::Skylduskoðun:: |
mánudagur, janúar 31, 2005 Gott er gott Jæja...lífið er eins og það verður best á kosið immit núna...-vinnudagurinn búin. -búið að fylla fjölskyldubílinn af bensíni svo við komust hvert á land sem er. -búið að fara á vidjóleiguna og leigja góða grínmynd. -komin heim í faðm fjölskyldunnar. -södd og sæl eftir yndislegan kvöldverð a la Lilja. -búin að setja hreint á rúmið til að skríða upp í eftir vidjógláp. -allt í röð og reglu allstaðar. -búin að hjálpa einhverjum í dag. -hringdi meira að segja í Barbí mína og fékk heimaverkefni. -er búin að brosa oftar en einu sinni í dag og líka til einhvers sem ég ekki þekki. ekkert hægt að gera í svona stöðu nema að halda áfram að brosa og njóta litlu fallegu hlutanna í lífinu :) vona að þið eigið góðan dag líka lömbin mín öll stór og smá. [8:37 e.h.] [ ] ***
Planið Er að fara að hitta Svönsu sætu og litlu yndislegu Oddlaugu ettir vinnu...hjálpa Svönsunni að skella myndum inn á nýju síðuna sína og svo þegar líða tekur á kvöldin býst ég við og reikna með að minns verði dugleg og lesi niður blaðsíðu 76 í góðu bókinni sinni...hver veit nema að Fabio komi með bókahillurnar...ef ekki í dag þá kanski á morgun og minns getur tekið sig til við að raða...en auðvita að lestri loknum..annað mun ekki koma til greina :)dagurinn legst bara nokkuð vel í mig og gott ef vikan ekki bara líka..vona að þetta leggist allt saman líka vel í ykkur ljósin mín ást og hamingja og fullt af umburðarlyndi og æðruleysi sem dreifist jafnt á alla .. [3:16 e.h.] [ ] ***
Prinsessan flýgur Er búin að gjóa augunum í litla prinsessu sem er einungis níu ára ...er með mynd af henni hérna í vinnunni..þessi litla prinsessa á mjög svo stóran part í hjartanu mínu og þegar ég fékk þær fréttir að mamma hennar og stjúppabbi væru að flytja til útlanda ásamt litlunni þá vöknaði mér um augun, er maður svona eigingjarn..? ég vil bara geta hitt hana og haft hana hjá mér þegar hún vill koma til kollu sinnar...og hún er ekkert að flytja stutt heldur alla leið til Bandaríkjanna...er með söknuð í hjartanu og hún fer ekki fyrr en eftir ár...en er þá ekki um að gera að nota tímann eins vel og maður getur á meðan hún er ekki á förum ?[1:04 e.h.] [ ] ***
búin að borga allt sem borga þarf nema auðvita íbúðina sem er í leigu .... þvílík tilfinning að vera búin að öllu svona..nútíminn er snilld og heimabanki á netinu er tærasta argasta snilld :) þökk sé netinu er ég róleg í dag..hihi [11:08 f.h.] [ ] ***
Leiðin heim Skrýtin mánudagur...er alveg föst í hausnum á mér að skoða fortíðina...nútíðina..framtíðina samt einhvernvegin er ég alveg í deginum að mér finnst...er bara að vega og meta og soldið að skoða sjálfa mig, en um leið sjálfsögðu að vinna líka mínu vinnu.Langar í ró í sálina og veit hvar ég þarf að sækja hana...so best að rölta af stað og reyna að sleppa þessum krókaleiðum sem ég held alltaf að stytti mér leið en koma mér á endanum bara í ógöngur. [10:42 f.h.] [ ] ***
Fundur Vá....fór á fund í gær og þvílíkt gott að sjá aðeins einkenni mín sem hafa verið að brjótast út síðastliðin mánuð en ég að sjálfsögðu ekki tekið eftir sökum alvarlegrar blindu á eigin meðvirkni :)Fundurinn var frábær og yndislegt að hitta fallega fólkið sem gefur manni svo mikið með því bara að vera þarna. Er búin að lofa sjálfri mér að hringja í ákveðna yndislega konu út í bæ sem einu sinni var hrædd við lesbíur....og sjáum...langar að standa við það fyrir sjálfa mig þó ég sé soldið hrædd að heyra hvað hún hefur að segja. Já þetta er skerí prógramm og kanski auðvelt að bara beila á því..en ég hef alveg komist að því nokkrum sinnum að mig langar innst inni ekkert að hætta að stunda programmið, mig langar að verða betri manneskja á hverjum degi það sem eftir lifir og það geri ég varla með því að vera endalaust alla daga guð í mínu eigin lífi, jú ég er alveg ágæt týpa held ég og bara nokkuð sátt við lífið og jafnvel mig sjálfa en að ég geti stjórnað öllu mínu lífi sjálf..það held ég bara ekki. Ég er rétt byrjuð að geta sagt hvað mig langar að borða hverju sinni og það er bara nokkuð stór sigur fyrir mig :) þeir skilja sem skilja..hinir bara humma með :) hihi ást og knús og kossar og þakkir [8:41 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, janúar 30, 2005 Rekstrarleigu sambýlingur Er maður orðin ráðsett kona í vesturbænum þegar maður fer á sunnudegi um hádegisleytið og bankar upp á í íbúðinni á móti að benda litlu stúlkunni sem skríður til dyra mjög svo þunn og mygluð og spyr "fyrirgefðu en eruð þið ekki með ruslið þessa vikuna ? ég kem nefnilega engu í lúguna þar sem allt er fullt " og brosir svo blíðu brosi og hendist aftur heim í íbúðina sína að grafa sig oní góðu bókina sem mar fékk í ammlisgjöf frá konunni og líður yndislega vel ?er þetta kanski bara partur af því að verða fullorðin ? hvort sem er þá er þetta alveg ég í dag ...sama hver segir hvað :) [5:07 e.h.] [ ] ***
Já attli þaggi bara... Fékk skemmtileg komment fyrir færsluna hér fyrir neðan, verð alveg að viðurkenna að þið náðuð að hræra upp í mér...verð þó alveg líka að viðurkenna að mest hrærir í mér að vita ekki hverjar viðkomandi kommentastúlkur eru..stúdína og Úllen dúllen...hverjar eruð þið ? minns er so hrikalega forvitin og langar so að vita hver það er sem gefur sér tíma til að kommenta og lesa bloggið mitt...ef þið viljið engan vegin segja til nafns þá þakka ég ykkur frá öllu mínu hjarta fyrir að hafa áhuga á mér að þessu leitinu til :)Best að maður bloggi bara áfram og hætti þessu væli og tuði... Vorum að koma úr fjölskylduboði með krílin ..fjölskylduboði hjá föðurfjölskyldunni hennar Lilju, yndislegt fólk sem kemur sífellt á óvart. Finnst Mæja algjört yndi og so gott að sjá brosið hennar þegar maður mætir því eins og eðlilegt er þá er maður feimin í fyrstu sona boðunum og alltaf gott þegar maður sér hlýlegt bros :) takk fyrir það Mæja sæta :) Komnar heim í náttfötin og planið er að vera í þeim þar til við förum aðeins út í kvöld, ferðinni er heitið hér í vesturbæinn í hús kennt við Héðinn að hlusta á fallegt fólk tjá sig og jafnvel ef allt gengur vel þá tjá okkur sjálfar eitthvað :) Fórum í leikhús á föstudaginn að sjá Ég er ekki hommi og svo í gær í Borgarleikhúsið að sjá Ausu ....tala kanski frekar um leikritin eftir helgina þegar ég er búin að melta þetta allt með mér, en ég var ekkert að missa mig yfir þessu samt. Puffsterinn minn kemur í kvöld að passa á meðan við skjótumst á fund, Elísabet var búin að biðja sérstaklega um að hún myndi passa sig enda ekki skrýtið þar sem Puff er snillingur í að skemmta börnum :) Liljan mín er komin með vinnuplan sem mér líst rosalega vel á...er alveg spennt fyrir hennar hönd og hlakka til að sjá þetta í vinnslu, alltaf svo gaman þegar ástin manns er með alveg stjörnur í augunum að plana og plana...það er svo gott fyrir sálina að vera með eitthvað í vinnslu, taka áhættur og sjá allt gerast. Eva mín sæta yndislega..takk fyrir kommentið líka frá þér og Svetly auðvita..so gott að eiga svona fallegt fólk að og að ég tali nú ekki um þegar fólk sem ekki einu sinni segir nafn sitt er að kommenta sona skemmtilega til mín ...hlýnar alveg í hjartanu og verð hálf feimin satt að segja. takk fyrir að vera til fallega fallega fólk :) [4:58 e.h.] [ ] ***
föstudagur, janúar 28, 2005 Ég sjálf Fór um daginn að lesa yfir gömul blogg hjá mér...geti þetta alltaf annað slagið..að ýta bara einhversstaðar í gamlar færslur og lesa smá yfir...fæ alltaf sem er mjög furðulegt svona tilfinningu eins og ég hafi einu sinni verið rosalega góður penni en núna sé ég bara ekkert góður penni, hafi bara farið versnandi með tímanum, kanski ég sé með penna-hrörnunarsjúkdóm ...kanski er bara nýjabrumið farið af blogginu, hver veit, kanski þarf ég bara að fara að blogga undir nýju nafni, hver veit...ekki ég allavega.Finnst alltaf vanta eitthvað upp á þetta blogg mitt, attli óöryggi mitt lýsi sér í þessu, mér finnist ég sona slæmur bloggari ? hihih Svo finnst mér þetta letur soldið erfitt, finnst það so lítið eikkva..attla að prufa að gera þetta allt saman bold og sjá hvað gerist. Og reyna svo að finna skjáldagyðjuna í mér og búa til eins og eina skemmtilega færslu..eða bara halda áfram að vera ég sjálf, hefur sossum reynst mér betur en annað í lífinu. [2:55 e.h.] [ ] ***
Hver er fallegust ? *glott*[2:17 e.h.] [ ] ***
Sofa þangað til maður vaknar Maður þurfti nú aldeilis ekki að svelta í hádeginu því ég er soddan dekurrófa að kæró kom og sótti mig ..fór með mig á Pizza Hut í hádeginu í hlaðborð..mjög mjög södd ennþá bara verð ég að segja.Búið að vera frábær vinnudagur...það fer að líða að seinni sígópásu og þá er bara dagurinn að verða búin held ég..eða allavega vinnulega séð :) sem er mikil gleði í þessu hjarta skal ég þér segja. So bara leikhús í kvöld og fínerí..hlakka til að sofa út með kæró í fanginu á morgun..vá hvað ég hlakka mikið til að rumska við hliðina á henni og vera ekki að stinga af til vinnu. Maður getur þá bara sofið þangað til maður vaknar eins og einhver sagði...af því að maður gerir það auðvita ekki alltaf. Við Lil vorum aðeins í gær að ræða það hvort ég hefði fitnað síðan við byrjuðum saman og viti menn..attli það ekki bara...bráðum verð ég bara bolla 2000.is , njeee...ég mun passa að það gerist ekki, en er ekkert á neinum kellingarbömmer yfir nokkrum kílóum...alveg róleg yfir þessu öllu saman held ég bara. jæja..sígópása NÚNA Erna ....út að reykja !!!!! koma svo [1:57 e.h.] [ ] ***
Húsmóðir í vesturbænum Þegar maður á bara x pening og vantar bæði að geta keypt sér sígó og mat í hádeginu..eyðir maður þá ekki yfirleitt alltaf peningnum í sígó...ég gerði það allavega, fannst líklegra að mamma myndi síðan lána mér fyrir mat í hádeginu heldur en að hún myndi lána mér fyrir sígó eftir matinn. Líður soldið eins og ég sé komin aftur í tíunda bekk...svona er lífið.Fór með Elísabetu og Lilju á bekkjarskemmtun í gær og þar var ein týpa alveg stórkostleg...þið vitið það er alltaf einn foreldri í hverjum bekk sem tekur starfi sínu mjög svo alvarlega og lætur eiginlega eins og hann/hún sé bara skólastjóri bekkjarins, er í öllum nefndum og allt saman...var alveg að fara á límingunum í gær við að flokka alla foreldra niður í hópa og plana hver sér um bekkjarkvöldin og hver sér um vorhátíðina...svo var hún komin með möppu með símanúmerum og e-mailum hjá foreldrunum, lét möppuna (biblíuna sína) ganga á milli foreldranna til að breyta ef þess var þörf og fylgdist með henni eins og sjáaldri augna sinna. Svo þurfti Liljan mín að skrifa e-mailið sitt og ég hafði soldið gaman af því að sjá öll þessi venjulegu mail og svo mailið hjá konunni minni sem er Ein_6y@........ hihihihihi Þessi annars ágæta kona var bara algjört leikhús að fylgjast með, vorkenndi henni örlítið því það var soldið eins og hún hefði ekkert annað að gera en að taka þátt í bókstaflega öllu sem fylgdi skólagöngu barna sinna. Húsmæðurnar í vesturbænum eru alveg kostulegar. Annars var þetta hin ágætasta kvöldstund...fylgjast með litlu krílunum dansa það sem þau voru búin að læra yfir veturinn...línudans...dans ársins og strákarnir að bjóða upp stelpunum. Eftir dansinn og matinn var farið í bingó og við unnum ekkert..litlan okkar var frekar svekkt þegar heim var komið að hafa ekki unnið neitt. Jæja, vinnann kallar og ég svara kallinu eins og aðra daga..með bros á vör, búin að skutlast í tollinn og koma við í strætinu hjá Svetly minni fögru. best að koma sér og koma sooooooo [10:10 f.h.] [ ] ***
Ganga frá Jeij og vei og hei ..komin föstudagur...er búin að koma tölvunni fyrir heima hjá Lilju og taka upp úr kössunum, tók nú ekki tímana tvenna þegar ég loksins byrjaði á þessu í gærkvöldi, konan flúði bara í tölvuna á meðan ég var að ganga frá öllu enda hefði henni held ég ekkert verið skemmt að hjálpa mér þar sem allt þarf að fara á rétta staði og hver betri í að sjá um það en sá sem veit hvar réttu staðirnir eru :)Jú jú nú tekur helgin fljótlega við og nóg að gerast...er að fara í leikhús bæði kvöldin, boðið í útskriftarveislu annað kvöld og fjölskylduboð á sunnudaginn, veit ekki með kvöldið í kvöld eftir leikhúsið hvort við förum bara beina leið heim eða kíkjum eitthvað í bæinn, verður bara að koma í ljós allt saman. Gaman að sjá nýtt fólk kommenta...eða nýtt fólk kanski líka sem maður þekkir frá því í gamla daga, sá að Hulda hafði kommentað og Sirrý mín...gaman að þessu bara :) Annars ekkert nýtt títt sossum, þarf að skjótast niður í tollhús á eftir með pappíra fyrir hina kolluna svo kanski best að klára það sem klára þarf áður en ég fer á rúntinn :) Svetly má alveg láta mig vita ef hún vill fá mig í heimsókn síðar.... ást og hamingja fyrir alla peningana kolls [8:19 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, janúar 27, 2005 harðsperrur Er að fara upp í Grandaskóla í kvöld ásamt elskunni minni og litlu skvísunni í einhverskonar fjölskylduskemmtun...verður gaman að sjá breytingarnar síðan ég var í skólanum og auðvita fá að sjá hversu fáránlega lítið allt er miðað við hvað manni fannst allt stórt og merkilegt þegar maður var Grandaskólanemandi :) kanski maður rambi á einhverja kennara sem maður þekkir..það er aldrei að vita..eða geti fundið myndir af sér síðan í gamla daga...gaman...er bara nokkuð spennt.Litlan fór í fimleika í gær og fékk þessar líka svakalegu harðsperrur bara beint eftir tímann..hihihi..litla krúttið. [3:51 e.h.] [ ] ***
2 stig hjá mér í að vera nörd...nokkuð gott [2:48 e.h.] [ ] ***
Lærdómurinn mikli Var að horfa á Helenu af Tróju í gær og gerði mér grein fyrir því allt í einu eins og kanski hefur sossum alveg gerst áður að maður lærði miklu meira í skóla heldur en maður nokkurtímann hélt þegar maður var í tímum í skólanum. Mundi eftir alskyns hlutum úr sögutímum sem gögnuðust mér mikið við að horfa á þennan þátt og geta útskýrt með af hverju þessi væri vondur og annað slíkt.Maður heldur því nefnilega soldið oft fram þegar maður er í skóla að maður eigi aldrei eftir að nýta sér neitt af því sem maður lærir eins og til dæmis stærðfræði..en svo notar maður þetta bara heilan helling eins og ég til dæmis hér í vinnunni minni, svona er þetta líf ljúft stundum. Svo er bara að brosa...brosa brosa brosa...hihihi Lilja..þú ert best og ég elska að sjá þig í svona gír eins og í gær þegar við vorum að spjalla um kvöldið..sona "ér lasin" gír soldið...litla yndislega fallega fallega fallega yndislega konan mín sem þú ert. Þinns ba aleinn heima og minns ba eins og kjáni að flytjast út um allt..pfiff [1:53 e.h.] [ ] ***
Kanarí eða sumarbústaður ? Núna væri ég til í að vera að fljúga erlendis um helgina..til Kanaríeyja...láta keyra mig á limmu ásamt kærustunni upp að hótelhurðinni..þar tæki á móti okkur eldri maður í einkennisbúning og myndi fylgja okkur með töskurnar upp að lyftunni þar sem lyftuvörðurinn tæki við okkur...hann myndi síðan ýta á takkann fyrir okkur að hæðinni sem væri líklegast efst uppi....villan myndi síðan opnast þegar ég renni kortinu í hurðina...töskurnar settar inn og opnaðar svo lítið mál sé að ná í hvað sem okkur langar í...náttföt hrein og ný bíða okkar á rúminu og sjónvarp og allur matur og þau þægindi sem maður getur hugsað sér...risa baðkar...þarna myndum við svo vera bara fastar inni í sirka viku....það er að segja inn á þessu hóteli..auðvita kæmumst við niður til að taka smá sundsprett og liggja á sólbekk með kokkteil í annari og sígó í hinni....en attli maður láti ekki bara sumarbústað í kuldanum á Íslandi duga í bili..hitt kemur svo bara seinna.. það er sossum engu verra að kúra sig undir sæng í stóru rúmi í sumarbústað út á landi..heyra rigninguna slá á húsið en við erum óhulltar fyrir henni...enda konan mín ekki mikið fyrir að láta rigna á sig, snakkið bíður inn í skáp..ídýfa í ísskápnum og stór og fín pizza í frystinum til að hita upp... jú maður verður að vera sáttur við það sem maður getur fengið og hætta að velta sér upp úr því sem maður fær ekki [11:01 f.h.] [ ] ***
gull-moli Ekki er allt gull sem glóir[8:42 f.h.] [ ] ***
Paraleikir Vá...minns er þreytt þrátt fyrir að hafa verið komin í rúmið fyrir ellefu í gærkvöldi...Fór nefnilega beint eftir vinnu að sækja hann Fabio minn, við byrjuðum svo á því að keyra upp á Keilugranda að sækja dót...vorum að flytja dótið mitt bæði í geymsluna og heim til Lilju í sirka bát fjóra og hálfan klukkutíma með pizzu-pásu...Vá hvað ég var þreytt þegar ég var loksins komin heim í kot til konu minnar, en vá hvað ég var líka glöð að þetta væri bara búið..svo núna loksins formlega er ég flutt inn til Lilju og þá um að gera að óska okkur til hamingju :) hihi Dreymdi alveg fáránlegan draum í nótt, í draumnum voru allir að tala um hvað það hefði farið mér vel þegar ég var með stutta alveg ljósa hárið...meikaði ekkert sens þar sem í fyrsta lagi hef ég aldrei verið með stutt ljóst hár og í öðru lagi þá fer mér pottþétt ekki að vera ljóshærð..er bara ekki alveg ég sko. Var að spyrja Kollu sem vinnur memmér áðan hvort það gæti passað að það væri komin fimmtudagur og hún hélt það nú aldeilis..jiii hvað það er gaman að halda að það sé miðvikudagur en svo er bara fimmtudagur..soldið eins og að vakna til að fara í skólann en kennslu aflýst vegna veikinda..og halda áfram að sofa. Helgin framundan er leikhúsplan og ekkert annað plan en sem komið er en ekki ólíklegt að við kærusturnar plönum eitthvað ljúft saman :) Maður er nú ekki búin að vera nógu duglegur í svokölluðum paraleikjum síðan mar komst á fast...paraleikir eins og við Kata vinkona köllum það eru leikir sem eru bara spilaðir af fólki á föstu og þá helst spilað á móti öðru vinafólki sem er líka á föstu.... jæja...vinna ....pikka minna [8:36 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, janúar 26, 2005 Þakklæti stundum þarf maður að gera það sem manni finnst ekki skemmtilegt...það er bara lífið...ef maður lifir og gerir sér grein fyrir þessu..þá fær maður líklega að gera líka heilan helling sem manni finnst skemmtilegur. Það er alveg óþarfi að taka lífið of alvarlega og einblína á hlutina sem maður fær ekki að gera og taka hinu sem sjálfsögðum hlut...í stað þess að meta það sem maður hefur og hitt kemur svo þegar það kemur bara.[2:46 e.h.] [ ] ***
Skrýtið en skemmtilegt Er búin að vera að hlusta á Eminem nýja fína diskinn minn í vinnunni...alveg að finnast hann æði skæði gæði..Anna María sem ég er að vinna fyrir kom með litla prinsinn sinn í heimsókn áðan og mér er illt inn í mér...voru so mikil hljóð í stokkunum mínum að ég er bara eftir mig af öllum hávaðanum...ég langar baaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaarn og það núna strax. Hlakka soldið til þegar Fab er fluttur inn á keilugrandanum og ég get bara búið á einum stað og ekki haft áhyggjur af neinu á keilugrandanum því hann verður í góðum höndum míns fagra og yndislega ítala Fabio :) Mar á alltaf að hafa eitthvað til að hlakka til segi ég nú bara :) Minns er soldið í sona skrýtnum gír...sona langar að gera allt ákkurat núna en nenni samt engu..núna er ég til dæmis í vinnunni en langar mest að vera að flytja allt dótið mitt so það sé búið í kvöld. skrýtið...en skemmtilegt samt sem áður...held ég allavega. [2:28 e.h.] [ ] ***
Ekki áfangastaður Já það er nú það...hef lítið að segja en samt alveg hellingur sem býr innra með mér..fullt af orku og öðru fíneríi...búin að sofa soldið laust síðustu nætur en samt vel sko :)Er að hlakka mikið til helgarinnar því þá get ég sofið eins mikið og ég vil þó mér finnist ekkert endilega líklegt að mig eigi eftir að langa til að sofa mikið..en já allavega.. langar soldið að komast til hans Brynjars..kærastan var hjá honum í dag og mig er farið að vanta að komast til hans. Var að fá tilkynningu um að ég þyrfti að borga leikhúsmiðana í dag fyrir leikritinu á laugardaginn en á ekki bót fyrir borunni á mér..spurning um að hringja í elskulegan Sigurjón minn, attla að hugsa málið og ganga frá því eftir kaffileytið held ég bara. Fór bíltúr í morgun með nýju konunni frammi á síma og vá hvað við áttum ekkert sameiginlegt...asnalegt að sitja í sama bíl og spjalla um ekkert þegar það er alveg eins gott að hlusta bara á útvarpið og njóta þess að þegja bara,það er eins og fólk verði alltaf að fylla upp í allar þagnir bara til þess að líða ekki illa. Veidiggi...er allavega nokkuð sátt og sæl þó ýmislegt liggi á mér þessa dagana..er ekki bara hollt að eiga sál sem er ekki hundrað prósent sátt við allt og alla og sjálfa sig...á maður ekki alltaf að eiga eitthvað eftir svo lífið sé ferðalag en ekki áfangastaður ??? [1:00 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur til molda Engillinn minn er að fara í nudd klukkan ellefu...svo eftir vinnu attlum við Fabio minn að flytja restina af eigum mínum yfir á Eiðismýrina.Við tengdó og Lilja náðum að laga niðurfallið á baðherberginu í gær eftir meiriháttar aðgerðir á fjórum fótum ...eða við Hulda vorum á gólfinu en sæta konan mín varð auðvita að klára að horfa á Judging Amy enda góður þáttur. Hlakka til að leggjast á koddann minn í kvöld og vera búin að flytja restina að dótinu mínu :) Ganga í peningamálin í dag og bæta enn einni greiðslunni við það sem ég er að borga mánaðarlega...var nefnilega að fá álagningu fasteignagjalda inn um lúguna...gaman gaman.. ble í bili fallega fólk [8:18 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, janúar 25, 2005
[3:52 e.h.] [ ] ***
Útskýrir ýmislegt Versti dagur ársins?Varðst þú fyrir skakkaföllum þegar þú fórst fram úr rúminu í morgun? Dastu e.t.v um köttinn þinn, komst að því að mjólkurlaust var á heimilinu, lentir í rifrildi við makann eða öðrum miður skemmtilegum atvikum? Var þér ef til vill sagt upp í vinnunni þegar þú mættir þangað? Ef þú hefur upplifað eitthvað af þessu, veistu að dagurinn í dag er slæmur. En viljirðu vísindalega útskýringu á því hvers vegna 24. janúar er versti dagur ársins, skaltu snúa þér til Cliff Arnall, prófessors við Cardiff háskóla, að því er breska blaðið Guardian skýrir frá í dag. Arnall hefur búið til ákveðna formúlu og með því að nota hana kveðst hann hafa komist að því að 24. janúar, dagurinn í dag, sé versti dagur ársins. Samspil þátta eins og rysjótts veðurfars, ógreiddra reikninga frá jólum, þess tíma sem liðinn er frá allsnægtum jólahátíðarinnar, misheppnaðra nýársheita, og skorts á einhverju til þess að hlakka til, gerir daginn í dag að versta degi ársins, að mati Arnall. Í dag er hið eina sem minnir á jólin ógreiddir kreditkortareikningar. Þá gegnsýrir sú hugsun huga margra að óralangt er þar til hátíðisdagar ganga í garð að nýju [2:21 e.h.] [ ] ***
Englabörnin Sunnudagurinn var bara sæla.Alex litli engillinn reyndar vaknaði lasin hjá ömmu sinni og Ísak uppáhalds frænda sínum...greyið litli bara með mikin hita og slappur...hann leyfði mér að finna hvað hann var heitur og vorkenndi sér ofboðslega mikið, núna tengir hann líka alltaf veikindin við að gista hjá Ísak frænda svo líklega er ekki svo spennandi lengur að fara þangað í pössun.Elísabet kom heim seinna um daginn og var ekkert í spariskapinu sínu því hún var líka búin að vera í pössun en finnst við mamma hennar svo hrikalega skemmtilegar að hún vill ekkert hanga með neinum öðrum en okkur. Um kvöldið fór ég að passa Tómas litla hennar Ernu og við skemmtum okkur konunglega saman...borðuðum saman núðlur , fórum í smá bíló og svo þegar komin var háttatími las ég bara upphátt úr bókinni sem ég var sjálf sokkin oní, það er að segja bókinni sem ég er að lesa og hann var hinn sáttasti með það og steinrotaðist. Eftir pössunina hennti ég mér heim í fangið á konunni minni og sofnaði sælum svefni þá nóttina. Þegar ég kom svo til vinnu í gær þá sagði ég Arndísi frá kvöldinu með Tómasi og hún var frekar hissa, því hún segir að Tómas borði ekki núðlur...hihi já þessir englar..eitt gildir hér og annað þegar ekki sami aðili á í hlut. Já þessi helgi var yndisleg í alla staði ! [1:23 e.h.] [ ] ***
Ammlisbörnin :) Það er búið að koma fyrir myndum senst...og hægt að skoða þær með því að fara inn í albúmin mín eða bara ýta á linkinn hér á milli okkar ammlisstelpnanna :) [9:11 f.h.] [ ] ***
Ammlis Jæja..komin þriðjudagur og ég treysti mér til að henda inn færslu frá helginni.Við mæðgur vorum að mæta til vinnu og klukkan er rétt að verða átta...attla samt að geyma að setja þetta inn fyrr en aðeins eftir átta líklegast bara sona að ganni mínu..oft sniðugt að pikka bara á word og skella því so inn við tækifæri. Föstudagurinn var ljúfur í faðmi fjölskyldunnar og fínerí. So rann upp laugardagurinn og ekkert nema eftirvænting og gleði..Brunch hjá tengdó og svo farið heim á Eiðismýri og lagt sig smávegis til að vera í góðum gír um kvöldið...sofnuðum í klukkutíma sirka og henntum okkur svo í sturtu...Puff kom til okkar og við réttum henni lyklana að kagganum þar sem planið var nú alveg að fá sér í aðra tánna allavega ...Nana kom svo rétt áður en við keyrðum af stað og ákvað að verða samferða...við allar út í kaggann og sóttum Evu ..hitt ammlisbarnið senst :) Veislan var haldin í húsinu beint á móti MR sem við köllum alltaf bara Hvítakot...þið vitið þar sem var gay staður alveg í sirka korter...allavega..við mættum þangað að verða hálf níu og skáluðum í tilefni dagsins. Fólkið fór að koma upp úr níu og mest af liðinu mætti þarna á milli níu og tíu og svo eftir það auðvita...það var hellt smotterís bjór oní liðið og allt gekk rosalega vel. Flestir höguðu sér bara nokkuð vel og á endanum voru allir komnir út á gólf að dansa...yndislegt kvöld í fallegra vina hópi myndi ég segja. Er að vinna í að koma myndum inn og mun láta vita þegar yndislega vinkona mín er að búin að fiffa það fyrir þar sem ég get ekki gert solis í vinnunni minni...en það verður nú samt vonandi í dag... Ekki spurning um að halda bara attaf ammli sitt með Evu minni héðan í frá...ekkert smá gaman...Eva...takk fyrir að halda ammli memmér...:) [8:34 f.h.] [ ] ***
mánudagur, janúar 24, 2005 Er ekki í spariskapinu í dag..finnst allt vera pínku á móti mér..skatturinn...bankinn og fleiri ónefndir aðilar...arg..ég mun ALDREI aftur vinna verktakavinnu og láta taka mig í ra........ sona þarf maður stundum að læra af reynslunni..arg..finnst ég vera búin að læra nóg þegar kemur að þessu. ekki meira blogg í dag ..eða finnst það ekki líklegt allavega. [1:03 e.h.] [ ] ***
föstudagur, janúar 21, 2005 "Aðal" vs. "Bitch" Segjum sem svo að tveir aðilar búi saman ...en þessir tveir aðilar eru samt ekki saman..eingöngu sambýlingar eða meðleigjendur eins og það vill oft kallast :)Þau ná kanski ekkert best saman í heiminum verandi ólíkar týpur en reyna auðvita sitt besta... leigjandi A byrjar síðan að fara soldið í taugarnar á leigjanda B með því til dæmis að vera svo ósvífin að skilja eftir einstaka sinnum vatn í tekatlinum sem B attlar svo að nota...en nei þegar hann attlar að nota teketilinn sameiginlega þá er þar GAMALT vatn frá deginum áður og allt verður vitlaust inn í B yfir dónaskapnum í A...hvernig datt A eiginlega í hug að hella ekki vatninu í vaskinn þegar hann var búin að nota það???????. Allt fer að verða óþægilegt að á heimilinu og þögnin ríkir. Hvað á B eiginlega að gera til að A skilji að hún eigi að hella úr tekatlinum... jú er ekki bara málið að taka öll hnífapörin í húsinu og geyma þau læst inn í herbergi hjá sér svo A læri sína lexíu ???? Eitt kvöldið gengur B inn í eldhús og byrjar að telja teskeiðarnar sem venjulega að sjálfsögðu eru allar á sínum stað en þetta kvöldið vantar tvær í safnið...hún bankar upp á hjá A og spyr hvort það geti mögulega verið að A geymi þær í herberginu sínu án þess að segja henni frá því...en A neitar enda hefur enga löngun í teskeiðar í herbergið sitt. Og þegar A gleymir að tæma hálfu ruslafötuna inn á baði hjá þeim þá auðvita setur B hana inn á mitt gólf hjá A til að hljóðlega og örugglega benda A á að hún hafi gleymt því í staðinn fyrir að segja henni það... hljómar þetta ekki allt rosalega eðlilega ?? get sko sagt ykkur það þessi saga er byggð á atriðum sem áttu sér stað í raunveruleikanum ekki lengra í burtu en Danaveldinu góða... [2:44 e.h.] [ ] ***
Boðskort ... einhver skrifaði í komment hér aðeins neðar að viðkomandi langaði að koma í ammlið okkar Evu en fannst hallærislegt að mæta bara þar sem honum/henni var ekki boðið..það voru engin boðskort send út og engin er óvelkomin þar sem ég er með veislu svo ef þú þekkir mig sem þú gerir líklega þar sem þú ert að lesa bloggið mitt elsku ... þá bara láttu sjá þig og þetta er þitt boðskort..sama gildir fyrir hina vini mína sem ég hef kanski ekki náð í ...bara láta sjá sig :)[1:41 e.h.] [ ] ***
Til Urðar elsku elsku besta fallega yndislega vinkonan mín ....finnst hörmulega leiðinlegt að ég sé ekki sona góður penni eins og þú ....vá hvað mig langar að skrifa eitthvað sona fallegt tilbaka og reyna að koma því í orð hversu óendanlegan stóran part þú átt í mínu hjarta elsku vinkona...stundum þegar ég horfi á myndina sem lilja tók um daginn af okkur að knúsast heima á keilugranda þá sé ég bros á myndinni hjá okkur báðum sem ég hef séð á svo mörgum myndum af okkur saman í gegnum tíðina....ég er so þakklát fyrir að eiga þig að í mínu lífi og geta bara lokað augunum og hugsað um fallegu stundirnar okkar saman þegar ég er lítil í mér og það fær mig alltaf alltaf til að brosa...ég er so þakklát að við höfum alltaf og munum alltaf vera vinirnir sem við erum og eiga þessi tengsl í hjörtum okkar sem við eigum.. þegar ég held á litlu prinsessunni henni Önnu Þrúði þá horfi ég á barn sem ég elska svo yndislega skilyrðislaust..barnið sem besta vinkona mín á og er guðdóttir mín og ég gæti ekki verið stoltari..veit að ég hélt ekki á henni í skírn og fólk telur mig eflaust þarafleiðandi ekki guðdóttur hennar og kanski á hún aðra guðmömmu í lífinu en það skiptir engu máli..það sem skiptir máli er að hún skiptir mig meira máli en þú nokkurtíma munt vita.... og ég hef lofað mér og öllu sem mér er heilagt að þetta barn mun aldrei skorta neitt í lífinu svo lengi sem ég lifi ....og mamma hennar ekki heldur...ég mun alltaf alltaf vera til staðar fyrir þig og Önnu Þrúði og hjálpa í öllu sem ég mögulega get :) já ég er engin penni og þegar ég byrja að tala þá bara masa ég og masa og stekk úr einu í annað (lítið breyst í því síðan fyrir 19 árum) en ég meina allt sem ég segi þó það komið í belg og biðu...og vona að þú sjáir í gegnum þennan texta hvað ég er að meina......set þetta á bloggið mitt því ég skammast mín ekki fyrir að vera væmin og ég var so glöð að fá mailið frá þér og var immit að fara að blogga en ekkert komst í huga mér annað en að svara bréfinu þínu..svo ég slæ tvær flugur í einu höggi og hér er svarið þitt og blogg í leiðinni :) þín vinkona alltaf kolla [1:40 e.h.] [ ] ***
Ammli og leikhús Föstudagur...vá það er orðin kækur hjá mér að byrja alltaf á því að nefna daginn sem er þó svo að það standi alveg á síðunni og flest fólk geri sér held ég grein fyrir því hvaða dagur er...ástæðan samt fyrir því að ég geri þetta er meira sona til að minna mig á hvaða dagur er og það fer soldið eftir því hvaða tími vikunnar er hvernig ég blogga í framhaldið jú sí :)eins og núna..þá erum við Eva að halda upp á ammlið okkar annað kvöld...eða erum sko að halda upp á fjögur ammli eiginlega...ammlið hennar Evu sem var 4 janúar..sambandsammlið hennar og Maggý sem var 14 jan ...svo ammlið mitt sem var 17 jan og sambandsammlið okkar Lilju sem er á morgun :) þetta verður eintómur fagnaður og verður hann haldin annað kvöld á efri hæðinni í hvítakoti ...smá bjór í boði og svona ...svo ef þú ert vinur minn eða Evu ..eða Lilju eða Maggý eða langar bara rosalega til að fagna þessu öllu með okkur þá bara skelltu þér í veisluna. Það eru nokkrir sem hefur ekki náðst í eins og hún Anna Karen vinkona mín..kanski er hún búin að skipta um gemmsa..en ef þú lest þetta Anna þá er ég búin að vera að reyna að ná í þig til að bjóða þér í ammlið okkar :) og Skjöldur minn líka..þið Maggi eruð boðnir líka..þinns gemmsi er lokaður! Já þetta verður fjör skal ég sko segja ykkur.. En að allt öðru...fór með konuna mína í leikhús í gær að sjá hið margumtalaða leikrit á stóra sviði þjóðleikhússins sem heitir Þetta er allt að koma...veit ekki alveg hvað mér fannst..af því að ég var so svekkt að sjá eins lítið og ég gerði..sat á 17 bekk og gleraugun mín týnd og tröllum gefin..svo allir frábæru karakterarnir í sýningunni náðu ekki til augna minna og þarafleiðandi fannst mér ekki eins gaman og mér hefði fundist hefði ég setið aðeins nær. En snilldarsýning samt fyrir alla sem eru með sjónina í lagi eða bara hafa ekki asnast til að týna gleraugunum sínum eins og ég :) Planið í dag er að skjótast eftir vinnu með litlu prinsessuna í fimleika..kíkja í símabúð..sækja pjakkinn og hafa það gott heima fyrir. þar til síðar.....ble ble [8:18 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, janúar 20, 2005 fyrstir koma ..fyrstir fá !!!!!!!!!!!!!!!!! Gleymdi alveg mjög mikilvægu atriði þegar ég var að bjóða í ammlið okkar Evu og það var að taka það fram að það er bjór í boði meðan birgðirnar endast :) það er að segja birgðirnar sem við versluðum fyrir ammlið...hefði verið sniðugra að nefna þetta fyrr en well..betra er seint en aldrei ....í rassinn gripið :)[1:28 e.h.] [ ] ***
Brandari The Silent TreatmentA man and his wife were having some problems at home and were giving each other the silent treatment. Suddenly, the man realized that the next day, he would need his wife to wake him at 5:00 AM for an early morning business flight. Not wanting to be the first to break the silence (and LOSE), he wrote on a piece of paper,"Please wake me at 5:00 AM." He left it where he knew she would find it. The next morning, the man woke up, only to discover it was 9:00 AM and he had missed his flight. Furious, he was about to go and see why his wife hadn't wakened him, when he noticed a piece of paper by the bed. The paper said, "It is 5:00 AM. Wake up." Men are not equipped for these kinds of contests. [1:27 e.h.] [ ] ***
brosa meira Jæja...búin er vinnudagur þegar hálfnaður er eða eitthvað í þá áttina.Er búin að vera alveg hrikalega dugleg í dag að vinna eins og aðra daga að sjálfsögðu. Hlakka svo til að koma heim til mín og lesa bækurnar allar sem mér hefur auðnast á því að eldast...það er að segja ég var svo lánsöm að fá tvær bækur í afmælisgjöf og er hin sælasta með það...Veit fátt betra en góða bók þegar um er rætt hlutir að sjálfsögðu því ekkert er betra en konan...börnin..vinir og fjölskyldan svo ég sé nú ekki að gera lítið úr neinu :) Það er nóg að gera næstu daga...framundan eru minnst tvær leikhúsferðir..vinnupartý og fullt skemmtilegt...Lilja mín þú veist það þá núna að við erum að fara bráðum aftur í leikhús og svo í vinnupartý..og ekki má gleyma afmælinu okkar Evu næstkomandi laugardagskvöld :) jæja..attla að vinna meira og kanski brosa soldið líka yfir gleðinni í lífinu. ble í bili [1:00 e.h.] [ ] ***
Ég elska að fylgjast með ...... -þegar hún vaknar á morgnanna og langar EKKERT frekar en að halda áfram að sofa..snýr sér undan og verður sona sjúklega falleg í framan og mygluð...krumpar sig í framan og gerir fýlusvip.-þegar hún fer inn á bað á kvöldin og er góðan tíma að hafa sig til fyrir svefninn. -þegar hún er að ákveða í hverju hún á að vera í fyrir leikhús eða bara kaffihúsaferð og gerir mátunarsvip til að sjá hvort hún fíli sig í fötunum. -þegar hún er pirruð af því að allt er smá ómögulegt og henni langar bara að vera lítil og leggjast upp í rúm. -þegar hún fylgist með mér ef henni finnst ég eitthvað þung eða ekki eins og ég á að mér að vera. -þegar hún lítur út um gluggann í HVERT skipti sem bíll stoppar eða heyrist í fólki tala fyrir utan húsið...bara til að vita hvað er í gangi. -þegar hún verður pirruð að vita ekki eitthvað sem er að fara að gerast í sjónvarpsþætti og spyr endalaust út í loftið hvort einhver sé dáin til dæmis. -þegar henni langar að segja eitthvað við mig en ákveður að bíða með það því henni finnst það kjánabangsalegt...en setur samt upp sona svip sem segir allt sem segja þarf. -þegar hún er óþolinmóð og vill að hlutirnir gerist STRAX. -þegar hún er. já hún Liljan mín er best í heimi hér ....og þó víða væri leitað. [11:13 f.h.] [ ] ***
Bíllaus Fimmtudagur og helgin að nálgast óðfluga...leikhús í kvöld að sjá hana Ingu mína gera það sem hún gerir so vel..leika :)Skrapp á bílnum í gær að skutla sjónvarpstækinu til Urðar minnar..fór svo að hitta Unu mína á kaffihúsi og rambaði þar líka á hana Huldu mína :) Engin smá munur að vera á bíl sko...konan sem langaði sko ekkert í bíl getur ekki á öðrum degi hugsað sér að sleppa honum í einn dag get ég alveg sagt ykkur. Er soldið mikið hugsi þessa dagana..er að skoða líf mitt og líkar flest vel sem ég skoða en auðvita ekki allt bara eins og gengur og gerist hjá flestu fólki að ég held. Mikið um að vera..flutningar og annað slíkt og því fylgja alltaf alskyns kostnaðarbla...sem er ekki í uppáhaldi hér í þessari sál..en maður verður víst að díla við það eins og allt annað og taka það bara á jafnaðargeðinu :) en get alveg sagt ykkur það að það að fara í kringluna þegar maður er smá tæpur á geði hjálpar ekki..ekki það að ég hefði nú alveg getað sagt mér það sjálf sossum. jæja..attla að spjalla við Evu mína og hlakka til að fá Liljuna mína í heimsókn á skrifstofuna mína :) Já hurru..Urður mín kom í mat í gær með litlu prinsessuna...jiiii hvað það var yndislegt...Urður...takk fyrir samveruna og vona að sjónvarpið reynist þér vel :) [10:27 f.h.] [ ] ***
20 Manntegundir (sem þú hittir á karlaklósettinu)01. SKAPBRÁÐUR: Hefur farið í nærbuxurnar öfugar, finnur ekki klaufina - rífur buxurnar. 02. FÉLAGSLYNDUR: Pissar með vinum sínum hvort sem honum er mál eða ekki. 03. RANGEYGÐUR: Horfir til hinnar skálarinnar til að sjá hvernig hinn náunginn er útbúinn. 04. HLÉDRÆGUR: Getur ekki ef annar horfir á - skolar niður og kemur aftur seinna. 05. KÆRULAUS: Allar skálar uppteknar - pissar í vaskinn. 06. SNIÐUGUR: Heldur ekkert, lagar bindið, horfir í kringum sig - pissar venjulega á gólfið 07. ÁHYGGJUFULLUR: Er ekki viss um hvar hann hefur verið undanfarið gerir skyndikönnun. 08. MONTINN: Beinir bununni á móti straumnum, þvers og kruss um skálina, reynir að hitta flugu. 09. UTAN VIÐ SIG: hneppir frá vestinu, tekur út bindið - pissar í buxurnar. 10. BARNALEGUR: Bunar beint í botn á skálinni, finnst gaman að sjá freyða. 11. LAUMULEGUR: Prumpar hljóðlega á meðan hann pissar, lítur sakleysislega út, veit að náunganum við næstu skál verður kennt um. 12. ÞOLINMÓÐUR: Stendur lengi kyrr og bíður - les með lausu hendinni. 13. BRÁÐLÁTUR: Biður í langri röð, gnístir tönnum - pissar í buxurnar. 14. KALDUR KARL: Slær tólinu í skálarbarmana til að hrista af því. 15. HAGSÝNN: Býður þar til hann þarf að gera meira – sameinar hvorutveggja. 16. FEITUR: Bakkar frá skálinni – bunar í blindni – hittir á skóinn. 17. LÍTILL: Stendur upp á kassa - dettur í skálina og drukknar. 18. FULLUR: Tekur vinstri þumalfingur í hægri hendi - pissar í buxurnar. 19. ÓÞOLINMÓÐUR: Stendur augnablik - gefst upp - gengur burt. 20. HÉGÓMLEGUR: Heldur öllum fimm sentímetrunum eins og sleggjuskafti - reigir sig ekki það að ég hangi mikið á karlaklósettum..fann þetta á einhverri sona rosa sniðugri síðu og fannstitta so hrikalega fyndið :) vonandi fannst ykkur þetta sniðugt líka :) [8:18 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, janúar 19, 2005 Miki gera...líti blogga...sí miðúr fylil lesendur mína ... minns bæta upp sinna bala...solly eska si samt [3:18 e.h.] [ ] ***
Englasending Ein yndisleg kona sem vinnur hér með mér í Pennanum var að eignast lítin engil í gær á afmælisdaginn sinn...því miður þá kom eitthvað fyrir og hún er núna að fara í aðgerð...það er í lagi með litla barnið en tvísýnt með hana sjálfa...so mig langar að biðja þá sem lesa bloggið mitt að hugsa fallega til hennar þó þið þekki hana ekki..og senda englana ykkar af stað...því margir englar vinna gott verk :)[1:03 e.h.] [ ] ***
Bíllinn okkar Miðvikudagurinn góði best...í dag fáum við hjónaleysin bíl :) vei vei vei veier að fara að skutlast að ná í pappíra þar sem sendilkonan okkar er "lasin" hún er alveg óþolandi oft heima hjá sér..hlakka til í næsta mánuði þegar nýr tekur við af henni og ég þarf ekki þá að hafa áhyggjur af því á hverjum degi hvort sendilgreyið ákveður að mæta til vinnu eða ekki... Fínt að gera hér í vinnos og lítill tími til að pikka :) síðar [9:23 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, janúar 18, 2005 kaupa bara ..eða nota líka ? jæja..búið að vera vitlaust að gera í allan dag og klukkan bara orðin vel rúmlega þrjú..gaman gaman gaman..eftir vinnu attlar minns í smá fullorðins ferð með konu sinni að skoða bílamál :) gott ef maður verður bara ekki komin á bíl eftir helgina jafnvel :)jeij :) annars bara fínt að frétta héðan ...er reyndar búin að vera með kvefpest í mér alltof lengi eða frá því fyrir helgina..fer soldið í taugarnar á mér að vakna á morgnanna frekar pirruð yfir því að vera enn hóstandi og samt er ég búin að kaupa mér hálstöflur og C-vítamín freyðitöflur...er annars ekki örugglega nóg að kaupa þessa hluti ??? þarf maður kanski að nota þá líka ??? finn út úr því þegar ég kem heim :) hihi ást og hamingja [3:19 e.h.] [ ] ***
Snarasta Líf mitt hefur breyst annsi mikið undanfarna sex mánuði...komin með konu sem á tvö börn og er heima flest alla daga...er alls ekki að kvarta því mér finnst hvergi betra að vera en í faðmi konu minnar bara í rólegheitunum og svo auðvita eins og Una sagði um daginn þá er maður löglega afsakaður með konu sinni fyrstu þrjá mánuði sambandsins..og allir skilja þó heyrist lítið frá manni...og þar sem Lilja er bara nýflutt heim þá er í rauninni bara einn og hálfur mánuður liðin af okkar tíma saman sem samlokur lokaðar inni og gerum allt saman sem við mögulega getum :)auðvita munum við sinna vinum okkar enda eru vinir það sem gerir lífið so fallegt og skemmtilegt og að sjálfsögðu fjölskyldan líka. Svo alla daga vikunnar eru vinirnir velkomnir heim í Eiðismýri þar sem erfiðara er fyrir okkur að hendast út á kaffihús þegar barnið er heima og ekki skiljum við hana eina eftir þessa yndislegu elsku :) vildi nú bara sona útskýra kanski af hverju lítið hefur heyrst í kollsternum síðan Liljan mín flutti heim... Svo næstu helgi verður dansað fram á rauða nótt og allir hittast og mikið gaman..... Já lífið breytist þegar maður á síst von á því held ég ... allir sögðu við mig áður en ég hitti Lilju að ég myndi hitta konuna í lífi mínu þegar ég ætti síst von á því og ég hélt nú ekki..var aldeilis ekki að leita mér að kærustu...so mætti Lilja á svæðið og ég attla mér aldrei að sleppa henni...er ástfangin upp fyrir haus og þetta er allt svo yndislegt. Smá vesen reyndar með flutninga þar sem við erum alltaf bíllausar og solis..en það hlýtur að fara að koma allt saman...verður allavega að hafast fyrir næstu mánaðarmót þar sem þá kemur Fabio á Keilugrandann :) Ef einhvern miskunsamur samverji er í miklu stuði einn eftirmiðdaginn og langar hrikalega mikið að flytja smotterísdót í góðum félagsskap mínum þá er sá hinn sami beðin að gefa sig fram við mig hið snarasta :) [10:18 f.h.] [ ] ***
21 minnisatriði frá barninu þínu (fann þetta á netinu..mjög sniðugt..og fallegt :)-Ekki spilla mér. Ég veit vel, að ég á ekki að fá allt, sem ég bið um, ég er bara að prófa þig. -Ekki hika við að vera ákveðin við mig, ég kýs það frekar, það veitir mér öryggi. Ekki leyfa mér að temja mér slæma ávana, ég verð að treysta á þig, að þú uppgötvir þá strax í byrjun. -Ekki láta mig finnast ég smærri en ég er, þá hegða ég mér kjánalega til að sýna, hvað ég er stór. -Ekki leiðrétta mig í áheyrn annarra, ég hlýði miklu frekar, ef þú talar við mig í einrúmi. -Ekki láta mig líta á glappaskot mín sem þau væru glæpur, það myndi rugla mig svo í verðmætamati mínu. -Ekki hlífa mér við afleiðingunum. Stundum þarf ég líka að læra af reynslunni, þó það sé ekki alltaf sársaukalaust. -Ekki æsa þig upp, þótt ég segist "hata" þig. Það ert ekki þú, sem ég "hata", heldur það vald, sem þú hefur til að hindra mig. -Ekki gera of mikið úr óþekktinni í mér, ég nota hana stundum til að ná athygli þinni. -Ekki þrasa, þá 1æt ég bara sem ég heyri ekkert. -Ekki gleyma því að ég get ekki tjáð mig eins og ég vildi, þess vegna er ég ekki alltaf sjálfum mér samkvæmur. -Ekki gefa mér loforð, sem þú getur ekki haldið, ég yrði fyrir svo miklum vonbrigðum. -Ekki treysta um of á heiðarleika minn. Það er auðvelt að hræða míg svo ég segi ósatt. -Ekki vera sjálfri þér ósamkvæm, það ruglar mig alveg og ég þori ekki að treysta þér. -Ekki gera lítið úr ótta mínum, hann er oft svo raunverulegur, en þú getur hjálpað mér að yfirvinna hann, ef þú reynir að skilja hann. -Ekki daufheyrast, þegar ég spyr spurninga, þá hætti ég að spyrja þig og leita til annarra eftir svörum. -Ekki gefa í skyn, að þú sért fullkomin og gallalaus. Það verður svo mikið áfall fyrir mig, þegar ég kemst að því að þú ert hvorugt. -Ekki líta á það sem niðurlægingu að biðja mig afsökunar. Mér hitnar um hjartað, ef þú biðst fyrirgefningar í einlægni, og mér þykir enn vænna um þig en áður. -Ekki gleyma, hversu hratt ég vex og þroskast. Það hlýtur að vera erfitt að fylgja mér eftir, en reyndu samt. -Ekki gleyma hversu gaman mér þykir að finna upp á einhverju nýju og prófa mig áfram. Ég myndi ekkert þroskast, ef ég fengi það ekki, svo reyndu að umbera mig. -Ekki gleyma, að án mikillar ástar og skilnings, þrífst ég ekki, en það veistu nú þegar, er það ekki? [8:38 f.h.] [ ] ***
daginn eftir ammæli Ammlið búið og komin þriðjudagur...en get farið samt að hlakka til næsta mannfagnaðar því næstu helgi attlum við Eva vinkona að halda upp á ammælin okkar saman á stað niður í bæ...erum sona að hringja út og senda sms til að láta fólk vita og segja því að taka kvöldið frá fyrir okkur stöllurnar :)Afmælisdagurinn minn var eins og best verður á kosið..fór beint heim eftir vinnu..sótti nokkra stóla svo fólkið mitt gæti sest niður í veislunni...heim..sturta..sótti múttu...heim með brauðréttina beint inn í ofn og þá glumdi dyrabjallan...allir gestirnir voru komnir rétt rúmlega sex og fengu sér kökur..kaffi og heitt í ofni. Mútta og Tengdó hittust í fyrsta skipti og náðu bara nokkuð vel saman að ég held...gátu talað um okkur Lilju..hvað við værum mikið yndi og svo framvegis :) hihi þetta var ljúfur eftirmiðdagur í faðmi fjölskyldunnnar og ég fékk mikið um fallegar gjafir..meðal annars gjafakort í kringlunni sem ég mun nota til að versla eitthvað fallegt á mig fyrir næstu afmælisveislu :) Þegar gestirnir voru farnir var krökkunum komið í rúmið og við í sófann til að knúsast það sem eftir lifði dags.... já það er gott að vera til þessa dagana og mikið sagði Barbara mín satt með fólkið mitt hér í færslunni fyrir neðan..ég er sko heppin með fólkið mitt og attla mér að rækta það og fara vel með... ást og knús stelpan sem er 26 og eins dags í dag :) hihih [8:11 f.h.] [ ] ***
mánudagur, janúar 17, 2005 Helgin Góð vinkona mín sendi mér e-mail rétt í þessu og skildi ekkert í því að undirrituð væri ekkert búin að nefna helgina sem leið...svo ég mun bæta úr því núna enda ekki seinna vænna.Föstudagurinn leið í vinnunni vel og vandlega og mikil gleði í hjarta mínu þegar klukkan sló loksins fjögur. Múttan mín keyrði með mig heim á leið og sóttum í leiðinni bestu mína í vinnuna sína...fórum heim..smá kúr...sturta og sona kasjúal fín föt...mútta kom aftur rétt fyrir sex og við keyrðum hana heim of fengum fallega bílinn hennar lánaðan til að fara út saman. Keyrðum upp á Austur Indía félag og fengum stæði beint fyrir utan..leið soldið eins og forsetanum og frú hans. Þjónustan og maturinn á Austur Indía félaginu var eins og best verður á kosið og fengum meira að segja súkkulaði köku í eftirrétt bara sona í boði sætu þjónustustúlkunnar þar..henni hefur greinilega litist sona vel á okkur kellingarnar :) Eftir að við vorum búnar að hvíla okkur í sætunum og pússta eftir yndislegan mat þá lá leið okkar upp í Borgarleikhúsið að sjá Héra Hérason á stóra sviði. Leikritið var soldið lengi að byrja en þegar það komst í gír þá hlógum við það sem eftir lifði af sýningunni...og skemmtum okkur konunglega. Eftir leikhúsið var keyrt heim til múttu og hún keyrði okkur heim... Laugardagurinn....hangið heima í faðmi fallegu konu sinnar...matur hjá múttu um kvöldið þó ég hefði sossum getað lifað á ástinni einni...horfðum á Neyðarhjálp í norðri..so bara meira kúr í fangi konunnar...sona á maður að eyða frídögum..alveg á hreinu. Sunnudagur...Vaknað rétt um hádegi...Skotist í búðina að versla inn fyrir fjölskylduammælisveislu...komið heim og aftur í náttgallann...bakað kökur...Inga Hrönn vinkona kom með kökuform handa okkur..Puffsterinn komin til landsins og kíkti á stelpurnar sínar..setið í eldhúsinu fram eftir kvöldi að spjalli og í hópinn bættist hún yndislega Una mín...Elísabet kom svo heim þegar leið á kvöldið og sýndi okkur nokkur vel valin handahlaup eins og henni einni er lagið. Eftir að liðið kvaddi Eiðismýrina henntum við kellingarnar okkur í sófann góða og horfðum á smá TV...... jamm helgin var unaður einn...takk fyrir tímann ástin mín fallegust og bestust..:) ég elska þig Lilja Torfadóttir [1:59 e.h.] [ ] ***
Þúsund þakkir Liljan míntakk fyrir afmæliskossinn í morgun og fyrir að vera konan mín Hanna siss takk fyrir afmælispistilinn á síðunni þinni Diljá...Auður Rán...Lára...Hulda leyni...Gunna Vala...Dagný Ásta...Lilja Huld...Sigrún frænka...Jódís...Eva&Maggý...Ísak...Pálína...Una mín..Fabio...Svanhvít...Dagný lögga...Anna Karen...Guðrún Friðriks takk fyrir sms-afmæliskveðjurnar Vinnufélagar takk fyrir sönginn og knúsinn á ammælisdaginn Urður...Inga Hrönn...Þórður takk fyrir afmælismailið með fallegu kveðjunni :) Solla stirða...Oddný rokk...Bryndís Ísfold...Puff moma...Óla...Gríma...Erna Rán...Ari takk fyrir að koma til mín á msn og óska mér til hamingju með daginn Döggin mín takk fyrir ammæliskveðjusímtalið Erla..Hulda leyni...Erna Rán...Döggin...Barbí spons takk fyrir kommentakveðjuna Allir sem óska mér til hamingju í dag... takk fyrir það :) [11:15 f.h.] [ ] ***
Söngur Held ég sé svipað rauð í framan og hárið á mér var á litinn..þar sem vinnufélagarnir voru að læðast hér inn og syngja hástöfum ammælissönginn fyrir mig....minns kann ekki að leika töffara þegar sona stendur á...varð bara rauð og sagði takk eins hátt og ég gat sem var ekki mjög hátt....kolla ba feimin núna..verð með ammæli næstu helgi ásamt Evu yndislegu vinkonu minni..erum að semja eikkva sms boð í þetta litla krúttlega ammæli..og verða þau send út vonandi seinni partinn í dag....so um að gera að taka frá næsta laugardag... [10:07 f.h.] [ ] ***
Ammæliskveðja frá litlu siss.... Ég á varla til orð yfir fallegum orðum systur minnar á blogginu sínu...ég setti textann hér yfir til að geta séð þetta sem oftast sjálf..las þetta og er eitt stórt tár í vinnunni...Hanna takk fyrir fallegustu kveðju heims...elska þig(tekið af blogginu hjá Hönnu systur) Kolla mín Mín alyndislega og fallega systir, Kolla, á 26 ára afmæli í dag!! Í tilefni þess langaði mig að segja ykkur og henni hversu mikið ég elska hana. Við erum ábyggilega með ólíkustu systrum sem fyrir finnast. En í gegnum árin held ég að maður hafi lært svo mikið af henni.Kannski erum við bara andstæðurnar sem mynda hina fullkomnu heild? Ég þessi litla tildurrófa með stóra skapið en hún með sitt alkunna jafnaðargeð. Hún er með eitt stærsta hjarta sem ég veit um og er sannur vinur vina sinna. Hún verndar hjarta og sálu litlu siss af mikilli einlægni og hefur verið til staðar alveg frá því ég var pínkulítil, mamma minnir mig alltaf reglulega á þetta! Það skemmtilega er að hún virðist enn í dag hafa þessa tilfinningu í sér að vernda mig, hvað sem bjátar á. Hún birtist nánast með hnefann á lofti ef einhver segir eitthvað misjafnt um mig (oftast á ég nú sökina á því ef einhver er að pirra sig á mér... ) Hún er dugnaðarforkur í vinnu og yndislega skemmtileg þegar hún fer að skemmta sér. Hún passar sig alltaf að rækta sál sína og láta aðra vita hvers virði þeir eru henni. Ég held að það sem ég vilji helst segja sé að Kolla mín hefur stærsta og fallegasta hjarta sem menn geta fundið. Kolla mín, eigðu sem frábærastan dag og ég hlakka til að koma í boðið til þín og Lilju á eftir. Milljón kossar og knús til þín, því ég elska þig svooooo mikið!!! Þín, Hanna litla Kristín [8:32 f.h.] [ ] ***
Í dag Góðan ammælisdaginn...Er ekkert að springa úr gleði....ekki það eins og flestir munu halda að mér finnist eitthvað leiðinlegt að eldast og sé á einhverjum bömmer yfir því..alls ekki..finnst gott að eldast og finna að ég er á stað sem mig langar til að vera á í lífinu... Kanski fór ég bara ekki að sofa í gær sátt við Kollu litlu og finnst því verra að vakna..eiga ammæli og finnast bara Kolla ekkert sérlega frábær í dag... En það breytist kanski þegar líður á daginn...attli mar verði viðkvæmari með árunum...? mar veitiggi.... Kolla er kjánabangsi...veit það allavega... p.s. sæta fólk sem sendir mér sms eftir miðnætti í nótt...þúsund biljón þakkir :) [8:14 f.h.] [ ] ***
föstudagur, janúar 14, 2005 Helgi Jæja börnin mín stór og smá...Nú segi ég bara góða helgi og farið vel með litla barnið sem býr innra með okkur öllum..veit að ég fer vel með mitt alla daga :) ég sendi ykkur ástarengla um allan heim...og hjúkkuengil til Dil í útlandinu sem attlar að skemmta henni og láta hana gleyma í smástund að hún sé sona lasin.. ást og góðar kveðjur kolla..kollsterinn og kolls [3:35 e.h.] [ ] ***
ég fæ einn snemma ammælispakka sem bíður mín þegar ég er búin að vinna.. ...so eftir klukkutíma.. ...opna ég pakka :) gaman gaman að vera til hjá mér núna sko... [2:57 e.h.] [ ] ***
Brunaði niður í banka á fína litla pennabílnum áðan og attlaði að stoppa á einum stað á leið minni tilbaka...en hætti snögglega við..veit ekki hvort það var samviskan yfir því að vera mætt til vinnu aftur snöggt eða eitthvað annað sem fékk mig til að keyra áfram....kolla kjáni. [2:33 e.h.] [ ] ***
ekkert að segja Einn og hálfur tími í helgina........bara gott. Einn og hálfur tími í.... ....koss frá bestu. Einn og hálfur tími í.... ....að ég sé búin að vinna. Stutt í að .... ....ég verði 26 ára gaman að því bara held ég... [2:30 e.h.] [ ] ***
Samf...hnakki mér líður eins og ég sé að verða veik...en mér líður samt eins og ég geti pínkulítið ráðið því hvort þessi pest eða hvað þetta er muni draga mig niður í dag..hef ákveðið að láta hana ekki gera það...attla að fá mér eitthvað rosalega gott í hádeginu og reyna að muna að kaupa sólhatt og hálstöflur líka...Nana vinkona sagði við mig í gær að ég tæki alltaf sona ástfóstur við einhverja geisladiska ....sem er reyndar alveg rétt hjá henni því ég geri það mjög iðulega..eins og til dæmis núna er Ragnheiður búin að vera í tækinu mjög lengi og þar á undan voru David Grey og Damien Rice voðalega mikið í spilaranum....er soldið forvitin sjálf hvað kemur næst á eftir Ragnheiði sko...alveg spurning. Mamma mín sæta attlar að lána okkur bílinn sinn ettir vinnu til að fara út að borða og í leikhús...gaman að keyra um á kagganum með bestu í framsætinu hjá sér sko..frekar kúl.. hihi...talandi um bestu mína..hún fór í ræktina í gærmorgun þegar Elísabet fór í skólann og var ekkert sossum mikið að hugsa um hvernig hún leit út enda akkuru að spá í því þegar maður er að fara að hreyfa sig og svitna og svo framvegis..nema hvað allt í einu sér hún í speglinum að hún er með frekar mikið úfin hnakka...hihih..samfarahnakka kanski...hahahahah púkanum í mér fannst þetta frekar mikið sniðugt..attli kellingarnar í vesturbænum séu að tala um hnakkann á Liljunni minni núna í saumaklúbbbum...hihihi jæja...attla að tékka á þessum matarmálum sko :) [11:35 f.h.] [ ] ***
Nana..Puff...Urður Í gær kom Nana vinkona í heimsókn á Eiðismýrina....yndislegt að fá litla krúttið í heimsókn..svo í næstu viku attlar Urður mín að koma í mat með litla erfingjanum með sér...vá hvað ég hlakka til...so er hún líka búin að bjóðast til að lána okkur bílinn sinn á kvöldin ef við viljum flytja eikkva af dótinu frá Keilugrandanum...æi hvað fólk er gott í sér oft á tíðum.Það var mikið hlegið hjá okkur skvísum í gær að rifja upp gamla tíma og tala um Puff okkar ..alltaf hægt að hafa gaman þegar talað er um Puff mína því hún er náttúrulega bara yndisleg í alla staði. Jæja..verð að reyna að ná í ágæta þjónustufulltrúann minn svo ég geti gengið frá ákveðnu máli í dag áður en helgin kemur því þegar helgin er komin þá mun ég ekki hugsa um annað en bestu mína ...no doubt about that sko :) góða helgi fallega fólk...mun samt örugglega pikka meira í dag [10:19 f.h.] [ ] ***
nútíðin ræður Missti mig aðeins í fortíðinni í gær...en nú er það bara nútíðin sem blívar því í dagt er föstudagur...í dag er dagurinn sem helgin byrjar á ..leikhús..góður matur og fallegasta kona heims mér við hlið :)Er reyndar komin með einhvern skít í lungun...hljóma ekki vel helvítis raddböndin mín...ég yrði brjáluð ef ég myndi detta niður með pestina núna..alla daga nema í dag skal ég bara segja ykkur. Attla mér aldeilis ekki að verða lasin núna...en þetta lítur nú ekkert sérlega vel út með mig hóstandi eins og bavíani og illt í öllum hálsinum..ekki einu sinni viss um að ég myndi treysta mér út í sígó og það er nú alveg merki um einhvern veikleika :) en jæja..ég hrissti þetta af mér eins og hvern annan skít sem á mig sest...þetta verður farið áður en kvölda tekur :) Annars bara Kollan hress og fersk og allt það...tala kanski bara við ykkur seinna í dag þegar ég er búin að rumpa af smá skýrslum og fínerí í los vinnos. [8:12 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, janúar 13, 2005 "KollsteriNN" [3:12 e.h.] [ ] ***
you asked for it darling [3:07 e.h.] [ ] ***
beint eftir vinnu Bisness konan er að fara á mjög svo stóran fund í dag..fund sem getur sagt til um framtíð bisness konunnar og fjölskyldu hennar ef vel gengur..ef ekki eins vel gengur þá á bisness konan samt áfram yndislegt líf og yndislega fjölskyldu..svo þetta er bara spennandi...alltaf að skoða alla möguleika í lífinu...gaman gaman [3:00 e.h.] [ ] ***
Hárið Jæja..nú er smá nýtt mál á dagskránni hjá mér...það tengist smá veseni sem mér finnst ekkert sérlega auðvelt eða bara yfirhöfuð mögulegt að ræða hér...þetta er sossum ekkert stórmál en mig vantar nú samt upplýsingar um hvert hægt er að fara í sona dóterí...þetta er spurning sem bara stelpur geta svarað býst ég við..því mér finnst ólíklegt að sona hlutir böggi mikið karlmenn nema kanski einstaka homma út í bæ... ef einhver skilur eitthvað hvert ég er að fara þá mann sú hin sama endilega segja mér ráð við þessu hvimleiða vandamáli... vá var að lesa þetta yfir og þetta hljómar ekkert alltof vel.. hvaða snyrtistofur framkvæma rándýrar leysiaðgerðir til að eyða upp hári með rótum...hári sem við berum allar á ákveðnum stöðum sem við höfum margar ekkert áhuga á að hafa nein hár... var þetta of mikið af því góða..? ég er viss um að Huldu tengdó er brugðið núna að sjá mig skrifa sona...hahahha [1:31 e.h.] [ ] ***
Bestu vinkonur..... Líst nú eitthvað betur á okkur skutlurnar í dag heldur en í gamla daga...en jæja..attli allir eigi ekki sína daga. [11:59 f.h.] [ ] ***
FSS Var að skoða Fss síðuna og skemmti mér konunglega..fann þar gamlar myndir úr gay pride göngunni 2003 og það sem var skemmtilegast að efst í myndabunkunum er albúm sem er úr ferð sem farin var 2002 á vegum FSS ...og í þessari ferð voru Guðrún Lára & Guðrún Lilja betur þekktar í dag sem Nana og Puff....þeir sem til þeirra þekkja eru hvattir til að skoða myndirnar og erum við að tala um mikla breytingu á manneskjunni Nönu til dæmis..fyrir mér er stelpan á myndunum alveg án efa einhver Guðrún Lára en í dag er hún Nana mín...skemmtileg síða hjá þeim í FSS og vönduð..gaman að henni..mætti vera meira um persónulega linka á samkynhneigt fólk sem bloggar fyrir þá sem eru að koma út úr skápnum og solis..en held það sé líka í býgerð hjá þeim...allavega...spurning um að kíkja á þetta !!! knús og matur kolls [11:44 f.h.] [ ] ***
Draumráðningarnar Búin að fá svar...en ekki á kommentakerfinu...vatn er tákn um eilífðina í einhverri mynd..so geymi ég restina fyrir mig..en hvet alla til að dreyma vatn á næstu nóttum því það boðar mjög gott mál. Vá en fríkað..var búin að skrifa helling meira en fékk so mail í inboxið mitt og þá hvarf helmingurinn af textanum mínum..kanski átti þessi texti bara ekki að líta dagsins ljós..kanski er einhver að reyna að segja mér eitthvað.Jamm...þá er bara spurning um að skrifa eitthvað annað í von um að það hverfi ekki eins og dögg fyrir sólu. Er farin að finnast vinnan mín skemmtilegri og skemmtilegri með degi hverjum...hélt ekki að ég væri þessi skrifstofutýpa en er farin að fíla mig alveg nett..kanski mar fái sér bara netta leðurtösku...fari að ganga í drögtunum sínum til vinnu og haga sér eins og alvöru bisness kona..sjáum hvað tíminn leiðir í ljós. Kollster bisness kona..got a nice ring too it doesn´t it ? Og svo ég tali nú meira um helgina sem framundan er þá er alveg planið að fara út að borða..svo leikhús...og þegar heim er komið verður heimasíminn tekin úr sambandi..gemmsar settir á silent (jafnvel titrara ) og ekki verða þessi tæki tekin í notkun fyrr en á sunnudaginn..svo það er einskis virði að reyna að ná í mig eða Lilju þessa helgina...nema kanski á sunnudaginn þó mér finnist líklegt að við verðum enn á náttfötunum og með úfið hár :) jamms..dekurhelgi framundan..so um að gera að nýta tímann ef ykkur vantar að ná í okkur besturnar :) hihihi ást og kossar p.s. mig dreymdi reyndar líka í nótt að við Lilja stóðum fyrir utan Hagkaup á Eiðistorgi og allt í einu kemur bíll æðandi og kippir Lilju til sín..þegar ég lít inn í bílinn sé ég að þetta er fyrrverandi kærastinn hennar (ekki Haddi samt Lilja mín..bara einhver sem ég vissi í draumnum að væri þinn ex) og hún er að kyssa hann..svo klessir hann á húsið og ég labba í burtu frekar fúl..Lilja hleypur á eftir mér og er rosalega miður sín..svo allt í einu erum við komnar í MR húsið og hinn draumurinn tekur við...var bara að muna þetta núna...hihih kolla kjáni [10:30 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur til .......föstudags ... í dag er fimmtudagur...en það sem er ennþá betra er að ...á morgun er föstudagur...og á morgun byrjar helgin...á morgun býð ég minni heittelskuðu út að borða..á morgun förum við saman í leikhús eftir matinn..og á morgun mun svo margt margt fallegt gerast :) ég bara veit það... gærdagurinn var reyndar ekki so slæmur...Bestan fór í ræktina eftir að heim var komið..við Elísabet röltum heim á keilugranda að ná í smá dót (sökum bílleysis verður það líklega ferjað í mörgum mörgum göngutúrum) so kom bestan heim og eldaði fínasta kjúgling og hrísgrjón..borða hollt ..það er málið. Eftir matinn var tjillað og so fór litlan í bólið...við kellingarnar horfðum á eitt stykki vidjóspólu og vorum komnar í rúmið fyrir miðnætti...og sofnuðum......einhvertímann í nótt...híhíhí jæja...so bara föstudagur á morgun...so ljúft að vita að það er helgi framundan... Dreymdi alveg tóma vitleysu í nótt..ég var föst inn í MR byggingunni ásamt kærustunni og einhverjum einum vini sem ég get ekki séð hver er...og húsið var fullt af vatni fyrir ofan mitti og oft dýpra....það var niðamyrkur og við þurftum að synda í gegnum húsið allt saman til að reyna að finna leiðina út...sumar leiðir lágu í gegnum heitt vatn og aðrar kalt...úff...þetta var ekki skemmtilegur draumur..vaknaði so við klukkuna í morgun og aldrei verið glaðari að losna úr draumaheiminum og fara til vinnu. Konan dreymdi líka eintóma vitleysu í fyrradag að mig minnir..eða daginn þar á undan..þá var hún stödd í stóru skipi með Erlu vinkonu sinni...skipið var ekki á siglingu en allt í einu bara byrjaði það snögglega að sökkva...hún byrjaði að synda upp til að bjarga lífi sínu en einhver maður ýtti henni aftur niður...einhvernvegin tókst henni samt að snúa draumnum við og halda sér á lífi ... erum við sona tengdar kærusturnar að við dreymum bara vatn....???? hvað er líka málið með allt þetta vatn ????? er sossum ekkert að leita eftir nákvæmu svari en veit að ákveðin manneskja er pottþétt með ákveðin svör...bara spurning hvort hún vill heyra þetta allt sjálf frekar en að lesa í þetta á blogginu mínu ? ha ? [8:15 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, janúar 12, 2005 Blogg-tilvist...??? Var að lesa yfir bloggið hennar Betu áðan og fannst það soldið skemmtilegt því hún var immit eins og Urður var að tala um..að blogga um eitthvað sem ég veit að er búið að vera að renna í gegnum hausinn á mér núna í hvert skipti sem ég blogga..er ég leiðinlegur bloggari ? les fólk þetta og gerir hlær með mér eða að mér ? er ég að blogga fyrir mig sjálfa eða fyrir ykkur hin ? er vinsældakeppninn í hausnum á mér bara tengd dögum eða er ég að hugsa þetta alla daga.. ég fæ ekkert nema spurningar upp í hugann minn og engin svör.. nú er ég til dæmis að hugsa "en frumlegt kolla..getur ekki bloggað um eikkva sem þér datt sjálfri í hug..verður að stela hjá Betu.." en hey..er ekkert að stela..er að vitna í hana og bara að tala um það sem hún er að tala um.. ef ég myndi fara að tala um flóðin og náttúruhörmungarnar þá væri ég ekki að herma eftir neinum..þó svo að mörg þúsund blogg um allan heim séu að skrifa um þetta allt saman. smá blogg-tilvistarkreppa í gangi hérna megin.. farin að skrifa að færsla sé önnur færslan mín yfir daginn en er so fallega bent á að kanski sé hún bara fjórða færslan mín...maður er bara alveg að missa tökin hérna.. þýðir ekkert sona..koma so kolla..."lessa sig!!!!!" eins og fyndin kona segir alltaf. Jæja vinnu-dagurinn að verða búin og frí-dagurinn rétt að byrja..vona að þið njótið þessa fallega miðvikudagskvöld í faðmi ástvina... farin að hitta bestu mína :) [3:46 e.h.] [ ] ***
Fleiri komment...meira pikk Færri komment ..minna pikk Engin komment..soldið dautt pikk [2:21 e.h.] [ ] ***
besta Veit að lesendur mínir eru kanski ekki beint ánægðastir memmig í dag þar sem þetta er einungis önnur færslan mín í dag...en það segir bara að hér er búið að vera stanslaust mikið að gera ..ekki so mikið sem 5 mín til að blogga...en er nýkomin úr mat núna og á ennþá eftir smá tíma áður en ég stekk í vinnugeðveikina aftur.Var að tala við þjónustufulltrúann minn og hann er eikkva so mikið yndi pyndi..alveg að gera allt fyrir mig sem hann getur so ég þurfi ekki alltaf að vera að fara til hans ..þar sem ég vinn frá 8-4 er frekar erfitt að skjótast í bankann verandi í Hallarmúlanum og bankinn á lækjargötunni. En jæja..ég er hýr á brá og allt í góðum gír hérna megin bara...búin að jafna mig á netsíðum landans :) hihi Tennurnar á mér eru samt ekki eins sáttar og venjulega þegar þær hitta Mumma tannsann minn..alltaf þegar ég bít saman öðru megin þá finnst mér eins og ég rekist í tönnina..borða bara öðru megin þar til ég á tíma næst í febrúar..(svo veit ég alveg að Barbí les bloggið so hún segir Mumma fráissu þannig að þetta er stundum gott að landið sé lítið ) en hún er sossum nýbúin að eiga litla prinsessu og kanski minnst í að tjilla fyrir framan tölvuna..nóg að gera á stóru heimili. Fékk so skemmtilegt mail í dag frá Urðinni minni ..fyndið af því að mér varð so mikið hugsað til hennar í morgun...so sendi hún mér bara mail..attli fólk fái hugskeyti án þess kanski að gera sér grein fyrir því ???? Lífið er gott og yndislegt og minns attlar að knúsa bestu sína þegar minns kemur heim. [1:48 e.h.] [ ] ***
Blast vá..var að tala við Bimbu vinkonu í símann og hef ekkert heyrt í henni lengi lengi lengi...ef ég tala við hana þá er það yfirleitt á msn..við vorum rosalega góðir vinir í Hagaskóla og alveg þangað til við fórum í menntó..þá sona skyldust leiðir..Bimba fór til Bólivíu og ég fór hingað og þangað í skóla lífsins.En vá hvað ég fékk gamla fiðringinn í magann þegar ég talaði við hana ...langaði soldið að verða unglingur aftur..vera að hlaupa með krökkunum út í körfubolta..ég og Bimba á leiðinni heim til Urðar að taka fíbblamyndir af okkur og svo framvegis..var sona blast to the past að tala við hana...en því miður þá er stelpuskjátan bara skítslöpp og minns ekkert að fara í heimsókn til hennar ettir vinnu...en jæja..hún attlaði bara að hringja þegar hún væri laus næst og pestin farin..greyið litla..ömurlegt að hanga sona heima allan daginn. [1:39 e.h.] [ ] ***
keppni 2005 Elísabet litla stjúpdóttir mín sagði við mig nokkrum sinnum þessa setningu "þú segir þetta alltaf" til dæmis þegar hún spurði mig..."finnst þér pasta gott?" og ég svaraði "já mér finnst það bara sæmilegt" þú segir þetta alltaf....attli ég svari alltaf sona hlutlaust bara og hafi engar sterkar skoðanir á neinu..hihih..nei fannst þetta nú bara aðallega fyndið þar sem ég get oft verið soldið mikið utan vimmig þegar ég eins og þarna er að lesa góða bók...eða er að horfa á sjónvarpið..spurning hvort maður sé kallinn í sambandinu ...hahaha...þetta má sko bara djóka með ef maður er lespía eða hommi..bannað fyrir straight fólk að djóka með þetta því maður tekur því allt öðruvísi. Soldið eins og með svertingja..þeir segja nigger..en ef hvít manneskja segir nigger þá bara gilda soldið aðrar reglur og viðkomandi verður ekkert sérlega vinsæl/l... Búin að fletta í flýti yfir nokkur blogg í dag og það sem situr eftir er án efa sagan af ömmunni hennar Urðar ...enda er Urður snilldarpenni mikill og um að gera að skoða bloggið hennar daglega. Stundum langar mig að lenda í fyndnum aðstæðum og vandræðalegum bara tl að geta bloggað um þá daginn eftir...getur það verið soldið asnalegt..já attli þaggi..mar vill vera kjánalegur og lenda í háska til að hafa eikkva að skrifa um..hversu veikt er það :) vinsældakeppnin 2005 hafin í hausnum á mér og ég er eini keppandinn...hihihi samt finnst mér ég alveg geta auðveldlega tapað. [1:12 e.h.] [ ] ***
Kolla kjánabangsi gleðilegan miðvikudag fallega fólk..Af hverju attli maður fari inn á síður sem manni langar ekkert að lesa..því maður veit hvernig maður verður í sálinni eftir það..skil ekkert í mér að vera að skoða síður sem pirra mig bara...attla ekkert að nefna neinar ákveðnar síður en well..kolla skamm.. hef gert þetta áður um ævina..verið að kíkja inn á síður bara af eintómum masókisma..síður sem ég veit að hafa viss áhrif á mig og ég hef ekki gott af að skoða. Í staðinn fyrir að sleppa því bara og sleppa þá líka við að líða sona asnalega yfir því.. það verður nýja mánaðarheitið mitt...að fara ekki inn á síður sem ég veit að hafa neikvæð áhrif á mig og hananú. Nú fer að líða að helginni og tilhlökkun farin að segja allverulega til sín...var að skoða dagatalið mitt og planið í dag er að heimsækja Bimbu æskuvinkonu mína eftir vinnu...verður gaman að sjá hana og strákinn hennar þar sem ég hef ekki hitt þau í lengri tíma :) rækta vinskapinn :) mar verður að vera duglegur við það...enda finnst mér Bimba frábær og skemmtilegt og vil alls ekki missa allt samband við hana stúlkuna :) Bílamál standa enn í stað...Puff mín attlar að sjá bara um kaggan sinn sjálf þegar hún kemur heim og hún er að koma heim núna um helgina sem kemur..hlakka mikið til að sjá skottið á henni stelpunni minni :) jamms...so er kaffi fyrir tengdó..múttu...systkyni...ömmur og afa...á mánudaginn kemur..ammælið mitt sko !!!! jæja..meira seinna [10:31 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, janúar 11, 2005 þvottaburstann vantar... Vá...allt í einu varð bara brjálað að gera eftir hádegi og viti menn..klukkan er að nálgast fjögur og ég á enn fullt í fangi með að gera tilbúið borðið mitt fyrir allar skýrslurnar sem ég þarf að tolla á morgun...nóg að gera á morgun sýnist mér á öllum þessum pappírum...so þetta lofar allt saman góðu í framhaldið :)Gríman mín attlar að sækja mig á eftir..hringdi í mig áðan og tilkynnti mér að engin uppþvottabursti hefði fylgt lúxus íbúðinni sem hún var með í láni að Keilugranda 2 svo hún var miður sín að geta ekki vaskað upp eftir sig...en jæja..ekki mikið mál það..það er ekki eins og íbúðin sé í fínasta standi eftir mig hvort eð er..hef lítið sem ekkert verið þar síðastliðin mánuðinn...bara attaf heima hjá kæró..mmmm.. jæja má ekki vera að þessu spjalli hér um eikkva og ekki neitt.. sí jú leiter bjútífúl pípol of mæn.. ást [3:41 e.h.] [ ] ***
Hlisstu á þél lassinn... Jæja klakkal mínil ...Nú fel malu bala a hleyfa á sél lassinn... Liljan mín búin að redda okkur kortum í Þrekhúsinu rétt hjá heima..so ekkert bull lengur..nú er það bara Læktin beint ettir vinnu og gleði gleði..verðum flottasta parið í sumar ..ekki spurning...Maggý & Eva...Una & Rósana...Kolla & Lilja...allar lessur í formi..hahahhaha jamm nú verða göngutúrarnir bara spari aukaleg hreyfing og þrekhúsið okkar helsti staður fyrir utan vinnu og heimilið :) þokkalega ánægð með mína..ég sem attlaði alveg að teygja þetta eins lengi og mér væri unnt...fínt að fá spark í lassinn sinn.. [1:56 e.h.] [ ] ***
2004 kveður Jæja pæjur og gæjar...Er búin að standa mig so vel upp á síðkastið við að skrifa á bloggið mitt að núna er ég sona næstum uppiskroppa með eikkva til að skrifa um...var að hugsa um að gera úttekt á árinu mínu 2004...en þar sem minnið mitt er ekkert sérlega gott..ekki einu sinni svona stutt aftur í tímann þá verður þetta eikkva stuttur listi og óvandaður..en frá hjartanu mínu og það sem ég þarf að muna fyrir mig það man ég .. 2004.... -Ég keypti mér íbúð á Keilugranda 2 og fannst ég þarmeð komin í fullorðna manna tölu. -Ég fékk vinnu við að reka skemmtistað með Unu vinkonu og byrjaði á því 1.mars og lauk því tímabili 1.dec (góð reynsla og skemmtilegt samstarf) -Ég eyddi sumrinu á kaffihúsum og spókandi mig með Unu vinkonu á austurvelli,fórum pæjurölt alltaf þegar veður gaf leyfi og yfirleitt mátti finna okkur á Vegamótum eða Kaffi Segafredo :) -Ég heillaðist upp úr skónum eitt kvöldið þegar ég var að vinna á barnum í góðum gír..nánar tiltekið 21 júní 2004 á mánudagskvöldi þegar inn gengur ljóshærð gyðja komandi alla leið frá Danaveldi...ég missti alveg kúlið og leið eins og ég væri þrettán með fiðrildi í maganum og allt -Ég eignaðist heimsins bestu kærustu -Ég eignaðist tvö yndisleg englastjúpbörn -Ég hætti að vinna á Ölstofunni og byrjaði á skrifstofu Pennans í beinu framhaldi af því -Ég fór á Madonnu tónleika í London og framlengdi þeirri ferð því sama kona og heimsótti ölstofuna var í þeirri ferð af tilviljun. -Ég heimsótti Danaveldi þrisvar sinnum síðustu þrjá fjóra mánuði ársins. -Ég kynntist fullt af fallegu fólki. Ég kynntist því hvað það var að verða ástfangin og það besta við það er að það er komið árið 2005 og ég er ennþá ástfangin upp fyrir haus og er með konunni sem ég er ástfangin af... Allt í allt þá var árið 2004 líklegast með þeim bestu í mínum minnum...gott ef ekki bara það allra besta :) og kveð ég það með gleðitár á kinn.... [10:55 f.h.] [ ] ***
Ammæliskveðja Hulda leyni :) innilegar hamingjuóskir með þennan ekki lítið merkilega dag sem þú átt :) snillingur og hvunndagshetja :)Jamms...mundi þetta bara því þú varst so sniðug að kommenta um þetta hjá mér um daginn á blogginu :) sniðug stelpa :) annars bara fínt að frétta og hver veit nema maður láti sjá sig á leynifundi annað kvöld...hver veit..hver veit..ekki veit ég það :) hihi [8:58 f.h.] [ ] ***
Útilíf Þriðjudagur og allir bara hressir...Þegar ég var að knúsa konuna mína í morgun þá rumskaði hún eikkva við það að ég væri að fara á fætur...fór að spyrja mig hvert ég væri að fara ...ég skyldi ekkert í þessu þar sem ég reiknaði nú með því að hún vissi að ég væri á leið til vinnu..svo horfi ég betur á hana og spyr hana einhverja spurninga...og hún svarar með lokuð augun og alveg að tala bara upp úr svefni :) sæta sæta sæta sæta Er að díla við smá problem gagnvart soldið skrýtnum hlut að því er mörgum myndi líklega finnast...þannig er að ákveðin lítil manneskja út í bæ..og lítil þá meina ég ung...er bara út á lífinu og vel undir aldri til að stunda staði bæjarins..samt veit ég til þess að hún kemst inn á ákveðin stað allar helgar...mér persónulega finnst þetta alveg hneisa eins og kellingarnar í vesturbænum myndu taka til orða..helst langar mig bara að hringja í eftirlitið og spyrja þá hvort ekki sé fylgst með þessu..attli þeir myndu þá ekki benda mér bara á að hringja í þjóðarsálina ??? veit heldur ekkert hvað ég ætti að segja...þetta er bara eitthvað að trufla mig að staðir skuli hleypa inn stelpum sem eru litlar og varnarlausar og allir vita að eru ekki deginum eldri en til dæmis 18 ára....iss piss..pfiff en svona er þetta..attli maður geti nokkuð í því gert....veit allavega að ég er nokkuð fegin fyrir mömmu og pabba hönd að Hjalti skuli flytja með þeim út því úti eru unglingar ekki að hanga til sex á morgnanna á djamminu...enda bróðir minn algjör engill og myndi sossum ekki standa í solis rugli :) jæja...best að vinna..pikka minna [8:09 f.h.] [ ] ***
mánudagur, janúar 10, 2005 Húrra !!!!!!!!! Vá hvað sumt fólk er miklu meira hetjur en annað...Vinkona mín er búin að búa sér til blogg sem heitir Fitubollur þar sem planið er að grenna sig fram á sumar og leyfa fólki að fylgjast með..svo attlar hún að hafa þarna myndir af sér í flottum stellingum ásamt sínum fallegu fellingum..snillingur hún Svansa mín..til hamingju með þetta stelpa og velkomin í bloggheima [3:19 e.h.] [ ] ***
þa er spurning ? Nú er búið að loka Jóni Forseta...þá erum við að tala um að eini gay staðurinn á Íslandi að mér vitandi...sé bara kaffi kósý..pínkulítið krúttlegt kaffihús í austurstrætinu beint á móti Kaffi Austurstræti (betur þekkt sem Kaffi Skítur)..jú þar er fínt að sitja og sötra kaffi...horfa á rónana í gluggunum á móti en lítið gaman að fara þar um helgar ef líkamanum langar að dansa..sýna sig og sjá aðra..þetta er sorgarfrétt í heimi samkynhneigðra..nú fór ég ekki oft á forsetann en samt er ég sorgmædd að hann lokaði því þetta var þó eini gay dansstaðurinn þar sem maður gat farið út með kærustunni sinni..dansað sig sveitta og ekki þurft að finna hundrað augu að glápa á mann vanga við sína heittelskuðu á dansgólfinu...svindl.Nú er bara spurning hvort maður haldi áfram að kvarta yfir þessu félagslífi samkynhneigðra á Íslandi eða bara geri eitthvað í málinu í eitt skipti fyrir öll... baráttukveðjur kolla Les-pía [2:03 e.h.] [ ] ***
dekur fullt fullt að gera í vinnunni í dag...þarf meira að segja að fara í smá bíltúr þar sem sendilkonugreyið okkar er bara lasin í dag..eða ég held reyndar að strákurinn hennar sé lasin...so nóg nóg að gera..og áður en ég veit af verð ég búin að vinna og þá er einum deginum færra í næstu helgi..hlakka so mikið til..dekurhelgi.is[10:24 f.h.] [ ] ***
Liljan mín Jæja góðan og blessaðan mánudaginn...ég lá upp í sófa með fallegu yndislegu kæró í gær bara að glápa á vidjó og fékk einhvernvegin bara sona ótrúlega sælutilfinningu yfir mig...varð hálf meyr og þurfti að segja svo margt en hafði samt ekkert að segja..langaði að leggjast á hnén fyrir framan hana og biðja hennar bara helst...fékk bara svona tilfinningu "hér er betra að vera heldur en hvar sem er annars staðar í heiminum" það er bara so bjútífúl að fá að finna loksins manneskju sem ég elska að koma heim til ...sem ég sé mér fyrir mér með það sem eftir er ...sem ég elska svo heitt að mig langar alltaf að vera að knúsast í henni og segja henni hvað mér finnist hún falleg..sem ég hlakka til að koma til hvern dag eftir vinnu...sem ég bara elska svo skilyrðislaust..alla daga. jamm varð hálf meyr og viðkvæm eitthvað og fór að sjá fyrir mér einhverja töffara lespíu sem kæmi og stæli henni ammér...en held samt að hún sé soldið skotin í mér líka og það sé ekkert að fara að gerast..hihih eigum bráðum hálfs árs ammæli..sem mér finnst yndislegt...æi varð bara að koma þessu öllu frá mér...var pínku eikkva kjánabangslaleg áður en við fórum að sofa í gær og vona að fallega konan mín sé ekki í sjokki yfir kjánanum í mér :) En út í aðra sálma...vikan rétt að byrja og eftir nákvæmlega viku í dag á undirskrifuð afmæli ..jú jú ..mikið rétt stelpan er að verða 26 ára... hihi..var í mat hjá vinkonu Lilju um daginn sem spurði mig hvað ég væri að verða gömul..og ég sagði eldhress..nú 27 ára...en Lilja var ekki lengi að leiðrétta mig..sona getur maður ekki alveg verið að fylgjast með hvað maður er gamall...er bara ungur og leikur sér. Bílamálin eru sona það eina sem er virkilega að taka á æðruleysið í mér og þolinmæðina..er orðin reið út í hann Edda minn fyrir að hanga í þessu sona lengi ..veit það dugir lítið að verða reið núna..enda ekkert hægt að gera meira í þessu...en ég vil flytja dótið mitt yfir til Lilju og hef engan bíl til þess og það truflar mig því mig langar svo mikið að klára þetta. En við reddum því í vikunni hlýtur að vera... jæja..kveð að sinni ást og hamingja til ykkar þarna úti [9:36 f.h.] [ ] ***
föstudagur, janúar 07, 2005 tilboð bara hoppa inn og segja góða helgi börnin mín og verið stillt og góð eins og ég er allar helgar ársins...jebbs..sure..minns attlar heim að kyssa konu sína og so kemur Una buna að sækja okkur litlu fjölskylduna og fara með okkur í intersport....jebbs gaman gaman.. svo var Una að tala vimmig áðan og sagði mér mjög mjög mjög svo merkilegar fréttir..og spurningu með því sem ég mun alvarlega hugleiða..gaman gaman gaman [3:33 e.h.] [ ] ***
Flís Fór í mat áðan og rölti mér út í 10-11 í lágmúlanum...ekkert merkilegt við það en þegar ég var að labba eftir matinn út að smóka mig með Selmu frænku þá fórum við að tala um börn og barneignir einhverja hluta vegna og þá fór Selma sæta að rifja upp daginn sem ég fæddist..ég var fyrsta barnið í fjölskyldunni og allir að springa úr spenning (selma er senst systir mömmu) og hún man allan daginn sem ég fæddist bara eins og það hafi verið í gær...var að segja mér alla sólarsöguna og ég hafði mjög gaman af því að sjá hana segja frá þessu..þykir vænt um Selmu frænku mína..mjög svo vænt.Annars lítið að frétta síðan síðast... getur einhver sagt mér af hverju sagt er flíss við rass þegar eikkvað er ákkurat..? hvaðan kemur þetta orðatiltæki að eitthvað passi eins og flís við rass ????? [1:42 e.h.] [ ] ***
spóla Fórum út stöllurnar hér í vinnunni að reykja áðan og viti menn...hér er annsi stór og mikil brekka að keyra upp þegar maður keyrir frá Nordica hótel og upp Hallarmúlann.."Hallar-múlinn" jú jú.kolla fyndin..en allavega...konugrey var pikkföst spólandi eins og vitleysingur í miðri brekku og auðvita gátum við ekki staðið eins og fífl og horft á hana fasta þarna með bílaröð á eftir sér sem fattaði ekki að keyra framhjá henni...svo við fórum þrjár galvaskar að ýta og græddum ekki mikið á því annað en skítugar buxur og kanski smá roða í kinnar..urðum á endanum að ýta henni inn eina beygjuna afturábak og hún varð bara að gjörasovel og snúa við...litla greyið..en mikið var hún þakklát að við skyldum koma henni til hjálpar...gaman að gera góðverk..og sérstaklega gaman þegar fólk verður þakklátt :) Úllen dúllen..mikið er ég forvitin að vita hver þú ert..en takk fyrir að lesa bloggið mitt þó ég viti ekki hver þú ert :) er búin að vera að plana og plana þessa dagana..er með smá sniðugt plan í huga fyrir mig og kæró sem ég mun að sjálfsögðu ekki gefa upp hér þar sem hún er dyggur lesandi bloggsins míns :) so talaði ég við æskuvinkonu mína áðan á msn og ákvað að hitta hana í kaffi í næstu viku...hlakka mikið til. svo svo svo ...nóg að gera bara.. jæja..vinna ...pikka minna [11:00 f.h.] [ ] ***
Kommon Aldrei mun ég fá skilið hvað fær fólk til að kommenta leiðinlega í gestabók og á færslur hjá bloggurum landsins...hvaða heift býr í fólki sem situr fyrir framan tölvuna og er að skoða blogg......skoðar eitthvað blogg og hugsar með sér "fíla eki þessa manneskju..best að lesa meira samt" les meira og sér að því finnst þessi viðkomandi bloggari ekki skemmtilegur og jafnvel bara leiðinlegur..væri þá ekki það eðlilegasta í stöðunni að skipta um netsíðu...hætta að skoða þetta sama blogg...nei...þá taka þessir sömu og talað er um upp á því að finnast þeir það mikilvægir aðilar að þeir verði að segja hvað þeim finnst um þetta blogg og það bara til að gera ekkert annað en að særa bloggarann sem á í hlut því hvað annað getur þetta gert...??? Hanna siss er að lenda í sona kjánum núna...hún er með að mér finnst mjög skemmmtilegt og aðeins öðruvísi blogg..bloggið hennar lýsir rosalega vel karakternum hennar sem er mjög aðdáunarverður og intresant...hvað á það eiginlega að þýða að vera að hanga inn á bloggsíðum sem manni finnst ekki verðandi að lesa. Viðkomandi aðili sem skrifar inn á gestabókina hennar Hönnu skrifar að hún geti ekki verið áhugaverð manneskja...bíddu..er þá ekki sá hinn sami/sama að skjóta sig soldið í fótinn með því að skrifa þetta því hann/hún er að lesa bloggið fyrst hún kommentar.. æi finnst þetta bara ömurlega hallærislegt....Beta rokk lennti líka í þessu á sínum tíma og Æsa skutla líka...hvað er þetta eiginlega...getur fólk ekki bara ákveðið að skoða það sem því finnst skemmtilegt...hvaða sjálfspíningarhvöt er þetta að skoða blogg sem manni finnst ekki skemmtilegt og þar að auki að skrifa leiðinlegt inn á það blogg..soldið eins og að vera með hundrað sjónvarpsstöðvar heima hjá sér en ákveða að skipta ekki um stöð þegar eikkva kemur á sem þér finnst leiðinlegt heldur bara hringja á sjónvarpsstöðina og tilkynni henni að þér finnist þetta nú ekki mjög athyglisvert sjónvarpsefni. Og hananú..varð aðeins að losa um..finnst þetta so hrikalega hallærislegt að láta sona...svo ef einhverjum langar að skrifa ljótt eða leiðinlegt inn á annara manna blogg þá ætti sá hinn sami að gera sér grein fyrir því að hann/hún væri bara að skjóta sig í fótinn!!!! takk og bless [8:18 f.h.] [ ] ***
Frestaðu aldrei til morguns því sem þú getur gert fljótlega eftir helgi. - Mark Twain [8:02 f.h.] [ ] ***
frædei Fööööööööööööööööstudagur og vá hvað ég hefði verið mikil til í að það væri laugardagur þennan ágæta morgun þegar ég vaknaði við hlið elskunnar minnar :) lágum aðeins upp í rúmi í gær áður en við fórum að sofa og spjölluðum...so gott stundum að liggja bara afslappaður og spjalla um heima og geima :)Fór aðeins á kaffihúsarölt með Unu minni í gærkvöldi..voða næs bara..nenntum ekki að sitja neinsstaðar svo við röltum bara á milli staða að skoða fólk... Alveg að koma helgi á þessum bæ og þá er planið að fara í bíó og jafnvel húsdýragarðinn og fleira skemmtilegt. Voða rólegt oft að gera hér í vinnunni á föstudögum, verð alveg að viðurkenna að rólegt er ekki alveg minn bolli af te. en jæja..skrifa meira síðar í dag....attla að sjá hvað ég get gert hér sniðugt. [7:56 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, janúar 06, 2005 Hamingjan í öllu sínu veldi Sat með Ingu minni í hádeginu að ræða heimsmálin á Pizza Hut..eða aðallega vorum við bara að ræða hamingjuna og hvað það kostar að vera hamingjusamur..held ég sé komin að niðurstöðu varðandi hamingjuna..allavega hvað varðar mig sjálfa og eflaust fleiri þegar maður skoðar inn í hjartað sitt.Held nefnilega að hamingja felist í því að vera sáttur..bara sáttur við lífið nákvæmlega eins og það er...þó veðrið sé leiðinlegt þá ekki að vera að einblína á það..klæða sig bara eftir veðri..ja eða búa í heitu landi ef íslensk veðrátta er ekki fyrir þig. Svo geta peningamálin verið að ergja mann..en hey..ef ég væri skuldlaus og stæði ekki í peningastússi þá ætti ég líklegast heldur ekki mjög spennandi eða skemmtilegt líf..þá ætti ég ekki íbúð..þá hefði ég ekki getað flogið nokkrum sinnum út til dk til að vera með yndislegu fallegu liljunni minni..þá væri maður held ég ekkert frekar sáttari. Hamingja er bara að vera sáttur eins og staðan er í dag..ekkert öðruvísi..klár kona sagði mér einu sinni að hamingjan væri ekki í nýju húsi..nýjum bíl..fleiri fjölskyldumeðlimum...betri vinnu..hún var búin að reyna þá leiðina í að finna hamingjuna... hamingjan er inn í okkur öllum , svo er bara spurning um hversu langt maður vill ganga með að finna hana..sumir eru svo heppnir að hún er bara efst á yfirborðinu..sumir þurfa að leita dýpra..og enn aðrir þurfa að biðja lærða aðila eins og sálfræðinga að hjálpa sér að leita..þegar á endann er hvolft er þá ekki betra að biðja um hjálp við leitina heldur en að finna ekki neitt og fussa yfir því.. ekki myndi ég kjósa mitt fyrra tilfinningalíf fram yfir það sem ég hef í dag..og ég þurfti fullt af hjálp við að finna glöðu kollu sem núna er so glöð að vera með mér alla daga :) veit ekki hverju ég er að reyna að koma frá mér nema kanski að mér finnst bara svo oft vera fordómar og feimni gagnvart því að leita sér hjálpar ..ef ég er maður tannpínu þá fer ég til tannlæknis..ef ég er með hjartaverk þá eru líka til læknar við því. hihih..fyndið..hringdi ekki bara læknirinn í mig rétt í þessu...ekki sálarlæknirinn heldur hinn..og sagði mér að allar holur í hausnum á mér væru hreinar..sem þýðir að ekkert hefur tekið sig upp og ég ásamt fleirum getum andað rólegar :) eigið góðan dag fallega fólk [1:54 e.h.] [ ] ***
Vökva blómin finnst ég ekki hafa verið alveg nógu dugleg að vökva blómin mín ...kanski aðallega vökvað rósina mína..en hin blómin soldið setið á hakanum..ekki gott mál..en kanski skiljanlegt samt sona fyrst þegar maður eignast sona fallega rós að gleyma sér..mun bæta úr og fara að fylla á könuna og sinna fallegu blómunum mínum. Puff mín kemur ef ég man rétt heim um helgina...jeij jeij jeij..hlakka svo til að hitta hana og kynna hana fyrir Liljunni minni. [1:41 e.h.] [ ] ***
Money money money... Shit..og afsakið orðbragðið en stundum verð ég alveg vitlaus á þessum svokölluðu peningamálum..finnst ég alltaf vera að borga heilan helling hver mánaðarmót en finnst samt líka eins og það hverfi ekkert af þessum alskyns skuldabréfum og lánum sem ég er með á mínu nafni eftir íbúðina og annað slíkt. Peningar eru án efa rót vanda míns í dag...það sem bjargar geðheilsu minni í þessum málum fyrir utan yndislega þjónustufulltrúann minn er það að ég næ að hugsa "þetta eru bara peningar,veraldlegur hlutur og ég attla ekki að láta þá skemma fyrir mér daginn" en svo get ég nú samt orðið alveg meiriháttar pirruð á þessu öllu saman.Svo hugsa ég alltaf sem svo..næstu mánaðarmót verður þetta mun betra..en einhvernvegin gengur það sjaldnast eftir verð ég að segja. money money money...must be funny....lalalala..þetta söng hann yndislegi þjónustufulltrúinn minn þegar ég hringdi í hann í gær...yndislegur. [10:55 f.h.] [ ] ***
finn votta fyrir pirring Hvað gerir maður þegar einhver sem maður treystir hundrað prósent er með bílinn hjá manni einhversstaðar út í bílskúr í bænum...viðkomandi aðili fær bílinn því hann bíðst til að gera við hann fyrir þig..þú verður rosalega glöð en í dag sérðu bara hrikalega mikið eftir því að hafa látið bílinn í hendurnar á þessum kjána sem er búin að vera með kaggann í rúmlega mánuð...ekkert gerst og ég sé engan bíl..engin svara mér í símann þegar ég hringi í hann...og eigandi bílsins sem var svo indæl að lána okkur hann á meðan hún væri í útlandinu fer að ljúka dvöl sinni og koma heim..Kollan er ekkert alltof sátt við þetta mál og vonar að viðkomandi aðili láti heyra í sér eða allavega skella bílnum inn á plan hjá mér svo ég geti farið með hann í viðgerð..því á þessum tímapunkti get ég alveg greitt fyrir það frekar að bíða í SVONA langan tíma eins og ég er búin að gera núna. Svo er konan heldur ekkert sérlega ánægð með þetta..enda ekki skrýtið þar sem það er til dæmis múttu helgi framundan og erfitt að vera bíllaus þegar þarf að gera hluti með börnunum...shit hvað þetta allt er að trufla mig núna..af hverju getur fólk ekki bara sagt eins og er ....bara sorry ..ég gerði ekkert við bílinn en hér er hann !!! svara ekki í síma og annað slíkt finnst mér bara asnalegt..og hananú ! over and out [9:18 f.h.] [ ] ***
Bros er ódýr vara. Við gefum það hverjum sem er. Tár eru verðmætari. Við höldum þeim út af fyrir okkur. -Peter Egge [8:39 f.h.] [ ] ***
Hingað og þangað Síminn minn var frekar leiðinlegur í morgun...var ekkert að hafa fyrir því að vekja mig..en sem betur fer vaknaði ég við símann hennar Lilju og þá klukkan hálf átta..korter í að mútta kæmi að sækja mig svo ég hendist á fætur og gerði mig tilbúna sem gerir það að verkum að minns er frekar eikkva mygluð núna verð ég að segja.Við kæró fórum út í göngutúr í gærkvöldi...tókum smá göngu um vesturbæinn og höfum hugsað okkur að gera þetta jafnvel að föstum lið fjölskyldunnar...fara út að ganga, tengdó sæta kom og sat yfir Elísabetu ..en kanski er bara best að fara beint eftir vinnu svo við þurfum ekki að plata tengdó og aðra til að koma að passa. Vá komin fimmtudagur....tíminn flýgur þegar þú hefur fjör eins og maðurinn sagði :) Fór í kringluna eftir vinnu í gær, og vá útsölur út um allt og allir að verða vitlausir..keypti mér nú bara undirfatasett þó ég hafi attlað að kaupa mér einhverja flík á mig fyrir afmælið mitt, nennti bara engan vegin að fara inn í þessar tískubúðir í þessari geðveik sem í gangi var. Gríma vinkona kom memmér og mikið sem það er búið að vera gaman hjá okkur í þessu fáu skipti sem við höfum hisst á þeim tíma sem hún er búin að heiðra okkur íslendinga með nærveru sinni. Svo í gær heyrði ég í henni Ernu minni sem ég hef ekki hitt síðan í laufabrauðsgerðinni, attlum líklegast að hittast um helgina og gera sona fjölskyldudót eins og fara í húsdýragarðinn eða eikkvað :) hlakka til að hanga með Ernu minni. Planið í dag enn sem komið er er að fara í mat með Ingu Hrönn vinkonu, svo eftir vinnu fara held ég bara beint heim...fá smá klipp og kanski reyna að sjá hvort Liljan mín er til í göngutúr , hey...gleymdi að nefna það að eftir að ég kom úrvinda heim úr kringlunni þá beið mín lasagna a la Lilja ilmandi um alla íbúð...mmmmmm...fæ vatn í munninn bara að tala um það....konan mín er náttla bara ólýsanlega yndisleg. Jæja...þarf að athuga mjög undarlegt mál sem er í gangi með ákveðið innflutningsfyrirtæki sem Penninn skiptir við...best að grafast í þessu og komast á botninn...hmm.komast á botninn ..skrýtið orðalag kolla mín ..en jæja...komast til botns ætti kanski frekar að vera. ble og lifið heil [8:13 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, janúar 05, 2005
What 2004 Hit Song Are You?
[3:58 e.h.] [ ] ***
Alveg græn svona get ég nú verið alveg úti að aka...pirraðist endalaust yfir laununum mínum og skildi ekkert í þessu hvað ég fengið lítið útborgað miðað við fullan vinnumánuð...so fór ég að skoða þetta og viti menn..auðvita er skattkortið mitt ennþá skráð hjá ölstofunni og ekki hér..svo það er verið að leiðrétta þetta og ég mun lifa út mánuðinn sæl og glöð :) svona er þegar maður skoðar ekki almennilega launaseðilinn sinn..iss piss kolla...en allt er gott sem.......endar vel [2:32 e.h.] [ ] ***
Þetta er svarið 3 bikararHér birtast órjúfanleg tengsl. Þú ert fær um að lifa í þeirri vitneskju að það sem þú aðhefst hefur áhrif á heilarmyndina og þú hefur heilagan rétt til að elska óhikað. Þú þarfnast skilnings um þessar mundir og ef elskhugi eða félagi þinn veitir þér alla sína athygli þá færir þú án efa fjöll úr stað fyrir viðkomandi. Talan þrír sýnir þig í sjöunda himni yfir fréttum sem tengjast þér persónulega. Þú blómstrar hér líkt og angandi rós en ert harðari af þér en þú virðist á tilfinningasviðinu. Samhliða umræddum gleðitíðindum sem þú upplifir hér stendur þú frammi fyrir afdrifaríkri ákvörðun sem hefur mjög góð áhrif á líf þitt til frambúðar. Þú upplifir tilveruna með bros á vör því að barnið í þér hverfur aldrei. Hér opnast þér heill heimur frelsis og ástar. Hver attli spurning mín hafi verið ? hihihih... ég er mjög sátt við þetta [11:43 f.h.] [ ] ***
Tilfinningar ..flókið mál settist niður og ákvað....."nú attla ég að skrifa eitthvað sem skiptir mig máli..skrifa hvernig mér líður" þurfti svo að leita í huganum að því hvernig mér er búið að líða og fattaði að þá kanski á það ekkert endilega að fara hér inn ef ég þarf að leita að orðum til að koma því á bloggið. Síðustu dagar og kanski vika eru búnar að vera smá strembnar..ég er búin að pirra mig óheyrilega á því að þurfa að standa í þessum veikindum og geta ekki verið upp á mitt besta hvað varðar kærustuan mína og annað...nenni ekki að standa í því að hanga heim heila daginn og vera sona lítil í mér..en nú er það að verða búið held ég bara og þá þýðir lítið að væla yfir því sem liðið er heldur njóta þess í botn að vera næstum fílhraust og geta gert það sem mig langar...jamm...það var nú líklegast ekki meira í bili held ég bara... líður annars bara nokkuð vel og sátt við mýs og menn [11:37 f.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
|||||||||||||||||
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |