::Skylduskoðun:: |
laugardagur, desember 31, 2005 Partý & Co Já í gær kom hingað góður hópur af frábæru fólki sem spilaði með okkur þetta snilldarspil. Það verður ekki tekið af mér keppnisskapið þó ég sé í mesta mun að reyna að hemja smá hluta af því niður eins og í gær ...en það tekst bara ekki það vel þó ég segi sjálf frá. Ég get orðið mun alvarlegri en ég er flesta daga ársins og hjartað í mér tekur aukaslag ef mótliðið er komið yfir þó það muni ekki nema einum disk eða einni köku þá fer ég alveg í mínus satt að segja. Það kom þó ekki fyrir að ég tæki eins og eitt aukaslag í fyrra spilinu í gær þegar ég , Hulda og Magga ofurkonum tókum Lilju, Pálí og Ásdísi vægast sagt í bakaríið....konan varð nett pirruð á þessu öllu saman en ég skil hana vel ef ég segi alveg eins og er. Ég hefði held ég gert eitthvað annað en að leggja mig ef ég hefði verið í tapliðinu og ekki fengið að gera neitt í góð þrjú kortér á meðan hitt liðið vann reit eftir reit eins og við stelpurnar gerðum í gær. Þetta fór allt á besta veg og við unnum með fimm stigum gegn engu og hlógum mikið og skemmtum okkur konunglega...ég þurfti að hafa mig alla við til að haga mér eins og manneskja og sýna hinu liðinu skilning og hvatningu því það er jú það sem góð manneskja gerir...þó maður megi jú líka gleðjast yfir eigin sigri í hófi.Annað spilið var þó mun skemmtilegra því þá bættust tveir drengir í hóp stelpnanna og tvær stelpur drógu sig til hliðar þó önnur þeirra spilaði reyndar með báðum liðum á "vængnum" svona eiginlega. Þórður og Stefán bættust í fagran hóp kvenna....Þórður kom í lið mitt í stað Huldu og Stefán í tapliðið í stað Ásdísar... þetta spil var mun jafnara og aukaslauginn hjá mér voru þónokkur...mér tókst reyndar að klúðra morgunkorninu og segja Coco Puffs þegar svarið var augljóslega Cheerios ...og Húsfreyjan sló mikið í gegn sem kvennablað. En með naumindum þá náðum við að sigra og ég kvaddi fólkið mitt sátt við úrslit kvöldsins. Þegar ég fór síðan í háttinn þá fann ég til með konunni minni sem tapaði tvisvar sinnum þetta kvöld og mun tapa líka í dag þar sem Elísabet er búin að ákvað liðin sem etja kappi í partý og co í dag....Kolla - Elísabet (10 ára) á móti Lilju - Alex (5 ára)...spennandi að sjá ...kanski maður reyni ekki um of á sig í þessum leik....hef heyrt frá litlum fugli að ég sé ekki endilega skemmtilegt alltaf þegar ég er að spila og þykir mér það miður.... Knús til allra þarna úti og gleðilegt nýtt ár takk fyrir það gamla og allt sem þið hafið gefið mér.. Kollsterinn...í nettri sigurvímu og dreymir enn flengingar og Lilla klifurmús [11:45 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, desember 29, 2005 Leifsstöð - Keflavík Sælt veri fólkið og til hamingu með að það sé komin fimmtudagur..á morgun vinna ...svo bara komin helgin ....ljúfa líf segi ég nú bara...Matur hjá tengdó á gamlárs og sprengt upp hjá Ágústu og Eyva....gaman...svo er planið líklegast að spila í góðra vina hópi..eigum reyndar eftir að leggja það undir góðra vina hópinn en vonumst auðvita til að þeir eða reyndar þær taki bara vel í það :) Ég er allavega alveg þannig að ég vil ekki sjá það að fara í bæinn á gamlárskvöld og troðast undir hinu bjartsýna fólkinu sem fer út að skemmta sér þetta kvöld...að ég tali nú ekki um alla unglingana sem maður er svo hræddur við eftir að maður varð þetta gömul ..hihihi Svo ég vaði nú örugglega úr einu í annað þá skellti ég mér eftir vinnu í gær á kaffihús með tveim mjög sætum og skemmtilegum konum , komst að nýjum hlut um hana Nönu vinkonu mína sem ég hef náð að flissa soldið yfir inn í mér svona bara á milli þess sem ég afgreiði fólk um Time og Newsweek á leiðinni í flug....já gaman að þessu...Dísa...