::Skylduskoðun:: |
laugardagur, júlí 29, 2006 Afmælisstelpan hún Erna Rán !!! ![]() Þessi mynd er mjög táknræn þar sem þessi fallega yndislega besta frábæra aftur yndislega vinkona mín átti afmæli í gær, nú hún er að gefa mér fokkmerki á þessari mynd í ganni sínu en ég á það í dag fyllilega skilið þar sem ég steinsteinsteingleymdi að hún átti afmæli í gær. Skamm skamm Kolla kjáni. Elsku Ernan mín , þú þarft ekki að hafa meiri samband til að ég muni eftir afmælinu þínu ástin mín, ég hef munað eftir þér hingað til og veistu..þú ert ekki manneskja sem gleymist svo glatt þar sem þú ert æðisleg og ég elska þig út af lífinu. Ég elska þig ástin mín og fyrirgefðu að ég gleymdi afmælinu þínu stelpan mín. Kollsterinn..miður sín. [9:49 e.h.] [ ] ***
Feituna..ljótuna..æi þú veist ![]() Er með lítil sálrænan sjúkdóm inn í mér í dag sem heitir Ljótan. Stundum kallaður Feitan eða barasta einfaldlega egó-fall dagur. Vaknaði snemma í morgun og skellti mér í ótrúlega skemmtilegan dag með gamla vinahópnum og fullt af fleiri stelpum í það að gæsa hana Lilju litlu okkar sem er að ganga í það heilaga September næstkomandi :) Nú það er sossum ekkert nema gaman, nema hvað að ég er búin að vera lasin heima og ekkert hreyft mig síðustu vikuna, svo ákvað ég í gáfunni allri saman að skella mér inn á gamalt myndaalbúm, eða reyndar ekki svo gamalt , en fór senst að skoða myndirnar sem við tókum í London ferðinni okkar góðu...og núna finnst mér ég bara ekkert sæt...allavega ekki nógu grönn og fín eins og ég var þarna. Það sem er erfiðast við þetta mál er það að á þessum tíma stundaði ég samasem enga líkamsrækt, át það sem mig langaði til og lifði bara hátt :) En í dag gengur þetta ekki lengur , líkami minn ákvað að hægja allverulega á brennslunni og ákvað líka að skella utan á mig svona ástar-fitu eins og hún er oft kölluð. Ég er bara eins og lítið barn inn í mér sem finnst svindl að þurfa allt í einu að hafa fyrir þessu. En það er immit planið..að fjandinn hafi það hafa fyrir þessu ...langar helst út að hlaupa núna strax...arg. Kollsterinn..bara á einum af þessum dögum...þið þekkið þetta öll held ég. [7:02 e.h.] [ ] ***
föstudagur, júlí 28, 2006 Keilugrandinn góði ![]() Er komin með STRAX-veikina á mjög háu stigi, við Lil fórum að ræða íbúðarkaup í gærkveldi og erum eiginlega staðráðnar í því að við viljum núna bara kaupa okkur íbúð og hætta þessu leigu-standi öllu saman, hætta að henda peningunum okkar í leigu og hætta að leigja annars mjög svo góðum leigjanda Keilugrandann góða. Okkur langar að flytja í stóra og góða íbúð í Vesturbænum að sjálfsögðu þar sem við getum verið í langan langan tíma og ekki þurft að flytja næstu árin... Draumurinn er að hafa herbergi fyrir bæði börnin..áðan ræddi ég við fasteignasala sem náði mér algerlega á sitt band..á eftir verður svo rætt við pabbann minn sem er klárasti maðurinn á jörðinni og svo auðvita við leigjandann minn góða og leigusalan okkar Lilju líka auðvita. Kollsterinn...að selja og kaupa bráðum :) [1:12 e.h.] [ ] ***
Nana & Dísa takk Hér sit ég heima í tölvunni að spjalla við Pálí mína og Dil mína.Pálí sagðist hafa heyrt í útvarpinu auglýsingu sem var á þessa leið " Nana & Guðrún langar að ættleiða 3 börn" Hér & Nú ...eða eitthvað í þá áttina. Umbanum í mér leist nú ekki vel á að stelpurnar mínar tvær sætu væru í Hér og Nú en nafnið á fallegu Dísu minni væri bara sleppt en Nana nefnd báðum sínum nöfnum í staðinn...þar sem Nana heitir Guðrún Lára fyrir þá sem ekki vita....þannig að þetta á auðvita að vera Nana & Dísa en ekki Nana & Guðrún... Ég auðvita bjallaði bara í 365 ljósvakamiðla og bað um manneskjuna sem var með þessa frétt...stelpan sem svaraði hjá Hér og Nú var ótrúlega þakklát fyrir þessa ábendingu og lofaði mér að hún myndi kippa þessu í liðinn. Umbinn í mér er ánægður núna...og takk Pálí fyrir að taka eftir þessu :) Kollsterinn...umbi [11:07 f.h.] [ ] ***
fimmtudagur, júlí 27, 2006 myndir Jódís snillingur er lasin heima alveg eins og ég. Við erum aðeins búnar að vera í símabandi í dag aðallega út af myndaalbúmssíðunni hennar inn á 123.is :) Nú ég fór auðvita líka að fikta í minni síðu alveg eins og hún og tókst að setja inn mynd á albúmið mitt sem ég get svo breytt þegar ég vil :) Takk Jódís :)Annars er ég að mygla hér úr leiðindum heima hjá mér, það er ótrúlega erfitt að vera kyrr innifyrir þegar maður má bara engan vegin fara út sökum veikinda. Eins og það er gott að vera heima þegar maður þarf að fara eitthvað út. Svona er ég ótrúlega öfug enda ekki gert ráð fyrir öðru. Endilega tékkið á myndaalbúminu ...nú auðvita bæði hjá mér og Yo-dísinni. 123.is/kollster & 123.is/jodissk Kollsterinn..í tölvunni í allan dag [6:34 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, júlí 26, 2006 Hálf-lasin Er slöpp..ótrúlega mikið slöpp...þreytt eftir að vaka stóran part af nóttunni með dúndrandi hausverk og alltaf að finnast ég þurfa að kasta upp sökum verkja...engin verkjalyf til á heimilinu nema einn sem mig langaði ekkert sérstaklega að nota...ástæða látin liggja í leyni. :)Mun betri eftir að ég náði að sofa almennilega, búin að borga VR bústaðinn sem við fjölskyldan ætlum að skella okkur í með Pálí minni og Dodda litla í lok ágúst :) jeij þá verður borðað Skinku-oSt Samloka með ananaS og aSpaS og hver veit nema við verðum líka með SítrónuSvala :) hihi þetta var Smá Spaug fyrir Pálí mína ;) Er annars ennþá þvöl og frekar sjúskuð eikkva. Verð heima í kvöld að vorkenna sjálfri mér í miklu magni þar sem Lilja verður ekki heima :) Kollsterinn...slöpp og tuskuleg [4:41 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, júlí 25, 2006 L-word og annað slíkt Daginn og góðan þriðjudag gott fólk.Í gær kláruðum við Lilja mín að horfa á 2.seríu í ákveðnum sjónvarpsþætti sem við vorum með á DVD diskum, það er þannig lagað ekkert í frásögur færandi nema mér hefur bara ekki verið svona illt í hjartanu síðan ég hætti held ég að horfa á L-word. Þessi þáttur sem ég mun ekki segja hver er ske kynni að ég skemmi fyrir einhverjum er mjög góður. Fyrri serían lofaði mjög góðu en sú seinni varð ég fyrir vonbrigðum með, af hverju er fólk að búa til sjónvarpsþætti þar sem allar aðal-týpurnar í þættinum fá leiðinlegan endi...er verið að reyna að sýna manni að lífið endi ekki alltaf á þann veg sem maður óskar sér. Vildi reyndar óska að ég gæti sagt nákvæmlega hvað verður um hvert þeirra en betra að bíða með það þar til allir eru búnir að horfa sem ætla sér að horfa. Kanski er bara verið að sýna mér að ég get bara horft á Simpsons og Hemma Gunn ???? Svona grínlaust þá fæ ég alveg fyrir hjartað í fullri alvöru þegar eitthvað sem ég hef gaman af að horfa á fer svona illa og svona andstyggilega, hefði mátt vera allavega eitt þeirra sem fengi góðan endi. Æi heyra rövlið í mér...held að barnið í mér sjái algerlega um að horfa á sjónvarpið fyrir mig, þarf eitthvað að kippa því í liðinn. Kollsterinn...miður sín yfir xxx [8:21 f.h.] [ ] ***
laugardagur, júlí 22, 2006 Afmæli á morgun ![]() ![]() Er nýkomin heim til mín á þessum fallega laugardegi....fékk 2ja ára afmælisgjöfina frá Liljunni minni rétt áðan þar sem hún gat ekki beðið til morguns þessi engill, hún gaf mér buxur og bol, nákvæmlega það sem mig er búið að vanta svo mikið í sólinni, svona sumarföt við hæfi :) Hún gaf mér þetta í dag svo ég gæti líka mætt í þessu í partý til Unu minnar í kvöld. Á morgun er nefnilega merkilegur dagur, nú við Lilja eigum 2ja ára sambandsafmæli á morgun, nú svo vill líka svo skemmtilega til að hún Maggý okkar á líka afmæli á sama degi og við Lilja. :) Unan mín var að koma í heimsókn en til þess að horfa á Bold and the viðbjóður ásamt Ingu Maríu og Liljunni minni, þannig að kanski skelli ég mér bara í bíltúr eða jafnvel leggst með bókina mína upp í rúm og reyni að lesa smávegis :) Kollsterinn..í hamingjukasti yfir nýju PUMA fötunum sínum og fallegu konunni sinni [1:25 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, júlí 19, 2006 Puffster ![]() Var rétt í þessu að ljúka við að skoða myndaalbúmið hjá Yo og Puff mínum. Geðveikt skemmtilegt því að ég vann nefnilega í svona Hver-er-fyrstur-að-skrifa-í-gestabók leik hjá þeim og vann mér inn albúm sem er næstum bara með myndum af mér. Jú mér fannst það geðveikt skemmtilegt, en besta myndin fannst mér samt vera af Puff minni skælbrosandi af því að ég kom í heimsókn :) þótti sko langmest vænt um það. En Jódís virðist samt einhvernvegin hafa verið á bakvið myndavélina í þeirri ferðinni :) Er að fara á kaffihús later tonight eins og útlendingarnir segja, það örlar á örlitlum kvíða en hann fer örugglega um leið og ég mæti á svæðið, er nefnilega að fara að hitta sponsíuna mína krúttið. Var að skoða útlandaferðir með Unu minni í dag og varð extra spennt yfir Ítalíu ferðinni sem við erum að plana þegar sólin ákvað að láta ekki sjá sig lengur en í sirka tvo tíma þennan daginn....þá hlakkaði alveg í mér að komast út í sól sem ekki platar mann svona eins og hér heima :) Annars gott að frétta bara...allt í sóma...lítið nýtt sossum. Kollsterinn...glöð með Puff sína :) [6:55 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, júlí 18, 2006 Ljóð frá Huldu til mín Ég bara stóðst ekki mátið að ná í þetta á bloggið hennar Huldu vinkonu því mér finnst þetta svo mikill heiður að hún hafi skrifað þetta líka fallegast ljóð heims handa mér. Ég veit ekki hvað ég á að segja nema TAKK ELSKU HULDA !!!Falleg er hún Kolla hún er engin bolla. Daglega með Unu hún hoppar enda algjörir kroppar. Bækur Kolla selur grimmt alveg þangað til verður dimmt. Ferðalangar glaðir munu sjá Kollubros sem bræðir þá. Kolla á flottan spaða í skvassi hún lætur vaða. Í merkjafötum frá toppi til táar þó ekki buxur KK háar. (;-)fattarðu þennan Kolla?) Kolla er mjög þrifin verður stundum yfirdrifin. Rykið í burtu skal fara og allt þarf vel að yfirfara. Allir Kollu mikið elska þó mest konan hennar söngelska. En þegar Lilja með Westlife raular þá Kolla mikið baular. Yndislegar þessar elskur eru til fyrirmyndar hverri mannveru. Kolla þrífur og Lilja eldar ástinni eru þær ofurseldar. Höfundur : Hulda Gísla - ofurpenni [4:51 e.h.] [ ] ***
mánudagur, júlí 17, 2006 Lífið er bara immit svona Mánudagar eru alltaf soldið sérstakir, maður er einhvernvegin þreyttari en aðra daga vikunnar ..ræddi þetta við Dil mína um daginn og við komumst að þeirri niðurstöðu að mánudagar væru bara svona og lítið við því að gera. Skellti mér í ræktina í morgun og hafði ótrúlega gott af því , fór bara ein þar sem ég náði ekki í Kallinn en það var líka bara ágætt, ákvað að taka svolítið vel á fótunum mínum. Mánudagar verða allavega mun bærilegri hjá mér ef ég tek vel á því að morgni til því þá er maður svo ótrúlega vel undirbúin í daginn.Í kvöld fer ég að hitta sponsuna mína yndislegu og hlakka mikið til því við höfum ekki hisst alltof lengi. Elísabet & Alex Uni eru að fara upp í sveit í dag með pabba sínum og verða þar í heila viku, svo við tjellingarnar verðum bara tvær í kotinu, verður soldið skrýtið en samt ágætt að hafa tíma bara tvær saman. Annars lítið nýtt að frétta, þarf að skjótast en skrifa meira síðar. Hulster...er enn að bíða skan mín eftir ljóðinu góða ! Nana...og bíð spennt líka eftir skiló hjá þér ! Kollsterinn...á mánudegi [2:11 e.h.] [ ] ***
laugardagur, júlí 15, 2006 Æðruleysi í umferðinni ![]() Það er alveg stórmerkilegt hvað fólk getur látið UMFERÐ trufla sig í lífinu. Hversu oft hefur maður ekki setið við stýri og hugsað með sér að á Íslandi væri örugglega mest um bílstjóra sem ekkert hafa vit í að vera í umferðinni. Ég hef allavega mjög mjög oft bölvað öðrum bílstjórum í hljóði fyrir að keyra of hratt..of hægt...of mátulega eða bara hvað sem er. Skapið í manni kemur svo vel í ljós undir stýri og mér finnst það sýna mér alltof oft hversu leiðinlegt mér finnst að hafa ekki stjórn á hlutum í kringum mig. Þegar það kemur rautt ljós og ég var búin að sjá fyrir mér að það kæmi grænt þá get ég orðið gröm og pirruð inn í mér. Þetta er eitthvað sem ég hef ákveðið að taka mig sérstaklega mikið á frá og með deginum í dag. Er að sjá að sama hversu pirruð ég verð þá breytist það aldrei að umferðarljósin eru þannig gerð að þau fara bara eftir ákveðnu munstri. Ég þarf bara að leggja snemma af stað ef umferðin er þung og ég vil vera komin á réttan stað á réttum tíma. Svo er líka gott að hugsa um leið og maður fer að verða pirraður út í bílstjórann á undan sér að manneskjan gæti verið mamma manns, besta vinkona eða bara einhver sem manni þykir ótrúlega vænt um. Þetta er allavega mitt verkefni á næstunni ..hlakka til að takast á við það þegar bílarnir á Reykjanesbrautinni keyra frammúr mér á mjög svo ólöglegum hraða...ég er jú ekki lögga og því kemur þetta mér ekki við...ég keyri bara áfram á mínum löglega lullandi hraða og passa mig að hafa góða tónlist í græjunum. Þetta var pæling dagsins í dag. Kollsterinn....úti að aka [7:02 e.h.] [ ] ***
Skýrslan Sit heima í tölvunni hjá litla bro því þar kemst ég inn á tölvukerfið í vinnunni og get pantað inn bækur fyrir vikuna og svo framvegis, hinsvegar er kerfið heldur seinlegt í dag og því er ég að nýta tímann til þess að blogga örlítið og sjá hvort skýrslan sem ég er að búa til í kerfinu verði ekki ákkurat tilbúin þegar ég er búin með þetta litla blogg hér.Fór í Smáralindina með konunni og Elísu skvísu áðan, það er alveg merkilegur andsk...hvað svona stór moll með ótrúlega miklu af fólki innbyrðis dregur úr mér allan mátt, ef einhver þyrfti að hafa mig máttlausa og fá út úr mér upplýsingar þá myndi duga að fara með mig í kringluna eða smáralind. Ég hugsaði alla leiðina í Kópavoginn að ég yrði bara að vera jákvæð og þá yrði þetta auðveldara..bara hugsa eitthvað fallegt..það tókst í sirka bát 15 mínútur og svo var úr mér allur kraftur gott fólk. Skil ekkert í Liljunni minni að vilja hafa mig með því hún fer út frekar ósátt við mig heim eftir svona för því ég haga mér yfirleitt eins og áttræð kerling sem finnst allt að í lífinnu og það er einhvernvegin ekki alveg ég held ég og vona ég að minnsta kosti. Mútta er á fullu að taka til hér í íbúðinni og þá kemst ég í svona gír að mig langi til að taka til heima hjá mér ...múttan gerir þetta allt svo akkurat einhvernvegin. Jæja..skýrslan loks tilbúin svo ég kveð í bili gott fólk Kollsterinn...þakklát fyrir lífið. p.s. Elsku Urður , takk fyrir að senda mér þetta litla sæta sms í gær. Ég elska þig stelpan mín. og Hulda takk fyrir ótrúlega falleg komment, þú ert einstök manneskja. [3:52 e.h.] [ ] ***
föstudagur, júlí 14, 2006 Cookies Var að bæta Barbí minni inn á linkalistann minn enda löngu komin tími á það þar sem stelpan er orðin virkur bloggari. Já svo er ég núna að blogga inn á Mozilla Firefox því Internet Explorer var algerlega ekki að gera sig..komst ekki inn á bloggið mitt út af einhverju cookies dóti..svo ég reddaði mér algerlega sjálf barasta :) minns dugleg :)Bið að heilsa í bili Kollsterinn...tölvunörd numero uno [4:05 e.h.] [ ] ***
Lyfin ![]() Ef maður er líkamlega veikur og hættir að taka lyfin sín þá hlýtur manni jú að fara hrakandi og enda mjög veikur...þannig virkað það nákvæmlega og ekkert öðruvísi fyrir mig í lífinu. Ef ég er ekki að gera það sem ég þarf að vera að gera þá fer allt í kúk og klessu inn í mér. Þannig er það aðeins núna, ég er soldið eins og fiðrildi sem veit ekkert hvert það á að fljúga eða sér jafnvel ekki sína fallegu vængi fyrir einhverju sem þarf ekkert að skipta neinu máli. Stundum er ég algerlega óskiljanleg ... en ég skil þó hvað ég er að reyna að segja og læt það duga í bili. Tók mér frí í dag til að vera með fallegu börnunum okkar og gera eitthvað skemmtilegt, vona að það gefi mér smá frið í sálina því börnin eru jú englar í mannsmynd. Kollsterinn...Þarf nýjan lyfjaskammt og það strax. [11:20 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, júlí 12, 2006 Héðan og þaðan Stelpan orðin hálf - frísk nokkurnvegin, dreif mig allavega í vinnuna í morgun sem betur fer þar sem ein starfsstúlkan hjá mér er farin heim lasin greyið. Er barasta nýkomin heim og heimalingurinn fylgdi í kjölfari (Inga María). Ætla að skella mér í bíó með Ununniminni í kveld og jafnvel setjast á kaffihús eftir það, enda höfum við skvísurnar ekki gert neitt saman alltof lengi. Síðast þegar ég ætlaði að djamma með stelpunni þá tók Úrsúla völdin. Pálí...Úrsúla er mjög skotin í þér en ég verð að segja þér það strax að hún er ekki í sambandshugleiðingum , hún segist alveg geyma þær fyrir ellina því núna sé hún ung og vilji bara leika sér, hún verður í bænum um helgina og getur vel tekið frá eina nótt eða svo fyrir þig. En ég er bara sendiboðinn svo bannað að reiðast mér neitt :) Huldan mín ...takk fyrir skilaboðin engill, þú ert æði og mér þykir líka ótrúlega vænt um þig. Erna Rán...vona að það sé æðislegt hjá ykkur í baunalandinu, sá þegar ég hitti ykkur að ég þarf að vera duglegri að heimsækja ykkur fjölskylduna svo strákarnir komi örugglega hlaupandi á móti mér þegar þeir sjá mig ;) En annars ljómandi fínt að frétta...sá í vinnunni í dag að brúðkaupið hjá Nönu&Dísu prýðir forsíðu Slefað&Slúðrað í dag. Var fegin sem umboðsmaðurinn þeirra að sjá að myndirnar eru nokk eðlilegar og ekkert subbulegt við þetta svosem :) Hey...datt allt í einu í hug að mig langaði að spila pool í kvöld, ég reyni kanski barasta að fá Unu memmér, hver veit nema ég spili Úrsúlu-spilinu ef hún fæst ekki memmér :) Kollsterinn...over and out. [4:30 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, júlí 11, 2006 Ojbarasta Halló fallega fólk.Varð eiginlega að gefa Úrsúlu greyinu leyfi til að blogga hjá mér eftir brúðkaupið því hún tók algjörlega stjórnina þar. Heyrði frá henni að annsi margar stelpur hefðu boðið henni í sitt brúðkaup eftir þetta. En nóg um hana í bili. Ég er heima í dag, lasin :( Verð að viðurkenna að ég er nett fegin að sólin skín ekki á landsmenn eins duglega og í gær því það er alveg það fúlasta að vera veikur heima og horfa út um gluggann á sólina sýna sig. Venjulega þegar maður er lasin þá vaknar maður einn morguninn alveg handónýtur....en ekki var það svo hjá mér, eftir vinnu í gær og fundi og annað þá lagðist ég upp í sófa til að lesa nýju bókina mína frekar spennt...svo þegar leið á bókina fór mér að líða illa í öllum beinum og fékk vægan verk út um allt...þá var ég barasta að verða veik...hef aldrei áður fundið veikindi hellast svona yfir mig glaðvakandi. Þetta var nú skemmtileg saga Kolla mín :) Annars gott að frétta, ef einhver veit um sumarbústað sem viðkomandi getur reddað okkur familíunni fyrir næstu helgi þá má endilega láta í sér heyra ;) p.s. Elísabet er alveg sætust vimmig, hér stendur hún að vaska upp þessi elska svo ég þurfi nú ekki að gera leiðindaverk svona veik. Kollsterinn...lasin eins og litlu börnin. [11:52 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, júlí 09, 2006 Skeyti ![]() Blessaðara lessur hér og þar sem lesið þetta tjellingablogg hér. Í dag verður ekki skrifað um hver er fallegust og hversu mikið þessi elskar þennan og svona væmin viðbjóður. Nei gott fólk. Maður á bara að elska sjálfan sig eins og maður er og búið, það þarf ekkert að orðlengja það neitt á síðum internetsins eða hvað þetta heitir allt saman. Í gær skellti ég mér í brúðkaup hjá tveim flottum lessum þarna í kirkjunni rétt hjá tjörninni niðrí bæ. Nú ekkert nema flott mál, gaman að sjá svona sætar stelpur kyssast upp á altari. Frekar flottar á því tjellingarnar. Ekki skemmdi fyrir mér að eftir brúðkaupið var farið í veislu hjá þeim skvísum þar sem ég hitti heilan helling af fleiri flottum tjellingum. Náði að smella nokkrum góðum á nokkra flotta rassa en ekki voru allar tjellingarnar með eitthvað sem hægt var að klípa í. Maður verður jú að velja þessar með smá rjóma utan á sér, annars er ekkert gaman að þessu. Stoltust er ég þó af því að hafa náð aðdáunar móður brúðarinnar þarna í lok kvölds. Já það er ekkert fjall sem ég ekki get klifið eða tjelling sem ekki verður skotin í mér við það eitt lítilræði að sjá mig á dansgólfinu enda mojo-ið ekki að bregðast mér í gær. Kolla mín , takk fyrir að lána mér síðuna þína og takk fyrir nóttina hér forðum ;) Þið hinar sem voruð þarna í gær, getið kanski fengið númerið mitt hjá Kollu og boðið mér í næsta svona flotta lebbu-brúðkaup eða bara næsta samtakaball því ég skemmti mér líka ótrúlega vel þar. p.s. mjög suddalegt hjá mér að gleyma Zippo-inum mínum heima í gær. Gerist ALDREI aftur. YKKAR -ÚRSÚLA- [5:46 e.h.] [ ] ***
föstudagur, júlí 07, 2006 Gæsir í gær Í gær eftir vinnu sótti ég dísirnar Nönu og Dísu á heimili þeirra þar sem þær biðu vægast sagt mjög spenntar eftir mér.Keyrði með þær svona hingað og þangað um bæinn til að villa örlítið um fyrir þeim og auðvita til að auka á forvitnina, púkinn læddist upp í mér þegar ég sá að Dísa litla var alveg að fara yfirum þar sem konan er mjög rúmlega forvitin. Keyrði laugaveginn og Kjarvalstaði og stelpurnar voru alveg með það á hreinu að ég væri að fara með þær í lessu-boltann. Nei en svo var víst ekki . Fyrsta bílferðin endaði á bílastæðunum hjá Grillhúsinu. Þangað var nú samt ekki farið heldur leiddi ég þær upp á Vesturgötu í Nornabúðina. Þar tóku á móti þeim fallegur hópur norna á öllum aldri.. -Puff & Yo-dís -Liljan mín -Pálí prik -Gugga & Steinunn -Gunnur Nú við tíu vorum leiddar inn í lítið galdraherbergi inn á bakvið sem eigendur búðarinnar kjósa að kalla skápinn, þar fengum við æðislegan fyrirlestur um galdra, te og rúnir frá hinni mjög svo yndislegu Eyrúnu betur þekktri sem Heiðu á ölstofunni. Gæsirnar fengu auðvita ástarelexír og Heimilisfrið að gjöf. Eftir að við komum allar út úr skápnum þá var aftur farið í smávegis bíltúr....stelpurnar orðnar rólegri og héldu held ég bara að partýið væri búið. En svo var ekki. Við keyrðum sem leið lá aftur á laugaveginn og alla leið til Ítalíu :) Þar var snæddur ljúfengur matur. Eftir matinn endaði svo ferðalagið á því að við létum þær loka augunum og löbbuðum með þær í sitthvora áttina í göngutúr til að villa meira um. Sú æðislega gönguferð endaði á Pool-stofunni á Hverfisgötunni þar sem herbergi merkt "LOKAÐ EINKASAMKVÆMI" var tilbúið handa okkur og Hanna vinkona hennar Hönnu siss þjónaði okkur allt kvöldið. Snilldin ein Elsku Nana og Dísa okkar..vona að dagurinn hafi verið eins skemmtilegur hjá ykkur eins og hjá okkur...við elskum ykkur og hlökkum endalaust til veislunnar á morgun :) Kollsterinn...öll í gæsunarmálum. [5:09 e.h.] [ ] ***
miðvikudagur, júlí 05, 2006 Ástin ![]() Ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hversu gott það er að fá konuna sína heim eftir viku dvöl í útlandinu. Þetta var ótrúlega lengi að líða miðað við að þetta var bara vika. En gott samt að finna hversu heitt ég elska hana Liljuna mína, ég veit ekki hvar í heiminum ég væri ef ekki væri ég immit bara með henni. Ég er bara orðin eins og Bubbi kallinn þegar hann var með Brynju, langar bara að skrifa endalaust um konuna mína sem ég elska svo heitt. Langar að segja öllum heiminum hvað mér finnst allt við hana æðislegt. Lilja...ég elska þig Kollsterinn..ástfangin og rúmlega það. [4:45 e.h.] [ ] ***
Gæsirnar mínar Sælt veri fólkið. Ég er nokkuð viss um að ég hafi byrjað á því að fara öfugu megin úr rúminu þó svo að rúmið sé upp við vegg og því erfitt að velja leið upp úr því svona allajafna. Dagurinn byrjaði sæmilega, svo einhvernvegin fór allt niðrávið. Ekkert merkilegir hlutir sem eru að trufla mig heldur bara svona litlir hlutir sem ég er nokkuð viss um að myndu alls ekkert koma nálægt mér ef bara ég hefði farið á fundinn minn kanski ....uuu...síðustu þrjú skipti sem ég sleppti því mér fannst ég vera í svo "góðum málum". En það er bara spark í rassinn fyrir minns og spurning um að henda sér á einn góðan jafnvel í kveld, það er aldrei að vita.Annars nokk gott að frétta héðan. Er búin að vera í smá togstreitu inn í mér út af ákveðnu máli sem ég hef kosið að ræða ekki meira hér á netinu því það er greinilega viðkvæmt, og þar sem ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem að málinu koma þá viðurkenni ég það nett kjánalegt sem ég skrifaði hér um daginn en það kom einungis í pikk þar sem ég var sár og fannst ég nett útundan. En ekki meira um það. Það fer að líða að fimmtudagi og það þýðir að það eru bara nokkrir dagar í Brullaupið hjá Nönu minni og Dísu minni...nú í tilefni af því ætlum við að hafa daginn svona á morgun í GÆSUNINNI -vinna -Sækja Nönu og Dísu -hitta xxx á xxx -svo verður haldið á xxx með öllum xxx -nú ekki má gleyma xxx með xxx ... Hahahahah Glætan...nú sé ég alveg stelpurnar mínar frekar forvitnar alveg að springa..hahahha Segi ykkur sögu af fimmtudegi kanski barasta á Föstudeginum :) það verður allavega skemmtilegt svo mikið er víst :) Kollsterinn...aðeins léttari [4:22 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, júlí 02, 2006 Perlur ? Hér sit ég 5 mín eftir að ég bloggaði síðast og er með tárin í augunum, ég er svo meyr þessa stundina því ég var að lesa yfir kommentin frá ykkur hjá skilaboðaskjóðunni , nú í framhaldi af því þá fór ég að lesa gamla skilaboðaskjóðu og kommentin sem fylgdu henni. Orðin til mín frá ykkur fá tárin til að streyma eins og þau hafi ekkert annað að gera en að stríða mér og væta á mér kinnarnar. Ég veit ekki hvaðan ég hef þetta en það er allavega orðið deginum ljósara að ég hef enga stjórn á þessari tilfinningu sem kemur upp í mér þegar ég verð þakklát og glöð fyrir lífið sem ég á. Tárin bara streyma og ég skil ekkert hvaðan ég fæ alla þessa ást frá ykkur og af hverju ég á hana skilið. Ég er ekki að segja að ég eigi hana ekki skilið og ég er ekki að leita eftir neinum svörum við þessum pælingum heldur bara meira að setja þær niður á pikk svo ég komi þeim frá mér. Þetta blogg er löngu orðið þannig að ég skrifa það sem kemur upp í það skiptið sem ég sit hér og þannig finnst mér það gott.Takk fallega fólk fyrir fallegu orðin og ég vil að þið vitið að ég skrifaði ekki skjóðuna til að fá komment heldur bara til að segja það sem mér býr í brjósti gagnvart hverju og einu ykkar. Það er allavega alveg á hreinu að ég virka ekki þannig að tárin komi þegar ég er leið ..mín tár eru líklegast snar-öfug eins og ég sjálf og koma alltaf þegar ég sé eitthvað fallegt, þegar ég finn eitthvað fallegt í hjartanu, þegar ég reyni að segja eitthvað fallegt við þá sem ég elska, þegar ég hugsa um allt sem ég er þakklát fyrir, þegar ég hlusta á fallegan söng og þá sérstaklega söng sungin af einhverjum sem ég þekki...svona má lengi telja. Lengi hefur mér fundist þetta vera hrikalegt , ég hef skammast mín fyrir þessi tár svo oft að ég tapaði tölunni fyrir löngu síðan. En góður maður sagði mér einu sinni þegar hann sá mig í þessu ástandi að þetta væri það fallegasta sem hann vissi, að tárin væru perlur að mig minnir. Nú ef svo væri þá væri ég annsi rík núna , nei djók . En ég hef þó tekið mig á og í dag reyni ég að vera bara þakklát fyrir að vera immit eins og ég er með tárum og öllu. Kollsterinn..þurfti bara að koma þessu frá mér. [11:57 e.h.] [ ] ***
Gay ![]() ![]() Fann þessar skemmtilegu myndir frá gleðidegi samkynhneigðra hér um daginn, fannst líka sérstaklega skemmtilegt að sjá myndina af okkur vinkonunum því á myndinni má ekki bara sjá okkur stelpurnar, svo Guðrúnu Ögmunds baráttukonu, heldur ef litið er vel á okkur Jódís og Puff má vel greina hringa á fingrum okkar allra :) hihi Fannst þetta bara svo falleg mynd, við allar þrjár ástfangnar af konunni okkar að klappa fyrir Guðrúnu Ögmunds sem er búin að berjast fyrir þessu frumvarpi og allir brosandi út í eitt :) Já annars er bara allt nokkuð gott að frétta, Fallegust kemur heim í kotið annað kvöld og ég iða í skinningu eins og lítið barn sem bíður eftir jólasveinum, ekki misskilja mig, þessi vika er búin að vera rosalega fín en það er einhvernvegin bara þannig að dagana vantar ákveðna birtu þegar Liljan mín er ekki á landinu, svo einfalt er það barasta. En hún kemur á morgun og ég hlakka til eins og Svala hlakkaði til jólanna í laginu góða :) Kollsterinn....ástfangin og svo þakklát fyrir það. [11:45 e.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |