Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðföstudagur, júlí 29, 2005

Fagur engill kveður þetta líf.

Ég og full Neskirkja kvöddum góðan dreng í dag. Tárin hafa eiginlega ekki hætt að renna í allan dag og það er líka bara allt í lagi.
Athöfnin var svo falleg og allt svo fordómalaust. Svo gott að vita til þess að til er svona mikið af góðu og fallega innrættu fólki. Presturinn hélt svo fallega fordómalausa ræðu.
Í dag er hugur minn og hjarta að senda alla engla heims í för með honum Erni...flug hans til himna er hafið og hann mun verða englanna barn.
Til ykkar sem eigið um sárt að binda votta ég mína dýpstu samúð og græt, saknaðartárum.
Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.
Góða helgi


[6:18 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júlí 28, 2005

Frelsi

María....gott að sjá fólk sem er í frelsinu að koma út úr skápnum..nú er bara vonandi að einhver leiti til þín sem er hrædd inn í skáp..og gangi svoleiðis koll af kolli því þannig verðum við frjáls..með hjálp frá öðrum sem fundu frelsið fyrr :)

kolla kveður í dag...meyr og mjög meðvituð :)


[9:25 e.h.] [ ]

***

 

múhahaha

Hef verið eitthvað hrikalega andlaus á þessu bloggi upp á síðkastið og finnst það ekki gaman verð ég bara að segja.
úpps...verð að þjóta....kærasta hans Hjalta bro var að mæta til vinnu og er hér að finna sér vinnuföt...híhíh....finnst þetta doldið fyndin...að vera yfirmaðurinn hennar...svo hún hefur tvær ástæður til að halda mér góðri..múhahahaha
gotta go


[8:55 f.h.] [ ]

***

 

Dofin

Þá er mann bara mættur til vinnu og klukkan rétt nýlega slegin átta...já þegar maður er orðin vanur því að vakna svona snemma þá er bara eins gott að halda því áfram því mun betra er að mæta fyrr og hafa þá kostinn á að losna aðeins fyrr líka :)
Planið er ennþá útileiga þessa helgina og verður náð í tjaldið í dag eftir vinnu.
Nú svo er jarðarför hjá fallegum manni sem kvaddi þetta líf fyrir ekki svo löngu síðan og fer hún fram í Neskirkju á morgun klukkan 15:00.
Lítið nýtt að frétta...er nett dofin....


[8:08 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júlí 26, 2005

Neslaugin

Er með svo mikið vatn milli eyrnanna eftir endalausa daga í sundi að ég veit ekki upp né niður í minn litla haus þessa stundina. Veit þó að ég er komin heim og hlakka mikið til að knúsa konu mína í sófanum í kvöld. Áður en af því verður hafði ég þó hugsað mér að leggjast niður við hliðina á fallegu stjúpdóttur minni og knúsa hana soldið áður en ég hún sofnar ljúft inn í draumalandið sitt eftir annríkan dag.
Mér finnst ég ákveða svo margt í huganum sem er svo sniðugt en finnst ég hinsvegar aldrei hafa tíma til að framkvæma, samt sit ég oft og er að gera ekki neitt...og alveg að njóta þess að gera ekki neitt....svo kanski mar ætti ekki að svekkja sig svona mikið á að vera ekki að gera það sem maður ætlaði sér svo mikið að gera...
já mannfólkið er merkilegur andskoti....segi það nú bara og hananú.
Svíður nett í augun enda búin að vera hálfan tímann af sundinu í kafi að eltast við ormin hana Elísabetu og skemmta mér konunglega. Er voðalega glöð að hafa ungviðið til að taka með mér í sund því þegar ég er búin að synda mínar ferðir í fjörtíu mínútur þá langar mig ekkert að sitja og slaka á...sund er til að leika sér...ef mann langar bara að liggja þá getur mar bara skellt sér í bað heima....en svona erum við nú líka öll ólík...veit að konunni minni finnst ekkert betra en að sitja bara og sóla sig í lauginni enda kanski ekki furða þar sem hún fær gott brúnkufar eftir að vera oní lauginni í korter sem er ekki alveg hægt að segja um mig.
that´s all for now folks....until next time..
farið varlega...og allt það :)


[8:51 e.h.] [ ]

***

 

Þakkir tilbaka litla....

Ég var aðeins að skoða síðuna hjá Dísinni litlu og þá sá á fyrirsögnina á fallega englaljóðinu..ekki bara fannst mér þetta fallegt ljóð heldur var ljóðið skrifað sérstaklega til mín. Minns verður bara meyr og feimin....
Takk Jódís fyrir að skrifa svona fallegt handa mér og þakkir til þín með öllum mínum englum fyrir að vera vinur minn.
Þú ert yndisleg.
Svona er mar blindur og vitlaust...hihih
knús knús og meira knús...
þessi knús eru öll með leyfi ...frá hverjum er ég þó ekki viss um ;)


[2:05 e.h.] [ ]

***

 

Dagur 2 !

Já þá er maður orðin þrælvanur þessu öllu saman enda komin dagur númer 2 ....hihihi smá svona að slá á létta strengi. Renndi yfir nokkur blogg áðan og mikið sá ég fallega englavísu inn á blogginu hennar Jódísar sem er skráð sem Dísin hér til hliðar.
Enda hefur hún fundið það á sér að mér fyndist þetta fallegt því hún sendi mér skeyti um að tékka á þessu sem ég og gerði :)
Lítið nýtt að frétta nema planið er að elta sólina næstu helgi held ég bara...já já ...held jafnvel að mér hafi tekist það sem ég hélt að væri næstum ómögulegt og það er að fá konuna mína til að gista í tjaldi. Já allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi gott fólk :)
Hér er annars bara gott að vera og ég er að hugsa um að hringja í ákveðna starfsmenn innann Pennans til að athuga hvort þeir séu ekki örugglega búnir að taka frá tvo daga í ágústmánuði þar sem þeir koma til mín í brjálaða vinnu..
Svetly og Kónga....bíðið þið ekki æstar eftir símtali frá mér ?
hihih
Jæja..best að gera eitthvað af viti....er á miljón í skiptibókamálum...allt að verða svo ljómandi fínt hér hjá okkur stelpunum :)


[1:53 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júlí 25, 2005

Dagur eitt

Þá er nýja starfið hafið formlega...komin bakvið skrifborð hér í Skeifunni en verð þó líka niðri á gólfi hjá skvísunum öllum í traffíkinni.
Er núna að renna yfir skiptibókalistann góða og önnur áríðandi mál og búið að vera nóg að gera í dag.
Við Raggi eigum vonandi bara eftir að massa þetta allt saman.
Finnst þetta fínt þó maður sé eiginlega orðin of góðu vanur að vera búin að vinna klukkan 16 ....en þetta venst eins og annað og fylgja þessu ýmis fríðindi sem ekki fylgdu hinu enda er það yfirleitt þannig...allt hefur sína kosti og galla.
Er búin að laga aðeins til á skrifborðinu og hafa hlutina eins og ég vil hafa þá og auðvita skella upp mynd af mér og konunni svo andrúmsloftið hér inni verði hjartnæmt því það er mjög krúsjal að hér sé ást í loftinu :)
Hlakka nett til samt að komast heim til konu minnar og fá mér gott að borða..knúsa Elísu skvísu ...kyssa konuna mína.
Svo eins og aðra mánudaga skellir mar sér á eitt stykki leynifund þar sem Engillinn attlar að leiða fyrir okkur fimmta sporið :)
sjáumst þar Pálí og co ..
en þangað til næst..
þá kveður verslunarstýran ..hihih


