Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testið



miðvikudagur, mars 29, 2006

Falleg brúðhjón og flutningar


Sælt veri fólkið . Hér fyrir ofan gefur að líta fallegu brúðhjónin sem giftu sig síðastliðin laugardag í viðurvist vina og ættingja í mjög svo fallegri athöfn í Áskirkju . Já þetta er fallega fólkið Erna Rán og Ingó. Annars fínt að frétta héðan úr litla kotinu okkar...vorum á skriljón biljón í allan dag að hjálpa Ingunni okkar að flytja..litla stelpan er bara búin að vera hálfvælandi af þakklæti í allan dag þar sem hún var bara í sjokki yfir því hvað við Lilja vorum duglegar að hjálpa henni..það er einhvernvegin svo oft þegar fólk er að flytja að allt í einu eru allir uppteknir immit þegar hjálpin er mest þörf...en í dag vorum við Liljan mín til staðar fyrir Inguna okkar og höfðum bara gaman af ...ég persónulega átti gott ævintýri með manninum í Sorpunni á meðan Lilja og Inga voru á tauginni yfir Vinnu-Kollunni sem mætti að sjálfsögðu á svæðið að skipuleggja þetta allt saman...held að Lilju hafi aldrei langað jafnmikið að reyja og immit í dag :)

Já..svo er páska-seasonið að hefjast í vinnunni minni svo það er bara allt að fara í gang...

Kollsterinn..farin í bólið ( stutt í útísveitferðinamína )


[11:02 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, mars 27, 2006

Myndir

Er að fara að skella inn nokkrum idol-myndum frá því þarsíðasta Idol-kvöld ...var að sjá þær á myndavélinni og fannst tilvalið að skella þeim inn til að fá smá pásu frá vinnugeðveikinni sem ég stend í þessa dagana í tölvunni hér heima....

Strákurinn okkar litli er svo lasin heima..búin að vera með hita í rúmlega viku og er svo slappur greyið litli...Liljan mín líka frekar slöpp svo hér er allt í rólegheitunum...minns skrapp úr fermingu í gær til að fara að vinna upp á Leifsstöðinni...en annars lítið nýtt að frétta..

gotta go...tjékk out the pictures darlíngs :)

p.s. hey hey hey..bara nokkrir dagar í það að minns verði í seitasælunni ásamt sætu vinkonum mínum..jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiij ..ég hlakka svo til :)

Kollsterinn...á leið í seitina


[5:58 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, mars 26, 2006

Brúðkaupið

Veislustýran er mætt heim til sín eftir mjög svo vel heppnaðan dag og vel heppnaða veislu.

Ég er framar öllu öðru full þakklætis í hjarta mínu og mun því ekki segja neitt frá veislunni að sinni heldur langar mig bara að koma þakklætinu frá mér hér áður en ég fer að sofa.

Takk elsku elsku elsku Erna Ránin mín og auðvita Ingóin minn fyrir að veita mér þann heiður að fá að veislustýra brúðkaupinu ykkar. Þið gáfuð mér færi á að gera það sem ég er hvað hræddust við og það er að setja sjálfa mig berskjaldaða fyrir framan helling af fólki sem ég bæði þekki og þekki ekki.

Þetta var ekki stressandi og erfitt heldur bara ánægjulegt og skemmtilegt . Auðvita var ég ekki laus við stress en held það hafi jafnvel bara hjálpað mér í að ná að vera yfirveguð.

Erna mín ...þú veist vel hversu heitt ég elska þig og að ég myndi gera allt fyrir þig sem ég mögulega get..takk fyrir að leifa mér að gera þetta fyrir þig og takk fyrir að vera þessi litli gullmoli og gleðigjafi sem þú ert.

Ingó minn...ég leyfi mér í dag að segja Ingó minn því þú hefur bara öðlast þann titil með því að vera þessi frábæri maður sem þú ert og auðvita fyrir það að setja bros á hana Ernu okkar alla daga ársins :) ást til þín

Arndís og Dalli (nýgift líka) ...þið lesið held ég ekki en langar samt að þakka ykkur fyrir öll þessi ár sem ég hef fengið að kúra á heima hjá ykkur...fyrir hversu velkomin ég hef alltaf verið í ykkar fjölskyldu og fyrir að sýna mér að ástin býr á svo mörgum stöðum. Þið eruð yndisleg og öðrum til fyrirmyndar :)

Kría litla...elsku elsku Kría..trúðu mér að ég mun taka fyrir þig Rent atriði einn daginn svo við klárum þann brandara fyrir fullt og allt. Þú ert æði og engu síðri en hún fagra yndislega systir þín, takk fyrir að fá að kynnast þér líka í gegnum árin og takk fyrir að vera þú sjálf :)


það er svo margt annað að þakka fyrir eftir þetta fagra kvöld en ég læt hér við sitja og vona að þú sem lesir fáir einhvertímann öðlast þá ást sem Erna og Ingó hafa í hjarta sínu því það er með því fallegasta sem ég hef séð.

p.s. Lilja ..ég elska þig engill og þú færð að sjálfsögðu þakkir fyrir að þola mig dagana fyrir veisluna og koma memmér fárveik og standa mér við hlið....veit ekki hvar ég væri án þín í mínu lífi. Trúðu mér..einn daginn þá verður Erna Rán veislustjóri hjá okkur.

Kollsterinn...Þakklát framar öðru.


[12:10 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, mars 24, 2006

Erna og Ingó

Þá er "næstum" komið að því sem ég er búin að bíða eftir síðan ég var beðin um að gera það sem ég er að fara að gera á morgun. Já tjellingin er að fara að vera veislustjóri í brúðkaupi hjá yndislegu Ernu Rán minni...




Ein góð ástæða fyrir því að ég hef lítið bloggað er immit sú sem stendur skrifuð hér fyrir ofan...Monikan í mér er búin að vera að planleggja hvernig ég mun standa..hvenær ég mun setjast niður og hvernig þetta mun allt saman fara fram :)

Ég verð sem betur fer ekki ein því hann Jan vinur hans Ingó verður mér til halds og trausts. Hann talar þó ekki íslensku svo ég mun líklegast sjá að mestu um að tala allavega fyrri part kvölds.

Kvíðin liggur undir niðri hjá mér en efst í huga mér er ég hrærð yfir því að Erna mín treysti mér fyrir þessu og ég vonast til að koma þessu hlutverki frá mér eins vel og einlægt og ég mögulega get. Vil þó ekki segja neitt meira því ég er jú að spara fallegu fyndnu kommentin fyrir morgundaginn ;)

Læt ykkur vita hvort ég lifði þetta af ....

Kollsterinn...ef ég get þetta þá er ég fær í flestan sjó !!!!


[10:28 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, mars 21, 2006

Nýjar myndir !!!!!!!!

ég fór ásamt systkynum mínum og stjúpdóttur niðrá Gróttu um daginn í fallegu veðri að leika okkur...myndir komnar inn á fína myndaalbúmið mitt hér til hliðar..hvet ykkur eindregið til að skoða....þá vil ég sérstaklega benda á eina af síðustu myndunum sem ég tók og er af Hönnu í bakgrunni í höndunum á Hjalta...á mar kanski bara að leggja þetta fyrir sig ???


[5:39 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, mars 19, 2006

Sunday beibí

Sunnudagurinn til sælu svo sannarlega :)

Erum nýkomnar á fætur, fórum að sjá RENT í gær...vá ef ég hefði ekki náð að halda aftur af helming táranna sem runnu niður kinnarnar á mér þá hefði allt verið á floti þarna í sal 4 í Smáralindinni. Þvílik fegurð sem þessi söngleikur er skal ég nú segja ykkur.

Fórum út að borða fyrir bíó-ið á Red Chilli, mjög góður matur þar, rakst á gamla vinkonu líka sem gaman var að knúsa aðeins eftir langan tíma :)

Eftir bíó tókum við gömlu kellingar okkur til og rúntuðum aðeins um bæinn þar sem við förum aldrei út nema kanski immit bara í bíó.

Í dag er planið að fara í Pónus, kíkja á útsölu Leikbæjar í Perlunni og sækja Inguna okkar....skella heitu í ofninn...Inga og Lil attla svo að hanga í bekkjunum á meðan ég sit heima að lesa bók fegin því að vera ekki föst inn í einhverjum ljósabekk sem gerir lítið annað en að henda á mig fleiri freknum. Já þetta verður afslöppunardagur í hæsta gæðaflokki.

p.s. minns fór að vinna á Öllaranum síðastliðið föstudagskvöld með Ununni sinni ..geðveikt gaman að hanga með stelpunni minni aftur...Una litla..ég sakna þess að hanga meðér, verðum að vera duglegri að hitta sæta mín og það líka utan vinnutíma :)

Kollsterinn...á leiðinni í Pónus :)


[11:35 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, mars 18, 2006

getiggi opnað þetta

Er búin að reyna að opna bloggið mitt í dag...en hefur ekki tekist...get farið inn á hér og bloggað , en mér tekst ekki að fá síðuna upp á netinu til að skoða hana einfaldlega ...svindl.
En annars bara fínt að frétta..ég vaknaði fyrir klukkutíma síðan þegar Lilja kom heim og fór að sofa :) hún að koma úr vinnunni og ég að vakna eftir að hafa verið að vinna til sjö í morgun og sofnað um hálf átta líklegast.

Nú er ég í út-stuði og langar helst bara að fara út að hjóla ef eingöngu það væri ekki fyrir það litla vandamál að ég á barasta ekkert hjól. Kanski ég líti við hjá mömmu eða ömmu bara ..taki mér einn lítin bíltúr :)

Kollsterinn...í öngum yfir bloggmálum


[3:59 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, mars 17, 2006

Niðurstaða

Hanna systir kom hér til okkar í heimsókn um daginn..sagði okkur til að byrja með litla sögu..spurði svo sömu spurningar og ég spurði ykkur lesendur góðir og hér eru svörin hjá minni litlu fjölskyldu

Lilja svaraði : Konan skammaðist sín svo mikið fyrir að elska manninn í jarðaförinni að hún drap systur sína (minnir að það hafi verið einhvernvegin svona allavega)

Ég svaraði : Samkeppni við systur sína, drepa hana svo hún fengi karlinn ekki.

Elísabet Rut svaraði : maðurinn var eiginmaður systur hennar.

Þessi litla rannsókn hefur verið gerð um allan heim og komist var að þeirri niðurstöðu að allir sem voru morðingjar hefðu svarað á þessa leið

Til að hitta hann aftur ( þar sem þau voru í jarðarför þá væri það leið til að hitta hann aftur, í jarðaför hjá systur sinni)

svo að þeir sem svöruðu ekki eins saklaust og við stelpurnar eru með þetta killer gen í sér...skemmtilega margir í þessum tilfellum hér :)

Já fróðlegt....

Kollsterinn...hrædd við vini sína og sponsu nema auðvita saklausu Ingu Hrönn ;)


[6:28 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, mars 16, 2006

óþarfa upplýsingar

Hey...var að surfa á netinu ...ákvað svo að "Google" nokkra aðila og komst að einu skemmtilegu...Að kona að nafni Kolbrún Lilja Torfadóttir vann 10 þús króna úttekt í Smáralind held ég ...skemmtileg að einhver þarna úti heiti nöfnin okkar Lilju saman :)

Hey..annað skemmtilegt....fann nördið í sjálfri mér bara rétt í þessu þegar ég las línurnar hér fyrir ofan.

Til hamingju með það ég :)

Kollsterinn...netnörd

I am nerdier than 2% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

Bara svona til að sýna hversu mikið nörd ég er ...eða ekki ..þá er hér niðurstaðan hjá PÁLÍ VINKONU

I am nerdier than 43% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!


[9:49 e.h.] [ ]

***

 

Phsyco killer

Nú langar mig að leggja fyrir ykkur litla spurningu sem ég vil endilega fá sem flest svör við í kommentakerfið. Ekkert svar er rétt í rauninni eða þá rangt en mér finnst forvitnilegt að vita hversu mörg svör koma til greina við þessari spurningu.

Ég mun byrja á því að segja ykkur litla sögu ...eftir söguna mun ég spyrja eina spurningu og ég bið ykkur um að svara einfaldlega því fyrsta sem ykkur datt í hug við spurningunni.

Niðurstöður úr svörum mun ég síðan birta þegar nóg er komið af ágiskunum :)

Hér kemur svo litla sagan.

Ung stúlka missti móður sína úr banvænum sjúkdómi....þessi unga stúlka var miður sín og langt langt niðri..hélt jafnvel að henni langaði ekki til að lifa lengur. Þegar kemur að deginum sem á að jarða móður hennar stendur hún yfir gröfinni ásamt ættingjum og nánustu vinum með tárin í augunum...verið er að láta kistuna síga ofan í gröf. Henni verður litið upp og beint á móti henni stendur þessi ómóstæðilegi maður...hún hafði aldrei séð eins fagran mann fyrr....þessi maður var allt sem hún óskaði sér og meira en það , hún bara sá það í augunum hans þarnar yfir gröfinni. Henni langaði að hitta hann aftur og sjá hvort eitthvað gæti orðið úr því. Næsta sem hún gerði var að drepa systur sína.

Nú kemur hinsvegar spurningin til ykkar.

AF HVERJU DRAP HÚN SYSTUR SÍNA ????


[8:11 e.h.] [ ]

***

 

Vá Fallegt

Ef þetta er ekki það fallegast sem ég hef séð í lengri lengri tíma þá veit ég ekki hvað...gott ef eggjastokkarnir á mér verða ekki bara með læti restina af vetrinum bara út af þessu litla myndbandi :)

http://www.youtube.com/watch?v=z9razTHafiQ


[4:17 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, mars 15, 2006

Gaman að vera til alltaf


Nú þarf ég bara alveg að ná í hana Urði mína svo ef hún les þetta þá má hún vera svo elskuleg að kanski bara bjalla í mig eða senda á mig eitt lítið mail....búin að senda þér mail...hringja og senda sms en engin svör fengið..veit þó vel og rúmlega það að ekkert skrýtið er í gangi..þú ert bara þú og ég elska þig immit þannig. En samt vantar mig að ná í þig sæta mín út af kamerumálum ;)

Annars svona af mér er allt hið besta að frétta þessa dagana, var að ljúka við að búa til lista yfir íslenskar og þýddar kiljur í Excel og er orðin hálf dofin í puttunum enda bækurnar líklega sirka í kringum 350 talsins :) Hlakka svo mikið til að fá stóru búðina þegar þar að kemur og geta pantað inn heilan helling af góðum bókum , geta veitt fólki armennilega þjónustu og barasta leift bókunum að njóta sín snúandi fram upp í hillu þið vitið !!!

Fór með Ernu Rán að skoða brúðkaupssalinn hennar í dag og var verð ég að segja mjög glöð að sjá að þetta er engan vegin eins ógvænlegt og ég var búin að sjá það fyrir mér...sagði henni að ég tæki þetta í nefið og hver veit nema RENT dívan mæti á svið í stað veislustjóra (hihihihih eða ekki) Jan sem er veislustjóri með mér mun alfarið sjá um að vera sniðugur og fyndin og ég sé um að vera sæt (eða ekki heldur)

Mikið að veltast um í rauðhærða hausnum mínum þessa stundina, langar að komast út á land, í burtu frá bænum og hugleiða, leggja hausinn í bleyti...helst programm-bleyti....vantar að kippa mér úr gír og skella mér í seitina. Kanski mar láti það rætast einn daginn rétt fyrir sumar ef konan vill fegin losna við mig eins og eina helgi ...og ef eitthvað fallegt fólk út í sveit vill taka mig að sér eina helgi..þá er aldrei að vita.

Er búin að vera svo hrikalega dugleg að vinna síðan ég kom heim í dag að ég er að hugsa um að hætta því núna og leifa Will..Grace...en þó aðallega Karen og Jack skemmta mér það sem eftir lifir kvölds.

Eigið góðar stundir fallega fólk


[8:49 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, mars 14, 2006

" RENT "



Vá...uppáhaldssöngleikur minn allra tíma er komin í bíó...veit að það er soldið síðan en ég varð bara að tala um það hér...

Fyrir nokkrum árum síðan þegar leikritið var sett upp á sviðið í London skellti eitt stykki Kollster sér til London sérstaklega til að sjá þetta leikrit...keypti diskinn með upphaflega castinu og sá að sjálfsögðu líka íslensku útgáfuna í Loftkastalanum með Steinunni Ólínu í fararbroddi og fleiri yndislegum leikurum.

RENT er bara æði og ég varla þori að fara á bíómyndina því ég er annsi hrædd um að ég gleymi mér og fari að mæma atriðin alveg óvart....jafnvel syngja með...

Er ég að muna vitlaust eða man einhvern annar en ég óljóst eftir því að ég hafi jafnvel tekið einstaka RENT atriði í partýum eftir smávegis Capt-í sprite...??????

Kollsterinn...Að muna gamla góða daga...með Rent í græjunum :)





[10:20 e.h.] [ ]

***

 

Ástin



Systkyni eru af hinu góða..gott ef þau eru ekki bara eitt af því besta sem komið getur inn í líf manns. Ég fór með fallegu systur minni og litla massanum honum bróður mínum ásamt litlu stjúpdóttur minni út að leika í gær. Vá hvað við sofnuðum öll vel eftir þennan dag...ég , Hanna siss og Elísabet fórum bara í saklausan göngutúr út á Gróttu sem endaði svo í skemmtilegum leik við tjörnina í því hver kastaði lengst og hver gat búið til gat og svo hitt ofaní gatið á tjörninni...vá hvað við skemmtum okkur vel..hlupum líka niður að fjöruborðinu og pössuðum að láta sjóinn ekki snerta okkur. Um hálf sjö var svo brunað heim til múttunnar okkar að háma í okkur góðan mat og öðlast meiri orku..eftir mat drógum við svo Hjalta með okkur út á svell til að leika...það var vægast sagt stuð á liðinu, myndir væntanlegar vonandi hið allra fyrsta þar sem þær eru inn á myndavélinni hennar Urðar minnar *blikk* *blikk* Urður !!! Við fengum öll snjóbolta í boruna á okkur og þetta var hin besta skemmtun. Yndislegt hvað þessir ótrúlega einföldu hlutir geta glatt hjörtun í manni. Í gær sór ég eið með sjálfri mér að ég myndi vera duglegri að rækta vináttuna við fallegu systkynin mín því þau eru mér svo dýrmæt og mér finnst þau líka bara geðveikt skemmtileg.

Við erum komin á þann aldur og þroska að geta leikið okkur saman og haft gaman án þess að nokkuð vesen komi upp á þrátt fyrir mikin aldursmun til dæmis á mér og Hjalta bro.

Hanna og Hjalti....ég elska ykkur út af lífinu og Múttu&Pa hefur aldeilis tekist vel upp með okkur því við erum æðisleg öll þrjú ;)



Kollsterinn...Sú elsta af þrem frábærum :)


[9:09 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, mars 12, 2006

Útkoman úr prófi sem Diljá sendi mér.......áhugavert

kolla, based on your responses, your top career area is Counseling and Guidance

Careers in this field often demand that you have a strong desire to improve the lives of others. Most likely, you have strong interpersonal skills, and enjoy working with people. It may also be important to you to work in a profession where you can be certain you're making a difference.


[10:05 e.h.] [ ]

***

 

Vináttan

Rétt í þessu kom ég heim eftir smotterís bíltúr með sjálfri mér....fór að sækja bílinn litla minn upp á Hótel Sögu þar sem ég skildi hann eftir í gær sökum drykkju...
Í þessum bíltúr mínum náði ég að hugsa heilan helling um annsi margt en þó aðallega eitt atriði...ætla ekkert að fara út í neinar djúpar pælingar með þetta eða gefa neitt sérstakt upp en eins og svo oft áður voru pælingarnar í kringum vináttu.
Ég er líklegast manneskja sem pæli rosalega mikið í fólki og þá sérstaklega vinum mínum, margir myndu telja mig vinamarga og ég held ég sé það..veit allavega fyrir víst að mér finnst ég ríkasta kona jarðar þegar kemur að vináttu og vinum.

Í gamla daga þá hékk ég með vinum mínum alla daga, fannst mikilvægasti hluturinn í heiminum að vökva blómin mín eins og ég hugsaði það, ég átti svo mörg blóm í garðinum mínum og þau voru eins ólík og þau voru mörg...sum þurfti að vökva (hringja í ..heyra í) oft og öðrum dugði að standa hjá og vökva endrum og sinnum. Svona sá ég vináttuna soldið lengi ...sem er kanski alls ekkert slæmt því það þarf jú að rækta vináttu til að hún endist ..bara eins og með ástina.

Hinsvegar hafa hlutirnir aðeins breyst í gegnum árin eins og gengur og gerist í lífinu og væri lítið gaman að því öðruvísi ....en ég fór að hugsa þetta aftur upp á nýtt og þarf soldið að henda burtu ákveðnum hugsunum sem vilja sitja fastar í mér...sú fyrsta sem ég þarf að kasta burt er afbrýðissemi þegar kemur að vinum mínum, finnst þetta hrikalega ósjarmerandi og eiginlega bara asnalegt að láta eins og ég læt stundum (aðallega ein með sjálfri mér en kemur fyrir að aðrir heyri samt líka) Þá er ég að tala um þegar vinir mínir gamlir kynnast þeim nýju kanski og mér finnst ég gleymast eða eitthvað í þá áttina.

Í dag á ég fallega og yndislega fjölskyldu sem mig langar að eiga og búa með það sem eftir lifir..þannig líður mér í dag. Ég get ekki lengur farið á kaffihús alla daga og gist hjá vinkonum og spjallað fram eftir nóttu...það tímabil er búið eins yndislegt og það var og nýtt alveg jafn yndisleg tímabil tekið við í mínu lífi sem ég elska. Viðurkenni þó fúslega að það kemur fyrir að ég sakni sumra vina sem mér finnst ég hitta alltof sjaldan og verð stundum abbó því ég veit að aðrir geta sinnt þeim meira en ég en það líður yfirleitt hratt hjá því ég er svo heppin að þeir vinir mínir sem ég tel vini mína í dag hafa ekkert farið síðan ég byrjaði á föstu...sambönd mín við þá hafa vissulega breyst en allt er samt svo yndislegt ennþá og ást mín til ykkar vina minna hefur hvorki breyst né minnkað.

Þetta mál er mér ofarlega í huga í dag vegna þess að ég hef verið að reyna að ná að hitta ákveðna vinkonu mína núna í langan langan tíma og er ykkur að segja búin að búa til óteljandi setningar í höfðinu á mér á meðan ég hlusta á símvarann hennar aftur og aftur um hvað hún sé að hugsa þegar hún horfi á símann sinn og ákveði að svara mér ekki (sem ég veit ekkert hvort hún er að gera yfirhöfuð) svona er maður geðveikur stundum, ég ákveð bara að hún vilji ekki tala við mig..að ég sé ekki nógu skemmtileg og svo framvegis á meðan málið getur verið eitthvað svo einfalt..mikið að gera hjá viðkomandi og svo framvegis. Svo er það líka frekja af mér að búast við því að hún geti hitt mig þegar mig langar að hitta hana en ekki þegar henni dettur í hug að hringja í mig....en óttinn minn er að hún muni ekki hringja í mig því ég sé ekki nógu góð.

Þetta var smá játning ..sem ég hafði gott af því að lesa sjálf og best að ljúka þessari færslu á þann hátt...með játningu um að ég er ófullkomin mannleg kona sem finnst gott að segja ykkur lesendur góðir hvernig mér líður dag frá degi og jafnvel að fá ykkar komment af og til :) Nú hætti ég að hringja og bíð róleg ..lífið heldur áfram þó ég fái ekki það sem ég vil ..þegar ég vil það og þar sem ég vil það !!!

Kollsterinn....þakklát fyrir ykkur !!!


[8:45 e.h.] [ ]

***

 

Je je je

Sunnudagur í þynnku...já gott fólk. Þessi kona sem pikkar hér er því miður ekki sú sterkasta þegar kemur að því að höndla áfenga drykki í systeminu sínu, þá er ég ekki að segja að ég höndli illa áfengi á þann mátan að ég verði peðölvuð eða neitt slíkt, nei þvert á móti . Þannig er mál með vexti að ég fór á annars ágæta árshátíð Pennans í gær á litla bílnum mínum og ákvað að gerast flippuð, fá mér í glas í líklegast fyrsta skiptið á árinu. Við Urðsan mín fengum okkur sitthvort glasið og svo kanski eitt eða tvö til viðbótar. Eftir held ég þriðja drykkinn langaði mig allt í einu bara í vatn og fann strax að mér leið illa í líkamanum, lagaðist reyndar aðeins þegar við miss Urðs löbbuðum kaldar VIP megin inn á Pravda án þess að vita að þessi aðgangur værir einungis fyrir sérstaka gesti..stúlkan var svo elskuleg að hleypa okkur bara inn og við dönsuðum þar af okkur þessa drykki sem höfðu farið ofaní okkur fyrr um kvöldið. Það sem ég er að reyna að tjá mig um er það að í dag sit ég hér heima hjá mér og treysti mér ekki einu sinni í bíó með börnum og buru því mér líður eins og að ég hafi verið á stanslausri drykkjukeppni allt gærkvöldið ...er svo skítþunn að það er engu lagi líkt. Nú skil ég af hverju ég drekk svona hrikalega sjaldan þegar tvö til þrjú glös fara svona í mig daginn eftir (og við erum bara að tala um einfalt í glasið..engan æsing eða neitt).

Sagði við Liljuna mína í morgun að ég nenni ekki að standa í svona vitlausu..sé engan kost við það að fá sér í glas lengur, það er dýrt ...maður þarf að skilja bílinn eftir og enda á því að LABBA HEIM Í SLABBINU (eins og ég gerði í nótt)..svo þarf að sækja bílinn daginn eftir ..að ég tali nú ekki um þynnkuna í dag...já gott fólk ...þá segi ég bara eins og margur íslendingurinn...nú er ég barasta hætt að drekka.

Annars langar mig samt sem áður að þakka Urðinni minni fyrir yndislegt kvöld og samveru í gær og auðvita Nalla..Æsu...Ingó og fleirum góðum krúttum sem þarna voru ;) verst að Erna Rán mín var ekki með...alltaf sakna ég hennar á svona árshátíðum ...og svo var þetta á Sögu svo það hefði heldur ekkert skemmt að hafa Döggina með úr kringlunni eins og í gamla gamla daga...en þetta var samt sem áður yndislegt og frábært að hanga með Urðsinni minni heila kvöldstund :)
Elska þig Urðsan mín og takk fyrir að vera deitið mitt ;) (þokkalega við kúl á því með VIP týpuna !!!!)

Kollsterinn...járnbrautaslys inn í mér


[1:51 e.h.] [ ]

***

 

You are the 1940s
You are the 1940s!


Hvaða áratugur ertu?
brought to you by Quizilla


[1:50 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, mars 11, 2006

Lælælæ

Árshátíð framundan....þetta kvöldið er senst allt um það hjá Penna-konum að dressa sig upp og fara í lagningu og allt þetta stússerí ..mikið sem ég nenni engan vegin að dressa mig upp. Var að koma af frábærum fundi og yndislegri kaffihúsaferð með Pálínu minni eftir fund. Hitti tvær konur eftir fundinn sem eiga stóran hlut í hjarta mínu frá því að ég passaði fyrir þær í gamla og þær voru stóru systur mínar í lengri tíma..og eru það enn í hjarta mínu í dag. Þær ákváðu þar sem ég passaði börnin þeirra í annsi mörg ár og fannst það æðislegt að þær vildu endilega halda handa mér kaffi einhvern laugardag á næstunni þar sem öll börnin þeirra mæta líka og ég fæ að hitta þau orðin svona stór og fín :) þær orðuðu það þannig að þær myndu dekra við og passa mig einn laugardag á næstunni :) gaman að því !!!

Jæja..nóg að gera í dag...fimleikasýning hjá heimasætunni og árshátíð með Urðinni minni í kveldið ...

Kollsterinn...ekki að nenna að máta skyrturnar sínar.


[12:25 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, mars 10, 2006

ryksugan á fullu...

Kolbrún Ósk A.K.A Kollsterinn er komin formlega og óformlega í mjög gott skap...ótrúlegt en satt þá komst ég í mitt besta skap við það að taka íbúðina hér í gegn...er ennþá að enda mikið verk fyrir höndum þegar maður tekur svona alþrifnað...spurning hvort ég nái yfirhöfuð að fylgjast með blessuðu Idolinu þar sem mér finnst mikilvægara að klára þetta..ekki leiðinlegt að vera í svona þrífi stuði..með Regínu , Ragnheiði og Brynhildi í græjunum..íslenskt já takk !!!

Jeeeeee......

Kollsterinn..stórskrýtin.


[7:00 e.h.] [ ]

***

 

Föstudagur til ....frekju

Það er einhvernvegin alveg merkilegt hvernig maður virkar ...ég er til dæmis í samasem engu skapi í dag, er að reyna að vera ekki brjálæðislega pirruð út af því að allt er að fara immit eins og ég hafði séð fyrir mér að það ætti EKKI að fara og svo er auðvita Idol-laust Nönu kvöld í kvöld og mér finnst það geðveikt súrt.
Alveg fyndið hvað maður er fljótur að skipta um gír þegar einfaldir hlutir verða allt í einu flóknir bara af því að þeir fóru á annan veg en ÉG hafði ætlað þeim. Svona er dagurinn búin að vera ...byrjaði á námskeiði hjá vinnunni minni í Innkaupum og birgðarstjórnun sem er ekkert nema gott. Ég sá fyrir mér að læra heilan helling og fara heim fróðari kona hlakkandi til að mæta aftur næsta föstudagsmorgun. Nei það var aldeilis ekki þannig, í staðinn hinsvegar sat ég í þrjá tíma að reyna að virðast ekki vitlaus fyrir framan hitt fólkið á námskeiðinu sem virtist skilja þetta allt svo vel og þegar námskeiðinu lauk þennan daginn sendi hann (kennarinn) okkur heim með verkefni sem við áttum síðan að kynna fyrir hópnum í næsta tíma.

Nú ástæðan fyrir því að ég mæti á námskeið í Penna-skólanum svokölluðum er immit sú að þetta eru góð fræðandi námskeið og þetta er ekki skóli þar sem kennarinn fer yfir námsefnið og svo tekuru próf.

Ég fór af þessu námskeiði með kvíðahnút í maganum yfir svokölluðu verkefni og langar helst að skrópa næsta föstudag því ég er algjörlega í frekjukasti inn í mér og vill ekki láta ata mér út í svona "vitleysu" . Er satt að segja hin argasta yfir þessu öllu saman ef ég á að segja alveg eins og er.

