Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



miðvikudagur, júní 29, 2005

Kolla með meiningu

Ég er ekki vön að tala um líðandi mál landans hér á blogginu mínu en hef ákveðið að bregða út af reglunni og segja mína skoðun á svona einhverjum málum sem eru ofarlega á baugi hjá landanum í dag.
1. Bubbi greyið og Brynja. = þetta fréttamál er fáranlegt að mínu mati, þó svo að Brynja hefði haldið framhjá eða þá Bubbi eða hver annar þekktur sem er ...af hverju að setja það framan á tímarit og blöð landsins....sé ekki að ég sé neinu bættari að vita það sama hvort satt sé eða ekki.
2. Bílastæðin á Keflavíkurvelli. = Ertu ekki að grínast í mér ? ég kom að sækja konu mína sem var næstum tilbúin fyrir utan að bíða eftir mér og viti menn, maður er stoppaður af ljótu hliði og látin borga gjald fyrir að geyma bílinn í þessar sirka tíu mínútur sem það tekur að sækja fólkið sitt...finnst þetta meira en fáránlegt, og rökin hjá þessum mönnum eru þau að það hafi kostað svo mikið að búa til stæðin, kommon...hvað attli það hafi kostað að byggja bílastæðin við kringluna...ekki er neinn að borga fyrir að vera það. Önnur ástæða er sú að fólk misnoti stæðin og leggi í þau meðan það er í útlöndum, hvernig væri þá að refsa því fólki sem gerir það en ekki öllum á landinu ???? arg þetta pirrar mig geðveikt....einhver kanski búin að bíða heillengi eftir manni og maður lendir í massívri röð við hliðið til að BORGA fyrir að fá að leggja bílnum sínum í smástund. Þetta pirrar mig nett.
3. Bubbi fallinn. = þetta finnst mér ein ljótasta frétt sem ég hef séð lengi, þetta er gert vísvitandi til að láta fólk halda að Bubbi greyið bláedrú sem hann er sé fallinn ...hann á sögu sem dópisti og hver sem sér framan á blaðið mun halda annað en að einhver sé að skrifa hálfsíðu frétt um það að Bubbi sé byrjaður að reykja aftur. Dónaleg og siðblind frétt að mínu mati.
4. Umferðarstofa. = reyndar hefur þetta ekki mikið verið í umræðunni alveg nýlega nýlega...en sama....mér finnast allar þessar auglýsingar hafa rétt á sér en er þó sammála mörgum um að sumar þeirra megi vera eftir klukkan níu á kvöldin svo börnin api þetta ekki eftir börnunum í auglýsingunni, þetta er þó allavega allt saman gert til að fólk hægi á sér í umferðinni.
knús annars bara og gleði


[11:31 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 28, 2005

Áfram KR

það er einhvernveginn þannig að ef maður fæðist inn í KR fjölskyldu þá er maður bara KR ingur sama hvað á gengur og sama hversu oft við vinnum eða já það sem meira skiptir, hversu oft þeir tapa, maður er alltaf KR ingur í blóðinu og svona. Sjálf er ég ekki sérlega mikill fótboltaaðdáandi og nenni ekki að mæta á leiki eða vera inn í þessum málum nema þegar pabbi minn er á landinu og jafnvel það er dottið upp fyrir. Samt finnst mér ekkert gaman að hlusta á fólk í útvarpinu segja að KR sé versta liðið í deildinni, ég vil bara ekki samþykkja það. Þetta skiptir mig auðvita engu máli og ég tek þetta ekki nærri mér.....en ég neita því ekki að þetta kemur samt nálægt mér og gott ef ekki að þetta fari inn á mig einstaka sinnum. Já það er ekkert grín að vera vesturbæingur í dag. En það vegur upp á móti að þegar við svo vinnum titilinn þá gleðst allur vesturbærinn saman á einum stað. Hlakka til þessa.


[2:21 e.h.] [ ]

***

 

Heimsborgarinn ég....haha

Var að tala við útlönd í morgun, gaman að því...á eina litla vinkonu sem býr í LA núna og sakna hennar sáran, var að tala við múttuna hennar í morgun og fá fréttir að lúxuslífinu ,hélt að þær myndu kanski kíkja heim í sumar en það var aldeilis ekki þar sem mamman hefur engan sérstakan áhuga á sólinni hér sem kemur einn og einn dag þegar hún getur hangið í sólinni úti alla daga vikunnar :)
Kanski maður kíki í heimsókn með fjölskylduna fyrst að það stendur til boða hvenær sem er...væri bara gaman.
Annars komin þriðjudagur og ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég eiginlega mest spennt fyrir næsta miðvikudegi.það er að segja ekki á morgun heldur eftir rúma viku..þá eru báðir tónleikar búnir og búið að vera mikið að gera og mikið gaman. Alltaf gott að slaka á eftir svona hektísktar vikur...er búin að læra það eftir öll árin sem ég kunni ekki að meta hvíldina. Það eru nefnilega stærstu verðlaunin fyrir svona mikla vinnu, það er að slaka á eftir allt stressið og hugsa "vá hvað þetta var gaman en vá hvað það er líka gott að vera komin á rólegan stað aftur"
já veit ekki hvort ég sé að fara í hringi en það var nú samt meining í þessu öllu saman.
Átti skemmtilegt spjall við LA í morgun og er með gleði í hjartanu....lítið nýtt að frétta annars...
Ást út í loftið og knús í restina


[8:55 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 27, 2005

Testið lokatölur

Diljá 100
Konan mín 100
Marsil 100
Kreizígörl 100
Pálí 100
Puff 100
Dagný Ásta 90
huhu 90 (mar ætti nú að setja nafnið þegar maður stendur sig sona vel)
Jódís 90
X-sponsa 90
Nana 90
Jói 90 (jói hver?)
Eva 90
Una 90 (p.s.hún ætti að vera með hundrað þar sem Jerry villti fyrir í bíóspurningunni)
Picathu 80 (er þetta teiknimyndakarakter?)
Hanna Kristín 80
María 80 (mig vantar mynd af þér María...veit hver þú ert en vantar mynd)
Rós 80
Bla 80 (þessi myndast frekar illa)
Skrimslan 70
blah 70 (á enga góða mynd af þessum/ari)
Alma 70
Erna 60
Erna Rán 60
Pálí 60
Hjalti bro 50
Ása 50
Ísak 50
Már 40 (veit ekki hvaða Már þetta er)
Ingvi 30


[3:17 e.h.] [ ]

***

 

Þakkir dagsins

Fær Dagný Ásta mín fyrir að laga bloggið mitt svo hægt sé að horfa á það ..og jú auðvita lesa það líka :) þúsund miljón þakkir fyrir kæra vinkona.


[2:53 e.h.] [ ]

***

 

Er að búa til diska....

Hvað er uppáhaldslagið þitt...já eða uppáhaldslögin þín ?


[1:48 e.h.] [ ]

***

 

Svona er maður geðveikur stundum

Það er eitt sem ég fór að hugsa um í gær, ég finn alltaf hjá mér svo sterka þörf fyrir að borga allt daginn sem það kemur í hús...eða jafnvel fyrr, svona eins og með reikningana, þá vil ég helst borga um leið og þeir lenda í heimabankanum mínum jafnvel þó viðkomandi reikningur sé ekki komin á eindaga eða jafnvel ekki einu sinni gjalddaga. Einhver sagði mér einhvertímann að maður ætti aldrei að borga neitt fyrir gjalddaga en ég sé ekki alveg sensið í því...ég sé það frekar þannig að ef maður borgar fyrir gjalddaga þá lendir maður allavega aldrei í því að borga neitt of seint og borga þarafleiðandi vexti go vaxtavexti og svo framvegis. Veit ekki alveg hvað ég er að reyna að fara með þessu en veit að eins og reikningarnir verða helst að borgast strax þá fer hrikalega í taugarnar á mér að ég gerði eitthvað við heimasíðuna mína sem gerir það að verkum að textinn hér sem ég pikka kemur ekki svo fallega fram eins og hann gerði og ekki heldur færslurnar yfirhöfuð á þessari síðu núna, lítið sem ég get samt gert því ég er ekki orðin svo klár í þessu, en kanski ég finni þolinmæðina í sjálfri mér og nái að róa mig samt yfir þessu.
Hver veit...


[12:34 e.h.] [ ]

***

 

Hæbbs

Þá er maður komin á þetta líka fína pensilín sem rennur ljúft í gegnum æðar mér (kaldhæðni þar sem þetta fer frekar illa í mig) en já..komin ný vinnuvika og þessi verður stutt en þó samt löng. Er í fríi á fimmtudag og föstudag frá skrifstofunni en verð þó samt að vinna alla dagana nema föstudag upp í Egilshöll ásamt minni heittelskuðu og yndislegu konu :)
Á fimmtudaginn sjálfan er svo Duran Duran að spila í höllinni og verðum við lebbur bæjarins þar í helstu sölustöðum hallarinnar og gaman að því.
Minns er komin með nýja heilann heim til sín og minnið á heimilinu er gífurlegt, þessi elska geymir heila seríu af L-word eins og ekkert sé og sýnir okkur hana á kvöldin þegar við nennum ekki að hreyfa okkur í veikindum mínum.
Já við erum senst búnar að kaupa okkur glænýja tölvu og mælum eindregið með þessari búð hér ef einhverjum langar í nýja tölvu.
Nú er bara að halda ró sinni, gleypa réttu pillurnar og þá verður þessi vika liðin áður en ég veit af.
Það held ég allavega að sé eina leiðin að takast á við svona smá geðveiki, best kanski að hugsa þetta bara sem æfingu á því sem koma skal í Skeifunni góðu :)


[10:03 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 23, 2005

Hor...hóst og hnerr

Hvernig er það að ganga um með hor..hóstandi og hnerrandi og það er komið mitt sumar...meira að segja á íslandi þykir mér þetta óðlilegt og í það minnsta óskemmtilegt.
Það að hafa stíflað nef getur farið mjög svo í skapið mitt er ég búin að komast að. Svo þegar klukkan fer að ganga á kvöldið þá fæ ég líka hita og ligg í móki eins og vitleysingur. Já það er ekki gaman að vera ég í dag og myndi ég þiggja alla þá vorkun sem ég mögulega get fengið :)
knús annars til hinna sem ekki ganga um með horið.


[2:01 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júní 22, 2005

Ofnæmi ...OF næmi ...það er ég

Fyndið. Það er enn verið að hringja í Guðrúnu vinkonu í símann minn samt er orðið annsi langt síðan hún skipti yfir úr mínu númeri og í sitt eigið. En bara gaman að því...greinilegt að fólki líkar vel við hana Puff mína því allir sem hringja í mitt númer að leita að henni eru geðveikt spenntir að heyra í henni.
Er að kafna úr hori...einhver sagði um dagin að sumir væru bara alltaf aumingjar með hor og attli ég sé ekki einn af þeim bara..þar sem ofnæmislæknar Íslands eru uppteknir næstu mánuði og ekki sjéns að fá tíma fyrr en seint í ágúst bara.
Arg garg....best að panta tíma samt ..því ef ég býð þá líklegast lendi ég á að fá tíma um jólin.
Best að bjalla á liðið.


[3:28 e.h.] [ ]

***

 

Hlakka til

Er búin að fá sennt í pósti einhvurn pakka sem ég reyndar er ekki viss um hvað inniheldur, þarf að leysa hann út úr tollinum og það er víst ekki erfitt þar sem ég vinn við að leysa hluti úr tollinum.
Er frekar mikið spennt verð ég að segja sko...
Annars lítið að frétta...er að fara á áskorunarfund í kvöld, með nettan kvíða í maganum en aftur á móti hlakka ég líka soldið til ef ég á að segja alveg eins og er.
Kanski verð ég mega-hitt ..hihihih..það má ekki stefna á það samt þar sem tilgangurinn er víst ekki að slá í gegn.
Við fallega konan mín eigum svo ammli í dag og ég hlakka mest til að koma heim í faðminn hennar eftir fund og njóta þess að halda utan um hana.
Það er nóg að hlakka til framundan....tónleikar í næstu viku sem við konan erum að fara að vinna á...og það þýðir aukapeningur og vinna með Diljá sætu..svo auðvita mánaðarmót og sona..
já það er gaman að þessu öllu saman.


[11:41 f.h.] [ ]

***

 

Ammli

Í dag er góður dagur...í dag er miðvikudagur...góður miðvikudagur. Ég kynntist fallegu konunni minni fyrir ellefu mánuðum síðan immit í dag :)
TIl hamingju með daginn fallega fallega Liljan mín og til hamingju með daginn ég sjálf :)
Ég elska þig Lilja Torfadóttir !!!


[8:10 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 21, 2005

lælælælæ

Nei sko..skemmtilegt lag í útvarpinu..."það er algjör vitleysa ...að reykja...þú brennir peninga....." finnst ég einhvernvegin ekki hafa brennt neinum minni peningum síðan ég hætti að reykja...en hey...kanski eru lungun örlítið minna brunninn og eins gott því það eitt að fara í skvass gerir mig móða eins og hann Fróða.


[3:03 e.h.] [ ]

***

 

Áskorun

Ég fór í skrefin mín í gær eins og eitthvað krútt kaus að kalla sporin á sínum tíma...og mikið sem það var gott. Er samt ekkert að springa úr tilhlökkun yfir smá áskorun sem ég fékk þegar þessu spori var lokið en hey...það er ekkert gaman af lífinu ef maður tekur engar áhættur þar sem ég tel þessa áskorun vera nett áhætta..hvað er það versta sem gæti gerst ? jú ég gæti klúðrar þessu algjörlega..en hey...þá má ég alltaf prufa aftur. Hver hefur ekki gaman af góðu klúðri af og til.
Svo ótrúlega leiðinlegt að fylgjast með einhverjum sem er bara fullkomin...því þá er ekkert til að vinna að.
Ég hef allavega hingað til ekki þekkt neinn sem er fullkomin og mikið sem mér þykir vænt um það....allir sem ég þekki eru ófullkomnir en hinsvegar er hver og einn svo fallega fullkomin á sinn máta ...það er að segja á sína fullkomlegu hlið sem einungis hann eða hún á ....fólk er fallegt og svo gaman að kynnast því.
Kynntist svona lítillega stelpu í gær þegar ég spilaði við hana skvass..við höfum alveg hisst áður og eigum sameiginlegar vinkonur en þetta var meira svona one on one. Sjaldan sem mér hefur líkað vel við einhvern á meðan viðkomandi rústar mér í keppnisíþrótt. En hey...einn góðan veðurdag....mun ég kanski bara jafnvel ná að rústa henni...stefnan er allavega tekin þangað :) Gulla mín ...bíddu bara :)
já það er svo gaman að kynnast góðu fólki ....svo mikið til af því í heiminum.


[10:07 f.h.] [ ]

***

 

Aaaaaaaaaaaaaaaaaa

Múttan mín sagði vimmig í gær að þrátt fyrir að ég væri kanski ekki feit þá mætti ég alveg passa mig soldið þar sem ég væri farin að fitna soldið. Svo leit ég á mynd af okkur tengdó saman sem tekin var í afmælinu hennar Lil ekki alls fyrir löngu og þá sá ég þetta sjálf...með berum augum. Minns er farin að fitna töluvert og nú er bara að taka á því.
Það verður hægt að finna mig á næstu dögum og gott ef ekki mánuðum í sporthúsinu ....
knús á línuna.
Dí...takk fyrir hrósið
Helga...Stjána bláa hér :)


[10:05 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 20, 2005

Monday bloody monday

Halló.
Nýjasta snilldin í dag er á alls efa skvass ...eða það er að segja nýjasta snilldin í mínu lífi allavega hvað varðar hobby. Tengdó sæta vann nefnilega á kvennakvöldinu fræga kort í baðhúsinu ásamt tíu tímum í skvass og gaf okkur Lilju þennan líka stórglæsilega vinning. Nú kortið er auðvita í SPORTHÚSINU sem er auðvita bara snilld því konan tekur kortið og ég fæ skvass tímana og hef mikið mikið gaman af.
Verst finnst mér þó að ég er búin að kaupa mér kort í annari rækt og núna langar mig bara að vera í sporthúsinu, allar kynvilltu konur landsins og annað gott fólk er nefnilega þar og ekki vit í öðru. Einkaþjálfarinn minn er að gera mig geðveika með fjarveru sinni og ég sem hélt að fólk gerði mann frekar geðveika með nærveru sinni en hitt. Þannig er nefnileg að hún mætir eiginlega bara á mánudögum en ekki hinum dögunum sem ég á að vera dugleg og mæta til hennar. Sem gerir það að verkum að ég æfi bara hendurnar á mér og ekkert annað, mánudagar eru hendur ...svo æfi ég skvass reglulega (reglulega þýðir að ég er búin að fara sko tvo daga í röð) og það er ágætis æfing fyrir hendurnar líka. Þannig að ég er ekki að sjá fram á að ég muni sýna neitt hold nema kanski hendurnar á mér á gay pride.
Ekki það að planið hafi verið eitthvað annað en jæja...

Frétti að Maggý og Gulla væru alveg að massa skvassið en hef hugsað mér að tjilla bara í þessu með henni Puff minni þar til við náum reglunum og svona áður en ég hætti mér nálægt Maggý og co ...hef heyrt að þær séu mjög skæðar og gott ef spaðarnir enda ekki bara í sundur af krafti hjá sumum :) hihi

Annars lítið nýtt að frétta..komin með nýjan link hér til hliðar á hana Kötu krútt...


[8:54 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 16, 2005

Seldur

Frá því að ég var lítil stelpa með rautt sítt hár hefur Gunnar Dungal alltaf verið eigandi Pennans...frá því langt áður en ég fæddist hefur Gunnar Dungal átt Pennann....Öll þau ár sem mamma mín fór með mig á skrifstofuna þegar ég var í fríi frá skólanum eða bara að koma með henni í vinnuna um helgar þá hefur Gunnar "bangsi" Dungal alltaf verið hér.
Nú vinn ég á skrifstofu Pennans og það hefur ekki liðið sá dagur sem ég mæti til vinnu rétt fyrir átta að jeppinn hans Gunnar standi ekki á sínum stað hér beint fyrir utan fína skrifstofuhúsnæði Pennanns.
Nú eru hlutirnir að breytast.....Nýir eigendur taka við Pennanum í dag...
Þegar ég mæti til vinnu á morgun ásamt hinum starfsmönnum Pennans mun ekki standa hér neinn jeppi...allavega ekki jeppinn hans Gunnars.
Þegar ég er að labba fram til að fá mér eitthvað að drekka mun ég ekki rekast á Gunnar og bjóða góðan daginn.
Þetta er síðasti dagur Gunnars í dag sem eigandi Pennans og síðasti vinnudagur hans hér og við óskum honum öll að sjálfsögðu velfarnaðar og hamingju í framtíðinni og kveðjum hann með söknuði.
Gunnar er góður maður og ég er stolt að teljast ein af starfsmönnum hans.
En nú eru nýir tímar og ber að taka því með bros á vör að sjálfsögðu og líta bjart framávið...
Nýji rekstrarstjórinn eða forstjórinn hélt ræðu eftir að Gunnar kvaddi starfsfólk sitt í morgun og mér persónulega líst vel á þennan mann. Hann kemur vel fyrir ...er öruggur og ber greinilega hag Pennans fyrir brjósti.
Nú er bara að halda áfram á sömu braut og sjá björtu hliðarnar á breytingunum.
Já það er stór dagur í dag....og svo kemur gott helgarfrí.


[9:07 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júní 15, 2005

Bloggleiði

Einn vinnudagur eftir fyrir utan þennan sem er rétt að byrja og þá er komin helgi...
Brúðkaup hjá Bryndísi og Torfa sem haldið verður rétt fyrir utan bæinn svo það verður bara fínt að komast út fyrir bæjarmörkin í góðum félagsskap.
Er að bíða spennt eftir myndum úr afmælinu hennar Steinunnar skvísu ....*hint**hint*
Fór til tannsa í gær og hann var mjög ljúfur við mig, vorum ekkert að massa neinar viðgerðir, bara ein lítil og nett , svo langar mig að koma skilaboðum til Maggý minnar og sjá hvort hún er ekki til í að gera tennurnar á mér fallegri ...hún veit hvað ég meina :) þar sem mitt er orðið of vítt á mig vantar mig soldið nýtt sko :)
En já ..lítið að frétta....sumir fá skólaleiða og nenna ekki að læra ...ég held ég þjáist af saklausum bloggleiða og þarafleiðandi er ég ekki duglegust að pikka.
Sjáum hvað setur.


[9:11 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 14, 2005

2 sett familíur

Það er gott að eiga góða að...það að eiga góða og trausta fjölskyldu er lukka mikill og ég tala nú ekki um þegar maður á í raun tvær góðar og traustar fjölskyldur, já maður á að vera þakklátur fyrir það sem maður á í lífinu og ég er þakklát því ég á tvær yndislegar fjölskyldur...mína og svo auðvita tengdafjölskylduna.
Fyrir það sendi ég knús til englanna minna á hverjum degi.
Það er sól í sinni og sól í hjarta og ég fór á fund í gær, planið í dag er að vera æðrulaus og reyna að láta ekkert stjórna skapi mínu nema kanski líðan mín sjálfrar.
Lilja....Hanna siss...Tengdó....Urðz.....Takk fyrir kommentin, þið eruð yndislegar allar og ég elska ykkur út af lífinu :)
ást og hamingja


[8:15 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 13, 2005

Vinnudegi að ljúka...farin að hlakka til kvöldsins...