[5:46 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júlí 24, 2005

FallegastarJá við fórum í brúðkaup til Evu og Maggýar í gær og það var yndislegt í alla staði. Ótrúlega merkilegt að fá að vera viðstödd brúðkaup í kirkju (blessun) þar sem tvær konur eru gefnar saman.Þær gengu inn kirkjugólfið ásamt feðrum sínum og voru svo fallegar að ég er viss um að hefði maður séð kirkjuna utan frá á meðan þær gengu inn gólfið hefði komið skært ljós frá henni. Presturinn hélt svo fallega ræðu og allir gestirnir horfðu á þær með aðdáun.
Eftir kirkjuna var haldin veisla á Hlíðarenda Valsheimilinu þar sem fólkið fagnaði með prinsessunum og brúðarvalsinn var stiginn...kakan skorin og allt sem þessu fylgir sem er svo fallegt. Þetta var fallegt í alla staði og erfitt að lýsa því hversu glöð ég er inn í mér að þær fundu hvor aðra. Og óska ég öllum þess sem þær eiga því það er svo dýrmætt.
Já þetta var góður dagur og við konan mín og börn óskum þeim enn og aftur til hamingju með daginn.


[9:10 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, júlí 23, 2005

Ég er.....[12:01 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júlí 22, 2005

Síðasti dagurinn hér

Nú fer ég bara hjá mér , Kolla hin sem vinnur hér við hliðina á mér var að mæta í vinnunna með risastóran pakka handa mér frá samstarfsfólkinu mínu hér í Hallarmúlanum. Tvær yndislega bækur sem ég hefði ekki getað valið betur sjálf og greinilega valin af einhverjum sem þekkir mig mjög vel ...rauða rós og englastyttu. Minns er doldið meyr, verður að segjast eins og er, verst að það eru svo margir í sumarfríi að ég get ekki knúsað nema örfáa í þakklætisskyni fyrir svona fallega kveðjugjöf.
Já það er gott að vera til og fólk er fallegt. Afmæli í dag hjá okkur Lilju og svo er ég að kveðja yndislega fólkið mitt hér.....allavega í bili.
Takk fyrir mig fallega fólk :)


[11:49 f.h.] [ ]

***

 

Á sama tíma að ári...


1. ár er liðið í dag síðan konan mín mætti inn á Ölstofuna skínandi eins og ljósið sem hún er. Hún var feimin því við vorum búnar að vera að sms-ast á milli Danmerkur og Íslands og það var án alls efa daður í gangi.
Ég var satt að segja alveg á því að ég væri ekkert á leiðinni í neitt samband á næstunni og held að hún hafi verið í svipaðri stöðu, samt var ég spennt að hitta hana og var búin að vera nett stressuð áður en ég mætti til vinnu þetta kvöldið á Öllaranum. Hún kom ásamt vinkonum sínum nokkrum og þær höfðu setið á Vegamótum að sötra hvítvín áður en þær komu yfir til mín.
Þegar ég attlaði svo að henda yfir mig töffaranum og ná að fela mig á bakvið hann þá einhvernvegin tókst það ekki hjá mér. Ég varð bara nett feimin og það er ekki minn stíll. Þessi kona sem var búin að vera að sms-a mér frá Danmörku var bara svo falleg sitjandi þarna út í horni að fikta í símanum sínum. Það kom bara fiðrildi í magann á mér um leið og hún gekk inn.
Ég var aðallega að vinna í salnum þetta kvöldið, náði að lauma til hennar einu glasi í mínu boði en þorði ekki einu sinni að horfa framan í hana þegar ég rétti henni glasið.
Fór svo inn í eldhús að ná í klaka og þegar ég kom fram þá stóð hún fyrir framan mig og ég varð eins og kjáni inn í mér. Hún spjallaði við mig og ég fraus meðan ég horfði allt nema í augun á henni. Hélt á klakatunnunni og var að drepast í hendinni því ég var búin að halda þessu uppi svo lengi en eins gott að missa ekki kúlið með því að leggja tunnuna frá mér !!!! Svo urðum við báðar vandræðalegar og hún fór á salernið og ég aftur að vinna...
Sendi henni eins og eitt sms á meðan hún sat þarna því ekki þorði ég að setjast og spjalla...gat notað það sem afsökun að ég var að vinna og þá sest maður ekki niður.
Mamma hennar mætti svo á svæðið seinna um kvöldið til að tékka á stöðunni en sem betur fer hélt ég bara að hún væri vinkona hennar því ég hefði líklegast orðið aðeins feimnari hefði ég vitað að þetta væri mamma hennar.
Já þetta kvöld var magnað...fiðrildin létu loksins finna fyrir sér í maganum á mér ...og eru þar ennþá ákkurat ári síðar.
Í gær á miðnætti gátum við fallegust ekki beðið lengur og gáfum hvor annari 1 árs gjöf ...ég fékk fallegasta hring í heimi og hún fékk bleika dísel peysu :)
Ástin er undur veraldar.


[7:54 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júlí 21, 2005

Englarnir veri með þér.

Fyrir suma er eina leiðin út að láta sig hverfa, leiðin burt úr þessum heimi og þannig hefur það líklega verið í tilfelli hjá góðum vin sem var að kveðja þetta líf síðasta þriðjudag. Ég heyrði fréttirnar í dag og ég er sorgmædd.
Ég sendi alla mína engla til að fylgja þessari góðu manneskju til himna og sjá til þess að innkoman í himnaríki verði sú fallegasta sem viðkomandi getur fengið.
Er ekki alveg að átta mig á þessu.
Sorglegt.
Tárin renna og fjúka svo upp til himna til þín minn kæri vin.


[3:25 e.h.] [ ]

***

 

Afmælisveisla :)

Við Lil eigum 1.árs sambandsafmæli á morgun eins og glöggir lesendur hafa kanski tekið eftir og erum búnar að ákveða hvað gera skuli í tilefni dagsins. Nú börnin yndislegu eru hjá okkur svo við attlum að fara út að borða með þeim á Grillhúsið og bjóða tengdaforeldrum og foreldrum að slást í hópinn. Nú svo eru systkyni okkar Lilju auðvita velkomin ef þau hafa áhuga á :) við verðum allavega hér annað kvöld að borða í tilefni afmælissins :) Nú ef einhvern annar er æstur í að fagna þessum degi með okkur þá vitið þið hvar við verðum og allir velkomnir á meðan pláss leyfir :) hihihih en tek það að sjálfsögðu fram að engar veitingar eru í boði en fínn matseðill á staðnum til að panta sér af :)
gaman að því.


[11:29 f.h.] [ ]

***

 

Dagdrauma-Kolla

Færslan hér fyrir neðan svo engin misskilji gerðist bara í hausnum á mér og ástæðan fyrir því að ég bloggaði þetta var bara sú að þetta var allt að gerast í hausnum á mér þegar ég settist fyrir framan tölvuna í gær. Það drepur víst engan að dagdreyma örlítið og mun ég ekki hætta því. En það er kanski ekki vitlaust samt að taka það fram á blogginu hvað eru draumar og hvað er veruleiki. Það sem gerist inn í hausnum á mér er senst yfirleitt það sem ekki gerist hér í veruleikanum :)
En annars fínt að frétta...er komin með íþróttameiðsl eftir allar þessar sundferðir og kanski ekki furða þar sem ég get orðið soldið kappsöm þegar ég er að byrja á einhverju eins og fallega konan mín bennti mér á í gær.
Ég skellti mér í sundferðirnar mínar í gær eins og ég er búin að vera að gera þessa viku og lennti við hliðina á konu sem var í öllum gallanum ....speedo sundbolur,sundhetta,sundgleraugu og fínerí.
Nú kapp-kolla kom upp í mér og ég var í kappi við hana næstum allan tímann sem ég var að synda og fór í alskyns kappleiki, gaf henni forskot og reyndi að ná henni og svona. En hún reyndar hafði ekki hugmynd um að hún var í kappi og hafði þá heldur ekki hugmynd um hversu oft hún vann og hversu oft hún tapaði. hihih...ég er skrýtin skrúfa.
Best að vinna soldið og halda áfram að telja mér trú um að ég fái sólarlandafrí bráðum með fallegu konunni minni sem ég er búin að vera með í eitt ár og það á morgun !!!!
knús út í loftið


[8:31 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júlí 20, 2005

Sumarfrí 2005

Í næstu viku kemur loksins að þessu langþráða fríi sem við fjölskyldan erum búin að bíða svo lengi eftir að komast í . Við sækjum á föstudaginn eftir rúma viku og fljúgum út um kvöldið, ég er svo spennt að ég er næstum búin að pakka. Förinni er heitið til Karabísku eyjanna eða það er að segja Lanzarote sem er ein að æðislegustu eyjunum þar. Við fjölskyldan fljúgum út á föstudagskvöldið.
Allir búnir að fá ný sundföt þar sem hótelið hefur allt sem ferðamaðurinn þarf á að halda, það er að segja risa sundlaug...bar...matsölustað og svo framvegis. En það besta við þetta allt saman er að þegar við erum búin að vera þarna í viku með krökkunum þá eru mamma og pabbi okkar Lilju að hugsa um að skella sér í hópinn og gott ef Hanna og Hjalti og Ísak koma ekki bara með þeim ef vel gengur í vinnum og öðru.
Mikið verður þetta frí gott fyrir okkur öll og ekki á Alexi eftir að leiðast að hafa hann Hjalta með. Lilja og Hanna geta náð að slúðra vel við laugina í sólbaði á meðan við Elísabet skellum okkur í 40 ferðir í sundlauginni, enda búnar að vera að æfa okkur fyrir þessa ferð alla vikuna sem er að líða.
Frábært líka að við skyldum öllsömul fá herbergi á sama hótelinu og það á svona flottu verði sem varla kallast verð. Frábært líka að ég og Lilja tókum þátt í sniðugu getrauninni á netinu sem gaf af sér margar miljónir og gátum splæst í þetta frí með fólkinu okkar. Heppin sem við erum öllsömul. Og að ég tali nú ekki um að þessi verðlaunapeningur og frábært ferð skuli immit hitta á þann tíma sem við Lilja eigum 1 árs sambandsafmæli. Já heppilegt.
Ég mun blogga skemmtilega ferðasögu þegar heim er komið og við öll orðin sólbaðssvört og sæl.
Fram að ferðinni mun ég samt halda áfram með þetta daglega...varð bara að koma þessu að því ég er svo ánægð með þessa ferð okkar.
Já það er gott að vera til.....
.....inn í hausnum á mér á góðum degi.


[7:50 e.h.] [ ]

***

 

Bless í bili

Held að það sé algjörlega nauðsynlegt að henda sér í laugarnar í dag...algjörlega...
hlakka næstum bara til að synda í góðar fjörtíu mínútur...minns dugleg...já :)
Annars bara að verða búin þessi vinnudagur og það er alltaf gott mál. Búin að vera hér oní dagbók til að undirbúa griffilsvinnuna og já þetta verður fjör er hægt að segja. Er búin að ákveða að hún Urður mín mun vinna soldið fyrir mig og það gerir þetta ennþá ánægjulegra ..hihih *blikk* *blikk*


[3:44 e.h.] [ ]

***

 

Hitt og þetta ...aðallega hitt þó

Það er skínandi sól og ég skrapp í bíltúr áðan.."rakst" á Urðina mína og við náðum að spjalla örlítið áður en ég hélt leið minni áfram í Eimskip og sækja pappíra sem ég er að vinna með núna. Gott að hitta góða vini og alltof langt síðan við svetly höfum náð að "ræða málin" á okkar sérstaka máta. Alltaf finnst mér vænt um sjálfa mig nálægt henni Urði minni og vonandi finnst henni það sama..það er að segja vænt um sig nálægt mér. Að líða vel nálægt einhverjum er til merkis um að manneskjan er manni mjög svo kær.
Diljá mín er búin að vera á landinu í næstum allt sumar ef ekki bara allt sumar og það virðist sem svo með okkur tvær að við hittumst næstum oftar þegar Diljá býr erlendis heldur en þegar hún er á landinu og er það búið að vera soldið þannig í sumar. En ég elska hana ekkert minna, og hlakka til að geta átt með henni stund áður en hún fer heim :) Diljá ...wow u :)
Stundum þegar svona veðrar þá langar manni bara að vinna úti en hey...það eru sirka átta svona dagar yfir árið, þar sem sólin skín og í besta falli kanski 20-30 svona dagar....og ef maður reiknar það út tímir maður þá að vinna úti í skítaveðrinu hina bladibla dagana bara til að eiga þessa örfáu sólardaga úti :) nei ekki ég allavega....þakka fyrir mína innivinnu þegar líða fer á veturinn !


[10:12 f.h.] [ ]

***

 

Léttur vindur

Mig vantar soldið að komast út...kanski að ég fari í bíltúr í Eimskip og tollinn á eftir og þá sleppur Tinna eða Kría við að gera það fyrir mig.
Annars fínt að frétta...steig stórt skref í gær með manneskju með stórt og fallegt hjarta. Það var gott og fallegt.
Lítið að frétta...Gay pride framundan og við stelpurnar erum að undirbúa atriði saman en þó samt í sitthvoru lagi. Ekki eru allir á eitt sáttir um hvernig undirbúningur fyrir pride-ið fer fram en ég er nokk viss á því að mér finnst að ENGIN eigi að vera að súpa djöfladjús á göngudegi fyrr en kanski um kvöldið. Þetta er fjölskyldudagur og því er ekki til fyrirmyndar að ferðast um með bros í einni og breezer í annarri !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Hef nú bara það að segja í bili . Kanski meira og merkilegra síðar í dag.


[8:41 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júlí 19, 2005

Konan mín

Ef einhver myndi biðja mig um að lýsa í stuttu máli konunni minni þá ætti ég frekar erfitt með það því hún hefur svo margt fallegt að bera og er svo stórkostlegur karakter.
Hún er mjög ólík mér í mörgu en svo rosalega lík mér í öðru. Þar sem við erum ólíkastar er í hvað við höfum áhuga á....áhugamálin mín eru mjög svo ólík hennar...

Ég veit fátt skemmtilegra en að kaupa mér tónlist...hlusta á tónlist og stúdera tónlist en henni finnst Toni Braxton góður tónlistarmaður og þar sjáiði stóran mun á okkur tveimur :)

Hún eins og svo margar konur í þessum góða heimi elskar skó...elskar að kaupa sér skó og þó hún noti ekki nema kanski 30% af þeim þá verður hún að sjálfsögðu að eiga öll 100 % sem eru á heimilinu af hennar skóm ...ég hinsvegar á mitt par af "fínum skóm" og svo dagsdaglegu skónna sem eru svartir adidas skór með hvítum röndum og hafa þeir reynst mér vel síðustu árin !!!! svo á maður auðvita eina íþróttaskó...aðrir skór sem hafa verið í mínum eigum eru búnir eða það er að segja ónýtir því ég nota bara skó þar til þeir verða "of litlir á mig" eða í öðrum orðum sagt ónýtir :)

Ég geng frá eftir mig og alla aðra as I go og finnst gaman að hafa alltaf allt fínt í kringum mig og vill vaska upp beint eftir matinn en ekki anda aðeins fyrst eins og margir tala um...en henni finnst leiðinlegt að ganga frá og sér þarafleiðandi um eldamennskuna á heimilinu og sú verkaskipting er samþykkt með gleði af okkur báðum..hún eldar..ég geng frá :)

Hún elskar DV-Séð og heyrt en best af öllu kjaftasögur og slúður komandi frá jafnvel fyrsta aðila því það er alveg gullpottur fyrir henni...að tala um Bubba...hjónabandið hjá Jennifer og Brad....stelpurnar sem voru með henni í skóla í breiðholtinu og eru komnar í ruglið...
Allt þetta finnst henni geðveikislega skemmtilegt umræðuefni á meðan eyru mín fæddust einhvernvegin þannig að þau lokast bara þegar svona umræður eru í gangi. Mér finnst hrikalega óspennandi að tala um fólk sem ekki kemur mér við.

En eins ólíkar og við erum þá elska ég alla hennar takta...
-ég elska að henni sé alveg sama þó hún skilji glasið sitt eftir á stofuborðinu þegar við förum upp í rúm að sofa...
-ég elska að sjá svipinn á henni þegar hún uppgötvar að kúnninn í stólnum hjá henni (hún er hárgreiðslukona) þekkir sömu manneskju og hún og hefur einhverjar fréttir af viðkomandi.
-ég elska að sjá hana missa sig yfir skóm í búð og skóm í bæklingum og á netinu auðvita.
-ég elska að sjá hversu falleg þessi kona er alla daga...
-ég elska að vita að þegar ég er búin að vinna og fer heim þá mun ég hitta hana Lilju mína að vörmu spori og geta horft á hana og haldið utan um hana.

Já ég elska hana Lilju mína og alla hennar takta....lælælælælæ

p.s. má ekki gleyma því þegar talað er um hana Lil mína að hún getur stundum slegið mér út í drama-drottningunni..og það er engin lygi ....
ég elska það líka.


[2:45 e.h.] [ ]

***

 

Verslunarstýran ógurlega

Þá styttist annsi óðum í að minns fari að leika verslunarstýru í Skeifunni eða réttara sagt næsta mánudag þá hefst skemmtunin :)
Planið er að taka sér smávegis frí jafnvel í október þegar öll geðveikin er yfirstaðin og þá er ég að vitna í skólabókatraffíkina sem hefst um miðjan ágúst í síðasta lagi.
Er bara farin að hlakka til og er nú þegar búin að pakka niður öllu því sem ég hef sankað að mér hér á skrifborðinu mínu í hallarmúlanum.
Hlakka til að hitta Maggý mína kanski í hádeginu á morgun að borða saman.
Það er nú ekki laust við að maður gæti saknað þess örlítið að vera ávallt búin að vinna klukkan fjögur og ekki að vinna neinar helgar...en hey..slökun er ekki mín sterka hlið svo þetta er allt í góðu lagi.
Endilega segið mér eitthvað skemmtilegt gott fólk..veit ekkert hvað mig langar að tala um.. ef einhverjum langar að ég tali um hann/hana þá bara kommenta og ég mun gera mitt besta :)
knús á liðið


[1:56 e.h.] [ ]

***

 

Lífið og sundleikfimi

Nú er ég búin að vera soldið dugleg að synda til að halda mér í smávegis formi. Komst að því um daginn að það dugir ekki að synda kílómeter og gera það á mettíma heldur verð ég að synda helst í fjörtíu mínútur til að ég sé að brenna eitthvað að ráði. Svo núna reyni ég að fara eins oft í viku og ég mögulega get og synda í 40 mínútur. Tek oft litlu skvísu með mér og leyfi henni að hafa vinkonu sína með svo þær geti leikið sér á meðan ég brenni af mér maganum sem ég vil helst ekki að fái neitt að njóta sín á gay pride :)
Já það er rosalega gott fyrir mann að hreyfa sig daglega og reyna að borða eðlilega og ekki of óhollt. En ég þarf samt að reyna að muna að fara ekki of seint í sund því alltaf um það leyti sem ég er búin að synda í sirka hálftíma þá eru mættar frekar hressar konurnar (og einn kall) í sundleikfimi aldraða og taka upp hálfa djúpu laugina.
En svona í öðrum fréttum en heilsu minni þá er konan komin á shake, eitthvað rosa sniðugt sem Eva sæta seldi henni og má benda á að Frú Eva er að selja shake-a og vatnslosandi te og annað sniðugt ef þið hafið áhuga á solis sniðugu dóti.
Nú svo er það líka í fréttum að ég er að endurheimta Kollu sem ég hef saknað sáran ...Kollu sem er í prógrammi og jákvæð og nokk bara sátt við lífið og tilveruna...ekki það að ég hafi haft það slæmt, langt í frá....en ég veit bara að þessi Kolla sem er meyr og væmin og talar mikið um vini sína og hvað fólk er yndislegt upp til hópa...það er Kollan sem ég vil vera :)
Og að sjálfsögðu bætist það í hópinn að þessi Kolla er yfir sig ástfanginn af fallegu konunni sinni :)
Já það er gott að vera til og lífið er lotterí...og ég tek þátt í því !!!!


[9:41 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júlí 17, 2005

Lítil brúðkaupsræða fyrirfram.....

Eftir tæpa viku eru tvær af mínum bestustu vinkonum að fara að gifta sig. Giftingin fer fram í kirkju og mun prestur blessa þær .
Í gær gæsuðum við stelpurnar þessar tvær fallegu , yndislegu, hjartahlýju og frábæru vinkonur okkar.
Þessar prinsessur eru þær Maggý & Eva María.
Eva var tekin í hestaferð og skemmtiferð niður laugaveginn í fallegri múnderingu á hlaupahljóli að ég held á meðan Maggý var sótt af tveimur óðum herkonum niður í sporthús þar sem hún var í sakleysi sínu á brettinu að brenna fyrir brúðkaupið , og farið með hana í dekurdag í baðhúsinu.
Þær voru í sitthvoru lagi teknar í gæsingu allan daginn og látnar vera í bolum merktum bæði framaná og aftaná og enduðu svo báðar í sporthúsinu þar sem allar vinkonurnar sameinuðust í stóru singstar-gæsa-partý og tókst með eindæmum vel og má finna myndir inn á albúminu mínu af þessum stórskemmtilega degi.
En að meginmálinu....nú þær eru í kjölfarið af þessu að fara að gifta sig næstkomandi laugardag og mig myndi langar meira en allt annað í heiminum að halda fyrir þær litla ræðu í brúðkaupinu EN þar sem ég er sjúklega feimin og ekki mikið fyrir það að standa fyrir framan fullt af fólki og tala þá finnst mér einstaklega erfitt að semja ræðu sem ég sé mig fyrir mér fara með í brúðkaupinu.
Ég sit fyrir framan tölvuna og bara það að hugsa hvað ég geti skrifað sem lýsir því hversu mikið þessar tvær konur hafa gefið mér bara með því einu að vera til fær mig til að ekki bara tárast heldur eiginlega bara næstum gráta af þakklæti. Að hugsa um það hversu góðar stundir við höfum átt og munum eflaust eiga saman er svo fallegt, og það hversu miklu það skipti þær að ég myndi finna mér góða konu, konu eins og hana Lilja eins og þær segja alltaf skiptir mig svo miklu máli. Ég er nokkuð viss um það að ég hefði eflaust ekki kynnst Lilju ef ég hefði ekki kynnst Maggý og Evu saman því það að sjá þær saman fær mann til að trúa á ástina í allri sinni fallegustu mynd og hversu raunveruleg hún getur verið upp á hvern einasta dag.Maggý og Eva...þið eruð fallegasta par sem ég hef kynnst og svo ótrúlega fallegar og góðar sálir sem Guð elskar og ég er svo þakklát að fá að vera vinur ykkar.
Að horfa á ykkur saman er unaður einn og ég óska þess af öllu mínu hjarta að þið munið alltaf alltaf vera saman, því þið eigið það svo sannarlega skilið.


Svona miðað við ástand mitt eftir þessi skrif þá sé ég ekki fyrir mér að ég geti staðið fyrir framan vini ykkar og ættingja og farið með ræðu til heiðurs ykkur því tárin eru algjörlega óstöðvandi þar sem ég eins og þið vitið er soldið meyr. En ég elska ykkur og ég elska ykkur skilyrðislaust og af fullum heiðarleika og vona að þið vitið það. Hlakka mikið til að sjá ykkur ganga saman inn kirkjugólfið.

Ykkar Kolla tígri


[9:24 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júlí 15, 2005

Gay pride lagið í ár !!!!!!!!!!

PRIDE!!!!!!

...The word is pride come out don´t hide
be sure it´s very healing.
Stand up stand proud and say outloud,
this is the greatest fealing!!!...

Queerificly proud we all should be,
stand up and out for all the world to see.
Just be ourselves and give all them hope,
to them who bearly longer cope.

Don´t deside to swallow all your pride,
give up all your hope and your senses.
this is your change to shout out to the world,
I am proud to put down all defences.

...The word is pride come out don´t hide
be sure it´s very healing
stand up stand proud and say outloud
This is the greatest fealing!!!...

So let the pride with in you shine
and share with us all the glory.
This may be true but without you
there wouldn´t be any story

...The word is pride come out don´t hide
be sure it´s very healing
stand up stand proud and say outloud
This is the greatest fealing!!!...


[9:57 f.h.] [ ]

***

 

Ástin er.....

Þegar ég horfi á fallegu konuna mína hlægja innilega og ég sé að hún er glöð þá veitir það mér endalausa hamingju í hjartað mitt og mig hlýnar allri að innan.Hlátur hennar er mikið í uppáhaldi hjá mér.
Þetta er að elska.


[8:55 f.h.] [ ]

***

 

Dagur í lífi Kollunnar

Gærdagurinn.
Hún Oddlaug Marín kom með mér heim eftir vinnu í gær (múttan hennar var að fara að vinna allan daginn og fram á kvöld) Við Oddlaug fengum okkur hrökkex með smjör og osti og rifsberjadjús og horfðum aðeins á sjónvarpið. Svo kom Elísabet ásamt múttu sinni heim og ég dró skvísurnar með mér í sund út í neslaug þar sem veðrið var upp á sitt besta. Þurfti kanski ekki endilega að draga þær því þær voru frekar sáttar við ferðina. Þær léku sér í grunnu á meðan ég gerðist svo dugleg að synda í 40 góðar mínútur í djúpu við hliðina á gamla-manna-leikfiminni sem er svo krúttleg.
Eftir sund var brunað heim þar sem Lilja beið okkar með ljúffengan mat tilbúin úr ofninum. Tókum duglega til matarins og svo fengu stelpurnar að leika sér aðeins áður en farið var í háttin. Við tjellingarnar horfðum svo á desperat housewifes...snilldarþáttur sem kitlar hláturtaugarnar og að því ógleymdu gerir mann sjúklega forvitin. Eftir þáttinn var svo skundað í háttinn.


[8:06 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júlí 14, 2005

Fimmtudagsgleði

Auður Haralds er tærasta snilld. Talstöðin á fimmtudögum kl 14:00
Besti tími vinnudagsins á fimmtudögum er án efa kl 14:00 !!!!!!!!!!!!!


[2:54 e.h.] [ ]

***

 

Jákvætt

Halló fallega fólk .
Vegna komments sem ég fékk í síðustu færslu frá Sigrúnu krúttu frænku minni um jákvæðni á blogginu hjá mér og konuna þá langaði mig bara að tala örlítið um það. Get auðvita ekki talað fyrir Lilju hönd en mun tala bara fyrir mína. Held að stór ástæða fyrir því að bloggið mitt er mun meira jákvætt en neikvætt sé aðallega sú að ég reyni að vera jákvæð alltaf þegar ég blogga. Ef illa liggur á mér og ég er neikvæð þá sleppi ég því bara að vera að blogga...tjái mig bara við konuna mína eða hringi í vini mína eða á bara neikvæðnina alveg fyrir mig sjálfa. Svo hjálpar auðvita oft að blogga immit þegar maður er pirraður og neikvæður því ég vil ekki blogga neikvætt og þegar ég sest við tölvuna þá reyni ég að hugsa um allt í mínu lífi sem er jákvætt og blogga bara um það í stað þess að skrifa kanski alltaf það sem efst er í huga mínum. Erfitt að útskýra en ég hef bara hugsað það þannig að ég veit að fólk les bloggið mitt (allavega einhver hópur fólks, veit þó ekki hversu stór hann er) og ég vil mun frekar skrifa eitthvað fallegt og jákvætt því ég á alltaf eitthvað fallegt til að skrifa heldur en að kvarta og kveina og væla um erfitt líf því það gerir mig ekki spennandi og skemmtilega manneskju að lesa um. Æi erfitt að útskýra þetta..held ég sé bara í svo góðu og frábæru programmi og það hjálpi mér svo mikið að vera jákvæð. Maginn minn er í góðum gír þegar ég er jákvæð, ég er fallegri þegar ég er jákvæð og allt verður svo miklu betra...allt sem þarf til er bara vilji til að hugsa jákvætt :)
já og hananú...maður er nú samt oft neikvæður og leiðinlegur líka en þá virkar best fyrir mig að gera bara nett grín að því og setja það í fyndna mynd, þá sé ég oftast fáránleikann í því öllu saman.
Úff farin í marga hringi og hugsanirnar eru svo mun fljótari en pikkið mitt...svo ég læt þetta dug a


[9:45 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júlí 13, 2005

Blogglægð og valkostir

það er unhvur blogg-lægð yfir landanum að mér virðist þegar ég fletti í gegnum þau blogg sem ég er vön að skoða. Auðvita alltaf einn og einn sem skrifar daglega og lífgar upp á lífið hjá svo mörgum með því að leifa þeim að lesa um sig en svona mest er þetta í lægð að mínu mati.
langar að hafa eitthvað hrikalega gáfulegt að segja en er næstum alveg á því að þegja.
Hefuru einhverntímann lennt í
- að finnast allir vera á leiðinni í sumarfrí nema þú ?
- að finnast alltaf vera besta veðrið þar sem þú ert ekki ?
- að finnast besta veðrið immit lenda þar sem þú varst fyrir svo stuttu síðan ?
- að finnast grasið stundum nett grænna hinumegin ?
- að finnast allir hafa farið til útlanda í sumar nema þú ?

já þessar spurningar hafa allar eitt sameiginlegt hjá mér og það er að ég svara þeim öllum játandi at some point in my life. Hinsvegar hefur mér líka fundist ég daglega svo heppin að vera til ....daglega svo heppin að eiga þá vini og fjölskyldu sem ég á og svo framvegis, er bara í nettu pínkulitlu bitru kasti núna yfir að fá ekkert sumarfrí þetta sumarið en hey.....þetta er algjörlega mitt val....ekkert sumarfrí er valkostur :)


[1:15 e.h.] [ ]

***

 

Vinnu-Kolla vs. Kolla-tígri

Ég er búin að gera mér grein fyrir því að ég til að minnsta kosti tvær "Kollur", það er annarsvegar Kolla-égsjálf-tígri-held barasta nokkuð venjuleg stelpa. Og svo hinsvegar Vinnu-Kolla sem fólki finnst mjög misjafnlega skemmtileg en eitt er á hreinu að hún vinnur sína vinnu skipulega og eins vel og henni er unnt. Tók eftir þessu hreint og beint sjálf þegar ég var að vinna á seinni tónleikunum í sumar (foo fighters og QOTSA) þegar ég mætti rétt rúmlega þrjú að degi til og var algjörlega biluð að skipuleggja allt (sem þó var búið að skipuleggja annsi stóran part af duglega starfsfólkinu sem mætti þarna snemma morguns) já þegar ég tek að mér svona verkefni þá bara dett ég inn í vinnu-gírinn og kemst úr honum þegar verkefnið er lokið og ekki fyrr , er auðvita alveg ágæt svona í miðri traffíkinni og meðan á öllu gengur en svona rétt fyrir og alveg í lokin er ég verst. Veit að vinnu-Kolla hefur líka unnið marga vaktina á Ölknæpunni góðu forðum daga.
Við konan mín fórum að ræða nýju vinnunna mína sem ég er að fara að taka við þegar við lágum upp í rúmi í gær og allt í einu varð hún rosa alvarleg og fór að tala um að ég mætti nú ekki verða skrímsli ársins í verslunarstjórastöðunni og hafði hún miklar áhyggjur af þessu. Veit alveg hvernig ég mun vera og hef minnstar áhyggjurnar sjálf.
Annars vill vinnu-kolla endilega nota tækifærið núna þar sem verið er að tala um hana og biðjast afsökunar öllum þeim sem hún hefur verið eitthvað köld við á vinnutímum og vona að viðkomandi aðilar skilji að það er ekkert persónulegt bakvið þetta allt saman. :)


[11:08 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júlí 12, 2005

Keilugrandinn

Jæja, þá er maður búin að skoða allar myndir sem teknar voru síðustu helgi í sumarbústaðaferðinni og frekar skemmtilegt að sjá allar þessa myndir, er með þær flestar inn á albúminu mínu hér til hliðar, svo má finna þær líka á blogginu hennar Dagnýjar og síðunni hans Brynjars Óla en þar þarf leyniorð til að geta skoðað :)
Ekki farin að hlakka neitt sérlega til að fara til tannsa en fékk hinsvegar til að vega upp á móti skemmtilegt boð frá múttu í mat til hennar á morgun ásamt börnum og buru, svo koma auðvita Hanna siss og gesturinn hennar í sumar.
Nú eru einungis tvær vikur tæpar þangað til ég fer yfir í Griffilsgeðveiki og er já gott ef ekki bara farin að hlakka soldið til. Planið er að gera þetta eins vel og ég mögulega get og það er víst fátt annað hægt að gera betur en það :)
Er mikið mikið að hugsa um að fara að selja íbúðina mína á Keilugrandanum þegar líður á næsta ár, myndi þá líklegast afhenda hana í febrúar ...ef einhver er hrikalega mikið að leita sér að fallegri góðri íbúð á besta stað þá má hann/hún kommenta hér með e-mailinu sínu og ég mun vera í bandi :)
Finnst nefnilega svo leiðinlegt að hafa inn á heimabankanum mínum alskyns greiðsluþjónustur og alskyns skuldabréf af einhverju sem ég er ekkert að koma nálægt. Það er að segja..ekkert gaman að borga af íbúð sem ég er ekki að nota , er reyndar að leigja hana út en það er sama...hlakka til að losna við þessa greiðslubyrði og láta eitthvað allt annað taka við....:)
þangað til næst..hafði það gott börnin mín og ekki gera neitt sem ég myndi ekki gera.


[2:22 e.h.] [ ]

***

 

Labba...borða....borða..labba

Lítið nýtt að frétta, er komin í nett hollustuprógramm en finn að mér finnst þetta alveg hrikalega erfitt, búin að komast líka að því að ég er mun meiri nautnaseggur í mat en ég taldi mig vera, ég er jú mjög matvönd en það sem mér finnst gott finnst mér svo gott. Finnst alveg fáránlegt að borða BARA hollan mat alla vikuna alla daga og mega ekki borða neitt svona meðal hollt/óhollt inn á milli. Held reyndar að ég viti alveg lausnina, fyrir mig allavega, það er bara að borða nokkuð eðlilega og HREYFA SIG með því og þá verð ég í góðum málum. Hinsvegar er ég bara svo ósátt við að ÉG þurfi allt í einu að hreyfa mig til að fitna ekki, þurfti þess aldrei sem unglingur en hugsa svo tilbaka og gott ef ég var bara ekki á fullu að hreyfa mig öll unglingsárin mín. Já það er vont stundum að sjá sannleikann. En þetta fer allt að koma. Hefði viljað mæta í boltann í dag en neyðist til að fara til tannsa, svo kanski mar reyni að henda sér í sund eða út að labba eftir tannsann.
Hreyfa sig...og borða eðlilega er mun betra en að hreyfa sig ekki og þurfa að borða alltaf hollt hollt hollt ...grænmeti...grænmeti...grænmeti...úff..
er farin út að hlaupa í hádeginu (djók)
hihi knús í krús
attla að heyra í sponsu...