ég skil þig vel manstu...við erum líkar á þessu sviði..rólegar og þolinmóðar konur við tvær ha ??? hihih Annars segi ég bara allt ljómandi fínt og er strax farin að hlakka til sumarsins því þá verður allt vitlaust að gera hér ...sem er gott. Hef mest lítið að segja...held ég sé mest bara að bulla til að skrifa eitthvað...kommentið nú eitthvað skemmtilegt sem ég get talað um. Kollsterinn....sem elskar konuna sína meir í dag en í gær !!! [12:27 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, desember 27, 2005 David Gray vs. Eminem Í dag eignaðist ég tvo nýja diska í safnið mitt þökk sé þeim sem gáfu mér geisladiska í jólagjöf ... ég átti nefnilega einn diskinn sem ég fékk þó mig langaði samt í raun minnst að skipta honum því það voru svo yndislegar stelpur sem gáfu okkur Ragnheiði Gröndal nýjasta sem ég var búin að fá í skóinn...var að hugsa um að eiga bara tvö stykki af þeim disk en hefði kanski ekki verið gáfulegt....í dag bættust svo í safnið nýjasti diskurinn með honum David mínum Gray og svo að sjálfsögðu líka smá töffaratónlist því ég eignaðist um leið nýjasta diskinn með Eminem snillingnum...er reyndar safndiskur en með þremur nýjum lögum á og þar á meðal ótrúlega flotta lagið sem er alltaf í úbbartinu þessa dagana :)Núna sit ég fyrir framan tölvuna og nýt þess að hlusta á David minn Gray ...hann er alltaf nettur kallinn...það verður bara alveg að segjast eins og er. Liljan mín fékk þennan líka nýja flotta Ipod í jólagjöf og ég er að dútlast í að skella inn á hann tónlist handa henni þar sem hún er ekki tölvuvæddasta kona landsins. Best að halda fiktinu áfram .... knús út til ykkar og hlýjar jólakveðjur :) kollsterinn...í tónlistarfíling...mmmmm [7:17 e.h.] [ ] ***
laugardagur, desember 24, 2005 Aðfangadagur og Afmælisdagur Aðfangadagur jóla ....lælælælæJá það er komið að því og algjörlega öllum að óvörum, jólin eru mætt hjá landanum í ár. Ég er búin að hugsa mikið um það hvort ég sakni þess að vera að vinna eins og brjálæðingur þegar nálgast jólin og svarið er NEI, það var jú alltaf ótrúlega gaman að vinna í Eymó á Þorlák og fara í partý til Sigrúnar Hermanns, vera á pallinum með Ernu minni og Kríu sætu en það er líka það eina sem ég sakna er félagsskapurinn í Eymó...Æsa sæta og Urður mín hefði þá verið með þetta árið líka en vitið samt hvað... Mér fannst yndislegt að eyða Þorláksmessu í faðmi konu minnar, bauð henni út að borða á Austur Indía félaginu og átum á okkur gat. Eftir matinn röltum við svo niður laugaveginn ásamt sirka þúsund öðrum fallegum íslendingum sem voru brosandi flestir og allir rauðir í kinnum. Löbbuðum reyndar framhjá frekar fyndnu atriði þar sem ég ein ágæt kona hafði greinilega ekki fundið í sér jólaskapið og var að tapa sér fyrir henni Silvíu okkar Nótt. Til að útskýra betur þá stóð Silvía Nótt í allri sinni dýrð fyrir utan Skífuna með umboðsmanni sínum líklegast að kynna DVD diskinn sinn. Að henni kom grimm kona sem sagði "Þú gafst upp númerið mitt í einum þættinum þínum og ég var mikið trufluð á Kanarí eyjum með fjölskyldunni minni" þá hafði Silvía greyið verið að bulla eitthvað símanúmer í sjónvarpinu sem hún bjó til en auðvita átti einhver þetta númer....og það vildi svo óheppilega til að það var immit þessi frekar reiða kona. Eins og hún sagði þá vildi hún sko að Silvía tæi ábyrgð á þessu...en umboðsmaður hennar var að reyna að útskýra fyrir konunni að þetta væri ekki Sylvíu að kenna heldur þeim sem skrifa þáttinnn.... já það eru ekki allir jólasveinar þetta árið en bara gaman að því..mér fannst þetta ótrúlega fyndið...þó konunni hafi reyndar fundist þetta fremur pirrandi...en jæja. Þegar við nenntum ekki að rölta lengur í gær þá keyrðum við í Hagkaup og keyptum nammi, gos , kex og osta "það eru nú bara einu sinni jól á ári" hihihih Pálí okkar og Þórður sæti kærastinn hennar komu svo í heimsókn því okkur fannst það sniðugra heldur en að eyða öllu kvöldinu í að reyna að finna sæti á kaffihúsi...sátum hér frameftir nóttu að spjalla og hlægja saman. Þegar Pálí og Þórður fóru skriðum við tjellingin í rúmið og sofnuðum með því sama eins og daninn segir. Í dag vöknuðum við rétt að skríða í hádegið og Lilja skellti sér á fund þar sem hún á nú einu sinni AFMÆLI Í DAG ....5 MÁNAÐA hún duglega konan mín !!!! til hamingju með daginn fallega fallega konan mín :) Svo er bara ekta aðfangadagur framundan í faðmi fjölskyldunnar minnar fallegustu !!! Kollsterinn....Segir GLEÐILEGA HÁTÍÐ & ÞIÐ ERUÐ YNDISLEG FALLEGA FÓLK [12:38 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, desember 22, 2005 Helgi eða Jól ??? 22.Des og fæstir komnir í jólagírinn nema jú Pálí mín, hef kanski gott af því að hitta hana bara sem allra fyrst og fá hjá henni smá smit af jólaandanum. Mig er reyndar alveg farið að hlakka til jólanna en bara finnst eins og það sé að koma helgi en ekki jól. Er að blogga hér beina leið frá Leifsstöð Airport krakkar mínir. Jú er immit í pásu þessa stundina og bíð eftir að síminn hringi svo ég geti farið niður í brottför og sótt sendingu og skellt því öllu í vopnaleit eins fljótt og ég mögulega get. Já það er engin hægðarleikur að fá hér inn vörur dag hvern en þetta er bara skemmtilegt verkefni.Þær eru nú ekkert ófáar flugfreyjurnar sem labba hér framhjá búðinni dag hvern ;) hahahaha en engin þeirra jafn falleg og konan mín samt svo það sé nú alveg á hreinu. Er með nettan móral yfir einum hlut en þó ekki samt, við sendum nefnilega engin jólakort út þetta árið því planið er að senda út næsta ár og hafa þau þá bara ennþá veglegri...svo þið fallega fólk sem hafið sennt okkur öll þessi kort langar mig að senda bestu jólakveðjur ...og auðvita þið hin sem ekki senduð okkur kort fáið líka jólakveðjuna ykkar hér !!!! Nana mín : sorry að við komum ekki í gær en ég bara er orðin svo gömul og farin að vakna svo snemma á morgnanna að ég má ómögulega vera að því að fara út eftir klukkan tíu á virkum degi :) vona samt að það hafi verið gaman án mín þó ég stórefi það auðvita...hihihih ..smá grín..vona að þú sért hlægjandi/stynjandi yfir þessum brandara mínum. Gotta go í bili gott fólk en sé ykkur síðar ;) kollsterinn...talar frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar yes please! [9:30 f.h.] [ ] ***
þriðjudagur, desember 20, 2005 Idol og kókoskjúlli Na-na, na-na-na-na, na-na-na-na, NANA There´s no limit.Sú sem fékk hæst atkvæði í hjörtum landsmanna næstkomandi 6.janúar verður án alls efa hún Guðrún Lára okkar ! Annars fínt að frétta, jólin nálgast og pakkarnir hér um allt gólf sem á eftir að keyra út, gaman að þessu öllu saman. Er ekkert voðalega mikið að finna fyrir því að það séu að koma jól þar sem ég er aldrei þessu vant ekki að standa í jólatörn í los vinnos, hjá okkur er engin jólatörn eins og ég hef eflaust talað um áður þar sem fólk fer víst ekki í Leifsstöð til að kaupa pakkana undir tréð :) Lilja er að elda uppáhaldskjúglingaréttinn minn...mmmm..finn lyktina og fæ vatn í munninn, Puff fer að renna í hlað til okkar og þá verður tekið til matarins. Kollsterinn..glöð í hjartanu og þakklát fyrir það sem hún á í lífinu. Hafið það gott fallega fólk þarna úti og munið bara að þið eruð öll einstök !!! [7:51 e.h.] [ ] ***
mánudagur, desember 19, 2005 svona héðan og þaðan... Búin að skella inn nokkrum myndum ... :) tjékk it át hér til hliðar á síðunni undir orðunum Myndaalbúmið mitt :)gaman gaman ...svo hlakka ég mikið til að fá myndir frá Evu og Maggý því þær tóku svo margar myndir á ballinu :) ble á meðan..farin í afmæli til tengdapabba..svo að hitta Pálí mína :) svo á morgun tekur Nana mín hina keppendurna í nefið eins og hún hafi aldrei gert annað...það verður gaman líka. ble á meðan Kollsterinn...á ferðinni [7:06 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, desember 18, 2005 Krosstré Nú er þannig komið að ég er búin að lesa svo margar mjög góðar spennusögur eða krimma svokallaða að ég varla helst í að lesa venjulega skáldsögu nema hún sé þeim mun betri fyrir vikið.Krosstré lauk ég við í bílnum á leiðinni í Kringluna í gær og með erfiðum ekki vegna þess að bókin var vond heldur vegna þess að það var orðið myrkur úti og ég átti í erfiðleikum með að sjá stafina í bókinni en varð samt að klára..átti nokkrar blaðsíður eftir og var algjörlega föst oní bókinni og sögunni. Það er orðið soldið síðan ég fer út með bók labbandi í hálku og fer ekki með augun af bókinni. Þessi bók kom mér verulega á óvart. Nú geri ég mér grein fyrir því að ég er búin að hafa nokkuð góðan dóm um margar bækur þessi jólin en þetta er algjörlega skrifað að einlægni og mínu persónulega mati. Alltaf gaman að lesa margar góðar bækur. Ef þú lesandi góður ert bókaormur eins og ég eða langar einfaldlega bara að lesa eina góða spennandi bók fyrir þessi jólin þá mæli ég sterklega með þessari bók. Get ekkert sagt um hvað hún er, því þetta er þannig bók að maður má eiginlega bara ekki vita neitt áður en maður byrjar. Það er alveg best þannig. En þetta get ég sagt : mér datt ekki í hug lausnin í bókinni og spennan helst frá byrjun til enda.... Kollsterinn...föst í krimmunum [3:12 e.h.] [ ] ***
laugardagur, desember 17, 2005 NANA CHICK Vá hvað ég var viss um þegar ég sat þarna í salnum á Nasa í gær að Nana mín væri að komast áfram með honum Alexander og greyið Snorri myndi vera tæpur og komast síðan seinna inn í dómaravalinu. Ég er ekki að segja þetta bara af því að ég elska Nönu vinkonu heldur fannst mér þetta bara alveg einlægt. Elsku Nana þú stóðst þig eins og hetja og mátt vera mjög svo stolt af sjálfri þér. Elísabet var að tapa sér yfir að hún þekkti þig og heyrðist öskra nafnið þitt nokkrum sinnum á meðan á útsendingunni stóð..hún réð bara ekkert við sig lita greyið.Mjög sætt...þegar Simmi var að fara að segja hver hefði haft flest atkvæðin og skipti yfir í auglýsingahlé þá tapaði litla skvísan sér...."kolla...hver vann? hver vann? ...var að reyna að útskýra fyrir henni að það væru auglýsingar núna í sjónvarpinu en hún var ekki að skilja þetta og fannst þetta held ég bara mjög asnalegt. En Nana okkar kemst inn í dómaravalinu gott fólk !!! engum blöðum um það að fletta. Mér fannst líka geðveikt sætt að Hulda vinkona sem hefur alltaf horft með okkur á Idol var þarna í Nönu stuðningshóp en hefur aldrei séð Nönu áður , henni fannst Nana langbest sem betur fer, hefði verið fúlt að vera í hennar stuðningsliði og finnast einhver annar betri :) Þetta var ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég er ótrúlega stolt af vinkonu minni. Eftir Idolið var farið heim í háttinn enda allir fjölskyldumeðlimir frekar þreyttir, Liljan mín búin að vinna alla daga vikunnar heima og upp á stofu því desember er algjör geðveiki hjá henni greyinu, hún er meira að segja að vinna núna duglega konan mín. Ég hinsvegar er í fyrsta skipti í mörg ár ekki í jólageðveiki þar sem fólk fer víst ekki á Leifsstöð til að versla jólagjafirnar :) Jæja...verð að hætta og skella mér í göngutúr með börnunum svo maður fái smá frískt loft. ást og kossar Kollsterinn...stolt vinkona [10:36 f.h.] [ ] ***
föstudagur, desember 16, 2005 Kommentasvör Já - það má sko stela af blogginu mínu þegar svona er og takk Hulda sæta fyrir að spyrja mig.Já - 7 er og hefur alltaf verið uppáhaldstalan mín og takk fyrir að muna það Eva sæta. Já - ég er sko meira en til í að koma með þér á fund og takk fyrir að bjóða mér Pálí sæta. Lífið er góður staður að búa á Kollsterinn...já takk [2:09 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, desember 15, 2005 Kosningabaráttan í ár Lesendur góðir.Nú er spurning um að taka höndum saman og í eitt skipti fyrir öll tala um mikilvæg málefni hér á annars ágætu bloggi mínu. Þannig stendur á að á morgun fer fram sjónvarpsþátturinn Ædol sá íslenski og þar sem við erum þjóðin sem fær að kjósa þá vil ég ávarpa ykkur svona kvöldið áður en keppninn fer fram. Það er mér mikið hjartans mál að taka þátt í kosningunni á morgun þar sem elsku vinkona mín hún Nana (Guðrún Lára) er að taka þátt og á svo hrikalega mikið skilið að komast áfram að mínu mati. Ef þú kýst hana elsku fallegi besti góði lesandi ..... þá get ég gefið þér kosningaloforð (sem er mun áreiðanlegra en þau sem gefin eru á alþingi) um að þú færð að sjá mikið af stórkostlegum karakter í þessum þáttum, hún Nana er svo falleg manneskja innra sem ytra og þú átt eftir að sjá hana brosa framan í þig í myndavélina og syngja með fallegu röddinni sinni þannig að þú færð gæsahúð og langar bara að brosa í marga daga. Ég kýs Guðrúnu Láru ....en þú ???? Kollsterinn....spennt sjá Nönu í Ædol á morgun [8:07 e.h.] [ ] ***
Heitt í ofni Sælir nú.Mín er voðalega slöpp að blogga þessa dagana eða eiginlega síðan ég byrjaði í Leifsstöðinni, samt er nóg að gerast í mínu lífi og það helst að frétta að ég er tilbúin fyrir jólin og það algjörlega. Jólin verða reyndar með styttra mótinu þar sem ég vinn á annan í jólum því það er víst virkur dagur :) ég er líklegast ein af fáum sem fagna því að jólin lendi á helgi ...því annars væri ég að vinna minn venjulega vinnudag á aðfangadag ef hann myndi lenda á virkum degi. Við stöllurnar (ég og Elísa skvísa) vorum að koma úr afmælinu hjá tengdó og hér sit ég södd og sæl, öðruvísi að hitta tengdafjölskylduna og geta ekki skílt sér á bakvið konuna, líka gott fyrir mig held ég bara. Ég er soldið hrædd oft við fólkið hennar Lilju eins yndisleg og þau eru öll með tölu, Veit reyndar að nokkrir úr hennar fjölskyldu líta hér reglulega við og bið ég þau að taka það ekki nærri sér þó ég sé að skrifa þetta...ég er minnst hrædd immit við ykkur fjögur sem lesið bloggið mitt ;) Hræðslan í þessu tilfelli held ég reyndar að stafi alltaf bara af því að maður er hræddur um að verða ekki samþykkt og vera ekki nógu góð handa fallegu prinsessunni minni :) en svo hugsar mar bara "það er nóg að hún sé hamingjusöm" þessi litla fallega fjölskylda er reyndar aldrei neitt nema góð og almennileg við mig og koma fram við mig eins og ég sé ein af þeim...bara óöryggi í mér að láta svona. Bladibla....ég ramla bara eins og vitleysingur. Leifsstöð er snilld...búin að hitta margt skemmtilegt fólk á leið til útlandsins, bið að heilsa Kriz og Kötu í ferðalaginu sínu og vona að þær hafi það yndislegt sem ég efast ekki um að þær gera, finnst soldið gaman að hafa verið með á fyrstu upptökunni þeirra á stóra ferðalaginu *feimnibros* Best að hætta að blaðra og skella sér í smá heima-vinnu... ást til ykkar allra og knús með því Kollsterinn...nett óörugg en samt töffari [7:52 e.h.] [ ] ***
mánudagur, desember 12, 2005 Hellú Argasta garg ...Ég er búin að eyða aðeins of löngun tíma í að bíða á pósthúsinu ..svo þegar biðinni lauk sögðu unglingarnir sem þar eru að vinna mér að pakkinn sem ég hefði beðið eftir og ekki verið komin síðasta föstudag eins og hann átti að vera væri bara staddur í póshúsinu í Grafarvogi...sendillinn aðeins ruglast á því hvar nálægasta pósthúsið fyrir Eiðismýri á Seltjarnarnesi væri enda auðvelt að ruglast á því...EÐA EKKI !!!! Nú svo hringdi ég í "þjónustu-síman" hjá íslandspósti og þar svaraði þessi líka yndislega kona sem er að þjónusta mig í þessu...ég er hinsvegar búin að bíða eftir að hún hringi í mig aftur því ég var orðin leið á að bíða og hlusta á jólalög í símanum mínum svo hún bauðst til að hringja í mig þegar pakkinn væri fundin. Ég bíð ennþá..er að hugsa um að skella mér í snögga sturtu..nokkuð viss um að hún hringi um leið og ég stekk undir bununa...það er einhvernvegin oft þannig í lífinu :) Gengur annars dúndur vel í nýju vinnunni og mér líður ótrúlega vel þar , er að kynnast samstarfsfólkinu mínu sem eru reyndar bara tvær talsins og ótrúlega hressar. jæja...konan á línunni .. kollsterinn ... pirrilíus [5:00 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, desember 11, 2005 Héðan og þaðan Jæja..ekki búin að blogga alltof lengi út af leiknum hér fyrir neðan svo ég ákvað að henda inn nokkrum línum svona til að láta vita að ég er ekki komin í blogg-pásu eins og konan heldur bara þurfti ég að klára þennan leik hér fyrir neðan og nú lítur út fyrir að ég sé búin að því sirka bát og hafði bara gaman af því.Ótrúlegt hvað maður er mikill egóisti ...ég er búin að fletta mér á milli blogga vina minna til að gá hverjir eru með í þessum leik og set mig inn á listann hjá þeim til að sjá þá skrifa eitthvað skemmtilegt um mig , það fæðir í manni egóið og allt í lagi með það. Sést best á listanum hér í færslunni síðustu hversu marga egóista ég þekki..enda líkur sækir líkan heim. Búin að vera yndislegur dagur, fór með fallegustu konunni í búð að kaupa jólapappír og versluðum síðustu jólagjöfina í leiðinni sem var mikill léttir, vorum að klára að pakka öllum gjöfunum inn og núna langar okkur bara helst að keyra þetta út snöggvast svo maður sé algjörlega búin að þessu :) Komin í mikið jólaskap en samt nett pirr því ég finn engin föt til að fara í til afa í mat á ettir...en það lagast ...ristir ekki beint djúpt í mér þessi kellingataug :) Svo er samtakaball næstu helgi ...vei vei vei mana Pálí og Huldu til að koma með og sjá lesbíurnar með buxurnar girtar oní muniði !!! spurning um að Ædol krúið skelli sér á samtakaball saman ha ??? knús í liðið kollsterinn...þakklát fyrir lífið og allt sem það býður upp á [5:13 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, desember 07, 2005 Best að vera ekki félagsskítur .....taka þátt og sona Settu nafnið þitt í kommentakerfið og..1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig. 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig. 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig. 4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér. 5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á. 6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig. 7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt! 8. Það er annsi mikið að gera hjá mér þessa dagana...svo ég lofa þessu ekki á næstunni kanski en um leið og ég get ....reyni að vera eins fljót og ég mögulega get með svör á þessum sniðugheitum. [6:39 e.h.] [ ] ***
mánudagur, desember 05, 2005 Fréttir úr Keflavíkinni og sona Nana mín....engin leti á þessum bæ en ég veit ekki hvort þú lesir aðra hverja línu í blogginu eða sért bara alltaf á hraðferð þar sem það var sér færsla ekki alls fyrir löngu um flutning minn í Leifsstöð . Er senst byrjuð að vinna sem verslunarstýra í nýju Eymundsson búðinni í Keflavík-Leifsstöð og bara ótrúlega gaman.Fyrsti dagurinn á nýja staðnum í dag og líkaði bara nokk vel, hef alveg séð það að keyrslan til Keflavíkur tæki ekki langan tíma nema bara af því að það að komast út úr bænum og á Keflavíkurveginn er tímafrekasti kaflinn við þessa keyrslu. Var komin áðan í Hafnarfjörð á góðum tíma, en svo komin hingað heim mun seinna en ég hafði ætlað. Er bara að bíða eftir að litla slasaða prinsessan mín komi heim svo við getum fengið okkur að borða saman og horft á strákana :) Já nokk merkilegt að vera að vinna svona á flugvelli..skemmtilegt..mun eflaust segja skemmtilegar sögur þaðan um leið og ég er komin vel inn í þetta og farin að hafa tíma til að blogga :) en á meðan...heyrumst fljótt kollsterinn...á flugvellinum líkt og aðstoðarflugmaður ;) [6:51 e.h.] [ ] ***
föstudagur, desember 02, 2005 Fimmtudagskvöld í samtökunum Í gær hittust upp í samtökum 78 heill hellingur af lesbíum , nokkrir hommar og svo auðvita einstaka straight vitleysingur eins og hún Heiða sæta. Þarna vorum við öll samakomin til að hlusta á hana Jódísi okkar syngja sig inn í hjörtu okkar allra og segja okkur söguna sína. Þetta var ótrúlega vel heppnað kvöld. Kidda rokk með gullhjartað og Puffsterinn minn eini sanni spiluðu svo undir hjá Jódísi þegar hún söng og þetta var bara með eindæmum fallegt og yndisleg og unaðslegt.Þetta kalla ég hugrekki sem Jódís gerði þarna í gærkvöldi. Koma fram fyrir fullt af fólki og segja söguna sína, ekki bara það heldur að syngja fyrir okkur og syngja lag sem hún samdi um systur sína hana Heiðu og þora bara fyrir allan peninginn að vera hún sjálf í allri einlægni fyrir framan okkur hin. Litla viðkvæma kjánastelpan ég táraðist auðvita þegar hún söng lag til Heiðu því Heiða systir hennar sat fyrir framan mig í salnum og það var svo fallegt að sjá ástina sem skein á milli hennar og Jódísar...svona einlæg hundrað prósent hrein systraást....falllegt fallegt og ég er bara að drepast úr væmninni...gott fólk ...ekki fara að skæla stundum þarf maður bara að vera væmin. Ekki nóg með að Jódís sæti þarna syngjandi ..Puff og Kidda að spila englatóna gítars og bassa... þá var konan mín þarna memmér sem ég elska svo heitt og svo margar fallegar vinkonur mínar. kollsterinn...væmin [2:01 e.h.] [ ] ***
innskot Um daginn var ég í sakleysi mínu á balli hjá samtökunum 78 og þar vatt sér upp að mér kona sem ég hef aldrei áður augum litið. Hún segir við mig meðan ég stend við barinn að bíða eftir sprite-inu mínu "sæl, hvernig hefur Öflugasti bloggarinn það?"nú ég varð bara hálfasnaleg og sagði bara "fínt takk en þú?" hún fór svo bara sinn veg og ég velti lengi fyrir mér af hverju hún skyldi hafa sagt þetta...konan mín fann ástæðuna áðan og hún er þessi HÉR [1:59 e.h.] [ ] ***
Griffillinn góði Föstudagur og hér kemur tilkynning dagsins :)Þetta mun vera formlegi síðasti starfsdagur minn hér hjá Griffli sem mér er farið að þykja ótrúlega vænt um og að ég tali nú ekki um starfsfólkið hér sem er fallegt innra sem ytra og ég þakka englunum fyrir að hafa fengið að koma hingað og kynnast þessu frábæra fólki. Nú Penninn mun áfram vera starfsstöð mín en frá og með mánudeginum næsta verður það starfsstöð Pennans-Eymundssonar í Leifsstöð. Jú þið lásuð rétt, Kollsterinn er að fara að vinna sem verslunarstjóri í nýrri Penna-Eymundsson búð í Keflavík-Leifsstöð !!! Þetta gerðist allt hrikalega hratt og ég verð að viðurkenna að ég er hálf völt ennþá, finnst þetta frábær og rosalegur heiður um leið og ég er farin að sakna stelpnanna minna svo mikið og finnst mjög furðulegt að ég muni ekki mæta hingað næsta mánudag. Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og ég vildi bara deila þessu með ykkur, þetta útskýrir líka aðeins hversu ringluð ég er búin að vera. Kollsterinn...Griffilsstelpa [1:26 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, desember 01, 2005 bladibla Já það er annsi margt að gerast þessa dagana og þá aðallega bara frá og með deginum í dag....úff...svo margt að gerast í hausnum á mér að ég varla ræð neitt við mig...bladibla..er alveg rugluð og ringluð inn í mér , eiginlega það rugluð að ég næ ekkert að finna hvort mér líður vel eða illa..hvort að eitthvað leggst vel eða illa í mig og hvað mig langar að gera með allt sem í boði er.datt eitt snjallræði í hug bara ákkurat núna :) attla að hringja í Unu mína. [4:18 e.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |