Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðmiðvikudagur, maí 31, 2006

draumaland vs. raunveruleikinn

Í nótt dreymdi mig draum sem var einhvernvegin svona...

Mamma mín yndislega stóð á móti mér að bíða eftir svari við spurningu sem hún spurði mig...ég heyrði ekki spurninguna í draumnum en ég vissi hver hún var (Ertu ólétt var spurningin) ...ég hugsaði mig aðeins um og sagði svo rólega "Já mamma"..mamma ljómaði ...hún næstum öskraði af gleði ..og glaðari konu í draumi hef ég sjaldan séð.

Í beinu framhaldi vaknaði ég upp úr þessum ágæta draumi við það að ég þurfti að skreppa á baðherbergið.....kom ekki bara í ljós að ég var að byrja á þessu mánaðarlega...

Já þetta er öfugsnúið þetta draumaland.

Kollsterinn...á miðvikudegi


[10:23 f.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 30, 2006

Ekki langt undan


Ein vitur yndislega kona sagði mér einu sinni frá því og fleiri öðrum sem voru að hlusta að hún hefði langalengi haldið að hamingjuna væri að finna í veraldlegum hlutum en hefði svo uppgötvað fyrir lukku prógrammsins og einhverju æðra henni að hamingjan var allan tímann innra með henni ..hún þurfti bara að rækta hana þar og immit bara þar.

Mér verður alltaf hugsað til þessarar vinkonu minnar og eitt sinn sponsu þegar ég fer að dagdreyma um
-stærra hús
-fínni bíl
-heitara land
-meira frí
..og þess háttar hluti..þá fer ég að skoða þökk sé þessari manneskju og prógramminu mínu sjálfa mig..fer að sjá hvort ég hafi það ekki gott inn í mér..hvort hamingjan sé ekki barasta þarna innst inni og ég þurfti ekki að leita hennar í öðru en mér og því sem ég er í dag.

Yfirleitt finn ég hana á endanum og þarf oftar en ekki að grafa bara grunnt til að finna...en auðvita koma dagar inn á milli þar sem maður þarf að grafa heilu dagana og finnst maður aldrei komast í hamingjuna góðu.

Í dag var ég ekki lengi að leita og viti menn, hamingjan skaut upp kollinum og það bara mitt í mínu litla hjarta..það þurfti ekki mikið til en ég gerði litla hluti sem ég hef fundið út að aðstoða mig oftar en ekki í leitinni.

til dæmis

-hringdi ég í konuna mína bara til að sjá hvernig hún hefði það í dag og vera viss um að hún vissi að ég væri að hugsa til hennar.

-gerði ég góðverk fyrir Nönuna mína án þess að búast við neinu í staðinn.

-horfði ég á allt í kringum mig og sá fegurðina í litlum hlutum.

-hlakka ég endalaust til að fá konuna mína heim til að geta horft á hana og þakkað englunum fyrir að við fundum hvor aðra :)

já það er oft erfitt að sjá hamingjuna þegar hún er að fela sig en vittu til..hún er þarna handan við hornið ..bara ef maður leitar nógu lengi :)

Kollsterinn...að halda í hamingjuna !


[7:26 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 29, 2006

Bold and the viðbjóður

Komin heim eftir fínan vinnudag í bænum og viti menn..Ingan mín er hér í heimsókn og konan líka heima. Það væri ekkert nema gott mál ef ég þyrfti ekki að þola ótrúlega rúmlega slæma sjónvarpsþáttinn sem ég þarf að þola hér í bakgrunn við mig...þær stöllur eru að missa sig yfir Bold and the beautiful og ég er alveg að drepast úr fordómum gagnvart þessum þætti. Þetta verður algjörlega það síðasta sem ég tek mér fyrir hendur í lífinu...að horfa á svona vitleysu að mínu mati !!!

En mikið sem ég elska þessar stúlkur sem eru að horfa á bullið..konan mín og Inga María eru að mörgu leyti líkar...elska svona vitleysu í sjónvarpi og ég sit hér sveitt að skipuleggja bókhald heimilissins marga mánuði fram í tímann og finnst það æðislegt...hver hefur sinn nörd að draga jú.

Er að hugsa um að skreppa í smá bíltúr því heilinn virkar svo illa hjá mér í skipulagningu þegar svona þáttadót er í gangi á bakvið mig :)

Ást til stelpnanna minna fyrir framan skjáinn..

Lilja og Inga frænkurnar fræknu ..u nó æ lov jú !!!

Kollsterinn...að verða sköllótt af bold and the viðbjóður.is


[5:29 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 28, 2006

Portúgal-Alicante-Algarve-Tenerife...eða hvað sem er..heitt

Sunnudagur til sælu...svo sannarlega.
Hér sit ég ennþá á náttfötunum og Alex Uni er að leika sér á stofugólfinu..barnið getur leikið sér bara einn við sjálfan sig svo tímum skiptir.
Í gær áttum við góðan dag saman við Alex..byrjuðum daginn á sundi í nýju fínu Seltjarnarneslauginni...svo macdonalds...heimsókn til Hönnu systur..hún dregin með okkur í bíó að sjá Shaggy Dog ...eftir bíó var svo brunað heim á leið...við Lilja fórum að kjósa og Lilja eyddi góðum tíma inn í kjörklefanum...heim aftur.. Eftir matinn hér heima kom Hanna með okkur heim til múttu og pabba þar sem Alex fékk hvorki meira né minna en fullan poka með nammi innihaldi :) Hann sagði mér í gærkvöldi að honum fyndist Hjalti og Pabbi ótrúlega skemmtilegir..og auðvita Sara líka :)

Ekkert plan komið fyrir daginn í dag enda liggur ekkert á...Mig langar mest að fara aftur í sund en það verður eflaust troðið aftur og ég er ekki viss um að ég nenni troðningnum.

Annars er það eina sem kemst að í huga mínum þessa dagana er hversu heitt mig langar í frí með Lilju og börnunum og þá helst til sólarlanda..langar ekki til að bíða fram á næsta sumar heldur langar mig að fara bara í vetur..fara þegar veðrið er ekki gott hér heima á klaka ..best þætti mér auðvita ef Hanna..Kiddi..Hjalti...Bíbí...Mamma..Pabbi...Hulda Fríða...Villi...Ísak..kæmu með líka ..en ekki verður á allt kosið held ég svo stefnan í huga mínum er allavega þessi..

-skipuleggja fjármál heimilissins ótrúlega vel
-leggja fyrir allt aukalegt sem kemur til inn á sparireikninginn
-taka aukavaktir á Ölstofunni til að fá aukaaur ef Una vill vera svo elskuleg að redda því.
-Taka að mér tónleika David Grays í vinnu.
-Leggja Vaxtabæturnar til hliðar fyrir utanlandsferð.

Þetta er nú svona gróflega planið sem komið er í hausinn á mér...en þetta kemur svo bara allt saman í ljós.
Kanski langar bara Urði og Önnu Þrúði að vera með í planinu ???


[10:25 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, maí 27, 2006

Barbí mín...Til hamingju með nýja meðlimin í englafjölskylduna þína ...megi englarnir fylgja ykkur alla tíð. Mér þykir ótrúlega vænt um þig líka.


[5:17 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 25, 2006

annríkir dagar heldur betur

Já það er ýmislegt búið að gerast síðustu tvo daga..

meðal annars þetta

-Bríet Ólína kom til okkar og var hjá okkur í tvo daga...
-Mútta mín fór með mig upp á spítala um miðja nótt sökum endalausra verkja í líkamanum.
-daginn eftir náði Alex litli að klemma puttan sinn á hurð bílsins svo illa að hann endaði á spítalanum líka.
-Við erum búnar að fara og skoða Seltjarnarneslaugina nýju fínu sem við hlökkum mikið til að stinga okkur ofaní um leið og hún opnar.
-eftir að hafa skoðað laugina á nesinu langaði okkur svo mikið í sund að við brunuðum í laugardalslaugina þar sem var svo frítt ofaní í boði stjórnmálaflokks
-Búin að ná að stífla ryksugu heimilisins 2x sinnum á einum degi.
-Fá Ernu Rán í heimsókn til að lita á henni hárið dökkt !!! og komast í leiðinni að því að henni er alvara með að flytja erlendis eftir einhvern tíma (þá er alveg á hreinu að maður verður að venja komur sínar til útlandsins.)
-Fór í skvass með tveim skvísum sem ég veit að eru núna komnar með skvass-bakteríuna á háu stigi, nokkuð örugg á því að þær hafi verið í skvass í dag.
-Búin að horfa með konunni á síðasta þáttin í Prison Break seríunni og loksins búin með þá geðveiki !!!
-Setja inn helling af myndum af Puffsternum og í tárast við hugsunina að hún býr svo langt í burtu ...þegar ég skoðaði þessar myndir þá rifjuðust upp svo mörg falleg móment sem ég hef átt með þessari fallegu yndislegu vinkonu minni og ég vil að hún og spúsan hennar yndislega flytji hið snarasta í bæinn takk fyrir..já takk...ekkert skrall bull neitt takk. Reykjavík it is girls !!!
-Orðin þreytt vitandi að það er vaknað snemma í fyrramálið til að bruna til vinnu...
-Ótrúlega glöð að það er að koma helgi beint eftir vinnu á morgun og mikið að hlakka til um helgina...

Kollsterinn...segir góða nótt og sendir alla sína engla út til ykkar :)


[9:07 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, maí 23, 2006

Jeeeeee


Jæja já...

Maður er rétt stigin á klakann og það er bara allt að gerast ... Bríetin mín komin heim og fólk að fá mig í störf sem ég hef ekki verið mikið í áður...hef reyndar solittla reynslu á þessu sviði sem ég er að fara að hreyfa mig áfram á en sú reynsla var ekkert merkileg. Sjáum bara hvað gerist..ég veit allavega fyrir víst að ef maður hefur mikla trú á einhverju og fílar verkefnið sjálf/ur þá hlýtur maður að vera mun meira sannfærandi heldur en manneskja sem fær borgað fyrir að koma einhverju á framfæri sem viðkomandi þekkir lítið sem ekkert....veit að þetta er allt frekar óskiljanlegt og margir sem lesa bloggið mitt hugsa sem svo ..

"enn ein færslan maður skilur ekkert í...." svo sé ég Diljá innan skamms á msn að tékka á verkefninu mínu af forvitnissökum en hey...það er nákvæmlega það sem ég elska við þetta blogg...að ég fæ bara að vera ég sjálf ..skrifa eins og ég skrifa...engir skammar mig fyrir að setja ekki endalausa punkta og stóra stafi.

Já gaman að þessu ...hver veit nema ég leggi þetta fyrir mig sem aukavinnu ef þetta verkefni gengur vel...eitt er víst að ég hætti ekki fyrr en einhverjum árangri er náð.

Svo á morgun er planið að hitta Bríetina mína snemma..ná í hana heim til sín...fara í vinnu-leiðangur um bæinn ásamt litlu skvísunni...taka smá skvass með skvísum tveimur (við allar í nýju íþróttafötunum keyptum í útlandinu að sjálfsögðu) og prufa nýja verkefnið mitt...

Kollsterinn...komin heim og er að fílaða.


[9:01 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 22, 2006

Næsta frí

jæja fallega fólk.
Nú er ég búin að finna út að það eru auðvita íslenskir stafir á þessari fínu tölvu sem Dýrlei á og svissaði ég allsnögglega yfir á þá til að geta hripað niður nokkrar línur án þess að vera algerlega óskiljanleg. Á morgun fljúgum við heim og það er ekki laust við að manni hlakki bara til, ég elska Ísland og finnst fátt betra eftir gott frí að komast heim,jafnvel að komast aftur til vinnu ..já svona er ég skrýtin. Við skötuhjú erum búnar að taka sameiginlega ákvörðun um næsta frí sem ég er rúmlega sátt við og vel það. Næsta frí verður svona
-í heitu landi svo sem Portúgal...Tenerife...Alicante...eða eitthvað líkt því
-legið á sundlaugarbakkanum og börnin oní laug..ég stekk oní laug þegar mér verður of heitt.
-Ekkert verslað nema í mesta lagi ís og sundbolti.
-Helst bara ekki farið lengra en út á strönd bara eða hangið við sundlaugarbakkan eins og nefnt var í fyrstu grein :)

Já okkur skvísum er farið að langa í gott sumarfrí út í heitu landi þar sem ekkert þarf að hugsa um neitt nema bara vera með fjölskyldunni og hafa það gott. Ekki væri verra ef foreldrar okkar Lilju kæmu barasta með...Hulda..Villi..Ísak...mamma...pabbi..Hjalti og Hanna og Kiddi :) það væri æðislegt.

Sjáum hvað setur..

Nú erum við farnar að versla meira..

Kollsterinn...föst í dagdraumum á leið í búðirnar.


[8:32 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 19, 2006

Orfrettir

Sælt veri folkid. Her pikka eg fra Danaveldi eins og sja ma a nett brengludu stafaruglinu :) Bunar ad hafa thad yndislegt skvisurnar. Vedrid hefur kanski ekki endilega verid eftir pontun en erum ad vona ad thad breytist um helgina,nu ef ekki tha drepur rigningin okkur ekkert og vid bara njotum thess ad vera i frii i hvernig vedri sem er. Nu var Lilja ad koma ur sturtu her a Hotel Dyrlei ..sem eg vil koma a framfaeri ad er bara huggulegra en Hotel First sem a ad vera rosalega flott hotel, segi betur fra thvi thegar vid komum heim. Hef thetta ekki lengra i bili en bid ad heilsa heim a klakann..sendum samudarkvedjur eftir frafall Silviu Nætur i Evrovision i gær :(
Sjaumst

Kollsterinn...bara hress


[8:35 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 14, 2006

Akureyri vs. Danmörk


Um daginn fór Elísabet með pabba sínum til Akureyrar í smá kvolitítæm ferð ...þau gistu þar og höfðu það gott feðginin. Alex Uni (fimm ára bróðir hennar) fannst ekkert sérlega sanngjarnt að hún hefði fengið að fara ein með pabba sínum og spurði mikið hvaða tungumál væri talað á Akureyri....þegar maður er fimm ára þá er jú allt borið saman og ekki sanngjarnt þegar hitt systkynið fær að gera eitthvað sem þú færð ekki.

Núna erum við skvísurnar þrjár (Ég, Lilja og Elísabet) að fara saman til Danmerkur..litli gutti átti ekkert að fá neinar fréttir af því sökum afbrýðissemi sem myndi koma í kjölfarið. Elísabet var hinsvegar svo spennt síðasta föstudag að hún sagði óvart við bróður sinn að hún væri að fara til danmerkur næsta sunnudag...og viti menn..hvað sagði litli kallin hástöfum ...

"Pabbi !!!! Vilt þú þá fara með mér til Akureyris aþþí að Elísabet er að fara til Danmörk ???"

Hahaha...Börn eru yndisleg og okkar börn auðvita þau langtum yndislegustu :)

Hverjum finnst sinn fífill jú fallegustur :)

Kollsterinn...floginn eftir nokkra tíma :)


[11:06 f.h.] [ ]

***

 


laugardagur, maí 13, 2006

Gleði gleði gleði


Á morgun verður flogið til danaveldis og mikil mikil gleði ríkir í húsi hér...ekki minni gleði ríkir í hjarta mínu yfir nýjustu fréttum í Kollu-heimi.

Tónlistargoðið mitt er að koma til landsins eins og fram hefur komið á þessari ágætu síðu minni ...ég fékk skilaboð frá Diljá minni sem er inside í bransanum tjellingin...hún sagði mér að ég gæti unnið á tónleikunum..sem gladdi mig óendanlega, en ekki út af því að ég mun taka það að mér..nei ....ég hringdi eitt gott símtal í hann Kára minn sem er að flytja inn goðið..sagði honum að ég væri mikill unnandi hans Davids Gray..og hann gerði sér lítið fyrir og sagði mér að ég fengi 6 stk miða frátekna á mínu nafni í stúkunni á besta stað !!!!!!!!!!!!!! ertu ekki að grínast...hver vill vera vinur minn núna ? ég borga að sjálfsögðu fyrir miðana mína og þetta er ekkert frítt en þetta eru samt meira en ég hefði nokkurtímann getað óskað mér...segið svo að óskir rætist ekki .iss piss..ég hélt að hann myndi aldrei koma til Íslands. En nú er hann að koma og ég mun sitja og hlusta með hjartanu á besta stað í stúku ásamt 5 öðrum hjartfólgnum mér :)

Annars er það Danmörkin sem kallar næstu daga og við skvísurnar komnar í að pakka duglega niður :)

Á morgun á þessum tíma erum við að skrá okkur inn á First Hotel in Denmark gott fólk :)

Kollsterinn...alveg að elska Diljá..Kára og ekki síst David Gray :)

p.s. og að sjálfsögðu konu...börn..vini og ættingja en þið skiljið hvað ég á við :)


[9:00 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 11, 2006

Ertu ekki að grínast með Gray ????


Þá er komin upp ný og ótrúlega fín búð í Leifsstöðinni, jú við vorum reyndar komin með búð þar en hún hefur nú stækkað um helming frá því bara í gær :) Vorum langt fram á kvöld í gær að taka til og rífa niður vegg ásamt því að færa allt um stað...nú lítur þetta sirka svona út eins og er á myndinni með smá breytingum sem ég gerði sjálf eftir lokun í dag :)
Nú getur maður flogið á vit ævintýranna með hreinan skjöld á sunnudaginn gott fólk. Hef fengið Grímuna mína til að passa fína pleisið okkar og litla Jarisinn auðvita líka :)
Já stefnan er tekin á útlönd og tilhlökkun er mikil á heimilinu.
Hitti Nönu mína og Dísu á flugvellinum í dag , þær voru að fara til London beibí..öfundaði þær smá..öfunda bara fólk sem ég þekki sem er að fara til útlanda þegar ég hitti það á mínum vinnutíma...eins gott að ég öfundi ekki alla sem fara til útlanda því þá væri ég í öfund.is allan daginn.
En já...Nana og Dísa mín líta ótrúlega vel út þessar elskur og ég sendi þeim engil sem fer með þeim í verslunarleiðangurinn um helgina ;)

Já já og jebbs..

annars er heitasta málið í dag reyndar að hann David minn goðið Gray er að koma til landsins...já gott fólk ég er ekki að grínast..eini maðurinn í heimi sem ég myndi sitja í tjaldi til að fá miða á tónleika hjá er á leið til Íslands !!!!!!!!!!!


[9:21 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 10, 2006

Ég er rík

Það er svo gaman og fallegt að skoða yfir bloggheima í dag..

Tók mér smá pásu frá lestri e-mails og símtölum um allar trissur út af flutningum búðarinnar minnar síðar í dag til að kíkja inn á veraldarvefinn og margt fallegt var þar að finna.

Fyrst og fremst langar mig að tala smá um bloggið hennar Kreisí minnar ...hún er þar með lista yfir helstu atriði sinna ára...svona upprifjunarlista yfir þar sem drifið hefur á hennar daga um ævina. Hún stiklar á stóru svo ég noti hátíðleg orð en það er bara svo áberandi hversu einlægur penni hún er þegar maður les yfir þetta. Þetta er algjörlega eitthvað sem ég elska að lesa...finnst yndislegt að lesa blogg full af svona lífi..ekki endilega bara góðu lífi...bara alskyns lífi..eins og hjá Huldunni minni þá er hún ekki bara að tala um góðu stundirnar heldur bara allt...og hún sér það í svo flottu og jákvæðu ljósi sama hvað það heitir allt. Hulda þú ert frábær og fólk ætti að taka þig til fyrirmyndar í svo mörgu í lífinu.

Fyrst ég er að tala um skemmtilega útfærslu á bloggi þá vil ég endilega líka nefna hana Diljá mína sem immit býr svo oft til skemmtilega lista inn á sínu bloggi og eiginlega í hvert skipti sem hún býr til einhvern af sínum frægu listum þá langar mig bara strax að herma og óska þess eiginlega að ég hefði átt hugmyndina..en hey..við hugsum öll eigingjarnt stundum ..erþaggi ?

Já lífið er fallegt og svona auka ..Hulda..takk fyrir að ég heiti inn á blogginu þínu Engillinnminn í undirtexta..gladdi mitt litla hjarta að sjá þetta poppa upp á skjáinn..gerir það líka hjá Puff-inu mínu :) ég elska engla og allt sem þeim tengist og finnst ótrúlega heiður að vera kölluð engill þó ég sé ekki alveg sammála um að ég sé einn slíkur...en vita megiði að ég þekki marga slíka ;)

Annars bara flott að frétta..var að koma af kynningu hjá Eddu útgáfu sem var ótrúlega vel heppnuð,svo verður brunað í vinnos seinnipartinn þar sem búðin verður tekin í gegn og rúmlega það ...verðum líklegast að vinna að því eitthvað fram á kvöld.

Meira hef ég eiginlega ekki að segja eins og er....nema kanski..ég er bráðum að fara til útlanda...og sæta konan mín og stjúpdóttir líka :) jeiiiiiiij

Kollsterinn...með gleði í hjarta


[10:29 f.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, maí 07, 2006

Sólbruni


Ég held að ég muni aldrei læra af reynslunni þegar kemur að fyrsta almennilega sumardegi ársins...búandi á Íslandi.
Þannig er að í dag var meiriháttar gott veður, ég fór í skvass með honum Geira mínum ( svo vil ég taka það líka fram að ég breytti til um daginn og tók Ingva Reyni (bróðir Lilju og vinur minn) með mér og hann stóð sig eins og hetja strákurinn..þegar leikar stóðu 3-2 fyrir mér þá var ákveðið að taka auka leik en staðan endaði 3-3 ...var satt að segja nett að vonast til að það færi samt 4-2 en jæja...aftur þaðan sem ég byrjaði.

Við Geiri fórum semsagt í skvass í morgun..eftir skvassið var brunað í laugardalslaugina ásamt helmingnum af Reykjavíkurbúum...sólin skein hátt á lofti og grunlausa rauðhærða stúlkan lá í lauginni í tvo tíma án þess að bera nokkuð á sig...í dag sit ég með sárt enni og mjög svo rauðar axlir..að ég tali ekki um bakið á mér...eftir sundið fórum við svo út í garð hjá tengdó að grilla ásamt stórfjölskyldunni þar sem ég náði mér í ennþá meiri sól.

Nú hugsa ég með mér...arg að vera svona brunninn en verð þó að viðurkenna að mér finnst ekkert leiðinlegt að vera með smá sundbola-far ...veit það er barnalegt en maður verður líka að halda í barnið í sjálfum sér ;)

Kollsterinn...mjög rauð !!!


[9:12 e.h.] [ ]

***

 

Kommentasvör og uppfærsla

Góðann daginn gott fólk !

Langar að svara nokkrum kommentun til að byrja með frá því í síðustu færslu :)

Hulda...takk fyrir hamingjuóskirnar til okkar Grandaskólafólksins..og takk líka fyrir að vera manna duglegust að kommenta hjá mér , það er bara töff !!!

Maggý...Frábært að þú skulir kommenta því ég ætlaði immit að hringja í þig rétt fyrir helgi til að sjá hvernig þér fannst bókin, þú hefur bara lesið hugsanir mínar, þú kemur bara við í vikunni áður en við förum út og sækir nýja bók í staðinn fyrir þessa ;) er með nokkrar sem ég vil endilega að lestrarhesturinn þú komist í.

Nana...þú ert sæt sjálf skan mín, hefði ég átt eitt stykki flugvél þá hefði ég ekki hikað við að bruna á Krókinn með alla þá gsm síma sem ég hefði náð í og kosið þig oftar heldur en bæjarfélagið kaus sitt fólk :) en úrslitin skipta ekki máli..þú slóst í gegn og það er nóg fyrir mig að vita !!! Lagið mun spilast í útvarpinu ...veriði vissar...allir munu raula fljótlega Nana...nananana...:) knús til Dísu skvísu :)

Þá er ég búin að svara því sem mig langaði að svara úr síðustu færslu ...bara annars gott að frétta héðan úr litla kotinu, helgin búin að vera hin ljúfasta og henni er sem betur fer ekki lokið...nú er stefnan tekin á Sporthúsið þar sem Geiri segist ætla að kenna mér að tapa í skvass..eða var það vinna...æi man það ekki ..hihihi

Við Pálína fórum á kaffihús með Alex Una í gær (fimm ára guttinn á bænum) hann spurði Pálí allt í einu ..."ertu búin að gifta þig??" hún svaraði játandi þar sem hún er nýgift...þá heyrðist í gaurnum "til hamingju" ótrúlega feimnislega.
Okkur fannst þetta frekar merkilegt að barnið hafi fundið upp á því að óska henni til hamingju...svo sagði ég mömmu hans frá þessu og kom þá upp úr krafsinu að hún hafði sagt honum um morguninn að Pálí hafi verið að gifta sig og hvort hann vildi ekki óska henni til hamingju..híhí..þá veistu það Pálí mín :)

Tók líka eitt sporið mitt um helgina og heyrði í gamla en samt unga fyrrverandi sponsornum mínum sem var ótrúlega gott...systurnar eru æði báðar tvær og ég elska þær svo mikið.

Jæja..skvassið kallar ...best að henda sér í gallan góða !!!

Kollsterinn...í góðum gír og brátt á leið í útlandið


[9:49 f.h.] [ ]

***

 


föstudagur, maí 05, 2006

20 ára í dag

Grandaskóli er 20 ára í dag....sem þýðir ekki bara það að ég er að fara upp í skóla með Elísabetu að horfa á skemmtanir heldur líka það að ég er orðin 20 árum eldri heldur en daginn sem ég byrjaði í skólanum því ég var jú í fyrsta árganginum sem gekk í þennan fína skóla :) svo til hamingju með 20 árin Grandaskóli og Kolla..og Urður og Geiri og allir hinir :)

Já er senst á leiðinni á skemmtun með skvísunni og svo bara komið hið fínasta helgarfrí..

Ekkert merkilegt nýtt að frétta annars..

Kollsterinn...í góðum gír

p.s. Nana mín er að keppa á Sauðarkróki í dag í dægurlagakeppni svo ef þið vilduð vera svo væn að senda henni góða strauma þá væri það náttúrulega bara æðislegt :)


[2:20 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, maí 04, 2006

Iggy vinur minn


Það var mikið að gera í morgun..allir að fara til útlanda...mjög svo kurteis nett rokkaralegur herramaður verslaði tvö blöð..bað um að fá að borga í dollurum ...ég var nokk viss um að hann myndi hætta við að versla blöðin því þau eru jú mun dýrari hér en í hans heimalandi...en nei..hann borgaði með bros á vör og ekki bara það heldur leyfði hann mér að eiga afganginn :) . Verð að segja eins og er að mér fannst hann soldið kunnuglegur. Er nokkuð viss um að ég hafi séð hann einhversstaðar áður....

Stuttu síðar segir samstarfsstúlkan mín vimmig ...heyrðu er þetta ekki maðurinn sem við vorum að afgreiða áðan ???

Kollsterinn...í Leifsstöð með Iggy Popp og veit það ekki einu sinni !!


[7:54 f.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, maí 03, 2006

SKVASS


Við Geiri vinur minn höfum soldið spáð í því hvernig fólk lítur út þegar það er að spila skvass...þar sem við erum dugleg að spila þessa dagana þá fannst mér fróðlegt að fletta upp nokkrum myndum á netinu af fólki út í heimi að spila skvass og hér er árangurinn..hmmmm....tekur maður sig svona vel út ???

Ég er nokkuð viss um að maður sé ekki mjög smart þegar maður spilar en það er alveg hægt að hafa það smart...ef ég myndi mæta í pilsi þá kæmi það líklegast sirka svona út...Kollsterinn...Skvassari í góðu stuði


[7:22 e.h.] [ ]

***

 

Tennis-olnbogi !!!!!!!!!

Ég var á leið minni heim í dag eftir fínan dag í vinnu og skvass eftir vinnu....Litla tíu ára stjúpdóttir mín hringir í mig hálf miður sín. Þannig er nefnilega mál með vexti að hún slasaði sig í fimleikunum á þriðjudaginn og hefur ekkert lagast í löppinni. En til að halda sögunni áfram þá segir hún "Kolla, löppin er verri núna en í morgun" ég segi henni að þetta geti varað í nokkra daga og að mér finnist þetta ótrúlega leiðinlegt en ég sé alveg að koma heim og hjúkra henni. Þá segir sú stutta " en hérna Kolla, helduru að ég geti fengið svona tennis-olnboga??" ég auðvita skildi hvorki upp né niður hvað barnið átti við..hún er slösuð á fæti og heldur að hún sé komin með tennis-olnboga í kjölfarið....ég spyr hana hvort hún finni til í hendinni og hún svarar mér frekar hissa neitandi...skilur ekkert af hverju ég fór að tala um hendina á henni. Svo lýsir hún þessu fyrir mér "æi þú veist svona band utan um fótinn..." og þá kveikti ég á perunni ..barnið er að tala um teygjusokk ...hahahahah

Held að þessi tennisolnbogi sé eitthvað sem hún sá í stelpunum eitthvert laugardagskvöldið :)

Annars bara flott að frétta héðan...búðin mín stækkar í næstu viku ..jeiiiiiij

Kollsterinn...allt að gerast


[6:55 e.h.] [ ]

***

 


mánudagur, maí 01, 2006

Bríet Ólínan


Núna klukkan tíu á okkar tíma tók ég upp símann og hringdi í fallegu stelpuna sem mér finnst ég eiga svo stóran part í ...þar sem hún tók upp tólið í Ameríkunni var klukkan hjá henni í kringum þrjú að degi til og hún nýkomin heim úr skólanum.

Við spjölluðum í svolittla stund og ég var næstum farin að gráta því það var svo gott og yndislegt að heyra hana tala og tala og tala um allt og ekkert, alltof langt síðan ég hef hitt litlu skvísuna. Hún sagði mér leyndarmál sem ég má ekki tala um hér því þá get ég skemmt soldið fyrir henni ..svo ég mun passa mig vel.

Svo sagði hún mér líka að henni hefði þótt það ótrúlega merkilegt þegar hún flutti til Bandaríkjanna hversu mikið stærra allt væri þar..."skjárinn sem maður horfir á í bíó er alveg sko helmningi stærri en heima á Íslandi" "Húsin eru líka öll alveg helmingi stærri Kolla"

Hún sagði mér að hún væri komin með hund á heimilið ...ég svaraði um hæl að Elísabet okkar væri alltaf að suða um hund og svarið hennar var einlægt og snöggt "gott hjá henni!!!" þegar ég svo sagði henni að Elísabet væri því miður með ofnæmi fyrir hundum þá vorkenndi hún henni mjög mikið. Hundurinn hennar heitir Snoopy enda ekkert annað líklegast sem kom til greina þar sem bangsinn hennar gamli góði sem fylgt hefur henni alla tíð heitir Snoopy.

Kanski er þetta allt svona hjartfólgið mér og ykkur finnst þetta allt frekar óspennandi en hey..þetta er jú bara eitthvað sem er efst í huga mér núna og tilhlökkunin er gífurleg að fá að knúsa litlu skvísuna sem samt er orðin svo stór.

p.s. við fórum að tala um American Idol og við réðum ekki við okkur satt best að segja því ég leyfði henni að segja mér aðeins fram í tímann og henni fannst það ekki leiðinlegt eða hvað þá mér...hihihihih

Kollsterinn...með góðan sting í hjartanu


[10:32 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K