Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðlaugardagur, janúar 28, 2006

Sviti.is

Vá....ég hef sjaldan verið eins sveitt...eins rauð í framan og eins búin á því eins og ákkurat núna.
Varð bara að hendast inn á bloggið mitt og segja ykkur að skvass er æði og Maggý þú ert æði að láta mig hlaupa svona.
Var senst að spila með Maggý vinkonu minni í fyrsta skipti og hún er ótrúlega ótrúlega góð í þessum leik. Hún kenndi mér alskonar sniðugt og er með betri kennurum sem ég hef haft í íþróttum :) Takk aftur Maggý mín :)

Nú kallar sturtan svo ég drepi ekki alla á heimilinu ...

Kollsterinn...sveitt og sæl


[3:21 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 27, 2006

NANANANANANANAN..she´s got the looks

Stolt ....erfitt að segja annað eftir svona kvöld...eða nei sossum ekkert erfitt en efst í huga mér þetta fallega föstudagskvöld eru tvö orð....STOLT og NANA....Nana mín er nefnilega komin áfram í næsta Idol þátt og ég fagna því frá innstu hjartarótum. Gat ekki einu sinni farið og þakkað Nönu fyrir kvöldið því ég var svo hrærð og stolt að ég hefði bara farið að skæla og það er ekki mest kúl..Kollsterinn skælandi í Smáralindinni er ekki eitthvað sem ég vil heyra talað um get ég sagt ykkur.

Gott að vera komin heim í kotið og geta knúsað fallegu konuna mína.

Takk fyrir kvöldið fallega fólk og Nana takk fyrir okkur skan ;)


[11:56 e.h.] [ ]

***

 

Crazy Love ekkert leyndarmál lengurÉg hef óbilandi trú á því að snillingurinn og hæfileikaríki engillinn hún Nana mín eigi eftir að rúlla áfram í næsta þátt og ekki detta út í kvöld en langar samt þrátt fyrir að vera svona sannfærð um að tala til ykkar sem lesið þetta blogg og segja Horfið á Idol í kvöld og sjáið fallegu Nönu syngja Crazy Love (stendur sko í DV að þetta sé lagið sem hún taki..jájá..ég er ekkert með neinar upplýsingar sem eru leyndarmál fyrir öðrum lengur) en já ..þessi gullfallega kona mun syngja fyrir ykkur í kvöld og það eina sem við fólkið hennar viljum sjá er að þið skellið sms eða einu símtali í þetta fallega lag sungið af þessari fallegu rödd sem kemur frá þessari fallegu konu.Já áfram Nana í Idolinu og ég mun vera fremst í flokki ásamt fallegu konunni hennar...henni Dísu fallegu og auðvita Elísabetu fallegustu ...við verðum þar með alla okkar ósýnilegu engla að sjá til þess að stelpan fái allt það bakköpp sem hún þarf á að halda.

Jú gó görl ...koma svo Nana

Kollsterinn..sem tímir vel símareikningnum í þessa rödd.


[3:31 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 26, 2006

Hlaupa meira....

Fimmtudagur, að hugsa sér ...ef við förum í smávegis Pollýönnu leik þá er einungis einn vinnudagur eftir áður en fólk skellir sér í helgarfrí framundan, það er auðvita að segja þeir sem ekki eru að vinna um helgar heldur bara virka daga eins og sú sem skrifar. Ekki bara er föstudagur á morgun og mjög svo stutt í helgina heldur styttist þá líka um einn dag í næstu helgi þar á eftir og svo framvegis :)

Fór í skvassið í dag með Huldu rokkara (þetta viðurnefni hefur hún unnið sér inn með mikilli framför í töffaralegum öskrum (frá því að vera með píkuskræki bara svo munurinn sé augljós))
Það er sossum ekkert í frásögur færandi nema að ég var svo æst eftir klukkutíma í þessu skemmtilega sporti að ég fann mér framhjáhald helgarinnar..sem verður hún Maggý mín. Elsku Hulda, þetta er ekkert neitt til að móðga þig..það er engin uppáhalds neitt í þessu þú skilur :)
Maggý tók það senst að sér að láta mig hlaupa milli klukkan 14:00 og 15:00 á laugardaginn, nú segi ég hlaupa því að Maggý er mun mun betri en ég í þessari umtöluðu íþrótt. Best að skilja keppnismanneskjuna eftir heima og vera glöð ef ég næ svo mikið sem einu stigi á móti þessari elsku.

Svo var mér sagt í dag að sæt krútta út í bæ sé að íhuga það að leifa mér að vera "tilraunadýr" í húðhreinsun hjá sér ..vei vei vei-tir ekki af hérna megin.

Já það er gaman að vera ég get ég sagt ykkur...hlýtur að vera soldið gaman að vera þú líka...er það ekki bara ???

Kollsterinn...ó-tapsár


[9:19 e.h.] [ ]

***

 

Fallegu stelpurnar sem kommentuðu

Diljá....já þú mátt vera fullorðni engillinn minn..feitur hvað ? skammastín að segja svona ljótt um hana Diljá mína..þú mátt alltaf vera fallegi engillinn sem segir ennþá Tjooolllaaaa þó hún sé ekki barn lengur. alltaf gaman að því ..hlýjar mér um hjartarætur.

Erna Rán...Einhverntímann fyrir nokkrum árum sagði mér einhver að besta manneskjan til að vera með ef manni liði illa værir þú þar sem þú færð mann alltaf til að brosa, það er svo margt fallegt í kringum þig og við þig, hef mikið hugsað um þessi orð sem voru sögð um þig og þau gætu ekki líst þér betur, manneskjan sem fær mann til að brosa :) þú ert jákvæð og falleg litla mín.

Pálí...Finnst ótrúlega fúlt að þinns geti ekki fengið smávegis frí frá vinnunni til að taka smá threesome með okkur Huldu í Sporthúsinu (vá hljómaði ótrúlega villt..hihihih) það er að segja í skvassi sko. Hvernig væri að við myndum finna tíma einhverja helgina til að "taka þig"....í skvass með okkur ?
Það er svo gaman að hafa þig með í öllu sem maður gerir..idol kvöldum...ræktinni...þú gefur frá þér svo skemmtilega strauma og mér finnst svo gott að vera nálægt þér. sé þig vonandi í kveld mín kæra.

Hulli litli...já eins gott að þú verðir tilbúin í klukkutímann góða mín, nú ertu að fara að æfa þig í að láta mig hlaupa soldið ... við verðum orðnar geðveikt góðar í skvass næsta sumar get ég sagt þér. Fáir sem gefa frá sér eins skemmtileg hljóð í skvassi eins og þú. Gaman líka að sjá okkur keppnismanneskjurnar spila og engin tapsár og engin leiðindi..bara pjúra gaman hjá okkur.
Casall bandið er eins og sniðið á þig sæta mín...sé þig á eftir krúsí

Kollsterinn..verð að hætta...vinnan kallar.

Lilja...asnalegt að skrifa ekkert til þín svo ég bæti úr því snöggvast..Föstudagur..laugardagur...!!!!!!!!!! Elska þig


[12:05 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 25, 2006

Litlu englarnir

Það er alveg merkilegt hversu mikið það bræðir mitt litla hjarta þegar litlir englar segja nafnið mitt...það er að segja þegar börnin eru að kalla á mig..eins og í dag. Guðrún og Gulla komu í klipp til Lilju og tóku Soffíu sætu með sér, ég tók það að mér að leika í Bratz við hana...greiða dúkkunum og gera þær fínar (mikið sem ég er klár í því eða hittó en jæja...) Soffía sæta kallaði í sífellu á mig "Kolli" viltu dreiða þessi næst ? og sagði svo alltaf "ég næst"
Hún er alveg krútt fyrir alla peningana...

Gleymi því ekki að Bríet mín þegar hún var lítil sagði alltaf "Tolla mín" og Anna Þrúður sagði líka alltaf Toooollaaaaa en getur í dag sagt mjög skýrt og greinilega Kolla sem þýðir að hún er orðin stór :)

Mikið sem þessir litlu englar gefa ljós í lífið ... Tómas orðin svo stór og Kristján svona lítill eins og Tómas var fyrir svo stuttu síðan, Anna Þrúður farin að spjalla um heima og geima...Bríet mín flutt til Bandaríkjanna og komin með heimasíðu þar sem Britney spears er á forsíðunni....Snillingurinn hún Elísabet stjúpdóttir mín að fara að keppa í fimleikum..já time sure does fly held ég nú bara...

Börn gera lífið svo ótrúlega fallegt, erfitt að setja það í orð en auðvelt að finna það í hjartanu þegar maður er svo heppin eins og ég að fá að kynnast svona mikið af litlum englum.

Kollsterinn...með jólalög í eggjastokkunum.


[6:22 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 24, 2006

Alveg eins og fallegust

Your Heart Is Blue

Love is a doing word for you. You know it's love when you treat each other well.
You are a giving lover, but you don't give too much. You expect something in return.

Your flirting style: Friendly

Your lucky first date: Lunch at an outdoor cafe

Your dream lover: Is both generous and selfish

What you bring to relationships: Loyalty


[12:00 e.h.] [ ]

***

 

Five days

Góðan þriðjudag.....

Pálí...jú auðvita mega vera þrír saman..sérstaklega ef um er rætt þrjár frábærar vinkonur úr leyniklúbb lífsins ;)


Annars bara fínt af mér að frétta...var komin í vinnos fyrir allar aldir í morgun sökum þess að ég lagði snemma af stað og fáir bílar voru á veginum, reyndar tóku nokkrir leigarar frammúr mér á Reykjanesbrautinni en það er hvort eð er daglegt brauð þar sem ég hef ekki hugsað mér að ná yfir 140 eins og þeir gera iðulega.

Í gær lauk ég við bók sem heitir Þriðja Táknið ...hún var góð..eiginlega bara mjög góð...er spennt að lesa næstu bók eftir sama höfund og það finnst mér segja mikið um fyrstu bókina hennar Yrsu...held meira að segja að Yrsa hafi verið búin að selja heilan haug af næstu bók jafnvel áður en hún byrjaði að skrifa hana..svo vel lagðist þriðja táknið í fólk .
Næsta bók á dagskrá er Hinir sterku sem ég fékk í afmælisgjöf frá Urðinni minni og litlu Önnu Þrúði, fékk reyndar líka flugdrekahlauparann og Aftureldingu frá þeim og þakka vel og mikið fyrir ;)
Ég fékk loforð frá sætu bókabúða-Æsu að ef mér fyndist Hinir sterku ekki góð þá mætti ég skila henni..það kalla ég góða þjónustu og ég mun ekki vera hissa ef bókin er svo bara ótrúlega góð.

Jæja..best að taka göngutúrinn þann þriðja í dag og sækja vörur .

Kollsterinn...að telja niður.


[9:57 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 23, 2006

Lilja fugl

Ég sat sem límd við sjónvarpstækið í gær þó ég sé nú engin glápari í eðli mínu. Fyrst var ég að horfa á fréttaskýringaþáttinn Kompás ... þar sem var þáttur um fuglaflensuna sem gengur um heiminn í dag. Verð alveg að viðurkenna að ég veit ekki margt um þennan sjúkdóm nema að hann er stórhættulegur og finnst í Tyrklandi og víðar. Í gær var fjallað af mikilli nákvæmni um þennan sjúkdóm og hverjar ráðstafanir þjóðarinnar væru ef ske kynni að faraldurinn berist á milli manna og berist þarafleiðandi hingað á klakann. Ég verð aftur að viðurkenna annan hlut og það er að ég óttast ekki þessa flensu ... ég geri mér grein fyrir að þetta er alvarlegt mál og auðvita ber engum að taka þetta sem neinu gríni en mér finnst þetta bara vera of langt frá mér til þess að ég fari að gera mér leið út í búð að hamstra niðursuðuvörum og duftmat til að eiga í geymslu. Yfirleitt þegar svona fréttir berast um heiminn með alskyns veirur og flensur þá er ég venjulega voðalega róleg yfir þessu öllu saman og reyni bara að lifa einn dag í einu..nú ef svo þetta skellur á einn daginn þá væntanlega gerir maður það sem gera þarf :)

Annað verður nú sagt um konuna mína en það að hún sé róleg eftir þennan þátt í gær...hún vildi helst bara fara í Lyfju í Lágmúla þar sem opið er allan sólarhringinn og versla inn fuglaflensulyf til að eiga ef ske kynni að hún veiktist. Svo ákvað hún að ekki væri sniðugt að borða kjúkling því hann er jú fugl og flensan smitast eins og gefur að kynna í gegnum fugla.

Þessi elska stendur nú samt sem áður inn í eldhúsi núna að matreiða kjúkling fyrir salatið sem verður í matinn í kvöld svo þetta er nú ekki alvarlegri pælingar en það...og ennþá eigum við ekkert fuglaflensulyf inn í skáp ...

Svona erum við mannfólkið misjafnt.

p.s. svo horfðum við auðvita á INXS þar sem minn maður lennti í 2.sæti :(

Kollsterinn...Róleg og flensulaus


[5:10 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, janúar 21, 2006

Sungið hástöfum með

Held ég hafi rétt í þessu gert mér fulla grein fyrir því að ég mun aldrei verða söngkona...hér sit ég fyrir framan tölvuna í saklausum tölvuleik að bíða eftir að Lilja klári hárspreyið sitt inn á baði og klári að hafa sig til....ákvað að skella Regínu á fóninn því mér finnst diskurinn hennar algjört æði og held ég viti núna af hverju hann verður oft fyrir valinu þegar ég sit ein í tölvunni að dunda mér. Stóð mig rétt í þessu að því að vera syngjandi hástöfum með lagi eftir lagi eftir lagi...og það var ekkert alltof fallegt verð ég að segja...hefði kanski verið meira krúttlegt ef ég væri sirka 17 árum yngri en ég er og væri að hlusta á Nylon en ég er nýorðin 27 og syng hástöfum með vitandi hversu ekki mjög vel ég syng.

Er þetta ekki bara merki um þroska ha ?

Æi mér finnst þetta bara skemmtilegt og gaman að sjá að ég er orðin svona frjáls í kringum fallegu konuna mína og ekki sjúklega meðvituð um að vera alltaf klikkað kúl á því ;)

Erum að fara í svart-hvítt partý til Dagnýjar vinkonu ...það verður stuð...

"sail on...lalalala"

Kollsterinn...ómeðvituð.


[8:56 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 20, 2006

Skvass og leynifélagið

Vá hvað mér líður vel í líkamanum þó ég sé reyndar ekki svo sátt við bóluhafið sem ennþá hefur ekki sagt sitt síðasta í andlitinu á mér..alltaf leiðinlegt þegar bólur ákveða að halda ættarmót framan í manni þið vitið....

En allavega líður mér dúndurvel í líkamanum þrátt fyrir ættarmótið því ég fór í lyftingar með Pálínu minni í gær og í dag hennti ég mér í skvass með Huldu minni....leynifélagsskutlurnar að meika það í líkamsræktinni get ég sagt ykkur.

Ótrúlega gaman að hafa gaman að þessu ...mér getur nefnilega mjög auðveldlega þótt hreyfing leiðinleg en ef maður finnur sér eitthvað við sitt hæfi þá er þetta að gera sig big time. Ekki má gleyma að nefna það að það er nú ekki verra þegar maður er búin að fá svona helling af flottum ræktar-hlutum og fötum að vera svoldið flottur á því í los ræktos... Með nýja skvass spaðann minn..í nýju Casall buxunum...með Casall svitabandið...í puma bolnum og auðvita Nike skónnum ...*blikk**blikk* mar má alveg vera smá veraldleg-gæða kona ;)

Kollsterinn...flottust í ræktinni hahahahha


[5:26 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, janúar 17, 2006

Takk takk takk takk þið öll !!!!!

Vááá....I am OVERVELMD eins og mar segir á enskunni..

Konan mín gerði handa mér fallegustu afmæliveislu heims...ég kom heim með Alex töffara úr leikskólanum og það eina sem miss 27 ára í dag þurfti að gera var að fara í sturtu ..skipta um föt og taka á móti fjölskyldu og barnavinum ...kökur og allt heila klabbið bara tilbúið ásamt fallegum kertum og hreinni íbúð !!!!!

Þetta kalla ég lúxus og vil nota tækifærið áður en ég geri nokkuð annað og þakka fallegu fallegu yndislegu og bestu konunni minni fyrir að gera þennan dag eins yndislegan og hann er búin að vera...ég elska þig fallegust og ég er heppnasta afmælisbarn heims að eiga þig !!!!!

Svo að öðrum fallegum málum þá sá ég hér 18 stk komment og langar að þakka ykkur fallega fallega fólkinu mínu fyrir að vera svona dugleg að senda mér afmæliskveðjur ...
svo auðvita þið öll líka sem senduð mér sms og eruð ennþá að senda mér sms...svo má ekki gleyma þeim sem komu að borða kræsingar hér með okkur í fínu afmælisveislunni..takk fyrir komuna fallega fjölskylda mín og vinir .....ég er djúpt snortin. Meira að segja Gunna Vala vinkona mín úr MR sem ég hef ekki hitt í háa herrans tíð hringdi í mig í dag til að óska mér til hamingju með daginn !!!!!!!!!!

Þetta er æðislegur dagur og ég brosi bara út í eitt....það er án alls efa ykkur að þakka mitt fallega góða fólk .. :) ég tárast bara ef ég nefni meira ....ég fékk mikið mikið af fallegum gjöfum og er hin þakklátasta fyrir þetta allt saman :)

Kollsterinn..brosandi og andlegir sjúkdómar gærdagsins horfnir í fannhvítann snjóinn !!!


[8:15 e.h.] [ ]

***

 

Hún á ammmlíííí dag :)

Ég vaknaði á ókristilegum tíma í morgun mjög svo undirbúinn að komast til vinnu þar sem ég er búin að vera lasin heima síðan á föstudag. Það tók mig dágóðan tíma að sópa snjóinn af litla hvíta bílnum mínum en þegar það var búið hófst ferðin langa....held ég hafi lagt af stað um korter í sex og verið komin hingað í Leifsstöð rétt rúmlega sjö sökum færðar á vegum...sem ekki má teljast góð þessa dagana.
Fór extra varlega þar sem ég mig langar til að vera í heilu lagi á AFMÆLISDAGINN MINN :)

Já gott fólk í dag er Kollsterinn orðin 27 ára og gott að ég minni mig á það sjálf því í morgun spurði samstarfskona mín mig hversu gömul ég væri og ég sagði 26 ára...flott hjá mér..gott að byrja að æfa sig í að lækka niður aldurinn hjá sér ..þið vitið ;)

En að öllu gamni slepptu þá langar mig að þakka konunni minni fallegu fyrir að gefa mér SKVASSSPAÐA sem mig hefur alltaf langað í ...nú get ég stolt mætt í sporthúsið og rústað þeim sem í mig leggur (eða næstum) ...get allavega lúkkað vel með nýjan spaðann minn :)
Diljá og þið hin sem hafið sennt mér sms ..Diljá átti fyrsta sms dagsins og fær hún stórt knús fyrir það ;)

Takk fyrir kveðjurnar fallega fólk !!!!

Ég gæti ekki verið ánægðari með þennan afmælisdag og hann er bara rétt að byrja ...vei vei vei

Kollsterinn...27 ára í dag !!!


[8:48 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 16, 2006

Sætu englar...

Takk fyrir að skrifa svona fallegt til mín í síðustu færslu elsku fallega konan mín og fallegu vinkonurnar mínar :)
Ég veit að það má ekki skrifa svona ljótt um sjálfa sig en mér leið eiginlega bara ákkurat svona í gær og vissi sossum alveg að það myndi fara með veikindunum en því miður eru veikindin bara ekki farin þrátt fyrir mína þrjósku og ákveðni í að þau myndu vera farin fyrir daginn í dag.
Sit ennþá heima í lasinu og er að vonast til að vera búin að jafna mig á morgun því þá á ég nebbla ammli og mér finnst svindl að láta mann vera lasin á afmælisdaginn sinn sko !!!
Er farin að sakna þess að komast í vinnunna mína ef ég á að segja alveg eins og er...mér finnst vinnan mín frábær og er hamingjusöm að vera að vinna við það sem ég geri svo mér finnst ekkert gaman að hanga heima heilu dagana frá vinnu !!!

En sem betur fer samt lentu veikindin mestmegnis á helginni svo það fylgir heppni í óhepnninni líklegast :)

Ein spurning algerlega út í bláinn...Ekki á einhver sem les þetta blogg bókina um Guðna Bergs sem kom út um jólin og vill lána mér (bróður mínum) hana í nokkra daga ??

Draumaruglið mitt er soldið að byrja aftur...leiðindadraumar sem ég kem mér ekki út úr ..hefur ekki gerst í háa herrans tíð og það hlýtur að vera að segja mér eitthvað...bara ekki að sjá hvað það ætti að vera :/

Annars er ég bara að hugsa um að henda mér í sturtu...skella mér úr náttfötunum og sjá hvort ég hressist ekki barasta heilan helling :)

Kollsterinn...að skríða úr veikindunum vonandi :)


[11:23 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 15, 2006

Andlegir sjúkdómar

í dag er ég með eftirtalda andlega sjúkdóma...

-Ljótuna
-Feituna
-Bóluna með stóru B-i
-Óhressuna
-Ýlduna
-Hætti aldrei að vera lasin-pirringin.

Langar að þrífa alla íbúðina okkar Lilju hátt og lágt og það helst í gær. Finnst ég sjá ryk allsstaðar en það er líklegast bara út af áður upptöldum sjúkdómum sem ég er komin með þessi hliðareinkenni..að sjá allt skítugt og vera svartsýn og neikvæð.

Líkar mjög illa við sjálfa mig í þessu ástandi og vona að það lagist um leið og ég bruna til vinnu í fyrramálið (þar sem ég hef tekið þá ákvörðun að vera orðin hress á morgun) ...þá hljóta allar þessar aukaverkanir að fara.

Konan mín fallega situr inn í herbergi að flokka fötin okkar og ég get ekki einu sinni hjálpað henni því hún er að passa svo vel að ég slaki á þessi elska :) Lilja þú ert best í heiminum og fyrirgefðu að þú þurfir að þola mig svona.

Í dag óska ég þess heitar en margt annað að ég verði búin að losna við helst alla ofantalda sjúkdóma fyrir næsta þriðjudag..því þá á ég afmæli, þó það væri nú ekki nema bara losna við Bóluna og ljótuna..hitt er hægt að fela....

Kollsterinn...ekki sú hressasta í bænum


[5:28 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, janúar 14, 2006

Úti er alltaf að snjóóóóa....

Það er alveg hrikalegt að vera svona lasin...maður vorkennir sér soldið duglega og langar ekkert meira heldur en að komast til vinnu helst bara sem allra fyrst til að sjá að maður sé sko ekkert veikur. Vaknaði lasin í gærmorgun og er ennþá úldin sem ýsa , það verður bara að segjast eins og er, get engu áorkað og er hálflömuð, beinverkir út um allt og særindi í hálsi. Þetta er jú flensan sem er að ganga og ég náði mér í hana sem er reyndar óvenjulegt fyrir mér því mér hefur oftast tekist að sneiða hjá svona leiðindafaraldri !!!
Hlakka mikið til þegar þessu lýkur og ég get bara átt afmæli óveik og svona :)

Liljan mín er farin á magadans-æfingu ...er svo ánægð með hana að hafa drifið sig ásamt Erlu vinkonu sinni ,verður ekki leiðinlegt þegar hún er farin að dansa hér fyrir mig eina heima ;) jeij

Svo er ættarmót hjá fjölskyldunni hennar Lil í dag og ég verð að vera heima og hvíla mig á meðan hún fer með börnin í stuðið, ég er reyndar svo feimin í svona margmennum fjölskylduboðum að kanski er mér hollast að vera bara heima.

Lítið nýtt að frétta annars ...er bara nokkuð jákvæð á að ná úr mér flensunni fyrir mánudag svo ég geti mætt fersk og fín til vinnu.

Kollsterinn...langar út að búa til snjóhús (pottþétt bara af því að ég er veik og má það ekki)


[12:14 e.h.] [ ]

***

 

Formlegur endir á umræðunni ...hér allavega

Elsku fallega fólk sem hefur kommentað hjá mér í þessu blessaða DV máli ..takk fyrir að taka þátt í umræðunni og takk fyrir að tala málefnalega og ekki vera með nein leiðindi. Allir eiga rétt á sinni skoðun og ég virði allar skoðanir þó þær fari auðvita misjafnlega vel í mig þar sem ég er mannleg.

Núna hinsvegar er ég komin ef ég á að segja alveg eins og er hálfgert ógeð á þessu máli öllu saman og orðin þreytt inn í mér að ræða þetta svo ég segi þessari umræðu lokið formlega hér á blogginu mínu og tek það aftur fram að ég virði skoðanir ALLRA sem hafa skrifað hjá mér og þakka hinum sömu fyrir að lesa bloggið mitt og vera ekki að skrifa nein leiðindi.

Salka...gaman að sjá að þú lest bloggið mitt, ég er nokkuð viss um að ég sá þig labba framhjá mér í Leifsstöðinni fyrir ekki svo löngu síðan (ég er nefnilega byrjuð að vinna þar) en ég þorði ekki að segja hæ því ég var hrædd um að þú myndir ekki eftir mér. Ég mun segja hæ næst og taka utan um þig :)

Maja svilkona ....Takk fyrir falleg orð í minn garð og allt sem ég segi hér kemur frá hjartanu mínu og gott að heyra að þér finnist eitthvað til mín koma :)

Diljá....Takk fyrir að vera vinur minn og sýna mér alltaf með því að vera þú sjálf að ef maður endurspeglast í vinum sínum þá finnist ég mér ég vera frábær manneskja (vona að þetta hafi skilist rétt hjá mér ) -N .....-S ...þá hlýtur Eskihlíð að vera -N :) hihihihi

Þið hin öllsömul...takk fyrir að vera þið sjálf og standa með því sem ykkur finnst !!!

Yfir í aðra sálma á næstu færslum mun ég lofa...ég vil ekki tala meira um DV málið því það hljóta líka allir að vera komnir með soldið ógeð á þessu öllu saman.

Mig langar líka að bloggið mitt sé gleðiblogg því það hefur yfirleitt verið stefnan...nema auðvita þegar mér líður ekki þannig.


Takk aftur fallega fólk fyrir að lesa skrifin mín og takk fyrir að vera til ..þið eruð æðisleg og sýnið mér að lífið er svo fallegt fallegt fallegt :)

Kollsterinn..ánægð með ykkur !!!


[12:24 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 13, 2006

Áfram DV umræðan....

Það er vonandi að "íslenska þjóðin" eins og þeir kalla þessa 26 þúsund manns sem skrifuðu undir listann, séu ánægðir núna þegar Ritstjórar DV hafa sagt upp störfum. Ég veit að ég er ekki glöð yfir þessum fréttum og eiginlega þvert á móti. Mitt álit á þessu máli myndi taka svo mikið pláss hér á bloggsíðunni minni að ég hef ákveðið að reyna að skrifa sem minnst um þetta mál.

Mér finnst meðal annars að NFS og Kastljósið séu í engu betri en DV í fréttaflutningi eftir að hafa horft á Mikael og Jónas sallarólega í viðtölum sitja fyrir því að fréttamennirnir sem tóku viðtalið töluðu niður til þeirra og voru á ENGAN hátt hlutlausir. Allt þetta mál er orðið að eintómum Nornaveiðum eins og einhver orðaði svo vel ...NORNAVEIÐAR til að grafa DV.
Ef Björgúlfsfeðgar eru tvisvar sinnum búnir að reyna að kaupa DV til að reyna að loka því af hverju höfum við þá aldrei heyrt um það fyrr ???? þetta kallast að auglýsa sig í miðjum sorgunum ..og sýna hvað þeir eru góðir kallar ??? sá enga ástæðu til að tilkynna þetta í miðjum látum nema til að auglýsa sig.

Og hvernig dettur fólki í hug að kalla ritsjóra DV morðingja....??? Blaðið var ekki komið út þegar maðurinn tók líf sitt og fyrir utan það þá tók hann sitt líf alveg sjálfur !!!! það er allavega mitt álit.

Mínir englar í dag fara til Mikaels og Jónasar sem ég tel vera ekki bara góða fréttamenn heldur líka veit ég fyrir víst af kynnum mínum við Mikael að þetta er ótrúlega góður maður...góður faðir og ótrúlega fær í því sem hann tekur sér fyrir hendur.

Mig langar að taka smá skrif af síðu hjá Diljá vinkonu og setja það hér fyrir neðan því mér finnst það lýsa part af þessu máli ótrúlega vel sem ég held að fólk sé soldið að gleyma.

Tekið úr blogginu hennar fallegu Diljá minnar : (skrifað 11.janúar 2006)

Þvílíkur æsingur í íslensku þjóðinni í dag. Eðlilega. Karlmaður féll fyrir eigin hendi eftir að risastór mynd af honum og ljótur texti birtist um hann á forsíðu DV í gær. Auðvitað er þetta ósmekklegt, sérstaklega í ljósi þess að hann er ekki dæmdur sekur né það kemur varla málinu við hvort hann sé einhentur eða ekki. Enn og aftur ganga þeir of langt í ósmekklegheitum að mínu mati. Það má endurskoða vinnuaðferðir hjá DV, ég skrifaði undir þá áskorun í dag.

EN!

Mér finnst hins vegar hið allra besta mál að DV láti vita að það sé verið að rannsaka kynferðisafrot gagnvart drengjum á Íslandi. Slíkum málefnum er yfirleitt troðið undir kodda og útí horn. Þannig meðferð hefur umræðan um kynferðisofbeldi almennt fengið í gegnum tíðina. Síðan "forsíðustefna" DV hófst fyrir 2-3 árum hafa mál um kynferðisabrot fengið miklu meiri athygli. Og ég er mjög ángæð með það. Íslendingar eiga að fá að vita hversu algengur glæpur þetta er, þeir eiga að fá að vita að vinir og kunningjar eru að nauðga vinkonum sínum og um afa og frændur sem eru að snerta yngri fjölskyldumeðlimi á óeðlilegan hátt. Þetta er ógeðslegur glæpur og það á ekki að loka á þetta og láta eins og ekkert sé!

Í dag eru allir í Hafnarfirði að deyja úr samviskubiti yfir því að hafa aldrei gert neitt, aldrei sagt neitt, eða bara hjálpað á sínum tíma. Öllum finnst pabbi Thelmu og systra hennar ógeðslegur sem og vinir hans og viðskiptavinir. En hvað ef einhenti kennarinn var alveg eins og pabbi hennar Thelmu? Þarf þá ekki að vekja athygli á því strax, en ekki eftir 20 ár? Ég tek ofan fyrir þessum ungu piltum sem þora að ganga fram og viðurkenna það að þeir hafi verið misnotaðir. Það er ekki algengt að heyra af slíku. Ég vona að þessi múgæsingur og heita umræða í dag eigi ekki þátt í því að láta fórnarlömb hætta við að tilkynna og kæra ef til þess kemur.

Já ég segi múgæsingur því allir hafa tönglast á "saklaus uns sekt hans er sönnuð" í allan dag, oj oj ritstjórn DV...osvfr. Sem er alveg rétt (ég er búin að taka fram að mér þykir óþarfi að birta mynd og fíflalegan texta). Bíddu já svo er sektin sönnuð og hvað fá kynferðisafbrotamenn í dóm??? Æ stundum finnst mér mannmorðsdómur í DV á dæmdum mönnum bara vega upp á móti lélegs ramma dómkerfis okkar. Mér finnst kerfið gera lítið úr öllum þessum fórnarlömbum sem eiga við sárt að binda. Mér finnst ekki bara... Ég veit það.

Takk fyrir

Kollsterinn...heima


[11:46 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 12, 2006

DV

jæja þá..skjátan ekki verið sú duglegasta í blogginu þessa dagana, erfitt að muna eftir því að blogga þegar maður vinnur svona langt frá öllum og öllu. Tók reyndar meðvitaða ákvörðun um að blogga ekki í gær sökum DV-málsins sem ég mun ekki lýsa yfir skoðun minni á hérna nema með þeim orðum að Mikael Torfason eða hinn ritsjóri DV eru í mínum augum engir morðingjar og mér finnst ljótt og vont að heyra fólk lýsa því yfir, mér dettur allaveganna ekki í hug að tala um þetta mikið meir en sendi mína engla út til drengjanna sem vísað er til í þessu máli og finnst þeir hetjur að þora að koma fram með þetta því það er ekki auðveldast í heimi fyrir unga menn að kæra svona mál.

Ég vil ekki rífast við neinn um þetta og hef engan áhuga á að taka þátt í neinum umræðum. Sá sætu systur mína í sjónvarpinu í gær og hún hefur rétt á sinni skoðun líka enda erum við sjaldnast sammála um veraldleg mál en vitum þó að við elskum hvor aðra mjög svo heitt og mikið. Mér finnst hún æði immit eins og pólitíkusinn sem hún er :)

Annars bara fínt að frétta...á von á manni hér á fund memmér svo ég bið að heilsa ykkur í bili ..

ást og hamingja

Kollsterinn...Í góðum fíling.


[9:15 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, janúar 09, 2006

Rafmagnað maður

Nýtt ár...ný byrjun og allt það í gangi.
Ég vígði nýja líkamsræktarkortið mitt í dag og brunaði í ræktina beint að loknum vinnudegi. Er komin með kort í svokölluðum Húsum eða þið vitið Bað-betrunar-þrek og allt það húsunum :)

Þegar ég steig upp á hlaupabrettið gladdi það mig heil ósköp að þar var þessi fíni skjár og hægt að velja um helling af stöðvum til að horfa á...ekki nóg með það heldur gat ég stungið litlu heyrnartólunum á Ipodinum hennar Lilju minnar í fjarstýringuna og þarafleiðandi hlustað og horft á sjónvarpið á meðan maginn á mér myndi fjúka af í þessari rosalegu brennslu.

....En nei ...Helv...og mér er ekki vel við að blóta, tækið gaf frá sér bara rafmagn og rugl....ég hef aldrei upplifað annað eins, Í hvert skipti sem ég snerti tækið þá fékk ég straum og það komu neistar og allt saman...og þegar ég stakk headsettinu í fjarstýringuna þurfti ég að kippa því fljótt út úr eyrunum því ég fékk líka straum í eyrun. Tækið semsagt stóðst engan vegin neinar væntingar sem ég var búin að gera þegar ég gekk inn...svo ég hlustaði bara á hana Ragnheiði mína Gröndal og hljóp í 40 mín og tók svo maga í tíu mínútur þar á eftir....góð sturta og haldið heim á leið þar sem ég mun taka á móti Pálí minni á eftir og plana með henni skvass stundir í sporthúsinu ;)

Kollsterinn...að missa bumbuna á straumbrettinu


[4:41 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 08, 2006

Sunnudagur til leti

Helgin er búin að vera hin ljúfasta og er það ennþá ...sit með headsettið mitt á mér að hlusta á Ragnheiði Gröndal og pikka.
Konan mín fallega er búin að vera veik alla helgina og hef ekki öfundað hana mikið litla greyið..erfitt að vera svona lasin.
Sáum Nönu rústa Idolinu á föstudag...ég skellti mér í afmæli til Evu Maríu sætu í gær og í dag höfum við varla farið úr náttfötunum enda eiga sunnudagar að vera svoleiðis finnst mér.

Strax eftir helgina er stefnan svo hjá okkur báðum tjellingunum tekin á Þrek-bað og sporthús kort :) ætlum bara að vera djarfar og kaupa okkur árskort í þessum fínu stöðvum....í þessum töluðu orðum mana á Maggý til að koma með mér í skvass og alla þá sem eru game í það ...hihihi

Í komandi viku er svo margt skemmtilegt framundan...7.spor með Díönu minni ...spádómur með Nönu minni ...kanski verðlaun frá Dísu minni og meiri fallegir dagar með konu minni og börnum...og eflaust margt margt fleira sem á eftir að koma í ljós.

Kollsterinn...soldið tóm en svona eru bara sunnudagar.


[8:37 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, janúar 07, 2006

Nana áfram !!!!!!!!!!!!!!!!

Gleðin náði algjöru hámarki í gær þegar orðin komu út úr Simma og Jóa...."og sigurvegari kvöldsins er ......Nana" vá hvað við fögnuðum innilega...inn í okkur sem og útávið...þetta var eins og að einhver náin vinur minn hafi verið að vinna einhver rosalega merkileg verðlaun á heimsmælikvarða svo mikil var gleðin. Langar að þakka Nönu minni fyrir að leifa mér að taka þátt í þessari gleði með sér og þakka henni fyrir hversu yndisleg hún er við Elísabetu okkar.

Nana okkar ...þú stóðst þig eins og ég hetja og til þess að ég fari ekki að grenja af tilfinningasemi (sem er ekki mjög kúl) þá vil ég ekki hafa þetta of langt þó ég gæti það léttilega. Takk fyrir að vera eins frábær og þú ert og til hamingju með lífið.

Elsku Dísa, þú ert yndisleg líka og Nana er svo falleg með þér og þú svo falleg með henni.

Til hamingju með lífið elsku stelpurnar okkar og til hamingju með að komast áfram.

Kollsterinn...að passa sig að missa ekki kúlið.


[10:48 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, janúar 06, 2006

Peningamálin og Nana áfram

Vandamál eru til þess gerð að leysa þau ..eða það finnst mér allavega...kanski eru bara engin vandamál til heldur bara verkefni..held að betra sé að horfa á hlutina þannig allavega.
Í dag fór ég í bankann minn og bara greiddi úr mínum fjármálaflækjum og þarafleiðandi þarf ég ekki að sitja með verki í maganum yfir því hversu illa stödd ég sé í peningamálu....bankarnir eru þjónustustaður og í dag þjónustaði minn banki mig vel :)
Það er oft stressandi að tala við bankann sinn...manni líður oft eins og maður sé aftur orðin lítil/lítill og þurfi að fá lán hjá mömmu sinni....sem fylgdi þá að maður varð að segja af hverju..en í bankanum þarftu ekkert að segja af hverju en maður gerir það nú samt sem áður því það friðar í manni einhverja innbyggða samvisku :)

Ég á frábæran þjónustufulltrúa sem ber nafn með rentu !!!! og Íslandsbanki rúlar.

Já englarnir hjálpa þeim sem hjálpa sér sjálfir....gott og gaman að því .

Annað jafn mikilvægt sem mun gerast í dag er það að hún Nana mín verður í sjónvarpinu í kvöld og því hvet ég landsmenn ALLA til að horfa á stöð 2 og kjósa snillingin hana Nönu áfram svo það verði eitthvað varið í Íslenska Idolið þetta árið :)

Kollsterinn...Idol-Íslandsbanka glöð :)


[4:24 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, janúar 05, 2006

var að bæta á myndaflettinguna...gaman að því.


[2:38 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, janúar 04, 2006

Tilfinningavera...

...jú ég held það sé engum blöðum um það að fletta eða ég þurfi neitt að íhuga það meira...
-ég tárast af því að horfa á Opruh tjellinguna gefa fólki einu óskina sína
-ég fæ tár í augun við það að hugsa um hversu heppin ég er og hversu mörgu góðu og fallegu fólki ég hef fengið að kynnast um ævina.
-ég á ótrúlega erfitt með að tala við fólk um hversu vænt mér þykir um það því þá brjótast fram þakklætistilfinningar sem yfirleitt birtast í gleðitárum.
-ég nota sjaldnast maskara við tækifæri eins og brúðkaup (gott dæmi giftingin hjá Maggý og Evu í sumar) því ég veit að hann mun hvort eð er allur enda fyrir neðan augun á mér í stað þess að vera þar sem hann á að vera Á Augnhárunum !!!

Ekki alls fyrir löngu þá var þetta eitthvað sem ég hefði ekki skrifað á bloggið mitt.
Ekki alls fyrir löngu var þetta það sem ég skammaðist mín einna mest í lífinu fyrir - Tárin mín.
Ekki alls fyrir löngu skammaðist ég mín fyrir annsi margt í mínu fari.
Ekki alls fyrir löngu sá ég ekki alltaf hversu gott ég hef það í lífinu.´

Núna í dag elska ég tárin mín og leyfi þeim bara að koma því ég veit að ég er bara asnalegri í framan þegar ég rembist við að halda þeim í burtu með öllum ráðum mögulegum

Núna í dag er ég svo þakklát og horfi á hvern dag sem blessun og tækifæri til að læra eitthvað nýtt og elska meira en í gær.

Já það hefur margt breyst í mínu litla hjarta á síðustu árum og ég á því að þakka mínu ótrúlega falleg prógrammi...yndislegum sponsor (fyrrum og núverandi) fallegustu vinum heims og yndislegri fjölskyldu :)

Þið eruð öll æði og ég elska ykkur fyrir að vera það sem þið eruð !!!!

Kollsterinn...að læra svo mikið nýtt


[9:52 e.h.] [ ]

***

 

Karlarnir vs. Tjellingarnar

Þessa dagana liggur hugur minn mikið í peningum...er alltaf að skoða stöðuna á sölunni í búðinni sem ég vinn í ....skoða sölutölur á hinum og þessum vörum og bera saman hvað þarf meira pláss og hvað má víkja og svo framvegis. Í kjölfarið fór ég að skoða mín eigin peningamál og finnst þau ekki alltaf jafnánægjuleg eins og peningamál búðarinnar minnar :) kanski mar ætti bara að opna búð...þó ekki samt því risarnir á markaðnum sjá til þess að litli kaupmaðurinn á horninu sé alltaf við það að fara á hausinn. Æi bara alskyns pælingar annars í gangi....

Í dag á heimleið minni frá Keflavíkinni varð mér á þau mistök að hlusta lengur en ég hefði viljað..var með stillt á Bylgjuna því þar var spjallþáttur og stundum þarf maður bara hvíld frá tónlistinni þó hún sé reyndar góð að flestu leyti....mennirnir voru að spjalla..veit ekkert hvaða menn þetta voru...ég heyrði ekkert nema bara raddirnar þeirra og fannst það fínt. Þar til þeir nefndu ávarp Biskupsins í sambandi við giftingu samkynhneigðra í kirkju. Einn..tveir..þrír...og mun fleiri karlmenn hringdu og sögðust vera ósammála biskupi sem kom mér á óvart , sérstaklega þegar ALLAR þær konur sem hringdu áður en ég skipti um stöð voru algjörlega sammála og vildu hvergi samþykkja það að samkynhneigt fólki væri eins og annað fólk !!!

Ég trúi því ekki að fólk lesi biblíuna ennþá svona...af hverju er fólk að taka biblíuna á orðinu gagnvart þessum eina hlut en það hundsar ýmislegt annað því tímarnir hafi breyst og mennirnir og þjóðfélagið með. Æi mér er ómögulegt að skilja þetta fólk út í bæ..eftir nokkrar svona kellingar og nokkra góða menn (sem glöddu mitt litla hjarta og ég er stolt af karlpeningnum á Íslandi eftir þennan þátt) þá ákvað ég að skipta um stöð svo skap mitt gagnvart þessu myndi ekki enda á bensíngjöfinni og svo framvegis....ég andaði bara að mér djúpt inn og djúpt út og spjallaði við englana mína..minnti þá á að ég trúi á þá og þrátt fyrir svona tal þá sé ég sannfærð um það að ég er alveg jöfn öðru fólki og minn Guð elskar mig bara nákvæmlega eins og ég er og myndi engu vilja breyta því annars hefði hann jú bara skapað mig öðruvísi.

Kollsterinn....í æðruleysi en þó hissa á skoðunum fólks.


[5:29 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, janúar 01, 2006

Áramótaávarpið

Árið 2006 gengið í garð..hvað ætli maður verði lengi í þetta skiptið að skrifa dagsetningar sem enda á 05 þetta árið....gaman að því bara.
Held það sé algjör óþarfi að setja sér áramótaheit...eða ég tala auðvita bara fyrir mig...ekki nema ég verði öðruvísi en allir hinir og setji mér eftirfarandi áramótaheit þetta árið

-Byrja aftur að reykja
-Byrja að drekka í miklu óhófi
-Sleppa algjörlega ræktinni og stunda helst enga hreyfingu að neinu leyti.

Já fannst þetta nett fyndið því öfugt við þetta er yfirleitt áramótaheit flestra sem maður þekkir...

ég þekkjandi sjálfa mig veit hinsvegar að áramótaheit sem ég set mér eru einungis til þess að ég skelli svipu á sjálfa mig þegar ég hef ekki staðið við þau...svo í þetta skiptið verður mitt heit bara að gera mitt besta í minn eigin garð og annara :) vera jákvæð og reyna að sjá góðu hliðarnar á mínum og annara manna málum ....ég get jú bara stjórnað sjálfri mér og ef ég geri það í góðum gír þá er ég vonandi fyrirmynd annara og geri þarafleiðandi heimin betri.... :)

Enduðum síðasta ár í gær hjá tengdarforeldrum mínum í mat og svo var horft á öfga-fólkið Íslendingana sprengja upp heilum miljónum og eflaust miljörðum króna í nokkra mínútna fegurð í háloftunum ..sem mér finnst persónulega nett öfgakennt en það er bara mín skoðun, allir skemmtu sér vel og myndir eru væntanlegar líklegast bara strax í dag ef ég er dugleg.

Var að horfa áðan á myndir frá því í fyrra og sá að Kollsterinn hefur nú aðeins náð að bæta á sig...en er það ekki líka bara allt í lagi..nenni allavega ekki að skamma mig endalaust fyrir það og fara í eitthvað tjellingakast yfir því...ég verð bara duglegri í sundinu og reyni mitt besta í að borða hollara :)

Annars vil ég nota tækifærið og þakka ykkur fallega fólkinu mínu fyrir að bjarga lífi mínu eina ferðina enn þetta árið og vera til staðar fyrir mig...þakka líka englunum mínum sem vita betur en ég sjálf hvað mér er fyrir bestu enda sjá þeir um sína alltaf.

Konan mín
Stjúpbörn
Fjölskylda
Vinir

Takk fyrir að vera nákvæmlega eins og þið eruð og takk fyrir að eiga árið 2005 með mér immit svona yndisleg og frábær eins og þið öll eruð...
Ég er svo þakklát að hafa ykkur í mínum lífi og fá að njóta fegurðinnar sem frá ykkur skín.

Vonandi fæ ég að fylgja ykkur á þessu ári sem gengið er í garð og njóta enn meir birtunnar frá ykkur sem gerir mig að þeirri manneskju sem ég er :)

Kollsterinn..í ævilangri þakkarskuld við lífið sjálft og þá sem í því búa.


[2:22 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K