[12:01 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júlí 11, 2005

Sumarbústaðamyndir

Búin að raða myndunum úr sumarbústaðnum fallega inn í albúmið mitt og fékk að stela heilum helling af myndum frá henni Dagnýju snilling svo nóg sé nú að skoða :)
Endilega tékkið á myndunu HÉR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


[1:28 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júlí 10, 2005

Svönukotið

Jæja, þá er lúxusinn liðin í bili og fjölskyldan mætt aftur á Eiðismýrina úthvíld eftir helgi í Þrastaskógi. Mættum rétt um kaffileytið á föstudaginn og í Svönukoti (bústaðurinn heitir það eftir Svönu sem á hann, amma hennar Lilju) tóku á móti okkur Lilja, Ómar og auðvita Brynjar Óli litli sæti kútur. Farið var með allt dótið úr bílnum beint inn í bústað og búið um sig í sæta herberginu sem við fengum alveg út af fyrir okkur. Það rigndi endalaust endalaust mikið og þarafleiðandi var ekkert farið í pottinn þann daginn en grilluðum samt sem áður dýrindismáltíð um kvöldið í skjóli hússinns bara :)
Dagný Ásta kom eftir vinnu og við spiluðum öll saman partý og co þegar börnin voru komin í háttin. Lilja Huld fór á kostum þegar hún lék fyrir okkur "stuðning" og fleiri snilldarhluti og allir skemmtu sér konunglega. Skrýtið að koma í Svönukotið og svo margt breyst síðan ég var þar síðast en samt ekki, bústaðurinn hafði breyst lítið en ég annsi mikið breyst..komin með fjölskyldu og fínerí.
Á laugardeginum bættust í hópinn Sirrý og Eva hressar og spiluðu með okkur partý og co það kvöldið þegar Lilja Huld ákvað að fara aftur á kostum og leika eitt gott teygjustökk :)
Krakkarnir náðu að skella sér í pottinn á laugardeginum og svo á sunnudeginum var pakkað saman og brunað í bæinn fyrir hádegi þar sem Brynjar litli átti fund með pabba sínum.
Helgin var yndisleg og vantaði bara Urði mína og Önnu Þrúði auðvita...en þær voru með okkur í anda og verða með í næstu ferð..alveg á hreinu.
Takk Lilja og Ómar fyrir gestrisnina..og auðvita takk Svana fyrir að lána okkur bústaðinn fallega.
(var þetta ekki nett eins og færsla í gestabókina í bústaðnum????)


[6:11 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, júlí 08, 2005

Sumarbústaður kallar

Jæja..þá er stutt eftir af þessum annars ágæta vinnudegi og mikil tilhlökkun í hjarta mínu fyrir komandi bústaðaferð með fallegu fjölskyldunni minni.
Búin að vekja fólkið á bænum ( Lilju og Ómar ...hihi) og láta þau vita að við munum mæta snemma á svæðið.
Búið að kaupa pússl til að dunda sér við handa börnunum og mér auðvita...hihi
Búið að pakka niður.
Búið að komast í góða skapið.
Held barasta að allt sé reddí fyrir þessa ferð.
Ég kveð ykkur hér í borg óttans í bili og mun verða í bandi þegar helgin er liðin og ný vinnuvika hafin.
Þangað til þá...góða helgi...góða daga og gott hjarta.
knús út í loftið.
kollsterinn....ekkert bitur en í mikilli tilhlökkun.


[11:19 f.h.] [ ]

***

 

Biturleiki og englaveggurinn

Fór að hugsa soldið um daginn hvað það væri gaman að hitta fjölskyldu mína pabba megin í boði fljótlega þar sem ég hitti þau allt of sjaldan. Og viti menn, mútta mín sagði mér í morgun að Höddi og Guðrún væru að bjóða í partý annað kvöld...en nei..ég og fallega fjölskyldan mín erum upp í bústað alla helgina svo við Lilja komumst víst ekki :( en svo reyndar hef ég ekki fengið boð ennþá og bíð spennt við símann minn í allan dag reikna ég með eftir því að Höddi frændi hringi í mig þar sem hann hringdi í Hönnu siss í gær....attli ég sé nokkuð gleymdi kynvillingurinn í familíunni ? vona allavega ekki :) ....maður er svo hégómagjarn stundum , vill endilega vera boðið þrátt fyrir að ég viti alveg að ég kemst ekki. Betra að vera boðið og geta ekki komið heldur en að vera ekki boðin og mæta samt.
Ég finn fyrir höfnun.....*snökt*
En ég læt ykkur nú vita ef ég fæ símtal á næstunni...

En í öðrum fréttum og minna bitrum þá opnaði ég Birtu það ágæta sjónvarpsblað í morgun og við mér blasti falleg vinkona mín hún Oddný í rosalega fínu viðtali um bók sem hún var að þýða og lítil mynd af henni og litlu nýju stelpunni hennar og Hallgríms....gaman að sjá sæturnar þarna saman og verður þessi mynd klippt út og sett við hliðina á myndinni af honum Kára litla hér í vinnunni minni :)
Er nefnilega með smá svona englavegg hér í vinnunni þar sem öll uppáhaldsbörnin mín eru brosandi á móti mér dag hvern.

Þangað til næst fallega fólk..hafið það gott og knús í krús


[8:39 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, júlí 07, 2005

Þögn út um allt

London....það er á allra eyrum og vörum og allt í dag enda ekki við öðru að búast þegar svona hrikalegir hlutir eru að gerast. Maður bara skilur ekki upp né niður í þessu en ég legg fram eina spurningu, Er eitthvað betri hlutir að gerast í Írak ? Ég er miður mín yfir þessu öllu en ef ég skil rétt þá er verið að drepa saklaust fólk í Írak líka en ég heyri engan tala um það núna. Æi ég veit ekki , finnst þetta bara hrikalegt. Pabbi minn átti að fljúga heim í kvöld frá Heatrow og ég vil bara að hann haldi sig í Guilford þar sem íbúðin hans er (töluvert langt frá London) vil ekki að hann hætti sér inn í London á þessum tíma. Fæ bara gæsahúð að hugsa til þess að pabbi minn gæti verið að reyna að komast að flugvellinum í þessari geðveiki. Hver veit hvað springur næst.
Annars fer öll mín samúð og allt hjarta mitt til fólks sem er í lífshættu..fólk sem er sært eftir sprengingar og að sjálfsögðu til allra þeirra sem hafa misst ættingja vini og kunningja sína..þeirra sem eiga um sárt að binda.


[12:24 e.h.] [ ]

***

 

Bikardrottningin :)

Fallega konan mín dró spil í gær á netinu inn á spámaður.is og var að draga svona sambandsspá..við eigum svo þessi sömu spil líka heima hjá okkur og hún ákvað að draga aftur sambandsspá og sjá hvort það yrði eitthvað svipað og á netinu og viti menn..hún dró sama spilið um mig á báðum stöðum og hér er það....

Bikardrottning

Dula umlýkur konu þessa. Hún leyfir ekki hverjum sem verður á vegi hennar að kynnast sér náið. Hún er góð manneskja en dreymin oft á tíðum. Hún á það til að dreyma um eigin framtíð og annarra ómeðvitað.

Hún býr yfir styrk sem er ekki auðsjáanlegur á neinn hátt og gáfuð er hún. Konan er viðkvæm oft á tíðum og býr yfir þeim hæfileika að vera fær um að hlusta vel á undirmeðvitund sína þegar kemur að því að kynnast öðru fólki.

Hún kann að virðast skrýtin en það er eingöngu misskilningur þeirra sem þekkja hana ekki og fá eflaust aldrei tækifæri á því.

Hún er skapandi, gjöful og góð alla leið.


Fannst þetta frekar sætt og minns roðnar nú bara við þessa lýsingu, en auðvita á ekki alltaf allt við viðkomandi í svona spádómum....já þetta er ekkert leiðinleg lýsing finnst mér.

Annars lítið nýtt að frétta..langar að hitta fjölskyldumeðlimi mína meira ...og þá er best að ganga í það bara og hætta að tala um það ..erþaggi bara ?


[8:19 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, júlí 06, 2005

Engin tími til

Minns er að vinna fyrir tvö stykki kollur..það er að segja mig sjálfa og svo kollu hina..jú svo má ekki gleyma að Gíslína er í fríi og minns er að vinna fyrir hana...og svo er gestur komin í frí líka svo ég er víst að kovera hann svona að einhverju leyti í skrá á vörum og öðru...svo það verður víst lítið um blogg þessa vikuna þó ég fegin vildi tjá mig :)
knús til ykkar


[12:51 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, júlí 05, 2005

AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA

Einhvernvegin þegar maður er algjörlega búin að plana daginn og hvernig ALLT á að fara þá auðvita klúðrast það....ég get víst ekki gert mikið í því að flugið hjá mömmu og pabba seinkar um heilan klukkutíma..ég er þá komin upp í egilshöll klukkutíma seinna en ég ætlaði mér og allt í klikki út af því. ARG
Setja í hendurnar á æðri mætti...sjá hvort hann gefur ekki fallegu flugvélinni smá meðvind bara fyrir mig bestu vinkonu sína hana kollu litlu :)
Annars lítið að frétta...brjálað að gera á öllum vígstöðum ennþá en það jafnar sig nú aðeins á morgun held ég :)
þannig að eftir morgundaginn er komið svona smá pása í að vera út um allt að vinna alla daga...konan byrjar reyndar í nýju vinnunni á morgun og er nokk spennt held ég bara.
Jæja ..verð að hætta...pikka minna...vinna meira.


[11:24 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, júlí 04, 2005

Tónleikar á morgun...Tannsi á miðvikudaginn....hlakka ekki mikið til að fara til tannsa enda hver myndi sossum hlakka til en jæja..
Nóg að gera hér ennþá...mútta og pabbi eru að koma heim á morgun og ég fer að sækja þau um hádegisleytið ....svo maður verður þá bara í fríi eftir hádegi á morgun og svo tónleikar um kvöldið...sé mig í anda þegar ég vakna klukkan sjö á miðvikudagsmorgun...úff..púff.
Jæja...hef ekkert að segja svo kanski best að þegja.


[2:03 e.h.] [ ]

***

 

Þetta er allt að koma

Þá er allt að verða komið á rétta staði held ég bara...búið að borga svona næstum alla reikninga heimilisins og þetta lítur allt saman nokkuð vel út bara. Það er svo komið loks í ljós hvenær ég fer héðan og yfir í Griffil og sú ágæta dagsetning er 25. júlí og ekki laust við að maður sé bara orðin spenntur fyrir þessu öllu saman.
Nú það eru svo tvennir tónleikar eftir sama daginn eða á morgun það er að segja.
Já það er nóg að gera á þessum bænum og vonandi að maður komist á leynifundinn í kvöld til að fá smá orku inn í lífið sitt...smá svona prógramm orku, veitir ekki af henni í þessari geðveiki allri saman :)
mikið að gera..pikka meira síðar..


[10:29 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, júlí 03, 2005

ein geðveiki að enda og önnur að hefjast...

Jæja....sumarið er komið vel á veg og komin júlí..ekki alveg að átta mig á því hvað tíminn líður hratt en jæja. Foo Fighters tónleikar framundan næstkomandi þriðjudag svo eftir þriðjudaginn þá er komin tími á slökun held ég barasta. Næstu helgi verður slakað á og rúmlega það ef allt gengur að óskum. Fallegust byrjar svo í nýju vinnunni sinni næsta miðvikudag og þá er bara um að gera og panta tíma ef þig vantar klipp..lit...strípur eða annað í hárið þitt og það er barasta hægt að panta tíma á netiu þar sem þetta er svo hrikalega nútímavædd hárgreiðslustofa....sjáið bara hér !!!!!!!!!!!.
Annars er konan bara á fundi núna og minns einn heima að láta tímann líða í tölvunni sinni fínu fínu :) í vikunni fær mar svo kanski bara webcam og headsett og er þá klár í hvað sem er. :)
annars lítið nýtt að frétta..helgin var yndisleg og vikan framundan lofar góðu að ég tali nú ekki um næstu helgi :)
hafið það gott lömbin mín litlu..
þangað til næst..
chau....


[8:36 e.h.] [ ]

***

 

Sunnudagsmorgun...eða sona næstum :)

Mig langar svo að komast til útlanda...taka stjúpbörnin með og að sjálfsögðu konuna og bara vera burtu frá þessu landi sem ég samt elska auðvita mjög heitt bara í soldin tíma. Komast bara í burtu frá öllu ...komast þangað sem engin getur truflað, þar sem ég þarf ekki að vera í daglegu amstri eða neitt. Meira að segja sumarbústaðaferð í tíu daga lengst lengst frá Reykjavík myndi gera það algjörlega fyrir mig.
Var annars bara að koma úr miðnæturspjalli frá Ernu Rán sem var by the way frábært, höfum ekki náð að spjalla svona vel saman síðan hún breytti stofunni sinni í fyrsta sinn og þá er mikið sagt :)
Konan er á djamminu með Puffsternum og ég er orðin úrvinda af þreytu allt í einu , Erna sæta ..takk fyrir spjallið og þið hin eigið góða nótt framundan og góðan sunnudag að sjálfsögðu líka.
p.s. Urður viltu kyssa Önnu Þrúði frá mér þar sem ég held að hún hafi ekki heyrt mig tala við sig í dag því hún var einhversstaðar á feimnisstað þegar ég var að knúsa hana.
en þangað til næst....ást út í loftið.


[4:04 f.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K