Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Mánaðarmótin

Vá hvað þetta er búið að vera magnaður dagur..byrjaði vel og er ennþá bara merkilega yndislegur og góður. Ég átti í dag mjög svo dýrmætan tíma með fallegu Díönu minni sem fær mig alltaf til að sjá "ljósið" ef svo má að orði komast. Ég gerði mér grein fyrir svo mörgu en samt sagði hún ekki svo margt...það er einhvernvegin bara nærveran og bara það að ég sé að teygja mig fram ;)
Svo fór ég eftir vinnu upp í Blaðadreifingu til að sjá hvort vörunar mínar væru ekki að fara að koma til mín og sá mér til undrunar að það var ekkert búið að gera fyrir mig...svo ég ákvað í jákvæða skapinu sem ég náði mér í í morgun að skella mér bara í þetta sjálf....hefði alveg getað hringt í einhvern yfirmann og skammast lengi lengi yfir því að þetta væri ekki farið af stað . En það fannst mér allt í einu kjánalegt því ég stóð fyrir framan alla þessa kassa og var á fínum bíl til að skella þeim í ..svo ég bað einhvern þarna um að kenna mér á systemið, svo eyddi ég bara stórum parti af vinnudeginum þarna að selja búðinni minni bækur og mun þarafleiðandi engin kvarta undan slæmu úrvali erlendra bóka í búðinni minni !!!! Jess beibí !!!
Svo í kvöld fékk ég óvænt símtal þar sem mér bauðst að hjálpa einhverjum..með því að fylgja viðkomandi á fund og mun ég gera það með mestu ánægju sem í mér býr, enda er þessi aðili mér mjög hjartfólgin og þarafleiðandi extra ánægjulegt að geta hjálpað !!!

Er búin að vera að tapa mér í nördinum sem býr innra með mér...það býr nefnilega mjög mikið skipulagsnörd inn í mér sem nokkrir útvaldir aðilar hafa fengið að kynnast í gegnum tíðina. Þegar nálgast mánaðarmótin þá brýst þessi annars ágæti nörd út úr fylgsnum sínum og ræðst í bókhaldið hjá mér sjálfri og Liljunni minni auðvita líka....þetta nörd ólíkt öðru fólki finnst bara virkilega gaman að sjá um bókhaldið....Ég sé bara allt í ferningum því nördið er iðulega fast í Excel skjölum þessa daga í kringum mánaðarmótin og ég get bara ekkert í þessu gert. Þetta er þó alsaklaust grey ef hún er bara látin í friði meðan hún situr við tölvuna og fær að dúttla við þetta. Hleypi henni stundum líka í ljósmyndirnar og leyfi henni að raða þar og sortera :)

Held ég láti þar við sitja í dag og sendi englana mína í göngutúr við grafarvogskirkju því þar er svo gott að labba ...spjalla og horfa á himininn...þessi englar mínir verða jú líka að fá sitt :)

Kollsterinn...kveður..þar sem Nördið þarf að komast að NÚNA !!!


[8:47 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, febrúar 27, 2006

Skemmtilegt...

You Are a Peacemaker Soul

You strive to please others and compromise anyway you can.
War or conflict bothers you, and you would do anything to keep the peace.
You are a good mediator and a true negotiator.
Sometimes you do too much, trying so hard to make people happy.

While you keep the peace, you tend to be secretly judgmental.
You lose respect for people who don't like to both give and take.
On the flip side, you've got a graet sense of humor and wit.
You're always dimplomatic and able to give good advice.

Souls you are most compatible with: Warrior Soul, Hunter Soul and Visionary Soul


[9:22 e.h.] [ ]

***

 

Varð bara....

Eitt sem ég er mikið búin að pæla í síðustu daga...og auðvita er alltaf ástæða fyrir því að maður pælir mikið í einhverju.

Mér finnst fólk leyfa sér alltof oft að tala um hversu mjór einhver er. Þegar manneskja labbar framhjá sem er rosalega grönn þá heyrir maður yfirleitt alltaf einhvern kommenta á það. Hinsvegar þegar einhvern labbar framhjá sem á við offituvandamál að stríða þá þorir fólk yfirleitt ekki að segja nokkuð því það telst móðgun við viðkomandi jafnvel þó að hann/hún heyri ekki kommentin.
Fór mikið að spá í þessu því að manneskja sem ég þekki og þykir óheyrilega vænt um þjáist af hrikalega erfiðum sjúkdóm. Sjúkdómurinn virkar þannig að ekki bara fær viðkomandi mjög erfið köst andlega og líkamlega heldur fylgja lyfjum og sjúkdómnum alskonar aukaverkanir...eins og til dæmis lystaleysi. Þessi engilfagra og hjartahlýja manneskja er þarafleiðandi orðin mjög grönn og henni finnst hún sjálf vera alltof grönn og jafnvel skammast sín fyrir það. Nú er fólk mjög duglegt að segja við hana bara hátt og skýrt "hrikalega ertu orðin mjó!!!" "hvað ertu bara hætt að borða ???" og margt annað í þessa áttina ....í hvert skipti sem einhver segir svona hluti við hana þá verður hún sár og ég get vel skilið það. Henni langar ekkert til að vera svona og er í dag ótrúlega dugleg að fara út að hreyfa sig til að auka matarlystina en alls ekki til brenna..er að reyna að borða mat sem getur fitað hana. Af hverju ætli fólki finnist þetta eitthvað öðruvísi en manneskja sem finnst hún feitari en hún er og reynir að minnka matarlystina og brenna meira.

Þessi litli engill sem ég þekki er bara ákkurat öfugt við manneskja sem vill losna við kílóin sín því hún vill ná í kíló...ég myndi gefa henni mín ef ég mögulega gæti svo henni liði betur (væri bara bónust líka að ég myndi losna við þetta litla sem ég vill losna við en allavega..)

Mér finnst dónalegt að vera að segja svona asnalega og hart við fólk sama hvort það er "rosalega ertu Feit/Mjó !!!" þarna er fyrir mér engin munur á....engin myndi segja við þessa manneskja "rosalega ertu feit..." eða "ertu bara borðandi allan daginn???" ef það væri hennar vandamál.

Já þarna hafið þið það...þetta er hitamál hjá mér þessa stundina og skiptir mig hrikalega miklu máli þar sem þessi manneskja er svo nálægt hjarta mínu...varð bara að koma þessu frá mér og hvar betri staður en immit hér :) :) :)

Kollsterinn..búin að koma þessu frá sér..og kílóinu léttari við það.


[8:55 e.h.] [ ]

***

 

P.S.

Langaði bara að skjóta að ykkur þökkum fyrir fallegu kommentin ykkar sem þið dekrið mig með mjög reglulega...No Name...takk fyrir nafnlaust fallegt komment..Pálí...takk..Díana...takk...Urður...takk fyrir daginn...Diljá..þú ert sko án efa í sönghópnum góða..þetta var bara brot þú veist :)
þið hin sem kommentið og eruð til í mínu lífi ..takk fyrir að vera immit eins og þið eruð ..því þannig immit elska ég ykkur svo mikið ;)

gotta go...


[8:41 e.h.] [ ]

***

 

1...2...3...

Frábær mánudagur. Talning með Snillingnum henni Urði minni og skemmtum okkur konunglega..held við séum sjaldséðir hrafnar sem hafa gaman af því að vera í talningum ...en það er auðvita bara af því að við höfum gaman af því að eiga stundir tvær saman og þetta er kjörið tækifæri til þess. Eftir talningu var ég komin heim fyrr en mig hefði grunað svo ég bjallaði í fallegu systur mína og bauð henni með mér út í göngutúr..löbbuðum í rúman klukkutíma og rifjuðum upp góðar stundir á seltjarnarneshringnum ..yndisleg og yndislegt...
Þegar ég kom heim skellti ég mér svo í góða sturtu og sit núna fyrir framan tölvuna að fara yfir vinnumail dagsins þar sem ég var ekki á mínum eigin vinnustað. Fer að sækja Elísu skvísu til vinkonu sinnar innan skamms svo hún komist í háttin á réttum tíma...

Ljúfa líf þegar maður gerir eitthvað fyrir sjálfan sig eins og að hreyfa sig og eyða tíma með fólkinu sínu..ég er endurnærð...og á morgun verður annar eins góður dagur..það veit ég bara..Tími með englinum sem er leiðari minn í programminu ..skvass vonandi með Huldu sem ég hef ekki fengið svar frá og auðvita tími á góða vinnustaðnum mínum þar sem ótal verkefni bíða mín.

Kollsterinn...öll að koma til


[8:37 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, febrúar 26, 2006

Sjálfsskoðun

-Það er sérstaklega gert til að ergja mig að uppþvottavélin skuli bila immit í dag þegar ég er tæp á taugum.
-Það er ekkert skítugt heima hjá mér , ég er bara í ástandi þar sem mér finnst allt stærra en það er og þá sérstaklega þegar Ryk og óhreinindi eiga í hlut.
-Börnin okkar fögru hafa ekki verið neitt sérstaklega óþekk í dag , ég er bara viðkvæm fyrir því að það heyrist í þeim greyjunum.
-Ég er ekki 50 kílóum þyngri en ég var á myndunum sem ég var að skoða í gær en ég þarf jú að hafa meira fyrir því að halda mér eins og ég vil vera líkamlega í dag.
-Þó mig langi mest af öllu að vorkenna mér bara og liggja hálf sofandi í rúminu í allan dag þá sit ég fyrir framan tölvuna nýkomin úr sturtu og á leið í kaffiboð til múttu og pabba sem betur fer.

Einu sinni hefði ég séð þessa hluti soldið allt allt öðruvísi en ég geri í dag. Í dag liggur pirringurinn algjörlega inn í mér sjálfri og engin nema ég get tekið hann í burtu.
Ég veit hvað ég þarf að gera en ég nenni því ekki, það er svo auðveld að liggja í þessum gír og fara ekkert áfram en hitt er bara svo miklu betra..þarf að taka upp verkfærin mín og laga þessa hluti...Það er svo vont að vera á þessum stað þar sem allt er einhvernvegin bara að manni og að öllu í kringum mann. Ennþá erfiðara er að halda sér á þessum stað því maður er komin með meðvitund um að þetta er sjálfskaparvíti sem ég ein get losað mig úr.

Kollsterinn...þarf að rífa sig upp á rassgatinu og það helst í gær.


[2:32 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, febrúar 25, 2006

Það var lagið

Stundum óska ég þess að ég gæti sungið, ef ég mætti velja mér einn hæfileika þá væri það að ég gæti sungið. Ekki misskilja mig, mig langar ekkert að taka þátt í Idol og rústa Nönu eða neitt þannig en mér finnst bara svo heillandi þegar fólk syngur svona fallega eins og svo margir sem ég þekki. Í kvöld var ég föst við skjáinn því hún Bryndís Ásmunds stórsöngkona slash leikkona var í TíVí-inu og það er kona sem ég myndi barasta ekkert hafa á móti því að ......vera sjálf.
Svo hinsvegar finnst mér líka mjög heillandi þegar fólk getur ekki alveg sungið (jú allir geta sungið en well misvel samt) og þá er svo heillandi þegar fólk syngur hástöfum sama hversu vel það heldur lagi. Það er líka ótrúlega fallegt. Þá er ég ekki að tala um amerísku vitleysingana í Idolinu þarna úti ..neibbs heldur bara svona einlægt fallegt fólk sem syngur heima hjá sér hástöfum og er alveg sama þó einhver sé að hlusta..þeim finnst bara gaman að syngja.

Veit ekki hvað ég er nákvæmlega að tjá mig en ég veit þó hverjir uppáhaldssöngvarar mínir eru og það í báðum þessum flokkum sem ég taldi upp..langar að nefna nokkra þeirra og tekið skal fram að þetta er í engri ákveðinni röð eftir atkvæðum eða neitt slíkt.

Lilja Torfa
Nana Chick
Jódís Skúla
Bryndís Ásmunds
Regína Ósk
Ragnheiður Gröndal
Ingunn Mýrdal
Puff Moma
Skafti Harðar
Kristín Eysteins

þetta er svona brot af því besta ef svo má segja og langar mig að þakka þessum aðilum fyrir að hafa leyft mér að njóta þeirra fögru tóna :) þið eruð yndisleg

Kollsterinn...söngelsk


[10:20 e.h.] [ ]

***

 

Átak"ið"

Vá hvað hausinn á mér er duglegur að hugsa alskyns hluti...ég hef ekki undan við að taka á móti upplýsingum sem hausinn minn útvegar mér. Þegar ég er í góðu prógrammi þá ræð ég við hausinn á mér frekar heldur en að hann ráði yfir mér, núna þarf ég að herða mig og mæta á fleiri leynifundi og vera duglegri því mér finnst hausinn vera soldið að taka yfirhöndina hér inn í mér sem er ekki nógu gott.

Var að skoða heilan helling af myndum frá því í gamla daga og allt í einu fékk ég svona "vá hvað ég var einu sinni mjó" tilfinningu...ekki sniðugt. Veit vel að ég er ekkert feit í dag en ég er samt ekki sátt , og þegar maður er ekki sáttur við eitthvað í sjálfum sér eða við sjálfan sig þá er ekkert annað í stöðunni hægt að gera en að vinna í vandamálinu eða verkefninu skulum við kalla það. Er búin að henda fötum í íþróttatöskuna og á morgun verður byrjað upp á nýtt á líkamsræktinni, mér finnst ekkert sérlega skemmtilegt að mæta í ræktina og hlaupa en mér finnst gott að fara í skvass og mér finnst gott að fara út í guðs græna og labba hringinn á seltjarnarnesinu ..svo finnst mér líka gaman að synda. Af hverju er ég ekki duglegri við þessa hluti en raun ber vitni ?? jú ég er alltaf að fresta þessu öllu saman..." á morgun segir sá lati..." á morgun ætla ég að borða hollt og hreyfa mig mikið..á morgun fæ ég mér ávexti og grænmeti og geri verkefni í heftinu mínu...
Í dag langar mig bara að borða nammi og drekka gos og sitja heima í sófanum góða.

Já þetta er sjálfsblekking sem virðist hafa virkað í öfuga átt því ég notaði þetta þegar ég var að hætta að reykja...."á morgun fæ ég mér kanski bara sígarettu" og svo framvegis og á endanum eða í dag er ég búin að vera hætt að reykja í marga marga mánuði..vonum að það séu ekki margir margir mánuðir í það að ég hreyfi mig og borða hollt....;)

Er einhvern þarna úti sem langar að skella sér í svona hollt-hreyfingar átak með mér..jafnvel taka með mér göngutúr um nesið nokkrum sinnum í viku ??
Það er einhvernvegin svo miklu auðveldara að hreyfa sig og vera duglegur ef einhver er að fylgjast með manni....það verður bara að segjast eins og er.

En jæja..best að hakka í sig nammi og njóta síðasta dagsins í óhollustu og hreyfingarleysi

Kollsterinn...Kolla....Bolla...híhíhí


[5:45 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, febrúar 24, 2006

So you know darlings

Færslan sem ég skrifaði áðan var ekki einlæg nema að því leytinu til að ég held með Nönu og gleðst miklan yfir persónulega sigrinum hennar og setu hennar í sófanum góða. Mér finnst erfitt að blogga þegar einhvern situr yfir mér og spyr mig hitt og þetta eða segir mér að ég sé að skrifa eitthvað vitlaust. Veit að það var ekkert illa meint en ég datt bara úr gír og fór í "ég hef rétt fyrir mér gírinn" sem fer mér ekki vel...ég er asnaleg þegar ég fer í vörn yfir einhverju sem skiptir engu máli...Kanski á mínu bloggi er skrifað með einu N-i og allt gott með það. Ef ég hef vitlaust fyrir mér þá er það líka bara í góður lagi.
Finnst gott að skrifa þegar engin horfir og ég sit bara ein með sjálfri mér að blogga um hitt og þetta...ekki það að stelpurnar mínar sem sátu og horfðu á mig skrifa áðan eru hin bestu skinn, eiginlega meira að segja meira en það því önnur þeirra er elskuleg fögur systir mín og hin er mjög góð vinkona mín.
Nóg um það...

Flott að frétta héðan úr höfuðstöðvum Idol-aðdáendaklúbbs leyniklúbbsstelpannan í Eiðismýrinni...

Það er gott að gleðjast með einhverjum og við finnum það hér í kvöld. Ég fékk líka nokkur sms frá fallegu fólki út í bæ sem sagði mér að því findist Nana mín hafa tekið þetta lag svo vel ...alveg úff vel sko ! Fallega fólkið mitt veit að mér finnst Nana best og það lætur mig vita að því finnst hún æði líka...mér þykir vænt um það. Var þetta flókið hjá mér ?

Bið annars bara að heilsa ykkur og hlakka til næsta föstudags..held ég biðji Nönu um að æfa sig á okkur Elísabetu..það boðar greinilega lukku ;)

Kollsterinn...langar að heyra í sponsunni sinni..en hef ekki hringt ennþá *hint*


[11:23 e.h.] [ ]

***

 

bloggedí blogg



Vá hvað Idolið var æðislegt í kvöld...ekki kanski alveg "fair" að Alexander hafi...Hulda er hér við hliðina á mér að gera mig geðveika..segir mér að ég skrifi vitlaust...Lilja vill að ég hringi og Pálína spyr hvort ég mæti ekki örugglega á fund í fyrramálið..pressan er gífurleg og liggur mikið á mér þessa stundina..svo ég steingleymdi að ég væri að blogga um eitthvað..held samt að ég hafi ætlað að skrifa um Alexander greyið og svo auðvita gleði mína yfir fagra söngnum hennar Nönu !!!!

Krakkar..segið mér eitt...er "kanski" skrifað eins og ég skrifaði það eða VERÐA að vera 2 stykki N í orðinu.

Fuck it

Kollsterinn..mannleg.


[11:08 e.h.] [ ]

***

 

Idol

Stundum ræð ég ekkert við mig ...inn í mér það er að segja.
Sumt fólk bara fer í pirrurnar á mér...alveg án þess að mig langi neitt til þess að það sé svoleiðis. Sumt fólk finnst mér bara erfitt að vera í kringum, þetta fólk getur alveg verið yndislegt og vel innrætt og allt saman en samt bara fer allt sem það gerir í pirrurnar mínar. Ég veit að þetta er eitthvað algerlega inn í sjálfri mér sem ég þarf að laga og viðkomandi er ekki að gera neitt rangt en samt reyni ég endalaust að koma þessu yfir á einhvern annan en mig. Skrýtið mál. Viðkomandi hefur ekki gert mér neitt , ég hlýt bara að vera í svona slæmu programmi bara ákkurat nálægt þessari týpu.

Annars fínt að frétta...Idolið í kvöld og mitt atkvæði fer pottþétt til Nönu minnar að sjálfsögðu...Vona svo sannarlega að hún komist áfram og þá helst alla leið svo ég geti mætt í sjónvarpssal með derhúfuna góðu ;)

900-9006 er númerið sem hringja má í ef ykkur langar að taka þátt í þessum skemmtilega leik sem Idol getur verið :)

Sit á flugstöðinni og búið að vera fínt að gera í morgun, er eiginlega hætt að gera mér grein fyrir því að allir sem ég afgreiði yfir daginn eru að fara til útlanda, var soldið skrýtið fyrstu dagana og ekki laust við að mig langaði til útlanda þegar ég var hér að vinna fyrstu dagana mína en það er alveg horfið úr mér...þetta er bara komið í rútínuna og ef ég hitti fólk sem ég þekki á leið til útlanda þá er það svona eins og að hitta einhvern í útlöndum...þið vitið.

Stelpurnar mínar koma til okkar Lilju í kvöld og mikil tilhlökkun, veit ekki hvað ég gerið án Idol-kvöldanna okkar :)

Nú ég óska ykkur svo bara yndislegs dags og þakka fyrir að þið séuð inn í mínu lífi gott fólk.

Í sambandi við abbó stelpuna í mér þá hef ég ekkert séð hana síðustu daga og við erum hættar að vera vinkonur..svo vonandi bara heldur hún sig heima hjá sér :)

Kollsterinn...í föstudagsfíling


[10:07 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Hahahaha



Hvernig finnst þér þessi mynd Hulda ?? Hvaða kjaftakellingar eru þetta þarna ???


[3:42 e.h.] [ ]

***

 

Hefur dómari ekkert að segja lengur ???

Jæja ....fimmtudagur sem þýðir bara eitt...Föstudagur á morgun og Idolkvöld .

Það gerðist í síðasta þætti að þessar þrjár mjög svo hæfileikaríku dömur lenntu í þrem neðstu sætunum...



Elfa þessi rauðhærða datt út og harma það eflaust margir.

Ég verð að viðurkenna að mér var nú samt létt því Nanan mín datt ekki út.

Á morgun hefst nýr dagur og þarafleiðandi ný úrslit. Ég veit að ég mun kjósa Nönu mína mörgum mörgum sinnum en svo er spurning hvað þið hin gerið ??


Elsku Nana..gangi þér vel á morgun...veit að allir mínir englar verða hjá þér þarna á sviðinu. Ég er búin að heyra þig syngja þetta lag og það er svooooooo bjútífúl.


[3:36 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, febrúar 22, 2006

Klukk

Var klukkuð af Hulsternum og var nokkuð viss um að ég myndi barasta ekki eftir neinu vandræðalegu sem ég hafði gert um ævina (ég er ekki svona mikill engill..ég er bara einfaldlega gleymin) en eftir síðustu færslu mundi ég allt í einu eitt gamalt atvik og ákvað að það væri skemmtilegt að láta það fylgja sem partur af klukki og framhald af síðustu færslu.

Ég var líklegast um 9 ára jafnvel orðin 10 (þori ekki að lofa þessu með aldurinn samt...eins og ég sagði þá er ég gleymin). Sirrý vinkona bjó í stigaganginum mínum og við lékum okkur alltaf saman eftir skóla. Einn daginn ákvað ég líklegast að fara með einhverjum öðrum heim eftir skólastund og svo sem ekkert meira um það að segja. Nema hvað þegar ég kem heim á Seilugrandann þá ákveð ég að kíkja til Sirrýjar vinkonu niðri...ég rölti mér niður og þá segir mamma hennar að Sirrý sé upptekin að leika sér við aðra vinkonu sína (man ekki lengur hvað hún heitir). Ég rölti inn í herbergi þar sem þær sitja að spila á gítar og syngja saman ...vá hvað ég fékk stóran sting í magann. Hvernig dirfðist hún Sirrý MÍN að vera að hanga með einhverjum öðrum en mér þegar ég vildi leika ???
Þær vinkonurnar fóru svo að mig minnir út að leika sér...ég var líka úti og það á hjólaskautunum mínum..rúllaði mér yfir til þeirra og gerðist svo djörf að sparka í klofið á Sirrý (við erum að tala um að ég gerði það af því að hún vildi ekki leika við mig sko)
Daginn eftir í skólanum segir Sirrý fyrir framan alla krakkana úti á skólalóð "Kolla, ég get ekki pissað og það er allt þér að kenna!!!" og ég hló geðveikt en maginn á mér var ekki glaður..ég man að ég fékk þvílíka samviskubitið út af þessu.

Já æi ..soldið svona jú had tú bí ðer en ég mundi þó eftir þessu ..mestmegnis og Sirrý ef þú ert að lesa þetta þá vil ég nota tækifærið og biðjast afsökunar... þú ert yndisleg og mátt leika við alla sem þú vilt ;) hihihih

Kollsterinn..með alsheimer light


[10:43 e.h.] [ ]

***

 

Hnútur upp á hillu

Afbrýðissemi er að mínu mati slæmur eiginleiki ... þegar ég verð afbrýðissöm þá verður mér illt innan í mér...afbrýðissemi hjá mér held ég að komi aðallega þegar ég er óörugg með sjálfa mig. Yfirleitt þegar ég er abbó þá er það aðilanum sem ég er abbó út í algjörlega óviðkomandi í raun og vandamálið liggur yfirleitt hérna megin.
Áðan fékk ég svona afbrýðissemis sting í magann...mér finnst þessi stingur svo vondur og ég þekki hann svo vel frá því í gamla gamla daga langt áður en ég byrjaði í fallega programminu mínu. Í gamla daga hefði ég tekið þennan sting og rölt með hann á milli vinkvenna minna til að fá smá vorkun og sýna það og sanna að ég væri hin eina sanna dramadrottning Íslands. En í dag finnst mér ekkert gaman að hafa þennan sting inn í mér svo ég reyni að skoða hann í hvert skipti sem hann lætur sjá sig, Urður yndislega vinkona mín sagði einu sinni við mig í bréfi að ég ætti að taka hnútinn í mallanum...skella honum upp á hillu heima hjá mér og þegar fólk kæmi í heimsókn ætti ég að segja "ég bjó hann til alveg sjálf" stolt og glöð. Þetta er eitthvað sem hefur alltaf setið í mér og gott ef þetta er ekki immit það sem ég geri í huganum þegar svona hnútar koma...nema með einni smá breytingu...ég reyni að færa hnútinn frá maganum og upp á hillu ..svo leyfi ég bara kallinum á efri hæðinni að eiga hann en ég passa samt að muna eftir hnútnum því "I live as I learn"...erþaggi ?

ég man þegar maður var lítill og gat verið geðveikt sár bara af því að besta vinkona manns vildi frekar leika við einhvern annan en mann sjálfan..hihihi
Svo þroskumst við og sjáum að öll dýrin í skóginum geta alltaf verið vinir..jafnvel þó þeir hafi kynnst í gegnum einn aðila og hangi svo saman án þess aðila..þið skiljið hvað ég meina :) hihihi

Kollsterinn...að leysa hnútinn...hægt og rólega.


[10:34 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Missti af Barbí

Hér sit ég í sakleysi mínu að pikkast á við fallegt fólk á msn og heyri allt í einu yndislegu stjúpdóttur mína segja við móður sína "Kolla er með miklu betri húmor en þú" hahahah og útskýring var sú þegar móðirin krafðist hennar að hún væri búin að þekkja mömmu sína svo lengi og þarafleiðandi búin að heyra alla þessa brandara svo oft..hahahha

Fyndið ..er að tala við íslenskan vin minn sem býr erlendis og hann hefur aldrei heyrt um Silvíu Nótt og skildi þarafleiðandi ekkert af hverju ég héti á msn Kollster-Til hamingju Ísland ....já þetta er lítið land ..maður er alltaf viss um að íslendingar viti allt sem gerist á klakanum.

Ég missti af Barbí minni á flugvellinum í dag þar sem ég var lögð af stað í bæinn þegar hún flaug til heita landsins með bumbubúann með sér ...vona að hún lendi þegar ég er að vinna svo ég geti knúsað hana...alltof langt síðan ég hef séð skottið á henni.

Jæja...ekkert svossum merkilegt að segja frá í dag nema að lífið gengur sinn vanagang og það er mjög gott mál ....

Kollsterinn...sátt.


[8:28 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, febrúar 20, 2006

Sannleikurinn er sagna bestur

Hæ aftur fallega fólk.

Mikið sem ég er búin að vera að hugsa á meðan ég lá upp í rúmi hjá Elísabetu meðan hún las heimalesturinn sinn hvað ég ætti eiginlega að tjá mig um á blogginu mínu...finnst bara eitthvað svo asnalegt að vera bara að tala um hvað ég gerði yfir daginn....en það er samt ekkert asnalegt..því þetta er jú mitt blogg og kanski langar einhverjum þarna úti að vita hvað ég eyddi deginum í ...miklar og djúpar pælingar fylgdu þessu öllu saman og ég komst að niðurstöðu um hvað ég ætlaði mér að skrifa næst þegar ég myndi setjast niður fyrir framan tölvuna okkar góðu.

Skrifið í þetta skipti átti senst að verða um páfagauk sem Elísabet vill endilega fá að passa fyrir ömmu sína.

Nú í fyrsta lagi þá er mér nú ekkert sérlega vel við að fá dýr inn á heimilið en hingað til hef ég getað notað það sem afsökun að dýr mega ekki vera í blokk...páfagaukur er hinsvegar allt annað mál..sé ekki að nágrannarnir geti kvartað yfir fugl í búri og þarafleiðandi þegar Lilja spurði mig að þessu máli í gær og tilkynnti mér það hversu spennt litla fröken var fyrir þessu máli þá sagði ég bara kalt nei.

Nú er ég búin að eyða deginum með litlu fallegu prinsessunni og hún sagði við mig svo fallega í dag út í bláinn "Kolla, hvaða dýr myndir þú vilja hafa ef þú mættir velja heima hjá þér?" ég átti erfitt með að svara þessu en svarið var samt eitthvað í þessa áttina "líklegast hund EF ég bjyggi í einbýlishúsi annars vil ég bara hafa þig hér hjá mér" ...mér fannst þetta svar sleppa annsi vel fyrir horn en sá samt að litla Elísabetin mín var leið í augunum en sagði samt ekki neitt...hún ákvað bara að þar með væri úr myndinni að Páfagauksgreyið fengi að vera hér í pössun en þrátt fyrir að vera tíu ára og heilmikið svekkt þá sagði hún ekkert heldur brosti og spurði bara hvað við ætluðum að gera saman í kvöld.

Nú verð ég alveg að viðurkenna að stærsta ástæðan fyrir þrjóskunni í mér varðandi þennann páfagauk er einfaldlega sú að ég er hrædd við þessi dýr...ég meika ekki að vera nálægt þeim og þegar ég var yngri þá þóttist ég vera með ofnæmi fyrir páfagaukum svo vinir mínir væru ekki að hleypa þeim út þegar ég var heima hjá þeim.

Þegar ég svo breyddi sænginni yfir Elísabetu áðan sagði ég henni að kanski mætti hún passa fuglinn ef við reyndum að hafa hreint í herberginu hennar fram að tímanum sem pössunnin ætti að vera og brosið á henni var meira virði fyrir hjartað í mér heldur en allt gull heimsins..."ég attla að laga til um leið og ég kem heim úr skólanum á morgun Kolla" var það eina sem hún sagði og svo bara "góða nótt" (svo samdi ég við hana um að vera kanski ekki endilega að hleypa honum út nálægt mér því ég væri einfaldlega hrædd við páfagauka)

það er svo gott að geta sagt bara eins og er....svo gott....að losa bara...

Kollsterinn..að fá páfagauk í pössun


[9:21 e.h.] [ ]

***

 

Komið í lag..víííí

Nú segir netið mér á síðu sem "reddarinn minn" sýndi mér að þetta vandamál eigi að vera komið í lag svo ég get þá líklegast haldið ótrauð áfram að tjá mig um allt og ekkert hér á veraldarvefnum.

Mánudagar eru Kvolitídagar hjá mér og Elísu sætu skvísu ... svo við reynum yfirleitt að gera eitthvað skemmtilegt saman eftir lærdóminn hjá litlunni.

Í dag var engin undantekning á kvolitítímanum og þess þá heldur að það hafi vantað skemmtunina ..aldeilis ekki.

Við gerðum okkur bílferð til Nönu og Dísu og fengum smá forsmekk af sælunni næstkomandi föstudag...vá þvílík fegurð...það væri óskandi að fólkið sem er heima að kjósa hefði verið þarna með okkur í hvíta sófanum í vesturbænum því þá hefðu allir og ég segi það ekki hikandi...allir kosið hana Nönu mína.

En nóg um það....við erum komnar heim og nú er bara að skella sér í heimalestur og bænina góðu fyrir svefninn. Svo kemur fallega konan mín heim og við horfum á Ameríska Idolið og skemmtum okkur við að hafa sterkar skoðanir á fólki sem við þekkjum ekki neitt. Er þetta ekki til þess annars ?

ást til ykkar þarna úti og takk Nana og Dísa fyrir gestrisnina...Elísabet gleymdi namminum og er soldið miður sín yfir því ..svo ef möguleiki er á að fá að sækja það síðar þá væri það æði :)

kollsterinn...svo glöð með fólkið sitt


[8:55 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, febrúar 19, 2006

Svindl

Nú er ég í stökustu vandræðum...bloggið mitt er að láta mjög illa við mig og ég er búin að skoða allar stöður en get ekkert gert til að laga þetta. Nú þannig er mál með vexti að þegar ég skrifa nýja færslu þá kemur hún jú alveg inn á bloggið en það versta er að hún kemur yfir síðustu færsluna á undan og þarafleiðandi eyðir þeirri eldri út....núna til dæmis fer þessi færsla líklegast yfir þá síðustu þannig að það er ennþá eins og ég sé bara búin að skrifa eina færslu síðan á föstudaginn en ég er í rauninni búin að skrifa heilar 4. Þangað til þetta lagast þá langar mig ekkert til að blogga neitt því ég vil ekki að það eyðist alltaf það gamla þegar ég blogga nýtt. Ef einhver yndisleg mannvera þarna úti þekkir lausn á þessu hvimleiða vandamáli þá vil ég endilega biðja sá hin sama að hafa samband við mig og í boði eru góð verðlaun fyrir að finna lausn á þessu máli.

Kollsterinn...alveg í vandræðum


[1:44 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, febrúar 17, 2006

Föstudagur....and it´s on



900-9004



ÁFRAM NANA



900-9004



[12:17 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, febrúar 16, 2006

Kosningabaráttan heldur "áfram Nana"




Áðan spurði ég Tinnu litlu fallega frænku mína hvern hún kysi í Ædolinu og hún svaraði eitthvað á þessa leið
"ég hef ekkert kosið en ég held samt með vinkonu þinni"
Ég útskýrði fyrir litlu samt stóru frænku að það væri eiginlega nauðsynlegt að kjósa ef maður vildi sjá einhvern áfram því þetta væri keppni sem gengi út á það að kjósa sitt fólk áfram eða réttara sagt það fólk sem manni finnst standa sig best í þessu.

Nú ef við líkjum þessu bara við pólitískar kosningar..svo sem borgarstjóra eða annað slíkt þá hefur þetta mun fleiri kosti heldur en hitt...

1. Allir hafa kosningarétt í Idolinu sem eiga símtæki.
2. Þú þarft ekki að vera búin að ná neinum aldri til þess að kjósa.
3. Þú mátt kjósa þína manneskju eins oft og þig langar eða eins oft og reikningurinn þinn leyfir.
4. Þú þarft ekki að mæta á kjörstað , þú bara kýst heima hjá þér.
5. Engin hringir frá neinni kosningaskrifstofu til að reyna að fá þitt atkvæði.
6. Idolið er bara svo miklu miklu skemmtilegra heldur en kosningar í pólí"tík"inni

Að þessum orðum loknum vil ég bara óska ykkur góðrar skemmtunnar á morgun og ég vona að sjálfsögðu að þið kjósið rétt....nú ef þið þekkið ekkert til keppninnar þá má líka bara hringja á morgun milli klukkan 21:35 & 22:00 í þetta númer :

900-9004

og viti menn..þið gætuð unnið eitt stykki engil með fagra söngrödd í sjónvarpstækið þitt næstu föstudaga.



[7:35 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Dagurinn í dag

Komin heim í kotið til konunnar minnar mjög svo mikið lösnu.

Dagurinn í dag er góður..ég elska að lifa bara einn dag í einu þó það sé oft erfitt fyrir steingeitina í mér sem langar að plana langt langt langt framm í tímann.
Í dag kom Diljá mín upp á flugvöll mér algerlega að óvöru og ánægju. Er svo glöð að ég var ekki rokin heim og náði að knúsa hana í tætlur áður en hún fór, fékk meira að segja að knúsa hana á mynd sem samstarfskona mín tók af okkur og hlakka til að sjá hana á blogginu hennar sætu Diljá minnar þegar hún hættir að fljúga (hún er senst að byrja í dag 2ja sólarhringaflug þessi elska. Gaf henni smá lesefni , finnst gaman að geta glatt og ég gat það allavega smá með krossgátum og millistykki ;)

Puff og Yo til lukku með ykkur endalaust , sendi alla mína hamingjuengla í fyrsta flug til Egilstaða til að fagna þessu með ykkur :)

Lilja...þú ert yndisleg og ég elska þig immit þannig !!!

þið sæta fólk sem eruð svo falleg að kommenta hjá mér ..takk fyrir það ..kann svo vel að meta það :)

Pálí ...takk fyrir valentínusarkortið :)


[4:28 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Svona er ástin...hjá mér



Fallega konan mín er lasin upp í rúmi. Hefur náð í pestina af Elísabetu. Þegar ég lagðist aðeins við hliðina á henni áðan og hún var svo lítil í sér eins og flestir kannast við þegar þeir eru lasnir þá horfði ég á hana og hugsaði eins og ég hugsa svo oft þegar ég horfi á hana "vá hvað ég elska þessa konu af öllu mínu hjarta" ég get sko sagt það á hverjum degi en vel líklegast daginn í dag upp á valentínus að ég hef aldrei elskað eins og ég elska hana Lilju mína. Ég hef aldrei verið eins sannarlega hamingjusöm í hjarta mínu eins og ég er með Lilju minni. Ég horfi á hana og ég veit að þessa konu langar mig til að elska alltaf og um alla eilífð.

þannig líður mér allavega í dag og ég ætla mér að elska hana í dag.

Kollsterinn..einn dag í einu...ástfangin.


[5:31 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, febrúar 13, 2006

Ce la vie

Það er auðvelt að gefa skít í allt og hætta að gera það sem maður þarf að gera þegar hlutirnir fara ekki nákvæmlega eins og maður vill sjálfur að þeir fari.
Það er auðvelt að hugsa að heimurinn sé á móti manni og maður eigi ekki allt það besta skilið þegar hlutirnir fara ekki eins og maður hafði hugsað sér.
Það er auðvelt að flýja tilfinningar sínar og ákveða að horfast ekki á við lífið eins og það kemur manni fyrir sjónir.
Það er auðvelt að verða neikvæður og láta reiði eða sorg sína bitna á fólkinu sem manni þykir vænt um.

En hver segir að maður eigi alltaf að fara auðveldu leiðina í lífinu.

Það er stundum og í flestum tilvikum bara gott að gera það sem er erfitt því það gefur svo miklu betur af sér.
Ef ég tek vel á í ræktinni þá uppsker ég betur þó það sé erfiðara heldur en að sýnast bara og sleppa því að reyna á sig.

Veit ekkert hvort neitt af þessu meikar einhvern sens en eitt veit ég og það er að þessar tilteknu auðveldu leiðir hafa ekki hjálpað mér í gegnum tíðina svo í þetta skiptið fer þessi stelpa erfiðu en þó góðu leiðina í sínum málum.

Fyrir það finnst mér ég hugrakkari fyrir vikið og kanski aðeins meira ég sjálf.

Leyfi mér bara að vera til með öllu því sem fylgir.

Kollsterinn...á leið í erfitt en árangursríkt ferðalag með sjálfri sér.


[3:35 e.h.] [ ]

***

 

Veikindi

Skrýtið að immit þegar maður má sofa út og það á mánudegi þá liggur maður andvaka. Allavega var það tilfellið hjá mér í morgun. Elísabet er fárveik og þarafleiðandi ákvað ég að vera heima með henni í dag. Lilja fór á fætur með Alexi Una og fór með hann í leikskólann. Ég vaknaði og hringdi í vinnunni til að láta vita að ég yrði heima, það var um sjöleytið..síðan þá hef ég ekki sofnað aftur...Litla veika prinsessan sefur sem betur fer eins og steinn enda veitir henni ekki af greyinu þar sem hún er búin að vera með flensu alla helgina og 39 stiga hita.
Hrikalega erfitt að vera svona lasin og mega ekkert fara út eða neitt...
Nei sko skríður hún fram til að fá sér að borða í þessum töluðu orðum..best að sinna veika barninu.
Later


[9:55 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, febrúar 12, 2006

Dagurinn og fundurinn

Dagurinn er búin að vera yndislegur í alla staði...

Ég ...fallegu börnin og Hanna siss erum búin að hafa það svo gott í dag.

Ég byrjaði daginn á fundi með Pálí minni sem var yndislegur. Er svo fegin að ég fór á þennan fund því hann opnaði augun mín fyrir því að ég er algerlega vanmáttug gagnvart því sem öðru fólki finnst um einhvern sem skiptir mig máli. Fór svo á los brennslos með Pálí minni eins og venjan er ...svo gott og yndislegt.

Þó að Barbí eða Lóu hafi ekki fundist Nana mín vera að standa sig þá fannst mér hún æðisleg og yndisleg og það er ekkert á hana vegið þó einhverjum finnist ekki það sama og mér. Hinsvegar stend ég á mínu og mun ekki hætta að tala um það hér að ég held með minni stelpu og vona af öllu mínu hjarta að hún komist áfram ...og áfram....hlutlæg er ég ekki ...nei enda hver væri það sem á svona fallegan vin sem syngur svona fallega og er með svona fallega framkomu....
engin fór á gremjulistann minn fyrir eitthvað komment. Fólk hefur rétt á sinni skoðun og hér viðra ég mínar skoðanir daglega og vona að ég móðgi engan við það.

Nenni ekki að pirra mig á því að stelpan mín hafi dottið niður á gólfið í neðstu þrem því ég veit að hún kemur bara tvíefld tilbaka fyrir vikið.

En aftur að deginum í dag...Við systurnar og börnin horfðum á svo mikið sem þrjár vidjóspólur..borðuðum lasagna ...nammi og auðvita smá gos þar sem það er nammidagur..spiluðum spil og höfðum það yndislegt. Ég á góða að..ég er heppin kona.

Var að klára að horfa á mynd í sjónvarpinu sem gerði mig soldið meyra....er enn með tárin í augunum....meðvirkni...hmmm..ég held samt ekki í þetta skiptið..held bara að myndin hafi opnað augu mín fyrir því að ég þarf að muna alla daga að vera þakklát og sjá hvað lífið mitt er fallegt ..hvað fólkið mitt er fallegt og hvað ég er ágæt sjálf.

Já takk fyrir að lesa bloggið mitt fallega fólk og takk fyrir öll kommentin , sama úr hvaða átt þau koma...og takk Nana fyrir að gera Idol kvöldin okkar stelpnanna svona skemmtileg.

Nú hlakka ég bara til að sjá konuna mína þegar hún kemur heim af árshátíðinni, attla að reyna að vaka eftir henni því mig langar að hlusta á fallega röddina hennar segja sögur af árshátíðinni sinni ... finnst líka ekkert spennandi við það að sofna ekki með Liljuna mína mér við hlið.

Til ykkar segi ég góða nótt og sofið rótt.


[1:37 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, febrúar 10, 2006

Batafærsla

Ég er allt annað en orðlaus.

Tinna fór og jú nú verð ég bara að segja eins og er HÚN ÁTTI AÐ FARA FYRIR LÖNGU SÍÐAN ...hún og Bríet áttu heima þarna á sviðinu ...en Nana ...nei nein nei og aftur nei. Nú opna ég kosningaskrifstofu og þetta verður gert almennilega. Fólk mun fá að hitta Nönu og heyra hana í daglegu lífi , nú ef það virkar ekki til að sannfæra fólk um að það er ekki að kjósa rétt þá veit ég ekki hvað gerir það.

Hér í kvöld ákváðu flestir okkar gestir ásamt mér sjálfri að hætta Idolkvöldum ef Tinna héldi áfram og Nana dytti út. Þá myndi hér vera gert eitthvað allt annað en að horfa á Idol næstu föstudagskvöld.

Mikil gleði og æsingur braust út þegar loks úrslitin voru ljós og Nanan okkar allra komst áfram ....ég er sjálf ennþá eiginlega í spennufalli !!!!!!!!

Nú er spurning næsta föstudag um að skella sér í að kjósa bara nógu oft stelpuna , í alvöru talað....þarf ég að mæta með derhúfuna til að þið sjáið hver er rokkari kvöldsins...kommon í alvörunni.

Jæja nóg um þetta í bili...það er allavega alveg á hreinu að rétta manneskjan datt út í kvöld að mínu mati, hef ekkert út á hana að setja sossum en mér finnst hún bara ekki eiga heima í þessari keppni.

Kollsterinn....eiginlega bara soldið reið.


[11:08 e.h.] [ ]

***

 

Myndir og Nana

Hvet ykkur gott fólk til að tékka á myndaalbúminu úr afmælinu mínu þar sem ástkær myndavélin mín ákvað að finna hinn helmninginn af myndunum ...sérstaklega góðar myndir af mér og Grímu :)

Svo fyrst ég er að hvetja á annað borð þá að sjálfsögðu hvet ég ykkur til að hringja í 9009008 í kvöld og kjósa hana Nönu mína :)

Farin að hakka í mig kjúlla og hlakka til að fá fallegu gestina mína :)


[7:30 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Föstudagur framundan

Kæru vinir nær og fjær....

Á morgun er runninn upp enn einn föstudagurinn og ég vona að allir sem ekki hafi stöð 2 skelli sér í heimsókn til vina sinna eða fjölskyldu og fái að sjá stelpuna kláru syngja sig inn í hjörtu landsmanna.

Spurning um að eyða í eins og kanski nokkur stykki sms á morgun....???



Ég vil nota tækifærið og óska Nönu minni alls hins besta á morgun í keppninni góðu.
Ég einhvernvegin er ótrúlega örugg með að hún haldi áfram...ég yrði ótrúlega hissa ef fólk í alvörunni myndi frekar kjósa sinn sveitung heldur en að kjósa það sem hjartað segir þeim..þið vitið ;) hihihi
Ein góð kona sagði mér um daginn að hún hefði vilst inn á Barnalandsumræður þar sem talað var um ákveðna idol keppendur og ég varð eiginlega bara mjög reið vægast sagt. Ég meika ekki þegar fólk er að tala um eitthvað sem það hefur ekkert vit á ..iss piss

Þessi Idol hópur er mjög fínn en mér finnst persónulega bara Nana mín standa algerlega upp úr sem söngkona og manneskja !!!

Áfram NANA

p.s. ég mun mæta í úrslitaþáttinn með derhúfu og skilti..þetta er loforð ef Nana kemst í lokaþáttinn!!!


[4:27 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, febrúar 08, 2006

stendur þú með okkur ???



Ég styð alla heilshugar að standa á bakvið fólkið sitt. Nú eruð þið fólkið mitt og ég vonandi manneskjan ykkar, nú ef ég er ykkar aðstandandi eða bara ef þið eigið bróður..systur..föður...frænda..frænku..vin eða náin aðstandanda af öðru tagi sem vill svo til að er samkynhneigður þá hvet ég ykkur til að skrifa undir þennan lista hér.....

Ég styð samkynhneigða í baráttunni um jöfn mannréttindi !!!!!!!!!! ýttu hér til hliðar til að skoða !!!!



[10:05 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Af öllum mat þá er ég.....

salad
You taste like a salad. You are the epitome of

diversity and freedom. With your mixed

flavors and ability to blend with almost

anything, you make people happy.


Hvernig bragðast þú?
brought to you by Quizilla


[6:23 e.h.] [ ]

***

 

Tribute to Puff Moma

Ein er sú manneskja sem ég man eftir svo mörgum fallegum minningum í kringum. Hún býr í dag lengst út á landi þar sem fólk kýs sinn sveitung sama hversu ekki-góður söngvari viðkomandi er og ég nefni engin nöfn þegar söngvari/söngkona er nefnd.
En aftur að þessari yndislegu vinkonu minni sem þrátt fyrir harðasta skráp heims útlítandi hefur þetta líka fallega og góða hjarta að bera. Jú hún lítur út fyrir að vera heimsins mesti töffari og er það auðvita á mörgum sviðum en hjarta hennar er úr gulli...

Elsku Puff

Ég man...

þegar ég og þú vorum alltaf að hanga saman.

þegar ég hringdi og þú varst komin að sækja mig innan fimm mínútna sama hvar á landinu þú værir stödd.

þegar þú bauðst mér út að borða og ég hafði ekki hugmynd um að þú værir kanski barasta að daðra vimmig.

þegar ég og þú sátum í pönnsum hjá Ingu Hrönn og skírðum þig Puff !!!

þegar ég treysti þér fyrir svo mörgu sem engin mátti vita.

þegar ég hlakkaði mest til í heimi að kynna konuna mína fyrir Puff eftir langa veru í útlandinu.

þegar þú fluttir til landsbyggðarinnar og hjarta mitt saknaði þín jafnvel áður en þú fórst.

þegar þú sagðir mér að þið væruð búnar að kaupa íbúð í bænum og einn daginn mynduð þið flytja heim og hjarta mitt hoppaði af gleði.

þegar ég las á blogginu mínu að þinns væri hvergi nefndur og ég ákvað med det samme eins og danirnir segja að bæta úr því hið fyrsta.

Love you darling

Kollsterinn...Number one fan of the Puffster


[4:53 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, febrúar 05, 2006

Ég man....

þegar mamma hennar Urðar svaraði alltaf geðveikt fyndið í dyrasímann þeirra þegar við krakkarnir komum að spyrja eftir henni og okkur fannst hún fyndnasta kona í heimi.

þegar ég og strákarnir í hverfinu bjuggum til leyniklúbb og létum nýja meðlimi gera dyraat í blokkum til að fá inngöngu í klúbbinn.

þegar ég og Gummi frændi fórum út að labba með hunda nágrannana og ég var alltaf lúmskt hrædd við hundana þó ég segði ekki neitt.

þegar ég fór á eina fimleikaæfingu og fannst það ekki mjög skemmtilegt.

þegar ég fór síðan að stunda boltaíþróttir og fann mig mjög vel þar í markinu.

þegar ég, Bimba og Urður héldum kveðjukvöld áður en Bimba fór til Bólivíu og skemmtum okkur konunglega.

þegar ég og Erna Rán vorum alltaf í göngutúrum meðfram sjónum að tala um ástarmálin og leysa þau saman.

þegar ég bjó með Steinu og Bríeti og fann í fyrsta skipti hvernig það var að ala upp barn.

þegar strákarnir með mér í bekk kölluðu mig rauða Rambó eftir að ég réðst á þá einn daginn eftir skóla.

þegar ég elti uppi strákana sem stríddu litlu systir minni og hræddi úr þeim líftóruna eins og stórri systur sæmir.

þegar ég mætti alltaf á sunnudögum í barnasýningar í kaffileikhúsinu og við Oddný settum upp sýningu, alltaf önnur okkar þunn eftir helgina.

þegar ég og Diljá vorum eina rólega kvöldstund í litla húsinu á Hverfisgötu (sem búið er að rífa núna og byggja blokk) og hlustuðum á Rólegt Mix a la DJ Kolla..Diljá sofnaði og ég hélt áfram að spila handa henni.

þegar ég hélt partý á sama stað og þar fór fram hin fræga kossakeppni sem allir vita í dag hver vann :)

þegar Urður settist niður með mér á kaffihúsi og sagði mér að hún væri ólétt.

þegar ég fór á fyrsta fundinn minn í leyniklúbbnum og sá að ég gæti gert svo mikið til að verða betri manneskja.

þegar ég sat heima hjá Steinu með Auði Rán vinkonu og kom algerlega óvart út úr skápnum fyrir henni og leið dúndur vel í framhaldið.

þegar ég hékk öllum dögum á Laufásveginum en þó ekki þar sem ég bjó heldur í kommúnu hjá Nönu minni, reyktum sígó...drukkum kók..horfðum á Finding Nemo og vorum á trúnó annan hvern dag í það minnsta eða fórum laugaveginn með Fuck you lagið okkar í botni.

þegar ég og Una vorum heilt sumar að vinna bara á kvöldin og eyddum dögunum fyrir utan Vegamót í sólinni eða bara hvar sem er...þvílíkt frelsi.

þegar Ragnar og ég bjuggum saman á Vitastíg og horfðum á Ally Mcbeal eða lituðum á mér hárið eða héldum góðar grillveislur í garðinum.

þegar ég var mesta dramadrottning sem fyrirfannst og allir vissu það.

þegar ég fékk sms eitt kvöldið sem ég var að vinna á Ölstofunni frá fallegri konu í Danmörku.

þegar ég fór á fyrsta date-ið mitt með Lilju og hún tók mömmu sína með okkur á djammið.

þegar ég Kolla sem alltaf skipuleggur allt fram í tímann ákvað að henda mér til Danmerkur með samasem engum fyrirvara og koma Lilju á óvart.

þegar Erna Rán sagði mér að hún væri ólétt ....aftur :)

þegar Lilja flutti heim og við fluttum inn saman.

þegar ég sat fyrir framan bloggið mitt á sunnudagseftirmiðdegi og hugsaði með sjálfri mér hversu dýrmætt lífið er og maður yrði eiginlega alltaf við og við að minna sig á hversu góða daga maður hefur átt og hversu mikið það hefur að segja að eiga góða að.

Kollsterinn...ÞAKKLÁT


[2:31 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, febrúar 03, 2006

Klukkið frá Dísu Marley

4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á :

- Ædolið (sérstaklega þar sem Nanan okkar er að keppa sko)

- Will & Grace (pjúra snilld)

- Stelpurnar (get ég fært ykkur eitthvað? hahahahaha )

- Prison Break og House (verð að hafa þá saman því ég vil nefna báða en ekki bara annan hvorn.


4 kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur :

- Finding Nemo (við Dísa erum soldið með það sama svo ég þarf ekkert að stroka út , held bara því sem hún hafði sætan)

- Shawshank Redemption

- Jerry Maguire (You complete me, ekki hægt að gleyma þessu momenti)

- Good will hunting


4 heimasíður sem ég dinglast inn á daglega:

- www.kollster.blogspot.com

- Idolstelpurnar mínar í heild sinni ( Pálí,Hulster,Fallegust og auðvita Dísa )

- www.dilja.blogspot.com

- www.isb.is

- og svo margar margar fleiri


4 uppáhaldsmáltíðir

- Hnetu-Kókos kjúglingurinn hennar Lilju

- Lasagna a la mamma eða Lilja

- Hangikjöt með uppstúf og kartöflum

- Allur matur sem mamma mín gerir


4 geisladiskar sem ég get hlustað aftur og aftur á:

- Allir David Gray diskarnir mínir

- Desperat Housewifes

- Ragnheiður Gröndal

- Regína Ósk


Þeir sem ég ætla að vera góð við og klukka eru ; Hulster, Pálí, Urður, Erna Rán ;)

p.s. Þarf eitthvað að nefna það hver var flottasti keppandi Idolsins í kvöld...NANANANANANANANANANANANA ...We love you babe :)


[11:14 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Silvía Nótt rokkar feitast

Shit hvað þessi karakter er mikil snilld og mér finnst hún æði.

Besta júróvision lag allra tíma er sungið af þessum snilling

TJÉKK IT ÁT !!!!!!!!!!!



[8:57 e.h.] [ ]

***

 

Heima er best

Sælt veri fallega fólkið á rigningarkvöldi í Reykjavíkurborg...já eða hvar annars staðar sem þið eruð hér á klakanum eða jafnvel lengra burtu.

Komum heim frá útlandinu um kaffileytið í dag ...og ég get nú aldeilis sagt ykkur það að við komum heim í hlýjuna ef svo má segja þar sem það er kaldara í Danaveldinu heldur en hér heima á svokölluðum klakanum !!! Jú jú ..í danmörkunni er mikill snjór og mjög mjög mikill kuldi, sem gerði ferðina í rauninni engu verri því við bara nutum þess að hanga inn á herbergi og kúrast yfir vidjóglápi. Heimsóttum Signý , Lise og Isabellu auðvita og ég lofa að myndirnar koma inn í síðasta lagi um helgina ef ekki bara rétt á eftir !! Kíktum líka smá í heimsókn til Dýrlei sem var búin að bjóða Una litla í heimsókn svo við slógum þar tvær fallegar flugur í einu höggi ;)

Ég var auðvita ekki búin að tala um utanlandsferðina hér á mínu ylhýra bloggi en kanski ekki að ástæðulausu þar sem þetta kom fljótt upp á og var hugsað sem bara svona afslappelsisfrí fyrir okkur skötuhjúin og varð mjög vel heppnuð slík ferð.

Já skemmtilegt allt saman ...tókum ekki margar myndir en þær örfáu sem okkur tókst að taka (leti á þar stærstan part í máli) fara inn á albúmið mitt líklegast bara rétt eftir þessa bloggfærslu.

Jæja já...það var nú ekki meira í bili..ég verð í bænum á morgun í talningu Hallarmúlans og svo er bara komið helgarfrí...ljúfa líf ...ljúfa líf.

Hulster litli..jú við erum komnar og hlökkum til fjörsins annað kvöld svo lengi sem allir eru örugglega game ????

Kollsterinn...komin heim í kotið

p.s. Allir að kjósa RÉTT á morgun...það er ekki erfitt...sjáið bara fegurðina , verst að geta ekki skellt röddinni sem með þessari fegurð fylgir með..en þið hlustið bara á morgun og viti menn...hún kemst áfram



[8:13 e.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K