::Skylduskoðun:: |
fimmtudagur, júní 29, 2006 Skiló A-Ö Hér kemur skilaboðaskjóðan gamla og góða en þó líka nýja því þetta er jú allt nýtt efni þó fólkið sé sirka það sama !! Fólkið sem ég skrifa hér er það sem ég tel lesa bloggið mitt og ef þú ert ekki hér þá er líklegast að ég viti hreinlega ekki að þú lesir og mun bæta þér fúslega inn um leið og mér berast fregnir af blogglestri þínum. Hefst þá listinn í stafrófsröð að venju.Ástin mín...Þú þú þú þú ...fyrir þig myndi ég hafa allt í óreiðu frekar en að missa þig, þú ert ástin í lífi mínu, konan sem mig langar að hafa mér við hlið alltaf, sálufélaginn minn sem elskar mig eins og ég er, þú ert mín , ég er þín og mig langar að eignast hús , fleiri börn og meiri hamingju með þér um ókomin ár. Elska þig fallega fallega fallega fegurðin mín. Ég er vonlaus án þín en sendi þér samt alla mína kossa til Krít. Alma Brown...Þú ert manneskja sem er algerlega laus við alla tilgerð og kemur til dyranna eins og þú ert klædd , það er kostur sem margur mætti tileinka sér. Þykir vænt um þig og hlakka til að setjast með þér niður í kaffi,verst að ég var á hlaupi í dag þegar við hittumst. Anna Karen...Veit ekki alveg hvort þú lest ennþá en langar samt að hafa þig hér með því þú last allavega alltaf í gamla daga og þýðir helling fyrir mig. Takk fyrir alla góðu stundirnar okkar saman, var að raða í albúm ekki alls fyrir löngu og fann myndir af okkur við steinninn góða hahahahaha. Þykir vænt um þig. Ari minn...Strákurinn minn í útlandinu sem er að láta draumana sína rætast, vá hvað mig langaði oft að stinga af og enda hjá þér í tjaldvagni í sumar og sól alla daga, vá hvað ég var oft búin að leggja til hliðar pening til að safna....svo varð peningur alltaf minni og minni..þú skilur !!! En ég hlakka til þegar þú kemur næst heim og vona að það verði sem fyrst. Hér ert þú ávallt velkomin fallegi strákurinn minn. Þykir vænt um þig. Auður engill...Aldrei hefur mér dottið í hug að sleppa þér úr þessum lista því sama hvort þú lest þetta eða ekki þá langar mig samt að senda þér þúsund engla sem knúsa þig eins og ég myndi knúsa þig og gefa þér fallegu orkuna sem ég myndi leggja mig í að gefa þér ef ég hitti þig út á götu. Þú ert kona sem gefur af þér án þess að vita það sjálf , þú gefur af þér bara með því að vera til. Mér þykir vænt um þig og vonast til að ná mér þér góðu spjalli einn góðan veðurdag. Barbí...Konan sem getur hrisst upp í mér þegar henni langar til, mikið sem þú fórst á gremjulistann minn um daginn með þetta komment um Idolið...ég dílaði við það mjög fljótt en vá hvað þú fékkst hausinn minn á flug, sem sýnir mér svo margt og það er líka gott. Þú ert yndisleg manneskja og ég er svo heppin að fá að hafa verið sponsían þín í allan þennan tíma. Mér þykir vænt um þig Babe in recovery. P.s. er ennþá að bíða spennt eftir fréttum af tjaldi eða fellihýsi ! Begga blóm...Vona að þú sért hamingjusöm og að gæjinn sé góður við þig því þú átt það svo sannarlega skilið. Væri gaman að setjast niður með þér í eins og einn kaffibolla við tækifæri. Frábært að hitta á þig í sundinu um daginn, finnst alveg komin tími á að hittast sérstaklega þar sem þú ert flutt í hverfið góða. Bjartmar...Halló sæti minn, vá hvað það er orðið langt síðan við áttum smá kvolitítæm, annsi margt skemmtilegt sem væri hægt að rifja upp á þeim bænum þó við látum það kanski flest ósagt á síðum veraldarvefsins...eða erþaggi ??? Bósa...Krúttið þitt, langaði bara að hafa þig hér með þó þú stoppaðir stutt á sínum tíma, því þótt sumir stoppi stutt þá sitja þeir lengi í manna minnum og það gerir þú svo sannarlega sæta. Knús til þín og þinna Bríet Ólína...elsku bestasta stelpan mín , Yndislegt að fá þig heim í kotið til okkar, hér áttu alltaf þitt þriðja heimili engillinn minn. Svo bíða hérna eftir þér eyrnalokkar sem þú gleymdir hjá okkur um daginn. Elska þig ljósið mitt gyllta ! Bryndís Ísfold...held að þú lesir ekki en þá senda englarnir þér bara kveðju mína..til lukku með frumburðinn elsku sæta mín. Takk fyrir hjálpina í sambandi við þú-veist-hvað...það er allt á fullu róli núna. Chandler...annsi margir hér á þessum lista sem ég veit í dag ekkert hvort lesa en mér finnst samt gaman að hafa á honum því þið einhvernvegin fylgið þessu blogg-tímabili mínu mikið. Vona að þú hafir það sem allra allra best og sendi ykkur Stínu stuð góðar kveðjur. Dagný Ásta...hef nú staðið mig ágætlega í að minnka tölvu-böggið til þín en það gerir það líka að verkum að við pikkumst sjaldnar á, ætti kanski bara að fara að gera eitthvað í því máli. Díana mín...þegar ég segi mín þá meina ég auðvita ekki að ég eigi þig heldur meira svona að mér finnist ég eiga part í þér ...og þú í mér auðvita tilbaka. Takk fyrir að vera til. Ef bara þú vissir að þú varst sett hér á plánetu jörð til að leika manneskju en ert í raun og veru engill. En immit englarnir sjálfir vita ekki að þeir eru englar....ást og kossar til þín og hlakka til að heyra í þér. Diljá mín...mér finnst ég svo sannarlega líka eiga part af þér, þótti ótrúlega mikið mikið vænt um spjallið okkar um daginn á msn, gott að eiga smá svona trúbba stund og geta opnað sig yfir gömlum málum, komið hreint fram og þú veist hvað ég meina, sit hér fyrir framan tölvuskjáinn og pikka eins og vitleysingur til að láta tímann líða, því bráðum fæ ég símtal um að sækja lítin engil út í bæ, hlakka svo mikið til að ég keypti barasta tvennan mat í búðinni þar sem ég gat ekki ákveðið mig. Sit hér eins og tíu ára stelpa sem er að fá vinkonu sína heim frá útlandinu góða. Elska þig endalaust....og alla leið tilbaka. Dísa Marley...hæbbs, seinast þegar ég sá þig varstu að segja mér að þér myndi takast að fá mig til að horfa á L-word....hmmm...kanski að eitthvað hafi breyst ..eða EKKI!!!! Hahaha væri gaman að fá að þyggja matarboðið góða einn daginn *blikk* Til hamingju bráðum með afmælið líka...hihih ég var sko langfyrst að óska þér til hamingju þar sem ég er greinilega haldin blogg-les-blindu.is. Sendi flutnings-engla sem sjá um að fólk geri góð og stór tilboð í íbúðina sætu. Knús knús knús sæta mús. Döggin...Töffarinn minn sem ég er farin að þekkja svo vel , takk svo mikið fyrir tímann okkar saman í sveitinni um daginn, það er mér ómetanlegt í alla staði að eiga þig að í hjarta mínu, þú ert eins og segir í laginu “vinur sem getur gert kraftaverk”. Takk fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig, ég heimta Grindavíkur-ferð þó Brynjar verði ekki við á næstunni , við förum bara í pic-nic í staðinn. Dýrley...Þú ert ein sú fyrsta af vinkonum hennar Lilju sem ég var eiginlega strax í byrjun soldið hrædd við , ekki af því að þú sért grimm að sjá heldur bara fann ég strax að það skipti hana máli hvað þér fyndist um mig. Núna erum við orðnar mestu mátar enda lítið annað hægt þegar svona skipulagðar skvísur eins og við eigum í hlut. Vona að draumalandið hafi reynst þér vel krútta mín og hlakka til að hitta þig heima á klaka. Erla...þú ert hinsvegar sú vinkona Lilju sem ég var ekkert hrædd við því þú tókst mér strax á fyrsta degi svo ótrúlega vel, takk fyrir alla hlýjuna sem þú hefur alla tíð sýnt í minn garð og takk ótrúlega vel fyrir alla okkar tíma saman, hlakka til að bjóða ykkur Pálma í mat fljótlega og geta spilað og haft það gaman saman. Þú ert æði og mér þykir vænt um þig. Erna Rán...vá hvað ég gæti skrifað mikið til þín , skrifað um göngutúrana...um kúrið á kvöldin yfir spennuþáttum og Jay Leno..yfir hvað fjölskyldan þín er mér alltaf góð, yfir hvað mér finnst þú mikill engill og mikill gleðigjafi ,yfir því hvað ég er glöð að hafa fengið svona mikið að vera með strákunum þínum góðu, yfir hversu mikill heiður mér fannst að fá að veislustýra stóra deginum þínum, já ég gæti talið endalaust upp daga sem aldrei fara mér úr minni sem átt hef ég með þér sæta mín. Þú ert orkubolti umkringdur bleiku fallegu ljósi sem gleður alla í kringum sig. Förum að hittast fljótlega sæta mín. Elska þig. Fabio...þú lest ekki blogg en langar samt að skrifa smá til þín, Una okkar les það kanski bara fyrir þig. Þú ert frábær manneskja og mér mun alltaf þykja ótrúlega vænt um þig, gott að knúsa þig upp á Ölstofu um daginn, þú færð mig alltaf til að brosa bara með nærveru þinni. Fjalar...Elsku sæti strákurinn sem fluttist til útlanda og hefur ekki látið í sér heyra síðan. Vona að það þýði bara að þú hafir það æðislegt og allt sé í blóma. Þú ert blóm sem þarf að vera í gleði og sól !!! Ást til þín og Jóa..þið eruð æði ! p.s. ég gleymi aldrei litla fallega e-mailinu sem þú sendir til mín einu sinni, takk endalaust fyrir það. Geiri eða Gay-ri ...duglegi strákurinn sem tókst loksins í dag að ganga frá Kollsternum í skvassinu,get þó ekki lofað þér kallinn minn að ég geti leyft því að gerast aftur, ég kenni Rósu Rauðu um þetta allt saman ...eða það sem Lilja kýs að kalla jólin hjá sér! Góða ferð í sveitina kallinn minn og hlakka til að taka á með þér eftir helgi. Fingrakoss til þín. Gríma...Mannstu í Eurovisin partý-inu heima hjá þér einu sinni fyrir langa löngu ? þann dag vissi ég fyrir víst að við myndum alltaf alltaf vera vinir, þú hefur svo margt sem dást má að í fari þínu og mér finnst ég betri manneskja þegar ég er með þér. Förum að hittast fljótlega krútta mín (veit að þú elskar svona krúttu-músu-tal) haha Haddi Diego...Takk ótrúlega mikið fyrir flug-ferðina um daginn, er ekki frá því að ég hafi verið með smá flug-riðu um kvöldið, er það annars ekki til ?? Þú ert frábær og ég er svo glöð að þú ert pabbi barnanna sem ég fæ að eldast með. Hanna siss...yndislega litla systir mín sem náði samt að leika stóru siss þegar ég fékk að skríða upp í sófann góða daginn sem Liljan mín fór út, ég er alltaf til staðar fyrir þig og þú fyrir mig og við erum æðisleg systkynin ólíku. Ég elska að vera systir þín og ég elska þig eins og ég elska lífið, svo skilyrðislaust. Þú ert drottning drottninganna , aldrei gleyma því. Hjalti Bro...ég fæ mig barasta ekki til að skilja hvernig henni Bimbó..æi nei ég meina Bíbí tókst að sjást framhjá því að hún hafði gull í höndunum þegar hún hafði þig, sumt fólk fær einfaldlega ekki góða sjón í sængurgjöf. Þú ert gull af manni og betri mann getur engin dama óskað sér í lífinu. Ég elska þig og verð alltaf stóra systir þótt þú sért orðin stærri og sterkari en ég fyrir langalöngu. Hrafnhildur Heba...Til hamingju með inngönguna í skólann sem þig langaði svo að komast í. Takk líka fyrir kommentið um daginn. Sendi þér engla til að allt gangi sem allra best í skólagöngunni þinni í Baunalandinu. Svo er auðvita einn engill í danaveldi sem passar upp á þig í mannlegri mynd. Hulda mín...ég vil byrja á því að taka það skýrt fram að ég bíð ennþá í ofvæni eftir ljóðinu góða, ef þú hélst ég væri búin að gleyma því þá er það ekki svo. En svona að því slepptu þá vil ég bara segja þér að þú ert frábær og falleg mannvera sem ég er heppin að hafa kynnst í lífinu og fengið að hanga með. Þú ert skondin og skemmtileg og við erum þegar allt kemur til alls ekki svo ólíkar við tvær. Svo ertu svo helvíti góður penni að ég fæ bara netta minnimáttarkennd við að reyna að skrifa eitthvað hnyttið til þín. Knús litla lús Hulda Tengdó...Alltof lítið pláss á þessari bloggsíðu til að skrifa allt fallegt sem ég hef að segja um þig mín elskulega tengdamóðir. Takk fyrir ALLT og takk guð á himnum og allir hans englar að ég fæ að vera tengdadóttir þín. Passaðu stelpuna mína í útlandinu ! Love. Inga Hrönn...leit á símann minn í morgun og sá sms frá þér, aldrei leiðinlegt að fara á fætur með sms frá vinkonu sinni með kveðju um að henni langi að heyra í mér. Ennþá betra að byrja barasta daginn á símtali til þín og sitja smástund að spjalla áður en ég hélt til vinnu. Þú elsku Inga þó þú vitir það kanski ekki ert manneskjan sem kynntir mig fyrir því sem ég trúi á í dag. Þú ert svo merkilega fallega manneskja innra sem ytra og mér er það heiður að vera vinur þinn. Hlakka til lunch á mánó. Knús í hjartað og faðmlag í sálina. Þín Kolla Inga María...fyndnasta kona Íslands og þó víða væri leitað, ef einhver flettir þér upp eða googlar þig þá mun hann/hún sjá þennan texta hér og vita að þú ert yndisleg manneskja og brjálæðislega fyndin, húmorinn þinn er eitthvað sem engin getur hermt eftir , svo ertu líka besta heimilisdýr sem hægt er að óska sér. Hlakka til laugardagsins með þér krútta mín. Ást til þín litla mín. Ingvi Reynir..Ertu búin að jafna þig í bakinu síðan í skvassinu litli massi ?? Ég frétti að Bríet hefði gert góða hluti í afmælinu með því að borða afmæliskökuna í heilu lagi , hahaha. Bið að heilsa fallega fólkinu heima hjá þér ! Jódís...gifta konan, þú ert manneskja sem ég get alltaf og þá meina ég alltaf leitað til , þú ert traustur vinur í alla staði og það er svo gott að eiga þig að, mættir auðvita alveg búa örlítið nær en samt gaman að geta heimsótt skvísuna í seitina. Þig mættu svo sannarlega margir taka til fyrirmyndar í prógramminu góða og þú ert mér hvatning í mínu. Það er svo gott að horfa á ykkur Puff saman því þið eigið hvor aðra svo ótrúlega mikið skilið. Kidda rokk...langaði bara að hafa þig hérna með þó mig gruni nú að þú sért löngu hætt að lesa, ótrúlega gaman að ná að knúsa þig á stóra deginum í Listasafninu og gvööööð minn góður hvað þú lítur vel út , nú segi ég bara við þig , Þú ert sætari en Hófí !!! Kriz...sama á við þig og Kiddu, veit ekki hvort þið lesið en finnst samt einhvernvegin nauðsynlegt að hafa ykkur með því þið eruð mér svo kærar. Takk fyrir alla tímana okkar saman , hugsa oft til tímanna sem við sátum heilu dagana-næturnar og kvöldin á trúnó. Þú ert yndisleg og mér þykir vænt um þig. Lára...Takk endalaust mikið fyrir síðast, það var svo ljúft að koma í mat til þín og Reynsa sæta, hlakka til að geta boðið ykkur í mat hingað fljótlega og fengið að knúsa þig aðeins í leiðinni. Þú átt stóran stað í hjarta mínu og okkar hlátursköst saman verða aldrei gleymd heldur vel geymd. Hlakka til að hitta þig fljótt aftur krúttið mitt. Lilja Huld...ef ég fengi að ráða þá væri ég með í gæsuninni þinni en ég fæ víst lítið um það að segja svo ég vona samt að það verði endalaust gaman hjá ykkur stöllum og hlakka bara í staðinn til að koma í brúðkaupið sjálft ! Litla mommsa...(Eva María) varð að skrifa nafnið þitt hér fyrir aftan svona ef ske kynni að þú vissir ekki að þú gengur ennþá undir þessu nafni hjá mér ? Elsku elsku Eva, fyrirgefðu að ég kom ekki til ykkar í gær, nennti ekki að horfa á fótbolta og var bara í rólega gírnum heima hjá mér. Meinti það samt af öllu mínu hjarta að ég sakna ykkar endalaust og alveg sama hversu sjaldan við hittumst þá elska ég ykkur aldrei neitt minna. Þið hafið gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag ásamt mörgum öðrum. Takk fyrir að vera til elsku englastelpa. Maggý...Gaman að þú skulir vera hérna beint á eftir Evunni þinni í stafrófinu hjá mér, þú getur lesið yfir það sem ég skrifaði til Evu því það er líka til þín sæta mín. Þú ert svona stelpa sem hefur enga hugmynd um hversu falleg og frábær hún er, ef þér finnst þú skemmtileg eða sæt ..margfaldaðu það þá með skriljón og þá kanski hefuru hugmynd um hvað öðrum finnst um þig. Þú ert engill litla mín , hlakka til að sjá ykkur fljótt. Naglinn...einhvernvegin finnst mér ég alltaf vera að rekast á þig en samt aldrei vera að hitta þig neitt, kanski af því að þegar ég sé þig á böllum þá þykir mér svo vænt um að geta farið og knúsað þig soldið duglega, takk fyrir að vera vinur minn öll þessi ár og takk fyrir að vera þú sjálf. Þú ert snillingur ..vona að þú vitir það. Nana mín...litla stelpan mín barasta að kaupa sína aðra íbúð...með þrítugu konunni sem hún er síðan næstu helgi að fara að giftast. Já tíminn flýgur aldeilis , finnst ekki langt síðan ég var stóra systir þín að passa upp á að engin færi illa með þig og þú að passa mig líka. Gott að sjá þig svona glaða stelpan mín og gaman að vera aftur komin í samband við þig. Þú ert ómetanleg elsku vinkonan mín , skellum okkur í pool hið allra fyrsta og rifjum upp gamla góða takta ;) esssssska þinns. Pálí mín...Takk endalaust fyrir síðast , en samt leiðinlegt að ég náði svo lítið að setjast niður með þér og spjalla. Við bætum okkur það upp mjög fljótlega stelpan mín. Það var yndislegt að koma upp í bústað til ykkar Dodda um daginn, þurfum að endurtaka það hið allra fyrsta. Ég þakka englunum mínum alla daga fyrir að leiða mig inn í leyniklúbbinn því þar fékk ég ekki bara bata og betra líf heldur eignaðist ég svo ótrúlega góða og yndislega vinkonu sem ég til allrar lukku á ennþá í dag og langar að eiga alltaf sem vinkonu. Þú ert æði og mér þykir ótrúlega vænt um þig. Puff moma...vá hvað ég get ekki einu sinni lýst því hversu mikilvæg þú ert mér og hversu mikið ég væri ekki ég ef þú værir ekki vinkona mín og stoð mín og stytta alla tíð. Um leið og ég sakna þín sárt og mikið þá samt gleðst ég endalaust því þú ert loksins búin að finna ástina þína í lífinu og þið eruð svo fallegar að blómstra saman báðar tvær. Ef einhver á skilið að vera hamingjusamur þá ert það þú því þú hefur gefið heiminum svo mikið að það minnsta sem hann getur gefið þér er stelpan sem þú áttir held ég alltaf að fá og hún þig. Elska þig engillinn minn og hlakka svo endalaust mikið til þegar þið flytjið í bæinn og ég get knúsað þig oft í viku. Ragnar sæti...elsku sætinn minn , nei þú ert sko langt frá því að vera gleymdur , það var bara ekki komið að R-inu í skilaboðaskjóðunni þegar ég hætti síðast að pikka. Núna ertu auðvita komin á listann þar sem ég er að klára seinni partinn af honum. Þú hefðir aldrei fengið einn á hann yfir mat elskan mín, ég er erfiðasta konan í mat sem fyrirfinnst svo ég var bara búin að borða áður en ég kom. Takk fyrir videokvöldið ástin mín, gott að setjast aftur niður með þér eftir langan tíma og glápa á bíómynd. Hlakka til að borða saman fljótt. Þú ert bestur í heimi hér og svo er líka svo gaman að búa með þér, ég hef nefnilega reynsluna af því ? Elska þig ljósið mitt. Sif frænka...hæ sæta, ég er búin að vera að lesa bloggið þitt og skoða myndirnar en finnst þú ekki skrifa nógu oft því þetta er svo góð leið til að geta fylgst með fólkinu sínu þegar sambandið er lítið eins og það er hjá okkur. Væri til í að kaffi saman einhverja helgina þegar þið megið vera að sætu ! Knús til þín frænkan mín. Signý...hæ krútta og takk fyrir öll matarboðin þegar við vorum í danmörku öll síðustu skiptin okkar. Nú verðum við næst bara í skemmtiferð og þá komum við auðvita til ykkar. Væri nú samt gaman að geta boðið ykkur í mat fljótlega, eruð þið ekkert á heimleið á næstunni sæturnar ? Knús og kossar til Baunalandsins. Sigrún frænka...nú er helgin að enda komin og það gleymdist alveg að fá frændsystkynin í heimsókn . Ég er samt komin með nýja hugmynd, að við skellum þessu í kæruleysi og fáum líka Tinnu og þau frændsystkynin hinumegin og sláum upp í gott partý. Hvernig líst þér á það ??? Sirrý....hvað segið þið skvísurnar, á bara að skilja Kollu gömlu útundan ? Svansa...þú ert engum lík , nema kanski sjálfri þér. Þú ert einstök elsku Svansan okkar allra. Engin þori eins mikið og þú að vera ánægð með sig nákvæmlega eins og hún/hann er og það er stórkostlegt. Mér þykir svo vænt um þig og vona að við verðum í meira bandi bráðlega. Knús til þín sæta mín. Tinna Rut...ég frétti frá siss að þú værir komin í eitt af þessum “gengjum” sem eru að blogga eins og brjálæðingar. Var immit að tala um það við Hjalta áðan að það er engin maður með mönnum á ykkar aldri nema hann/hún sé í gengjum, eða það sýnist mér allavega . Mér finnst reyndar þú vera svo svöl og æðisleg að þú gætir bara ein og sér verið heilt gengi. Una mín...Þú ert vinkona mín sem ég lít hvað mest upp til, hef alltaf gert, geri og mun líklegast alltaf gera. Þú ert líka vinkona mín sem ég get sagt hálfa setningu og þú bara skilur um hvað ég er að tala. Þú ert manneskjan sem ég veit að ég get verið 100% ég sjálf með og ég veit að þú elskar mig immit fyrir manneskjuna sem ég er. Þú hefur kennt mér svo margt fallegt í lífinu. Svo auðvita ertu líka smá stóra systir þar sem þú ert dugleg að kenna mér að lifa lífinu heilsusamlega og það er æðislegt. Ef þú værir ekki vinkona mín þá væri svo margt í lífinu sem ég hefði aldrei fengið að kynnast. Hlakka til að eldast með þér mér við hlið og reyna að gefa þér tilbaka dag hvern allt sem þú hefur gefið mér og kennt mér. Elska þig stelpan mín, mundu það alltaf. Urður...mín fyrsta alvöru vinkona í heiminum, og sú sem þekkt hefur mig langlengst af öllum mínum vinum. Við gætum allt eins verið tvíburar þegar við erum að hanga saman því tengingin er svo sterk og svo falleg. Ein dýrmætasta stund lífs míns mun alltaf vera þegar þú sagðir mér að þú værir ólétt af englinum henni Önnu Þrúði því mér fannst eiginlega eins og ég væri að verða frænka sem ég er eiginlega sko. Það er alveg sama hvað við hittumst sjaldan og hversu sárt ég sakna þín, samt erum við alltaf bestu vinkonur og verðum það alltaf. Elska þig miklu meir en orð geta lýst. Kollsterinn...með framhald síðar :) [6:37 e.h.] [ ] ***
Hugsanir mínar á pikki Hér sit ég í rólegheitum..er að velja mér lög til að hlusta á í tölvunni og vil helst hafa þau í rólega gírnum.Er búin að hugsa svo mikið og svo margt svo að það er erfitt að detta niður á einhverja eina pælingu sem er í gangi inn í litla Kollster-haus. En látum okkur nú samt sjá hvað kemur niður á pikkinu í fljótu bragði. Ég var að hugsa aðeins áðan um það hvað hausinn á manni er oft langt á undan manni sjálfum einhvernvegin ...eins og oft hefur sést á síðu þessari þá er vinátta eitthvað sem ég reyni að halda fast í í lífinu ..vinir eru svo gríðalega stór partur af því hver maður sjálfur er...sumir vinir koma og fara..aðra á maður alltaf þó maður þurfi ekkert endilega að vera alltaf hringjandi ..og svo eru vinirnir líka sem maður hefur átt síðan maður var barasta lítið peð á plánetu jörð. Oft fæ ég svona skrýtna nett barnalega tilfinningu um að lífið sé að þjóta framhjá mér og að ég hafi misst af einhverju rétt á meðan það þaut hjá...að ég hafi gleymt mér í því að vera hamingjusöm tveggja barna móðir og trúlofuð-næstum-eigin-kona og þarafleiðandi misst af einhverjum af vinum mínum. Þegar ég svo hitti þessa sömu vini mína út á götu já eða í partýum alskyns þá langar mig mest að taka utan um þá og segja þeim að ég elski þá..mér þyki svo mikið til þeirra koma og að ég hugsi til þeirra mjög reglulega. Auðvita breytist maður eins og lífið breytist...nú einhverjir eignast konu-mann-börn og svo framvegis ..aðrir ekki ..en ég held samt að vinir verði alltaf vinir..sama hvað gengur á í lífinu ...en þetta var nú bara svona lítil pæling..og ég vil taka það fram að hún tengist á engan hátt neinu sem ég skrifaði í síðustu færslu :) Er í skapi fyrir skiló..kanski ég láti verða af því ... Kollsterinn...á leið í skiló :) [6:21 e.h.] [ ] ***
Fordómar ? Nú er ég sko aldeilis hlessa ..já eða barasta aldeilis lessa í þessu tilfelli.Þannig stendur á mér að í dag komst ég að því að ákveðin gamall vinahópur er að fara að gæsa ákveðna vinkonu í hópnum ...en mér er ekki boðið með...þessi gamla vinkona er enn þann dag í dag vinkona mín og hinar gömlu vinkonurnar veit ég að skoða allavega bloggið mitt reglulega af kommentum að dæma, þannig að ég stend eiginlega bara á öndinni gagnvart ákvörðun þeirra um að hafa mig ekki með. Maður spyr sig hvort gamli góði vinahópurinn sé með dulda fordóma gagnvart lesbíum þar sem eina fólkinu í hópnum sem ekki er boðið með er strákurinn og svo lesbían. Ætli þetta sé kanski ekki með vilja gert og þeim finnist kanski bara að ég sé strákur þar sem ég hrífst af stelpum ? jaaa..nei kanski ekki maður spyr sig...er ég hreinlega svona dottin út og eða má lessuklessan bara ekki vera með ? Þetta eru tímar þar sem samkynhneigðum pörum leyfist á Íslandi að fara í tæknifrjóvgun og jafnvel að ættleiða börn, en lítið sætt gæsapartý vill mig ekki með ??? Kollsterinn...örlítið sár og svekkt. p.s. ef einhver les biturð úr þessari færslu þá er þetta nú samt meiri upp á gannið gert heldur en biturðina :) [3:09 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, júní 28, 2006 Sakni sakn Dagur að kveldi komin ...Börnin voru hjá mér í dag...og þvílíkt sem það munar um ...það að hafa börnin hér, skella þeim í bað..setja í vél..þá líður mér meira eins og konan mín fallega sé heima þó hún sé það samt ekki. Fann það kanski samt minna þegar ég ákvað að elda handa Pálí minni og þurfti að spyrja hana hvernig ég eldaði matinn sem ég var að bjóða henni í liggur við :) þá var nokkuð ljóst að konan er erlendis ..en samt. Börnin eru búin að vera yndisleg við mig í dag og liggja núna í mömmu sinnar holu og eru svo glöð að geta verið mér við hlið því eins og Alex sagði í dag þá væri ég bara leið ef ég væri ein í rúmminu mínu með enga Lilju :)Var að koma þeim í háttin eftir baðið áðan og rétt lauk við að taka baðherbergið okkar litla í gegn..það þarf nefnilega helst að þrífa þetta baðherbergi nokkrum sinnum á dag svo það haldist hreint..ótrúlega pirrandi. Eina stefnan sem ég er með þegar við kaupum okkur íbúð er að baðherbergið sé stærra en það sem við höfum núna :) En jæja..þá er það sturtan sem kallar og náttfötin áður en Medium byrjar. Kollsterinn....saknar Lilju en elskar lífið :) [9:36 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, júní 27, 2006 Í dag !!!!!!!!!!!! ![]() Í dag er merkisdagur í lífi mínu og allra þeirra sem elska manneskju af sama kyni... Jú í dag voru samþykkt á þingi lög sem heimila ættleiðingu og tæknifrjóvgun samkynhneigðra para !! Í tilefni af því dreif ég mig með Puff og Jódísi niður í Listahús að fagna ásamt helling af fallegu fólki....þar var sungið ..hæstvirtur forsetisráðherra...Vigdís Finnboga...og auðvita Guðrún Ögmunds snillingurinn sem stendur sig svo vel í að berjast fyrir réttindum okkar samkynhneigðra. Það var yndislegt að vera þarna og fagna en það var skrýtið að vera þarna án míns betri helmings... ég sakna konunnar minnar og hefði viljað hafa hana hér hjá mér á þessum degi sem er okkur ásamt mörgum öðrum svo kær. Elsku fallegu vinir og vandamenn sem sendu skilaboð og kysstu mig og aðra á kinn með hamingjuóskum...takk fyrir :) Kollsterinn...brosir mót batnandi heimi :) [6:54 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, júní 25, 2006 Sunnudagur til sælu Úff...nú er konan að yfirgefa mig til að hanga á fínasta hóteli með móður sinni hvergi annars staðar en barasta á Krít ...iss. En ég lifi það víst af þó ég eigi að sjálfsögðu eftir að sakna hennar sáran án efa. Er að hugsa um að vera áfram bara dugleg í hreyfingunni og reyna að nýta tímann í að hitta vinina mína og auðvita sníkja mér mat hjá múttu minni sætu.Fórum upp í bústað til Pálí og Dodda í gær...yndislegt hreint, var reyndar ekki allskostar sátt við niðurstöðuna í Partý & Co en fékk að vera með Pálí í liði og það gerði mig alveg nógu glaða þó ég hafi ekki beint unnið...erfitt að spila við Þórð þar sem maðurinn er með eitthvað fáránlegt Mojo í spilum..hann vinnur einhvernvegin alltaf barasta. Annars planið bara að hafa það gott og vera dugleg að hreyfa mig...vinna og annað :) Ef þig langar að hafa einhvern til að hanga með í vikunni þá er ég til í tuskið ! Kollsterinn..byrjuð að sakna Liljunnar sinnar strax p.s. það er heitt í ofninum..konan mín klikkar ekki á sunnudögunum get ég sagt ykkur :) [5:08 e.h.] [ ] ***
föstudagur, júní 23, 2006 Merkiskona ![]() Mútta mín á afmæli í dag Hún á afmæli hún besta mamma allra tíma þó víða væri leitað Hún er fimmtug í dag !!!! Mamma ég elska þig meira en allt sem mér er kært í þessum heimi hér !!! Kollster....Mömmustelpa [4:52 e.h.] [ ] ***
Allt að gerast greinilega.... ![]() Það er komið nýtt útlit á bloggerinn meðan ég skrifa þetta...verð að viðurkenna að það truflar mig heilan helling, finnst þetta meira gamaldags og eiginlega eins og þetta sem var hafi bilað og þeir séu að nota gamla systemið aftur en hey..sjáum hvernig þetta gengur áður en ég fer að láta þetta skemma eitthvað fyrir mér. Minns fór í smá rúnt um fallegu borgina okkar í dag, og nei...ekki keyrandi ...nei Tjellingin fékk rúnt með Diego snilling á eitt stykki flugvél. Haddi Diego og Elísabet tóku mig í smá flug-rúnt ...ótrúleg upplifun að sitja í svona lítilli flugvél, maður sér allt svo vel, enda veðrið eins og best verður á kosið fyrir flugferð...Kallinn tók nokkrar dýfur sérstaklega fyrir mig og ég hélt kúlinu nokkuð vel þrátt fyrir að maginn væri ekkert endilega í hamingjukasti yfir rússíbanaferðunum...hihihi Er komin með nýja sýn á borgina okkar og það er alltaf gaman ... Annars lítið nýtt að frétta nema bara allt gott......eða jú attla að blogga sérstaklega um það sem auðvita er merkilegast við daginn í dag... Kollsterinn...bloggar meira ettir smá :) [4:37 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, júní 22, 2006 Bloggið er búið að vera leiðinlegt..búin að gera skemmtilega langa færslu en hún hvarf barasta út í bláinn svo ég er nett bitur og vil ekki blogga mikið því það gæti allt horfið barasta !! sjáum hvað setur. Kollsterinn...þarf að vinna í kveld [4:02 e.h.] [ ] ***
mánudagur, júní 19, 2006 Englabörn Lífið kennir manni um leið og það gerist einhvernvegin...Litla yndislega stjúpdóttir mín sem ég kýs reyndar bara að kalla stelpan mín því mér finnst þetta stjúpu-nefni svo leiðinlegt og fylgja því leiðindatónn oft eiginlega. Allavega ..litlan mín var að fara upp í rúm áðan og var svo leið..svo hrikalega leið...hún var eiginlega gráti næst og ég fékk alveg fyrir hjartað. Nú ótrúlega sjálhverfa meðvirka ég fór í gírinn inn í mér "hvað attli hún sé að hugsa barnið, þolir hún mig ekki ..vill hún núna flytja bara til pabba síns af því að ég er svo hrikaleg manneskja" ...á endanum ákvað ég að það væri barnið auðvita sem skipti máli í stöðunni og að komast að því hvað væri að svo hægt væri að hjálpa til jafnvel þó það sneri jafnvel að mér. Ég fór til hennar og tók utan um hana..spurði hvort hún vildi ekki lesa fyrir svefninn en hún sagði bara nei og ég sá að hún var að berjast við að halda tárunum inn í sér (ég þekki þann svip ágætlega þar sem ég er annsi góð í honum sjálf) svo ég spurði hana hvort það væri ekki allt í lagi ..tók utan um hana og þagði bara í smástund...allt í einu brast stíflan og tárin komu þjótandi út um fallegu augun á litlu prinsessunni. Nú þegar allt kom til alls var það alls ekkert ég á neinn hátt sem hún var leið yfir...en ég var hinsvegar manneskjan sem henni vantaði að tala við og hún losaði um allt sem var að trufla hana. Ég fór bara næstum að gráta sjálf því ég þekkti svo vel hvað hún var að ganga í gegnum og finnst hún duglegust í heimi að vera svona ung að tjá sig um það sem henni býr í brjósti :) Sagði henni að hafa ekki meiri áhyggjur af "málinu" þetta yrði leyst hið snarasta í sameiningu allra sem að málinu koma :) Svo tók ég utan um hana og sagði henni að mér fyndist hún ótrúlega hugrökk... Eftir að tárin voru gufuð upp á koddanum þá vildi mín auðvita kíkja aðeins í Syrpuna og var fegin að hafa ekki misst af lestrartímanum því að fara að sofa er jú leiðinlegasti tími dagsins þegar maður er bara tíu ára . Kollsterinn...alveg að elska að vera Hjúp-mamma [9:26 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, júní 18, 2006 Denny Crane ![]() Hellú og gleðilegan sunnudag. Hann er allavega búin að vera mjög svo gleðilegur í Eiðismýrinni þar sem fjöskyldur okkar Lilju söfnuðust saman til að fagna afmælinu hennar Lilju minnar og auðvita borða kræsingar sem bornar voru fram í allan dag :) heitt í ofni..kökur og alskyns gómsæti. Ég ákvað að hafa nammidaginn minn í dag og skellti mér því á hlaðborðið hjá fallegu konunni minni og hafði mjög svo gott af því ! Á morgun tekur svo alvaran við aftur ..þar til næsta nammidag auðvita. Skellti mér samt í sund með Geira mínum í dag þó það væri frí-nammi dagur...við erum orðin svo hrikalega healthy á þessari einu litlu viku sem við erum búin að vera að hreyfa okkur :) Er samt alveg með það að hreinu að ég er ekki að fara að setja inn vigtina mína á bloggið og gera þetta að svona fyrir-eftir neitt..neibbs..það er ekki alveg Kollsterinn....en ég mun nú samt alveg tala um hvernig mér gengur...enda er planið hjá mér að vera ekki á þessu sem neinum kúr eða slíkt heldur vil ég frekar sjá þetta sem breytingu á lífsstíl til frambúðar ! Einhver sagði mér að nammikúrinn gerði líka góða hluti, svo ég sagði yndislegri stúlku í dag að það væri næsta skrefið ef þessi lífsstíll myndi ekki virka, hún spurði mig einfaldrar spurningar í framhaldið..."Kolla, ertu tilbúin að gefa upp heilsuna þína til að vera mjó ? " svarið er að sjálfsögðu nei..."nú þá ferðu auðvita ekki á nammikúrinn" . Já drottningin er klár. Annars allt bara í góðum gír og fimmtudagsafmæli næstu helgi hjá múttunni minni, er að plana afmælisgjöf handa fallegu konunni sem hún móðir mín er. Hlakka til :) Núna er það bara Denny Crane...aðalmaðurinn hér á bæ á sunnudagskvöldum og auðvita vinur hans Alan Shore líka....við alveg elskum þessa menn. [9:12 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, júní 15, 2006 Ball og læti barasta Var að bæta fallegu konunni minni aftur inn á linkalistann þar sem hún ákvað að "hættaðblogga" mætti alveg þýða pása :) hún er senst byrjuð að blogga aftur og þá má auðvita engin missa af lestrinum sjáðu til !! Þarf bara að tékka á einhverjum tölvusnillingum sem geta minnt mig á hvernig ég gerði nafnið hennar feitletrað á linkalistanum (*blikk**blikk* til Dagnýjar)Annars flott að frétta...minns er að vera duglegasta konan gagnvart sjálfri sér í þessu svokallaða prógrammi mínu sem Una fallega bjó til handa mér..þar er á einu blaði listi yfir mat sem gott er að borða...bætiefni og auðvita hreyfingar og lyftingar. Hinsvegar þegar ég er að vera svona dugleg þá fara soldið margir að rugla í hausnum á manni..þessi er viss um að maður megi alveg borða nammi alla daga svo lengi sem maður sleppi súkkulaðinu..borði bara gúmmi og svona ;) svo er annar sem segir mér að borða bara lítið en borða allt sem í boði er.... þetta er auðvita bara misjafnt hvað hentar hverjum og einum en í dag langar mig að prufa þetta sem Una setti upp fyrir mig og sjá hvaða árangur það ber áður en ég fer að prufa nammikúrinn hennar Hönnu siss sem ég efast einhvernvegin um að virki fyrir mig en má prufa ef hitt ber engan árangur :) Já þetta er skemmtilegt og nú er bara spurning hvernig ég stend mig í planinu á morgun þegar kræsingar verða í boði áður en haldið er á geðveikt STUÐ-STELPU-BALL sem er á morgun í Iðnú stelpur mínar...engin spurning um að þar verða allir sem skipta máli í stelpuheiminum !!! [6:29 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, júní 13, 2006 Þrjóskan Vá hvað það er gott að vera orðin svona healthy...jú reyndar er það bara algjörlega nýbyrjað þar sem ég ákvað um helgina að nú strax á mánudegi myndi fjörið byrja. Ég er frá því í gær byrjuð á fína prógramminu sem Una mín setti saman handa mér (matar-og æfingarprógramm) sem inniheldur hreyfingu 6 daga vikunnar og góðan mat....og það er góð tilfinning...ég sofna eins og lítið barn á kvöldin þegar ég hef verið dugleg að hreyfa mig og borða rétt fyrir daginn..það er alveg málið :) Geiri minn ákvað að taka smá áskorun og skella sér í þetta með mér sex daga vikunnar, hefði ekki getað fundið betri félaga í þetta enda náum við saman eins og flís við rass !!!En svona af því að ég skrifa alltaf það sem er mér efst í huga hverju sinni þá var ég bara að koma heim rétt í þessu ..og alla heimleiðina hugsaði ég mikið um manneskjuna sem ég skellti mér last-minute með í skvass áðan...ég ætla ekki að segja nafnið á manneskjunni en mig langar samt að skrifa smá um h(n)ana.... Við erum búnar að vera vinkonur síðan ég vann sem barþjónn á Ölstofunni og hún var lítil feimin lesbía nýstigin út úr hinum svokallaða skáp okkar kynvillinganna...ég sá strax að það var eitthvað meiriháttar sjarmerandi við þessa stelpu, við náðum ótrúlega vel saman strax á fyrsta degi held ég bara...eða jafnvel þriðja degi sirka...hihihi Þó var þetta ekki rómantískt samband...þetta var algjörlega á platónsku nótunum með smá daðri on-the-side eins og gengur og gerist þar sem við erum báðar mjög miklir töffarar verð ég að taka fram. Við áttum æðislega tíma saman. -keyrandi niður laugaveginn með "Fuck you" lagið í botni skítsama hvað hverjum fannst ..því okkur fannst við æðislegar. -á trúnó heilu og hálfu næturnar í sófanum heima hjá henni á Laufásveginum þar sem ég var hálfgerður heimalingur flesta daga. -svo auðvita á Keilugrandanum þar sem þessi yndislega vinkona mín var duglegust í heimi við að hjálpa mér að gera upp íbúðina mína þegar engin annar mátti vera að því að hjálpa og hún á stóran stóran heiður í því að þessi íbúð er sú sem hún er í dag. svo skildu aðeins okkar leiðir í smá tíma...við misstum kontakt og líf okkar fóru soldið í sitthvora áttina eins og gengur og gerist. Ég tók smá tímabil þar sem þrjóskan í mér átti vinningin og mér fannst smart að vera þrjósk. Ég saknaði hinsvegar þessarar vinkonu minnar mikið í hjartanu og fannst þrjóskan ekkert skemmtileg til lengdar..svo ég ákvað að hætta bullinu og ná í vinkonu mína aftur. Núna er hún að gera góða hluti eins og ég vissi alveg að hún myndi gera því stelpan er talent...en mikilvægast fyrir mig er að í dag þá hittumst við ..ekki jafn oft og í gamla daga enda eigum við báðar yndislegar konur sem við elskum en við erum vinir í hjartanu og það er svo gott því ég elska þessa stelpu svo mikið. Elsku stelpa ;) takk fyrir að vera vinur minn og fyrirgefðu hvað ég var þrjósk lengi...Elska þig. Kollsterinn...þetta er efst í huga mér núna ! [10:15 e.h.] [ ] ***
mánudagur, júní 12, 2006 Nær hjartanu Hellú ..maður ætti að trúlofa sig oftar miðað við kommentin sem ég hef fengið í dag og dagurinn varla hálfnaður..takk fyrir hamingjuóskirnar fallega fólk.Við vorum í smá vandræðum með hvorri hendi hringarnir áttu heima á eftir að engin var sammála um þetta sem við töluðum við. Lilja fór svo í búðina þar sem ég keypti hringana og maðurinn þar sagði að það skipti engu máli svo lengi sem maður skipti um hendi þegar giftingahringarnir kæmu í stað trúlofunarhringja :) svo við setjum þessa hringa á vinstri hönd því það hentaði okkur betur og eins og Erna Rán mín sagði þá er vinstri hönd jú nær hjartanu :) P.s. Ég var að bæta Nönu minni á linkalistann hér til hliðar og ég hvet ykkur eindregið að fylgjast með stelpunni því hún er frábær !! Kollsterinn...ótrúlega ánægð með lífið og kommentin sem fylgja lífinu ! [1:33 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, júní 11, 2006 Jebbs....það kom að því gott fólk :) ![]() þá er þessi yndislega helgi að endalokum komin...því miður...hún hefði alveg mátt lengjast um nokkra daga. Ýmislegt hefur á daga okkar konunnar drifið..eins og til dæmis það að ég skellti mér á skeljarnar eins og systir mín elskulega kallar það og gerði mér lítið fyrir ...og bað konunnar sem ég elska mest í heimi hér, það er jú það sem mig hefur langað til að gera lengi lengi en hef verið að bíða með sökum örlítillar pressu frá vissum aðilum ;) Nú fannst mér tími til komin svo ég gaf henni hringa í afmælisgjöf á föstudaginn var. Og góður lesandi áður en þú spyrð þá er EKKI komin dagsetning á brúðkaupið en um leið og það verður munum við láta okkar fólk vita svo allir séu með þetta allt á hreinu !!! Annars vorum við að koma úr smá trúlofunarbíóferð í Lúxus-sal Smárabíós..ákváðum að splæsa því á okkur í tilefni helgarinnar. Sáum Da Vinci Code sem stóðst allar okkar væntingar :) Þannig að frá því á föstudaginn var og um ókomna tíð er Kollsterinn merktur hring á hægri hönd sem nafn minnar heittelskuðu stendur skýrum stöfum :) Ég er ...var og verð alltaf þín ástin mín :) Kollsterinn...Trúlofuð [9:00 e.h.] [ ] ***
föstudagur, júní 09, 2006 Hún á afmæliiiii í dag ![]() Hún á afmæli í dag hún Fallegust mín. Í tilefni þess bíð ég hér róleg eftir heimkomu hennar...svo verður brunað beina leið út úr bænum ... því við erum nefnilega að fara í bústaðaferð tvær einar...ég er farin að hlakka til fyrir löngu síðan að fá að eiga helgina í faðmi ÞRÍTUGU konunnar minnar :) híhí Fallegust mín í heimi hér... "Þú ert sú allra fallegast og allra besta sem ég hef á ævi minni hitt, hlakka til að eyða fleiri árum með þér...ég elska þig meira en allt í heimi hér !!!" Kollsterinn...á leiðinni í sumó með ástinni sinni sjáumst ! [4:08 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, júní 07, 2006 Myndir Vildi bara benda gestum og gangandi á það að ég er búin að vera nokk dugleg við að setja inn myndir á albúmið mitt sem má skoða hér til hliðar þegar tími gefst til.Annars bara gott að frétta og allt í gúddí fíling held ég bara... konan bráðum þrítug..gaman að því :) hihi [4:41 e.h.] [ ] ***
mánudagur, júní 05, 2006 Ég um mig frá mér til mín... Yfirleitt hef ég ekki viljað lesa um mitt stjörnumerki en hér á veraldarvefnum fann ég eitthvað sem mér fannst eiga nokkuð vel við mig...að einhverju leyti allavega :)Steingeitin Árstími Steingeitarinnar markar ákveðin kaflaskil sem verða í náttúrunni um vetrarsólstöður. Þá er nóttin lengst og dagurinn stystur á árinu. Upp frá því fer birta vaxandi. Steingeitin er því frumkvæð og er merki byrjunar og vaxandi jákvæðrar uppbyggingar. Jarðbundin Steingeitin er jarðbundin og leggur áherslu á að ná áþreifanlegum árangri og standa traustum fótum í tilverunni. Ef hún ákveður að gera eitthvað vill hún láta athöfn fylgja orðum. Hún er raunsæ og sér heiminn eins og hann er, en er tiltölulega laus við óskhyggju. 'Byggingameistari' Steingeitin er að öllu jöfnu varkár og skipulögð og vill byggja upp lið fyrir lið, leggja einn stein í einu og treysta undirstöðu hans áður en hún leggur þann næsta. Hún reynir að ná samfellu í líf sitt og störf, byggja á því sem er fyrir og bæta það og auka. Hún er því lítið gefin fyrir róttækar breytingar og telst frekar íhaldssöm. Steingeitin vill halda fast í gömul gildi og virða siði og hefðir fortíðarinnar. Ekki má misskilja orðið íhaldssemi, en það sem átt er við er að hún er íhaldssöm á sína eigin siði og reglur, það sem henni sjálfri þykir kært. 'Rokkarinn' í Steingeitinni heldur fast í greiðsluna þó að hann sé kominn nálægt sextugu. Hann er íhaldssamur á sitt. Formfesta Hin dæmigerða Steingeit er alvörugefin. Steingeitin er kraftmikið merki, en á til feimni og hlédrægni. Oft eru viðbrögðin þau að leggja áherslu á grín, sem á þá að fela sterka sjálfsmeðvitund. Steingeitin er einnig varkár, yfirveguð og formföst. Sjálfsagi skiptir hana miklu og henni er illa við að missa stjórn á skapi sínu. Hún heldur því oft aftur af sér og sýnir sjaldan reiði. Hún á frekar erfitt með að sleppa fram af sér beislinu. Ábyrgð Sterk ábyrgðarkennd einkennir Steingeitina. Hún reynir að leysa hvert það mál sem hún tekur að sér af kostgæfni, en sterk fullkomnunarþörf gerir það að verkum að henni finnst sjaldan sjálfri að það sem hún gerir sé nógu vel af hendi leyst. Sjálfsafneitun er einnig sterkur þáttur í fari hennar og hún fórnar sér oft eða afneitar eigin löngunum vegna ábyrgðar, vinnu eða annarra utanaðkomandi þátta. Oft er sagt, bæði í gamni og alvöru, að Steingeitin beri áhyggjur heimsins á herðum sínum. Árangur Dæmigerð Steingeit er að öllu jöfnu dugleg og vinnusöm. Hún vill ná árangri og búa vel. Ytri aðstæður skipta hana miklu, svo sem að vel sé búið að heimili hennar, fjölskyldu og ástvinum. Hún leggur því iðulega mikið á sig til að koma þessum málum vel í höfn. Stjórnsemi Oftast er sagt að Steingeitin sé metnaðargjörn og stjórnsöm. Sjálf neitar hún þessu hins vegar iðulega og segir að hún sé einfaldlega beðin um að taka á sig ábyrgð og sé ýtt upp á við af öðrum. Steingeitin segir oft að hún hafi engan áhuga á því að stjórna, hún vilji einungis hjálpa og viti stundum betur en aðrir hvernig best sé að vinna ákveðin verk. Eins og með orðið íhaldssemi, er rétt að útskýra orðið metnað. Margir rugla metorða- og metnaðargirni saman. Staðreyndin er sú að sumar Steingeitur eru metorðagjarnar, en flestar eru þær metnaðargjarnar, í þeirri merkingu að vilja gera vel það sem þær taka að sér. Skipulagning Til að viðhalda lífsorku sinni og endurnýja hana þarf Steingeitin að búa við öryggi og reglufestu. Hún verður óróleg ef jarðsambandið er lítið eða mál hennar í óvissu og lausu lofti. Hún þarf að búa við ákveðið skipulag og vill móta líf sitt með hliðsjón af langtímaáætlunum. Hún skipuleggur því oft fram í tímann og vill að því skipulagi sé framfylgt. Steingeitin þarf að hafa vaðið fyrir neðan sig. Kollsterinn..og nú vitið þið það ! [10:58 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, júní 04, 2006 Þau eru englar þessar elskur ![]() Síðustu dagar eru búnir að vera ótrúlega frábærir...Bríetin okkar er búin að vera hjá okkur ...orðin hálfgerður heimalingur hér :) hún og Elísabet eru búnar að vera í sundi eiginlega alla daga síðustu vikuna. Alskyns skemmtilegheit búin að vera að gerast síðustu daga... -Brúðkaupsveisla hjá Pálí minni -Unan mín komin heim (var farin að sakna hennar stelpunnar minnar) -Hvalaskoðunarferð með börnin -Út að leika með börnum í fótbolta og verpa eggjum í glampandi sól já þetta er bara nett sýnishorn og ef ykkur langar að sjá afrakstur myndavélarinnar í þessu fjöri öllu saman nú þá er lítið annað eftir en að ýta hér á myndaalbúmið til hliðar á síðunni :) Kollsterinn...þreytt en sátt p.s. ef einhver þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem langar að lána okkur Lil sumarbústað næstu helgi þá myndi ég verða ótrúlega ævinlega þakklát (Fallegust á nefnilega afmæli næstu helgi og okkur langar að vera í sumó þið vitið ;) [10:38 e.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |