Hrönn vinkona sótti mig í vinnuna og keyrði mig heim til mín með sófaborð sem hún gaf mér...gamalt sem hún átti sjálf...so fórum við saman að borða á Hróa...síðan skutlaði hún mér í bankann..þannig að röðin á þessu var kanski ekki alveg rétt..eníveis..kom síðan hingað heim eftir góðan göngutúr um bæinn í slabbinu..brosandi út að eyrum því ég er ein þakklát lifandi kona.
Lagaði allt rosalega fínt til og búin að sækja mér nýja bók að lesa...búin að leggja bókina á fína borðið mitt ..setja Ragnheiði Gröndal með englaröddina á fóninn (var að kaupa diskinn hennar í gær...snilld snilld snilld) og ákvað að kíkja í tölvuna áður en ég hlamma mér í sófann með Ragnheiði og góða bók.
Og viti menn..jú ég var nefnilega búin að fá mail í nýju adressuna mína og það frá manneskju sem ég hafði ekki hugmynd um að myndi eftir mér úr gaggó og hvað þá að hún læsi bloggið mitt...
Langaði að þakka henni svo mikið mikið fyrir að skrifa mér mail...Elsku Elsa..er bara næstum orðlaus...ég þakka svo vel fyrir...finnst so gaman að sjá þegar fólk les bloggið mitt ..og þú í útlöndum og allt ....ég fer að kíkja á þitt blogg og lesa það yfir almennilega þegar ekki bíður mín bók í sófanum...takk aftur fyrir kærlega..

jamm hún Elsa Hrund var nebbla memmér í Grandaskóla og les bloggið mitt daglega...minns pínku að monta sig en það má alveg ..erþaggi..jújú...

sá so líka annað komment frá einhverjum sem ekki sagði til nafns og var að segja að sér fyndist Eftirmál góð bók...jamm auðvita finnst okkur ekki öllum það sama enda hvað væri þá gaman að lífinu ef allir væru með sama smekk...en minn smekkur þýðir auðvita ekki að ykkur geti fundist bók góð sem mér fannst slæm...:)

bless í bili..ég kveð og attla að einbeita mér að því að lesa og leyfa Ragnheiði hinni fögru að syngja fyrir mig á meðan...

ást kollsterinn


[3:44 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, nóvember 22, 2004

kollask@simnet.is

Kollsterinn er komin með nýtt mail..er reyndar alveg ennþá að nota hotmailið en þetta mail sem er komið hér heima er mun stærra og getur tekið við mun meiri póst en nokkurtíman hotmail..sama hversu heitt það er...hihih
þannig að ef einhverjum langar að gera góðverk í dag þá má sá hinn sami senda mér mail í nýja póstinn minn sem er kollask@simnet.is ....og ef þið eigið skemmtilegar myndir þá endilega senda þær með...eins og til dæmis myndir af englum (Tómas Nökkvi..Anna Þrúður...Brynjar Óli...Elísabet...Alex Uni....) bara nokkur englanöfn sem ég mundi eftir í fljótu bragði :) hihihih hint hint
jæja..farin út að hitta Döggina mína
ble í bili og ást til ykkar allra


[7:57 e.h.] [ ]

***

 

Fyrri til

var að fá blómasendingu í vinnuna mína..frá Blómaval..eða reyndar frá fallegu kærustunni minni..en það sem hún veit ekki er að ég er búin að biðja Ólu vinkonu hennar um að fara með blóm til hennar frá mér í kvöld þegar Óla er búin að vinna...verst að hún náði að vera fyrri til...eða bara gaman..hún kemur endalaust á óvart þessi fallega prinsessa...minns frekar montin og smá rauður í framan líka en það er allt í lagi...töffarinn er held ég alveg að fara að yfirgefa kollu litlu fyrir fullt og allt..hihih..Lilja kemur heim í næstu viku...NÆSTU VIKU !!!!!!!!!
eins gott að hún kíkji ekki á netkaffi áður en hún fer heim úr vinnunni..var á netkaffi fyrr í dag so ég held ég sé safe..annars er aldrei að vita þegar ég er annarsvegar...surprise eru ekki mín sterkasta hlið.
ást og rauðar rósir
kolla ástfangna


[2:50 e.h.] [ ]

***

 

Aukavinna

Jæja vaktin búin og ég bara fann mig knúna til að kveikja á tölvunni minni og það ekki af því að ég er orðin netfíkill..nei alls ekki..hafði bara so skemmtilega sögu að segja eftir þetta annars ekki merkilega kvöld að ég bara varð að koma henni frá mér núna því á morgun myndi það eflaust gleymast og ekki gera á morgun það sem þú getur gert í dag..right ?
eníveis..
Ég mætti bara í mína vinnu klukkan tíu eins og ég geri samviskusamlega annan hvern sunnudag mánaðarins...og kvöldið gekk meinhægt..spjallaði við Pétur sem vinnur með mér um bækur og annað skemmtilegt..inni sátu ágætis hópar af fólki þar á meðal fagur hópur leikkvenna í horninu við hurðirnar...
Klukkan eitt fórum við að hugsa okkur til hreyfings og byrja að ganga frá..og eins og venjan er á Öllaranum þá erum við ekkert að kasta fólki út á slaginu eitt..heldur byrjum við bara að ganga frá öllu og leyfum fólki að sitja og spjalla á meðan..nema hvað..ég er að ganga frá öllum borðum sem ekki er setið við og það felur meðal annars í sér að slökkva á fínu stóru rauðu kertunum og ganga frá þeim út í horn..hornið þar sem leikkonurnar sátu að syngja fallegt lag ..soldið hátt reyndar en hey...góð skemmtun samt.
Einhvernvegin tókst mér og hefur mér tekist ýmislegt auðveldara en þetta um ævina að skvetta yfir mig slatta af kertavaxi og það ekki sona stórri klessu heldur aðallega litlum klessum hér og þar...slettist klessa á eina leikkonuna reyndar ólukkulega líka en ég sagði henni bara að skella þessu í hreinsun og ég myndi borga brúsann..
fór síðan miður mín inn í eldhús og leit í spegil...skipti um vinnubol en eftir sátu hvítu klessurnar í hárinu á mér...miður huggulegt..leit soldið út fyrir að vera eitthvað annað en kertavax og það í hárinu á mér..smart.
Margur hefði getað haldið að ég væri að vinna mér inn aukapening inn á klósetti ölstofunnar með karlkyns kúnnum stofunnar...
fannst þetta frekar fyndið bara og týndi þetta úr hárinu á mér sona þannig að engin sæi...leit svo á axlirnar á mér og sá að þær voru allar í hvítu kertavaxi sem leit út eins og slatti af flösu eftir að ég hafði hrisst á mér hausinn...

jamm það er ekkert grín að vera barþjónn skal ég segja ykkur..en nú fer ég að lesa smá skemmtilega bók sem ég er hálfnuð með..mæli með henni þó ég sé ekki nema hálfnuð..hún heitir Klisjukenndir og er eftir Birnu Önnu sem mér finnst so yndislega góður penni..skrifaði sunnudagsdálka í Mogganum..endilega tékkið á þessari bók..og meðan ég er að tala um bækur þá las ég aðra um daginn sem heitir Eftirmál og fannst engan vegin góð...svo Klisjukenndir it is.

góða nótt börnin mín

p.s. ég á 4 mánaða ammæli í dag ...búin að eiga þessa yndislegu kærustu mína í 4 mánuði í dag..22 nóv...og er þakklát svo mikið mikið þakklát.


[2:35 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, nóvember 21, 2004

andlega ólétt

Vá....er búin að hitta so mikið af litlum englum upp á síðkastið að ég held að sálin í mér hafi sannfært mig um að ég sé sjálf ólétt...hef ekki þyngst en er orðin so hrikalega meyr og það byrjaði bara strax í morgun þegar ég vaknaði..búin að vinna alla helgina upp á öllara og það var bara rosalega fínt..so vaknaði ég í morgun og er búin að vera með tárin í augunum í allan dag...byrjaði daginn á að vorkenna sjálfri mér fyrir að þurfa endilega að fara út í búð í kuldanum þó ég ætti frídag og langaði bara að vera heima...fór síðan út í búð og fannst allt so fallegt á leiðinni heim...snjórinn og allt saman og varð alveg meyr við að labba bara heim með húfuna mína..var so hlýtt inn í mér..
Kom so heim og fór að skrifa jólakort...var að skrifa til allra fallegu vina minna og bara við það að skrifa þeim eitthvað fallegt hrundu tárin bara niður kinnarnar..varð so þakklát inn í mér að eiga að allt þetta fallega fólk og langaði bara að hringja í alla og segja þeim hvað ég elska þau heitt öll.
So ákvað ég að hætta þessu dramakasti og horfa bara á friends sem er fín lækning við hverju sem er...nema hvað að allt í friends varð allt í einu so fallegt og sorglegt inn á milli...þau eru so yndisleg öll vinirnir..hann Joey so mikill kjáni..Ross so rómantískur ..og jamm...Kollan er greinilega andlega ólétt....merkilegt..hvernig attli ég verði þegar ég loksins verð ólétt...attli ég fari ekki bara að gráta við minnsta hlut :)
sendi so fallegu konuna minni sms og af því að hún svaraði ekki um hæl þá varð ég alveg lítil og asnaleg inn í mér..fannst að hún ætti bara að vera hér hjá mér..hún var með kveðjupartý í gær og ég var alveg búin að búa til í hausnum á mér á einni mínútu að hún hefði ákveðið að búa áfram úti og þessvegni svaraði hún mér ekki strax..já merkilegur þessi mannsheili..so auðvita stuttu síðar fékk ég sms frá henni..hún var bara að tala í símann sinn þegar ég sendi henni sms en sendi mér tilbaka um leið og hún var búin að tala í símann.

Jebbs..ég er ekki þekkt dramadrottning fyrir ekki neitt..og finnst ég alveg smá krútt í dag..hihih..get allavega hlegið að sjálfri mér og talað um þetta á blogginu..hihi

Vinna í kvöld..Döggin mín var að hugsa um að kíkja á mig..væri ekki leiðinlegt..so fæ ég bráðum sófaborð til að hressa upp á stemninguna í stofunni sem er aðallega bara gerð fyrir samkvæmisdans eins og er...hihi

jæja..attla að koma þessu út úr mér ...áður en ég fer að vinna...best að horfa á friends þegar Phoebe er ólétt og klára þessi tár bara í eitt skipti fyrir öll..hihi

ást og hamingja

the queen


[8:07 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, nóvember 20, 2004

Ánægjuleg heimsókn

Jæja....Bríet yndislega prinsessan mín kom í heimsókn og hjálpaði kollu sinni að þrífa íbúðina..að því loknu pöntuðum við okkur pizzu og horfðum á friends þáttin þar sem ross fer í brúnkumeðferð..alveg uppáhaldsþátturinn hennar af friends...so sýndi litla prinsessan mér að hún er komin með blogg...9 ára..og er með blogg endilega kíkið á skutluna gott fólk :)
Erum búnar að breyta ýmsu í kollu koti sem okkur fannst þurfa...so er planið bara að sjá smá belly dance í kvöld og so beinustu leið til vinnu..langar að heyra í konunni minni en þessi elska sefur bara í augnablikinu..alveg búin á því litla fallega konan mín..
var að horfa á friends þar sem monika og chandler eru að fá litlu krílin í hendurnar og varð alveg veik..þurfti ekki að spila jólalög því eggjastokkarnir á mér sáu alveg um það sjálfir..hihihi
minns laaaaaaaaaaaaaaaaaaangar í barn.....elska þig Lilja :)
ble í bili


[6:52 e.h.] [ ]

***

 

Monica

Komin á netið..híhí...reyndar búin að vera alveg sjúklega dugleg hér í Kollu-koti..og attla mér að vera meira dugleg skal ég sko segja ykkur..búin að vera að taka til í öllum skápum og skúffum...henda því sem má henda og geyma það í kössum og geymslu sem ekki þarf að nota núna..so er alveg spurning um að þrífa bara fyrst ég er að þessu á annað borð sko.
Er að tala við litlu prinsessuna mína hana Bríeti á msn...litla engilinn..held hún sé að hugsa um að kíkja til mín fyrst ég er heima...
best að halda áfram að þrífa og fá so prinsessuna í heimsókn :)
var að vinna með Unu minni á barnum í gær og frekar mikið gaman..dreymdi so í nótt að ég væri að fara í frjóvgun...góðir hlutir að gerast sem sagt..hihi
ást og kossar
kolls


[3:32 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, nóvember 19, 2004

Jólasnjór í gluggan minn

Edilon ..reyndar alltaf kallaðu Eddi snillingur attlar að hoppa yfir til mín á ettir á fína bílnum sínum og setja mailið mitt í gang..er að fá mail inn á tölvuna mína en kann bara ekki alveg að starta því sko..kolla ekki nógu klár ennþá þó henni hafi einhvernvegin tekist að tengja netið...hvernig veit ég ekki.
Missti mig aðeins í búðarrápi í dag...fann so fallega gjöf handa kæró..híhí..so keypti ég sona fínt jólasnjóasprey en þegar ég var búin með gluggana í herberginu mínu og komin með þrá af fjórum inn í stofu..þá kláraðist spreyið..minns versla meira sona á morgun..ekki hægt að hafa einn gluggan bara með engum snjó sko.
So bara seríur eftir helgi ..langar samt ekkert að hafa þetta of mikið...engin rauð ljós í mína glugga sko.
Sit heima og það er alveg nett sprey lykt í herberginu mínu eftir þetta brölt mitt áðan...er so fegin að Eddi kemur til mín á eftir því þá get ég fengið far hjá honum í vinnuna og ekki labbað út í kuldanum sko...
Settist á brennsluna með Urði og Kóngu í dag og komst að því að ég get sko verið fyndin..sérstaklega þegar ég segi söguna af Julio date-inu mínu frá mínu straight lífi hér forðum...greyið stúlkurnar veltust um af hlátri og þó er Urður búin að heyra söguna miljón sinnum sirka. Sumt er bara alltaf fyndið..maður að bjóða manni upp í dans í litla herberginu sínu á skólagörðum með litlu walkman græjurnar og Julio Iglesias í botni er náttla bara alltaf gott efni í skemmtisögu.

Helgin að koma og dagarnir þjóta hjá...eða eiga allavega að gera það..vil að tíminn líði og ég bíði..eftir ástinni minni..

p.s. Barbí..hvað sástu í sísstu færslu sem gefur til kynna að konan sé ekki í góðum málum...?? er ekki með á nótunum..gaman að sjá þig kommenta samt sko :)[6:13 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Skjóðan góða

Ástin mín...þú...engin orð duga hér á þessu ágæta bloggi til að segja hversu mikið og heitt ég elska þig fallega konan mín…að vera ástfangin af þér er það besta sem hefur komið fyrir mig...það besta sem ég hef upplifað og mun upplifa í lífinu. Það er ekkert sem ég hlakka meira til í þessum fallega heima en að vakna við hlið þér hvern morgun og sjá þessa fallegu konu sem ég er svo ástfangin af og sofna með þig í fanginu hvert kvöld.

Alma Brow...jæja,neglurnar alveg komnar langt langt niður..gott ef þær eru ekki bara búnar..en það er allt í key...ég er sátt og sæl,knús til þín.

Anna Karen...veitiggi hvort þú lest ennþá bloggið mitt en vil samt skrifa þér…var að fletta í gegnum hveravellarmyndir um daginn og við verðum bara alveg að fara að djamma saman eins fljótt og unnt er.

Auður engill...litli engill..til hamingju með ástina…þú átt það so mikið skilið að vera hamingjusöm og hann er so heppin að eiga engil eins og þig.

Barbí spons...elsku ólétta fallega kona,hef lítið eða ekkert haft samband en er samt vonandi ennþá þín elskulega lesbíska sponsía

Bríet Ólína...þar sem þú ert orðin svo klár á msn og á tölvuna heima hjá þér þá kanski sérðu þetta,langar bara að segja þér að sama hvar ég er og sama hvar þú ert þá elska ég þig eins og systur..elska þig so mikið prinsessa.

Dil...endalaust og alla leið tilbaka…itchy palms..kanski er ég alltaf að segja það sama við þig en veistu..bara allar stundir með þér eru so dýrmætar að mér leiðist aldrei að tala um þær aftur og aftur og aftur..í miklu uppáhaldi eru kvöldin með rólegu tónlistinni sem ég spila fyrir þig og þinns dottar inn í kóma en er sko ekki sofandi.elska þig englastelpa.

Dúa...elsku elsku elsku jarðneski engill,takk fyrir sms-in um daginn og sendi þér allar hvítar liljur heims og blátt blóm tilbaka sem tákn um vináttu okkar..ást

Döggin...hurru kelling..farin að sakna þess að sjá þig og Gabríel hjá mér á Öllaranum…er Gabríel nokkuð í fýlu eða abbó yfir henna..hmmm..hihihih

Erla (lilju)...hvernig væri nú að fara að hittast so þegar lil kemur heim og fá okkur eins og einn gin og tónik kanski yfir til dæmis Búðabandinu..sjá þig í stuðinu mikla ??

Erna Rán...þriðjudagurinn er alveg humar…skelfiskssúpa jafnvel…hlakka ekkert smá til mar…hihi…hvernig væri að við myndum rifja upp hákarlaskoðun og góðar stundir engill…

Eva María...mommsan mín…vá hvað það er skrýtið að sjá sona lítið af ykkur…mar orðin stór stelpa og komin í samband en einhvernvegin samt má mar ekki hætta að vera litla stelpan ykkar sko..alle bannað..elska þig

Fjalar...finnst so fallegt að þið hafið fundið hvorn annan…eruð báðir so mikið gull af manni og hvað passar betur við gull en immit gull…alveg snilld sko..hlakka til að bjóða ykkur í mat þegar betri helmingurinn minn er fluttur heim og getur jafnvel séð um að elda oní ykkur so þið endið ekki veikir heima

Gíraffinn hinn...víst lítið hægt að tala um að hittast núna þar sem þinns býr bara í seitinni en góð visa er aldrei of oft kveðin eða eikkva solis so næst þegar þú átt leið um borg óttans þá bjallaðu..langar að knúsa þig

Gríma...snillingurinn sem er á msn þegar ég held ég sé bara alein heima hjá mér ..so ótrúlega gaman að spjalla við þig…so spennandi að fylgjast með öllu saman engill..og þá meina ég ekki að ég skilji ekki samt að þetta er stundum ekkert gaman ..stundum væri voða fínt að allt væri bara í rólegheitum..en hey….veistu hvað..ég elska þig stelpurass.

Hanna siss...mér finnst nú pínku lame sko að engin mynd af þinni annars ágætu systur sé til á síðunni þinni…ekkert nema bara vegamótaskutlur út um allt….hmm…well..skamma þig næst þegar við hittumst sæta mín,og mundu að stóra siss er og verður alltaf stóra siss og þú þarafleiðandi litla siss sem gerir ekki þú veist!!!

Hjalti bro...sama gildir um þig mjög svo litli litli bro..ekkert stelpustand fyrir þig..bara einbeita sér að flutning til útlanda og sko engar útlenskar skutlur í þitt fang litli min..kolla elskar þig.

Hulda leynivinkona...yndislegt að sjá þig þarsíðasta sunnudag og hlakka til að sjá þig næsta sunnudag,þykir so vænt um þig stelpurass..knús knús knús

Hulda mamma...tollurinn bíður hér eftir heimsókn frá tengdó þegar litla kjánatengdadóttir þín asnast til að vera heima hjá sér…sem er ekkert alltof oft sökum vinnu og vinsælda..hihih...takk fyrir að vera mér svo svo svo góð..knús

Inga Hrönn...vá hvað þetta kvöld okkar núna var yndislegt..minnti mig á gömlu góðu stundirnar okkar yfir kaffi og sígó og spjalla um allt og ekkert,so gott að spjalla við þig um hjartansmál og leikskólamál líka..hihih..við erum æði..rústum líka hverjum sem er í party og co..þú ert engill í mannsmynd..þó þú vitir það líklegast ekki sjálf.

Jódís...minns er enn að bíða alveg sallaróleg eftir lasagna-matarboði…en skil líka að margt gengur á núna..so ég sendi ykkur alla mína engla og ást elsku fallegu konur.

Lára...takk fyrir miðvikudagskvöldið engill...mikið sem þú ert dugleg..er so stolt af stelpunni minni..alveg að verða komnir fjórir mánuðir og þú mest dugleg í heimi…elska þig elsku vinkona mín.

Laufey...finnst ólíklegt að þú sjáir blogg á næstu dögum eða bara yfirleitt en til hamingju með prinsinn elsku Laufey og Hrói !!!

Lilja litla...hvernig líður litla Brynjari Óla?..það er nú alveg skömm að ég sé ekki búin að vera dugleg að heimsækja ykkur búandi í næsta húsi..en hey..ég hlýt að bæta úr því bráðum..takk fyrir sms-ið um daginn..veist að í hjarta mínu átt þú líka stóran stað sem yndisleg vinkona.

Maggý mín...hin mommsan mín..verð nú alveg að viðurkenna að minns var pínu abbó að vera ekki með þér á ballinu um daginn en er samt mjög glöð að hún Una mín skemmti þér sko,en næst verð það ég samt..alveg á hreinu...ég sakna þín .

Naglinn...hvernig væri að bjóða kellingunni í pönnsur í nýja pleisinu ..ha ha ha ? við steingeiturnar erum náttla yndislegar..hugsum so líkt.

Nana...elska þig stelpa,veit við höfum soldið misst band en hey..vinabandið okkar er samt sterkt og slitnar ekki sökum þess að við sjáumst sjaldan.

Oddný rokk...rokkaða bráðum tveggja barna rokk móðir í borg óttans,er að fara að ljósrita blaðsíðurnar inn í bókinni minni og skella þeim í ramma ...snillingur sem ég elska...þú .

Óla...eins gott fyrir ónefndan aðila að láta kjurrt að reyna við þig,þú ert gull sem átt bara skilið konu sem kann með að fara með gimstein eins og þig...so eins gott fyrir hana X týpu að vera ekkert að reyna neitt sko.

Páli ammælisbarn...til hamingju með ammælið í dag...eða sko í gær þegar þetta fer á bloggið líklega,vona að þú hafir átt yndislegan dag litli engill.

Puff mín...vá hvað ég sakna þín stelpurass,bíllinn þinn situr hér ískaldur og saknar eiganda sins og kellingin bara að éta flatkökur..engin að elda oní mig..ekki hægt náttúrulega sko...hihih..hlakka til að sjá þig stelpan mín..vonandi hefuru það yndislegt í útlandinu.

Ragnar sæti...hvernig væri að taka smá Sörvævör á mánudaginn at my place beibí ? eitt af örfáum fríkvöldum sem ég á í þessum mánuði..það væri náttla bara snilld sko.

Rebekka...veit ekki hvort þú lest þetta en hef heyrt að þig langi að sjá myndir litla krútta so ég mun reyna að bæta mig í að skella fleiri myndum inn enda komin með netið heima og því ætti það að vera auðveldara núna…

Rosana...hvað varð um Jane ????? ertu búin að reka hana fyrir fullt og allt ?

Skjöldur...heyrði ekkert í betri helmingnum þínum sunnudaginn sem ég fór á leynifund..en ég er hér ef honum langar að hitta mig..knús

Svanhvít...maður heyrir bara rosalega sögur af fötluðu konunni sem er að skora á móti mjög svo ekki fötluðum vinkonum sínum og það alveg 2-0 fyrir þér...hetja geturu verið!!!

Unan mín...vá hvað það verður skrýtið að geta ekki hangið með þér allan daginn alla daga vikunnar…en verður líka yndislegt að geta átt kvöldin með þér..sunnudagskvöld eins og forðum..þú ert hetjan mín..elska þig.

Uni...hva segiru elskan ..er spurning um að koma heim á ammælinu mínu og fara so bara ekkert aftur út..langar í það í ammælisgjöf frá þér sko !!!

Urður..ég er orðin frekar spennt að fá margumtalað handrit í hendurnar..búin að lesa fordómar fyrir ástinni og leist vel á þessi skrif þín og langar núna að sjá skrif lengra aftur í tímann ...alveg spennt spennt spennt..langar so mikið að fá þetta í hendurnar..langar að þú treystir mér fyrir þessu handriti..þú ert so fallega elsku vinkona..mundu það..alltaf og að ég elska þig

Æsa...heppilega sagðiru mér um daginn að þú kíktir inn á bloggið við og við því nú mundi ég sko eftir að hafa þig með hér í góðu skjóðunni..alltaf so gaman að hitta á sona glæsilegar konur eins og þig...þú berð með þér so mikla gleði og þokka,alltaf gaman að knúsa þig..lítur so vel út elsku yndislega Æsan mín..knús


[11:57 e.h.] [ ]

***

 

Taka út og setja inn

tók út nokkra linka sem af bloggum sem hafa ekki hreyfst í háa herrans tíð...hinsvegar ef viðkomandi bloggara lifna við í netheimum þá endilega látið mig vita so ég geti tengt ykkur við annars tæknilegu síðuna mína aftur...
er so alltaf á leiðinni að bæta inn linkum en nenni það bara so rosalega mikið ekki..so mikið eitthvað asnalegt pikk...< igkgjklcjklædsa=_"slóð..ajfkljkdsa> eikkva í þessa áttina og so copy paste og alltaf eikkva solis...geri þa bara í rólegheitum síðar...miklu einfaldara að taka út bara linka..hihih
jæja..búin að vinna..attla heim að ganga frá þvottinum mínum og henda mér í sturtu fyrir matarboðið hjá Ingu minni..
ble í bili ...vonandi kemur skjóðan góða í kvöld..


[4:06 e.h.] [ ]

***

 

Gleðifréttir

vá hvað þessi dagur í dag er mikið góður og mér í hag...var að fá mjög svo ánægjulegt sms..eiginlega svo ánægjulegt að töffarinn ég missti tár niður annan vangan og það hér í vinnunni...vá hvað ég er hamingjusöm kona ...í dag og alla daga.
komdu til mín og ég mun ávallt vera þín...þennan yndislega dag mun ég syngja lítið lag...
elska þig Lilja Torfadóttir...þú ert betri helmingurinn minn...um það er engum blöðum að fletta...eða eikkva solis.
jæja vinna meira..tárast minna..hihi


[2:30 e.h.] [ ]

***

 

Matur

Komin í mat í vinnunni...veit fátt betra á sona kuldadegi heldur en þegar nóg er að gera í vinnunni..því það þýðir að tíminn er fljótur að líða og bráðum er þessi vinnudagur búin og þá tekur við matur hjá Ingu minni í kvöld sem er tilhlökkunarefni get ég sagt ykkur..hef ekki hitt hana Ingu mína alltof alltof lengi..hún attlar að elda oní stelpuna og alles..fór immit til Láru í mat í gær og viti menn..var sko lasagna á boðstólnum og það mjög gott líka.
Er að vinna í skilaboðaskjóðu heima í koti og verður hún líklegast sett inn á bloggið seint í kvöld þegar ég er komin heim ..eða jafnvel áður en ég fer til Ingu..sjáum hvort ég nái að klára hana..og þeir sem ekki eru í skjóðunni en lesa bloggið hafa þá líklegast ekki kommentað eða heyrt í mér lengi og veit ég þarafleiðandi ekki að viðkomandi er að skoða bloggið..bara sona fyrirfram verið að tryggja að engin verði sár sko :)

Er að spjalla við Ólu vinkonu kærustunnar á msn ..finnst hún so frábær og yndisleg týpa..sona manneskja sem ég myndi mæla með við hvaða vinkonu mína sem er ..þannig að ef þú ert lesbía á lausu og vinkona mín..þá er Óla alveg gull og gimsteinn...býr reyndar í danaveldi..en hey..mín er á leiðinni heim so allt getur gerst.

ást og knús..maturinn búin held ég bara.


[1:41 e.h.] [ ]

***

 

L-Word

Jæja...var sko alveg búin að segja sjálfri mér að í kvöld þegar ég kæmi heim þá myndi ég sko ekki fara að hanga í tölvunni..hmm..hvar sit ég núna..komin með rappið á fullt aftur..sona fallegt rapp samt sko.
Var heima hjá Láru vinkonu að horfa á L-Word og mikið sem ég verð alltaf æst yfir þessum þáttum og þá er ég ekki að tala um kynferðislega æst eins og margir verða líklegast heldur bara virkilega æst...reið æst...
Þessi litla sem er eitt af aðahlutverkunum er alveg að gera mig geðveika..geri mér engan vegin grein fyrir því að hún er bara að leika hlutverk sem er skrifað fyrir hana þegar ég horfi á þetta...nú hef ég bara séð nokkra þætti og kanski ekki auðvelt fyrir mig að dæma eða tala en ég geri það nú bara samt þar sem þetta liggur ofarlega á hjarta mínu...
Sko...hún er jú eitthvað með innri baráttu og þetta er allt rosalega erfitt fyrir hana...en..
a) hún á frábæran kærastan sem vill allt fyrir hana gera og er sjúklega ástfangin af henni...hann er heiðarlegur..góður maður og fallegur þar að auki.
b) persónulega finnst mér hún ekkert sérlega aðlanandi en það sýnist sitt hverjum sossum.
c) hún heldur fram hjá manninum sínum sem hún er nýgift..og lýgur svo að honum oftar en einu sinni
d) svo þegar hann gengur inn á hana þar sem hún er að sofa hjá Marinu...þá segir hún honum að þetta hafi bara gerst einu sinni og segir við Marinu að hún vilji ekki hitta hana meira og það á kaffihúsinu fyrir framan alla.
e)hún fer og giftist kallinum en eðlilega er hann frekar hræddur ennþá...en hún sannfærir hann sko um að þetta sé ekkert sem skiptir hana neinu máli.
f) svo fær hann nóg og segir henni upp..enda hún búin að ljúga og vera vond vond vond kona.
g)þegar hann loksins hendir henni kemur hún skríðandi aftur til Marinu..eftir að hafa dissað hana....

Marina og kallinn hennar eru bæði so vel skrifaðir og yndislegir karakterar...og þó þessi litla stelpa sé týnd inn í sér og ekki viss um hvort hún sé lesbía þá verð ég alveg að viðurkenna að ég vorkenni henni bara so mikið sem ekki neitt...hún hélt framhjá...með konu og það er ekkert betra en að halda framhjá með manni...so laug hún að honum í staðinn fyrir að koma hreint fram..so er hún alltaf grenjandi og allir eiga að vorkenna henni.

nei ekki þessa kona hér...ég tel mig vera með nokkuð meðalstórt hjarta en þarna segi ég sko stopp og ekki meir.

jú þetta er smá hitamál fyrir mér...hihih....ég bara meika ekki að hún sé sett eins og henni sé vorkun...er kanski full orðhörð sona miðað við að þetta er þáttur í sjónvarpinu...en hey..hef allavega bloggað heilan helling núna sko :) hihih

var immit að ræða framhjáhöld í kvöld og ég bara skil ekki hvernig nokkur maður eða kona getur gert sjálfum sér það að halda framhjá....ein kvöldstund og oft ekki einu sinni það sem gæti skemmt mörg mörg ár af hamingju með makanum sínum sem það elskar..bara skil ekki..jafnvel skemmt eitthvað fallegt sem hefði getað verið að eilífu...já ég mun sko ekki halda framhjá minni konu (nú segja margir..ekki tala um það sem þú veist ekki um...) en hey..ég tala bara um það sem mér sýnist enda er þetta bara mín skoðun..hihih..mín blóðheit í kvöld.

langar að komast til danmerkur þegar ég er búin að vera að horfa á L-Word og kyssa konuna mína og segja henni hvað ég elska hana mikið og þrái að geta horft í augu hennar alla daga ársins og aldrei þurfa að kveðja hana.

hihih...jamm soldið margt að gerast inn í mér núna..hausinn langt á undan höndunum sem eru að reyna að halda í við hausinn á lyklaborðinu.

smá pása...hihih..ást og hamingja út í loftið..
hey...engin skilaboðaskjóða komið lengi lengi lengi..sjáum hvað ég dirfist að fara seint að sofa.


[1:06 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Vegas beibí

komst að því núna rétt í þessu þar sem ég er so netvædd að ég er þessi borg af borgum í bandaríkjunum.....merkilegt nokk...hihi...ég er ekki alki..en attli ég sé spilafíkill...hmmm...

Take the quiz: "Which American City Are You?"

Las Vegas
You Shine bright and partake in all the vices. You'd rather burn out then fade away.


er annars að fara út að borða..sit núna heim að hlusta á íslenskt eðal-rapp...hanga á msn og drekka ískalt kók..líður soldið eins og þegar ég var 19 ára í tölvunni heima hjá Steinu og Bríet farin að sofa...hanga á ircinu og sona..enda er í þeirri sömu tölvu..hihih nýjir tímar en sama manneskjan..vonandi reyndar smá þroskaðri en þá...held það barasta...jæja..verið að sækja mig..best að hafa sig til...sjáumst síðar gott fólk


[5:43 e.h.] [ ]

***

 

hitt og þetta

Jæja...síðasta sem ég gerði áður en ég fór að sofa í gær var að hanga smá í tölvunni og það fyrsta sem ég er að gera núna þar sem ég er búin að vakna og fara í sturtu er að hanga smá í tölvunni...get reyndar ekki stoppað lengi núna þar sem ég er að fara að panta inn með Unu en hey...kem bara heim í dag til að hangsa meira í tölvunni.
Fallega kærastan mín var að koma inn á msn...so bloggið verður að bíta í hið súra að víkja fyrir fallegu fallegu fallegu yndislegu konunni minni..
get reyndar alveg skrifað nokkrar línur og talað við Lilju á milli línanna ..
Já smá tilkynning...sko kærastan er að koma heim 8. desember og eins og glöggir lesendur hafa kanski tekið eftir þá er hún hárgreiðslukona og mjög fær sem slík.
Fyrir jól vilja allir auðvita hafa hárið í lagi og ef þið viljið komast til hennar sem verður líklegast engin hægðarleikur þar sem hún er mjög vinsæl sem klippari þá getið þið pantað tíma hér til dæmis...eða hringt í mig og fengið númerið hjá henni..
Selma frænka...sagði Lilju frá því að þú vildir panta tíma fyrir þig og stelpurnar og það er komið í gegn :)
já já...í kjólinn fyrir jólinn og hárið í lagi elskurnar mínar...einn kúnni á ölstofunni í gær sagði mér að "Hann" ætlaði sko að komast í kjólinn fyrir jólinn.

en sona áður en ég hætti....þá bara einn punktur...fyrir hvern sem er ...og þá aðallega menn því ég gruna að konur viti svarið við þessu.

þegar konur segja (við hvern sem er ...) "vá hvað ég lít illa út" þá er svarið aldrei " já svona líka hræðilega " jafnvel þó að það sé sannleikurinn .maður segir aldrei já þú lítur illa út...kona vill ekki heyra það...eða það held ég ekki allavega.

jæja kveð að sinni ..sjáumst aftur mjög fljótt börnin mín


[1:58 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, nóvember 16, 2004

ó mæ god

mér stelpunni litlu sem heldur að hún sé so ósjálfbjarga tókst alveg alein og óstudd að tengja adsl netið heima hjá sér..til hamingju með það segi ég nú bara sjálf..hér bíða mín eva maría og gríma á msn með hamingjuóskir..best að spjalla við þær úr svefnherberginu mínu áður en ég fer að vinna.
gleði gleði gleði gleði
og smá meiri gleði
ég er komin með netið heima og ekki seinna vænna...eða eikkva solis


[7:45 e.h.] [ ]

***

 

Sveitamállíska

Smá hugleiðingar í gangi í hausnum á mér í dag...
fór með unu minni að ná í netið til að geta pikkað heima hjá mér og bíð spennt eftir símtali frá honum Edda mínum til að tengja þetta dóterí heima hjá mér þar sem þetta er allt á kínversku fyrir mér.
So er sko smá annað sem ég er búin að vera að hugsa um....peningar eru auðvita akkurat núna soldið ofarlega í huga mér þar sem ég er að borga alskyns dóterí sem mér finnst bara að ég eigi ekkert að vera að borga..
erfitt að tjá sig sona á netinu..
var að koma frá danaveldi í gær og er í hamingjukasti þegar ég hugsa til þess að ég þurfa ekki að kveðja konuna mína aftur á næstu árum ...hún fær sko ekki að fara neitt eftir að hún flytur heim nema kanski út í búð á meðan ég sit með börnunum.
Er full af ást í dag eins og so marga aðra daga...stjörnuspáin mín sagði að ég væri fær um að vera ástfangin af ástinni til lífsins og að það væri góður eiginleiki..mér var vel við stjörnuspánna mína í dag.
Hringdi líka í yndislega sálfræðinginn minn í dag sem ég hef ekki heimsótt langalanga lengi (katla snillingur) og var að fá ráð hjá henni út af draumaveseni sem virðist vera að taka sig upp aftur...jarðbunda steingeitin í mér var ekkert sérlega hrifin af því að þurfa að biðja einhvern um ráð varðandi eitthvað sem ég tel vera yfirnáttúrulegt en það er samt best að taka á þessu so þetta fari á endanum.
Vaknaði upp við slíkan draum með konuna mína í fanginu á sunnudagsnóttina og vil ekki hræða hana...sem ég held ég hafi pínulítið gert þessa nótt enda dauðhrædd sjálf.
jamms og jæja...sit með unu á segafredó og það vantar alveg fabio að vinna hérna..sakna litla krúttsins.
Snjóinn kyngir niður eins og hommar kyngja..nei djók..kolla skamm..ætti að stroka þetta út en attla ekki að gera það. Sagði sveitaorð áðan..hvimleitt..fyndin öll þessi sveitaorð sem við góðir borgarbúar í borg óttans notumst ekki við...eins og til dæmis ...hmm...brók..úff..ekki fallegt orð...
"hæ elskan..ég bíð þín heima á brókinni einni fata" hljómar ekkert sérlega æsandi..vantar bara að það komi í beinu framhaldi..."og það bíður hjónabandssæla í ofninum.."
núna fannst ég mér ég soldið fyndin so þetta er kanski bara komið gott í bili..
langar bara að hanga heima í kvöld og vera á netinu að skrifa kærustunni ástarbréf..talandi um kæró þá kom tengdapabbi upp á bar um helgina og því miður var ég ekki að vinna því hann spurði víst eftir tengdadóttur sinni..so gaman þegar foreldrarnir eru að taka sona almennilega á móti manni..minns glöð í hjartanu.
er alveg að plana allan mánuðinn í vinnu og ef ég er ekki að vinna þá eru kvöldin notuð í að hitta vini og láta tímann líða því síðan er konan væntanleg heim og þá verður sko aldeilis tíminn notaður í annað en vinnu...
vinna í kvöld...matur hjá Láru annað kvöld...matur hjá Ingu Hrönn á fimmtudaginn og vinna alla helgina.
það er vel séð um mann verð ég alveg að segja...hann Árni sæti dyravörður á vegamótum kom so með gjöf handa mér í vinnunna í gær...sagði að hann vissi að kærastan mín væri í danaveldi og vildi sjá til þess að ég fríkaði ekki út af gre...á meðan og gaf mér eitt stykki spólu þar sem konur eru að gera dónalega hluti. Það er hugsunin sem gildir víst...falleg gjöf þetta.
jæja..búin að láta móðan mása og læt þetta gott heita. (mjög góð sveitasetning)


[4:08 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, nóvember 15, 2004

jólapressa

hmmmm...ekkert að gera á ölstofunni á mánudagskvöldi..Una með nýju tölvuna sína hér í heimsókn hjá mér so ég ákvað að nota tækifærið og skrifa nokkrar línur..nýkomin heim frá danaveldi...
Kom heim í dag og bara snjór og drulla á frónni...en gott að sjá vinalegt andlit þegar búið var að renna töskunum mínum í gegnum tékk eins og ALLTAF þegar ég fer í ferðalag..hvað er málið...er kamburinn að gera mig krimmalega eða saklausa brosið mitt of saklaust ????
Hmm....skrýtið að skrifa sona þegar einhver er að horfa á skjáinn hjá manni..smá pressa..erfitt að vera fyndin undir pressu..
lælælælælælæ...en það er alltílæ..unu finnst ég fyndin sama hvað..þarf bara að gera sona skemmtilega svipi..leika mig að kíkja í spegill..eða leika manninn með loftborinn eða bara eins einfalt og að fá mér tyggjó bara.
en þessi húmor er kanski bara eitthvað sem Una hlær að en ekki þið hin sem eruð að lesa bloggið og finnst ég bara alls ekkert fyndin.
jæja....er alveg hugmyndasnauð...bara sona eitthvað oná brauð.
ble í bili
p.s. allir sem ekki fá jólagafir frá mér í ár...vil ég endilega þakka fyrir að hafa boðið mér til danmerkur nokkrum sinnum og leyft mér að gefa ykkur gleði mína í jólagjöf..besta jólagjöf í heimi til ykkar að ég geti eytt peningunum í að hitta ástina mína.
p.s. ég vil engar jólagjafir í ár...meika ekki samviskubitið þar sem ég mun engar gefa sjálf..
ást og umhyggja og nett meðvirkt bros og samviskubit með þessum texta.
bless


[10:54 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Miðvikudagstárin

Halló fallega fólk og fólk er sko aldeilis fallegt...þessi morgun hér í Hallarmúla sýnir það so greinilega..
Vaknaði fyrr en venjulega til að vera komin fyrir átta í vinnuna...var so spennt að kíkja á mailið mitt því þar beið mín ritgerð sem vinkona mín skrifaði og ég komst ekki á netið heima í gær so ég varð að bíða til dagsins í dag.
Fyrsta sem ég gerði þegar ég mætti hingað var að opna mailið og prenta út þessa ritgerð.
Bestasta vinkona mín síðan ég var bara lítil Lína með sítt rautt hár er senst búin að skrifa ritgerð um samkynhneigð í félagsfræði ....ritgerðin heitir "Fordómar fyrir ástinni" og er so falleg...ég las þetta áðan og táraðist...er að vona að stelpurnar á skrifstofunni mæti ekkert endilega á slaginu átta so ég geti aðeins náð að jafna mig.
Langar mest í heimi að skella ritgerðinni hér beint inn á bloggið fyrir ykkur hin til að lesa eða bara setja hana inn á netið hvar sem er..finnst þetta vera lesefni sem allir ættu að geta komist í,veit hinsvegar ekki hvort hún Urður mín myndi samþykkja það...sjáum til...fáum leyfi fyrir því áður en ég fer að skella þessu hingað inn.
En ef ekkert leyfi gefst þá vil ég bara segja ...
Elsku Urður...þvílík snilld sem þú ert..so góður penni og þetta kemur so frá hjartanu..er so ánægð með þetta...kennarinn er kjáni ef þú færð ekki tíu :) hihi
Kæró er líklegast komin með íbúð á Íslandinu...stelpa sem ég þekki er að flytja til Danaveldis og attlar mjög líklega að leigja Lil íbúðina sína..ég fer að skoða hana í dag ..læt ykkur vita hvernig fer :) íbúðin er rétt hjá mér..ekki slæmt :)
jæja...klukkan orðin átta...vinna.


[8:04 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Vinnan.is

Jebbs..held ég sé búin að skrifa heila ritgerð í fínu stílabókina mína...Anna sem er að kenna mér (btw alveg í uppáhaldi af stelpunum hér á skrifstofunni) er alveg bara að finnast ég fyndin að skrifa þetta allt niður..fröken skipulögð.is
jæja...brjálað að gera..halda áfram.
Elska ykkur...
fólk er ekki fífl
fólk er fallegt


[2:23 e.h.] [ ]

***

 

Nútíminn

Vá ef þetta er ekki undur nútímans þá veit ég ekki hvað..
ég sit fyrir framan tölvuna og er í hádegismat...er að tala við kærustuna á msn...er með headsett að hlusta á rólega tónlist meðan ég bíð eftir að fá að vera númer eitt í röðinni hjá símaþjónustu símans. Þegar það er komið spjalla ég við þjónustufulltrúann um að tengja adsl-ið heima hjá mér...á meðan ég tala við lilju um hvað ég er að gera....so skoða ég e-mailið mitt og þar stendur auglýsing um íbúð til leigu...og þarsem kæró er að flytja til landsins sagði ég henni frá því..og er núna að hringja til þóru sem er að leigja íbúðina til að tékka á þessu..og með kæró á msn til að segja henni hvernig fer.
gaman.


[1:15 e.h.] [ ]

***

 

Það er allt að gerast inn í mér...er soldið hissa á Kollsternum í dag sem er alveg að fíla að vera skrifstofublók..reikna út gengi..taka út tollskýrslur og gera þær tilbúnar..og allt í gangi hér í hallarmúlanum...gaman gaman..hihih..
mín alveg mega jákvæð í dag...


[1:13 e.h.] [ ]

***

 

Mánudagur til gleði

Mánudagar eru yfirleitt leiðinlegir og allir hata mánudaga...en minn mánudagur var ekki so slæmur..
-vaknaði fyrir eitt...
-fór í bankann að skipta peningum í danskar krónur.
-fór á pósthúsið að senda smá glaðning.
-fór að sækja vinkonu mína og fengum okkur að borða.
-fór með þessari líka yndislegu vinkonu að sækja aðra yndislega vinkonu.
-fórum allar þrjár saman að sækja litlu guðdótturina í leikskólann.
-keyrði mæðgurnar heim til sín.
-ég og Döggin fórum að leigja vidjó og kaupa í matinn.
-fórum heim í Kollukot
-tók úr vélinni
-ég skrifaði fullt af jólakortum þar sem gjafirnar verða að bíða þetta árið sökum alvarlegs fjárskorts :(
-Döggin prjónaði.
-Við horfðum á vidjó
-Edilon kom í heimsókn að setja upp netið fyrir mig sem núna er tilbúið þegar síminn.is ákveður að tengja mig við adsl-ið sitt :)
-fór síðan að sofa ásamt örfáum tárum og Dögginni minni...sakna Lil...
-er vöknuð núna og klukkan ekki orðin átta..mætt til vinnu og sona líka fersk.
ást og kossar
kolls


[7:57 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, nóvember 05, 2004

síminn.is

"þú ert númer fimm í röðinni" ..... er að bíða eftir sambandið við símann til að fá netið heim til mín og þetta er ekki skemmtilegasta rödd heimsins...hún þakkar mér ekki einu sinni fyrir að bíða róleg á línunni :) iss piss...engin þjónustulund á þessum símsvara..
en ég bíð...róleg og yfirveguð...


[8:42 f.h.] [ ]

***

 

Frost á frónni

Halló fallega fólk....mun betri dagur í dag heldur en á bloggsíðum þessa ágæta skjáss í gær...eða eikkva solis.
Talaði við fallegu konuna mína í gær í smátíma og það lagaði skapið í mér um heilan helling...ákvað líka að mæta á næsta leynifund á sunnudaginn og hætta þessu skrópi.
Fór upp á bar í heimsókn til Unu og að hitta Hönnu systur sem var að læra á skúringavélina..so kom Hulda upp á bar að hitta mig og við fórum heim til mín í kotið að horfa á friends...mjög ljúft.
Hulda gisti heima í nótt og fór memmér til mömmu í morgun til að vera samferða okkur heim til sín...mamma krútt var voðalega þögul í bílnum..spurði svo þegar Hulda var farin út úr bílnum hvaða vinkona mín þetta væri. Ég var frekar hissa þar sem Hulda vann í pennanum og mamma veit alveg hver hún er...svaraði bara "mamma þetta var Hulda Dögg" ....og mamma alveg " já ok...hélt það líka en var ekki viss so ég þorði ekki að gera mig að fífli og þagði bara" mamma mín er æði...
So hringdi litla siss þar sem hún er að vinna smá upp á ölstofu á föstudagsmorgnum við að skúra og solis ... :) jamm þetta er eitt stykki dugleg fjölskylda verð ég bara að segja.
Fékk ammælisboðskort í gær og vil þakka Línu sætu kærlega fyrir það þó ég sjái mér því miður ekki fært að mæta sökum ferðalags til danaveldis.
Jæja....vinna ....skrifa kanski rétt áður en ég hætti..sem verður um hádegisleytið býst ég við.
over and out


[8:16 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, nóvember 04, 2004

smá niður tími

Jæja....komin smá sona niður tími hjá mér þessa dagana..mikið að gera...mikið um að vera í hausnum á mér og þá aðallega tengt vinnu og peningamálum..smá stress og hræðsla gagnvart nýju vinnunni..finnst þær hafa rosalega tröllatrú á kollu litlu og er pínku hrædd um að standa mig ekki sem skyldi.
Er núna í hádegismat og ákvað að nota tímann til að blogga smá..búin að fá mér pínku í gogginn og so eina rettu.
Æi ...er eikkva lítil í mér þessa dagana...viðkvæm og asnaleg ..og þegar ég verð sona þá loka ég mig bara soldið inni...nenni ekki að hengja þetta rusl á fallega fólkið mitt.
En þetta gengur yfir..bara að leifa þessu að vera á meðan þetta er og þá hlýtur það að fara á endanum.
Fer so til Lilju og þá hverfur allt sem ekki er gott inn í mér...þegar ég er með henni þá er bara bros á mér allan hringinn..allan daginn...

jæja..vinna meira ..pikka minna


[1:32 e.h.] [ ]

***

 

ég er Chandler...hihih

Orðin skrifstofublók/barþjónn.....byrjaði morguninn á því að vakna klukkan sjö..ekki mjög svo kristilegur tími verð ég að segja..so sturta...og beinustu leið til vinnu..sit núna við fína skrifborðið hér í hallarmúlanum að gera tollskýrslur..bóka og stemma..og alskyns solis sem ég skil ekkert hvað þýðir en geri það bara...:)
So slaka á í kvöld..og vinnuhelgi byrjar á morgun..so eftir helgi ..vinna meira ..so er minns bara flogin á vit ástarinnar þarnæsta föstudag..stutt í þetta..jeij jeij jeij
Jæja..halda áfram að slá inn þessar tölur..finnst ég alveg vera Chandler núna..ekki bara fyndin heldur líka í vinnu sem ég er bara í ..veit ekkert af hverju eða hverju það kemur til skila...bara vinn vinnuna..og engin veit hvað ég geri.
knús og kossar...
kolls


[10:25 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Góða kvöldið kæru lesendur

Í kvöld mun ritari#2 sjá til þess að lífssaga Kollstersins sé uppfærð. It´s live from Ölstofan and heeeeerrrreeee is KOLLSTER...

Hvað er málið með fólk sem virðir ekki persónulegt rými manns. Stundum hefur maður einfaldlega úr afmörkuðu rými að spila og það er undarlegt þegar einstaklingar geta ekki virt manns persónulega rými í afmarkaða rýminu. Eru þið ennþá að fylgjast með?!!!

O.k. hugsum okkur að ég fari í sund með vinkonu minni og við séum að spjalla og allt það, opna skápa, fötin inn, taka handklæði og sundfötin og svo er það STURTAN. Hvað ef vinkona getur ekki virt manns persónulega rými og í stað þess að velja eina af þeim tólf sturtum sem eru lausar þá vill hún endilega deila með mér sturtu. Það er t.d. aðstæður þar sem einstaklingur virðir ENGANN VEGINN manns persónulega rými. (Tek það fram að þetta er dæmisaga, ekki byggð á sönnum atburðum!)

EÐA

Ég er að vinna á "Drivethroughsjoppu" þar sem eru 2 lúgur. Við erum 2 starfsmennirnir. Ég á að vinna við seinni lúguna og hinn við þá fyrri en sá einstaklingur virðist ekki ná því að það séu 2 lúgur (eða þá að hann þarf virkilega mikið á nærveru minni að halda, lítið sjálfstraust, lágt sjálfsmat o.s.frv.) og er endalaust að starfa við hlið mér í MINNI LÚGU. Á meðan er allt lok og læs í fyrri lúgunni.

Það er viss einstaklingur, DRENGUR, sem engann veginn virðir mitt persónulega rými. Hann steppar fram og tilbaka inn á þetta rými, án þess að meina það illa en þetta er samt alveg jafn pirrandi. Hvernig kemur maður þessum treggáfuðu einstaklingum í skilning um að þetta sé átroðningur, dónaskapur og eiginlega bara afskaplega pirrandi? Á kurteisan máta?

Over and out
Kollsterinn frá Ölstofunni

P.S. Lilja! Mánuður er langur tími sama hvað þú segir.


[11:15 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, nóvember 01, 2004

Kjaftasögur....iss

Smá aftur í tímann núna....þannig er að ég þekki soldið mikið af fólki í danaveldinu og þá sérstaklega eftir að ég eignaðist kærustu sem vill so til að býr þar.
Þar búa auðvita líka fullt af lesbíum og hommum sem ég þekki einhvern part af...
Þegar ég var hjá Lilju minni um daginn kom fyrrverandi kærastan hennar Lilju að sækja eitthvað dót til hennar og ekkert slæmt um það að segja...en það sem leiðinlegra er að hún bara sótti dótið sitt og við sátum á meðan með Diljá sem var hjá okkur í heimsókn og spjölluðum inn í stofu..ég hitti ekki fyrrverandi hennar þar sem hún kom ekkert inn...þekki þessa stelpu ekki neitt og hef ekkert um hana að segja..enda er ég ekki vön að tala illa um fólk sem ég þekki ekki neitt so ég hef ekkert vont um hana að segja og hvað þá við hana að segja.
Eníveis...síðan er ég að spjalla við þennann og hinn sem ég þekki úti og fæ að heyra þá sögu að Lilju fyrrverandi hafi komið að sækja dótið sitt og við Lilja höfum verið úti í glugga að flauta á hana og gera eikkvað grín...ekki mjög smart saga og langar mig að leiðrétta þennan misskilning sem ég veit ekki hvaðan er að koma.
Finnst voðalega leiðinlegt þegar konan mín er sökuð um að vera með sona stæla..því henni myndi aldrei detta þetta í hug og ekki mér heldur..enda væri frekar ósmart að vera eikkva pípandi út í glugga út í hennar fyrrverandi með Diljá í heimsókn...held að það myndi ekki sína neinn sérlega góðan þroska...
ég elska konuna mína...lilja elskar mig og það er allt sem við þurfum..þurfum ekki að flauta á fyrrverandi kærustur eða gera lítið úr þeim..
leiðinlegast við þetta er að það er einhver að segja þessa sögu við vini hennar Lilju og það er ÓSMART að mínu mati....það hlýtur bara einhver annar að hafa flautað á konuna ......


[11:15 f.h.] [ ]

***

 

Píparadjöfull

Elín litla er so skemmtileg....um daginn var mamma hennar heima og Píparinn að vinna í að laga heita pottinn í höllinni en hinsvegar var hann ekkert sérlega duglegur að vinna so mamma hennar segir við Stebba..."hvað er málið með þennan píparadjöful?"
so kemur kaffitími og Steina segir við Elínu.."bjóddu píparanum kaffi elskan" ..
Elín Þóra labbar út til píparans og segir hátt og skýrt "má bjóða þér kaffi píparadjöfull?" hihihi...litli snillingur...sona eru börn skýr..taka sko vel eftir öllu sem er sagt á heimilinu.
Sit hér við tölvuna að bíða eftir ástinni minni...var að hugsa í gær...hmmm...í skírninni sko....vá hvað ég hlakka til þegar við erum farnar að búa saman og sofna saman allar nætur...vakna saman alla morgna..veit fátt betra en að sjá konuna mína á morgnanna..þessi morgunhressa týpa sem hún er :)
Lilja..ég elska þig.


[10:53 f.h.] [ ]

***

 

Kristel frænka

Gleymdi alveg að segja frá gærdeginum...kanski ekkert merkilegt að segja frá nema jú..við Bríet fórum í skírnarveislu hjá Hödda frænda og Guðrúnu konunni hans í gær..þau voru að skýra litlu prinsessuna með hanakambinn...og hún heitir senst Kristel :) fallega fallega Kristel frænka mín.
Leiðinlegt að mútta , pabbi og Hjalti voru erlendis en við Bríet létum sjá okkur og fengum aðeins að halda á litlu frænkunni ....alveg sem eggin í mér syngja jólalög þessa dagana...ef ég væri í straight sambandi væri sko ekki verið að nota pilluna..get alveg sagt ykkur það..hihih...jæja..barnið þarf að mæta í leikskólann og ég að rölta í bæinn.
ást


[9:00 f.h.] [ ]

***

 

Morgunmatur

Jæja..þá erum við vinkonurnar allar komnar á fætur...Elín vaknaði um átta og við Bríet náðum að halda henni í kúri til að verða hálf níu..spruttum þá á fætur með henni og klæddum okkur í föt...er búin að planta þeim með morgunmat fyrir framan tv-ið í smástund..lofaði smá sjónvarpi handa Elínu áður en hún yrði pínd til að mæta í leikskólann..ekki lítið búið að biðja um að fá að sleppa því í dag....en jæja..þetta er bara lífið...so þegar hún er komin í leikskólann verður hún örugglega bara fegin að geta tjillað með hinum krökkunum frekar en Kollu í dag :)
jæja...verð að hætta...maður verður að sinna sínu :)
fundur upp á Öl í dag hjá mér...so bara tjill það sem eftir lifir af degi..og vinna í kvöld...alvara lífsins.
ást og knús út í loftið...


[8:51 f.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K