Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðmánudagur, október 31, 2005

Jólin koma

Jú helgin var yndisleg í alla staði og svona á lífið að vera finnst mér...
Er komin heim úr vinnos og er mikið búin að vera að hugsa hvað ég er þakklát að vera í góðri vinnu, vinna með góðu fólki...það er svo stór partur af því að vera hamingjusamur að vera sáttur við þá vinnu sem maður er í því maður er jú í vinnunni mjög stóran part af lífinu.
Var á mögnuðum fundi í gær og upplifði soldið nýtt sem ég hef ekk upplifað áður..magnað. Sem betur fer var Pálí hjá mér..takk fyrir það Pálí.

Fórum í bíó í gær að sjá grínmynd sem heitir The 40 year old virgin og hún kom mér mikið á óvart verð ég að segja..hló bara heilan helling og náði að hræða litla stráklinga sem sátu í sömu röð og við og voru ekki að fara að hætta gólinu ...svo ég tók smá "strákar" með djúpu röddinni á litlu greyin. Þeir þögnuðu það sem eftir lifði af myndinni og hlupu út um leið og myndin var búin svo þeir þyrftu ekki að mæta mér á leiðinni út :) hahaha...já svona er maður orðin mikil kelling, farin að skamma unglinga í bíósal og sona :)

Annars lítið nýtt að frétta..massaði prentara upp hjá ömmu og afa fyrir helgi og þau voru frekar mikið ánægð ...búin að prenta út heilan helling síðan elsta barnabarnið skellti upp prentaranum fyrir þau :) þau eru svo mikið æði þessar elskur.

Fáið þið ekki þessa tilfinningu þegar það er komið nákvæmlega þetta veður sem er ríkjandi í dag að það sé óðfluga að nálgast jólin ??? ég fæ þá tilfinningu allavega og er í jólaskapi þessa dagana :) hlakka svo til jólanna með fallegu fjölskyldunni minni ..vei vei vei

gotta go
kollsterinn...í spari-jólaskapinu


[5:36 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, október 30, 2005

Í stuttu máli

-Á föstudaginn eyddi ég 12 tímum í strætinu með Urðinni minni að telja ... gaman

-Á laugardaginn vaknaði ég klukkan sjö og fór aftur í strætið klukkan átta en var þar bara til tíu.

-Á laugardagskvöldið söng Ragnheiður Gröndal með sinni fögru rödd beint í hjartað á mér...sat ásamt hundrað öðrum að hlusta en fannst ég samt vera ein í salnum þegar hún söng.

Eftir Ragnheiðar-konsertin fór ég að hitta Unu mína og hinar sætu stelpurnar ásamt fallegastri minni og we danced the night away í góðum hópi undir fögrum tónum Páls kennum við Óskar....á Pravda af öllum stöðum.

Í dag var heimsókn hingað og heitt í ofni með því, spjallaði um pólitík og veikindi okkar systkynana í gegnum árin við systkynin, mútti og fallegust.

Núna er ég að fara á leynifund nýkomin úr bíó .....gaman :)


[8:13 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, október 27, 2005

Síðasta lagið í bili

Þessi leikur hefur bara gengið nokkuð vel og mikið af fólki sem greinilega er að fylgjast með...sem er gott.
Nú er ég að hugsa um að skella inn síðasta laginu í bili og sjá hvort einhver þarna úti nái að vera á undan tveim vinkonum mínum sem ég veit að vita hver flytur þetta lag....

You always taught me right from wrong
I need your help, daddy please be strong
I may be young at heart
But I know what I'm saying

Annars bara það besta að frétta...bakverkurinn er að víkja fyrir verkjatöflunum góðu sem ég loksins asnaðist til að taka í dag...
Bið að heilsa í bili

knús
Kollsterinn...öll að koma til


[7:50 e.h.] [ ]

***

 

Erfið þraut

Skýin hanga til þerris á þvottasnúrum,
þarnar er sólin að baða sig eftir daginn
að lokum hún sekkur í rauðan sæinn
undir sængunum örþreytt og vær við kúrum.

Hvaða lag er þetta og við hvaða tækifæri er það sungið ? nú ef þú getur söngvara líka þá er það ekki verra ???


[5:42 e.h.] [ ]

***

 

En þetta ????

sælt er sófa gaman; við sitjum bæði
eins og ofin saman einum þræði.
bráðnað ljós á borði og besta nefið
sem hæfir einu orði og er mér gefið.

Þetta lag er í miklu uppáhaldi hjá mér og nú vil ég vita höfund og þann sem syngur líka :)


[11:54 f.h.] [ ]

***

 

Gettu nú ...

Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli og syngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið og Guð á himnum að vin.

Hvaða lag er þetta og hver syngur það undursamlega vel að mínu mati ???


[11:50 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, október 26, 2005

Lag númer 2

Við erum komin með sigurvegara úr fyrstu getrauninni og nú langar mig að prufa annað lag og sjá hver hreppir hnossið....sigurvegari í fyrstu getraun var hún Elsa pelsa ..til lukku með það Elsa.


Hér kemur næsta lag og spurningin er annaðhvort hvað lagið heitir eða hver syngur lagið...nú ef þú getur svarað því báðu þá er það bara bónus :)

From the very first moment I saw you
That´s when I knew
All the dreams I held in my heart
had suddenly come true


Já og gettu nú....


[11:41 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, október 25, 2005

Hvað er lagið ???

life ain´t always what is seeme to be
words can´t express what you mean to me
even though u gone we still a team
through ya familie I fullfill yo dreams...

sungið með rappararöddu....
fyrsta getraunin er ekki einföld...þetta lag sló í gegn hér um árið og er frekar rólegt...
koma svo easy rapp-aðdáendur eins og ég...syngið þetta í huga ykkar...

gef kanski vísbendingu ef engin getur þetta...

Diljá ; þessi er ekki einfaldur fyrir þig :)


[10:10 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, október 24, 2005

Lítil hjörtu gleðjast mest

það kemur stórt bros á litla fallega engillinn sem situr við hliðina á mér í sófanum....

Elísabet ; "Kolla , manstu í gær þegar þú sagðir á meðan við vorum í lego "Alex minn ertu með fretuna ?" ?? "og svo var það ég sem var að prumpa ?

Kolla ; já ég man elskan...

Elísabet ; ertu að hlægja inn í þér eða finnst þér þetta ekkert fyndið ?

(sagði henni nefnilega um daginn að stundum fyndist mér hún alveg fyndin en ég væri bara að hlægja inn í mér þegar hún heyrði mig ekki hlægja..henni finnst ótrúlega mikilvægt að manni finnist hún fyndin og ég skil hana vel)

Ég er inn á baði að skella í vél og inn kemur litla prinsessan askvaðandi

Elísabet ; "Kolla manstu þegar við vorum nýfluttar inn og þú attlaðir að setja í þvottavélina...svo bara gleymdiru að slökkva áður en þú opnaðir og það spýttist vatn á þig alla ? "

Kolla ; já ástin mín


Ég fór með börnin á Latabæjarhátíð um helgina...tveim dögum síðar heyrist í litlu skvísu

Elísabet ; "Kolla manstu þegar við vorum á Latabæ og þú sagðir Halla himintungl þegar það var Halla hrekkjusvín á sviðinu , það var ótrúlega fyndið "

Kolla ; já elskan :)


[11:35 e.h.] [ ]

***

 

Blogg-pause

Hér er blogg-pása. Veit ekki hversu lengi hún endist en bið að heilsa ykkur á meðan.
Kollsterinn...í smá pásu


[10:17 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, október 23, 2005

Hingað og þangað

Smá kommentasvör áður en ég hripa eitthvað lítilfjörlegt um sjálfa mig niður...
Sá sem auglýsir ball kallar sig model.is ...er þetta ball á vegum modelsamtaka eða samtakanna 79 eða FSS ...betra að vita hvern maður er að styrkja :)
Júlla .... hver ert þú ... ? forvitin Kollster spyr.
Naglinn minn...ert þú systir hennar Sigrúnar ? á hún þá tvær lesbískar systur greyið ??? hihihi

Annars fínasta að frétta hérna megin, var að koma inn úr dyrunum þar sem ég fór í bíltúr með börnin og leyfði konunni að lúra örlítið lengur í morgun. Við fórum í mánaðarlega flösku-bíltúrinn þar sem við skilum flöskum og svo fá englarnir smá pening hvort fyrir og velja sér nammi í búðinni fyrir flöskupjéninginn.
Við skutluðumst svo til Ernu til að láta hana hafa föt af Alexi sem gætu passað á Tómas töffara , ég stökk inn til Ernu á meðan börnin sátu eins og englar úti í bíl enda með nammi til að halda sér uppteknum.
Svo var keyrt í Breiðholtið til Hadda (pabbi barnanna) og sóttur fimleikabolurinn þar sem það er aukatími í fimleikum hjá skvísunni í dag.
Gærdagurinn var yndislegur alveg fram að kvöldi....komum heim og sóttum börnin ...Alex í leikskólann og Elísabetu í fimleika. Um kvöldið tók ég að mér að vera þjónn í veislu sem kallast að ég held Kvennaþing og er haldið einu sinni á ári. Þar hittast 60 stk konur ...jakkafataklæddar og snæða saman...fá snyrtidót...horfa á skemmtiatriði og njóta þess að hafa enga karla í kringum sig heilt kvöld.
Nokkuð vel heppnað bara en var kanski að vinna aðeins lengur en ég hafði reiknað með og samið var um, það fór þó allt vel á endanum enda getur auðvita orðið misskilningur þegar hlutir fara í gegnum marga aðila :) skiljanlegt alveg.
Er reyndar dauð ennþá í litlu löppunum mínum þar sem þær eru ekki vanar að þjóna í 6 klukkutíma á hælum...greyið ég :)
Afmæli hjá Hjalta bro á ettir...mikil tilhlökkun að knúsa drenginn og gleymum ekki heita réttinum....fæ vatn í munninn að hugsa út í það .
ble í bili gott fólk
ykkar
Kollsterinn...með illt í fótunum en hlakka til að borða heita réttinn.


[12:00 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, október 21, 2005

Home sweet home

Halló aftur ...
Þetta var ekki lengi að líða en ég er ekki frá því að það sé alltaf best heima...ég er soldið farin að skilja betur afstöðu mömmu minnar sem talar alltaf um að tvær vikur í útlöndum sé alveg tops, því það er of langt allt sem er lengra en það í burtu nema auðvita að maður sé að gera eitthvað skemmtilegt auðvita í útlandinu. Allavega erum við komnar úr veldi danans, áttum yndislegar stundir þessa fimm daga sem við vorum úti og ég er búin að skella inn þessum örfáu myndum sem við tókum. Höfðum reyndar litla rænu á því að vera duglegar að taka myndir, vorum aðallega bara að njóta þess að vera í fríi.
Vorum í frábærri heimagistingu hjá yndislegu íslensku fólki sem býr í rosa flottu húsi á Amager....ef þú ert að fara til DK þá um að gera að tékka á ÞESSU því þetta er frábært...
almennilegt rúm...ísskápur ...örbylgjuofn...ristavél...hraðsuðuketill...númerið á taxa og pizzastað á ísskápnum...risarisastór baðkar sem sjá má á myndum í albúmi og rólegt hverfi á góðum stað í Danmörku.
Já algerlega yndisleg ferð í alla staði...versluðum heilan helling af jólagjöfum og auðvita svona hitt og þetta sem vantaði upp á fataúrvalið hér heimavið. Slöppuðum af og slöppuðum meira af..heimsóttum vini hennar Lilju ....versluðum svo tollinn handa tengdó á heimleiðinni ...sígó handa Ununni minni...
Komnar heim í kot og mikið sem er tilhlökkun að sofa í góða góða rúminu okkar í nótt. Mar sefur alltaf best bara heima hjá sér..
Hjalti bro afmæli næsta mánudag ásamt Önnu Karen vinkonu...gaman að því.
Vinna hjá mér á morgun...verð í bandi :)
endilega tjékkið á myndunum okkar...
p.s. ef þú ert með skype þá endilega gemmér skype-nafnið þitt ...:)


[9:59 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, október 15, 2005

Bless í bili

Jæja, þá er komið að því...síðasta bloggfærslan áður en haldið er í vél til veldi danans...
búið að skipta í gjaldeyri..
búið að tékka á pössum ...
búið að hlaða batterí í myndavélina...
búið að gera jólagjafalista til að geta keypt kanski part af gjöfunum úti..
Er í vinnos núna að ganga frá lausum endum svo ég geti kvatt með góða samvisku í þessa nokkra daga sem ég verð í burtu.
Veit líka að stelpurnar hér eru svo duglegar að ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu.
Litla stjúpdóttirin fékk nett dramakast yfir þessari útlandaferð í gær, var ekki sátt við að við færum báðar í burtu, henni fannst bara mjög ósanngjarnt að önnur okkar gæti ekki verið eftir hjá henni heima :) hún er svo mikið yndi þessi elska..
En þá kveð ég ykkur í bili..hvet ykkur auðvita til að vera dugleg að kommenta í fjarveru minni svo fólk hafi eitthvað að lesa þegar það kemur inn á los bloggos.

Kollsterinn...flýgur á morgun


[10:32 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, október 14, 2005

Heimsókn í bókabúðina

Hellú þið fólk :)

Jæja, komin Ædol(föstu-)dagur og sætu stelpurnar koma að horfa hjá okkur í kvöld. Er að hugsa um að fá mér eitt sprite glas svo með Unu minni eftir Ædolið, nóg að gerast á morgun...vinna...hitta Ölmu...fá Dil sætu í heimsókn...fara að sofa ...og áður en ég veit af er ég flogin ásamt fallegastri til Veldi Danans...vei vei vei
Una sæta mín kom í heimsókn í vinnunna mína áðan ....enda alveg komin tími á hana að kíkja hingað til mín, verð að segja að hún var mun duglegri að heimsækja mig í vinnunni í Bókabúðinni í strætinu enda er hún Una mín soddan miðbæjarmús ( vil ekki segja rotta því mér finnst rotta ljótt) en allavega...gaman að geta knúsað Ununa mína aðeins þrátt fyrir að það hafi verið stutt...hlakka svo bara til að ná smá kvolitítæm með tjellingunni í kvöld...hihiih Knús til þín Unan mín :)

Urðsi...ég er með pakka hér handa þér þegar þú kemur heim og ég get sagt þér að þú átt eftir að verða annsi mikið glöð og þakklát ..ég veit það bara .....hlakka svo til að gefa þér þetta :) sona seinn afmælispakki þar sem þú ert í útlandinu :)

En jæja...best að hætta að spjalla ..vinna meira ..pikka minna eins og ég hef stundum sagt :)

Ble í bili
Kollsterin...Þyrst í Seven-Up


[2:16 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, október 13, 2005

Það liggur við að mar sé farin að telja niður klukkustundirnar í útlandaferðina :)
Skvísa Rut er í vinnunni minni núna og nóg að gera hjá henni að skoða allar útsöluvörurnar í búðinni :)
Lítið nýtt að frétta...mar er að vinna til átta í dag ...sex á morgun...tvö á laugardag og þá er manns komin í örstutt sumar-vetrarfrí...bara gaman að því.
Það er kanski bara spurning um að láta bílinn í dekkjaskiptingu og annað í þeim dúr meðan mar er í útlandinu...best að redda því.
Ekki komið meira plan í bili... see ya laters


[4:18 e.h.] [ ]

***

 

Bráðum koma blessuð...

Vaknaði í morgun við símann og varð eitt stórt bros þegar ég áttaði mig á því að klukkan var bara átta og ég mátti sofa til rúmlega níu , stillti klukkuna upp á nýtt og dottaði til að verða hálf tíu held ég , Alex Uni snillingur kom til okkar í morgun þar sem það var frí á leikskólanum og sagði þegar hann kom í dyragættina og mamma hans var búin að heilsa honum "ég er að heimsækja Kollu" ...Lilja ; nú ertu ekki að heimsækja mig ? Alex ; jú en núna er ég búin að heilsa þér....hvar er Kolla ?
Hann er svo sætur :)
Fór svo út og viti menn, jörðin hvít af snjóflygsum og í staðinn fyrir að pirrast yfir þessum kulda og snjó þá andaði ég djúpt, fann lyktina af vetrinum og hugsaði memmér "vá hvað það er stutt til jóla" ...keyrði í vinnunna í sæluvímu því mér finnst lífið vera gjöf til mín og ég er ótrúlega þakklát fyrir hana, veit að ég hljóma soldið eins og ég hafi verið að koma úr kirkju eða húsi andans en svo er ekki. Það er bara eitthvað svo margt gott að gerast og ég er svo mikið að kunna að meta hvað er verið að setja í hendurnar á mér algjörlega í öðru vilja en mínum eigin.
attla aðeins að pása eintalið mitt og svara nokkrum kommentum sem ég var svo lánsöm að fá í síðustu færslu...

Erna Rán...Takk fyrir kommentið sæta mín og takk fyrir heimsóknina í gær ,veit að þú komst í raun til Lilju en mikið sem ég hafði gaman af því að sjá þig, vona að þú vitir hversu góður vinur þú ert :) elska þig ótrúlega mikið

Barbí mín...Takk fyrir að láta mig vita að þú fylgist memmér, veitir mér einhverskonar öryggi því þú hefur gert svo margt gott fyrir mig og kennt mér svo margt síðan við kynntumst , ég veit það líka núna að þó þú kvittir ekki þá er ég samt í uppáhaldi ennþá ;) hihihi

Pálí... þú ert nú bara sjálf með ótrúlega fallegt hjarta og takk fyrir að segja að mitt sé fallegt , ég tárast nú bara næstum að heyra svona orð þar sem ég er ekki alveg sá töffari sem ég gef mig út fyrir að vera ...en þú veist það sossum. Knús til þín sæta.

Já þetta voru nú bara svör við síðustu kommentum ...en meira um lífið...er að hugsa um að skella Ragnheiði Gröndal á play og njóta njóta njóta...þarf reyndar líklegast að hendast niður í búð eftir augnablik því útsöluauglýsingin okkar kom í Fréttablaðinu í morgun svo það má reikna með að það verði gott að gera í dag .
Hvet ykkur til að kíkja við og þá sérstaklega ef þið eigið börn...eða gefið börnum jólagjafir því hér erum við að tala um hlægileg verð ..jólasveinninn getur meira að segja notað tækifærið og sparað sér að láta álfanna búa til skógjafir og keypt þær hér á dúndur-verði ;)
Ég mun allavega taka vel á móti ykkur...

Þangað til síðar
Kollsterinn...í jólaskapi


[10:16 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, október 11, 2005

Annars lítið að frétta

Snillingurinn hann Litli Bro (Hjalti bróðir sem er venjulega bara kallaður litli bro fyrir þá sem ekki vita það :) er búin að gera tölvuna mína mjög þægilega núna ...hannn skellti inn mjög sniðugu forriti og nú get ég sjálf séð um það sem hann hefur verið svo elskulegur að sjá um fyrir mig í framtíðinni.
Já tölvur eru merkileg tæki...þó treysti ég þeim ekki alla leið.
Held ég skelli mér í myndaalbúmsmál...er ennþá að skýra myndirnar og raða þeim soldið upp svo endilega kíkið...það eru líka komnar inn myndir frá því þarsíðustu helgi og margt skemmtilegt fleira ....tjékk it out fólks


[10:09 e.h.] [ ]

***

 

Verðlaunahafi

Í boði fyrir sigurvegarann í matar-ágiskunarkepnninni (sem var by the way mjög erfið og þarafleiðandi einungis einn aðili sem tókst að giska á rétt ) er í verðlaun hvorki meira né minna en kvöld að eigin vali (ef ég er á landinu það er að segja) í kvöldmat á Eiðismýri, ódýra klippingu og litun og auðvita gott kvöld í faðmi okkar fjölskyldannar :)
Elsku Diljá til hamingju með verðlaunin þín og endilega náðu í þau hjá mér þegar þú vilt :) þú kannt númerið mitt ;)
ást og kossar


[1:59 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, október 10, 2005

Viðbót

-bara að skjóta því inn að Keilugrandinn góði er enn á sölu og mun ágóðinn af honum renna beint í lokaðan sjóð sem eingöngu verður notaður til íbúðakaupa fyrir þessa ágætu fjölskyldu sem ég tilheyri :)
ást


[10:33 e.h.] [ ]

***

 

Örfréttir

Stutt og laggott.
-Fínasta að frétta, allt í gangi í vinnos vegna stórútsölu sem hefst á fimmtudaginn.
-Við spúsa mín erum líklegast að fara að leigja í ár í viðbót og ekki að kaupa íbúðina á Framnesveginum.
-Danmerkurferð er næstkomandi sunnudag og mikil mikil tilhlökkun.
-Jódís er ótrúlega góð söngkona og ég gleymdi að nefna hana í upptalningunni minni svo ég biðst afsökunar á því :)
-Ég er á heimleið en mun koma við í krónunni eða Bónus þar sem lilli bro er að koma í mat og minns þarf að elda (sá sem giskar á hvað verður í matinn hjá mér hlýtur fín verðlaun og svör þurfa að berast í kommentin fyrir morgundaginn :)

Ekki meira í bili

ást og knús út í loftið þarna úti :)

Kollsterinn...stutt í spuna


[5:43 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, október 09, 2005

Fyrirmyndir og annað skemmtilegt

Sit hér á fallega heimilinu mínu að spila Sudoko eina ferðina enn enda er þetta mjög svo ávanabindandi leikur. Er með Siggu , Hildi Völu og Villa Vil á fóninum að syngja hástöfum með til að refsa fólkinu hér fyrir ofan sem hélt vöku fyrir öllu húsinu í nótt með einhverjum leik sem gekk greinilega út á það að henda húsgögnum út um allt, finnst soldið glatað að vera að færa til húsgögn með þessum hætti seint um nótt og frekar nýstárleg aðferð við að breyta til heima hjá sér. Okkur Lil stóð nú ekkert á sama þegar við heyrðum þessi læti í nótt, ég fór hetjuför fram og tékkaði hvort það væri ekki örugglega læst hjá okkur ef þessir vitleysingjar tækju upp á því að fá leið á sínum húsgögnum og vilja færa annarra manna húsgögn til. Til þess kom sem betur fer ekki og við sofnuðum værum svefni þegar allt var liðið hjá enda fór ég bara með englabænina mína og hún virkar svo fínt þegar maður er nett á tauginni :)
Spjallaði við Ernuna mína áðan heillengi og gott að heyra í stelpunni, hún fékk reyndar gubbupest greyið og er soldið slöpp ennþá, úff maður verður svo lítill þegar maður gubbar svona, ömurlega tilfinning...hún hefur alla mína samúð og eflaust ykkar líka :)
Konan er ekki heima og ég er í dag og í gær búin að vera með svona Kollu tíma fyrir mig sem er rosalega gott að hafa af og til ... viðurkenni samt alveg að ég hefði ekkert á móti því að liggja ennþá upp í rúmi að kúra með henni :)

Urður...hvað þýðir að dreyma Siggu Beinteins ? mig dreymdi hana nefnilega í nótt og hún var voða opin með lessuna í sér ...hahaha
p.s. litla stjúpdóttir mín spurði Lilju í vikunni

Elísabet ; Mamma er Sigga Beinteins ekki lesbía ?
Lilja ; jú ástin mín en hún hefur aldrei talað um það opinberlega
Elísabet ; er hún hrædd um að verða ekki svona fræg ef hún segir að hún sé lesbía ?
Lilja ; já kanski eða hún vill bara ekki tala um einkalífið sitt.
Elísabet ; mamma ef þú værir fræg myndiru þá segja að þú værir lesbía ?
Lilja ; já ég skammast mín ekkert fyrir það , ég myndi segja frá því ef ég yrði spurð

korter líður og allt í einu kemur Elísabet aftur fram til mömmu sinnar

Elísabet ; Mamma , ef ég væri lesbía og fræg þá myndi ég ekki segja að ég væri lesbía.

Já fólk er meiri fyrirmyndir heldur en það gerir sér grein fyrir.....ég sé þetta allavega þannig að stjúpdóttur minni finnst svalara að segja ekki frá því þar sem Sigga segir ekki frá því og gleymum því ekki að Sigga er FRÆG í hennar augum :)


[12:15 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, október 08, 2005

Ástin er

Sæl á sunnudegi góða fólk.
Var að setjast niður fyrir framan tölvuna eftir góða törn í að þrífa aðeins heima hjá mér...skellti nokkrum góðum konum á fóninn...Hildi Völu, Emilíönu og Brynhildi og pumpaði græjurnar í botn næstum ...svo var bara tekið upp þríf-settið og hreinsað hér :)
Konan er í vinnunni og ég ákvað að það væri gáfulegra að vera heima og þrífa heldur en að fara að vinna bara af því að konan er að vinna :)
Er búin á því eftir þrifin og attla í sturtu um leið og gólfið á baðherberginu er þornað eftir skúrið :)
Var að fá góðar fréttir rétt áðan...það er svo gott að heyra þegar einhver sem manni þykir óendanlega vænt um er ástfangin .
Já er að hugsa um að skella mér í eins og eina tvær sudoko þrautir og henda mér svo í sturtu með tónlistina í botni :)

p.s. Una sæta mín , er ekki komin tími á okkur að hittast eftir vinnu og spjalla ?
mig dreymdi þig í nótt og brosti því draumurinn minnti mig á skemmtilegt kvöld sem ég þú og Harpa áttum eitt sinn á Ölstofunni...manstu ?? ég var að segja ykkur frá Ameríska sendiráðinu ..mótmælin....og svo auðvita jarðborin ..mannstu ???
knús til þín og sjáumst á mánudaginn sæta :) luv ya


[1:41 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, október 07, 2005

Gráti næst....gleðigráti

Hæ hæ.
Hér er feimin kona á ferð og þakklát mjög. Langar að segja ykkur frá einu sem ég var að upplifa rétt í þessu.
Ég er mikið búin að vera að hugsa til manneskju sem ég þekki lítið en þekki þó, hún er mjög klár og hæfileikarík konan sem sífellt hefur komið upp í huga mér, en þó ber ég engar tilfinningar til hennar sem Lesbía þið vitið, megið ekki misskilja, þetta er engin Lilja ...eða neitt í þá áttina. Þannig er bara að mér finnst þessi manneskja svo rosalega hæfileikarík og ég þori aldrei að segja það við hana þegar ég rekst á hana. Svo þar sem ég og fallega sponsan mín erum að vinna í því hjá mér að segja bara það sem ég hugsa (svo lengi sem það skiptir einhverju máli auðvita) þetta lá svo á mér og mig langaði svo að koma þessu frá mér, svo ég ákvað að krossleggja fingur, sendi viðkomandi manneskju lítið mail þar sem ég sagði henni bara að mér fyndist hún frábær og ótrúlega klár kona og ekkert meira en bara það stóð í þessu litla maili. Ég verð að viðurkenna að um leið og ýtti á SEND takkann þá blótaði ég örlítið í hræðslu við að þessari konu fyndist ég bara vera einhver geðsjúklingur sem væri að stalka hana ( sem er soldið kjánaleg hugsun þar sem við þekkjumst aðeins og hún veit alveg hver ég er) ....en já ...til að gera stutta sögu langa...þá fékk ég lítið sætt mail tilbaka áðan (ég tek það fram að ég var engan vegin að bíða eftir neinu tilbaka því ég bað ekki um nein svör við neinu, þetta átti bara að vera lítið hrós-bréf til hennar) en já ..hún sendi mér lítið hrós bréf tilbaka og viti menn, þá er hún immit sjálf týpan sem myndi gera immit þetta sem ég gerði ...hún sagði bara eina svo sæta setningu til mín að ég bara næstum táraðist.

Já maður er alltaf að læra og í dag hef ég lært það eina ferðina enn að þegar hjartað mitt segir mér að gera eitthvað en hausinn segir sterkt nei þá er ekkert vitlaust að reyna á það og bara treysta því að útkoman verði eins og hún á að vera.

Annað var það nú ekki í bili ...
Kveð ykkur að sinni kæra fólk :)

Kollsterinn...Alltaf að læra


[3:42 e.h.] [ ]

***

 

Ideas anyone ???

Ég attlaði að vera með leik þar sem ég myndi gera svona "Ég er að hugsa um manneskju...
segja svo nokkra punkta og sjá hvort þið gætuð giskað á hver viðkomandi væri af mínum vinum og vandamönnum en þegar ég byrjaði þá gat hver setning átt við svo marga þannig að ég gafst upp, þetta krafðist of mikillar hugsunar fyrir mig as for now allavega :)
Ert þú með hugmynd um hvað þig langar að ég skrifi um ? ég er til í nokkurn vegin hvað sem er ef það er siðsamlegt. Nú vil ég bara góðar hugmyndir og ég síðan pikka þaðan í frá :)
knús
Kollsterinn...Nett hugmyndasnauð blogglega séð


[1:10 e.h.] [ ]

***

 

Í vímu

Halló fallega fólk.
Nú er komin ferðahugur í mig og mig dreymir jafnvel danaveldið meðan ég sef róleg í rúminu mínu hverja nótt...alveg merkilegt hvað manni getur hlakkað mikið til bara þó það sé ekki nema að til þess að geta sofið út nokkrar nætur í röð, tók mér sama sem ekkert sumarfrí svo þetta verður mitt sumarfrí í ár ...
Múttan er farin til Alicante á Spáni og fær örlítið meiri sól líklegast heldur en við Lilja þegar við stingum af til danaveldis í næstu viku eða á sunnudaginn 16 það er að segja.
við verðum HÉR og mér líst bara vel á það ,ef ég skil rétt þá erum við bara 15 mín í bæinn með strætó og svo er stutt að fara til Signýjar sem er mjög gott :)
Annars er það að frétta að ég var rétt í þessu að eignast diskinn hennar Brynhildar Guðjóns þar sem hún syngur lög úr Edith Phiaf söngleiknum og þessi rödd hljómar eins og engill að himnum ofan...þvílík fegurð sem hljómar í eyrum mínum núna. Ég er svona nettur fíkill í góða tónlist, tónlist er eitt af því sem getur gert eftirfarandi hluti fyrir mig...

-látið mig gleyma stund og stað, sama í hvaða ástandi ég var í áður.
-látið mér finnast ég frábær og dansað út um allt.
-íft upp gömul sár sem ég hélt að væru löngu gleymd.
-rifjað upp gamlar fallegar minningar á bakvið margt fallegt fólk.
-fengið mig til að brosa þegar ég er að gera eitthvað mjög leiðinlegt og hversdagslegt.

Já tónlist er minn flótti og líka minn unaður þegar engin flótti á sér stað...tónlist er merkilegt verkfæri og ég er þakklát hvað mikið er til af góðri og fallegri tónlist í heiminum...svo þekki ég líka fullt af mjög góðum söngkonum bara ekki lengra en hér heima á Íslandi...og er mikið stolt af þeim..af mörgum góðum sem hafa látið húðina á mér mynda gæsabólur má nefna í fljótu bragði ..
Kristínu Eysteins (uppáhaldið er draumalandið alveg án alls efa)
Tótu gíraffa
Nönu Chick
Puff moma
Evu LOVEgúru
og svona mætti lengi telja...já ég kann gott að meta...það má með sanni segja :)
ást til ykkar allra

Kollsterinn...í tónlistarvímu


[9:35 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, október 06, 2005

Hitt og þetta ..þó aðallega þetta

Allt komið í lag.
Komnar með gistingu
Komnar með flug á góðu verði.
Mjög sátt konur sem fljúga til Danaveldis þann 16.október næstkomandi.
Takk fyrir það stóri engill á himnum :)
p.s.var að lesa bloggið hjá Heiðu sætu og er hálf meyr ..fallegur lestur.


[1:55 e.h.] [ ]

***

 

Týpískt

Góðan dag gott fólk. Hér er nóg um að vera og ný auglýsing komin í vinnslu hér í Griffilsbúðum ...konan á leiðinni heim veik og mig langar mest af öllu að stinga af og fara heim til að hjúkra henni ..því það er svo erfitt að vera svona veik. Hún mætti galvösk í vinnuna í morgun viss um að sér væri batnað en sló svo niður svo hún er á heimleið þessi elska.
Fórum að skoða íbúðina í gær sem við vorum svo spenntar fyrir og okkur leist bæði vel og illa á hana, að mörgu leyti hafði hún góða kosti, stór, mörg herbergi og svona en að öðru leyti þá voru annsi stórir gallar líka sem er ekkert grín að vinna í..þurfum að komast að því hversu há greiðslubyrgðin er á henni og þá getum við skoðað þetta mál betur, þangað til held ég áfram að krúsa vefsíður mbl.is í fasteignadálknum..endilega látið mig vita ef þið sjáið eitthvað bitastætt fallega fólk :)
Annars er ég bara nokk hress, farin að hlakka til helgarinnar annsi mikið, verður gott að vera í fríi með konunni, hún er reyndar að vinna á laugardeginum en well..við höfum kvöldið samt út af fyrir okkur, föstudagurinn er upptaka á Idol og svo Idol um kvöldið hjá Pálí sætu....risaskjár og heimabíólæti .
Já margt gott að gerast svo ég bið bara að heilsa í bili...

p.s. það er ráðstefna í danmörku á þeim tíma sem við erum að fara út svo hótel er næstum vonlaust að fá....soldið týpískt .....


[12:18 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, október 05, 2005

Reykjavíkurborg

Gatnakerfið í Reykjavík er að gera út af við mig....ef ég hætti mér í miðbæinn eins og ég gerði í hugsunarleysi í morgun þá kemst ég bara ekkert aftur í vinnunna án vandræða...er alveg að verða vitlaus á öllum þessum viðgerðum og bótum og allt þetta rugl á hringbrautinni og annarsstaðar í kringum miðbæinn..enda alltaf í vitlausri átt út af öllum þessum slaufum út um allt.....ansans vesen barasta....og hananú..
Greyið gamla fólkið sem er vant að fara sína leið dag hvern á bíl...það endar bara allt annarsstaðar en það ætti að vera að fara held ég ....
Mér líður eins og gamalli konu sem er að fara að hringja í þjóðarsálina og kvarta mig hása yfir þessu rugli í gatnamálamálum...já en ég mun ekki gera það samt..
Búin að bóka hótel í danaveldi...nú er mar sko farin að hlakka til meira..hótel og fínerí ..vei vei

over and out
Kollsterinn...Ekki mjög ratvís á götum Reykjavíkur


[1:50 e.h.] [ ]

***

 

11 dagar í danmerkurferð

Sælt veri fólkið, var að telja með Fjalari sæta og þeim í Mjóddinni í gær og því gafst engin tími til að bloggast, hafði hinsvegar gaman af því að tjilla soldið með honum Fjalari því í fyrsta lagi hef ég lítið hann upp á síðkastið og í öðru lagi er hann náttúrulega bara ótrúlega skemmtilegur, að því ógleymdu að maðurinn ber með sér mikin þokka, hann er reyndar á föstu svo þetta er engin tilraun til að koma honum út..langaði bara að tjá mig eitthvað um hvað mér finnst hann frábær.
Danmerkurferðin er ákveðin og verður flogið út þann 16.október næstkomandi ...vei hvað ég er farin að hlakka mikið til að komast út með konu minni í nokkra daga, verðum bara í fimm daga en það mun alveg duga til að slaka aðeins á og hlaða batterín okkar beggja :) planið er að skella sér bara á hótel og hafa það gott !!!
Mútta fer erlendis á morgun og Hjalti bro er í mat hjá okkur Lilju á mánudag og miðvikudag í næstu viku (þá veistu það fallega konan mín sem ég elska svo heitt)
Já það er bara gaman að þessu...er á fullu í litlu verkefni hér svo ég kveð ykkur í bili
ást og kossar
Kollsterinn...farin að telja niður


[11:46 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, október 03, 2005

Allt að gerast aftur..

Nú er fjörið byrjað...og kemur í ljós í næstu viku hvað er í gangi hér í grifflinum...vei vei ..Gaman líka að vinna að svona verkefni með Selmu frænku því hún er frábær og ekki skemmir að hún er skyld mér líka :)
Er að prenta út mjög langa lista sem ég mun þurfa að sitja yfir hér í vinnunni og það verður heill hellingur af pikk-vinnu í kringum það. Fæ svo aukamanneskju þegar geðveikin byrjar og er með eina á teinunum sem ég er að VONA af öllu hjarta að langi að taka það að sér að vinna hér memmér í þessu þegar þar að kemur enda er sú manneskja eintóm snilldin ..vil endilega hafa hana nálægt mér eins mikið og ég mögulega get :)
Já það er ýmislegt í gangi..hlakka til að takast á við þetta og gera það sem kona í programmi með mínum æðri þú veist...já þetta verður forvitnilegt að sjá ...því ég hef tekið að mér annsi mörg svipuð verkefni í gegnum tíðina en þá ekki sem manneskja í bata ...spennó :)
Díana...mátt alveg reikna með einu jafnvel fleiri símtölum næstu vikurnar :)
knús
Kollsterinn...ánægð með tækifærin í lífinu


[4:52 e.h.] [ ]

***

 

Byssulæti í Griffli

Ég er búin að vera að elta mann um búðina með tæknilegu camerunni sem ég get notað hér upp á skrifstofu ...hann er mjög grunsamlegur að sjá ...núna fór hann í tímaritin og er að skoða byssublað ...þetta er allt mjög grunsamlegt, spurning ef hann rænir blaði hvernig maður tekur á því þar sem maðurinn er greinilega byssu-fan...attli hann myndi taka upp byssu ef ég myndi stoppa hann og biðja um að sýna mér í vasana sína ??? Já það er engin lognmolla hér í búðinni okkar sko...
Annars lítið að frétta, förum að skoða "íbúðina" á morgun og er nett spennt...get ekki sagt annað.
Ýmislegt framundan hér í búðinni og svo Danmerkurferð í lok mánaðar að ég held...er ég kanski alltaf að endurtaka sömu hlutina hér á los bloggos ?
Diljá...er komin með planið upp í tölvuna og búin að skrifa niður það sem var borðað í morgun, eins gott að byrja á þessu svo maður hendi sér ekki í kentucky í hádeginu :)
Fundur í kvöld þar sem ég hitti Pálí mína og fleira gott fólk..gaman að því .
Verð að hætta núna því augun þurfa að vera á óða byssumanninum sem lyktar eins og sorpkall....ble ble


[11:57 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, október 02, 2005

augun á íbúð...

Þá er íbúðin góða komin á sölu og sest vonandi fljótt og örugglega, svo erum við konan búnar að setja augastað á eina heillandi íbúð ekki langt frá sem er heilra 5 herbergja og virkar mjög vel á netinu allavega...ég var ekki alveg viss en leist vel á hana, hinsvegar eftir að hafa núna heyrt í móður minni og fengið hennar blessun á hana gegnum síma og internet...og ekki nóg með það heldur hringdi Erla yndislega líka til að leggja sína góðu blessun á þetta allt saman..svo þetta verður án alls efa skoðað í vikunni og ef við kaupum stöllurnar með börn og buru ..þá munu Erla og Sara verða fyrstar í kaffiboð þar...vil ekki alveg gefa upp strax hvaða íbúð þetta er þar sem ég treysti ekki netin og er viss um að einhver steli henni af okkur (er hægt að stela af manni því sem maður á ekki?) allaveganna...segi ykkur hvaða íbúð þetta er þegar við erum búnar að ákveða hvort við bjóðum í hana eða ekki :)
Búið að vera yndislegur sunnudagur og yndisleg helgi í alla staði..hér var kvöldið endað með því að horfa á Indversku prinsessuna Leoncie á stöð 2 fara á kostum í Sjálfstætt fólk..sýndist hún vera gráti næst allan þáttinn...já gaman að henni.
Kökur og sukk og fínerí á boðstólnum í allan dag og ekkert nema fallegt fólk streymdi hér inn og út ...yndisleg yndislegt...hér sit ég og hlakka ekki mikið til morgundags af þeirri einföldu ástæðu að ég nenni ekki að byrja aðhaldið vitandi að ég verð að gera það..skrýtið hvernig maður virkar....ef einhver myndi segja mér að ég mætti ekki fara í aðhald þá myndi mig hlakka til að gera það...já mar er skrýtin skrúfa..

Takk fyrir daginn góða fólk sem mætti hingað í kaffi og kökur og þið hin áttuð vonandi líka yndislegan dag eins og við gerðum hér :)

Ást á pöbbnum
Kollsterinn kveður...alveg á leiðinni að skrifa pennavinunum en treystir sér ekki alveg ennþá í það verkefni....


[9:41 e.h.] [ ]

***

 

Diljá

mig vantar andlegan stuðning í komandi heilsuátaki mínu...væriru til í að verða göngufélagi minn í gegnum þetta ??? veit að það myndi hvetja mig áfram og hjálpa mér heilan helling....???


[10:43 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, október 01, 2005

ARG

Burt með sjálfsblekkingu og afneitun fyrir mig strax á mánudaginn...morgundagurinn er afmæli og kökur og sukk...svo strax á mánudaginn er ekkert meira rugl og þessi kona hér mun taka sig á og reyna að ná því sem hún hafði áður...það er maga sem var krúttleg bumba og annað sem hægt var komast í gallabuxur. Allavega...ekkert rugl meir..ég er komin í megrun frá og með mánudeginum...ekki misskilja mig..ekki halda að ég sé að fara að borða herbalife og spínat í öll mál...en nú tekur þessi kona sig á.....hreyfing á hverjum degi og ekkert múður !!!!!!!!

p.s. var að skoða Gay pride myndir í kattarbúning og mér líkaði ekki það sem ég sá.


[7:40 e.h.] [ ]

***

 

Bankinn minn...tralalalala

mar er bara komin á fætur fyrir allar aldir, fallegust sefur eins og steinn og við börnin erum komin fram, ég í tölvuna á meðan hin börnin horfa á barnatímann og fá sér morgunmat.
Á morgun er stór dagur, nefnilega afmælisdagurinn hennar Elísabetar , hún er reyndar búin að eiga afmæli en á morgun er haldið boð fyrir fjölskylduna eins og eflaust hefur komið fram áður.
Í dag er planið bara að slaka á og gera bara helst sem minnst, fór aðeins í heimabankann minn áðan og hann segir mig ekki vera með neina færslu síðan 27 sept sem er soldið furðulegt þar sem ég fékk launin mín í gær og borgaði heilan helling af reikningum seinni partinn í gær, já ég segi það enn og aftur að ég treysti ekki tölvum og þetta fær mig ekki beint til að líða vel að vita af heimabankanum mínum í steik. En það er víst mín gremja að díla við....allavega þar til klukkan slær tólf og íslandsbanki í Kringlunni opnar og ég mun hringja þangað og biðja þá um að kippa þessu í liðin eða að minnsta kosti að fá að vita ástæðuna á bak við þetta rugl.
Nú bulla ég bara og bulla...best ég haldi áfram að gera það sem ég er að gera..sem er að skella tónlist inn í tölvuna mína og raða henni niður ...gaman gaman :)
ble í bili

Kollsterinn .... Nett gröm út í bankaveldið


[8:51 f.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K