::Skylduskoðun:: |
þriðjudagur, ágúst 29, 2006 Íbúð til sölu ...kostar nokkrar tölur ![]() Var að koma af Aflagrandanum yfir á Eiðismýrina. Settist niður með múttu minni til að skoða íbúðaplögginn mín yfir Keilugrandann. Forvitnilegt að sjá hversu mikil áhrif verðbólgan hefur á skuldabréf og afborganir hjá manni af íbúðum. Úff...ég reiknaði þetta gróflega og með vöxtum og verðbólgu þá er ég búin að borga á einu og hálfu ári sirka 5000 krónur af íbúðinni minni þó ég sé að borga bankanum slatta mikið meira en það mánaðarlega fyrir það að eiga þessa íbúð :) En svona er þetta bara, nú er tíminn komin á að selja Keilugrandann góða, nú mun ég á morgun rúnta um fasteignasölurnar til að sjá hver bíður best og hvern mér líst best á auðvita. Er búin að fá mjög gott tilboð á einum stað og mjög hint frá einum góðum vini mínum um mann. það er svo margt sem þarf að skoða þegar maður selur og auðvita kaupir íbúðir. Er bara svo glöð að við fallega konan mín erum 100% sammála um hvar við viljum búa, sem er hér í Vesturbænum þar sem undirskrifuð hefur búið mestallt sitt líf og unað vel ...er svo þakklát að börnin okkar hafa það eins gott hér eins og ég hafði á mínum uppvaxtarárum. Já Keilugrandinn fer á sölu vonandi í þessari viku barasta og selst vonandi sem fyrst :) Ef þig langar að kaupa þér tveggja herbergja gullfallega íbúð á BESTA stað í bænum þá geturu kommentað hér og ég læt þig vita þegar við höfum opið hús. Kollsterinn...að selja fyrstu eignina sína !!! [9:24 e.h.] [ ] ***
sunnudagur, ágúst 27, 2006 Svör við kommentum um daginn !!! Jódís...Játs finnst ömó að þinns hafi misst af minns í gleðinni í Koló hjá okkur, Lil skilaði knúsinu samt frá þér alla leið til mín :)Pálí..munaði alltof mjóu um daginn að ég segði þeim sem átti buxurnar að þær hefðu verið keyptar fyrir ljótufata-partý , en Lilja náði sem betur fer að þagga í mér hihi. Díanan mín..leiðinlegt að ég náði ekki að láta þig vita, var í Flugstöðinni þegar þú komst að heimsækja mig í Griffil :( langar að hitta þig í vikunni ef ég má :) Diljá...aftur á móti var ég í Griffli þegar þú komst í Flugstöðina krúttan mín, hlakka til að sjá þig þegar þú kemur attur heim, þá lofumst við að taka saman kaffi í bakarínu engill ;) Hulsterinn minn...minns vinnur etti í Leifstöðinni um helgar og hef að öllum líkindum verið í koló, en væri gaman ef ég væri að vinna þegar þinns kemur heim !!! Jebbs..that´s all for now folks. Kollsterinn...í góðum gír [6:47 e.h.] [ ] ***
Sumó Á föstudaginn sem leið var brunað upp í Mihúsaskóg með konunni sinni og börnin tvo. Þar beið okkar hinn fínast VR sumarbústaður til að vera í yfir helgina. Um kvöldmatarleitið komu svo Pálína & Doddi til að vera með okkur.Alex Uni eignaðist mikin vin í Dodda litla og sagði honum að hann vildi helst vera bara alltaf með honum og sofa heima hjá honum :) við -spiluðum kana (ég tapaði mjög illa) -fórum í fótbolta (ég tapaði ekki eins illa) -grilluðum á kolagrilli eins og frændur okkar fornum -borðuðum nammi -drukkum gos -fórum seint að sofa -sátum í heita pottinum oftar en einu sinni yfir daginn -höfðum það yndislegt -fórum í sund á Selfossi helgin var í alla staði yndisleg og börnin okkar ljúfu voru ljúf sem lömbin smá. Pálí og Doddi okkar ; þið eruð yndisleg og það var æðislegt að hafa ykkur með, héðan í frá verður aldrei farið í frí án ykkar :) hihihi Kollsterinn...nývöknuð eftir smá blund í rúminu sínu heima. [6:33 e.h.] [ ] ***
