Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðþriðjudagur, ágúst 30, 2005

Stund milli stríða

Sælt veri fólkið.
Það er gaman að vera til þegar mikið er að gera í vinnunni en ekki eins skemmtilegt þegar álagið sem ætti að liggja á fimm til sex manneskjum liggur á einungis þrem en jæja..þetta hlýtur að fara að lagast bara.
Er að fara á kaffihús á ettir að hitta gamla en þó ekki gamla vinkonu og mig hlakkar bara til því ég hef ekki hitt hana lengi lengi. Við sátum þó hinsvegar mörgum stundum saman að tala um allt og ekki neitt fyrir nokkrum árum síðan. Það er nú bara eiginlega orðið mjög langt síðan ég sast niður á kaffihús eða bara sast niður annarsstaðar en á sófann minn síðasta mánuðinn og mánuði þar sem búið er að vera geðveiki í vinnunni. Verður bara gott að komast aðeins á kaffihús og ná svo að knúsa konuna vel í klessu þegar ég kem heim...
var að bryðja brjóstsykur og hann fór eitthvað vitlaust oní mig...svo núna er ég eldrauð í framan og hósta endalaust...best að hætta að blogga...
Sjáumst fljótt fallega fólk


[7:25 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 29, 2005

Ha og hvar ?

Búin að sitja fyrir framan sjónvarpið að horfa á Jamie Oliver og ég sem hef sirka engan áhuga fyrir matseld og hvað þá að horfa á einhvern elda ..nema jú alltaf gaman að horfa á konuna mína elda, enda gaman að horfa á hana nokk sama hvað hún er að gera en það er annað mál.
Þegar þátturinn kláraðist í sjónvarpinu þá einhvernvegin gerði ég mér grein fyrir því að ég er ennþá í geðveikinni þó hún sé svona í þann mund að klárast í vinnunni, er greinilega búin að stíla mig inn á það að vera að vinna á meðan dagsbirtan helst og stundum til að nálgast miðnætti og aftengja mig öllu öðru á meðan og það er nokkuð ljós að ég hef ekki komist niður á móður jörð aftur alveg öll 100 prósentin af mér. Sat á fundi áðan og það var yndislegt, það var samt allt bara núna tveimur tímum síðar rétt að byrja að sýjast inn...langaði að demba mér í sporavinnunna mína þegar ég kom heim en treysti mér ekki til þess því mér finnst ég vera svo langt í burtu frá mér sjálfri eins og ég vil þekkja mig...skrýtin tilfinning en þetta hlýtur að fara að gerast allt saman, mar ætti kanski að rétt slá í stoltið og biðja fallegu englana að hjálpa aðeins til með að koma mér inn í sálina á mér sjálfri attur.
Já það er ekki slæm hugmynd.
Langar að hringja í sponsuna mína en veit ekkert hvað ég á að segja..veit líka að hún les þetta og er á meðan ég skrifa þetta að hugsa hvað hún gæti hugsað þegar hún les þetta sem ég var að skrifa...hihihi..já flókið...skrýtin þessi haus manns hvernig hann virkar stundum.
Hitti þó sjálfa mig samt í sveitinni með fallegu fjölskyldunni minni og það var svo gott að eiga tíma með þeim...ég á svo fallega og góða fjölskyldu...þakka englunum fyrir þau öllsömul :)
Núna langar mig nú samt bara að konan mín komi heim og ég geti elskað hana eins og ég ein er svo lánsöm að mega elska hana...það er að segja á þann mátann sko...ekki misskilja mig ...því hún er mjög elskuð...en engin elskar hana eins og ég...því ég elska hana meira en mest í heimi hér :) hihi
Jæja...skjárinn er hvítur og ég sé ekki mun á litum...hvað þá stöfum...pikka samt áfram eins og óð væri..
meira seinna gott fólk..
ást út í loftið og allt þar í kring


[10:22 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 28, 2005

Í dag...

-Keyrðum við fallega konan mín heim eftir sólarhring í sveitasælunni á Snæfellsnesi.
-Vann Jessica sem ég hélt með í Road to stardom keppninni í sjónvarpinu.
-Fékk ég sms frá litlum engli sem ég hef ekki hitt lengi lengi.
-Skiluðum við bílnum til tengdó g náðum í ALLAN þvottinn okkar brotin saman í leiðinni.
-Fórum við í mat til Mikka og Maju þar sem svartfugl var á boðstólnum.
-Borðaði ég EKKI svartfugl.
-Elska ég konuna mína meira en í gær.
-Þakka ég fyrir að vera til og hafa það svona gott í lífinu.


[10:45 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Hringsnýst inn í mér

Mjög blendnar tilfinningar að bælast um í mér...er þó aðallega glöð að vera heima hjá mér og fannst yndislegt áðan að keyra heim í dagsbirtu úr vinnunni og fá að borða með konunni minni og skvísunni á heimilinu. Nú er konan í verkefni út í bæ og við Elísa skvísa vorum að klára að horfa á strákana. Er búin að fá margar fréttir síðustu daga í miðri traffík. Flestar skemmtilegar en fékk þó eina óvænta frétt áðan sem var ekki eins ánægjuleg því mér brá bara eitthvað ...einn aðili var viss um að ég vissi að þriðji aðilinn væri farin erlendis en ég hafði ekki hugmynd um það þar sem sá aðili hafði ákveðið að segja mér ekki frá ferðinni því hann/hún var viss um að ég myndi bregðast illa við. Af hverju attli það sé...er ég svona grimm eða er þetta bara allt misskilningur í öllu samskiptaleysinu á árinu :)
Já allavega..þá er Guðrúnin mín að flytja til Egilstaða og ég vona að ég sé ekki að skella einhverju á netið sem ekki mátti fara þangað...en ég hef ákveðið frá og með í dag að samgleðjast Puffsternum mínum í flutningum þrátt fyrir að innra með mér ólgi eigingirnin og langar að henda sér á yfirborðið. Ég vil ekki missa svona góða vinkonu lengst út á land..nú þegar er ein yndisleg vinkona flutt til Egilstaða og nú er önnur á leiðinni þangað..hvar endar þetta....
...Egilsstaðir...paradís lesbía á íslandi.is ....kanski endar þetta solis :)
en allavega þá er nú mest bara gott að frétta...margt að gerast inn í mér...nýtt starf á skriljón..kynnast fullt af nýju fólki ..
Nú fer svo í næstu viku geðveikin að minnka rólega og þá mun ég láta mér frá mér heyra og sjá ...og skrifa auðvita.
Eitt er þó alveg á hreinu og það er að ég þarf að komast á leynifund..hef ekki farið í tvær vikur á fund...en það sem bjargar mér fyrir horn er að sponsan mín sæta er búin að kíkja á mig með gulrót og fallegt bros :) takk fyrir það.
knús til ykkar þarna úti og góða nótt...minns fer kanski bara í spurningarnar sínar núna.


[8:35 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 21, 2005

Auglýsingarugl

Halló aftur fallega fólk.
Já ég er andlega búin á því. Mér finnst verðstríðið skemmtilegt en minna skemmtilegt finnst mér þegar fyrirtækin eru að nota logo hjá hvert öðru og afskræma þau...við erum alls ekkert saklaus og ég neita að taka þátt í því en reyni bara að leiða þetta hjá mér.
Finnst í rauninni þar sem ég er soldið svona "ölldýrinískóginumeigaaðveravinir-týpan" að þessar tvær búðir ættu bara að sameina krafta sína....sameinast og kalla þetta bara Griffill-One og hafa bókabúð öðru megin í Skeifunni og svo ritfangabúð hinumegin....já mér finnst það allavega en það er kanski ekkert sem ég á að vera að segja hér á alheimsnetinu en well...ég er eins og ég er og á víst ekkert að skammast mín fyrir það.
Fór heim úr vinnunni í dag til að fagna afmæli með litla fallegu stjúpsyni mínum og fjölskyldu ...bara gaman...og mikið um góðan mat og góðu spjalli. Farin að hlakka til að komast í fjölskyldulífið almennilega aftur.
Á morgun er stund geðveikinnar því þá byrjar hérumbil allir skólar landsins og ungmenninn flykkjast í búðirnar með eina peninginn sinn og versla skóladót sem þau svo geta ekki skilað næsta ár því þá verða komnar nýjar útgáfur af Öllum bókum....eða svoleiðis hefur þetta verið soldið í gegnum árin og greyið fátæku námsmennirnir gjalda fyrir það. En jæja..er að hugsa um að hætta þessu væli og peppa mig upp í skemmtilegan dag á morgun...er með nóg af góðum starfskröftum og meira en til í slaginn. Vildi bara óska þess að ég og kreisigörl værum bara í þessu öllu saman..væri einhvernvegin miklu skemmtilegra...en nóg um það...er eins og er...
Skrifa hér líklega næst þegar stríðinu lýkur og við tekur venjulega góða lífið mitt aftur :)
þangað til næst..hafið það gott börnin mín og munið hver er alltaf ódýrastur...
...nú GRIFFILL :)


[7:54 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, ágúst 20, 2005

Verðstríð.is

það síðasta sem ég myndi vilja vinna við er að vera yfirmaður í bónus til dæmis þar sem verðstríð geisar upp alltaf mjög reglulega. Núna stend ég í því að vera verslunarstjóri í búð þar sem geisar stríð. Stríðið stendur yfir í stuttan tíma og reyndar bara nokkra daga en er þó stíft og tekur á. Búðirnar sem keppast um kúnnann eru ólíkar að flestu leyti en eiga þó það sameiginlegt að innihalda báðar besta fólk. Allt er þetta jú líka í mesta bróðerni og engin leiðindi í gangi að mér vitandi.
Ég hef enga baun virka upp í þreytta hausnum mínum. Helst af öllu í heiminum myndi ég vilja hverfa til útlanda ásamt konu og börnum og helst foreldrum mínum og tengdaforeldrum og ekki minnkaði löngunin í flótta þegar ég skoðaði fínu Spánarmyndirnar inn á barnalandinu hennar Ernu minnar og hennar fallegu fjölskyldu.
Já þessa vinna tekur á og ég hef sjaldan verið eins langt í burtu frá vinum og fjölskyldu andlega eins og ég hef verið síðustu daga og verð næstu nokkra daga í viðbót. En ég get þó boðið öllum upp á Emmes - ís og coca cola light ef þeir stoppa við í búðinni hjá mér....
Já ég hef ekki margt merkilegt að segja í þetta skiptið en vil þakka þeim sem vilja tala við mig eftir þetta fyrir að hafa svona góða þolinmæði. Konunni minni vil ég þó þakka mest fyrir að vera ekki bara búin að mæta með fötin mín og dótið mitt og henda því inn í Griffil þar sem ég á heima þessa dagana. Lilja þú ert yndisleg og ég elska þig.
Á morgun er afmæli hjá honum Alex yndislega og hér er allt tilbúið...Incredibles dúkurinn komin á borðið og Spiderman diskar og glös ofaná dúkinn fína. Verst að maður er að vinna....en jæja...Þegar krakkarnir eru sestir á skólabekkinn getum við farið að slaka á og koma búðinni í þennan venjulega ham sem gildir utan skólavertíðar.

Núna blívar bara að muna tölur dagsins...hvort þær hafi farið hærra en í fyrra..hversu margir eru að vinna á morgun...hvort mar hafi nóg af fólki..hvort allir séu til í slaginn...og muna svo bara að brosa sama hvað gengur á ...því bros getur dimmu í dagsljós breytt.

bladibla...konan er að svitna núna og ég sit hér algjörlega heiladauð.

Hjalti bro...takk fyrir að passa í dag...Þú ert sko goðið hjá Alexíó ..ekki spurning


[10:52 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, ágúst 14, 2005

Good sunday !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Halló fallega fólk.
Var að lesa bloggið hjá fallegu konunni minni og ákvað að skella inn nokkrum línum sjálf í framhaldið.
Búið að vera rugl mikið að gera og vinnu-kolla að fara yfirum flesta daga. Fór þó að hugsa áðan þegar ég var að skutla henni Ingu minni í apótekið áðan hvað maður er heppin að eiga góða að því öðruvísi myndi ég ekki höndla þessa geðveiki sem er í gangi núna.
Kem heim og er að drepast úr stressi og allur heimurinn liggur bókstaflega á herðunum á mér...tekur þá ekki bara á móti mér þessa yndislega fallega kona mín og finnst ég yndisleg eins og ég er ....bíður mér í fangið sitt og ég gleymi stund og stað. Svo stundum þegar ég kem heim er kanski einhvern vinkonan í lit og klipp hjá Liljunni minni eins og í dag og alveg kostulegt að hlusta á þær. Skólavertíð hvað ??? þegar ég hlusta á Ingu og Lilju alveg í kellinga-spjallinu um stelpuna með mikla meikið sem þær þekkja báðar og auðvita nýjustu fréttirnar úr séð og heyrt og svo framvegis. Svo hitti ég fallegu fjölskylduna mína í gær og konan mín kom með mér...skemmti mér konunglega að fylgjast með fallegu fjölskyldunni minni að djamma á leiðinni á ball með miljónamæringunum. Kostulegt allt saman.
Er samt alveg að lyppast niður úr þreytu núna og er að hugsa um að henda mér í fangið á fallegu konunni sem bíður mín í sófanum.
Inga María ...takk fyrir daginn ...þú ert SNILLD.IS og fyndnust í heimi hér.
Urður og Dúa mínar....leiðinlegast að hitta ykkur ekki í dag en takk samt fyrir að reka myrkfælnina úr Eiðismýrinni. Þið eruð englar í mannsmynd báðar tvær.
Fallegust..takk fyrir að bíða mín þegar ég kem heim og taka alltaf á móti mér eins og ég er. Elska þig meira en orð fá lýst. Þú ert fallegust í heimi hér. Það er engin samkeppni í neinni konu því engin kemst með tærnar þar sem þú hefur hælana.


[8:46 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Spámaður.is

Dró spil ....alveg út að aka...en þetta spil segir mér margt.

10 mynt

Fjölskylda þín og vinir tengjast spilinu sem þú varst um það bil að velja. Öryggi einkennir umhverfi ykkar og fjárhag. Þú ert hluti af fjölskyldu þessari sem aðstoðar þig í einu og öllu.
Þú gegnir vissum skyldum gagnvart fólkinu. Hér er um gagnkvæma ást og virðingu að ræða. Uppeldi þitt hefur vissulega mótað þig sem manneskju í atferli og háttum á jákvæðan hátt. Bakgrunnur þinn eflir sjálfstraust þitt.

Knús til ykkar fallega fólksins míns.
Elska ykkur öll.


[9:46 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, ágúst 08, 2005

mjá...það eru komnar inn myndir hjá mér !Jæja þá eru myndirnar sem ég hef fundið hér og þar á netinu komnar inn á albúmið mitt þar sem við vorum ekkert alltof duglegar að taka myndir sjálfar í kattarbúningunum og frelsisbolunum...en svo bíður maður auðvita spenntastur eftir myndum frá honum PÁLMA OKKAR !!!!!!!!!!
Hér eru allavega þær myndir sem ég hef sankað að mér ...svo er auðvita líka hægt að skoða þær með því að skella sér inn í myndaalbúmið hér til hliðar og finna gay pride albúmið og sjá þar árið 2005 í gay pride ....albúmið er á blaðsíðu tvö :)
p.s. vil endilega taka það fram að myndirnar eru ekkert sérlega vel raðaðar þar sem mikið mikið er að gera og ég get ómögulega gert þetta í flýti..en setti þær þó inn fyrir ykkur sem eruð spennt að sjá okkur :) hihi


[10:35 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, ágúst 06, 2005

Allir út úr skápnum

Þá er komið að því...allir komnir snemma á fætur svo hægt sé að fagna...

...fagna því að fallega gay fólkið hér á Íslandi sameinast í gleðigöngu klukkan 15:00 í dag og gengur saman niður laugaveginn.
Láttu sjá þig !!!!!!!!!!!!!!


[8:56 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, ágúst 03, 2005

Upp Laugaveginn

Smá tími til að bloggast...konan á drag-keppninni sem ég var svo löt að nenna ekki á sökum ógeðsvinnuálags og auka álags frá mér sjálfri um að gera allt svo vel og klikka ekki á neinu. Sem er í rauninni mun verra álag heldur en vinnuálagið því það telst nokk eðlilegt að vera með álag á sér í vinnunni þegar líður að skóla og aðal búðin í bænum á skólatíma er að sjálfsögðu GRIFFILL þar sem ég vinn :)
Annars lítið að frétta...eða ég lýg því reyndar..það er hellings hellingur að frétta en er búin að ritskoða það og ég held barasta því miður fyrir ykkur lesendur góðir að ekkert af því muni fara hér á alheimsnetið. Lennti í því að blogga eitthvað undir rós um daginn og það var ekkert alltof vel tekið í það af tíðum lesenda svo ég mun héðan í frá vanda orða minna og tala um þá hluti í meirihluta sem eru komnir upp á yfirborðið en ekki rétt ókomnir úr kafi....well well ...þá er sá biturleiki úr systeminu hjá mér og tími til að halda áfram.
Gay pride nálgast óðfluga og komin fiðringur í fólkið attla ég að vona.
Við stelpurnar erum allavega orðnar spenntar að ganga stoltar og sumar að dansa stoltar niður laugaveginn í ár. Hvernig væri samt ef Gay pride gangan færi upp Laugaveginn svona til að undirstrika HINSEGIN DAGA HÁTÍÐ í Reykjavík ... bara hugmynd.

Unan mín er komin heim ásamt Rósinni sinni og þær líta út eins og tvö sólblóm endurnærðar og bjútífúl eftir gott frí ...gott að fá stelpurnar heim því ég er hálf vonlaus án Unu minnar handan við hornið.

Hef lítið að segja núna..er að hugsa um að vera doldið dugleg að heyra í litla englinum sem vill kalla sig sponsor en ég kýs bara að kalla engil í mannsmynd. Nú svo deilum við því víst að kalla hana Díönu líka.
Já best ég dembi mér í leyniprogrammið barasta...og njóti vel.

Ást og hamingja alla leið út í loftið og megi vængir þess fljúga og setjast á öxlina á ÞÉR.


[9:30 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Svona í bili allavega

Það er vitlaust að gera og rúmlega það á þessum bæ.
Svo í bili verð ég blogglaus...en það má auðvita stytta sér stundir í söknuði með því að skoða síðurnar hér til hliðar nú og skemmta ykkur við að skrifa falleg komment til mín...eða bara skrifa komment.
Þykir ávallt vænt um ykkur og hlakka til að skrifa aftur þegar GEÐVEIKIN er á enda á öllum vígstöðum.
Over and out
Vinnu-Kolla en þó ekkert skrímsli :)


[6:09 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K