Kollster

::Skylduskoðun::
::Myndaalbúmið mitt
::Gamlar myndir
::Gestabókin
::Testiðmánudagur, september 25, 2006

það var og

Sælt veri fólkið.

Benidorm-farinn og gleðipinninn Kollster segir allt ljómandi fínt. Fór með Hönnu systur að heimsækja ömmu Hönnu á spítalann áðan. Amman leit vel út og má líklegast fara heim á morgun. Það er gott. Hanna systir sagði mér að hún hefði verið ótrúlega hissa á að sjá á mínu góða bloggi að ég hefði tekið ákvörðun með innan við viku-fyrirvara á að skella mér til útlanda (ég er sko Steingeit punktur.is) en ég held hún hafi verið jafn ánægð með mig eins og hún var hissa.

Heyrði í Jódísi skralli og Töff skralli mínum áðan og ég er vinn statt og stöðugt í því að fá þær til að flytjast búferlum til Reykjavíkur einn góðan veðurdag..þeim yrði jafnvel fyrirgefið að flytja í mosó eða einhverja svipaða sveit svo lengi sem þær eru ekki þarna í vitleysingabænum sem engum getur þjónað virðist vera !!!

Fór í heimsókn með familíunni litlu minni til Mikka og Maju í gær að skoða litla stúf hann Jóel Torfa. Hann er svo ótrúlega fagur og prófessorslegur, þetta er lítill snáði sem vel má sjá að verður eitthvað mikið þegar hann verður stór. Elsku fallega fjölskylda í úthverfum til hamingju með snáðan ;) og sérstaklega til hamingju með "fallegu" vögguna sem Mikki er svo hrifin af ;)

Á morgun mæti ég til vinnu um sjöleytið og vinn fram eftir degi en á miðvikudaginn beint á eftir morgundeginum þá mæti ég á vinnustaðinn minn þó ekki til að vinna heldur til að versla blöð og kanski sudoku bók sem ég get tekið með mér í flugvélina :) júhú gaman gaman

Á eftir er planið að horfa á einn af "uppáhalds" í sjónvarpinu ...So you think u can dance" er að vona að Hanna siss og Hulda sæta hafi tekið vel í boð mitt um að koma og glápa með okkur.

Já það er gaman að vera til

Kollsterinn...allt á fullu


[7:49 e.h.] [ ]

***

 


föstudagur, september 22, 2006

Bjénidorm hér æ kommEf ég er ekki sú heppnast í þessum heimi þá veit ég ekki hvað.

Í gær hringdi hún Unan mín fríð og sagði mér þau tíðindi að mér stæði það til boða að koma með henni næstkomandi miðvikudag til Benidorm gott fólk. Já ég er ekkert að grínast með þetta, maður þarf ekkert að taka þátt í tölvupóstaleik til að vera svona heppin í lífinu heldur á ég barasta bestustu vinkonu í heiminum sem vildi fá mig með sér í útlandið og fríið.

Ég er svo þakklát að ég á engin orð til handa Unu minni nema bara þetta litla Takk sem segir svo lítið miðað við hversu glöð ég er. Una mín átti afmæli líka þann 19 þessa mánaðar og mér finnst ég ótrúlega lánsöm að fá að fara með henni í frí.

Amma mín sæta spurði mig þegar ég sagði henni frá þessum tíðindum hvort Lilju væri alveg sama að ég væri að fara með annari lesbíu í frí til sólarlanda..hihihi...útskýrið fyrir henni að Una væri mér eins og systir og það væri engin sjéns að eitthvað slíkt gerðist á milli okkar :)

Una elsku Una..takk takk takk takk takk og aftur takk...ég hlakka endalaust til að eyða með þér heilli viku í sól og sumarfríi..elska þig út yfir endimörk alheimsins.

Þið hin...ég er að fara til Benidorm...júhúúúúúúúú

Kollsterinn...að tryllast úr gleðinni


[6:19 e.h.] [ ]

***

 


fimmtudagur, september 21, 2006

Alex Uni fallegastur


Í gær átti Elísabet okkar 11 ára afmæli og við skelltum okkur í tilefni af því út að borða..fórum á Hróa Hött sem hún valdi sjálf. Lilja sagði við Alex að við myndum sækja hann af því að við vildum fá hann með okkur út að borða.

Þegar ég er að keyra á Hróa þá spyr Alex snillingur "Kolla, erum við að borða úti eða inni?" ég svara auðvita "inni" þá segir krúttið "en mamma sagði að við vorum að fara "ÚT" að borða" hihihi

hann er náttúrulega bara snillingur...hann er svo opin og yndislegur. Hann spurði Geira vin minn um daginn af hverju hann væri að fá skalla og væri ekki gamall ..svo hefur hann spurt ýmislegt í þessa áttina hina og þessa út í bæ. Drengurinn er algjör gullmoli.

skrifa meira síðar..verð að þjóta


[11:45 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, september 18, 2006

10 að verða 11 ára


Ef einhver ...hver sem er hefði sagt við mig árið Haustið 2004 " já Kolla mín, eftir 2 ár sé ég þig fyrir mér fyrir framan tölvuskjáinn heima hjá þér að vinna og lítandi á klukkuna á 2ja mínútna fresti til að athuga hvort 11 ára barnið þitt sé að ná heim fyrir háttatíma eins og því var sagt að gera" þá hefði ég svo sannarlega sagt eitthvað í þessa áttina "immit..ertu geðveik/ur ..það er mun lengra í það hjá mér..."

En staðan er sú að í dag sit ég hér í mestu makindum að hlusta á David minn Gray (segir gamla fólkið ekki alltaf "minn" þegar það vitnar í uppáhaldssöngvara?) en allavega..hlusta á hann David...vinn verkefni fyrir vinnunna í tölvunni minni, konan á fundi og ég horfi stöðugt á klukkuna og viti menn ..hún er 2 mínútur yfir átta og barnið ekki enn komið heim úr sundi..og það á skóladegi..uss uss...hún er komin í nýjan félagsskap og ég með litla hjartað mitt hef nettar áhyggjur af því að þessi "vinsæli" hópur sem hún er með í sundi sé ekkert endilega sá sem ÉG hefði valið handa henni. Ég vil bara helst alltaf að hún hangi með Hildi vinkonu sinni sem er svo ljúf og góð..og þær séu helst bara hérna eða heima hjá Hildi..fari út á Eiðistorg og haldi tombólur og fari í háttinn klukkan átta.

En það verður ekki allt á kosið nei...svo ég verð bara að leifa henni að þroskast alveg sjálfri og vera til staðar fyrir hana hvern sem hún velur að leika sér við og hvernig sem þetta fer allt...og í þeim skrifuðu orðum kemur heimasætan inn um dyrnar og baðst afsökunar á því að vera of sein :) sagði henni að það skipti engu máli og hrósaði henni fyrir að fylgjast svona vel með tímanum.

Getur hún ekki alltaf bara verið stelpan sem finnst mest töff að fara með mér í göngutúr um nesið og út í fótbolta að skjóta á mark ...???

Kollsterinn...sem er að læra á hverjum degi.


[8:01 e.h.] [ ]

***

 


sunnudagur, september 17, 2006

Skvass er best

Vá hvað þetta er búið að vera æðisleg helgi...var dugleg og mætti á fund í gærmorgun ásamt minni heittelskuðu og Pálí auðvita (það er engin fundur án Pálí sko) horfðum svo á tv með Ingu vinkonu í ALLAN gærdag auk þess sem við skutumst út á milli þátta að þrífa bílana okkar skvísurnar. Inga og Lilja áttu góða takta með svampa og sápu á Golfinum hennar Ingu á meðan TOPPLúðarnir á bílnum við hliðina á okkur með stærsta Spoilerinn misstu sig í töffurunum.

Fór reyndar líka eftir fund í gær í skvass með Pálí minni sem er svo mikið yndi, svo til að toppa helgina þá dreif ég mig í morgun í skvass aftur en í þetta skiptið með eiginmanni Pálínu sem er orðin mjög æstur skvass-aðdáandi eftir að ég kenndi honum tökin um daginn ;)

Vá hvað það er gott að hreyfa sig svona í byrjun dags...varð svo æst eftir leikinn að ég hringdi í Maggý mína og fékk númerið hjá þjálfaranum hennar ..pottþétt góður þjálfari þar sem Maggý mín klára er komin í Landsliðið í skvassinu :)

Takmarkið er ekkert endilega að ná í landsliðið en það væri ekkert leiðinlegt einn daginn að geta fengið stig þegar ég spila á móti Maggý minni ;)

Já ég er hress og hlakka til nýrrar vinnuviku því helgin var svo nærandi og góð.

gleymdi að nefna það að við fórum í mat til Maggý & Evu á föstudagskvöldið, Dagný friðargæsluliði mætti líka og það vottaði örlítið fyrir einhverju barnalegu í mér þetta kvöld...ekkert samt sem risti djúpt, fannst bara fyndið að finna það. Kvöldið var æði og ég er ótrúlega heppin að eiga svona yndislegar vinkonur en vil þó nefna það að Unu minnar var sárt saknað allavega af mér :) Una mín ..elska þig !!!

já ég er heppin í þessu fína lífi sem Guð valdi mér ...best að njóta þess til fulls því ég lifi því jú aðeins einu sinni.

Kollsterinn...væmin í dag


[12:40 e.h.] [ ]

***

 


miðvikudagur, september 13, 2006

týndist allt

ooooo....jæja...æðruleysið þarf víst að vera annsi mikið á þessum bænum núna, var búin að skrifa heilan helling hér á skjáinn sem svo allt í einu í miðri setningu ákvað að hverfa....þessu hef ég ekki lennt í áður..jú ég hef tapað heilu færslunum en ekki rétt á meðan ég er að skrifa þær..ótrúlega fríkað...var að skrifa um myndirnar sem ég er búin að bæta inn á albúmið mitt...sem ég hvet ykkur til að skoða..og rockstar kvöld með systkynum mínum..en er hér að panta inn fyrir búðina mína svo ég hef ekki tíma til að skrifa þetta allt aftur en geri það kanski síðar....

þangað til næst...

kollsterinn...að reyna að taka þessu með ró og spekt


[3:01 e.h.] [ ]

***

 


þriðjudagur, september 12, 2006

Shoutout

Er búin að bæta inn nokkrum myndum á aðalsíðuna mína...það er að segja það koma upp fleiri myndir þegar þú ferð næst inn á síðuna..eða ekki fleiri en gætu verið nýjar..þið vitið hvað ég meina :) eða ég veit það allavega :)

elska ykkur

knús
Kolls

p.s. langar að senda sérstaka kveðju til Diljá minnar í útlandinu og segja henni hér á los bloggos að mér finnst hún æði og ég elska hana út fyrir endimörk alheimsins.


[9:44 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, september 11, 2006

hæbbs

Hef ekki bloggað í langan tíma sé ég þegar ég kíki á forsíðu bloggsins míns. Ástæður eru einfaldar, mikið að gera , hef bara gleymt blogggreyinu mínu og ekkert sem ég er hef haft sterka þörf á að tjá mig um hefur verið að gerast þó auðvita margt skemmtilegt hafi gerst. En síðan ég bloggaði síðast hefur til dæmis þetta gerst.

-Lilja vinkona gift sig
-Pabbi minn átt fimmtugsafmæli
-Ég fengið þrjú ný kílí í andlitið (ekki beint skemmtilegt þegar maður mætir í afmæli og giftingu en...)
-Mikki & Maja eignast lítil gullfallegan dreng.
-Erna mín Rán sagt mér að hún er orðin ólétt aftur :)
-Anna Þrúður komið í heimsókn og gist hjá okkur.
-Puff, Jódís og Una komið í heitt í ofni.
-Ég búin að sjá Bjólfskviðu í bíó.

já þetta er svona brotabrot allavega til að leyfa öllum að fylgjast með mér þar sem ég hef ekki verið öflugasti bloggari landsins.

En þar til síðar þá segi ég bara megi englarnir vera með ykkur börnin mín.

Kollsterinn...sem bloggar vonandi fljótar aftur heldur en næst.


[9:36 f.h.] [ ]

***

 


mánudagur, september 04, 2006

Glitnir spitnir

Vá hvað maður getur orðið pirraður og gramur og allt þar á milli út í eitthvað eins einfalt og til dæmis barasta heimasíðu. Glitnir.is er ekki að gera sig, alltaf í gegnum öll mín ár hef ég skipt við Íslandsbanka og líkaði það ótrúlega vel. Eftir að þetta varð hinsvegar Glitnir þá hefur allt breyst. Rauði liturinn í nafninu stendur undir nafni jú ..sem STOP merki ...arg ...í sirka bát þriðja hvert skipti sem ég logga mig inn á heimabankann minn þá er eitthvað að ...bankinn getur ekki lesið yfirlit...staðan er röng vegna bladibla eða eins og núna þá kemur alltaf upp VILLA , reyndu aftur eftir nokkrar mínútur.

Ég elska nútímann og finnst frábært að ég geti séð um mitt bókhald hér í rólegheitum heimilis míns en einn daginn fæ ég nóg og skipti um banka þó mér sé það í raun jafn sárt og að skipta um vinnu því bankinn manns er jú alltaf bankinn manns. :(

svo hringdi ég um daginn og konan í símanum var eiginlega bara dónaleg og gaf mér lúmskt til kynna að ég hefði rangt fyrir mér og það væri alltaf í lagi með þennan heimabanka.

jæja..búin að losa um það þó ....

í annað skemmtilegra..fór í bíó áðan með litlu skvís og skemmtun okkur vel fyrir Captain Jack Sparrow.....jebbs..sáum pirates of the carribean :)

Kollsterinn..ánægð með bíóið..ekki ánægð með Glitni


[9:18 e.h.] [ ]

***

 


laugardagur, september 02, 2006

Eye of the tiger

Laugardagskvöld...og við tjellingarnar á leiðinni í partý. Una mín kemur hingað á næstu mínútum og við skellum okkur saman heim til Dagnýjar löggu. Hún er nefnilega að fara í næstu viku til Sri Lanka sem friðargæsluliði í hálft ár til ár. Stelpan er hetja verð ég að segja , dáist að henni fyrir hugrekkið :)

Fullt að gerast í september..Lilja vinkona að gifta sig næstu helgi...sá gamli fimmtugur næstu helgi líka (pabbi það er að segja)Elísabet verður 11 ára þann 20asta og Hanna siss mín verður 25 ára þann 21sta :)

Semsagt hellingur að gerast, og jú líka það að gerast að minns ætlar að mjókka örlítið en það er bara aukaatriði gott fólk , líðanin er fín að innan :)

Er aðeins að missa mig fyrir framan tölvuna að velja lag eftir lag og hækka soldið vel í litlu hátölurunum....smá upplifun í gangi hér ...allt frá Eye of the tiger upp í XXX Rottweiler ;)

Kollsterinn..sem hefur ekkert sérstaklega margt að segja núna

p.s. komnar nýjar myndir inn á albúmið mitt !!!


[8:26 e.h.] [ ]

***

 ::Góða fólkið::

::Ari
::Óli
::Pálí
::Lína
::Auja
::Sara
::Maja
::Nana
::Erlan
::Dísin
::Barbí
::Fjalar
::Heiða
::Díana
::Safyra
::Syneta
::Héðinn
::Hulster
::Döggin
::Bryndís
::Gíraffinn
::Skjaldan
::Fallegust
::Brynhildur
::Kiddi Klipp
::Madmomo
::Puffsterinn
::Sif & Sindri
::Hanna siss
::Dagný Ásta
::Dísa Marley
::Æskuvinirnir
::Dagný Lögga
::Mommsurnar
::Rokklingurinn
::Sigrún frænka

::Englarnir::
::Alex Uni
::Brynjar Óli
::Bríet Ólína
::Elísabet Rut
::Anna Þrúður
::Ísabella Rún
::Bríet Berndsen
::Hulda Berndsen
::Tómas & Kristján
::Prinsessumyndir

::Vef-flakk::
::Föt
::Sæði
::Tölvur
::Heilsan
::Hættulegt

::Gömlu bloggin::
maí 2002
júní 2002
júlí 2002
ágúst 2002
september 2002
október 2002
nóvember 2002
desember 2002
janúar 2003
febrúar 2003
mars 2003
apríl 2003
maí 2003
júní 2003
júlí 2003
ágúst 2003
september 2003
október 2003
nóvember 2003
desember 2003
janúar 2004
febrúar 2004
mars 2004
apríl 2004
maí 2004
júní 2004
júlí 2004
ágúst 2004
september 2004
október 2004
nóvember 2004
desember 2004
janúar 2005
febrúar 2005
mars 2005
apríl 2005
maí 2005
júní 2005
júlí 2005
ágúst 2005
september 2005
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
júní 2006
júlí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006

::credits::

Weblog Commenting by HaloScan.com
K