mánudagur, ágúst 21, 2006 Mánudagsmorguninn Vá hvað ég er ótrúlega ótrúlega fegin að þessi helgi er búin. Við komum út í góðum plús eftir kolaportið um helgina en það besta við þetta allt saman er samt ekki peningurinn heldur að við komum burt frá okkur ÖLLU draslinu sem var í geymslunni góðu á Keilugrandanum og svo náðum við líka að losa tengdaforeldra, foreldra og ömmur við eitthvað dótarí úr þeirra geymslum.Ég get ekki einu sinni byrjað að segja frá því hversu sérstök upplifun það er að vera í kolaportinu heila helgi og kynnast menningu sem þar er í gangi augljóslega allar helgar ársins. Mjög sérstakt, þarf að nota í það heilt blogg þegar skólatörn líkur hér í Griffli og ég verð komin aftur í góðu Leifsstöðina mína :) Annars lítið nýtt að frétta, hitti tvær fallegar konur á leið minni til vinnu í morgun ,skemmtilegt að hitta fólk svona snemma morguns á mánudegi, og þar sem önnur þeirra er gömul vinkona mín þá var þetta sérstaklega gott að fá smá knús frá henni sætunni :) Hún sagði mér einu sinni þessi vinkona mín að ég væri sætari en Hófí og ég er nokkuð viss um að þetta sé eftirminnilegasta og eitt það fallegast hrós sem ég hef fengið nokkru sinni barasta :) En já vinna vinna og það er ekkert minna...stærsti dagur skólavertíðar er í dag og nóg að gerast. Sumarbústaður næstu helgi og MIKIL tilhlökkun í gangi get ég nú bara sagt ykkur. En meira um það allt saman síðar. Kollsterinn...í Skeifunni [10:24 f.h.] [ ] ***
laugardagur, ágúst 19, 2006 Kolaportið Laugardagsmorgun og maður er bara risin úr rekkju gott fólk. Klukkan rétt rúmlega átta og tími til að henda sér í sturtu...af hverju ?Nú af því að við fallegust hérna erum að fara í kolaportið í dag að selja alskyns fallegt dóterí úr geymslunni okkar nú og dót sem við höfum fengið gefins frá mömmum héðan og þaðan :) Svo í dag og á morgun er tíminn til að kíkja í Koló gott fólk...það verður hægt að fá allt frá fallegu pússli til ljósakróna hjá okkur frúnni :) Opnunartími er sem hér segir : Laugardagur 11-17 Sunnudagur 11-17 Um að gera að skella sér í bæinn og segja hæ við okkur erþaggi ? :) Kollsterinn...sölukona [8:21 f.h.] [ ] ***
miðvikudagur, ágúst 16, 2006 RoCkStAr SuPeRnOvA ![]() Rock star fyrri helmingur var enda við að klárast, nú sit ég og bíð eftir síðari hluta af þessum mjög svo ávanabindandi raunveruleika?þætti. Ég tók sérstaklega vel eftir því í kvöld að ég hef mjög sterkar skoðanir á hverjum og einum keppanda í þessum þætti. Næstum því eins sterkar og ég hafði á Idolinu hér heima en það var hinsvegar skiljanlegra þar sem Nana mín var að keppa og þá auðvita tekur maður meiri þátt í hitanum. En engu að síður þá verð ég alveg mjög svo emotional á meðan á þættinum stendur, Delana eða Dilana (man ekki hvort það er) var í miklu uppáhaldi hjá mér til að byrja með en nú hefur hún lækkað allverulega um sæti, finnst ég vera að sjá í gegnum hana einhvernvegin núna (jebbs í gegnum sjónvarpið og allt) Magni finnst mér bara æðislegur í ÖLLU sem hann tekur sér fyrir hendur og mér finnst hann án alls efa vera sannasti maðurinn á sviðinu, það skín í gegn á hverju miðvikudagskvöldi fyrir mér að hann er hann sjálfur en ekki eitthvað sem einhvern annar vill að hann sé. Svona er þetta allavega frá mínu sjónarhorni. Í miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana er hinsvegar hún Storm, röddin hennar er ótrúlega flott, reyndar var þetta I Will survive ekki nógu gott en hún er samt æðisleg og ef ég hefði horft á þetta í gær er ég nokkuð viss um að ég hefði tekið upp tólið og hringt svo hún dytti ekki út ( því mitt atkvæði telur jú eins og öll önnur) Eini dómarinn sem mér finnst eitthvað vit í er þessi með krullurnar (þó að Tommy Lee fái alveg prik fyrir að vera sætur (eða það finnst Hönnu siss allavega)) Þannig að þetta er sirka mitt álit á þessu öllu saman...finnst þó röddinn hennar De/Dilönu ótrúlega flott þó hrokin hafi lækkað hana um nokkur stig hjá mér.... Kollsterinn...að stúdera Rock Star eins og annar hver íslendingur :) p.s. Tveiruppáhaldskeppendurnirmínirsamanámyndhéraðofan !! [11:15 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, ágúst 15, 2006 Nanan mín Elsku fallega Nanan mín.Auðvita hefðir þú verið á þessari upptalningu EF ég hefði hitt þig á ballinu ástin mín. Við Liljan mín erum orðnar svo gamlar að við meikuðum ekki meira og fórum heim upp úr 2 að ég held ..svo við misstum af The Nanas en við sáum ykkur hinsvegar að sjálfsögðu upp á sviði að deginum til og skemmtum okkur ótrúlega vel. Bríet Ólína og Elísabet öskruðu hástöfum með laginu ykkar og dönsuðu eins og vitleysingar. :) Hinsvegar get ég kommentað eitt sem snýr að þér og Dísu þinni. Yndislegt á ballinu að heyra stelpu sem ég hef ekki hitt lengi lengi segja mér að þið talið svona fallega um mig þegar ég er ekki nálægt. :) Elska ykkur Kollsterinn...sem elskar Nönu og Dísu [9:11 f.h.] [ ] ***
sunnudagur, ágúst 13, 2006 Ball skrall Vorum að koma heim af ballinu góða og ég barasta gat ekki á mér setið með að skrifa niður nokkur orð. Þetta ball var mjög skemmtilegt og heitt heitt heitt í þeim skilningi að buxurnar mínar eru næstum því ennþá fastar við mig og ég er komin heim.En já... Yndislegt að hitta allt fólkið sitt á einum stað. Yndislegt að Pálí okkar kom með okkur á ballið. Yndislegt að fara í partý og geta hlegið út í hið óendanlega að partýinu. Yndislegt að fá Heiðu leynigest með í för Yndislegt að fara með konu sinni og bestu vinkonum á ótrúlega skemmtilegt ball. Yndislegt að Palli snillingur var að spila. Yndislegt að heyra Evu yndislegu fallegu vinkonu mína segja svona fallega hluti við mig og langar mig að segja Takk Eva og trúðu mér ég hlustaði á allt sem þú sagðir. Elska þig og Maggý svo mikið. Yndislegt að standa í geðveikisbiðröð með Kiddu Rokk megasnilling. Yndislegt að Töff (Puff) mín sé í bænum. Yndislegt að vera gay. Yndislegt að eiga fallegustu konuna á ballinu. Yndislegt að hitta Kristínu Þóru sem ég hitti næstum aldrei og í geðveiku stuði ;) Ekki nógu yndislegt að Æsa mín kom ekki fyrr en rétt eftir að við fórum og ég sem var svo spennt að hitta hana. og á endanum.. Yndislegt að vera komin heim í kotið á leiðinni í bólið góða :) Takk fyrir daginn og kvöldið fallega fólk !!! Kollsterinn...Out and Proud [2:32 f.h.] [ ] ***
föstudagur, ágúst 11, 2006 GAY PRIDE REYKJAVIK ![]() Nú fer að koma að stóra deginum gott fólk. Gay pride gengur í garð á morgun, reyndar er hátíðin formlega hafin en aðalatriðið er á morgun...gangan niður laugaveginn þar sem líta má alla liti mannlífsins eiga góðan dag gangandi stolt niður laugaveginn okkar allra :) Þetta árið ákvað ég að rölta með fallegu fjölskyldunni minni og selja flautur & armbönd til styrktar Gay pride í stað þess að taka þátt í atriði með eins og ég hef gert síðustu ár. Jú líklegast mun ég sakna þess en samt ekki því maður á jú bara að geyma skemmtilegu minningarnar í hjartanu og njóta þess sem er í dag. Núna hlakka ég til að fara með Liljunni minni...börnunum mínum þremur (Alexi, Elísabetu & Bríeti Ólínu) svo auðvita Puffsternum og Ununni minni. Við munum labba saman vonandi niður laugaveginn og njóta þess að horfa á eins og hinir :) Svo er auðvita Gay pride ball annað kvöld að venju á Nasa...hugsa að við skreppum á ballið en verð að viðurkenna þó að svona í seinni tíð þá er ég mun spenntari fyrir göngunni heldur en ballinu, hefur soldið snúist við í gegnum árin :) En þetta verður allt herjarinnar fjör og börnin eru farin að hlakka mikið til ! Sjáumst vonandi ÖLL í göngunni á morgun sem hefst klukkan 14:00 við Hlemm !!! [8:42 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, ágúst 08, 2006 Svæfing Ojbara...ótrúlega leiðinlegt að hangsa heima þegar maður getur eiginlega ekkert gert, erfitt fyrir Kollu eins og mig að geta ekki vaskað upp heima hjá sér. Fór í aðgerð í morgun sem var mjög smávægileg sossu, ekkert miðað við aðgerð sem ég fór í hér um árið. En þessi var samt einhvernvegin erfiðari á einhvern hátt, skrýtið, þetta var bara einföld magaspeglun. Er núna með tvo plástra á líkamanum sem sést nett blóð í gegnum, er svo mjög svo gul á maganum út af joðinu þar sem ég má ekki fara í sturtu fyrr en á morgun. Núna er best að vera bara kyrr og horfa á sjónvarpið eða pikka á tölvuna. Ég hlýt að lifa það af, verst að ég má heldur ekki fara að vinna á morgun...erfitt að hangsa svona heima fyrir.En þetta er allt fyrir hinu besta því það var allavega í lagi með mig og allt kom vel út :) Kollsterinn...sjúklingur (og Liljan mín yndislega hjúkkan mín bestasta) p.s. ég er mjög erfiður sjúklingur, verð fáránlega lítil í mér sko. [8:27 e.h.] [ ] ***
laugardagur, ágúst 05, 2006 Spik and span ![]() Frá og með NÚNA er íbúðin okkar Lilju sú hreinasta í Vesturbænum myndi ég halda. Þegar ég vaknaði í morgun fann ég strax tilhlökkun fyrir daginn í dag, tilhlökkun ekki endilega í það að þrífa hér hátt og lágt í marga klukkutíma heldur frekar tilhlökkun í tilfinninguna þegar það væri búið, tilfinninguna sem flæðir um mig alla immit ákkurat núna. Búnar að þrífa allt hátt og lágt eins og jólin séu að mæta á morgun...nýkomin úr sturtu og allt er svo ótrúlega hreint og fínt og síðast en ekki síst skipulagt :) Gleðin er gífurleg og minns er ótrúlega stolt af Lilju sinni að þola þennan dag þar sem hún er eiginlega bara fárveik þessi elska. Á morgun verður svo geymslan tekin í gegn þar sem við skvísur verðum með geymslu-sölu í kolaportinu 19-20 ágúst :) Vá hvað mér líður betur en mig hafði grunað að mér gæti liðið yfir því að þrífa....Þetta eru sko verðlaunin mín númer eitt ...tvö og sjö ;) Kollsterinn...á leiðinni í sófann samviskulaust. [4:47 e.h.] [ ] ***
fimmtudagur, ágúst 03, 2006 PINK ![]() Þessi diskur sem sést hér með söngkonunni P!NK er án alls efa í mínum hug og mínu hjarta það langlanglangbesta sem hún hefur gefið út. Ég er mikill aðdáandi hennar sem tónlistarkonu og snillings á allan hátt. En þessi diskur slær út allt annað sem hún hefur gert hingað til. Ég er búin að eyða ótrúlega ánægjulegum tíma á leið minni í og úr vinnunni (sem er ekki stutt) í að hlusta á þennan disk og er aldeilis ekkert nema gleðin ein. Þessi kona er snillingur, hún býr til tónlist sem er svo ótrúlega REAL og BJÚTÍFÚL. Jú ég er manneskja sem hrífst af fólki og PINK er fólk af bestu gerð að mínu mati. Hún ætti að vera fyrirmynd þeirra sem langar að meika það í lífinu. Ég hinsvegar kýs að meika það á allt annan hátt en hún og aðrir listamenn en ég fæ þó að njóta í staðinn :) PINK PINK PINK Kollsterinn..ekki að jafna sig á snilldinni. ![]() [8:14 e.h.] [ ] ***
Pálí mín ![]() Til hamingju með daginn í dag elsku vinkona. Ég er ótrúlega stolt af þér :) [5:29 e.h.] [ ] ***
þriðjudagur, ágúst 01, 2006 Verðlaunin góðu Sælt veri fólkið á sólríkum þriðjudegi í hjarta sumarsins á klakanum. :)Minns skellti sér í gymmið með Unu sinni í gær og tók VEEEEEL á því. Tókum fætur og ég er ekki frá því að stigar séu út úr myndinni hvert sem ég fer í dag sökum einhverra einstaka harðsperra í fótum (úff ekki viss um að þetta hafi allt verið rétt hjá mér skrifað en jæja...þið skiljið hvað ég meina og það er jú nóg) Tók semsagt á því með Unu minni og tók svo á því aftur um kvöldið en á allt annan hátt, tók ótrúlega vel á því tilfinningalega og mikið sem það var gott-vont eða vont-gott. :) Nú er ég í stakk búin undir svona nokkurvegin hvað sem er í dag, ljótan og feitan hefur ekki látið sjá sig enn sem komið er og pælingin er að nýta sér það og kanski bara skella sér í sumarfötin eftir vinnu og hangsa í sólinni ef hún þá endist :) Annars er lítið nýtt í fréttum, við skötuhjúin erum að plana smá söluhelgi í kolaportinu því mig langar svo að losna við ALLT dótið úr geymslunni minni áður en við förum að skoða það að selja íbúð..kaupa íbúð og það allt saman. Nú svo er bara komin nýr mánuður og allt getur gerst framundan :) Kollsterinn...í góðum fíling. p.s. Día...ég fór og gammér smá verðlaun í gær eftir tímann okkar saman ;) hihi [11:09 f.h.] [ ] ***
|
::Englarnir:: ::Vef-flakk:: |
::Gömlu bloggin:: maí 2002 júní 2002 júlí 2002 ágúst 2002 september 2002 október 2002 nóvember 2002 desember 2002 janúar 2003 febrúar 2003 mars 2003 apríl 2003 maí 2003 júní 2003 júlí 2003 ágúst 2003 september 2003 október 2003 nóvember 2003 desember 2003 janúar 2004 febrúar 2004 mars 2004 apríl 2004 maí 2004 júní 2004 júlí 2004 ágúst 2004 september 2004 október 2004 nóvember 2004 desember 2004 janúar 2005 febrúar 2005 mars 2005 apríl 2005 maí 2005 júní 2005 júlí 2005 ágúst 2005 september 2005 október 2005 nóvember 2005 desember 2005 janúar 2006 febrúar 2006 mars 2006 apríl 2006 maí 2006 júní 2006 júlí 2006 ágúst 2006 september 2006 október 2006 ::credits:: |