Já svona byrjaði dagurinn og er búin að vera einhvernvegin soldið í takt við þetta ...spurning hvort ég sé sú eina sem geti snúið þessu við með því að loka deginum hér og nú og byrja bara nýjan föstudag..láta eins og ég hafi verið að vakna núna og ekkert af þessu hafi í raun og veru gerst. Vakna núna og sjá nýjan dag og hlakka til að það sé að koma helgi og svona....já spurning.

Kollsterinn..að vinna í þessu máli.


[3:28 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, mars 09, 2006

Draumurinn minn

Síðastliðna nótt dreymdi mig mjög svo skringilegan draum.

Ég er stödd í stóru herbergi með helling af fólki, miðpunktur herbergissins er stór stóll þar sem góð vinkona mín situr eins og prinsessan í höllinni...allir eru að tala saman og ég ákveð að fara að spjalla við þessa sömu vinkonu mína. Man í draumnum að ég hafði reynt að ná í hana í soldin tíma en hún virtist aldrei vilja svara mér.
Þarna sá ég tækifæri til að heyra í henni og tékka hvort við ættum ekki að fara að hittast fljótlega. Þegar ég labba í áttina að henni segir hún eitthvað á þessa leið "æi Kolla, ég nenni ekki að tala um þetta núna við þig, ég hef ekki tíma til þess" ég sem hafði ekki sagt neitt ennþá varð ótrúlega hissa á þessum skætingi í henni og spyr hvað sé eiginlega í gangi ...." þú veist hvað ég á við, ég meika ekki að allir séu alltaf að reyna við mig og núna þú líka..." ég fékk þetta litla kast og varð eiginlega bara mjög reið, sagði henni að ég ætti kærustu sem ég elskaði heitar en allt, og ég virti hennar kærustu líka og hún yrði barasta að Snapp-out-of-it-right-now. Hún sannfærðist ekki þó ég væri alveg að halda tölu yfir henni því hún var bara algjörlega á því að hún væri orðin það fræg að ALLIR væru bara ALLTAF að reyna viðsig.

Hvað attli þetta þýði ???

p.s. þessi vinkona mín er ekki svona týpa og ég heyrði síðast í henni áðan og hún var bara nokk hress og alveg frjáls undan því að nokkur maður eða kona eða ég væri að reyna viðsig....

Langaði bara að deila þessum draum með ykkur....fannst þetta eitthvað geðveikt fyndið allt saman. Kanski soldið svona jú had tú bí ðer en skittir ekki máli.

Kollsterinn...mikið að spáíssu öllu saman.


[9:52 e.h.] [ ]

***

 

Idol hvað ???


Á morgun verður ekki minn dagur í Idolinu, Nanan mín has left the building og ég hef þá hér með ekkert sérlega gaman af annars ágætum þætti sem Idolið er. Nú mun einungis verða spennt yfir elsku Ameríska Idolinu þar sem ég er ekki alveg ennþá búin að ákveða hverjum ég held með. Ég sendi Fimmtudagskveðjurnar mínar til Nönu minnar og hlakka til að heyra hana syngja aftur, finnst fúlast að vita það að næstkomandi föstudaga get ég ekki hlakkað til að heyra hennar fallegu rödd í sjónvarpinu á sama tíma og vanalega..en....Ce la vie.


Kollsterinn....Fær vonandi miða á fyrstu tónleika The Nanas !!!


[7:55 e.h.] [ ]

***

 

Leyndir hæfileikar...hmmm

Your Hidden Talent

You are a great communicator. You have a real way with words.
You're never at a loss to explain what you mean or how you feel.
People find it easy to empathize with you, no matter what your situation.
When you're up, you make everyone happy. But when you're down, everyone suffers.


[9:30 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, mars 08, 2006

Gamanaðissu

Í dag kom pípari í heimsókn til okkar hér í Eiðismýrina, smart að byrja sögu svona...en nei framhaldið er ekki eins og í bíómyndunum. Hann var að koma til að skipta um klósett af þeirri eðlilegu ástæðu að ekki var hægt að skipta bara um tappann sem maður sturtar niður með og er ónýtur. En eníveis fengum við nýtt og flott klósett. Minns frekar glöð að vera komin með nýtt toilet en viti menn....það sem ég get ekki hætt að hugsa um að ómálaði bletturinn þegar maður labbar inn á bað þar sem þetta nýja fína klósett er ekki eins í laginu og klósettið sem var hér áður...

Attli það sé hægt að fylla upp í svona blett með hvítri málningu eða verður munurinn á hvíta litnum jafnslæmur og hann er ómálaður núna....???

Þarf ég kanski bara að kaupa hvíta málningu og skella mér í það að mála allt baðherbergið ???

Alexinn er hér hjá okkur eftir að hafa farið í nefkirtla-töku í dag...litli hressi maðurinn er ekki eins hress og hann á að sér að vera, held ég hafi aldrei séð þennan heilbrigða unga mann svona rólegan svona lengi, kann einhvernvegin betur við hann eins og hann er dagsdaglega....fyndið.

Urðurin mín kom í heimsókn áðan að skoða föt fyrir árshátíðina, eitt sem ég er búin að ákveða..svona þegar ég verð stór týpa...."þegar ég verð stór og eignast eigið fyrirtæki , þá attla ég að halda árshátíð þar sem allir mega bara vera klæddir eins og þeim langar..svona láttu þér líða vel árshátíð..ef þig langar að vera fínn þá frábært , en ef þig langar að mæta í gallabuxunum sem eru í uppáhaldi hjá þér og bara t-shirt þá er það bara frábært líka" er bara ekki að skilja hvernig fólki getur hlakkað til að dressa sig svona mikið upp..úff....en jæja..mar lætur sig hafa þetta auðvita :) p.s. Svetly..alltaf velkomin í bollur hingað darlíng ;) elska þig

Jæja..komin háttatími fyrir falleg börn svo ég kveð í bili.

Kollsterinn...Verandi verslunarstýra..verðandi Veislustjóri :)


[8:22 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, mars 07, 2006

Tær snilld

Vá. Þvílíkt og annað eins. Ég er svo hrifinn..svo mikið hrifinn að ég kem því ekki í orð.

Ég var að ljúka við bók, bók sem tók mig smá tíma að byrja á því hún er erfið..átakanleg og erfið.

Ég er búin með hana og verð bara að segja.

Að frá og með deginum í dag er þetta BESTA BÓK SEM ÉG HEF LESIÐ !!!!

Ilmurinn..Alkemistinn og þessar uppáhaldsbækur mínar falla allar í skuggann af þessari bók

Ég er búin að finna sjálfa mig standa í sporum sögupersónunnar og hlægja..gráta..og þá meina ég sitja í sófanum heima og gráta bæði af sorg og gleði og finnst ég vera inn í bókinni..inni í landinu sem bókin gerist í.

Sjón er ekki sögu ríkust í þessu tilfelli en lestur mun verða sögu ríkastur.

Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini

(komin út í hard-cover og kilju og fæst í öllum bókabúðum landsins)


[8:43 e.h.] [ ]

***

 

kommentafólkið mitt

Sælt veri fólkið ...langar að þakka fyrir komment á síðustu færslu og láta vita í leiðinni að þið eiginlega gerðuð mér grein fyrir því að þetta er bara hið besta mál og ég er ekki lengur með stúlkuna á heilanum sem sagði mér að ég væri hard-core....fannst allt sem þið skrifuðuð í kommentin svo fallegt...að ég væri heart-core..hjartakjarni ...og allt bara svo yndislegt og þið eruð yndisleg.

verð eiginlega bara að þakka hverju ykkar persónulega fyrir...

No name...svo fallegt af þér að skrifa svona fallega til mín þó við þekkjumst ekki neitt og aftur alltaf gaman að heyra að ég geti hjálpað fólki út í bæ og þá líka lesbíum ...væri reyndar gaman að sjá nafnið þitt í staðinn fyrir No name..nema þú sért spéhrædd að setja nafnið þitt á netið :)

Diljá...ekki bara er ég gleymin heldur farin að heyra illa greinilega líka...auðvita sagði hún þetta...enda brosti hún svo fallega þegar hún sagði þetta að mér finnst það sem þú segir meika fullkomið sens :) I am a heart-core :) þú ert snillingur og englastelpa

Lilja...auðvita er ég hard-core as in Töffari beibí :) veit að þú féllst fyrir því á sínum tíma svo það er eins gott að ég standi mig í stykkinu .... Elska þig meir en orð fá lýst og hlakka til að elska þig alla daga sem á ég eftir lifað...:) alltaf

Ásdís...first of all..takk fyrir að lesa bloggið mitt, sá kommentið þitt um daginn og fannst gaman að sjá að þú kíkir hingað inn til mín :) Mér finnst þetta programm bara einhvernvegin virka þannig að once your innit you can´t get out...og alveg sama hvernig manni vegnar þá einhvernvegin er röddin alltaf hæst í höfði mér sem segir mér hvernig þetta virkar allt saman..sem er að sjálfsögðu bara æðislegt. Þú ert kúl !!!

Kreizígörl...Þú hefur svo sannarlega verið mér traustur vinur og gert fleira en eitt kraftaverkið, þú ert mér enn þann dag í dag traustur vinur því ég veit að ég get alltaf leitað til þín , alveg sama hvað og hvernig stendur á ...veit að þú ert alltaf bara einu símtali í burtu :) Ekki slæmt að vera tremma - kúl ...ég þigg bara titilinn með þökkum :)

Kollsterinn..þakklát fyrir ykkur !!!


[10:22 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, mars 06, 2006

Hard core ????

Ég talaði á leynifundi í gær...það er nú þannig lagað ekkert fréttnæmt en mig langaði samt að tala um það út af litlum hlut sem er búin að bögga mig síðan ég sat þennan fund í gær. Að fundi loknum þakkaði ég fólki fyrir mig , nú þegar ég er alveg að ganga út úr fundarherberginu þá segir tekur stúlka ein utan um mig eins og venjan er....segir "takk fyrir fundinn" og "gott að heyra þig tala" ...ef það hefði verið allt og sumt sök sé en hún bætir við þegar ég er að snúa mér við..... "þú ert alveg svona Hard-core" og brosir.

Þessi setning er búin að sitja í mér síðan í gær...Hard-core...er ég orðin svona einhver kona sem lemur fólk í hausinn með programminu ??? ég viliggi vera þannig kona...ég vil bara vera ég sjálf og gefa af mér sem ég sjálf...vonandi fá að hjálpa öðru fólki upplifa þá hamingju sem ég hef fengið að upplifa í þessu ótrúlega merkilega programmi sem ég er í....

Já svona getur maður hugsað um eina setningu allan daginn og marga daga jafnvel en þurrkað allt annað sem sagt var á fundinum barasta út....merkilegt.

Kollsterinn...engan vegin Hard-core


[7:59 e.h.] [ ]

***

 

Eftir helgina

Fór til tannlæknis snemma í morgun og var hin jákvæðasta á leiðinni til hans, hugsaði memmér í stað þess að kvíða stungunni "þegar hann er búin að deyfa mig þá heyri ég bara hljóðin í borinu og svo áður en ég veit af verður þetta búið" nei það var nú aldeilis ekki þannig...hann deifði mig margoft og allt kom fyrir ekki, þegar hann byrjaði að bora þá kom þessi líka ógnvænlegi sársauki aftur og aftur...stingur alveg niður í tær get ég sagt ykkur. Á endanum gáfumst við í sameiningu upp og hann sendi mig heim með lyfseðil upp á pensilín og bólgueyðandi lyf ..svo má ég heimsækja hann aftur eftir tvær vikur. Ég mun að öllum líkindum vera með bólgna vör það sem eftir lifir dags þar sem hann deyfði mig talsvert oft ...deyfingin er farin úr kjálkanum og ég meiði mig þegar ég opna munninn of mikið..svo ég reyni að forðast það...hinsvegar finn ég ekki fyrir vinstri helmings af vörinni á mér og tungunni svo þetta er mjög furðulegt allt saman.

Annars komin mánudagur og helgin var yndisleg....að því undanskildu að rangur aðili datt út úr Idol keppninni á Föstudaginn. En laugardagurinn fór í það að Gæsa Ernuna mína með nokkrum öðrum vinkonum hennar...hún Erna mín er svo mikið yndi og það var svo gaman að sjá hvað hún skemmti sér vel..hún fór algjörlega á kostum og verður án efa snilld á brúðkaupsnóttinni sinni að dansa súludansinn sem henni var kenndur fyrir Ingó sinn ;) það var sungið í singstar..klætt Ernu í mjög bleikan galla og minns sá um að greiða á henni hárið..verð eiginlega bara að redda mér myndum af þessu öllu saman hjá Esther (Erna mín reddar því kanski bara) og leifa ykkur að sjá. :)

Sunnudagurinn var í faðmi konunnar minnar...fórum í göngutúr um seltjarnarnesið...versluðum í matinn fyrir vikuna og konan mín bjó til Matarplan fyrir vikuna (já Hanna og Hjalti..Lilja Torfadóttir bjó til matarplan sem hangir á ísskápnum !!!!!) Horfðum svo á Purpuralitinn (Colour Purple) á DVD og táruðumst smá...eða eiginlega soldið mikið bara. Um kvöldið var svo farið á fund í leynifélaginu í sitthvoru lagi :)

annars lítið nýtt að frétta...árshátíð næstu helgi og vinnan byrjar rólega þessa vikuna !!!

Kollsterinn...dofin


[1:15 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, mars 04, 2006

idol smædol

Sit hér við tölvuna að bíða eftir að Lilja sé búin í sturtu svo ég geti hlaupið í eina snögga...er að fara á fund með sætu stelpunum mínum á ettir...svo er ýmislegt mjög skemmtilegt að fara að gerast í dag *blikk**blikk* .
Hinsvegar gerðist eitt mjög óskemmtilegt í gær þegar Nana mín datt út úr Idol keppninni. Við sátum eiginlega allar hér orðlausar því okkur fannst þetta hreinlega ekki fair. Elísabet var hjá pabba sínum og hringdi í okkur hágrátandi litla skinnið..hún skildi þetta bara ekki....hún bara grét og grét og grét og lét mömmu sína lofa sér því þegar Nana gæfi út geisladisk að þá myndum við kaupa diskinn handa henni og hún myndi fara til Nönu og fá eiginhandaáritun.

Já þetta var hálfglatað en eitt vitum við þó og það er að Nana á eftir að meika það sama hvað gerist í þessari keppni, núna er munurinn bara sá að hún verður ekki samningsbundin Idolinu heldur getur hver sem er sóst eftir henni núna sem söngkonu og ég veit að tilboðin eiga eftir að hrannast upp hjá henni stelpunni....

jæja..sturtan er reddí ....gotta go

Kollsterinn...hálf miður sín


[9:22 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, mars 03, 2006

Koma svo í kvöld....







900-9003


[3:11 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, mars 02, 2006

Fimmtudagur...Föstudagur...

Fimmtudagur og allir í fíling enda ekki ástæða til annars en að gleðjast. Á morgun er föstudagur...enn ein talningin hjá okkur Urðs...sem er gaman.


Idolið á morgun að sjálfsögðu og þá má ekki gleyma að kjósa krakkar mínir...því með því að kjósa eitt lítið sms eða jafnvel fleiri erum við að styrkja okkur keppenda í því að komast áfram alla leið :)
Þarf að hringja lítið símtal snöggvast og sjá hvaða númer ég attla mér að hringja í annað kvöld þegar allir hafa sungið sinn söng...er nefnilega ekki sjúr á því númer hvað Nana mín er annað kvöld en það kemur í ljós eftir augnablik...

Enn svarar ekki hjá þeim sætu skvísum svo ég segi bara go Nana go Nana á morgun og koma svo að kjósa hennar númer.....Jeeeeeeeee

p.s. ef þú vilt smá mig í kjól með asnalega trukkaderhúfu og það á sama tíma þá þarftu aðeins að kjósa Nönu því ef hún kemst í úrslitaþáttinn þá mun ég mæta í múnderingunni góðu ;) ekki láta þetta tækifæri fram hjá þér fara því hver veit hvenær ég mun bjóða þetta aftur...ef það þá gerist yfirhöfuð.

Kollsterinn...að hlakka til morgundagsins.


[4:34 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, mars 01, 2006

Ég og Silvía

Þessi vika er búin að vera alveg merkilega fljót að líða....hugsaði í dag í miðri talningu .."bíddu getur verið að það sé bara að koma fimmtudagur á morgun??" og svarið var líklegast já !! Við Urðurin mín vorum að sjálfsögðu sveittar að telja í Kringlunni í allan dag og mikið fjör..maður heyrði óminn í Silvíunum um alla kringluna og einstaka galdramanni.


Dóttir mín fríð var að sjálfsögðu miss Silvía herself og ég get sagt ykkur það að ég hef aldrei séð neina 10 ára snót taka hlutverki sínu eins alvarlega og mín gerði í dag...og reyndar langt fram á kvöld eða þangað til búningurinn var farin inn í skáp og búið að þvo glimmer og hvítan lit úr hárinu.
Elísabet er að eðlisfari mjög feimið barn en ég komst að það býr í henni lítil frábær leikkona sem kemst aldeilis í gírinn þegar hún er komin í karakter. Ljósmyndarar voru á höttunum eftir henni bæði í kringlunni og laugaveginum í dag. Nú við Lilja fórum ásamt Silvíu "junior" Nótt í mat til múttu minnar og pabba í kvöld. Silvía gerði þeim þann greiða eftir mikla eftirspurn að syngja Eurovision lagið sitt og gerði það með stæl í stofunni á Aflagrandanum.
Lilja þurfti svo að fara í magadans svo við Silvía lögðum af stað heim. Það var smá tími til stefnu áður en háttatíminn tæki við svo Silvía vildi endilega fá að heimsækja og takið eftir BESTU VINKONU SÍNA SEM ER MEÐ HENNI Í SAUMAKLÚBB ....sem var að sjálfsögðu Nana okkar..
Silvía gat farið þangað og sungið hástöfum fyrir Nönu og Dísu því þær eru jú frægar og alltaf í sjónvarpinu.
Ég fékk þann heiður að vera lífvörðurinn á ferðum okkar og er að hvíla mig núna eftir erfiðan vinnudag. Silvíu má augum líta á myndaalbúminu mínu og auðvita heimasíðunni hennar Elísabetar.

Annars nokk gott að frétta bara af heimilisfólkinu held ég...skemmtileg helgi framundan ;) en ekki til að tala um hér á bloggi þar sem sumir gætu lesið...hahahahaha

Kollsterinn..Fékk þann heiður að hanga með Silvíu Nótt í kvöld.


[9:08 e.h.] [ ]

***

 



::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K