Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðsunnudagur, apríl 30, 2006

Helgin

Þetta er búin að vera mjög furðuleg helgi..reyndar var sú síðasta líka nett skrýtin.
Ástæðan fyrir því að mér finnst þessi helgi furðuleg er einfaldlega sú að ég er orðin svo góðu vön og hef ekki þurft að vinna um helgar í háa herrans tíð eða bara frá því ég var á Öllaranum í gamla daga. Núna þessa helgi varð ég hinsvegar að mæta á mjög svo ókristilegum tíma til að opna fyrir stúlkunni sem átti að vera að vinna...eins og síðasta sunnudag reyndar líka. Í dag slapp ég þó fyrir horn því ég mætti með henni um fimm í morgun en fór svo bara um sjö leytið aftur heim að sofa og hún tekur restina af deginum bara sjálf ..duglega stúlkan sem ég er með í vinnu það er að segja.

Fór í mat til Hönnu siss eftir langan og erfiðan vinnudag síðastliðin föstudag og fékk þennan líka ljómandi góða kjúlla með grænmeti...hrísgrjónum og maísstöngli ...takk fyrir matinn Hanna mín og Kiddi !!! Nú um kvöldið var að sjálfsögðu tekið "Idol" kvöld eða allavega komu stelpurnar okkar í heimsókn..Pálí og Hulda sætu sætu og við áttum svona gott stelpukvöld saman..horfðum á Brúðkaupið hjá Pálí og Dodda á DVD og grenjuðum allar smávegis af gleði ...yndislegt...mér finnst að þetta verði bara að fylgja öllum föstudögum..allavega minnnst annað hvert föstudagskvöld stelpur (og Doddi) !!! erþaggi ???

Gærdagurinn var frábær...ég byrjaði daginn á fundi (alltaf góð byrjun) fór svo með Pálí minni á Salatbar Eika (eftir mikin bíltúr þar sem erfitt er að finna stað sem ég get borðað á og heitir ekki Skyndibiti) eftir matinn tókum við annan góðan bíltúr upp í Kópavog þar sem við skelltum okkur í Sportarann (Sporthúsið) í skvass !!! Vil ég taka það fram að hún Pálí mín stóð sig eins og hetja, hún var viss um að hún yrði vonlaust í þessum leik en hún var langt frá því að vera léleg...náði meira að segja góðum fimm stigum í einum leiknum ef ég man rétt ;)
Eftir skvassið fór mín heim til sinnar konu og við horfðum æstar á þætti 16-17-18-19 í Prison break og borðuðum heitt í ofni.

Nú svo í dag er barnaafmæli hjá Mikka og Maju sem ég hef góðar heimildir fyrir því að þar muni vera á boðstólnum mjög ljúffengt heitt í ofni ..svo ég verð fyrst á svæðið :) Já Maja mín ..Lilja sagði þér að hafa fjögur ..það var engin tilviljun ;) hahahaha

Jæja...læt þetta gott heita og kveð í bili

Kollsterinn...sem fær aldrei leið á heitu í ofni.


[12:45 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, apríl 27, 2006

Fegurðin í fullum skrúða !!!!!!!!Elsku Pálí og Þórður....Til hamingju með ástina...þið eruð svo falleg og yndisleg og ég elska ykkur svo mikið.


[12:52 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, apríl 26, 2006

Engill

Í dag er soldið skrýtin dagur. Er komin heim til að ganga frá mailum sem ég þarf að svara svo ég geti skellt mér í sturtu og farið í fínni fötin.

Ég er á leið í jarðarför með mömmu minni í dag. Englarnir ákváðu nefnilega ekki alls fyrir löngu að fá til sín ótrúlega frábæra konu sem ég þekkti þegar ég var lítil...þessi kona er mamma æskuvinkonu minnar sem ég elska ótrúlega mikið. Við æskuvinkona mín heyrumst ekki oft í dag eða sjáumst en hún verður samt alltaf fyrsta alvöru vinkona mín og ég mun pússla pússlið sem ég á með mynd af okkur Kristínu á alltaf einu sinni á nokkra ára fresti :) Mamma hennar er kvödd í dag og það er ég viss um að englar muni sitja við hlið allra sem syrgja hana því þetta var merkileg kona...hún var og er hvunndagshetja sá ég á öllum hennar minningargreinum. Ég votta alla mína samúð til þeirra sem eftir sitja og veit að englarnir eru nú með henni þar sem hún er stödd og gott ef hún er ekki bara orðin ein af þeim.

Elsku Kristín, Jói, Palli, Hanna Dóra og Signý ..Guð blessi ykkur í sorginni og gefi ykkur styrk.


[12:54 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, apríl 24, 2006

Næturvaktin

Ég held að ég geri mér í raun enga grein fyrir hvað klukkan slær ákkurat núna...þó ég horfi á hana og hún segi til dæmis núna að klukkan sé að verða eitt um nótt þá er það einhvernvegin ekki alveg það sem líkami minn segir mér...
Ég er senst í vinnunni minni á aðfaranótt mánudags og er sérdeilis ekki vön því að vinna á þessum tíma vikunnar....soldið sérstakt.
Vann í dag frá hálf sex um morguninn til hálf sex um kvöldið..fór heim..borðaði ..lagði mig ...og svo aftur í vinnunna...nett fáránlegt ...er senst búin að fara í háttin á sama tíma og börnin tvö kvöld í röð. En vakna samt sem áður á allt öðrum tíma en þau.

Ég finn vel þegar ég slæ svona út af vana mínum hvað ég er þakklát og glöð fyrir að fá að lifa vanabundnu lífi. Þar sem ég er mjög týpísk steingeit að mörgu leyti þá finnst mér lífið sem ég lifi yndislegt. Ég elska að þurfa eiginlega aldrei að vinna um helgar...ég elska að vera komin heim til konu og barna fyrir kvöldmat. Ég elska að vera ekki lengur að vinna á nóttunni og þurfa að snúa sólarhringnum við um helgar eftir vaktir á barnum. Ég elska konuna mína...börnin okkar...foreldra mína..systkyni og vini. Ég elska að vera til...og svona nætur eins og þessi hér minna mig bara á hversu gott ég hef það :)

Annars er nú lítið nýtt að frétta á bænum held ég ...stelpurnar sem vinna hjá mér komnar í smá sumarfrí og minns að pússla saman vöktum eins og óð kona :)

Liljan mín ..takk fyrir að vera svona yndisleg og góð vimmig í þessu vinnu-bulli..hvar væri ég eiginlega án þín ??? vil ekki einu sinni ýminda mér það. Elska þig fallegust í heimi hér.

Kollsterinn...á næturvakt.


[12:48 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, apríl 23, 2006

Vinna á sunnudegi...iss

Vá hvað það er strembið að vinna á sunnudegi þegar maður er svona góðu vanur..vaknaði klukkan fjögur í nótt (fór í háttinn á sama tíma og börnin í gærkvöldi) allavega..mín vaknaði klukkan fjögur..eldaði sér hafragraut..tók til nesti fyrir allan daginn (sem mér sýnist samt að muni jafnvel klárast um hádegisbilið) og hennti mér af stað til vinnu. Hér er allt svo hrikalega strangt að ég mátti ekki leifa stelpunni sem er nýbyrjuð hjá mér að vinna í dag því hún er bara með bráðabirgðapassa en ekki alvöru passa fyrr en á morgun..svo minns þarf að vinna í allan dag ..sem þýðir til klukkan að verða sex í kveld. Frekar fúlt en svona er þetta bara...það fylgir þessu starfi að hlaupa til þegar á þarf að halda...svo ég brosi bara og afgreiði fólkið sem er á leið í útlandið :)

æææææ....var að líta á afgreiðsluborðið og manngreyið sem verslaði hér síðast hefur gleymt debet kortinu sínu :( vonandi er hann ekki farin í flug greyið.

Já skrifa kanski meira þegar það róast hjá mér í dag...en þangað til þá...hafið það gott elskurnar og gangið hægt inn um gleðinnar dyr.

Kollsterinn...í Leifsstöð


[9:09 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, apríl 21, 2006

Breytingar í Leifsstöð

Hellú darlíngs.

Mér var sagt á msn í dag að ég væri skrall og það hlýjaði mér um hjartarætur..ég er skrallið ykkar :) jeij mér finnst gaman að vera skrall.

Mér var reyndar líka sagt að ég væri erfið en það er allt í lagi því stundum verður mar bara að vera erfiður :)

Er búin að vera að stússast í alskyns vinnumálum og ekki vinnumálum í allan dag með Hönnu systur..var líka að bjarga henni frá vonda símamanninum sem vildi ekki tengja símann hennar..svo ég kom til bjargar og lánaði henni minn síma sem fylgdi því reyndar að hún þurfti að koma memmér til Keflavíkur að sækja pappíra í vinnuna mína.
Dagurinn var hinn ljúfast og endaði í Laugardalnum þar sem við börnin þrjú skelltum okkur í sund í kuldanum. Entumst reyndar ekki lengi sökum kulda en fengum samt franska pulsu og kók strax eftir sundið ( og já ég segi alltaf pulsa en ekki pylsa Ragnarinn minn...samt segi ég alltaf Typpi en ekki Tuppi þrátt fyrir allt) hihi

Hitti Edda og Snæu á vellinum í dag ..þau voru á leiðinni til London þessar elskur...öfundaði þau örlítið verð ég að segja en hey..minns fer með stelpunum sínum til Danaveldis í Maí svo það er ekki langt að bíða.

Þarf að vinna aðeins um helgina og þar er allt að gerast get ég sagt ykkur...allt að gerast gott fólk en get samt ekki alveg sagt ykkur hvað er að gerast svona merkilegt alveg fyrr en það er komið vilyrði til að tala um það opinberlega...Er einhver orðin forvitin núna....??? Diljá kanski ??? hihihi :)

p.s. minns fékk klippingu í dag og var geðveikt erfið...hef orðið erfiðari í gegnum árin á kröfum um klippingar eftir að við Lilja byrjuðum saman :)

jæja..gott go..skildan kallar..bíða eftir að konan verði tilbúin til að fara í afmæli því immit þá byrja ég að hafa mig til því þá getum við verið tilbúnar á sama tíma.

Kollsterinn...massa glöð


[7:11 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, apríl 17, 2006

páska páska

Hellú....minns alveg í æfingu á umburðarlyndinu og þolinmæðinni lífsins. Ágætis fyrirtæki sem kallar sig í dag Símann er búið að vera örlítið að reyna á brestina mína en hafa þó sem betur fer ekki náð yfirhöndinni af mér ennþá aðallega vegna þess að ég þekki svo góða manneskju sem vinnur hjá Símanum og hennar vegna held ég ró minni og sýni öllum sem þar vinna hina stökustu ró og þolinmæði. Það reyndi þó heldur betur á mig í dag þegar netið var búið að liggja niðri aðeins of lengi til að það teldist eðlilegt. Ég ákvað áðan þar sem ég hef ekkert komist á vinnumailið mitt til að senda Pálí minni mail að hringja bara í Símann-aðstoð eitthvað...maðurinn þar var hin almennilegasti og sagði mér að netið lægi alls ekkert niðri hjá þeim heldur væri búið að segja upp ADSL hjá mér í þessu númeri....ARG ...mín þurfti að hafa sig alla við að segja honum almennilega og rólega að svo væri alls ekki og ég ynni mikið á netinu sem gerði það að verkum að ég kæmi alls engu í verk svona net-laus heima hjá mér á mánudagskvöldi. Hann kippti þessu í liðin fyrir mig hið allra fyrsta en slæma við það er að ég er komin með nýja e-mail adressu í heimatölvuna þar sem hann gat ekki startað þeirri gömlu og þá fæ ég engan póst sem berst í þá gömlu :( en betra þó svoleiðis heldur en að ég sé net-laus...hihi

Annars flott að frétta..varð bara að koma þessu aðeins frá mér...helgin búin að vera draumur einn og dagurinn í dag algjörlega í takt við helgina því ég fór að hitta yndislegu stelpurnar mínar þær Ernu Rán og Urði með fallegu englunum sínum á Austurvelli í dag....ég er svo rík og svo ótrúlega mikið rík manneskja...þegar þeim leik var lokið og börnin farin heim í miðdegislúrinn algjörlega búin á því eftir dag með Kollu frænku þá fór ég og sótti börnin okkar til ömmu sinnar og skellti mér með þeim í laugardalslaugina....fátt betra en að enda daginn á góðu skvetti og busli...ljúfa líf.

Komin heim og hef hugsað mér að klára bókina sem ég er að lesa...enda stórgóð bók...segir ykkur betur frá lestri páskanna þegar honum er lokið :)

Kollsterinn...endurnærð og góð


[7:56 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, apríl 16, 2006

Páska-gleði

Sælt veri fallega fólkið.

Ein vinkona mín sem sat hér hjá okkur fallegt kvöld í vikunni fannst við konan vera í einhverri blogg-lægð og jú kanski er bara soldið til í því ...Konan bloggar samasem ekki neitt og ég er að blogga mun sjaldnar en ég er vön. Kanski vegna þess að mikið er búið að vera að gerast í vinnunni...kanski vegna þess að áhuginn er minni á blogginu eða kanski bara einfaldlega vegna þess að það er engin sérstök ástæða. Hihihi...hjá mér veit ég allavega að ég blogga bara þegar ég er í stuði til þess og stundum kemur það í skorpum en stundum gerist það daglega eða jafnvel oft á dag að mig langar til að tjá mig hér á veraldarvefnum. Annars lítið nýtt að frétta...nema jú ..eitt oggulítið mont..minns er komin með sponsíu...reyndar ekkert mont þannig lagað...er bara svo glöð með þetta því ég veit að þetta mun hjálpa mér svo mikið að þroskast í leynifélaginu mínu , þarafleiðandi langaði mér að deila þessu með þér..já eða ykkur :)

Í dag er páskadagur og því tilvalið að eyða páskadegi í faðmi fólksins síns sem í þessu tilfelli eru Una og Rós okkar ....það er að segja fallega konan mín auðvita líka og svo Una og Rós ..þær koma nefnilega í mat til okkar í kveld.

Svo má ekki gleyma að segja frá fallegustu óvissuferðinni sem ég hef upplifað...

Ég leiddi fyrsta stóra fundinn minn á laugardagsmorgun, áður en við lögðum af stað út úr húsi sagði Lil mér að ég ætti að taka með mér á fundinn hlý föt og húfuna mína. Ég hélt að sjálfsögðu kúlinu og þóttist ekkert vera neitt sérlega forvitin þó ég væri nett að springa inn í mér...en sem sagt eftir fundinn fengum við okkur að borða á vegamótum ásamt Puffsternum og Skrímslunni (og auðvita Ásgeiri sem kom í seinna fallinu) ...en eftir það var sest inn í bíl og minns mátti ekkert vita hvert ferðinni var heitið....þegar ég sá að stefnan var tekin út úr bænum varð ég frekar mikið ánægð og sat spennt alla leiðina að Flúðum þar sem fallega konan mín lagði fyrir utan hið glæsilega Hótel Flúðir....þar sem við áttum pantaða gistingu..morgunmat og fallegheit. Restina af ferðasögunni hafði ég hugsað mér að eiga bara fyrir mig eina að muna eftir og ekki deila með ykkur hinum ...en hún var yndisleg í alla staði ;)

Jæja...Una mín og Rós eru á leiðinni í kotið og best að standa sig í gestgjafahlutverkinu....

p.s. Lil er búin að sitja yfir viðbjóðinum (L-Word) síðan við komum heim í morgun og ég vil taka það fram að ég hef horft á svo mikið sem brot úr neinum þættinum og mun ekki gera það ....eina sem ég sá óvart var að Tennisstelpan er hætt með krúttinu litlu og þá vissi ég að ég var að gera rétt með því að EKKI horfa á þetta rugl. Nana og Dísa...þið þurfið annsi mikið afl til að láta mig horfa á þetta dóterí :)

Kollsterinn...búin með ritgerðina í bili


[3:44 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, apríl 14, 2006

Afmæli í dag


Það er fallegur dagur í dag þó sé hann föstudagurinn langi.

Í þessum degi fyrir þrem árum síðan steig inn á stóran leynifund lítil sál sem bjó í skrokki mínum og býr þar enn þó sé orðin annsi mikið stærri og þroskaðri síðan þá.

Á þessum degi fyrir þrem árum síðan fór ég á fyrsta fundinn minn í leynifélaginu og ég var satt að segja bara að fatta það rétt í þessu þegar Magga og Lilja fóru að tala um stóra fundinn í kvöld.

Minns á senst 3ja ára afmæli í dag og hefur tekið á þeim fína degi ákvörðun um að leiða fund í fyrramálið því ég held að það séu ekki til neinar tilviljanir í lífinu og ég held þarafleiðandi að ég hafi ekki verið spurð um að leiða immit þennan dag vegna neinnar tilviljunar.

Já gaman að þessu ...svo má ekki gleyma því að mjög svo góð vinkona mín á líka afmæli í dag...aldursafmæli þó !!!

Huldan mín Dögg á nebbla ammæli í dag og ég óska henni til Hamingju og hrópa þrefalt húrra hróp henni til heiðurs !! HÚRRA HÚRRA HÚRRA !!!!

Kollsterinn....í afmælisskapinu


[2:59 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, apríl 12, 2006

Jeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

Vá hvað lukkan er að leika við minns í dag....konan mín fallega hringdi í mig í morgun og spurði hvort ég hefði gert ákveðin hlut sem ég hefði átt að gera í morgun....nú það var geðveikis geðveiki að gera í vinnunni svo ég ákvað bara að láta þennan hlut bíða fram á kvöld og vonaðist eftir því að hlutirnir hefðu bara haldist í stað og vonandi ekki versnað..en viti menn. Nú var ég að gera það sem gera þurfti og ég get sko sagt ykkur það að ég græddi bara heilan helling á því að bíða róleg og treysta því að allt fari á besta veg....!!!!!!

Gleði gleði gleði

Annars bara flott að frétta..allir farnir til útlanda um páskana og við skötuhjú verðum barnlausar og erum að hugsa um að hafa það bara gott heima í kotinu :)

Kollsterinn...alveg að elska að vera til

p.s. var líka hjá Brynjari mínum í dag og hann er algjör kraftaverkamaður.is


[7:57 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, apríl 09, 2006

Verst-life

Góðan daginn.

Helgin er næstum liðin og leið hraðar en ég hefði átt von á. Föstudagurinn fór í Idol kvöld með sætu stelpunum okkar. Ekki laust við að maður eigi eftir að sakna þess heilmikið að fá stelpurnar sínar hingað á föstudagskvöldum. Spurning hvort við búum okkur ekki bara til stelpukvöld í stað Idol kvölda enda er yfirleitt skemmtilegast parturinn þegar við tjellingarnar erum að spjalla saman svo Idolið er ekkert nauðsynlegt held ég...hvað segið þið um það sæturnar mínar ???

DJ Hulda kenndi okkur inn á skemmtilega síðu sem ég man ekki nafnið á í augnablikinu en þetta er síða sem maður getur hlustað á heilan helling af skemmtilegum lögum án þess að þurfa að borga neitt fyrir það og þá er ég að tala um heil lög en ekki brot eins og á mörgum öðrum síðum, gallinn við þetta er hinsvegar sá að þær stöllurnar (Hulda og Fallegust) fundu þarna heilan helling af lögum með Westlife (vælu-boyband-dauðans) og nú situr konan mín ósjaldan við tölvuna að syngja með vælinu hástöfum þó hún kunni í rauninni ekkert endilega allan textann. Ekki að það sé neitt nauðsynlegt þar sem flestur texti í lögum þessarar hljómsveitar er mjög svipaður og gangi alltaf út á það sama. Að drengirnir séu að játa ást sína til einhverrar draumastúlku og séu tilbúnir að gera ALLT fyrir hana. Veit ekki hvort það teljist heilbrigt að vera tilbúin til að deyja fyrir stelpu já eða strák sem maður hafi varla hitt, en hver er ég að dæma það.

Konan í sturtu í augnablikinu..ég í tölvunni og börnin að leika sér....er mikið að spá í að skella mér í skvass í dag..best að hringja í Gay-ra og plata hann memmér.

Kollsterinn...á náttfötunum ekki að hlusta á Westlife.


[11:00 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, apríl 08, 2006

Í dag

er ég þakklát fyrir að vita ekki alltaf allt best.

Dæmi ; Lilja spurði mig í morgun þegar ég var að fara á fund hvort ég hefði einhvern tímann leitt þennan fund sem ég var að fara á . Svarið var mjög ákveðið "Nei glætan, þetta er geðveikt stór fundur og ég mundi ekkert þora því" eða eitthvað í þá áttina. Á leiðinni á fundinn hugsaði ég memmér, "iss þetta er svo stór fundur og þú þarft ekkert að hafa áhyggjur um að þurfa að leiða hann fyrr en bara eftir mörg ár.

Nú eftir fundinn labbar kona upp að mér sem ég hef oft hitt á fundum og segir "hæ takk fyrir fundinn, ekki værir þú til í að leiða næsta fund ? það er svo gott að hlusta á þig tala"

Ertu ekki að grínast ...sæll...þetta sýnir mér bara að ég veit ekki alltaf allt best fyrir sjálfan mig :)

Ég er í rauninni nett að vona að við Lilja finnum okkur eitthvað sniðugt til að fara út úr bænum um páskana eins og planið var því þá slepp ég löglega við að taka ábyrgð og leiða fund en innst inni held ég samt að mig langi til að gera það. Sjáum hvað setur...spennandi ...hihihi

Annars flott að frétta..ferming framundan og minns attlar að hoppa í betri gallan og bruna út í bókabúð :)

Kollsterinn...í smá klemmu með þetta fundarmál


[11:37 f.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, apríl 06, 2006

Afmælisbarnið !!!!

Þar sem ég er kjáni og mannleg stúlka þá sá ég núna á msn að Diljá mín á afmæli í dag. Ég er ennþá ekki einu sinni búin að átta mig á því að það sé komin nýr mánuður, hvað þá að það sé komin 6.apríl - Afmælisdagurinn hennar Diljá minnar.

Fyrirgefðu gleymskuna í mér elskan mín en ég náði þó sem betur fer að óska þér til hamingju áður en þessi dagur rennur sitt skeið. Hér er nokkrar myndir af Diljá minni sem eru í uppáhaldi hjá mér :)

Elska þig endalaust og alla leið tilbaka fallega stelpa.


Þessa stelpu hef ég alltaf horft upp til og mun gera það áfram. Diljá þú ert æði !


[10:19 e.h.] [ ]

***

 

Una mín


Fimmtudagur...vá hvað tíminn flýgur þegar það er mikið að gera og minns er í hamingjukasti yfir sölunni í búðinni minni. Jeij.

Er að spjalla við Ununa mína..hef eiginlega aldrei talað við hana á msn, við erum meira svo spjalla í síma tjellingar..elska Unu mína..finnst gaman að vera að plana kaffihúsaferð enda hef ég vanrækt þessa elsku alltof lengi (þó alls ekki vísvitandi)
Hún er líka að reyna að fá mig með sér í svett...en er ekki að ganga neitt alltof vel verð ég að segja.
Unu litlu finnst ég pikka of hratt á tölvuna, spurning hvort ég taki upp á því að pikka með tveim puttum rétt á meðan ég tali við hana á msn og pikki svo bara hratt hér í staðinn :)

jæja..attla að einbeita mér að spjallinu við fallegu stelpuna mína.

Kollsterinn...á spjallinu við Ununa sína


[9:50 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, apríl 05, 2006

Ör-ferðasaga

Já...það er rétt...ég er frekar andlaus á þessu annars ágæta bloggi mínu síðustu daga, ef ekki vikurnar.
Einhver falleg stúlka spurði mig í vikunni hvort ekki væri á leiðinni ferðasaga og ég svaraði blákalt neitandi, ekki kanski kalt samt. En raunin er bara sú að ferðalagið mitt fól í sér svo basic hluti sem þarf enga merkilega sögu í kringum.

Ferðalagið mitt samanstóð af þessu.

-Besta félagsskap sem hægt er að hugsa sér.
-Yndislegri sundferð með yndislegu ástföngnu stelpunum í seitinni.
-Heilum helling af góðum mat.
-Ný nálgun Kollsterins við dýrin.
-Pússl (klikkar aldrei)
-Nammi :)
-Sjónvarpsgláp og afslöppun í hæsta gæðaflokki.
-gisting í svalasti herbergi sem ég hef séð lengi lengi.
-knús og margt gott spjallið.
-Will&Grace og myndin með gæjanum úr OUTKAST (sem ég fékk geðveika þráhyggju yfir)
-sakn til konunnar minnar sem var í Reykjavíkinni.
-Hugleiðsla í svala herberginu innan um hauskúpurnar.
-snjór snjór snjór og meira snjór.

og síðast en síst má ekki gleyma að nefna allt SKRALLIÐ ..já nenni ég bara ekki að gleyma því að það er svalt að vera Fellabæjarbúi ;)

Já ferðin var ógleymanleg og ég kem heim endurnærð og ný manneskja.

Elsku elsku Puff og Yo-dís TAKK endalaust fyrir allt allt og meira en það !!!!!


[6:51 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, apríl 03, 2006

How Will I Die Quiz

How Will I Die Quiz

You will die at the age of 47

You will die by choking while trying to eat a live hamster

Find out how you will die at Quizopolis.com

Quizopolis


[4:05 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, apríl 01, 2006

Örfréttir úr seitinnia

Sælt veri fallega fólkið. Mikið er gott að komast upp í sveit..slaka almennilega á líkama og sál. Heyra svo margt í hausi sér sem maður heyrir ekki alveg jafnvel í látum stórborgarinnar en heyrist kristaltært hér langt upp í Felli þið vitið :)
Gott að finna hversu sárt maður saknar þess sem maður elskar mest í heimi hér þegar kvölda tekur sérstaklega og háttatími nálgast. Finna sjálfan sig í smá stund og sjá hvernig maður er bara einn með sjálfum sér án allra öryggispunktanna sinna. Mér líður semsagt vel hér í seitinni þó ég sakni auðvita Liljunnar minnar.
það er alveg merkilegt hvað ég geri mér vel grein fyrir því með hverjum deginum sem líður hversu heitt ég elska konuna sem ég er með í dag og hversu lánsöm mér finnst ég vera að vera konan hennar.

Varð bara einhvernvegin að koma þessu frá mér elskurnar og takk fyrir að sitja við tölvuna til að lesa orðin mín. Puff mín er frammi í eldhúsi að byrja að elda matinn...eða allavega að gera matinn tilbúin fyrir grillið, kanski spurnaing um að fara samt fljótlega út í sjóinn.is og fara í leitarleik því grillið liggur líkast til grafið undir öllum snjónum og betra að hafa það reddí þegar grillpartýið byrjar á bænum. Held meira að segja að við séum að fara á sveitaball í kvöld. Gleði gleði gleði

Kollsterinn...elskandi


[8:32 e.h.] [ ]

***

 

Lessufell

Smá blogg frá Egilstöðum.is ...hér er bara snjór og meiri snjór og ennþá meiri snjór og ég er ekki frá því að á bíltúrum okkar hafi ég náð smá brúnku einungis á því að fara inn og út úr bílnum því sólin endurspeglast í snjóinn og beint á mig...verð orðin þeldökk eftir helgi.

Vorum að koma af Búllunni að borða borgara lífsins. Já takk segi ég bara eins og Fellabæjarbúar segja gjarnan og áfram með Skrallið barasta !!!

Planið í dag er sund og stelpurnar eru búnar að lofa að leika við mig í sundi, veit fátt meira leiðinlegt en að hanga í heitum potti endalaust...

Sakna konunnar minnar fallegu og hlakka mikið til að sýna henni alla ástina sem ég ber til hennar þegar ég kem heim...það var gott að finna í gær þegar ég lagðist í unglingarúmið að ég vil hvergi annarsstaðar vakna í heiminum en við hliðina á Liljunni minni fríðu !!! Lilja ég segi bara eins og Bubbi kallinn (finnst það viðeigandi þar sem hér eru allir geðveikir Bubba-fans) Lilja þú ert B.O.B.A og ég elska þig !!!

Jæja...er hætt í bullinu...nennið þið bara að kommenta...já takk.

Kollsterinn...Fellabæjarbúi (eina helgi)


[1:38 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K