[3:37 e.h.] [ ]

***

 

OMG

Ég er með símarödd....hjááálp...heyrði hana algerlega óvart þegar ég var að lesa inn á símsvara rétt í þessu. Mjög smeðjuleg rödd sú.


[3:04 e.h.] [ ]

***

 

Skrýtið

Konan mín er svekkt að ég verði ekki heima fyrr en seinnipartinn í kvöld þar sem mikið er að gera hjá mér í dag....í staðinn fyrir að finnast það bara fallegt að konan mín vilji hafa mig helst hjá sér allan daginn þá sýni ég bara pirring. Það er ekki sanngjarnt Kolla og viðurkennist það hér með að ég hefði líklegast brugðist svipað við hefði ég verið í hennar stöðu þó ég hafi sagt annað og algjörlega náð að sannfæra mig sjálfa í leiðinni bara síðast í gærkvöldi.
Ástin mín ég elska þig og framundan er fullt af tíma með bara okkur tveimur og ég lofa að nýta hann vel...þú ert fegurðin í lífi mínu og ég vil aldrei missa þig.
Þín alltaf Kolls


[2:58 e.h.] [ ]

***

 

Kjánafólk

Alveg finnst mér stórmerkilegt og ekki ögn minna en það að fólk skuli í vanlíðan SINNI endilega þurfa að reyna að skemma fyrir öðrum ...jafnvel sínum nánustu ef því er að skipta, stórmerkilegt að fólk geti ekki bara leitað sér hjálpar eða reynt að líta í eigin barm og hætta að benda á alla aðra þegar viðkomandi er rót vandamálsins.
Mig dreymdi um daginn að ég hjólaði á ákveðin stað þar sem ákveðin aðili vinnur og labbaði inn á vinnustaðinn hans og sagði mjög vinsamlega en þó ákveðið "ef þú hefur eitthvað við mig eða um mig að segja sem ekki er gott ertu þá til í að vera maður að segja það í andlitið á mér en ekki vera að dreifa því út fyrir þá sem vilja heyra og þá í fjölskylduna sem við eigum sameiginlega?"
man ekki í draumnum hvort viðkomandi aðili svaraði mér en rosalega leið mér vel á eftir..
Væri alveg til í að rölta þangað eftir vinnu og gera drauminn að veruleika...en attli það myndi nokkru bjarga....allavega ekki þessum aðila...það er alveg á hreinu.
Svo er reyndar einn karlpeningurinn sem býr út í bæ og er sossum engin peningur því í mínum augum er hann mínus og ekki krónu meir en það...hann á alveg skilið eitt gott símtal frá Kollu siss um að láta kjurrt liggja og hafa vit á því að halda sig bara á mottunni...já hananú..kolla er reið ...attla ekki að nefna nein nöfn en eflaust lesa margir milli línanna.
Já það býr margt í mörgu...merkilegt.


[11:30 f.h.] [ ]

***

 

Vikan framundan

Komin ný vika og margt skemmtileg framundan...
Vika í þjálfun hjá massanum auðvita...
Brúðkaup hjá Bryndísi vinkonu á föstudaginn...
Ein létt vakt á Ölstofunni með Unu minni...
Frídagur frá vinnu á föstudaginn...
Tími hjá tannsa (það verður að vera undantekning á reglunni)
Inga María í mat hjá okkur kellingunum á Eiðismýrinni...
Já og svo margt margt fleira sem á eftir að koma í ljós :)


[9:30 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, júní 11, 2005

Kolla ökuníðingur

Ég er komin með hugmynd að nýrri auglýsingu í herferðina hjá Umferðastofu um fyrirmynd í umferðinni.
Hún er nokkurnvegin svona;

Kolla keyrir frá heimili sínu í sólskinsskapi ásamt konu sinni henni Lilju og stjúpsyni sínum honum Alexi Una, þau eru rétt komin frá húsi sínu og eru að keyra sem leið liggur út götuna...Kolla lítur ekki almennilega til hliðar við eina litlu hliðargötuna og sér þarafleiðandi ekki ökumann sem bíður færis að komast yfir götuna. Nú þar sem hægri reglan gildir í þessum götum sem annari þá auðvita hefði Kolla átt að hleypa manninum framhjá sér en gerði það ekki.
Maðurinn tekur aldeilis til sinna ráða og skulum við kalla hann Jeppa og konuna hans bara Jóna..
Jeppi tekur upp á því að gerast lögregluþjónn og þegar Kolla keyrir framhjá notar hann fínu flautuna á stóra jeppanum sínum og heldur henni inni til að sjá hversu lengi hún flautar ef maður sleppir henni ekki. Flautið heldur áfram og Jeppi keyrir á eftir Kollu og Co....Kolla er steinhissa á látunum og sér að Jeppi er ekkert að grínast með þetta....hann keyrir meðfram bílnum hennar Kollu þangað til hún stöðvar farartækið.
Kolla í sakleysi sínu miður sín yfir að hafa svínað á hann algjörlega óvart skrúfar niður sína rúðu til að biðjast afsökunar en þá taka hjónin Jeppi og Jóna upp á því að öskra hvert ofaní annað á Kollu og Lilju....Hverskonar dónaskapur þetta sé...og að þær hefðu getað keyrt niður barn á hraðanum sem þær voru á (40km) og hvað þetta eigi að þýða, en Kolla og Lilja heyra minnst af öskrinu því þau eru annsi dugleg að öskra oní hvert annað. Börnin þeirra Jeppa og Jónu...3 talsins sitja í aftursætinu skíthrædd og óska þess heitast að pabbi og mamma hætti að skamma góðu konurnar í bílnum.
Eina sem Kolla getur komið út úr sér enda frekar hissa yfir látunum er bara "já ég skil hvað þú ert að fara og finnst þetta leiðinlegt en það er nú samt óþarfi að æsa sig" skrúfar svo niður rúðuna sína því hún vill alls ekki heyra meira.
Þá keyri Jeppi framhjá með konu og börnum á 70 km hraða......

Hvað segir þetta okkur um þennan blessaða mann sem býr í götunni MINNI ???
Veit ekki hvort ég þori út ..líður soldið eins og ungling sem gerði eitthvað rosalegt af sér og vill helst ekki láta sjá sig á götum úti..en hina stundina langar mig að labba til mannsins með litla stjúpson minn og láta hann útskýra fyrir honum af hverju hann öskraði svona á Kollu.

Já vonandi allavega náði hann að losa sig við sína reiði og lætur hana þá kanski ekki bitna á konu og börnum.
Megi guð vera með manninum og öllum hans brestum.
Er bara fegnust að ég hélt ró minni fyrir framan barnið mitt, þessar auglýsingar segja sitt....hvernig væri að passa sig þegar börnin manns eru nálægt.
úff


[8:44 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júní 10, 2005

Er engillinn þinn með vængi???

Ég fékk í pósti um daginn gíróseðill frá Blindrafélaginu sem hljóðaði upp á litlar 1200 krónur til styrktar þeim. Ég hafði lítið fyrir því að fara inn á heimabankann minn og borga þessar litlu 1200 krónur og í leiðinni fékk litli engillinn á öxlinni minni byr undir báða vængi þar sem þetta telst til góðverka í mínu hjarta.
Nú er komin 10 júní og í dag er dregið úr borguðum gíróseðlum í happdrætti blindrafélagsins og ég ..spennta konan sem ég er langaði svo að vita hvort ég hefði unnið eitthvað svo ég fór inn á heimasíðuna þeirra og hélt ég fyndi vinningshafana þar. En nei...ekki búið að draga svo ég hringdi í blindrafélagið með nett samviskubit yfir að trufla þau í vinnunni sinni bara af því að ég vildi vita hvenær dregið yrði. Nú konan ekki bara sagði mér að það yrði dregið seinna í dag og vinningarnir birtir á netinu eftir helgi..heldur sagði hún í leiðinni með fallegu vinalegu röddinni sinni "já og takk fyrir stuðninginn" . Mín brosti sko sínu breiðasta sitjandi í vinnustólnum sínum og ánægð með að hafa fengið þakkir fyrir að styðja gott málefni.
Það er gott að styðja góð málefni ..gefur englunum okkar vængi....


[2:16 e.h.] [ ]

***

 

Ég uppgötvaði stórhættulegan vef mjög nýlega......úff.....konan á eitthvað eftir að hafa um það að segja.


[12:31 e.h.] [ ]

***

 

Snilldin ein

B.I.T.C.H = Being In Total Control Honey !!!!!
(Fann þetta hér)


[11:28 f.h.] [ ]

***

 

Skór vs. Pússl

Konur (eða allavega mjög margar sem ég þekki) vita fátt betra en að skoða skó...versla skó...skoða föt ....versla föt....skoða sólarlandabæklinga...fara í sólarlandaferðir.
Ég hinsvegar tengi mig ekki nema jú auðvita finnst mér gaman að fara til útlanda....
Ég aftur á móti skoða pússl-bæklinga og myndir af pússlum en þau þurfa að sjálfsögðu að innihalda meira en 1000 pússl. Svo finnst mér ótrúlega gaman að skoða dvd og spólur líka, gæti týnt mér á dvd markaði á meðan konan fengi að finna sig á skóamarkaði. Já svo eru bækur auðvita í miklu miklu uppáhaldi. Hef hingað til haldið mér eins langt frá perlunni og ég get þegar þar eru haldnir árlegir markaðir því þeir innihalda yfirleitt allavega bækur og dvd myndir...jú svo auðvita geisladiska ..ekki má gleyma því að ég safna góðri tónlist líka :)
já mannfólkið er eins ólíkt og það er margt...og þetta er auðvita eins og annað frekar merkilegt allt saman.


[11:22 f.h.] [ ]

***

 

Útkoma úr testinu mikla....

100% (allt rétt)
Diljá
Konan mín
Marsil
Kreizigörl
Pálí
Puff

90%
Dagný
huhu (ekki hugmynd um hver þetta er)
Jódís
x-sponsa
Nana
Jói
Eva

80%
picathu
Hanna siss
María

70%
Skrímslan
blah
Alma

60%
Erna
Erna Rán
Pálí ??? ( tóku sumir prófið tvisvar ?)

50%
Hjalti bro
Ása
Ísak

40%
Már

30%
Ingvi


[10:30 f.h.] [ ]

***

 

Líst betur á þetta heldur en hitt....

Fann þetta hjá Hönnu siss og finnst þetta lýsa mér betur heldur en það sem ég setti hér neðar sem ég fann inn á mbl.is .....hvað finnst þér ?

Steingeit (21. desember - 20. janúar)
Skipuleggjandi sem þrífst á ábyrgð Steingeitin er jarðbundin, raunsæ, hagsýn og skipulögð. Hún vill ná áþreifanlegum árangri og hafa röð og reglu á lífi sínu. Hún hefur sterka ábyrgðarkennd, er dugleg og vandvirk og að öllu jöfnu áreiðanleg. Steingeitin hefur tilhneigingu til að taka á sig ábyrgð vegna vinnu sinnar eða fjölskyldu og virðist oft telja að illa fari ef hún slaki á klónni. Hún er alvörugefin og frekar varkár og á til að vera stíf, en notar iðulega 'húmor' til að létta lundina. Steingeitin er íhaldssöm, vill öryggi og varanleika og er lítið fyrir að breyta til breytinganna vegna. Hún leggur töluvert uppúr hefðum og heimili og fjölskyldan skipta hana miklu. Hún er metnaðargjörn og stjórnsöm, þó hún neiti því iðulega sjálf, og hefur hæfileika til að taka frumkvæði á skipulags- og verkstjórnarsviðum margs konar. Í eðli hennar er ríkt að byggja upp og leggja ekki nýjan stein fyrr en sá næsti á undan er vandlega festur.


[9:49 f.h.] [ ]

***

 

Liljan mín fríð

Konan hélt upp á afmælið sitt í gær og fannst það langt frá því að vera leiðinlegt, fallega Liljan mín var nefnilega búin að kvíða nett þessum degi en þar sem ég er svo mikið afmælisbarn krafðist ég þess að hún héldi upp á daginn með lítilli veislu og hún lét undan á endanum. Og viti menn...jú henni fannst bara gaman og var glöð og sátt að degi liðnum þegar hún lagðist í sófann góða....
Mútta mín , Pabbi og Hjalti bro mættu fyrst í síðdegiskaffið enda tímanlegt fólk með meiru...svo komu systkyni hennar Lilju með börnin og að lokum foreldrar Lilju....fólkið fékk sér af kræsingunum sem konan mín var svo dugleg að hafa fyrir yfir daginn og allir mjög glaðir, svo fékk fallegust auðvita mikið af fallegum gjöfum og brosti sínu breiðasta allt kvöldið.
Undir lok veislunnar mættu Erla sæta og Pálmi sæti með stelpurnar sínar og sátu hjá okkur á spjallinu þegar gestirnir hinir voru farnir.
Kvöldið endaði á vidjóglápi þar sem ég komst í feitt í vikunni á rölti mínu í vidjóleiguna okkar góðu...og kallinn er að fara að selja pleisið...og er með rýmingasölu á spólum og dvd....náði að versla mér nokkrar góðar dvd og við horfðum á hálfa mynd í gær...vorum svo alveg að leka út af eftir góðan dag...og lögðumst í bólið :)
já rótt mega sáttir sofa....


[8:29 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 09, 2005

Bubbi kallinn

Þó ég sé nú þekkt fyrir margt annað en að vera Bubba aðdáandi eins og nokkrar ónefndar vinkonur mínar stæra sig mikið af þá verður kallinn að fá að eiga það að hann er snillingur í textaskrifum....var að glugga um daginn í gegnum textana hans á þessari síðu og fann þar svo marga skemmtilega texta og suma sorglega en allt svo vel skrifað.....sýnishorn hér að neðan.

Sonur minn er enginn hommi,
hann er fullkominn eins og ég.
Þó hann máli sig um helgar.
Þú veist hvernig tískan er.
....................................................

Draumarnir langir runnu í eitt,
dofin þau fylgdu með,
sprautan varð lífið,
með henni gátu breytt
því sem átti eftir að ske.
....................................................

Þú býður mér blíðlega góðan dag og drekkur þitt kínverska te,
dimmblá fegurð augna þinna er það eina sem ég sé.
Það er ljúft að horfa á þig og finna friðinn sem leggur frá þér,
þú ert falleg svona nývöknuð, þú ert allt sem ég óska mér.
...........................................................................................................

Sé þig í draumi að vakna finnst mér vont
það bíður mín ekkert nema halda þessum front
þín stjórnsemi var alltaf falleg hvort sem var
ég er hérna en finnst ég ætti að vera þar
ég er lítill strákur og finn ekki leiðina heim
ég horfi á selina og finnst ég vera einn af þeim
lífið er lífið og allir þurfa að stundum að þjást
hún sló mig niður þessi grimma mjúka ást
.................................................................................

Megi gleðin ganga þér við hlið og gleðja hjarta þitt
megi skuggi aldrei falla á þig
fallega yndið mitt
þó ég sé farinn þú verður alltaf ljósgeislinn minn
megi hver einasti dagur í lífi þínu
verða happadagurinn þinn
.............................................................................


[1:15 e.h.] [ ]

***

 

Kommentapæling

Ég hef sterkan grun um að teljarinn minn sé örlítið bilaður....veit ekki hvað segir mér það, en mér finnst bara eitthvað nett óeðlilegt við það að það séu sirka 150-200 sem skoða síðuna yfir daginn en samt kemur að meðaltali bara sirka eitt komment á dag...???
Skiliggi


[12:34 e.h.] [ ]

***

 

Til hamingju ástin mín

Hún á ammæli í dag
Hún á ammæli í dag
Hún á aaaamæli hún Liljan mín
Hún á aaaaaaaaaaaaaamæli í daaaaaaaaaaaaaaag !!!


[8:55 f.h.] [ ]

***

 

Er þetta ég ????

STEINGEIT
Steingeitin rennur oftast saman við fjöldann, því hún er bæði hógvær í klæðaburði og framkomu. Steingeitur skeyta lítið um tískufyrirbæri og klæðast oft íhaldssömum, dökkum fötum úr vönduðu efni, jafnvel þegar þær fara í samkvæmisskrúðann. Þær eru iðjusamar og þægilegar í viðmóti, vinna skipulega að langtíma markmiðum og stefna að því að öðlast viðurkenningu og virðingu fyrir erfiði sitt. Steingeitin er þolinmóð og yfirleitt metnaðargjörn, einræn og seintekin, en trygg vinum sínum og fjölskyldu og mjög áreiðanleg í öllum samskiptum. Veraldleg gæði, vegtyllur og vald skipta Steingeitina miklu máli og hún er íhaldssöm á umhverfi sitt og á bágt með að sætta sig við breytingar. Steingeitinni lætur best að vinna þar sem hún getur hækkað í stöðu, en ef hún starfar innan stjórnmálaflokks, hentar henni betur að aðrir standi í sviðsljósinu á meðan hún hefur sjálf töglin og hagldirnar á bakvið tjöldin. Í íþróttum heillast hún yfirleitt af greinum, þar sem hún þarf að sigrast á erfiðleikum, t.d. fjallgöngum eða skíðagöngum. Steingeitinni hættir til að halda óþarflega mikið aftur af tilfinningum sínum og sjálfsagi hennar og sjálfsafneitun gengur oft út í öfgar. Hún ætti að reyna að vera næmari á þarfir annarra og tilfinningar og losa sig við stífni og óþarfa hlédrægni, en það stafar oft af erfiðri æsku.

EINKENNI
Lykilorð: Metnaður
Pláneta: Satúrnus
Höfuðskeppna: Jörð
Litur: Svartur, dökkgrár
Málmur: Blý
Steinar: Svartur ónyx, obsídían
Líkamshluti: Hné, liðamót, húð, bein
Frægar steingeitur: Davíð Oddsson, Nicolas Cage, Ólafur Skúlason, Nixon, Henri Matisse, Janis Joplin, Mao, Bjarni Felixson
, Anthony Hopkins og Denzel Washington.


[8:33 f.h.] [ ]

***

 

Til hamingju ástin mín

Hún á ammæli í dag
Hún á ammæli í dag
Hún á aaaamæli hún Liljan mín
Hún á aaaaaaaaaaaaaamæli í daaaaaaaaaaaaaaag !!!


[8:08 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júní 08, 2005

Mér finnst margt svo merkilegt

Merkilegt hvað tónn í fólki getur sagt mun mun meira en nokkurtímann orðin sjálf...
Merkilegt hvað það fer eftir skapinu í manni hvað maður fílar hverju sinni...
Merkilegt hvað tíminn er hrikalega misjafnlega lengi að líða...
Merkilegt hvað sumir fitna ekkert þó þeir borði nammi og óhollt í öll mál...
Merkilegt hvað sumir fitna við það eitt að horfa á óhollan mat...
Merkilegt hvað maður borgar mikið á mánuði í vexti verðbætur miðað við laun...
Merkilegt hvað börnin sjá allt svo mikið fallegra en fullorðnar fólkið...
Merkilegt hvað litlir hlutir geta orðið stórir á slæmum degi...
Merkilegt hvað stórir hlutir geta orðið litlir á góðum degi...
Merkilegt nokk.


[3:52 e.h.] [ ]

***

 

Lítið sætt ljóð

Lífið er lífið
gaman er gaman
þegar gullfiskar deyja
slær þögn á allt saman

-höf óþekktur-


[1:22 e.h.] [ ]

***

 

Ljósin

Ef ég myndi bara sjá um að breyta mér...eins og programmið segir til um og ef hver og ein manneskja myndi bara breyta sér...myndi þá ekki mannkynið breytast...varð hugsað til þessa þegar ég las bloggið hennar Hönnu siss rétt áðan.
Já maður pælir á meðan mar lifir...erþaggi..
Var svo líka að skoða nýjar myndir hjá Önnu Þrúði sætu...gaman að því..
Börnin skjóta ljósum inn í okkar líf...þeim mun meiri ljós ..þeim mun betur sér maður lífið :)


[11:35 f.h.] [ ]

***

 

Merkilegt

Merkilegt hvað maður sér alltaf betri tíma framundan...
Merkilegt hvað maður sér alltaf peninga framundan...
Merkilegt hvað núið skiptir mann alltaf minnstu máli...
Merkilegt að núið var einu sinni það sem framundan var...
Merkilegt hvernig mannsheilinn minn virkar...
Merkilegt að lífið gangi sinn vanagang þrátt fyrir mínar pælingar...
Merkilegt nokk.


[9:27 f.h.] [ ]

***

 

Bladibla

Já og jæja,vikan hálfnuð held ég bara og konan mín á afmæli á morgun, fallegust er mikið búin að suða um að fá afmælisgjöfina sína eftir miðnætti í kvöld en það virkar bara því miður ekki þannig, maður verður víst að bíða fram til morguns held ég bara :)
Skutlaði dóti í geymsluna á Keilugrandanum í gær og náði að knúsa hann Fabio minn í leiðinni...soldið skrýtið að koma á Keilugrandann þegar maður býr ekki þar lengur,fékk svona furðulega tilfinningu...held mér hafi fundist ég alveg hrikalega fullorðin að eiga íbúð út í bæ en vera bara að leigja hana út.
En pælingin er nú samt sem áður að jafnvel selja hana fyrir áramótin og leggja peningana til hliðar í söfnunarsjóð fyrir sparnað Kollu...sjáum hvað setur.
Líður bara vel í dag...hef lítið að segja og enga hugmynd um hvað ég er að fara að blogga um..svo ég ætti kanski bara að láta kjurrt liggja í bili...eða hvað ?
Farið að langa soldið að skella mér í skjóðuna....hver veit nema verði af því...í kvöld jafnvel...sjáum hvað setur.


[8:05 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júní 07, 2005

Halló fallega fólk

Sælt veri fólkið mitt og hitt fólkið auðvita líka sem ég get ekki kallað mitt :)
Fínt að frétta hér úr vinnos, ég er úthvíld og ótrúlega hress bara, sofnaði mjög ljúft bókstaflega í föðmum fallegu konunnar minnar fyrir framan sjónvarpið í gær og vaknaði nokkrum sinnum í morgun því ég var eitthvað stressuð að sofa yfir mig.
Dreymdi alskyns skrýtna drauma en sem betur fer engan viðbjóð svo ég er sátt og sæl.
Á morgun attlum við Una mín að skella okkur á línuskautanámskeið og það er ekki laust við að maður sé orðin soldið spenntur.
Farin að hlakka soldið til þegar sumarið er búið, veit að það hljómar skrýtið en eftir sumarið fær maður að sjá soldið uppskeruna og líta yfir og slaka á. Svo mikið að gera þetta sumarið að það verður nett fínt að komast í vetrarfrí held ég bara. Hlakka samt alveg til að takast á við þetta allt saman og gera það í góðra vina hópi.
Já það er margt í mörgu eins og maðurinn sagði.
Tinna litla frænka mín er byrjuð að vinna hérna hjá okkur, veit ég segi litla ennþá þrátt fyrir að stúlkan sé ekkert lítil lengur en well, finnst ég hafa fullan rétt á að kalla hana litlu þar sem hún er og verður alltaf "litla" frænkan mín :)
Merkilegt hvað þessir krakkar eru fljót að stækka, líður eins og langömmu þegar ég tala sona ..en hey..maður eldist víst eins og börnin...


[11:21 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júní 06, 2005

Smá fundur

Það er einhvernvegin svo miklu auðveldara að ráðleggja fólki að gera eitthvað sem maður veit að er langt gáfulegast í stöðunni heldur en að gera það síðan sjálfur ef maður lendir í sömu stöðu, ég tel mig rosalega góða oft í að gefa fólkinu mínu ráð þegar kemur að ýmsum málum en þegar ég skoða það þá held ég að sömu ráð eigi alltof oft við mig og ég notfæri mér þau ekki eða segi þetta við mig sjálfa. Svona er maður góður við aðra en ekki jafn umhyggjusamur við sig sjálfan þó maður ætti auðvita að vera það þar sem ég er víst eina manneskjan sem ég lifi með það sem eftir er af ævinni,annað fólk er jú samferða...jafnvel mestan part leiðarinnar...en ég ein fæðist með mér og dey með mér...svo eins gott að fara að reyna að vera sér betri.
Dagurinn er komin í gang og ýmislegt að gerast..hjarta mitt liggur hjá Liljunni minni núna...ástin mín ég stend með þér ..mundu það :)
Þurfti að stoppa skrifin því það mætti hér kona sem vildi funda með mér...svo ég þurfti að fara aðeins í smá pásu og ræða málin..það er búið núna og kom allt saman vel út :)
en nú þarf ég að hífa mig upp og klára það sem klára þarf...
knús


[2:12 e.h.] [ ]

***

 

Helgin nokkurvegin

Komin mánudagur...viti menn...
Helgin var ekkert nema unaðurinn einn. Föstudagurinn heppnaðist eins vel og hægt var að vona og allir skemmtu sér held ég bara hið besta, er búin að setja inn myndir af kvennakvöldinu í myndaalbúmið hér til hliðar og hvet alla til að kíkja á hversu gaman var í kjallaranum þetta kvöld.
Á laugardag var dagurinn tekin snemma og kíkt í bæinn, hitti sponsukrúttið mitt og við fórum yfir ýmislegt saman sem skemmtilegt var að skoða, röltum svo niður á Austurvöll þar sem við áttum hitting við Liljuna mína og Hönnu siss. Við spókuðum okkur í sólinni og rákumst á Unu&Rós ...Barbí&Mumma ásamt litlu Emelíu og fleira fallegu fólki.
Svo var komið við í búð á leiðinni heim og verslaður grillmatur...namminamminamm...vá hvað það var gott að fá ekta íslenskan grillmat...kjöt...kartöflur og að sjálfsögðu piparsósan góða :)
svo vidjó með fullt af tárum enda horft á Finding Neverlend sem er mjög sæt og rúmlega það og kúr og meira kúr....
Vöknuðum svo á nett óeðlilegum tíma svona miðað við okkur eða að verða þrjú á sunnudeginum en áttum það sossum alveg inni svo við vorum ekki mikið að svekkja okkur á því,þann daginn var svo meira kúr og meira grenjusjónvarpsefni um kvöldið, enda erum við þokkalega búnar með tárakvótann í bili. Reyndar á maður alltaf fyrir smá auka ef þess er þörf á en jæja.
Komin mánudagur og aðeins nokkrir dagar í afmælið hjá fallegust svo eins gott að leyna vel öllu sem mér dettur í hug að gefa henni og ekki segja neitt um gjöfina sem er falin heima í Eiðismýrinni..híhíhí
ást út í loftið og góða viku framundan handa ykkur öllum


[10:39 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júní 05, 2005

Leitið og þér munuð....

finna myndir af kvennakvöldinu í myndaalbúminu hér til hliðar. Takk fyrir kvöldið allir sem mættu og styrktu gott málefni. Skemmti mér konunglega og það er ykkur að þakka. Hlakka til að sjá ykkur þar að ári liðni...:)
knús kollsterinn


[10:07 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, júní 04, 2005

Konan sem kyndir ofninn minn

Ég finn það gegnum svefninn
að einhver læðist inn
með eldhúslampann sinn
og veit að það er konan
sem kyndir ofninn minn,
sem út með ösku fer
og eld að spónum ber
og yljar upp hjá mér,
læðist út úr stofunni
og lokar á eftir sér.

Ég veit að hún á sorgir
en segir aldrei neitt
þó sé hún dauðaþreytt,
hendur hennar sótugar
og hárið illa greitt.
Hún fer að engu óð,
er öllum mönnum góð
og vinnur verk sín hljóð.
Sumir skrifa í öskuna
öll sín bestu ljóð.

Ég veit að þessi kona
er vinafá og snauð
af veraldlegum auð,
að launin sem hún fær
eru last og daglegt brauð.
En oftast er það sá
sem allir kvelja og smá
sem mest að mildi á.-
Fáir njóta eldanna
sem fyrstir kveikja þá.

Davíð Stefánsson frá Fagraskógi


[7:11 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júní 03, 2005

Kvennakvöld í KVÖLD

Föstudaginn 3.júní næstkomandi verður haldið stórglæsilegt kvennakvöld
í Þjóðleikhúskjallaranum.

Ylfa Idol og Guðrún snillingur mæta og taka nokkur lög
Safyra mætir og dansar Bollywood og magadans

Dregnir verða út glæsilegir happdrættisvinningar úr seldum miðum á ballið og verða þeir í boði
Iceland spa & fitness...Pennans og Hárhornsins !!!

Páll Óskar spilar svo fyrir dömurnar á dansgólfinu

Miðaverð 1000 kr

Ballið er til styrktar gay girl pride hóp göngunnar í ár !!!!

Sjáumst í kjallaranum

Stolt kveðja
Kolla og Una


[1:34 e.h.] [ ]

***

 

Fallegust

Jæja...föstudagurinn góði runninn upp og Kvennakvöld í kvöld...gaman að því.
En það sem helst er nú í fréttum á þessum ágæta föstudegi er það að Yndislega fallega besta konan mín er komin með blogg og má líta á það hér til hliðar undir nafninu Fallegust já eða bara ýta hér !!! Konan mín yndislega bjó sér senst til blogg í gærkveldi á meðan ég beið mjög spennt með álstrípur í hárinu og sat með þær á gólfinu að pússla 1500 pússla pússlið mitt ...já ég er senst komin með eina strípu hér og þar í hárinu mínu og finnst ég frekar mikill töffari enda aldrei áður fengið strípur.....já úff..djók..var ekki að fara að tala um það...vá hvað maður er sjálfhverfur, var að tala um bloggið hjá Lil minni. Nú getum við sko fylgst með hvor annarri þann tíma sem við erum ekki saman og það á netinu, nútímaparið Kolla og Lilja..gaman að því.
Hún var frekar mikið sæt í gær fyrir framan tölvuna að missa sig af gleði yfir nýja blogginu sínu, soldið eins og unglingur sem er að uppgötva eitthvað alveg nýtt í sínum heimi :)
TIl lukku með bloggið fallegust !!!


[8:18 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júní 02, 2005

Ho ho

Mikið mikið mikið er gaman að fá svona litlar sálir í heimsókn til sín..það er að segja litla kroppa eins og þá Tómas Nökkva og Kristján Fannar....þeir eru báðir æði æði æði og ég er heppnust í heimi því ekki bara eru þeir vinir mínir heldur er hún Erna mamma þeirra ein af mínum bestu vinkonum. Takk fyrir heimsóknina fallega fjölskylda, heppin ég að amman er að vinna hér :)
Nú hefur maður bara myndina af hestinum á skjánum ávallt ef bera skyldi heimsókn að garði.
Lítið nýtt að frétta...farin að hlakka til að taka við næsta starfi og gott ef það vottar ekki fyrir þokkalega tilhlökkun fyrir föstudagskvöldinu þrátt fyrir að kvíðinn taki sinn örlitla toll líka.


[10:51 f.h.] [ ]

***

 

Sumarið er komið...

Fór á leynifund í gær og viti menn...tókst að ná mér í sponsor sem er eitthvað sem ég er búin að vera alltof leeeengi á leiðinni að gera...fyrir fund hitti ég hana Pálí mína og við svona soldið fórum yfir stöðu mála..ég hlakka til sumarsins þó það verði mikið mikið að gera því ég er búin að ákveða í mínu litla hjarta að vera dugleg og það að vera dugleg fyrir mig sjálfa.
Yndislega Díana...ég hlakka til og já ég er sko tilbúin að vera duuuuugleg ....(úff púff hihihi)
Annars er það líka að frétta að ég er nú alveg búin að jafna mig á afbrýðisseminni, fór nefnilega að hugsa þetta og fannst þetta bara vera vitleysa í mér, algjör óþarfi að vera afbrýðissamur þegar fólkið mitt er alltaf fólkið mitt, svo á það fleiri vini og fleiri ættingja og ástfólk hér og þar eins og ég sjálf. Maður er bara þeim mun ríkari fyrir vikið, svo eru líka Gulla og Kata gott og frábært fólk og því ætti ég bara að gleðjast Maggý og Evu fyrir að eignast þær sem vini og hætta þessum barnaskap í mér :) já þarna sagði ég það bara beint út...ég er sko búin að vera abbó af því að Maggý og Eva eru að hanga með Gullu og Kötu....Kolla kjáni ...iss piss.
Það er allavega liðið og ég afsaka mig bara með að hafa látið svona...en þetta er ég í allri minni mynd, með og án galla :) hihih
Framundan þetta sumar er sirka þetta..

-Sporin gengin öllsömul og það í réttri röð og heiðarlega.
-Geðveiki í Griffli.
-Duran Duran.
-Gay girl pride hópur í göngunni.
-Kvennakvöld næstkomandi föstudag í Kjallaranum.
-Foo Fighters.
-Sparnaður tekin upp.
-Veltukerfið prufað og mikil tilhlökkun í gangi.
-Sumarbústaðaferð með fallegu fjölskyldunni minni, Lilju & Urði og þeirra börnum.
-Sól og mikið af henni !!!

Já svo auðvita mun maður reyna að vera maður sjálfur og þakka fyrir það á hverjum degi að vera til...eiga svona yndislega og fallega konu...yndisleg stjúpbörn og yndislega vini....

pís át


[8:26 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júní 01, 2005

Efri árin

Farin að hlakka nett til efri áranna því þá mun ég eiga heilan helling af peningum ...það er að segja ef ég stend mig i PLANINU sem ég er að fara að stilla upp fyrir mig mínútuna sem ég mæti heim til mín eftir vinnu og annað stúss í dag....já eða jafnvel í rólegheitum um helgina...hver veit :)
gaman


[1:34 e.h.] [ ]

***

 

Abbó kjáni

Fór á námskeið í gær sem hélt mér vakandi í alla nótt...reyndar gerði hóstinn alveg sitt því ég vaknaði við mig sjálfa hóstandi og gat ekki sofnað aftur því ég sá endalaust tölur í hausnum á mér og leiðir til að spara fyrir ellina og svo framvegis...þetta námskeið var rosalega sniðugt og opnaði augu mín á margan góðan hátt. Svo eru auðvita alltaf blendnar tilfinningar sem bærast í brjóstinu á manni, er nett fegin að ég er að fara á fund í kvöld í fallega félaginu sem ég er í því ég veit að ég þarf á hjálp að halda...stóð mig sem dæmi að því áðan að vera að skoða krúttlegar myndir úr ferðalagi sem vinkonur mínar skelltu sér í ...og ég varð afbrýðissöm..ekki af því að þær fóru í ferðalag heldur af því að þær voru að skemmta sér konunglega með öðru pari...það er að segja öðru lesbísku pari...nú telst ég til lesbísks pars og stóð mig að því að vera afbrýðissöm út í annað slíkt par. Maðurinn er flókin mannvera og svona langar mig ekki til að vera.....Margir vita líklegast um hvað ég er að tala og finnast ég vera kjáni...en ég er þó allavega kjáni sem geri mér grein fyrir því og langar til að laga það og það er meira en margur held ég :)
Ást út í loftið og knús með því


[9:22 f.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K